Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6 LöGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1931. Af jörðu ert þú kominn EFTIR C L E V E S K I N K E A D. Alt í einu datt henni nokkuð nýtt í hug og hún varð næstum ofsaglöð yfir þeirri nýju hugmynd. “Þú getur fengið Mat Stanley til að fara með þér til Benders. Hann er svo blindur fyrir þér, að hann gerir alt, sem þú biður hann. Og ef mamma þín skyldi kornast að þessu, þá gerði það ekki svo mikið til, því hún mundi lialda að ekkert væri athugavert við það, ef Mat væri með þér. Hún veit, að hann er strangasti reglumaður.” “Eg mundi ekki biðja Mat að fara með mér þangað, þó eg vissi að eg gæti aldrei far- ið nokkurn skapaðan hlut mér til gamans. Hann er svo sérvitur og afturhaldssamur, að jagnvel mamma kemst ekki í hálfkvisti við hann.” “Hann er þá meira dauðyfli, heldur en mér hefir nokkum tíma dottið í hug,” sagði Guinevere. “Hann er að minsta kosti ekki dmkkinn á hverju kveldi,” sagði Ellen, en vissi þó ekki sjálf, hvers vegna hún var að taka upp fyrir hann. “Eg tek mér ekki nærri, þó eitthvað sé sagt misjafnt um Gus,” sagði Guinevere, án þess að íáta sér þykja. “Eg hefi sagt þér það, að það er hægt að hafa gagn af Gus. Þú skalt ekki halda, að eg hugsi nokkuð um hann öðru vísi. En eg skal segja þér, að stúlkumar hafa rétt til að njóta einhverra skemtana við og við, jafnvel þó þær þurfi sjálfar að vinna fyrir sér. Þetta er eini staðurinn, þar sem við get- um farið og dansað og leikið okkur dálítið. Það er margt, sem eg hefi ekki sagt þér enn, en við skulum 'tala saman aftur á leiðinni heim á morgun. Þama kemur þá Gus. Vertu nú sæl. ’ ’ Ellen gekk hægt heim að húsdyrunum. Faðir hennar var farinn yfir á næsta stræti, þar sem “verkamanna klúbburinn” var. Það var vani hans, að fara þangað á hverju kveldi og fá sér glas af öli, reykja og rabba við kunn- ingja sína um “landsins gagn og nauðsynjar.” Móðir hennar ætlaði að fara að hátta. “Mat var héma,’ sagði hún í ásökunar- röm. “Hann vildi ekki bíða, þegar hann vissi að þú varst úti og með hverjum þú varst. Eg held honum sé ekkert vel við, að þú sért mikið með Guinevere, og eg held pabba þínum sé það ekki heldur. Hann segir, að farið sé að tala um, að hún sé nokkuð léttúðarfull. Eg áfellist hana samt ekki mikið aumingjann, að eiga aðra eins móður, eins og hún á. ” “Mat mundi ekki þora að segja þetta við mig. Eg skyldi fljótt segja honum, að honum kæmi það ekkert við. Eg er ekki gift honum,” sagði Ellen og brá sjáanlega skapi. “Stundum óska eg þess, að þú værir gift honum,” sagði móðir hennar hálf raunalega. “Það sem að þér gengur, er það, að þú hefir fengið of mikla mentun. Fólk í okkar stöðu liefir ekkert með mentun að gera.” Þetta var gamalt umtalsefni, sem oft hafði valdið Ellen mikillar óánægju. Hún vildi ekki oftar um það tala. Hún faðmaði móður sína að sér og reyndi að koma henni í betra skap. “Guinevere er kannske dálítið heimsk stund- um, en hún er alls ekki slæm stúlka. Þú varst einhvern tíma ung, mamma mín! Langaði þig þá ekki til að hafa dálitla skemtun við og við? Guinevere er líka eina vinstúlkan, sem eg á. Þú ættir að heyra, hvemig sumar stúlkurnar í verksmiðjunni tala. Hún er svo miklu betri