Lögberg - 14.05.1931, Síða 6

Lögberg - 14.05.1931, Síða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN I4. MAÍ, 1931. LYDIA —1 EFTIR ALICE DUER MILLER. i “Er nú vinskapurinn orðinn svo náinn, að þú ert farin að kalla hann Dan?” “Þér fellur hann ekki, vegna þess að hann hefir einmitt þessa hæfileika, sem þú krefst að menn hafi, kjark og áræði—” Hún komst ekki lengra, því Lvdía tók fram í fyrir henni: “ Já, hann hefir nóg af því. En það sem mér eiginlega mislíkar mest við hann, góða Elinóra, er það, að þú gerir alt of mikið úr honum. Eg get ekki til þess vitað, að þú sjáir ekki sólina fyrir þessum manni.” “Eg kannast ekki við að hafa hagað mér öðruvísi en vera ber hans vegna.” ‘ ‘ Eg á alls ekki við það; en stúlka eins og þú, ætti ekki að hafa neitt saman við þennan lrlending að sælda. Hann er bara sveitalög- maður! Eg get ekki nefnt ykkur bæði í sömu andránni.” Elinóra ypti öxlum. “Hann kemur hér eftir fáeinar mínútur.” sagði hún. “Kemur hér!” sagði Lydía og stóð á fætur. “Eg fer. ” “Eg vildi, að þú gerðir það ekki. Ef þú þektir hann betur, mundir þú brevta skoðun þinni á honum.” “Ef eg talaði við hann, mundi eg móðga 'nann. Viltu gera svo vel að láta koma með bílinn? Nei, nei, Elinóra! Þú veizt að mitt álit á hanum er rétt, eða þú sérð það einhvern tíma að minsta kosti, og verður á sama máli og eg.” “Eða þú á sama máli og eg,” sagði Elinóra, en hún lét koma með bílinn. Rétt á eftir lagði Lydía af stað heimleiðis. Þetta var einn af þessum dögum, þegar alt hafði gengið öðru vísi en vera átti, að henni fanst, en nú var tækifærið til að láta hreyf- inguna og útiloftið jafna skapsmunina. Það var engin umferð á brautinni og hún fór afar- hart. Henni fanst, ef Elinóra giftist O’Bannon, þá- mundi hún sjálf missa alvef af henni, en það vildi hún koma í veg fyrir. Henni mundi hafa hepnast að hafa áhrif á flestar aðrar stúikur í þessum efnum, en það var enginn hægðarleikur að snúa Elinóru eftir vild sinni. Hún var föst fyrir. Lydía hélt, að sér mundi kannske takast betur, ef að þau væru gift. Hún liafði aldrei hatað mann, eins og hún hataði O Tlannon. Það var líka dálítið gaman að því, að hata einhvern. Brautin, sem var ný, hafði þolað vel vetrarfrostin, en hún var enn ekki orðin þur og hún var dálítið sleip. Það gerði það bara enn skemtilegra, að keyra hart. Það var eins 0g bíllinn væri lifandi vera, og það kom henni til að keyra enn harðara. En svo hart sem hún fór, hafði hún fult vald á bílnum og nákvæmar gætur á því hvar hún fór. Þegar hún þaut fram hjá einni hliðarbraut- inni, kom hún auga á mótorhjól og lögreglu- mann í einkennisbúningi. Hún sá svo mikið, að þetta var sami maðurinn, sem hún hafði komist í kynni við áður. Hún sá hann halda upp hendinni og hún heyrði hann kalla til sín og segja sér að stöðva bílinn. “Nei, engin fleiri armbönd fyrir þig, kunn- ingi,” hugsaði hún með sér og fór enn hrað- ara en áður. Hún hélt að það mundi hafa tafist eitthvað fyrir lögreglumanninum að koma mótorhjól- inu af stað, því hún heyrði ekkert til þess. Hún vissi, að áður en hún kæmi til bæjarins skiftust brautirnar, og ef hún bara kæmist inn á hliðarbrautina, þá mundi hún sleppa við þennan leiðindasegg, sem þarna var