Lögberg - 25.06.1931, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1931.
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
ÆFILOK TÝRU.
Stjúpa föður míns var hjá foreldrum mín-
Hm, J>egar eg var barn. Var hún minnug vel
og fróð um margt. Dýravinur var liún betri
en í meðallagi, að minni hyggju, og sýndi það
á margan hátt. Sagði hún okkur börnunum
ýmsar sögur um vit og háttu dýra, er mér
þóttu næsta merkilegar. En flestar þær sög-
Hr hafa með árum skolast svo í minni mínu, að
eg treysti mér ekki til að fara rétt með þær.
Þó er sú undanskilin, sem hér fer á eftir, enda
hafði hún senmma mikil áhrif á mig, eins og
amma sagði okkur hana.
Amma mín ólst upp á bæ þeim, er Froðholts-
hjáleiga heitir, og er hann oinn af hinum svo-
nefndu Bakka'bæjum, sem allir liggja sunnan
Þverá, en teljast þó til Rangárvalla. Stendur
bærinn ú bökkum Þverár, vestarlega þó. En
þar er árbakkinn hár á dálitlum kafla, og áin
nokkuð aðdjúp.
Þegar amma var unglingur, var þar á heim-
ilinu tík, sem kölluð var Týra. Var hún fjár-
bundur ágætur, athugul yel og svo vitur, að oft
virtist mega af háttum hennar draga þá álykt-
nn, að hún hefði fullkomlega mannsvit. Sagði
amma margt til marks um það, þótt eg kunni
frá fæstu því að segja, eftir svo langan tíma.
Á vorin varði Týra tún og engjar með svo
mikilli árvekni, að þar þurfti enginn maður um
oð baúa, og mátti á feama standa, livort að nótt
var eða dagur.
Þegar Týra var orðin fjörgömul, fór henni
að daprast sýn, og varð að lokum alblind, að
því er bezt var vitað. Gat hún þá lítið farið,
on lá flesta daga inni í baðstofu fyrir framan
rúm húsbónda síns. Þá bar svo til einhverju
sinni fyrri hluta vetrar, er flestir heimamenn
voru staddir í baðstofu, að tilrætt var um
beilsufar Týru. Sagði þá einhver, að bezt
inundi að lóga henni; hún væri orðin gagnslaus
öieð öllu, en hin mesta gustuk, að hlífa henni
við að lifa vetrarkuldana.
Húsbóndinn lagði fátt til þessara mála, en
Varð litið til Týru, þar sem liún lá á sínum
vana stað. Eftir nokkra stund sagði liann þó
*neð hægð: “Ó-já, það er víst þýðingarlaust,
liún sé látin lifa lengi úr þessu, greyið að
að tarna. Þið getið tekið hana, piltar, ein-
hvern tíma þegar eg veit ekki af því. ’ ’ Og var
svo ekki fleira um þetta rætt í það sinn.
Týra hafði ekki bært á sér á meðan þetta
tal fór fram. En þegar því var slitið, og horf-
Jð að öðru efni, stóð hún upp og dróst fram úr
baðstofunni, án þess að því væri veitt sérstök
athygli þá í svipinn. En er nokkur stund var
bðin og Týra kom ekki inn aftur, eins og hún
atti vanda til, var farið fram í bæ og mt að
svipast eftir henni; fanst hún þá hvergi, hvem-
sem leitað var, og leið svo kveldið og nóttin.
^aginn eftir var leitinni haldið áfram og fanst
þá Týra, rekin upp úr ánni, á eyri vestur með
bakkanum. Og var það álit allra ó heimilinu,
aÓ um slys væri ekki að ræða, heldur mundi
Týra hafa fyrirfarið sér fram af árbakkanum.
Hún hafði hlustað eftir því, sem sagt var
1 baðstofunni og skilið það; orðin voru fá, en í
fullri meiningu: hún var orðin til einskis nýt
ug fólkinu til leiðinda. Ef til vill hafði hún
baft óljósan grun um þetta áður, en sárast
fann hún til undan vissunni þeirri, að hús-
óndinn taldi henni orðið ofaukið á heimilinu.