en þær. ” “Eg veit ekkert um þetta, nema það sem pabbi þinn segir mér”, sagði Mrs. Neal. “En farðu nú góða mín, eg þarf að komast í rúmið. Eg held eg hafi aldrei verið svona þreytt.” Ellen fór líka að hátta, en það var langt þangað til hún gat sofnað. Hafði Guinevere ekki í raun og veru mikið til síns máls? Það var enginn staður í bænum, nema þessi eini, þar sem stúlkur í þeirra stöðu gátu farið til að skemta sér. Æskan var ekki lengi að líða, og hún kom aldrei aftur. Ef þetta var satt, að þama kæmu synir allra heldri mannanna í sér þar fallega og sýndu stúlkunum aldrei annað en kurteisi, hvað var þá eiginlega á móti því, að koma þar? Faðir hennar og móð- ir mundu aldrei geta litið á þetta með sann- girni, það var svo sem auðvitað. En þau voru gömul, og gamla fólkið sýndi unga fólkinu aldrei mikla sanngimi. Það sýndist alveg gleyma því, að það sjálft hefði nokkum tíma verið ungt. Mat Staley var ungur, en eins og hún hafði sagt, þá mundi hún ekki fyrir nokkra muni biðja hann að fara með sér til Benders. En hvers vegna ekki? Hún fann ekkert full- nægjandi svar við þeirri spurningu. Guinevere kom til vinnu sinnar næsta morg- un, eins og vanalega, en fór heim um miðjan daginn. Það var lítið að gera, svo það gerði ekki mikið til. Hún sagði formanninum, að hún þyrfti að hjálpa móður sinni seinni hluta dagsins. Ellen og hún töluðu ekkert saman. En þegar Eilen fór heim um kvöldið,, hitti hún vinstúlku sína þar sem hún beið hennar við ein strætamótin. Hún var klædd í sín hversdagsföt, að öðm en því, að hún hafði nýj- an hatt á höfðinu, sem var naumast eins smekk- legur eins og hann var íburðarmikill. Hún sá að Ellen starði'á hana undrandi. “Þú áttir ekki von kr að eg biði hér eftir þér, óg sízt af öllu með þennan nýja hatt. Sýn- ist þér hann ekki fallegur?” “Þú hlýtur að hafa fundið peningapyngju á götunni, eða eitthvað því lít, ” sagði Ellen. “Gettu aftur,” sagði Guinevere glaðlega. “Yfirhöfnin og hatturinn er gjöf, en treyjuna keypti eg sjálf.” “Gjöff ” Guinevere kinkaði kolli. “Já, gjöf frá Mr. Coakley. ” “Þú þiggur gjafir af manni eins og hon- um, manni sem þú þekkir svo -sem ekkert. Hvernig dettur þér í hug að gera það?” Guinevere fann, að hún hafði sagt heldur mikið. “Eg hefði átt að segja veðmál,” sagði hún. “Við vorum að geta hvað hvort um sig væri gamalt, og eg sagiðst geta getið nær hans aildri en hann mínum. Hann sagðist þurfa nýjan hatt, og eg sagðist þurfa þess líka, svo við veðjuðum og eg vann. Hann sagði, að eg væri tveimur ámm yngri en eg var. En það vildi svo til, að eg vissi upp á hár hvað gamall hann var. Svo eg segi þér eins og er, þá spurði eg einn af kunningjum hans að því fyr um kveldið.” Hún var mjög ánægð við sjálfa sig út af þessu. Þetta gekk alveg fram af Ellen. Sjálf hat- aði hún alla hrekki og undirferli og alt þess konar vildi hún forðast sem mest hún mátti. Hún hafði áður orðið þess vör, að vinstúlku hennar skorti þá dygð tilfinninalega. “En hvað hefðir þú getað gert, ef þú hefðir tapað?” “Eg hefði bara hlegið að honum. Stúlkur borga aldrei, þó þær tapi. Yeiztu það ekki, karlmenn búast ekki við því af þeim.” “Þetta gerði eg ekki fyrir nokkra muni. Það er ósanngjarnt og ranglátt. ” Bllen féll þetta