að elta hana. En það var enginn hægðarleikur, svo hart sem hún fór, því það var svo lítið svig- rúm til að snúa inn á hina brautina. Nú gat hún vel heyrt manninn koma á eftir sér. Hún varð að hafa sig alla við, að halda bílnum á réttu striki, því brautin var hál, eins og áður er getið. “Ekki gengur honum betur á tveimur hjólum, heldur en mér á fjórum,” hugsaði hún. Hún hugsaði um það eitt, að sleppa frá þessum lögreglumanni og hún hik- aði ekki við að hætta lífi sínu fyrir það. Samt heyrði hún, að hann var að færast nær. Það kom sér áreiðanlega vel í þetta sinn, að hún var vön við að fara með bíl. Vitandi það, að maðurinn væri að draga sig uppi, þótti henni vænt um, þegar hana bar að hliðarbrautinni, sem hún hafði hugsað séf að fara. Þrátt fyrir það, hve afar hart hún keyrði, hugsaði hún sér að þetta mundi hepn- ast. Maðurinn á mótorhjólinu gat ekki snúið við, hann hlaut að halda beint áfram, og þá var hún sloppin. Henni fanst hún vera að vinna sigur í þessari viðureign og það gladdi hana stórlega. Hún bjó sig sem bezt hún gat undir það að snúa inn á hliðarbrautina. Sjálf vissi hún ekki hvað fyrir hafði komið, en hún fann, að bíllinn snerist alveg í hring og hún heyrði að eitthvað brotnaði og bfllinn stöðvaðist. Hún leit út og hún sá brotið mótorhjól ag hún sá mann liggja þar á brautinni. Hún hljóp út úr bflnum. Alt var svo kyrt, að hún heyrði ekkert nema sitt eigið fótatak. Maðurinn lá þarna hreyfingarlaus. Hann var einhvem veginn böglaður saman og tilsýndar var varla hægt að sjá hvort þetta var maður, eða eitthvað annað. Handleggirnir voru und- ir honum, augun voru aftur og blóð rann úr munninum. Hún beygði sig niður að honum og reyndi að koma honum í eðlilegt horf. En hann var stór maður og þungur og hún gat ekkert við hann ráðið. Hún leit upp, og sá sér til mikillar undrun, að hún var ekki lengur þarna ein. Það var engu líkara, en að fólkið kæmi þarna upp úr jörðinni. Heill mannsöfn- uður var þar þegar saman kominn, og allir voru að tala um það, sem fyrir hefði komið. Þarna var stór bíll kominn. Lydía mundi að hún hafði farið fram hjá honum. Allir höfðu einhverjar spumingar fram að bera, en hún hirti ekki um að svara neinum þeirra. Það sem mest á reið, var að koma manninum í stóra bílinn og svo á spítalann. Hún var svo sokkin niður í að hugsa um manninn sem fyrir slysinu hafði orðið, að hún gaf sér engan tíma til að hugsa um, hvaða af- leiðingar þetta kvnni að hafa fvrir hana sjálfa, eins og mörgum öðrum myndi hafa orðið fyr- ir. Sjálf sat hún í bílnum hjá honum og reyndi að hlynna að honum, sem bezt hún gat. “Hann á kannske konu og böm,’ sagði hún við sjálfa sig. “Það hefði verið miklu betra, ef eg hefði orðið fyrir þessu, heldur en hann.” Þegar að spítalanum kom, fylgdi hún hon- um inn og beið í biðherbergi, meðan hjúkr- unarkonurnar voru að skera af honum fötin og læknirinn að skoða hann. Henni fanst óra- langur tími þangað til læknirinn kom út, og þegar hann loksins kom, hafði hann litlar gleðifregnir að færa. “Ef hann lif.ir næsta sólarhring þá er mögulegt að hann hafi það af. ” Meira hafði læknirinn ekki að segja og hélt sína leið. • Meðan hún sat þarna, tók hún fyrst eftir því, að hún hafði meiðst