Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1931. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga 1 DÝRASÖGUR. Gráni. Mér var g’efinn hann árið 1894, þá á þriðja . ári. — Ekki er liægt að segja, að liann fengi vand- að uppeldi, nema hann gekk undir móður sinni þar til hann var tveggja ára; þá átti að “færa honum frá”. Var þá farið með þau bæði fram á svonefndan Hóladal, folinn skilinn þar eftir með fleiri tryppum, en farið heim með hryss- una. Grjótgarður var til fyrirstöðu, sem þótti óyggjandi. Eftir lítinn tíma er Gráni kominn heim, og skildu menn ekkert í því. Var þá far- farið með hann í annan sinn og beðið við garð- inn, til að sjá hvað hann hefðist að. Gráni kom iþá fljótlega að garðinum og hleypur með lionum upp og ofan, og er hann sér enga leið yfir hann, hendir hann sér fram af háum bakka í hvítfyssandi og stórgrýtta ána., talda ófæra, og syndir út fyrir garðinn og hleypur þaðan heim. Var þá reynd önnur aðferð, sem liepn- aðist. Þegar til tamningar kom, þótti hann í meira lagi óþjáll, en fljótt har á því, að hann mundi verða fjörugur og vel traustur, enda reyndist það svo, er stundir liðu, að hann var fullerfið- ur í reið, þegar skap var komið í hann, en sjald- an reyndist hann mér óþægur. Eitt sinn um vetrartíma skrapp eg á honum að Nýjabæ (þriggja bæjarleiða veg). Á fyrri leiðinni fór að hríða, og það svo mjög, að ekki átti að sleppa mér frá Nýjabæ. En heimilis- ástæður mínar leyfðu enga bið, svo eg hélt af stað lieimleiðis. Hafði þá hríðin aukist stór-. um, og sá ekkert frá sér. En stormurinn beint í fangið og leiðin mikið til slétt. Þegar hríðin var orðin svona dimm, tók eg það úrræði að sleppa taumunum á Grána og láta hann ráða ferðinni. Skilaði honum rösklega áfram, og mun eg sjaldan hafa fengið betri skeiðsprett’ hjá honum en þá, og ekki nam hann staðar fyr on við hesthúsdymar sínar. Sem merki um þol hans get eg þess, að einu sinni var honum riðið einhesta héðan frá Jökli til Akureyrar og verið átta klst. í Wrtu. — Til skýringar má geta þess, að hvor leið er röskur 10 klst. klyfjagangur. Ekki var Gráni talinn stór (52 þuml. á hæð), en þrekinn, og aldrei held eg hann hafi brugðist ætlunarverki sínu til dauðadags; hrepti hann þó oft fullerfitt hlutverk, bæði í læknisferðum og öðrum nauðíeitum. Haustið 1916 lógaði eg Grána og vom þá lítil ellimörk að sjá á honum. Mynd á eg af honum, stækkaða eins mikið og kostur var á, og hefi hana við rúmið mitt. Meðan hún er við líði varir þó minning Grána míns. Skjóni. Fyrri maðurinn minn, Vigfús Jónsson, átti hann fullorðinn, er við giftumst. Vilja- og traustleika hestur. Reið Vigfús honum jafn- an og þótti hvorum vænt um annan. Hrekkja- laus var hann og gæfur. En eftir að Vigfús lagðist í rúmið, eða hafði litla fótavist, tók Skjóni upp á því að verða ljónstyggur, og það svo, að næstum ómögulegt var að reka hann inn, eða koma honum nálægt liúsi, nema þá helzt að kveldi til. Jafnframt varð hann svo skapillur, að stálpaðir unglingar gátu ekki rekið hann úr túni, sem hann var þrásækinn í. Var mér þetta bagalegt, þar sem venjulega var enginn fullorðinn á fótum á heimilinu, nema eg. 