Lögberg


Lögberg - 14.05.1931, Qupperneq 4

Lögberg - 14.05.1931, Qupperneq 4
Iji3. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14 MAÍ, 1931. Xöfltiers Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Ldgberg, Box 3x72, Winnipeg, Man. Verð $3.00 uni árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Starf og hamingja Sennilega leggja engir tveir menn í það nákvæmlega sama skilning, hvað sönn ham- ingja í raun og veru sé; þó eru allir að leita; ýmsir hreppa hnossið; aðrir leita langt yfir skamt, og enn aðrir koma móðlausir úr leið- angrinum. Þegar á manndósmárin kemur og taum- ihaldi hefir verið náð á heitustu ólgu tilfinn- ingalífsins, fjölgar þeim ávalt, er að þeirri nið- urstöðu komast, að í starfinu sé lífshamingj una mestu að finna; að hvergi nema þar fái heiíbiágt samræmi handar og anda, notið sín til fulls. Það væsir sjaldan um þá menn, er þannig líta á lífið; veðráttufar og vindstaða skiftir þar minstu máli, því í kappsiglingunni um lífs- ins sollna sæ, sverja þeir sig í ætt við hina fornu Hrafnistumenn. Á hinn bóginn er því ekki að leyna, að fjöldi fólks lítur á makindin sem nokkurs konar sáluhjálparatriði. Fjöldi manna víðsvegar um heim, reynir að aura jsaman tekildingum, með það fyrir augum, að setjast svo í helgan stein; slíkur hugsunarháttur er skaðlegur 0g hefnir sín grimmilega; vinnan ein, andleg eða líkamleg, skapar manngildið, og er þess meguug, að geta haldið því við. Vafalaust’hafa ýmsir, er að makinda-tak- markinu keptu; náð þangað fyr eða síðar. En urðu þeir þá sælli fyrir það?. Nokkrir hafa þegar horft úr sér augun, og fáeinir lifa ef til vill enn þá í voninni. Sérhver heilskygn maður finnur að sjálf- sögðu hjá sér hvöt til þess að búa svo um hnúta, að framtíð ástmenna sinna megi sem tryggust verða, er á efri árin kemur og starfs- þrekið tekur að dvína. Sparsemi, er í þá átt hnígur, á ekkert skylt við hugmyndina um að setjast í helgan stein. óumflýjanlegt hamingjuskilyrði er það fyrir sérhvern mann, að hann hafi ávalt eitthvað fyr- ir stafrii; gangi að ákveðnu starfi dag eftir dag og ár eftir ár; starfi, er svo verði honum kært, að hann vildi ekki á því skifta fyrir öll rxki veraldarinnar og þeiiTa dýrð; margskiftir kraftar koma sjaldnast að verulegum notum. Þegar starfskraftar einstaklingsins eru svo að þrotum komnir, að hvfldin sjálf fær ekki endurnýjað þá lengur, er kominn tími til þess að setjast í helgan stein, en fyr ekki. Sérhver sá, er eitthvað á eftir af óeyddum starfskröftum, á í raun réttri frá siðferðilegu sjónarmiði einskis annars úrkosta, en að vinna; um leið og hann í þessu tilliti slakar til við sjólf- an sig, er hann byi-jaður að taka sína eigin gröf. Samfara hinu daglega starfi, er öllum það í brjóst lagið, að létta sér upp; tilbreytingin er hollur aflgjafi, sem enginn má án vera. Sjaldnast er það holt, að verja hvfldardög- unum öllum til leika, því það er með skemtanir og leiki sem flest annað, að of mikið af öllu má gera. Skemtanimar í daglegu lífi mannanna eiga að svara til fyndninnar í bókmentunum,— vera hressandi krydd, er létti skapið og styrki taugarnar. Starfsamur maður finnur sjaldan til leið- inda; hann má ekki vera að því að láta sér leið ast; starfið er heilagt pund, sem honum er ljóst að ávaxta beri; þessvegna skín starfsgleðin úr augum hans á leiðinni til iðju að morgni, hversu mikið erfiði sem bíður hans. Sérhver sá, er hlakkar til næsta virks dags, er hamingjusamur, hvort heldur hann er auð- ugur að fé, eða það gagnstæða, því hann á yfir . slíku jafnvægi að ræða, að