töluvért og ofreynt sig. Henni le,ið alt annað en vel. En það sýndist tilgangslaust að bíða þama. Hún gat altaf símað til spítalans. Hún skildi eftir nafn sitt og heimilisfang og fór heim með jámbraut- arlestinni. Hún strengdi þess heit að aldrei framar skyldi hún keyra bíl. Hún gat ekki gert sér grein fyrir hvers vegna, og hún vildi ekkert um það tala. Þegar hún lagði aftur augun, sá hún alt í anda, sem fyrir hafði komið. Hún sá manninn dauðvona og blóðtjörnina á brautinni. Mikið vildi hún til vinna, að þetta hefði ekki komið fyrir. Hítt kom alls ekki í liuga hennar, að hér hefði hún máske orðið stórkostlega sek við landslögin. VIII. KAITULI. Drummond dó seint um kveldið. Það var nákvæmlega sagt frá þessu slysi í blöðunum, morguninn eftir, og yfir þeim fréttum vom stórar fyrirsagnir. Lydíu til ógæfu, vildi svo til, að þessi maður var vel þektur 0g vinsæll í sínu nágrenni. Hann hafði verið einstaklega fallegur og skemtilegur, en dálítið gjálífur unglingur. Hann var einn af þeim, sem ekki beið eftir því að vera kallaður í herinn, en gekk sjálfviljugur í hann áður en Bandaríkin á- kváðu að taka þátt í Evrópustríðinu. Heim kom hann frá Frakklandi, ósærður og með bezta vitnisburði fyrir hraustlega og drengi- lega framgöngu. Þar að auki hafði þeim lengi verið vel til vina, Drummond og Alma Wooley. Faðir hennar var hygginn kaupmaður, og hann hafði verið mjög á móti því, að þau væru nokkuð að draga sig saman, þangað til Dram- mond kom heim með frægðarorð úr stríðinu. Eftir það sá hann ekki til neins að setja sig á móti þessu lengur. Hér hafði O’Bannon kom- ið Drammond að góðu liði, með því að útvega honum stöðu í lögregluliðinu. Þau Drum- mond og Alma Wooley höfðu ætlað. að gifta sig í júnímánuði. Aður en Drammond dó, fékk hann meðvit- und nógu lengi til þess', að segja fáein orð við fölleitu, sorgmæddu, ungu stúlkuna, sem stóð við rúmið hans, og til að segja frá því, hvern- ig slysið hefði viljað til. Elinóra frétti um slysið sama kveldið, en að Drammond hefði dáið, frétti hún ekki fyr en snemma morguninn eftir. Hún símaði O’Bannon, en hann var farinn að heiman. Hann var heldur ekki á skrifstofunni. Þar var hún spurð hvort hún vildi tala við Mr. Foster. Nei, hún vildi það ekki. Með skarp- skygni sinni og þeirri þekkingu, sem hún hafði nýlega fengið á hegningarlögum, sá hún þeg- ar, að hér var mikil hætta á ferðum fyrir Lydíu. Hún símaði til Fanny Piers, en hún var ekki heima, og það vildi svo til, að Noel svaraði símanum. “Já, aumingja Lydía,” sagði hann. “Það var mjög óþægilegt, að þetta skyldi koma fyrir hana.” “Það er nú meir en óþægilegt,” svaraði Elinóra. “Vitið þér, hvort hún hefir verið tek- in föst?” Piers hló. Auðvitað hafði hún ekki verið tekin föst. Elinóra skildi hann svo, að hann áliti, að hún væri að gera sér þær hugmvndir, sem ekki gætu átt sér nokkurn stað. Lydía hefði ekki ætlað sér að gera neitt ilt. Þetta gæti komið fyrir hvern sem væri. Það yrði kannske hafin einhver rannsókn í málinu. En hvað gætu þeir svo sem gert við hana?” — “Eg veit ekki,” sagði Elinóra, “en eg veit til þess, að menn hafa ver.ið dæmdir í fangelsi fyrir að verða öðrum að bana á brautunum.” “Já, sumir af þessum kæralausu