'Slapp því Skjóni við margt ómakið, og fékk marga tuggu úr túninu. Eitt sinn þurfti nauðsynlega að fylgja stúlkukrakka yfir Eyjafjarðará, en ekkert hross við nema Skjóni og enginn til að ná honum nema eg. Fór eg nú að rölta við hann, en það gagnaði ekkert. Ætlaði eg þá að reka hann inn, en það var alveg sama. Ómögulegt að handsama hann á neinn hátt. Fór eg inn að segja manni mínum frá þessu; hann var þá veikur í rúminu. Segir hnn mér að koma Skjóna svo nálægt hlaðvarpanum, sem hægt sé; sjálf- ur segist hann ætla að reyna að skreiðast í bæjardyrnar og vita, livað þá gerist. Kom eg nú Skjóna heim undir hlaðvarpann, en Vigfús kallar til hans iir dyrunum: “Stattu nú kyr, Skjóni minn!!” með fleiri gælu-orðum. En nú brá svo við, að eg gat gengið að honum, þar sem hann stóð hreyfingarlaus, og beizlað bann. Um þessar mundir varð eg að hirða skepn- ur mínar sjálf að vetrinum að miklu ltyti. Var það þá oft í hríðum, að eg fór í gamla treyju utan yfir, sem Vigfús átti. Venjulega, þegar eg var í treyjunni, þefaði Skjóni af henni og kumraði við um leið. Sýnilega þekti hann treyjuna, og var þó þá komið á annað missiri frá því hann hafði séð eigandann í henni. Þegar Vigfús sá dauðann fyrir dyrum síð- asta haustið, sem hann lifði. lét hann leiða Skjóna heim einn dag. Komst með veikum 'burðum út og skaut hann. Var þá klárinn að eins 13 vetra. Þetta var bæði hin síðasta fóta- ferð Vigfúsar og síðasta verk. t Dröfn Dröfn var keypt vorið 1904, þriggja vetra, og átti eg hana í tíu ár. Hún var góð mjólkurkýr, og vit hennar og eftirtekt meira en venjulega gerist um kýr. Skal liér greina frá atvikum, sem benda í þá átt. Þegar eg hafði verið fjarri heimili mínu dagshluta eða lieila daga og kom heim og gekk inn göngin (gengið í fjósið úr göngunum), þá var það æfinlega, að kusa tók til baula hástöf- um. Hefir heyrt fótatakið og lilotið að þekkja það. Þessu hélt hún áfram, þar til eg kom í fjósið. Þetta var marg-reynt, að hún gat enga liug- mynd haft um mig nema af fótatakinu. En þegar eg var heima og var að smá-ganga um bæinn, eins og venjulega gerist, þagði kusa. Þess verður að geta, að hér liagar svo til sunnan við túnið, að gamall skriðuhryggur fel- ur sýn suður frá bænum. Venjulega vöktuðu krakkarnir kýrnar sunnan við þennan hrygg, áður girðing kæmi. Þegar svo var kominn tími til að láta inn kýrnar á kveldin, kallaði eg heiman frá bænum, annað hvort í krakkana eða kýrnar. Var það þá oft, að krakkarnir lieyrðu ekki til mín, en kusa tók æfinlega á rás heim, og þótt þau ætluðu að varna henpi leiðar sinnar, dugði það ekkert. Kusa hélt strvkinu heim og hinar á eftir. Eitt a4nn var það, eftir að kýr voru á tún teknar, að eg ætlaði að láta þær inn að kveldi til. Fór eg þá að svipast um, en sá kýrnar livergi. Kallaði eg þá til þeirra, ef vera mætti, að þær heyrðu til mín. Eftir litla stund kom kusa hlaupandi og hinar á eftir. Fólkið, sem á engjum var, sagði mér svo um kveldið, er það kom heim, að kusa hefði tekið alt í einu við- bragð, og hlaupið sem liún hraðast mátti lieim á leið. Fleiri voru smá-vik, sem bæði lýstu eftirtekt hennar og viti. En þetta læt eg nægja — Dýrav. Sesselja Sigwrðardóttir. M AN S T U? Þessi saga gerðist í fymdinni, þegar menn- irnir hugsuðu að sánkti Pétur héldi vörð við koparhliðið mikla, sem er inngangur úr skýj- unum og inn í himininn stóra og víða. Einu sinni var lítill drengur, sem Tonni hét. Hann varð veikur, og þegar hann dó liélt hann áleiðis að himnahliðinu, til þess að biðja guð og sankti Pétur að lofa sér inn fyrir. Hann var alveg viss um að mamma sín, sem var dáin fyrir rúmu ári, væri þar inni, því liún var