Lögberg - 12.11.1931, Page 7

Lögberg - 12.11.1931, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1931. Bls. 7. Hugurinn reikar víða Eftir Guðm. Elíasson. (Framh.)i 20. júlí.—Það var frost í nótt; stórskemdust kartöflur og alt garö- matarkyns, það má heita alt ónýtt, þa'ð vill víða brenna við í nýjum bygðum meðan landið er órutt og óræktað. 2. ágúst söfnuðust saman allir þeir Islendingar, sem heima áttu fyrir vestan Arras P.O. og héldu austur að Ruthbank ánni austur af heimili Konráðs Gíslasonar frá Mountain í Norður Dakota, og varð sá hópur tuttugu og fimm talsins; elsti maður var þar Guðmundur Gíslason, hann vantaði 3 mánuði og 14 daga ti1 að verða sextugur, og yngst var stúlka á fyrsta ári, sem Mr. og Mrs. Gunnlaugur Björnsson áttu. Þær konurnar Mrs. A. Páls- son, Mrs. H. Bjarnason og Mrs. G. Björnsson breiddu út fannhvíta dúka og röðuðu þar á diskum og tilreiddu ljúffengan miðdagsverð á unaðsfallegum eikar sporði niður við vatnsflöt árinnar. Óli Jóhanns- son fyrrum kaupmaður að Leslie, Sask., bað alla velkomna, skýrði frá tilgangi þessa fagnaðarsamkvæmis og bað gesti þá, sem hér væru sam- ankomnir og allir væru af íslenzkum stofni og sýnt heíðu Mr. og Mrs. Cutbank þau vinarhót að koma og skoða heimilisprýði þá, sem skapar- anum hefði þóknast að sæma þau með; kvaðst í nafni þeirra bjóða borðsal sinn velkominn þessum fyrsta ís'enzka hóp, sem hefði sýnt þeim þá virðingu að heimsækja nátt- úrufegurð þeirra, og vatn hefðu þau nægilegt, sem fólkið mætti nota eftir því sem það vildi. Bað hann svo alla að gjöra svo vel og raða sér utan um rósadúkinn hvíta og njóta þeirra mörgu og góðu rétta, sem konurnar hefðu fram borið. Sagði hann að Mrs. Cutbank hefði ekki tilbúna stóla fyrir gesti sína og yrðu menn því að nota fæturna eftir því sem hverjum líkaði best, hvort sem menn heldur vildu sitja á þeim, eða standa og kusu flestir heldur að sitja eftir því sem hver áleit hægast fyrir sig. Mr. og Mrs. Cutbank spiluðu sitt unðasfagra lag á sína hörpustrengi, meðan á máltiðinni stóð, það lét svo fagurlega í eyrum okkar, sem vor- um fædd og uppalin heima á Islandi og heyrt höfðum þá strengi vera hreifða áður, að við munum þvi seint gleyma. Að máltíðinni lokinni fór fólkið að skemta sér eftir því sem það best mátti. Það voru lesin upp fjöldamörg falleg, íslenzk kvæði og sungin lög af sama tægi, þreytt hlaup og stökk, en krakkarnir léku sér við Mrs. Cutbank og gamli maðurinn var kátur og hló dátt að leikjum þeirra. Klukkan að ganga fjögur settu svo konurnar aftur borð sitt a'skipað kökum og sæta- brauði og buðu öllum til kaffi- drykkju. Að því loknu voru borð upp tekin, þvegið upp og öllu raðað niður, skilið við eyrina fögru með þakklæti fyrir glaða dagstund og að endingu bauð Mrs. Cutbank fólkið velkomið aftur þegar næst rynni upp annar ágúst og gamli maðurinn brosti við til samþykkis. Fólkið kvaddi svo þennan fyrsta íslenzka samkomustað á þessum stöðvum með kæru þakklæti fyrir góðar við- tökur á eyrinni fögru og með þá von í brjósti fólgna að koma þarna saman, ef guð lofar, þennan dag næsta sumar; hélt svo hver heim til sín glaður i anda til að byrja á ný hið daglega strit frumbyggjans. 