bíl- stjóram. En þegar svona kemur fyrir, þá er það alt af jafnað einhvern veginn. Þér munuð sanna það. Enginn kviðdómur mundi finna stúlku eins og Lydíu, seka um manndráp. Þetta fellur niður.” “Fellur niður,” hugsaði Elinóra með sjálfri sér, þegar hún lokaði símanum. “Það verður j)á á kostnað Dan O’Bannons. Hans tiltrú og heiður verður að líða við það. Henni féll það engan veginn vel, en .samt vildi hún hjálpa Lydíu. Hún hafði aldrei fundið það eins vel og nú, hve vænt henni þótti um hana. Hún mundi alt af eftir }>ví, og hugs- aði oft um það, þegar Lydía hafði fyrst kom- ið í skólann. Forstöðukonan hafði komið inn í lestrarsalinn með hana og gert liana kunn- uga kenslukonunni, sem átti að kenna henni. Allar stxilkurnar höfðu horft á þessa litlu, dökkhærðu stúlku, með stuttklipt hár og í dökkum silkisokkm’, með granna, en einstak- lega fallega fótleggi. Hún var feimin og fanst hún vera þama ein síns liðs. Hún var því alveg óvön, að vera með bömum á sínu reki. En þó hún væri lítil og feimin við kenslu- konurnar, þá brosti hún þó til hinna stúlkn anna, rétt eins og hún vildi sagt hafa: “Bíðið þið við, stúlkur, þangað til við höfum tækifæri til að kýnnast. Við skulum jafna um þær.” Hún var einstaklega smekklega klædd, því Miss Bennett var þá komin á heimfli föður hennar, en hún var ekki búin að læra eins mikið og búast hefði mátt við. Ivenslukonum- ar höfðu hver fram af annari lagt meiri stund á að uppræta það úr huga hennar, sem sú næsta á undan hafði kent henni, heldur en að kenna henni nokkuð verulegt sjálfar. Lydíu til mikils ama, var hún sett með börnum, sem voru yngri en hún. Þetta [var skömmu fyrir jólin. Það leið ekki á löngu, þangað til hún var færð og sett með jafnöldram sínum. Hún hafði aldrei áð- ur reynt neitt að læra. Það eina, sem liún hafði stundað með alúð, var að gera ekki það, sem kenslukonurnar sögðu henni að gera. En strax þegar hún fór að reyna að læra, fann hún, að hún átti létt með }>að. Hún hafði haft gaman af að lesa lengi fram eftir á kveldin, þegar Miss Bennett hélt, að hún væri sofnuð. Það var eins og hún hefði beinlínis sett sér það, að verða vinstúlka Elinóra, sem var þó töluvert á undan henni í skólanum. Það kom eingöngu til af því, að hún dáðist að El- inóru fyrir það, hve gáfuð hún var og live djarfmannleg og hrein og bein. Að þessum sömu dygðum hennar dáðist hún enn í dag. Það var á þessum áram, að Elinóru þótti veralega vænt um Lydíu 0g sú velvild hélzt alt af við, þó henni á seinni árum hefði að vísu oft mislíkað við Lydíu. Hún kallaði á bílstjór- ann og keyrði inn í borgina og beint heim til Lydíu. Morson opnaði dyrnar og var jafn- vel enn alvarlegri og hátíðlegri á svipinn, held- ur en vanalega, ef annars var mögulegt að vera það. “Jú, Miss Thorne var heima, en hann var ekki viss um að hún gæti talað við Miss Belling- ton ré'tt sem stæði, því Mr. W.iley væri kom- inn. “Mr. Wiley?” sagði Elinóra 0g reyndi að koma fyrir sig hver hann væri. “Lögmaðurínn,” sagði Morson. “Segið þér henni, að eg sé héma,” sagði hún. Morson fór og kom rétt strax aftur og vísaði henni inn í stofuna. Stofan var bæði stór og skrautleg. Þar sátu þau Miss Bennett og Wiley og Lydía stóð hjá eldstæðinu. Þegar