Lögberg


Lögberg - 12.11.1931, Qupperneq 3

Lögberg - 12.11.1931, Qupperneq 3
LÖGBEŒtG, FIMTUDAGINN 12. NIÓVEMBER 1931. Bls. 3. T Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga LEYNDARMALIN. (Eftir S. Jennie Smith.) Fyrir þrjár litlar stúlkur og eina nokkuð stærri. Minnie (kemur inn á leiksviðið; mætir Irene, sem kemur inn hinum megin): Eg veit nokkuð, sem þú veizt ekki. Irene: Er það svo? hlessuð segðu mér það! viltu ekki gera það? Minnie: Nei; eg ætla ekki að segja það nein- um. Eg ætla að steinþegja yfir því. Híæ, hæ! það er svo dæmalaust skrítið! Celia: Þú segir mér það, Minnie, heldurðu ekki að þú gerir það? Manstu ekki eftir því, >að eg gaf þér af brjóstsykrinum mínum um daginn ? ....Minnie: Jú, eg man það; en eg segi þér það samt ekki; eg má engum lifandi manni segja það. Irene: Og eg lofaði þér að tyggja gúmmíið mitt í marga klukkutíma. Mér finst þú ættir að segja mér þetta, — eg veit þú gerir það- Minnie: Eg hefi sagt þér, að eg má engum lifandi manni segja það, og eg segi það engum. Irene: Hver sagði þér, að þú mættir það ekki? Minnie: Enginn sagði mér það. Eg veit það sjálf, að eg á ekki að gera það, og eg geri það ekki — það er ekkert meira um það. Celia: Það gerir ekkert til, mér stendur alveg á sama. Eg veit nokkuð líka, sem eg skal ekki segja. Irene: Þú segir mér það, Celia; heldurðu það ekki? Celia: Nei, nei; sannarlega ekki. Eg segi það ekki nokkurri lifandi manneskju. Irene: En hvað 'þið eruð báðar upp með ykk- ur af því að vita eitthvað. Eg veit nokkuð, sem er miklu betra en það sem þið vitið báðar. Minnie (gremjulega: Hvernig geturðu sagt það, Irene! Þú veizt ekki hvað það er, sem eg veit. Pálína (kemur inn): Svo þið eruð þá að ríf- ast; af hverju eruð þið nú reiðar, litlu stelpur? Clara: Minnie veit nokkuð, sem hún vill ekki segja okkur. Minnie: Já, og Celia og Irene vita nokkuð líka, en vilja ekki segja hvað það er. Pálína: Góðu, litlu stúlkur mínar. Eg skil ekki, að það geti verið skaðlegt fyrir neinn, þó þið segið þau leyndarmál, sem þið vitið. Hvern- ig væri það, að þið kæmuð ykkur saman um, að segja hver annari það sem þið vitið ? Eruð þið viljugar til þess? Celia: Já, eg er það. Irene: Og eg líka. Minnie: E—e—eg býst við, að eg geri það líka. Pálína: Jæja, þú segir fyrst hvað þú veizt, Celia. Celia (hlæjandi) : I dag er þriðjudagur, en á morgun verður miðvikudagur. Pálína: Það var þá ekki sérlega mikið leynd- armál, Celia. Þú ert næst, Irene. Irene: (hlæjandi): Tveir og tveir eru fjórir. Pálína: Þarna var þá annað voðamikið leynd- armál til þess að rífast um! Eg býst við, að leyndarmálið hennar Minnie sé alveg eins undra- vert. Celia og Irene: Segðu nú hvað þú veizt, Minpie. Minnie: Eg segi það engum; eg ætla------ Pálína: Jú, þú gerir það, góða; það væri ekki sanngjarnt að neita því, þegar hinar eru búnar. Minnie: Það e—e—er rigning. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. SAMNINGARNIR. (Eftir Clöru J. Denton.) Fyrir tvo litla drengi. Friðrik (Stendur við borð og byggir hús úr kubbum; þessir kubbar ættu ekki að vera venju- legir kubbar með stafrofi, heldur mismunandi til húsabygginga handa stálpuðum drengjum). Valdimar (Kemur inn til hægri): Heyrðu, Friðrik, farðu í jakkann þinn og búðu þig og komdu út með mér; liafðu með þér sleðann þinn. Eg spurði mömmu þína, hvort þú mættir koma, og hún sagðist ekkert hafa á móti því, ef þú vildir fara. Friðrik (Bætir einum kubbi við bygging- una): En eg veit ekki, hvort eg kæri mig um að koma. Það er svo gaman að þessu, sem eg er að gera. Valdimar: Já, eg trúi því. Þetta eru ágætir kubbar. Kom Sankti Kláus með þá? Friðrik: Já, bann kom með þá í fyrra. I aldimar: Eg vildi hann kæmi með svona kubba til mín . Friðrjk: Já, eg vildi að hann færði mér smíða- tólakassa. Eg þarf endilega að fá sög og ham- ar og ýmislegt fleira. Eg hefði skrifað honum bréf, ef eg hefði vitað hvar hann á heima. Valdimar: Þú þarft ekki að vita það; sendu bara bréfið í búðina til hans Gunnlaugs Jó- hannssonar, þá kemst það til skila; hann send- ir það til Sanki Kláusar. Friðrik: En hvernig veit hann, hvar Sankti Kláus á heima? Valdimar: Eg veit það ekki; en eg veit að hann veit það. Friðrik: En heyrðu finst þér það ekki skrít- ið, að enginn skuli viba nákvæmlega hvar liann á heima? Valdimar: Einhver hlýtur að vita það. Friðrik: Nei, enginn veit það með vissu. Um daginn var kennarinn minn að segja okkur frá Columbusi; veizt þú nokkuð um Columbus? Valdimar: Já, eg hefði nú s'agt að eg vissi það. Pabbi sagði mér alt um hann, löngu áður en eg kom fyrst í skóla. Friðrik: Þegar kennarinn minn var að segja okkur frá Columbusi, sagði hún að allir partar jarðarinnar hefðu nú verið rannsakaðir og þess vegna sé ekki lengur þörf á mönnum eins og Columbusi. Þá rétti eg upp hendina og sagði: “En það hefir ekki verið fundið enn, hvar Sankti Kláus á lieima.” Og allir í herberginu skellihlógu. Valdimar: Hvers vegna gerðu þeir það? Friðrik: Það er nokkuð, sem mér þætti gam- an að vita. Valdimar: Sagði kennarinn ekkert? Friðrik: Jú, hún sagði: “Þú getur tekið þér það fyrir hendur, Fiddi, þegar þú ert orðinn stór”. Og eg hugsaði mér þá undir eins, að eg skyldi einmitt gera það. Valdimar: Jæja, Fiddi; eg skal fara með þér. Friðrik (byrjar að láta niður kubbana og heldur því áfram þar til samtalið er á enda): Við skulum gera það, þegar við erum orðnir stórir menn. Hugsaðu þér bara, hvað það verð- ur gaman, að finna hvar Sankti Kláus á heima og alt um hann. Valdimar: Komdu, flýttu þér, farðu í utan- yfir þig og svo skulum við koma út að leika það að við séum að finna heimili Sankti Kláusa. Friðrik: Já, við skulum gera það. En þú verður að lofa því núna, að við skulum vera saman þegar við vtrðum.stórir og að við skul- um ferðast yfir alla veröldina þangað til við finnum nákvæmlega blettinn, þar sem Sankti Kláus á heima. Eg held hann hljóti að eiga heima einhværs staðar þar sem ósköp er kalt; heldur þú það ekki ? Því á öllum myndum, sem hann lætur taka af sér, er hann í vetrarfötum. Valdimar: En eg á frænda, sem kom að heim- sækja okkur. Hann á heima í Californíu og hann sagði okkur livað hlýtt væri þar allan veturinn. Hann var að tala um eitthvert pláss í fjöllun- um, og hann sagði að það væri einhvers staðar }>ar, sem manni fyndist að Sankti Kláus ætti að eiga heima. Friðrik: Þú hefðir átt að láta hann segja þér alt um það. Valdimar: Eg reyndi það, en hann sagði: “Bíddu þangað til þú verður fullorðinn, og þá getur þú farið þangað sjálfur. Friðrik: Svona talar fullorðna fólkið alt af, mér finst það vera fjarska ótuktarlegt, þegar það veit, hvað það tekur voðalega langan tíma að vaxa og verða fullorðinn. Valdimar: Það gerir'nú samt ekkert