betri en allar mömmur á jörðinni. Lifandi menn sjá ekki veginn að hliðinu, en hinir dánu sjá hann undir eins. Hann er langur og beinn, og liggur upp í móti; há skuggaleg tré til beggja handa, og fyrir ofan er þögult eins og í kirkjugarði. ‘ ‘ Eg vildi það væri ekki svona langt upp til guðs,” sagði Tonni litli og þrammaði áfram. ‘‘Það er eins og eg sé að verða dálítið smeik- ur að hugsa til að fara einn í gegn um öll skýin sem eru á sveimi þarna uppi, ætli það sé mögulegt að enginn sé á allri þessari leið!” “Eg er liérna,” heyrði liann einlivem segja bak við trén og rétt á eftir kom hestshaus fram á milli trjástofnanna. “Hér hefi eg beðið eftir þér, af því að eg vissi að þú mundir koma og mig langaði til að tala dálítið við þig. Þú manst eflaust eftir mér. Eg heiti blesi. Manstu hvað oft þú komst til mín og gafst mér brauð? — Manstu eftir kvö/ldinu, þegar vinnujlnennirnir höfðu tjýðrað mig lengst úti á engi og gleymt að sækja mig, þeim fanst eg geta verið þar kyr, en þú komst um nóttina í þokunni, sem þú varst þó svo hræddur við, til þess að hjálpa mér. Manstu eftir öllum hlýlegu liugsunun- um, öllum vinahótunum og góðu orðunum, sem þú æfinlega hafðir á reiðum höndum. Það get- ur verið, að þú sért búinn að gleyma því öllu, en eg man það alt svo vel, þess vegna bíð eg nú ef'tir þér, til þess að bera þig að koparhliðinu; með því er eg að reyna að sýna þér þakklæti mitt.” “Mér þykir fjarska vænt um að hitta þig, Blesi minn, því liér er svo einmanalegt, en eg skil ekkert í . . .” “Þú skalt ekkert vera aðbrjóta heilann um hvernig á því stendur, að eg er hér, Tonni litli. Láttu bara liggja vel á þér og vertu viss um að eg er sárglaður yfir því að geta hjálpað þér. En líttu nú í kringum þig, því það koma víst einliverjir fleiri.” “Já, ” sagði Tonni, sem var kominn á bak Blesa og setti hönd fyrir auga, “eg sé eitthvað rísa upp á götunni langt í burtu. Þetta er undarlegt! Hver ætli það sé? — Lubbi, ó! elsku Lubbi, ert það þú?—” Lubbi stóð upp og heilsaði Tonna. Hann stóð á afturfótunum, stór, loðinn og grár, og gleðin skein úr augunum. “Það er eg, Tonni, eg er búinn að bíða lengi eftir þér. Mig langar líka til að fylgja þér að hliðinu, eg þurfti að þakka þér fyrir svo margt. Manstu þegar við vorum að leika okk- ur? Manstu þegar þú lézt brauðið ofan í tóm- an eldspýtna<btokk, og haljðir pvo gaman af að sjá hvernig eg fór að bíta hann í sundur, til að geta náð í góða bitann; manstu þegar þú lézt ketbitaan ofan í vatnsfötu, tii þess að láta mig reka trýnið ofan í vatnið upp undir eyru, til að nú í þá; þú veltist um af hlátri, því þetta var alt leikur. Manstu livernig við sofnuðum saman, þegar sólargeislarnir voru að hverfa, og öll gælunöfnin, sem þú gafst mér. Manstu hvað ótal sinnum þú færðir mér svaladrykk, þegar eg var þyrstur og hitinn var óþolandi. Þú þreyttist aldrei á að gera mér gott, og þess vegna er eg nú kominn hingað, til að fylgja þér að hliðinu. En líttu nú í kring um jþig, því það koma víst einliverjir fleiri.” Það fór að þjóta svo undarlega í grænu blöðunum alt í kring og yfir liöfði hans, alveg eins einmanalega og hljóðlega eins og þegar þýtur í laufinu á trjánum kringum kirkjugarð- inn, og Tonni fann að hann hvítnaði upp af hræðslu, en hann mudi undir eins eftir, að hann var ekki einn, og óttinn hvarf að öllu þeg- ar hann sá, að alt í kringum hann voru lifandi verur; allstaðar