Elinóra kom inn, sagði Lydia ekki neitt, en það var langt síðan Elin- ára hafði séð góðvild hennar til sín eins greini- lega eins og nú. Hún gerði hana kunnuga Mr. Wiley. Wiley hafði snemma unnið sér mikið álit sem lögmaður, óvanalega snemma fyrir lög- mann, og nú þegar hann var fimtíu og átta ára gamall, hafði hann síðustu þrjátíu árin haft afarmikið að gera og verið við ótal mál rið- inn. övinir hans höfðu einhvern tíma um hann sagt, að hann væri meiri leikari en lögmaður, en hvað sem því leið,þá hafði honum hepnast, að vinna flest mál, sem hann hafði tekið að sér, og því var alment trúað, að hann væri flestum lögmönnum snjallari. Hann var líka mikill fjármálamaður, 0g hafði afarmikið álit í þeim efnum. Það var því naumast hægt að líta öðra vísi á, en Lydía hefði fengið eins heppilegan lögmann eins og kostur var á. Hann hefði máske ekki kært sig um að taka mál hennar að sér, ef hann hefði ekki lengi verið lögmaður föður hennar og leit enn eftir hennar eigin fjárhag. Af þessum ástæðum þekti hann Lydíu vel, kosti hennar og veikleika. Hann vissi t. d., að hún mundi segja sér sann- leikann afdráttarlaust, sem lögmenn finna oft misbrest á hjá skjlólstæðingum tsínum. En hann óttaðist, að hún gerði það sama, þegar hún yrði yfirheyrð og mundi kannske sjálf spilla málstað sínum herfilega við kviðdóm- endurna. Hann var því vanur, að tillit væri tekið til þess sem hann sagði, og hann ætlað- ist til að það væri gert. ♦ Elinóra settist niður, en afsakaði að hún kæmi kannske á óhentugum tíma. Mr. Wiley sagð.i, að það væri öðra nær, hún væri vinstúlka Lydíu og það væri ekki nema gott, að hún vissi hvað um væri að vera. “Eg var nærri búinn að segja það, sem eg hafði ætlað að segja,” bætti hann við. “Eg kom bara til að fá að vita, hvort hér væri nokkur hætta á ferðinni,” sagði Elinól-a. “Hætta, Miss Bellington?” Wiley leit til hennar mjög alvarlega. “Að verða manni að bana, þegar maður er sjálfur að brjóta lögin?” “Mr. Wiley heldur, að alt sé undir því kom- ið, hvernig með málið er farið,” sagði Lydía, og það var ekki nokkur snefill af gleði í orðum hennar eða látbragði. KAUPIÐ AVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VTard Office: öth Floor, Bank of Hamilton Cliambors. “Til þess nú að vera alveg einlægur og hreinskilinn,” sagði Wiley, “og Lydía segist vilja fá að vita það eins og það er, þá lít ég svo á, að ef kviðdómurinn væri skipaður mönnum með réttu ráði, óhlutdrægum mönnum, sem ekki létu leiðast af öðrum, þá mundi Lydía verða fundin sek um manndráp — það er að segja, eftir hennar eigin framburði. En það vill nú svo vel til, að kv.iðdómendur era sjald- an sérstaklega gáfaðir, og ef vel er með farið, má væntanlega hafa áhrif á tilfinningar þeirra, ])egar um unga og fallega, einstæðingsstúlku er að ræða.” “Eg hefi nú aldrei haft sérstaklega mikið af viðkvæmni,” sagði Lydía. “Hættulegast af öllu er það, hvernig hún tekur þessu sjálf,” sagði Miss. Bennett. “Það lítur ekki út fyrir annað, en henni sé alveg sama, hvort hún verður fundin sek eða ekki.” Lydía lét á sér skilja, að MLss Bennett hefði rétt að mæla, en sneri sér síðan að Wiley. “Eg býst e'kki við það geri neitt til, þó eg fari frá dálitla stund, Mr. Wiley. Mig