til. Við verðum stórir einhvern tímia, og ef við finnum það út, hvar Sankti Kláus á heima, þá verðum við enn þá frægari en Columbus. En við skul- um ekki segja nokkrum lifandi manni frá þessu. Friðrik: Nei, við skulum einu sinni ekki segja mömmunum okkar frá því. Þær kannske hlæja að okkur fyrir það. Valdimar: Nei, það eru bara samningar milli okkar, mín og þín! en ef við finnum það út, livar Sankti Kláus á heima, þá verðum það við, sem hlæjum. Friðrik: Komdu nú, Valdi; jakkinn minn og húfan eru frammi í ganginum; við skulum fara út og moka upp stórri snjóhrúgu, og svo skulum við leika þaði að við finnum Sankti Kláus í henni. (Þeir fara út til vinstri handar.) Tjaldið fellur. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. ÁGIRNDIN. Langt suður í löndum, undir háu f jalli einu, sáust fyrir mörgum öldum rústir af stórri höll. Menn höfðu ímugust á þessum gömlu rústum, af því að sú trú ríkti meðal íbúanna þar í grend- inni, að mikil lauðæfi væru geymd þar, og að þeirra væri gætt af ótal illum öndum. Af þess- um ástæðum þótti flestum ráðlegasta að leggja leið sína sem lengst frá rústunum, þegar menn einhverra hluta vegna urðu að fara fram hjá þeim. — En í þorpinu, sem lá við f jallsræturn- ar, var maður einn, sem hafði allan huga á að eignast eitthvað af auðæfunum, sem allir þótt- ust vita af, en enginn þorði að nálgast. Það var ungur maður, sem auðnan aldrei hafði leikið við, og lifði handafla sínum, án þess þó að eignast nokkurn tíma neitt fram yfir það, sem hann þurfti til að draga fram lífið. Sunnudag nokkurn fór bann upp að hallar- rústunum, og labbaði hann þar um í þungum hugsunum, innan um þétta runna og vafnings- við. Varð þá fyrir honum steinþrep fornfálegt mjög og brotið. Gekk liann ofan þrepið og kom þá niður í hvelfingu eina mikla og lágu inn úr henni löng göng. Hann gekk nú eftir göngun- um, unz hann kom í klefa nokkurn og logaði þar bjart ljós; undraðist hinn ungi maður stórum, er hann sá þar standa á miðju gólfi afar stóran gljáfágaðan eir-pott, fyltan á barma nýmótuð- um gullpeningum. Á bak við pottinn stóð garnall maður, hár vexti, klæddur síðri .skikkju mjallhvítri; var hann hvítur fyrir hærum og hafði skegg sítt. Leit hann alvarlega en ekki reiðulega á ung- linginn. “Þú hefir lengi óskað eftir, að hamingjan brosti við þér,” mælti hann, “fer nú að óskum þínum, og þú kemur á heillastund. Er þér leyfður aðgangur að auðæfum þessum, og skaltu koma dag hvern og sækja einn gullpening. En muna máttu að taka aldrei — aldrei meira en einn í einu, því þá snýst hamingja þín í óham- ingju!” Frá sér numinn af gleði, tók ungmennið einn gullpening og skoðaði hann við ljósbirtuna, stakk honum síðan í vása sinn og ætlaði að þakka gamla manninum, en er hann leit við, var þar enginn. Frá þessari stundu fylgdi gæfan hinum unga manni í öllu sem bann tók sér fyrir hendur. Á hverjum degi sótti hann sér einn gullpen- ing, eins og fyrir hann var lagt. Hann fór vel með peningana, og þar kom, að liann gat keypt sér jörð með allri áhöfn. Smám- saman bætti hann svo við engjum, ökrum og á- vaxtagörðum. Síðan lét hann byggja bæinn upp af nýju, sem var orðinn hrörlegnr og gam- all, svo hann varð reisulegastur þar um slóðir. Á hverjum degi í þrjú ár hafði hann farið og sótt gullpeninginn, og var nú orðinn ríkur maður. En maðurinn er nú einu sinni