afar illa. Guinevere leit harðlega til hennar. Hún ætlaði ekki að láta vinstúlku sína komast upp með þetta. “Það er ekki mikið um sanngirni að ræða, hvort sem er, milli karls og konu, eg má segja þér það. Þar að auki hafa allir þessir ungu menn meiri peninga handa á milli, heldur en þeir þurfa, eða gott er fyrir þá að hafa. Það gerir þeim lítið til, þó þeir þurfi að verða af með peninga fyrir lítið. Þeir eru vanir því. Svo er á það að líta, að eg vinn fyrir mínum penningum. Artie Coakley og hans félagar gera það ekki, þeir fá nóga peninga hjá for- eldrum sínum; það gera þeir allir. Eg býst við að foreldrar sumra þeirra hafi einhvem •tíma unnið. Ef þau hefðu ekki gert það, þá mundu þessir unglingar ekki hafa svona mikla peninga.” Þær gengu langa leið, án þess að segja nokkurt orð. Þetta, pemi Grtinevere var að segja, var alt nýtt fyrir Ellen, og hún vissi ekki hvað hún átti um það að segja. Henni fanst það vera bara fjarstæða. “Eg má segja þér, að Coakley tók þetta svo sem ekki nærri sér, og sá ekki eftir pen- ingunum, ” sagði Guinevere eftir langa þögn. “Hann er reg'lulega skemtilegur náungi, en hann drekkur of mikið, jafnvel meira en Gus, en hann þolir það betur. Eg býst við að hann hafi spurt einhverja af þessum ríku stúlkum livað hattar kostuðu. Eg keypti bæði hattinn og yfirhöfnina fyrir peningana, sem eg fékk frá honum, og eg hefi töluvert eftir. Eg ætla seinna að kaupa mér silkisokka. Eg hélt, að jafnvel mömmu mundi fara að grana margt, ef eg kæmi með þetta, alt í einu. En, meðal annara orða, hann bað að heilsa þér og spurði því þú kæmir ekki einhvern tíma með mér og Gus. Eins er um Foster, að hann er alt af að spyrja um þig og vill endilega að þú komir. Eg hefi ekki frið fyrir honum. Eg sagði hon- um loksins, a?í það væri bezt fyrir hann, að fara sjálfur og sækja þig. “Það er hollast fyrir hann að eiga ekkert við það, ” sagði Ellen, “og heldur ekki þessi Coakley, sem aldrei hefjir séð , mig á æfi sinni.” “Hann hefir séð þig, þú mátt reiða þig á það. Eg var að segja honum frá þér og þá kannaðist hann undir eins við þig. ‘Hún er ljómandi falleg stúlka,’ sagði hann. ‘Eg hefi oft séð hana á strætinu og verið að hugsa um hver hún mundi vera. Segðu henni, að hún verði að koma. Hér verður hún tekin fram vfir allar aðrar.’ Þetta var nú ekki mikið hrós um mig, en eg kærði mig ekkert. Við erum svo ólíkar, önnur ljós og hin dökk. Það er eiginlega ekkert líkt með okkur; sumum falla bezt kátar og fjörugar stúlkur, en öðrum þær, sem eru alvarlegar og þurlegar, eins og þú. Þú veizt hvað eg er að segja?” Jú, Ellen vissi það. “Ætlar þú að fara aftur í kveld?” “Nei, í kveld ætla eg að sofa. Það er held- ur ekki gott að fara út alt of oft. Eg ætla að lofa þeim að vera án mín nokkur kveld.” Ellen kom nógu snemma heim til að hjálpa móður sinni við kveldverðinn. Hún var um margt að hugsa, en samt ekki eins áhyggjufull eins og kveldið áður. Fjölskyldan borðaði matinn sinn þegjandi eins og vant var. Aldrei þessu vant sat faðir hennar kyr, þegar hann var búinn að borða, en fór ekki inn í hitt her- 'bergið. Ellen fór að taka saman af borðinu áður en þær byrjuðu að þvo upp. Neal var að láta í pípu sína, en leit alt í einu upp. “Láttu