óg þegar sú vissa var fengin, var ekki eftir
Ueinu að bíða — þú tók hún til sinna ráða og
varð fyrri til að framkvæma það, sem húsbóndi
hennar ympraði á við pilta sína.
Amma mín var vön að Ijúka sögunni eitt-
bvað á þessa leið:
“Þetta litla atvik sannar okkur það, að
dýrin skilja mál manna, þó okkur gruni það
ukki. Gleymið þess vegna aldrei, bömin góð, að
uga þannig orðum ykkar í áheym dýranna,
uð þið særið þau ekki, því að þau eiga sínar til-
Þnningar eins og við mennirnir. ”
Eg var að eins bam, þegar amma sagði
mér sögu þessa, og þó sat mér kökkur í hálsi og
uiér vöknaði um augu, er eg hugsaði til vesal-
ings Týru, og hve mikið hún hefði hlotið að
^ða, er hún skreiddist fram úr baðstofunni í
^íðasta sinn, ráðin í því, að leita ekki framar
a núðir fólksins. Og enn er það svo, að einhver
uudarlegur klökkvi grípur mig í hvert sinn,
sem bugurinn hvarflar til æfiloka Týru gömlu.
' Lýrav. Katrín Pálsldóttir.
Ránargötu 13.
VITUR IIUNDUR.
Mé hefjr alt af þótt gaman að lesa sögur af
skynsömum dýrum; þess vegna hefir Dýra-
yerndarinn verið mér kærkominn hin síðari
ar- Mig hefir líka stundum langað til að hripa
upp og senda blaðinu ýmislegt, sem eg kann
ra dýrum að segja og vitsmunum þeirra. En
a drei hefir það þó komist í framkvæmd fyrir
mer, og hafa til þess legið ýmsar ástæður, sem
eg birði ekki um að greina. En nú ætla eg
uier til gamáns, að reyna að færa í stíl dálitla
s°gu af hundi, sem eg átti fyrir allmörgum
arum.
i . bfuudur þessi hét Kolur, og þótti með af-
^rigðum vitur. Væri auðvelt að telja mörg
æm.i Því til sönnunar, en hér verður látið
að segja að eins frá einu litlu atviki, er
tr °í? fleirum verður lengi minnisstætt.
SOLSKIN
Fyrsta haustið, sern Kristján Kristjánsson
bjó í Efri-Gróf í Villingaholtshreppi, bað hann
mig að skreppa til sín og vera lijá sér, eins og
tvo daga, við smíðar. Eg átti þá heima í Irpu-
holti. Var Kristján þá öllum ókunnugur hér,
nema mér, enda höfðum við verið skipverjar
á sama skipi í margar vertíðir og vorum mjög
góðir vinir. Eg varð því við þessari bón
Kristjáns þegar eg átti hægt um vik, og bjó
mig árla morguns, dag einn um haustið, til
þess að finna hann. Reið eg sem leið liggur
niður hjá Vatnsenda og Villingaholti, alt að
Efri-Gróf. Rann Kolur með mér, eins og hans
var venja, er eg fór eitthvað að heiman.
Hestinum, sem eg reið að Efri-Gróf, var slept
lausum, og mátti hann gera hvort hann vildi:
fara eða vera. Enda var hann að jafnaði hag-
spakur, en átti þó til á stundum að sækja í
tiippastóð, þegar svo bar undir.
Nú bar ekkert til tíðinda um daginn, og
héldu báðir kyrru fyrir, klárinn og Kolur.
En þegar komið var á fætur næsta morg-
un, var hesturinn horfinn, og var ekkert um
það fengist eða gerð nein leit að honum, enda
taldi Ivristján engin vandkvæði að koma mér
heimleiðis. — Leið svo að þeim tíma, er matur
var á borð borinn. Átti þá að gefa Kol, en þá
fanst hann hvergi og gegndi ekki, hvemig sem
kallað var. Um hvarf Kols var ekki heldur
neitt fengist, enda bjóst eg ekki við öðru, en að
báðir mundu skila sér heim, klárinn og Kolur.
Eg var svo í Gróf þennan dag og nóttina eftir.