þannig gerð- ur, að honum hættir við að villast út af réttri braut, og þessi ungi maður var engin undan- tekning frá þeirri reglu. Hann fór að verða ágjarn. Þessi ljóti löstur leyfði honum engan frið. Á nóttunni lá hann vakandi og hugSaði um gullið í pottinum, honum virtist það vaxa við hvern pening, sem hann tók, það var eins og það ætlaði að renna út af börmunum og væri að ota sér að honum, og hann hafði óstjórnlegli löngun til að grípa með báðum höndum ofan í pottinn og taka lúkufylli sína — fulla poka — fullar tunnur. 1 hvert skifti, sem hann fór út úr klefanum með gullpeninginn sinn í vasan- um, fann hann til sárrar kvalar yfir því að hafa ekki fylt alla vasa sína af gulli. Svo kom að því, að hann tók að ásaka sjálf- an sig fyrir þá heimsku, að láta hafa sig til að ganga langan og erfiðan veg á hverjum degi, hvernig sem viðraði, til að sækja einn auðvirði- legan gullpening, þegar hægðarleikur var að fá fullan poka með sömu fyrir höfn. Vinnu sína var hann hættur að stunda, því nú hafði hann nóg vinnufólk, sem gat tekið af honum ómakið. Sí og æ velti hann því fyrir sér, hvílík heimska það væri fyrir mann, sem daglega sæi ótæmandi auðæfi fyrir fótum sér, og þyrfti ekki annað en rétta út hendina eftir þeim, að hafa svona mik- ið fyrir að verða ríkur. Það eina, sem hann tók sér fyrir hendur var 'að sækja gullpeninginn, og var hann nú orðinn svo latur, að honum veittist það afar örðugt, enda þótt hann nú orðið færi það ríðandi, og gerði ekki annað, þegar heim kom, en hvíla sig á silkikoddum. Annað var það enn, sem hann hugsaði mikið um auk gullsins í pottinum; hann vildi fá sér konu, en vissi ekki hverri hann ætti að auðsýna þá náð að giftast. Bændastúlku vildi hann alls ekki líta við, en vissi hins vegar ekki, hvort sér mundi til nokkurs að fara slíks á leit við konur af háum stigum, að minsta kosti fanst honum ekki mundi tjá að hugsa til þess, meðan hann væri búinn sem bóndi, enda þótt vandað væri vel til fat- anna. — En þar var líka úr vöndu að ráða, þar sem hann var bundinn við að sækja peninginn á hverjum degi, og var þess vegna,-að honum fanst, eins og hundur í bandi. Hann fór nú að leggjva niður fyrir sér, hvort í raun og veru gæti stafað nokkur hætta af því, þó hann brigði út^af boðinu og tæki einu sinni pokafylli — enginn þurfti að vita það, og eng- inn var heldur sem vissi, að bann var bæði nógu heimskur og ráðvandur, til að láta sér nægja með einn pening á dag. Það lá í augum uppi, að eina skynsama ráð- ið, sem hann gat tekið, var að hafa með sér stóran poka, þegar hann færi næst — hver gat vitað það? — enginn •— potturinn var jafnfull- ur fyrir það. Eða átti hann heldur að reyna fyrir sér og fara hægt í sakirnar — það yrði máske affarasælla. Næsta dag tók hann tvo gullpeninga í stað- inn fyrir einn — liann leit í kringum sig flótta- lega, en ekkért óvanalegt bar við. Þá var bann viss um, að engin hætta væri á ferðum. Daginn eftir tók hann þrjá — og svo fjóra, og ekki bar á neinu. Svona hélt hann áfram heila \nku, og aldrei varð hann var við neitt óvanalegt; það leit ekki lít fyrir, að hann ætlaði að verða fyrir neinni hegningu, svo hann færði sig upp á skaftið og tók nú fimm, svo sex — alt voru þetta hundrað krónu peningar, svo liann átti nú álitlega upp- ræð. Nú fanst honum ekki vanta nema herzlu- muninn, að taka einu sinni nóg