þetta vera, rétt í bráðina, eg þarf að segja nokkuð við þig,” sagði hann. Hann var töluvert ah7arlegur og þungbúinn, og Ellen vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Það var ekki oft, sem hann fann að nokkru við hana. Hvað hafði hún eiginlega gert af sér? En hún kaupið Avalt LUMBER hjá THE EMPJRE SASH & DOOR CO. LTD. UENKY AVE, EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamiJton Chamhers. mundi nú hvað móðir hennar hafði verið að segja kveldið áður. “Eg hefi tekið eftir því, að þú ert töluvert mikið með þessari stúlku hér í næsta húsi, nú upp á síðkastið. Það er bezt fyrir þig að hætta því. Allir í nágrenninu eru farnir að tala um hana. Eg hefi lieyrt — eg segi ekki sönnur á því — að hún sé farin að venja komur sínar í Benders danssalinn. Ef það er svo, og eg skal biáðum komast að því, þá vil eg ekki að þú hafir nokkuð meira saman við hana að sælda. Skilurðu það?” Ellen náfölnaði. Hún þurfti að bleyta var- irnar og bíða stundarkorn til að geta haft vald yfir röddinni. “Eg get sagt })ér, að hún fer þangað, svo þú þarft ekki að hafa neitt fvrir að komast að því,” sagði Ellen eftir litla stund. “Hún fer þangað með piltinum sínum, Gus Warner. Hann fer þangað með henni og kemur svo heim með henni aftur. Er nokkuð athugavert við það?” Hún sá, að það fór að síga í gamla mann- inn, og hún sá líka, að móðir hennar var að gefa henni vísbendingu um að fara varlega og reita hann ekki til reiði. “Þykist þú ekki vita, fullorðin stiílkan, hvers- konar staður þetta er? Stúlka má rétt eins vel sleppa öllu velsæmi strax og fara í hundana.” “Ekki sé eg því það þarf að vera, ” svaraði Ellen og hækkaði röddina dálítið. “Eg sé ekki hvers vegna stúlka getu'r ekki verið heiðarleg, þó hún fari þangað. Guinevere seg- ist fara þangað og dansa, við Gus og stundum aðra pilta, sem hann gerir hana kunnuga. Hún fer altaf heim áður en nokkurt slark byrjar þar. Þar er góður hljóðfærasláttur og fólkið syngur sér til skemtunar. Enginn maður sýnir henni ókurteisi; menn gera það ekki, nema þeim sé gefið tilefni til þess. Hvert á stúlka annars að fara, til að skemta sér? Mér þykir gaman að dansa og eg get sungið, eins og þú veizt. Hvert á eg að fara til þess að skemt mér dálítið við og við ? Segðu mér það. Ef eg væri ein af þessum stúlkum, sem eiga heima í High- land Avenue, þá gæti eg farið hvert sem eg vildi og dansað og sungið og notið allskonar skemt- ana. Þó eg sé fátæk stúlka og vinni alla daga, þá er eg engu að síður manneskja fyrir því. Eg þarf að hafa eitthvað mér til skemtunar, við og við. En eg hefi aldrei neitt, aldrei!” Hún settist aftur á stólinn, sem hún hafði setið á, studdi báðum olnbogunum á borðið og tók höndunum fyrir andlitið. Hún fór að liá- gráta. “Það er rétt eins og eg hefi alt af sagt,” sagði Neal með töluverðum hávaða. “Móðir þín og eg létum þig vera of lengi á skóla. Þú hefir fengið of rni'kið af þessu bóknámi, en veizt ekkert um lífið eins og það er. Ef þú gerðir það, þá vissirðu, að fólk í okkar stöðu verður að komast af án skemtana og mikilla lífsþæg- inda. Hugsaðu um móður þína og mig. Við njótum engra skemtana, en við erum ekki að sækjast eftir því, sem við vitum að við getum ekki haft. Við höfum altaf