15. ágúst.—Það hafa gengið mikl- ir þurkar og hitar undanfarið. Allir eru að heyja, en engjablettirnir eru litlir ennþá sem von er, grasið i skóginum er bæði mikið og gott, “pevene” og “redtop”, en það verð- ur að slá það með orfi og ljá; það þykir nú seinlegur heyskapur á þess- um tímum. Það er byrjað að slá hveiti á sumum stöðum austur við Dawson Creek, það er sagt að upp- skeruhorfur séu þar góðar, þó kom þar hagl-hríð í fyrstu vikunni af þessum mánuði. Fólk man ekki eftir að það hafi komið þar fyrir áður. Á eftir haglinu, sem stóð stutt yfir og skemdi víst lítið kom steypi regn- skúr, sem stóð yfir klukkutima, afar stórfeld rigning, reglulegt “cloud- burst” sem enskurinn ka’lar það. Sáust vatnsfarvegirnir í ökrunum ofan hæðirnar, eftir þá skúr. Þegar eg fór þar fram hjá 1. september s.l. Þann þriðjudag vaknaði eg klukkan fjögur um morguninn, það var glaðatunglsskin og stormur og ekki mikill kuldi, þó næturnar væru farn- ar að kólna í Peace-River héraðinu. Við Ásbjörn Pálsson og sonur hans Victor lögðum af stað áleiðis til Dawson Creek, frá heimili hans, sem er um fimm mílur suðvestur af Arras P.O., B.C., klukkuna vantaði 10 minútur í fimm og ætluðum við að vera komnir til járnbrautarstöðv- arinnar fyrir miðdag og komum þar rétt um klukkan 11. Ásbjörn átti sjálfur eykið, sem við keyrðum á; eg hafði liBa bið i Dawson, því eg bjóst við að þurfa að ganga til næstu biðstöðvar, sem er Pons Coupe því þar þurfti eg að koma og afljúka dálitlu erindi og vera tilbú- inn að ná í hraðlestina þegar hún kæmi frá Dawson um kvöldið áleiS- is til Edmonton. Eg kvaddi svo Mr. Pálsson, sem eg hafði kynst sem góðum dreng og hjálpsömum ná- granna drengjanna minna og hélt af stað til Pons Coupe. Eg var lengi á leiðinni, það var svona rétt að eg náði til bæjarins áður en stjórnar skrifstofunum var lokað. Eg þekti engann í bænum, en varð að bíða þar þangað til klukkan hálf átta um kvöldið. að lestin kom. Mér hálfleiddist þessi bið, en loksins kom “surtur” og eg var á sömu stundu kominn á stað áleiðis til Edmonton. LeiSinni á milli Daw- son Creek og Edmonton hefi eg að nokkru leyti lýst hér að framan, í þessu greinarkorni og hefi eg þar litlu við að bæta. Það gefur að skilja, að það er ekki gott fyrir ókunnuga að gjöra sér grein fyrir landslagi og stað- hátturn, þó maður sitji í fólksflutn- ingavagni og 'estin fljúgi áfram, enda fullur þriðjungur leiðarinnar farinn að nóttu til og þá situr svefn- inn í öndvegi. Eins og áður er getið um er fallegt landslag á alla vegi að líta frá Daw- son Creek og alveg eins í kringum Pons Coupe; svo er farið í gegnum hrjóstrugt og leiðinlegt landslag, á að giska einar þrjátiu mílur, fer þá aftur að koma hveitiakrar og blóm- leg bygð á báðar hliðar, eg í kring- um Hiths, sem var endastöð þessar- ar járnbrautar þangað ti1 í nóvem- ber 1930, eru akrar og unnið land svo langt sem sjón sér og alla leið langt austur fyrir Grand Prairie, þá fer aftur að taka við hæðóttara landslag og skógarrusl, þegar það tekur enda kemur aftur ljómandi falleg bygð kringum Spirit River, sem er