heilbrigðum sam- böndum við umhverfið verður jafnan borgið. Hvorki gull né grænir skógar, fá nokkru sinni borgið landeýðunni frá tortíming. Þeir einir, e^ tæmt hafa til botns bikar krafta sinna í þjónustu samfélagsins, geta með fullum rétti sezt í helgan stein. f Villandi átaðhœfmg Eitt hinna lítilmótlegustu málgagna Ben- nett stjórnarinnar, gefið út hér í borginni, gerði þá villan'di stpðhæfingu í vikunni, sem leið, að canadiskir bændur, einkum og sérílagi þó þeir, er framleiðslu mjólkur hafa að atvinnu, hefðu hagnast drjúgum við bannið gegn innflutningi smjörs frá Nýja Sjálandi. Trúi nú hver, sem trúa vill. Bændur Vesturlandsins finna vitanlega bezt til þess sjálfir, hvar skórinn kreppir; það eru þeir, sem við mjólkur framleiðsluna fást; þeim er það ljóst, að þrátt fyrir bannið gegn Nýja Sjálands smjörinu, fá þeir lægra verð um þess- ar mundir fyrir rjóma sinn, en við hefir geng- ist í háa herrans tíð; staðhæfingin um það, að bannið hafi orðið þeim að hjálparhellu, er því ekkert annað en heiber lokleysa. Sir Oswald Mosley Svo breytilegt er viðhorfið í brezku stjórn- málalífi um þessar mundir, að þar sýnist í raun réttri á svipstundu geta orðið allra veðra von; almennar kosningar virðast geta sltollið á þá og þegar; allir gömlu flokkarnir eru í óða önn að hervæðast, og nýr flokkur er kominn fram á sjónarsviðið, undir forustu Sir Oswalds Mosley. Hver er svo þessi Sir Oswald Mosley? Hann er maður kominn af háum aðli, gekk fyrir all- löngu í flokk hinna óháðu verkamanna, var kos- inn á þing, og tók við embætti í ráðuneyti Ram- say MacDonalds að afstöðnum síðustu kosn- ingum. Eftir að á þing kom, skipaði Sir Oswald sér þegar í fylkingu hinna róttæku jafnaðar- manna, en sagði núna fyrir skemstu skilið við flokk hinna óháðu verkamanna, og stofnaði nýj- an, róttækan jafnaðarmanna flokk. Lítið verður að vísu um það sagt á þessu stigi málsins, hverju Sir Oswald kann að fá á- orkað við næstu kosningar; þó er engan veginn óhugsandi, að honum kunni að græðast nokkurt fylgi, því maðurinn er sagður að vera hinn glæsi- legasti og mælskur vel. Fyrir skömmu komst Sir Oswald svo að orði í samtali við brezkan blaðamann: ‘ ‘ Eg get fullvissað yður um það, að þessi nýi stjómmálaflokkur, sem kendur er við mig, býð- ur að minnta kosti fram fjögur hundmð þing- mannsefni við næstu kosningar, og eg staðhæfi það ennfremur, að ekkert verði til þess sparað að fá hvert einasta og eitt þeirra kosið á þing. Örvunum verður fyrst og fremst stefnt að þeim stjórnmálamönnum, brezkum, er lofum og lögum réðu fyrir styrjöldina miklu, og meðan á henni stóð; mönnum, sem enn lianga við völd, án þess að skilja kröfur hins nýja tíma; þessum mönn- nm öllum, án tillits til flokkslegrar afstöðu, segir flokkur minn stríð á hendur. Eg og mínir menn tala fyrir nlunn æskunnar og berjast fyrir rétti hennar; málssvarar hins gamla skóla steyptu ökkur í það öngþveiti, sem við eigum nú að glíma við, og þeir gera ekki svo mikið sem eina einustu tilraun til þess að ná okkur upp úr feninu aftur; frá okkar hálfu þurfa þeir því einskis stuðnings að vænta. Mér kemur ekki til lifandi hugar, að halda því fram, að þessi flokkur sé í alla staði full- kominn, enda væri slíkt hin mesta fásinna; með honum hefst þó í sögu brezku þjóðarinnar nýtt tímabil áræðis og athafna, í stað málskrafs og meðalmensku. Og eg efast ekki um, að brezkir kjósendur, að kunnum öllum málavöxtum, hall- ist á okkar sveif.” Þó eg megi enn kallast ungur maður, þá hefi eg engu að síður haft margvíslega æfingu á stjórnmálasviðinu; eg