unnið og unnið meira en þér hefir nokkura tíma dottið í hug að gera. Þú verður bráðum átján ára; við mamma þín vorum gift áður en hún var það gömul. Nú er þitt tækifæri. Það er ekki meiri reglumaður til, meðal ungu mannanna, heldur en Mat Staly er. En þú vilt ekki giftast honum, eins og þú ættir að gera. Þú heldur, að þú sért of góð lianda honum, af því þú hefir meiri ment- un en hann. Það er alt eintóm vitleysa, og því fyr sem þú lærir að skilja það, því betra fyrir sjálfa þig. En það er eitt enn, sem eg liefi að segja þér, og það er það, að ef eg kemst nokk- urn tíma að því, að þú farir til Benders, þá skal eg—” “Sussu, sussu, Jerry! Þú veizt að hún ætl- ar ekki að gera það,” sagði Mrs. Neal og kom nú og faðmaði Ellen að sér. “Þetta er eins mikið okkur að kenna eins og henni. Það er eins og þú sagðir, að við létum hana ganga of lengi á skóla. Þess vegna hefir hún þessi heila- brot. Farðu nú út, og láttu mig tala við hana. Hún vissi ekki, hvað hún var að segja. Hún er góð stúlka, eins og hún hefir alt af verið.” “Eg vissi hvað eg var að segja,” sagði Ellen liálf-grátandi. “Eg vissi það.” Móðir hennar tók hendinni fyrir munninn á henni. Þegar faðir hennar kom aftur, var hún sofnuð, en hafði grátið lengi. III. KAPITULI. Arthur Coakley hafði getið nærri réttu lagi. Um haustið var Ellen orðin mesta uppáhalds- stúlkan hjá Bender. Hún hafði ekki ætlað sér að fara. Þrátt fyrir það, sem hún hafði sagt við föður sinn, kveldið sem hann setti ofan í við hana út af kunningsskap hennar við Guinevere, vissi hún vel, að það var hættulegt fyrir hana að sækja þennan skemtistað. Jafnvel þó hún hagaði sér ekki öðru vísin, en sem bezt mátti vera, þá mundu fáir trúa því, eða við það kann- ast Hitinn hafði verið óskaplegur alt sumarið. Snemma í júní hafði helmingurinn af verka fólkinu, þar sem hún vann, verið látið hætta og því borið við að það væri ekki nóg að gera. Ellen var ein af þeim, sem var látin hætta. 1 fyrstunni þótti henni heldur vænt um þetta. Henni hafði aldrei fallið vinnan, og hún hafði bara unnið þarna af því ekkert annað bauðst. Hefði hún bara fengið að ganga lengur á skóla, þá hefði hún sjálf getað orðið skólakennari. Það hafði einu sinni verið löngun hennar. Fyrsta daginn, eftir að hún misti vinnuna, var hún. alls ekki óánægð og leið vel. Hún hjálpaði móður sinni til að hreinsa alt húsið, svo það liafði aldrei verið eins hreint og fallegt í mörg ár. Hún fór aftur að syngja við vinnu sína. Hennar mjúka og hreina rödd vakti hug- ljúfar endurminningar hjá Mrs. Neal, því Ellen hafði oft sungið, þegar hún var lítil stúlka. Blessuð stúlkan var aftur komin til sjálfrar sín. Þessi uppreisnarhugur, sem lienni fanst liún liafa orðið vör við hjá dóttur sinni, hafði ekki varað nema stutta stund og nú var hún að sætta sig við lífið, eins og það í raun og veru var. Allir urðu að gera það, þó sumir tækju sér það nær en aðrir. Það var alt undir skaps- mununum komið. Eftir að húslireinsuninni var lokið, eyddi Ellen miklu af því litla, sem hún hafði getað lagt fyrir, til að kaupa ýmislegt lianda móður sinni. Hún var ekki vel lagin að sauma, en þó heldur betri en Mrs. Neal, og hafði meiri smekk fyrir því, sem vel fór. 1 meir en viku sátu