um sjö mílur suður af aðal járnbrautarlínunni og rennur lestin þangað að og svo aftur á bak að aðal línunni aftur. Frá Spirit River hefir veriS byrj- uð járnbrautarlína vestur að merkja- línunni milli Alberta og British Col- umbia, en ekki ennþá verið gerður nothæfur fyrir lesta-umferð, en er aðeins notaður íyrir keyrsluveg. Sýnist það að vera mikið beinni leið en sú, sem farin er enn; að öllum líkindum er þar hrjóstrugra land og þessvegna er líklegt að það hafi ekki verið álitið eins gott gróðafyrirtæki, eins og þar sem járnbrautin er. Nú höldum við áfram austur, og þótt brautin sé krókótt og manni virðist næstum að segja að farið sé í öfuga átt þá er þó ferðinni heitið til suðausturs af því við erum á 'eið- inni til Edmonton. Það er ennþá fallegt landslag og miklir akrar, en bráðum komum við í stóran skóg, seinunninn til akuryrkju. Þegar loksins út úr honum kemur, er því líkast eins og maður sé að fara ofan af heiði á íslandi; við sjáum stórt gil álengdar. Það er “Smókár-gilið”, og okkur er sagt að lestin fari í átta mílna krók til að komast ofan að ánni gegnum hóla og hæðir. Þarna er þá loksins brúin yfir ána. Nú fer lestin sömu vegalengd til baka aftur upp brattar brekkur, “Surtur” greyið blæs þungan, sterk- ur má hann vera fyrst ekki var öðr- um bætt framan á eins og til dæmis á Canada Kyrrahafsbrautinni í gegnum Klettafjöllin. Það var þó biðstöð rétt áður en farið var yfir brúna á ánni. Það er komíð upp á brún á “Smokárgilinu”, nú er orðið vel bjart af degi og nú sést vel yfir á hæðirnar hinum megin. Að þeim, sem mældu út brautarstæðið skyldi ekki bugsast að setja brú hérna beint yfir. Hvað ætli hún hefði orðið löng? Þaö get eg ekki giskað á, sagði Páll Ólafsson. Máske 5 mílur. Hengibrú ? Þetta er ómöguleg hug- mynd. Það verður aldrei hægt að fara beint af einum hálsinum á ann- an, járnbrautirnar verða víst að vera krókóttar eins og ílestar aðrar leið- ir í þessum heimi sýnast að vera. Áfram heldur lestin; það blasir við ljómandi falleg bygð. Það sem lestin var að fara yfir i morgun er líklega það sem kallað er Norður Alberta öræfin, það getur ve1 verið, en það er lítið betra meðfram Lesser Slave vatninu, allur munurinn er að þar eru ekki eins brattar brekkur, líklega einar 80 mílur tómur mosa- gróður og alt einir hólar, ekki þó mjög svakalega stórir og óþrifa spruce skógur og tamraks rusl; það er ljótt land. Sjáðu nú til, það er komið úr fallegu bygðinni, það blán- ar fyrir S'ave vatninu, nú skulum við taka vel eftir. Hér er láglent, hér er víst stundum blautt og hér er akbrautin skamt frá, það hefir líka mátt telja svo tugum hefir skift af bílum hérna á þessu svæði, sem ekki hafa komist áfrarn stundum fyrir for og bleytu. Hefir þá ekki lestinni gengið illa lika? Það hefir stund- um vatnað yfir járnbrautarteinana, en sjáðu, hér kemur stór lest með sand, það er auðvitað verið að bera ofan í brautina eins og gert er í Bifrost, þó það væri nú, þegar bæði C.P.R. og C.N.R. eru búin að fá umráð yfir henni, þá á hún nú að fara að verða í lagi, hvað áem það ^kostar. — Sumstaðar fer lestin al- veg niður í fjöru. Skal ekki braut- in