langar til að tala við Elinóra.” Hún leiddi Elinóru með sér inn í litla stofu uppi á lofti. Hér gaf hún tflfinningum sínum meir lausan tauminn. “Eru ekki þessir lögmenn óttalegir menn, Elinóra? Hér stend ég sem manndrápari — hefi drepið mann! Því ætti ég ekki að lenda í fangelsi og úttaka mína hegningu? Eg vil ekki bera fram neina lýgi. Auðvitað langar mig ekki til að vera sakfeld. En mér ofbýð- ur, þegar Wiley segir, að það verði ekkj af því eg er kvenmaður og af því eg er rík, og af því hann geti snúið kviðdómnum um fingur sér. ’ ’ “Eg býst ekki við að hann segi, að þú sért ekki í neinni hættu, Lydía?” “Jú, hann segir það einmitt. Vertu nú ekki eins og Benny. Hún sér mig strax í fanga- fötunum. Það sem Wiley eiginlega á við, er það, að þar sem eg hafi verið svo lánsöm að fá hann til að verja málið, þá sé öllu óhætt, ekki vegna þess að eg hafi ekki ætlað mér að drepa Drammond, heldur vegna þess að hann geti látið kviðdómendurna gráta yfir mér. Er það ekki viðbjóðslegt?” “Jú, það er það,” sagði Elinóra. “Dæmalaust varst þú væn að koma, Elin- óra,” sagði Lydía og fór að gráta. Elinóra hafði aldrei fyr séð hana gráta. Hún grét hóflega og stillilega og hafði nokkurn veginn fult vald yfir sjálfri sér, og hún grét el^ki lengi. “Heldurðu að allir mundu hafa ótrú á því að eiga bíl, sem hefir orðið manni að bana? Eg keyri aldrei framar, en samt vildi ég ekki selja bílinn, eg gæti ekki tekið við pen- ingum fyrir hann. Vilt þú eiga bílinn, Elinóra? Þú þyrftir ekki að keyra, eins og eg hefi gert.” Elinóra vildi ekki þiggja bílinn og bar því við, að hún sæi ekki nógu vel til að keyra bíl. “Þú ættir nú að fara ofan aftur og tala við Mr. Wiley. Lydía, ypti öxlum. “Mér stendur nokkurn veginn á sama hvað um mig verður, ” sagði hún. Elinóra hikaði. Hún hafði aðallega kom- ið til að segja það sem hún nú byrjaði á að segja. “Eg vona, Lydía, að þú sleppir út úr þessu, en þú þekkir Dan O’Bannon ekki eins vel eins og eg geri, og—” “Heldurðu hann langi til að sjá mig sak- felda?” “Ekki þig persónulega, auðvitað ekki. En hann hefir mikla trú á lögunum. Hann trúir })ví, að þau séu réttlát og eigi að ganga jafnt vfir alla. Eg veit að hann tók sér mjög nærri í vikunni sem leið, að þurfa að fá ökumann sakfeldan, en hann gerði það samt, til að fylgja lögunum. Hans afbrot var e'kki nærri því eins augljóst eins og þitt. IIug3aðu um þetta, Tjydía. Geturðu ekki séð, að hónum hlýtur að finnast, að }>að sé hrein og bein skylda sín, að sýna fram á að þú sért sek og einnig, að em- bættisheiður sinn sé í veði, ef hann gerir það ekki. Hann getur ekki annað, en litið svo á, að það sé miklu meira áríðandi, að þú sætir iiegningu fyrir það, sem þú hefir gert heldur en ef hér væri að ræða um einhvem óupplýst- an og umkomulausan alþýðumann.” ^ribgman dílectiic €o. WINNIPEG . FURBY og PORTAGE . SÍMI 34 781 RAFLAGNING A GIMLI Látið oss gera raflagninguna í húsunum hjá yður og kaupið hjá oss ljósáhöldin. Verk og vörur á ódýrasta verði. Vér skulum með ánægju veita upplýsingar um kostnaðaráætlun hvenær sem er. Lítið inn í búðina hjá oss, við hliðina á símastöðinni á Gimli og talið við herra Ásgeirsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.