þær tímunum saman yfir saumum. Mrs. Neal liafði hvað eftir annað sagt Ellen, að hún ætti ekki að kaupa svona mikið handa sér, heldur ætti hún að nota peningana til að kaupa eitthvað handa sjálfri sér. Hún þyrfti þess ekki síður með. “Hvers vegna? Eg liefi nóg til að hylja sjálfa mig, og það er alt sem eg þarf, þar sem eg fer aldrei neitt, ’ ’ sagði Ellen, og það var dá- lítill keimur af gremju í röddinni. “Svo liefi eg svo oft fengið margt nýtt, en þú verður ein- livern tíma að fá eitthvað,” bætti hún við blíð- lega. Mrs Neal var nokkuð gamaldags í skoðun- um, og hún var hrædd við ýms lieilabrot, sem hún liafði orðið vör við hjá Ellen. Nú fanst henni þau sofa, og hún vildi ekki með nokkru móti vekja þau, og lét hún því Ellen ráða, og hafði lítið á móti því, sem hún vildi. Það \Tar eitt, sem Ellen var staðráðin í, og það var, að byrja ekki aftur að vinna í tóbaks- verksmiðjunni. Það var ómögulegt, að hún gæti ekki gert eitthvað annað. Það hlutu að vera einhverjir möguleikar í þessum heimi, þó ósanngjarn væri, fyrir unga stúlku, en fátæka, að, bæta hag sinn, komast eitthvað áfram og upp ó við í heiminum. Hún tók blaðið á hverju kveldi, þegar faðir hennar var búinn að lesa það, og las nákvæmlega allar auglýsingar, þar sem auglýst var eftir einhverri manneskju til að vinna einhver verk. En það var eins og eng- inn þyrfti á stúlkum að halda til að gera nokk- urn skapaðan hlut. Það var bara auglýst eftir karlmönnum. 1 næstum heilan mánuð fór hún úr einum stað í annan á hverjum degi til að leita sér að vinnu. En hún fékk hvergi neitt að gera, og það, sem aðallega sýndist valda, var það, að lnin kunni eiginlega ekkert að gera, hafði enga æfingu. Hún átti bágt með að skilja, eins og margir aðrir, hvernig allir, sem voru að vinna, hefðu lært það og orðið leiknir í því, fyrst enginn vildi taka manneskju í vinnu. fyr en hún kynni verkið fullkomlega, sem hún átti að gera. Hún fór að hugsa um dómarann, livað liann hefði verið góður og vinsamlegur, og með því að taka á öllum sínum kjarki, varð hún fastráð- in í því, að gera nú eins og hún hafði lofað, að fara að finna hann og fá lijá honum einhver góð ráð. En rétt þegar hún ætlaði að láta verða af þessu, frétti hún að hann væri farinn til New York og ætlaði þaðan til Evrópu. Þar með varð sú von að engu. Night Classes Mondays and Thursdays 7:30 to 10 p.m. AU year They do not interfere with your regular employment1, but they will qualify you for advancement and a bigger position. Five hours a week cannot be spent to better advantage. It is an opportunity which has increased the earning powers of hundreds of young people. Every subject essential to modern business is taught and with the same thoroughness that has always characterized our Day Classes. You can enroll at any time but a commence- ment with the beginning of the Fall session will prove very helpful to you. Our registering office is open from 8 a.m. to 10 p.m. daily. If you cannot conveniently come to see us one of our educational advisers will be pleased to call upon you if you will ’Phone 37 161. The Dominion Business College The Mall aUo Wlnnipeg St. James and Elmwood

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.