vilja fara í kaf, þegar hækkar í vatninu, ef það er nokkuð 'ikt og Lake Winnipeg, þegar það er að flæða? Það er ekki óliklegt. Hér er ekki álitlegt landslag meðfram þessu svokallaða Slave vatni, þó eru á stöku stað dálitlir engjablettir, já, og eru óslegnir núna 2. september. Skyldi það vera af því að þeir séu of blautir. Hér er biðstöð, fiski- bátar, fangahús, kælihús og hafnar- bryggja. Já, sú er þó íjót! svona léleg hefir þó aldrei Árnes bryggjan verið. Mig undrar að bátarnir skuli geta lent við þetta árans grindaverk. Það hefir, svei því, ekki átt að kosta hér of miklu fé til þæginda fyrir þá, sem þurfa að lenda hérna. Hér á víst að taka vagna með fiski í. Við skulum fara út úr lestinni og sjá okkur dálítið um, en ef lestin skyldi fara á stað á meðan við erum í burtu þá bíðum við bara þangað til næsta hraðlest kemur, en “konsí” er bú- inn að taka farbréfið mitt, það -er bara miðinn í glugganum þar sem eg sat, og hann bara hverfur, þú bara setur á þig sakleysissvip og reynir að segja rétt frá atvikum og ástæðum. Eg kann ekki að setja upp neina hræsnis blæju. Á eg að trúa því og hafa gengið á skóla al'a æfina og þú sýnist vera farinn að eldast. Það er nú svona samt, eg hefi ekki góða trú á hræsninni í heiminum, hún er, held eg, ekki far- sælt veganesti; þar verðum við ekki sammála, eg er þar alveg þvert á móti, og ef þú bara vilt hugsa ofur- lítið þá hlyti eg að geta sannfært þig. Geturðu borið á móti því yfir hugarins þel? Er hún ekki skyrtan, sem mörgum fer svo vel? Hvað kæmust menn áfram ef, mér liggur jvið að segja blessuð líræsnin væri ; ckki með í ferðum. Hún er undir- rót alls ills. Alls góðs, hefirðu æt1- að að segja, hún hefir borið margan manninn upp í valdasessinn í henni I gömlu veröld, og á eftir að gera það enn. Já, og þeir hafa fljótt 1 oltið úr honum aftur. Hvað um það, er á meðan er. Þú ert blátt á- i fram flón, ef þú ætlar að úthúða annari eins leiðarstjörnu og hræsn- ínni. Eg vil ekkert hafa með hana, alt ranglæti hefnir sín á einhvern hátt, annað hvort hérna megin eða hinum megin og hræsnin er undir- rót þess, sem ilt er. Ó, þú ert anda- trúar, þá er ekki von að þú sért góð- ! ur fyrir þessa veröld. Enginn kann tveimur herrum að þjóna, að sagt er, og þá 'íklega ekki tveimur ver- öldum, Eg hefi ekki neitt gaman ! af svona samræðum núna, — en ! þarna kemur garnall karl róandi á j bátnum sínum og ætlar að lenda við jvondu bryggjuna, við skulum fara og tala við hann. Hánn skilur þá j ekki ensku og ekki norsku, en ís- i lenzku, það er ekki til neins, hann 'er bóhemískur og er sjálfsagt góður karl til síns brúks. Bryggjan er al- veg ónýt, en vatnið er fallegt. Lest- in er búin að bæta við sig tveimur fiskivögnum. Hamingjan góða! þeir eru að fara á stað og nú er karl- inn búinn að tina a't upp úr bátnum, —fallegur hvítfiskur—ja, karl grey- ið, guð blessi hann, við skulum koma í snatri. Áfram þýtur lestin; ljótt er landslagið, hólar og fen, fen og hólar og bráðum hverfur Slave vatn- ið sjónum. Það verður ekki mjög langt þangað til lestin fer yfir Atha- baska ána. Er það stórt vatnsfall? Hún er það vist sumstaðar; það