hefi setið tólf ár á þingi, og átt þess góðan kost, að kynnast helztu stefn- um og straumum, er þar hafa verið efst á baugi; mér hefir skilist, að það skifti í raun og veru minstu máli, hver hinna þriggja, gömlu flokka sæti við völd; þeir hjakka allir í sama farinu með fána athafnaleysis við hún. Nú er það blóð- rík og einhuga æska er býður út liði; kynslóð frjálsborins forustulýðs, er særa skal til fylgis við sig ódreymdar orkulindir og hefja þjóðina til öndvegis af nýju.” Merkisrit Eftir Richard Beck Þeir, sem lesið hafa tímaritið “óðinn” minn- ast þess eflaust, að þar hafa verið að koma út á undanförnum árum æfiminningar séra Frið- riks Friðrikssonar, ritaðar af honum sjálfum. Fyrir skömmu (1928) var fyrsta bindi þeirra sérprentað í Reykjavík og nefnisb: Undirbún- ingsárin. Ekki man eg til að hafa séð þessarar bókar að neinu getið vestan hafs, en þó er hún of merkíleg til að liggja í þagnargildi. Eins og útgefandinn, Þorsteinn ritstjóri Gíslason, bendir á í eftirmála sínum, þá eru bókmentir vorar “fátækari en vera ætti” að slík- um ritum, að sjálfsæfisögum merkra manna. Þó eru fáar bækur fróðlegri eða kærkomnari, ekki sízt ef þær eru vel í letur færðar. En því áhrifa- meiri sem sögumaðurinn eða sögukonan hafa verið, því meiri fengur er að lífssögu þeirra. Út- koma umræddrar bókar mun því mörgum fagn- aðarefni, þar sem höfundur hennar er ástsæll mjög og mikils metinn fyr.ir víðtækt starf í þágu þjóðar sinnar. Hann á líka drjúg ítök í hugum margra Islendinga vestan hafs síðan hann dvaldi á meðal þeirra. Fleira hefir drifið á daga séra Friðriks í æsku Jians og á yngri árum, á því tímabili, sem Jiann kallar undirbúnvngsárin, en margur mun hyggja. Það er langt frá því að tómt logn og ládeyða væru hlutskifti hans. Satt að segja er þessi hluti æfisögu lians hreint ekki laus við æfintýrablæ; höfundurinn rataði í svo margt og svo vel rættist fram úr öllu fyrir honum. Þó ber ekki svo að skilja, að hann hafi “fært” frá-, sögn sína “í stílinn” til þess að vekja athygli lesenda, svo sem sniðugum skriffinnum vorrar aldar er títt. Hér á hið gagnstæða sér stað. Höfundi hefir prýðilega tekist að ná því marki sem hann setti sér í þessum orðum: “Eg hefi heldur ekki reynt til að setja atburðina í skáld- legar umbúðir, heldur viljað segja frá þeim blátt áfram. ” En þetta hispursleysi hans ogbersögli gera frsögn hans einkar aðlaðandi. Maður finn- ur og veit að hann segir sannleikann og dregur ekkert undan; hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur, í hversdagsfötunum eða spari* fötunum eftir því sem við á. Þar við bætist að séra Friðrik segir fjörlega og skemtilega frá; góðlátlegri kímni bregður oft fyrir hjá honum. Hið gamansama blandast hinu alvarlega svo að frásögnin verður ekki ein- hæf 0g þarafleiðandi þreytandi. Þeir, sem á skólabekk liafa setið og ekki eru of stærilátir til að minnast breka sinna frá þeim dögum, munu hafa gaman af lýsingu höfundar á því er latínu- skólapiltum datt það snjallræði í hug, að færa Apollo fórn í latínutíma, en bezt er að láta séra Friðrik segja söguna: ‘ ‘ Var sent niður í Apótek eftir reykelsi, sem þá fékst í hnúðum, er staðið gátu á borði. Svo báðum við rektor um leyfi að fórna og fengum það. Svo var kveikt á hnúð fyrir framan hvem mann, 0g fimm hnúðar vora settir á kathetuna. — Stigu nú reykirnir upp lystilega um allan bekk, og sumir juku eldana með pípureyk, höfðu þeir pípumar undir borð- inu og blésu reyknum upp í reykjarstrókinn af reykelsinu. Varð nú svo mikið reykjarkaf að flestum fór að þykja nóg