En næsta morgun hélt eg heimleiðis. Þótti mér
þá undarlega við bregða, er eg frétti, að hvor-
ugur væri heim kominn, klárinn eða Kolur.
Sennilegast þótti mér, að hesturinn hefði kom-
ist í stóð, eins og líka kom á daginn. En hvað
dvaldi Kol og hví var hann ekki kominn, eins
og hann var tryggur og lieimaelskur? Að víAi
var mér sagt, að hann liefði sem snöggvast
gert vart við sig daginn áður, en hvarf svo aft-
ur áður en nokkur vissi af.
Þegar fram á daginn leið, sá eg hvar hestur-
inn kom og Kolur með honum. Komu báðir,
sem leið liggur, frá Yatnsenda, og var þar yfir
mýri að fara. Það þótti mér næsta einkenni-
legt við þetta ferðalag, að þegar hesturinn nam
staðar til þess að bíta, þá settist hundurinn hjá
honum. En ef hesturinn vildi snúa sér við,
á meðan liann var að bíta, reis Kolur upp og
glepsaði í snoppuna á honum, svo að klárnum
var nauðugur einn kostur að snúa sér í þá átt,
er Kolur vildi vera láta. Þetta lét hann ganga
og þannig þokuðust þeir áfram, þangað til báð-
ir voru komnir lieim að túngarðsliliðinu. Þá yf-
irgaf Kolur hestinn og kom hlaupandi til mín
heim á hlað. Fagnaði hann mér með miklum
gleðilátum og fór ekki dult, að hann var kátur
vel, en þó drjúgum upp með sér.
Síðar frétti eg, að Kolur liefði flæmt hest-
inn úr stóði á Villingaholtsholti. Drengur frá
x Skúflæk sá til Kols og þótti hann hafast skrít-
ið að. Hann beit í hæla hestsins og rak hann
áfram, hljóp svo fram með honum og snerist
í kringum hann, eftir því sem við átti, þar til
hesturinn stefndi í rétta átt og lötraði heim á
leið. að sást líka til þessara ferðalanga, bæði
frá Villingaholti og Vatnsenda, og bar öllum
saman um, að Kolur herfði einn ráðið ferðinni.
En um ferðalagið mátti segja, að það gekk
hægt og bítandi. Ekki þóttist ég í vafa um,
hvaða erindi Kolur átti lieim daginn áður. Þá
var hann að vita um, hvort hesturinn væri
kominn heim,- En þegar svo var ekki, fór
liann að leita að honum, ákveðinn í því að koma
klárnum heim, og það tókst honum, eins og nú
hefir verið lýst.
Fleiri sögur mætti tilfæra um Kol, en þessi
ber af öðrum. — Þegar Kol var skipað að reka
skepnur, þar sem ungviði var með, svo sem
lömb, kálfar og folöld, sem oft er þá aftast, þá
kom aldrei fyrir að liann skifti sér neitt af því,
heldur hljóp hann alt af fram hjá ungviðinu og
í fullorðnu skepnurnar. Ungviðið taldi liann
ekki við sitt hæfi; og þó að talið sé “hunds-
legt” að ráðast á lítilmagna, þá sá enginn
Kol gera það Enda var liann stoltur og stór
í lund, og mátti jafnvel kallast grimmur, ef
misjöfnu var að skifta.
Jón Brynjólfsson,
—Dýrav. Vatnsholti í Flóa.
Fyrir börn og unglinga
Ilverjar eru skyldur olckar við dýrin?
Um það munu allir vera sammála, að án
dýranna getum við ekki lifað, þess vegna er
okkur skylt að fara vel með þau, en því er nú
ver, að því er mjög ábótavant. Það mun flest-
um vera það ljóst, að meðferð á skopnum er
afar-slæm, þótt hún sé mun betri en áður var.
Mönnum finst skepnumar vera skapaðar
fyrir þá, og þeir liafi leyfi til að fara með.þær
eins og þeim sýnist. En hafa þeir það? Nei,
skepnurnar hafa jafn mikið leyfi til að lifa
eins og þeir, og þ,egar þeir svifta þær frelsinu,
þá eiga þeir að fara vel með þær. Oft sér mað-
ur það, að ef hesturinn getur ekki hlaupið eins
hart — eða dregið eins þungt og maður vill,
þá er hann barinn miskunnarlaust.