í einu, svo gæti hann fengið sér greifa — eða jafnvel konungs- dóttur fyrir konu — nóg var af gullinu. Svo tók hann með sér tvo stóra poka, þegar hann fór næst upp í rústimar. Hann gekk niður þrepið, inn í hvelfinguna, PROFESSONAL CARPS~| DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Oífice tlmar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrlfatofa: Roora 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—8 Helmili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manltoba W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON ialenzkir lögfrœOingar i. öCru gölfl 325 MAIN STREKT Talstmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og eru þar aö hitta fyrsrta miC- vikudag 1 hverjum mánuCi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdóma.—Er aO hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. HeimiU: 373 RIVER AVE. Talslml: 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aö hitta frfi. kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur 910-911 Electrlc Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slml 23 082 Helma: 71751 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. UögfraOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Maln St. gegnt City Hall Fhone: 24 587 E. G. Baldwinson, LL.B. lsienzkur lögfrœOingur 809 PARIS BLDG, WINNIPEO Resldence Offlce Phone: 24 20« Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Tll viötals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frfi kl. 6—8 aO kveldinu ' 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlceknar i 406 TORONTO GENERAL TBUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG Dr.A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 064 DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlaeknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Stml: 23 742 Heimilis: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Út- vega penlngalán og elds&byrgC af Cilu tagi. Phone: 26 349 A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigntr manna. Tekur aC sér aC fivaxta sparifé fólks. Selur eldsfibyrgC og bif- reiöa fibyrgClr. Skriílegum fyr- irspurnum svaraO samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 828 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 187 Vtetals tlmi klukkan 8 til 9 aO mergnlnum Björg Frederickson Teacher of the Piano Ste. 14, Comelius Apts. Telephone 39 357 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allar útbúnaOur sfi be«U Ennfremur seiur hann allskonar mlnnlsvarGa og legstelna. Skrifstofu talstmi: 86 607 Heimilis talsimi: 68 801 gegnum ganginn og stóð nú í klefanum við pottinn. Hann var eins og fyrri barmafullur af glóandi fögru gullinu, og ekki sá á, að tekið hefði verið af því dag eftir dag í mörg ár. Það var eins og augun ætluðu iit úr höfðinu á unga manninum af taumlausri ágirnd — það var hægðarleikur fyrir hann að eignast öll þessi ógrynni f jár — það hafði sýnt sig, að eng- in hætta var á ferðum, — því átti hann þá að dragas ig lengur á því? — Þessi mikli fjársjóður mátti ekki lengur liggja þarna ónotaður. Svo tók hann pokana, opnaði annan þeirra og fór að ausa gullinu í hann með báðum hönd- (Frarnh. á 6. bls.) KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor. Bank of Hamilton Chambers.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.