um og voru opnaðir gluggar, en ekkert dugði. Eg kom upp og er eg stóð við kennarastólinn, gat eg varla grylt í dúxana. Rétt í endalok tímans opnaði Geir kennari Zoega belckmn að vita hvað ylli svo miklum reyk; hann gat fyrst varla eygt rektor; við kölluðum í kór: “Rektor leyfði oss að fórna Ayollo. ” Þá hló Geir og fór út. Hann grunaði víst að eitthvað meira væri á seyði en reykelsið eitt, en gerði enga rekistefnu að því, enda þurfti þess ekki. Flestallir fengu höfuðverk og höfðu upp frá þv nga tilhneigiúgu að færa goðum fórn- ir. Og einmitt fyrir það, að séra Friðrik reynir ekki til að gera frásögn sína skáldlega, en lýsir tilgerðarlaust atburðum, eða öðru, sem hann segir frá, verða lýsingar hans oft skáldlegar í orðisins beztu merkingu, mannar myndir með lífi 0g lit. Sumarfriði ágúst-nætur uppi á ís- lenzkri fjallaauðn lýsir hann á þessa leið: ’ ’Alt var hjúpað liúmblæju ágústnæturinnar. Kyrðin vaf ákaflega djúp. Veðrið var kyrt, og svalinn vai* eins og andardráttur hins sofanda jökuls.” Ekki er átthagaþránni lieldur ófimlega lýst í þessum orðum: “Norðurland! Það er einhver seiðmagnaður unaður í því orði. Það fís upp mynd í huganum, sem ekki er unt að lýsa. Það er eins og upphleypt landakort, þar sem hugur- inn sér í einu héraðinu, dalina, f jöllin, árnar og vötnin. Brjóstið tútnar út af óþreyju og unaði, og manni finst hin hraðasta ferð of seinfær. ” Þeir gagnrýnendur ,sem ekki eru nema smá- munasemin, finna máske sitthvað að stíl séra Friðriks, óíslenzk orð eða orðatiltæki hér og þar; en slíks gætir harla lítið þegar litið er á bók hans í heild sinni; svo vel segir hann frá að k- nægja er jafnap að lesa. En þessa bók ber þó fyrst oð síðast að skoða sem æfisögu og sem lýsingu á andlegum þroska- ferli höfundarins. Þar í er aðal gildi hennar fólgið, þó hún sé hins vegar eigi, sem bent hefir verið á, snauð að ljókmentalegu gildi. Og það er bæði fræðandi og vekjandi að lesa hina ber- orðu lýsingu séra Friðriks á trúarstríði hans. Hann hraktist fyrir stormum efasemda og ver- aldarhyggju áður en hann komst í höfn. Hann varð að glíma við Guð sinn eins og Jakob forð- um áður en hann gekk sigrandi af hólmi. Trú- arvissa hans er dýru verði keypt, en hún er þá einnig á bjargi bygð. Það mundi draga úr krafti lýsingar séra Friðriks á trúar-reynslu hans, að fara að birta kafla úr þeirri frásögu hér; menn verða að lesa hana í heild sinni. Höfundur kveðst hafa kosið að láta atburðina tala sjálfa og það hefir honum heppnast. En 'jafnframt því að vera lifandi lýsing á höfundinum, á i>ók þessi alment sögulegt gildi. Hún gefur hreint ekki litla hugmynd um ís- lenzka menningu á þeim árum, sem höfundurinn var að alast upp og mentast. Auk þess hefir séra Friðrik átt við marga saman að sælda um dagana, að meiru eða minna leyti, og ekki fáa hinna mestu merkismanna íslenzkra, sinnar tíð- ar; og hann hefir margt eftirtektarvert að segja um ýmsa þeirra. Eg nefni sem dæmi lýsingu hans á kennurunum í latínuskólanum, eða þá frásögn hans um heimsókn sína til Gríms skálds Thomsens, eða fyrstu kynni höfundar af séra Matthíasi Jochumssyni. Og allar eru lýsingar hans, á láum sem háum, ritaðar af skilningi og samúð. Höfundurinn þarf víst ekki að óttast að hann ve*ði ásakaður um að hafa varpað skugga á nafn nokkurs þeirra, sem hann segir frá. Hvera sem les þessar æskuminningar séra Friðriks mun þyrsta í framhald æfisögu hans, en það er nú að koma í “Óðni” og kallast Starfs- árin; það, sem út er komið, stendur Undirbún- ingsárunum ekki að báki. Æfisaga séra Friðriks má