út úr runnunum á bak við og til liliðanna, skauzt eitthvað hvítt og þyrptist í þringum hann, og hann fór að brosa og leggja höfuðið til allra hliða, án þess þó að vita hvað um var að vera. “Góðan daginn, góðan daginn, komdu nú sæll, Tonni — ge — ge — gekk! — Við erum gæsirnar lians pabba þíns — ge — ge — gekk — þekkirðu okkur ekki >— við erum hér, allur hópurinn — ge — ge — gekk. — Manstu þegar þú varst að reka okkur. Manstu eftir helli- skúrunum og kuldastormunum á vorin og haustin, þá léztu okkur inn og okkur leið vel, af því það varst þú, sem áttir að gæta okkar. — Nú erum við allar komnar hingað, enga ein- ustu vantar — ge — ge — gekk. — Já, við gÖrg- um allar í einu og teygjum hausana upp og suðum svo ekki heyrist mannsins mál, en þú skilur okkur eins fyrir því. — Og nú ætlum við að fylgja þér alveg að hliðinu, við skulum vera alt í kringum þig og með þér, þótt við séum óttalega heimskar — ge — ge^— gekk!” “Mér þvkir svo fjarska, skelfing vænt um að hafa ykkur með mér,” sagði Tonni litli, og leit alt í kringum sig, til að vera viss um að þær væru þar allar; “eg var orðinn hálfhrædd- ur, og nú eigum við að fara í gegnum skýin. En gáið þið nú að hvar þið stigið niður, hvað er þetta sem er á götunni, eitthvað svart — lítið — “Já” — sag’ði einliver lágt og röddin kom neðan úr rykinu á götunni, “við erum bara ormarnir úr graðinum hans pabba þíns. Við liugsuðum að við gætum glatt þig með því að koma og fylyja þér dálítinn spöl; við erum auð- vitað ósköp litlir og lítum ekki stórt á okkur, en við gætum samt fylt hópinn, og okkur lang- ar til að minna þig á ýmislegt, ef þú skyldir verða hræddur. Hér eru sniglamir úr runn- unum heima og maurarnir undan brúnni, ána- maðkamir úr moldarflögtunum og margir, margir aðrir. Manstu hvað varlega þú steigst niður til þess að gera okkur smælingjunum ekki ilt. Þú hafðir yndi af okkur og lofaðir okkur að lifa í friði þann stutta tíma, sem við mbáttum njóta lífsins. Þess vegma, komum við nú allir og förum með þér að hliðinu. — Þér er óhætt að ríða hart, það gerir okkur ekkert núna. Við emm lítilfjörlegir og smá- vaxnir, ,en samt umkringjum við þig á alla vegu. Við ætlum að hjálpa til að verja þig, og ef þú verður hræddur skulum við segja þér fallegar sögur, því við komum til að votta þér þakklæti okkar fyrir alt gamalt og gott.” Tonni leit ofan á allan þenna smávaxna hóp — gatan var alveg þalíin — og hann fann heit tárin koma fram í augu sér. Hann lang- aði líka til að segja eitthvað við þá, en þá fór alt í einu að dimma í loftinu og liann leit snögglega upp. Fiðrildi þaut fram hjá honum og stór hópur kom á eftir því. “Þekkir þú lítinn dreng, sem eitt sinn var gefið net til að veiða í fiðrildi, og sem reif það undir eins í sundur og henti því bak við tað- lilaðann ? Þann dreng þekkjum við, og okkur langar til að muna honurn, að hann fékst ekki til að taka þátt í að veiða okkur, hann vildi ekki brjóta litlu vængina okkar. Litli, góði Tonni, við eram fiðrildin lieiman úr rósarunn- unum. ’ ’ “Já, við komum líka,” heyrði hann ótal raddir kalla lengra burtu. “Við erum fugl- arnir úr stofugluggunum heima, og á eftir okkur kemur heil lierfylking af fuglum. Vertu nú ekki hræddur. Við ætlum að fylkja okkur um þig. Nú áttu að ferðast í gegn um dimmu skýin. Þú varst einu sinni vinur okkar Tonni litli, nú skulum við líka sýna, að við erum ekki síður vinir