Mér finst það ekki heldur nein umhyggju-
semi, þegar hundar eða kettir gjóta, að taka
öll afkvæmin frá þeim, það hlýtur líka hver
Iieilbrigður maður að finna með sjálfum sér.
Margir halda því fram, að dýrin hafi ekki
vit á því, hvernig með þau er farið. En það
er bygt á rökum, að þau gera sér grein fyrir
því. Því er það, að séu mennirnir góðir við
dýrin, launa þau það aftúr með trygð. Við
höfum þess vegna alls ekkert leyfi til þess að
eiga skepnur, ef við förum ekki vel með þær.
Við erum skyldug til að gæta allrar varúðar
gagnvart þeim.
Siyurlijörtur Pétursson, Fljótum.
—Dýrav. (12 ára).
SLUNGINN KÖTTUR.
Saga þessi gerðist fyrir nokkrum árum í
gistihúsi einu í Parísarborg.
Húsfreyjan átti kött, sem mjög var hænd-
ur að henni og elti liana jaínan um borgina,
er liann sá sér færi.
Eitt sinn á meðan húsfreyja var úti í borg-
inni, liafði einn gesturinn, ungur og myndar-
legur maður, sem enginn grunaði um græsku,
brotist inn í svefnherbergi hennar og látið
greipar sópa um skrautgripi hennar og aðra
verðmæta muni, er hami fann þar. En áður
en honum tókst að laumast á braut með þýfið,
lieyrði hann að húsfreyja var að koma upp
stigann og því enginn kostur fyrir hann að
komast út úr herberginu, án þess að hún yrði
J>ess vör. Sá hann þá ekki annað ráð fyrir
hendi, en reyna að fela sig í herberginu, og í
því skyni skreið hann í mesta ofboði undir
rúmið og hugðist láta þar fyrir berast, þangað
til eitthvað vænkaðist um.
En kisa var að vanda í fylgd með húsmóð-.
ur sinni og hefir víst grunað, að eitthvað ó-
venjulegt mundi á seiði uppi á loftinu. Hún
setti kryppu upp úr bakinu og hárin risu á
skrokki hennar. Og um leið og húsfreyja ýtti
upp hurðinni, sem að eins féll að stöfum, þaut
kisa hvæsandi inn í herbergið og hvarf undir
rúmið. Þar læsti hún klónum á kaf í mann-
garminn og kom J>á heldur en ekki hljóð úr
horni undan rúminu.
Fór þá húsfreyju margt að gruna, þreif í
bjöllustrenginn og komu þjónar hennar sam-
stundis á vettvang.
Sá þá þjófurinn, að ekki var til neins að
dyljast lengur og skreið fram undan rúminu,
skjálfandi af hræðslu og veinandi, því enga
miskunn var hjá kisu að finna. Hún réðst á
mannaumingjann með kjafti og klóm, svo að
verja varð hann fyrir henni að síðustu.
Innan lítillar stundar kom lögreglan á vett-
vang og hirti þjófinn. Kom þá í ljós, að þetta
var slunginn þjófur, sem hafði mörg smærri og
stærri innbrot á samvizkunni og lögreglan ver-
ið á hnotskógum eftir um nokkurn tíma.
En af kisu er það að segja, að hún varð
mjög fræg af þessu afreki og í hávegum höfð á
gistihúsinu, ekki að eins af húsfreyju og þjón-
um hennar, heldur og öllum gestum, sem sög-
una heyfðu. — Dýrav.
ÚTIGANGSHESTUR.
1 glugganum liamaðist grenjandi hríð,
svo geigvænleg fannkoma ógnaði lýð
og storm-hörpu strengjanna sláttur.
1 byljunum gnötruðu bæjarhús forn,
er beljandi hristi þau illviðra norn,
og smár virtist mannlegur máttur.
1 rúminu húsbóndinn rólega svaf,
sem rjúkandi kófinu vissi ’ann ei af,
°g byljum, er bæinn hans liristi.