hiklaust teljast meðal merkisbóka íslenzkra. Minningar frá Islandi í austurríkska blaðinu “Wiener Bilder”, er grein eftir Theo Hen- ning málara, og fylgja henni nokkrar myndir frá ísltenzku sýn- in!gunni, sem haldin var í Wien í sumar, og Henning gekst fyrir. Grein hans er mjög vingjarnlega skrifuð og birtast hér kaflar úr henni. - iLi v ' x \ \ hk DODDS ÍKIDNEY Eg var einn á ferð gangandi langt inni í landi elds og íss, hafði hvorki fylgdarmann né hest, frem- ur venju, tekkert tjald og en!gan farangur, nema bakboka, og í honum var nesti mitt og hin nauð- synlegu áhöld: máilaraáhöldin. Allan daginn 'hafði eg gengið yf- ir sandauðnir og stefndi á H'eklu, því að upp á hana ætlaði ég að ganga daginn eftir. Hekla er drotnin!g allra eldfjalla á íslandi. Hún hefir að jafnaði gosið tvisv- ar á öld. Er hún fræg um öll lönd. Nú hreykir hún sér hljóð og tignarl'eg fyrir framan mig. Það borgar sig að fara umhverf- is jörðina til þess að fá að njóta hins dýrlega útsýnis af Heklu- tindi. Fyrirm ér verður á, sem eg þarf að komast yfir, því að hand- an við hana er bóndabærinn, sem eg ætlaði að gista á. Það var ekki um annað að gera, en að klæða sig úr o!g vaða yfir ána. Varð mér þá ósjálfrátt hugsað til hinna mörgu manna, sem látið hafa líf- ið í jökulám íslands, stem ýmist eru stórgrýttar í botni, eða þá að sandbleyta er í þeim, Þarna inni á milli hrauns og sanda er dálítill grænn blettur og þar stendur bóndabærinn, mörg hús saman með torfþökum, eins og siður var áður að byggja á íslandi. Lítill og fátæklegur er bærinn að sjá, en þegar 'eg kom í hlaðið, brá mér heldur en ekki, því að fagur (hljóðfærasláttur barst til mín út úr torfbænum. Þar voru leikin lög eftir Grieg og Bach og Beethoven. Húsfreyj- an var að leika á hármonium og hún söng meðal annars Loreley í íslenzkri þýðingu. En húsbónd inn sat við borð 0g var að lesa þýðing á Goethes “Faust.” Húsbóndinn las nákvæmlega meðmælabréif mitt frá austur- ríkska konsúlnum í Reykjavík, virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja. Að því búnu var mér tekið opnum örmum eins og kærum vini. Sá vegur, sem ferðamenn hafa Venjulega til Heklu, liggur tals- vert norðar og þess vegna er lítið um gestkomu á þessum bæ. Var því um margt az spyrja og mörgu að svara, eftir því sem ís- lenzkukunnátta mín leyfði. Þetta var í lok júlímánaðar 1927. — Bóndinn vildi fá að vita alheims- fréttir og honum nægði það ekki, heldur reyndi hann að skýra þær á sem réttastan hátt. Hann var alveg hissa, aS eg skyldi ekki vita meira en hann um það, sem var að gerast í Austurríki um þær mundir. En þð var nú langt síðan eg fór frá Wien, og frétt- irnar sem birtust í íslenzku blöð- unum, skildi hann betur ten ég. Og hann var í einu og ðllu verð- ugur fulltrúi Thule-eyjarinnar, enda þótt hann væri fátækur og ætti fleiri börn heldur en kýr. Með miklu erfiði aflaði hann nauðsynlegra heyja. Með nær- gætni ræktaði hann matjurta- garð: kartöflur, rófur og trölla- súrur (rabarbara)i; annað þrteifst þar ekki. Kornvörur og salt, timbur og búsáhöld og alt annað verður hann að flytja heim til sín á hestum, margra mílna leið frá þjóðveginum. Hann sýndi mér bókasafnið sitt og var hreykinn af því. Það var í hillu, sem var 1% metri á lengd. Smábóndi er hann, en hann hefir gáfu hugsjónamanns, göfgi fursta og konungshug. Ef ti’l vill er hann afkomandi ein- hvers hinna norsku stórhöfð- ingja, er flýðu land 874 og stofn- uðu sjálfstætt riki á Islandi. Eina íslenzka konan, sem er í Austur- ríki, Áistríður Jaden barónsfrú, getur t. d. rakið ætt sína til Har- aldar hárfagra Noregskonungs. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mðrgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borigun fylgir. haft hin dásamlegustu viðfangs- efni alla sína æfi. Eg dvaldi þar um hríð, og þótti sárt að þurfa að skilja við þennan stað. Eg tók saman pjðnkur mínar og lagði á stað. Kom ég þá að drif- hvitu tjaldi, sem stóð á grænni flöt milli kl'etta. Þetta tjald áttu nokkrar fagrar blómarósir ÚJ* Reykjavík, og eyddu þarna sum- arfríi sínu. Það voru verzlunar- spengilegar, kátar en gáskalaus- og skrifstofustúlkur, fagrar og ar. Þær voru í stuttum jökkum og sportbuxum og með stuttklipt hár. — Gamla íslenzka þjóðbún- inginn nota nú í Reykjavík að- eins aldraðar konur, því að kvik- myndáhúsin tvö bera þangað tízk- una frá París og London jafn- snemma og hún kemst til Wien. Eg kynti mig þessum stúlkum sem málara og fékk þann heiður að mála félagsmerki þeirra á tjaldið, og mér veittist sú ánægja að mega mála fegurðarbletti í kinnarnar á þeim öllum! Fyrir þremur árum átti eg því láni að fagna, eftir að eg hafði gengið á Heklu og skoðað Geysi, að koma til Þingvalla. Betri stað hefði hinir gömlu hofgoðar alls ekki getað valið sem þingstað, heldur en þetta Eldorado íslenzkr- ar náttúru, þar sem málari gæti Um mörg dásamleg 'héruð hefi ég farið, hvert öðru fegurra. — Hvtert þeirra varð mér sem ný O'pinberun, með síbreytilegri lit- auðgi, landslagi og svip. Eg sá æfintýlra'legar íhraunmyndir, eld- gíga stóra og fagurlega myndaða, mýrar og vötn, rjúkandi land af jarðhita, goshveúi ' og sjóðandi brennisteinshveri, vojduga jökla og fossa, sem eru nærri því eins miklir og Niagara, ten honum ef til vill fegurri. Oft varð ég svo hrifinn, að eg hélt að eg mundi ekkert fegurra sjá, en þegar eg kom á næsta leyti, ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum. Alveg eins htefir þeim farið, gestunum, sem komið hafa á sýn- inguna í Wien. Sumir héldu, að eg væri vitlaus og hefði gaman af því að bera hið ótrúlegasta á borð fyrir auðtrúa fólk. Aðrir héldu, að eg væri umboðsmaður fyrir eitthvert málararlita-firma og hefði því þarna til sýnis alla þá liti, sem firmað framlteiddi. Eg verð því að taka skýrt fram: Töfraeyjan er eins og eg hefi mál- að hana. Það er eigi að eins að hún hafi heillað augu mín, held- ur einríig hjarta mitt, því að eg telska þetta einkennilega marg- breytninnar land; eg elska hina fámennu íslenzku þjóð, sem hef- ir stofnað sitt eigið ríki, þar sem enginn hermaður er til, þar seW glæpir eru svo að stegja óþektir, þar sem engir öreigar eru, en menning á öllum sviðum, há- skóli og sérfræðiskólar, söfn, vís- indafélög, leikhús, spítalar. t?r Reykjavík, sem eigi alls fyrir löngu var hafnarlaust fiski- mannaþorp, með 300 íbúum, htef- ir þjóðin gert borg, þar sem eru 26,000 íbúar, 2,500 talsímar, 800 bílar, flughöfn og fjðldi stór- hýsa úr sementsstteypu og með öllum nýtízku þægindum. í byrj' un annarar þúsund ára aldar sinnar, hefir íslenzka þjóðin ver- ið svo stórstíg, að það líkist mest því, sem er í Bandaríkjunum. Og þó er hún enn, eins og hún var- göfug og heiðarleg þjóð. — Lesb- Sprenging verður manni að bana Hinn 8. þ. m. sprakk hitunar- vélin í Bradeen Apartments, Langside Ave., hér í borgiini, 0% varð eftirlitsmanni byggingar' innar að bana, sem var að hrein®3 vélina, þegar þetta kom fyrir- Maðurinn hét Edward WaH461, og var á milli fimtugs og s'eX tugs. Engir aðrir meiddust 0% skemdir á byggingunni urðu ek^1 stórktestlegar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.