þínir.” (Framh.) Ó SK. Ó, kenn mér, dís, er dal og hól í dýrðleg færðir klæði, að sauma’ úr blómum sumarkjól með sólargeisla’ að þræði. PROrCSSONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimlll 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg-, Manitoba • H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur löofrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 HeimiU: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 , Winnipeg, Manltoba W. J. LÍNDAL Og BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfrœOingar & öBru gölfi 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS Lundar og Gimli og eru þar aS hitta fyrsta miS- vikudag I hverjum mánuSl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pþone: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMBS PLACB Winnipeg, Manitoba % J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrlfst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ejúkdöma.—Er aB hitta ki. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. HeimiU: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaöur 910-911 Electric Rallway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71 763 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 676 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BJt., LL.B. LögfrœOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St gegnt Clty Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aC hitta frft kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Offlce Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Til viStals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 aS kveldinu 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngalftn og eldsftbyrgS af öllu tagi. Phone: 26 349 Drs. H.R.& H.W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINXIFEG Annaat um fasteignlr manna. Tekur aS sér aS ftvaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgS og bif- reiSa ftbyrgSir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraS samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Helmas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phoae: 24 171 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlasknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi: 23 742 Heimilis: 33 328 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 VlStals tlml klukkan 8 til 9 aS mergnlnum Björg Frederickson STeacter of tfjc $íano W Telephone 34 785 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sft bectl Ennfremur selur hann ailskonar minnlsyarSa og legstelna. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 68 302 1 brjóst hans gef mér gullna mynd úr gliti’ af sævarbárum, í liáls og mitti himinlind og hnappa’ úr daggartárum. Og að því búnu bið ég þig, í blómatösku þinni að flytja’ hann norður fyrir mig og fá hann vinu minni. . S. J. J. — Kvistir. VINAVAL. (Ávai-p Japanskeisara til skólapilta í Tokio.) Sé vatni helt í bikar, bolla skál, það breytir lögun eftir kringumstæðum; á vinatengd vér töpum eða græðum, því til hins verra’ og bptra—eftir gæðum— af þeirra valdi mótast mannleg sál. Þér ungu vinir, vonir þessa lands, í vinakjöri tákið skyn til ráða og forðist svipi, stormi’ og straumi háða, en stórum sálum tengist f ast. — Til dáða þær knýja fram með svipum sannleikans. .... .—S.J.J.■—Kvistir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.