Þar skýldi ’onum æðardúns yfirsæng hlý,
og ánægður var hann þar bólinu í
að hvílast, sem líkaminn lysti.
En skamt út frá bænum við holtbarð eitt liátt
J>ar hríðin og ofviðrið reyndu sinn mátt,
stóð aumingja útigangsliestur.
Hann þekti ekki klappandi húsbónda hönd,
en haftið og klafana—þrældómsins bönd—.
Margur er mannúðarbrestur.
Um lit'hans gat ekki neinn ókunnur sagt,
því óveðrið gaddaðan kufl hafði lagt
á horaða kroppinn hans kalda.
Og brynjaður klaka í kuðung liann stóð,
en kringum liann drifhvítum sköflunum hlóð.
— Hvers átti sá aumingi’ að gjalda?
Og löng honum fanst þessi niðdimma nptt,
því nákuldinn lamaði vesælan þrót,
en langmest af hugrinu leið liann.
Hann stóð svona skjálfandi’ og skímunnar
beið,
en skilninginn sljóvgaði vægðarlaus neyð,
svo komandi deginum kveið liann.
En bóndinn í rúminu hástöfum hraut
og hirti ekki um aumingjans langvinnu þraut,
er hamstola hríðarnar þjóta.
En — æskilegt væri að svíðingur sá,
er saklausu skepnunum níðist svo á,
sín hæfileg laun mætti hljóta!
—Dýrav.
Sigtyrveig Friðriksdóttir,.
Kálfsstöðum.
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimlli 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON íslenzkir lögfrœOingar á öðru gólfi 325 MAIN STREET Talsími: 24 963 Hafa elnnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuði.
DR. B. H. OLSON . 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. HeimiU: 373 RIVER AVE. Talsiml: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaOur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71 753
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimlli: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfrceOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERÁTON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phono: 24 587
DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sórstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aS hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Sími: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur XögfrœOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991
Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteigrnasalar. Leigrja hús. Út- vega peningaián og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349
Drs. H.R.& H.W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328
Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœkntr 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlceknir 505 BOYD BLDG., WINNIPÉG Phone: 24 171
Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chtropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriítst. simi: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 Vlðtals tlmi klukkan 8 til 9 að morgninum
DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pó3thúsinu Simi: 23 742 Heimills: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talstmi: 86 607 Heimilis talsími: 58 302
Skrítlur eftir Wessel.
Wessel sá heldri mann vera að dorga með
fiskistöng; hann virti fiskimanninn fyrir sér.
Hinn varð reiður af því, að V essel skyldi \ ei a
að horfa á sig og spurði: “Á hvað gónið þér 1 ”
—-“Eg horfi á fiskistöng yðar,” svaraði Wes-
sel —- “Vitið þér þá hvað fiskistöng er?” —
“ Já,” svaraði Wessel, “það er prik með ormi
á öðrum endanum en iðjuleýsingja á liinum.”
S M Æ L K I.
í litlu sænsku þorpi, sem Sollen-
tuna heitir, er sjóður sem stofnað-
ur var fyrir 20 árum og átti að
verja til styrktar “hreinum jóm-
frúm.” í þessi 20 ár hefir engin
sótt um styrk úr sjóðnum og er
hann nú orðinn 11 þús. krónur.
Á gistihúsi nokkru í Noregi bað
gestur veitin'gamann að ljá sér
vekjaraklukku.
Já, hana getið kér fengið,
mælti veitingamaður og kom að
vörmu spori aftur með vekjara-
klukku og lagði hana á grúfu á
borðið. Gesturinn ætlaði að taka
hana, en þá sagði gestgjafinn:
•— Nei, hún verður að liglgja
svona, því að hún getur ekki geng-
ið nema hún liggi; annars stendur
hún.
Hænan: Nú skal ég gefa þér
gott ráð.
Kjúklingur: Hvað er það.
Hænan: Þegar þú ert orðin full-
orðin hæna, skaltu verpa einu eggi
á dag, og þá verður þú ekki
höggvin.
Svertingi: Læknir, læknir, eg
hefi gleypt munnhörpuna mína.
Læknir: Svona, svona, verra gat
það verið, t. d. trumba.