er sjálfsagt fiskur í henni, Þarna sést hún straumlaus að heita má, við get- um varla giskað á hvað breið hún er. Það er ekki gott, segjum* að hún sé hérna 200 fet á breidd, þó það sé ekki rétt ágiskun, þá líður enginn fyrir svoleiðis smáræði. Mér finst “Surtur” vera farinn að hlaupa harðara en hann hefir g^rt allan daginn. Hér eru engar biðstöðvar. Þetta er eyðimörk. Hvaða vitleysa, eg sá sögunarmyllu og viðarstafla þarna á milli hólanna. Hvar er þá skógurinn til að saga timbrið úr. Hlann getur verið 10 mílur í burtu, þótt við vitum það ekki. Hér er biðstöð, viðarstaflar, járnarusl, útbúnaður til að koma gripum inn i lestina, hús fyrir þá, sem vinna á brautinni, engin búðarhola. Ætli það sé ekki hægt að fá sér í staup- inu ? Þú getur reynt það ef þú vilt, það eitt er víst, að eg fer ekki með þér í þá leit, eg drekk ekki vín. Og samt þykist þú vera íslendingur. Já og er það líka. Þú lýgur því, það er eg viss um, en eg mundi halda að þú tilhevrðir einhverjum skandinav- íska þjóðflokknum. — Auðvitað, og er hreinn og beinn íslendingur. — Eru þá íslendingar skandinavar. — Vitaskuld, bræður þeirra og systur. —En þú ert samt ekki íslendingur. —Jú, eg er íslendingur og vil ekk- ert annað vera, mér þykir virðing í því að geta sagt að eg sé íslending- ur. — Vel og gott, hérna í næsta vagni er svenskur maður, sem hefir verið að ferðast um Peace River héraðið síðasthðnar tvær vikur eða mánuð. Við skulum fara og tala við hann, og ef hann trúir því að þú sért íslendingur, þá skulum við allir þrír fara og hafa kvöldverð í mat- söluvagninum, annars förum við tveir, en þú verður eftir. — Það skuluin við gera, þann mann hefi eg sannarlega gaman af að sjá, þvi sjálfur kem eg frá Peace River, en mjög líklega úr öðrum stað, því Peace River héraðið er stórt og víð- áttumikið landflæmi, þar sem áin Peace River er yfir átta hundruð mílur á lengd og héraðið dregur nafn af henni. Við skulum koma strax og sjá Svíann. Gu’ Dagen, gu’ Dagen, jeg er íslendingur og mér er sagt að þú komir frá Peace River, líklega frá Donvegen, eða norðan fyrir á. Eg kom frá Peace River Crossing til McLennan með sein- ustu hraðlest og tók þessa lest í dag, og er á leiðinni til Edmonton og svo vegtur til Victoria, B.C. það fyrsta eg Set >V1 vl« komið. — Hefirðu verið að ferðast um norður og vest- ur frá Peace River Crossing. — Já, um tíma. — Á hestbaki, býst eg við. Það eru mest megnis svoleiðis götur þar um slóðir. — Við erum að hugsa um að stofnsetja skandinav- íska nýlendu 50 mílur frá endastöð iNorthern Alberta eða Peace River Crossing járnbrautarinnar. Það landsvæði er ennþá ómælt og eg fer eins fljótt og kringumstæður leyfa til B.C. stjórnarinnar og reyni að fá mæld út níu “townships”. Það svæði hefir okkur hugsast að byrja með. Þetta pláss er ætlast ti1 að verði algjörlega skandinavísk byðg. íslendingar eru víst velkomnir þangað líka, eg meina sem sam- byggjar í þessi níu “townships”. - Vissulega, minn kæri vinur. Mér hló hugur í brjósti. Þarna átti þó vísuhelmingurinn nafnfrægi vel heima, það kom sér vel: hann er al- veg eins og þið, alt er sama þjóðern- ið. Hvernig lýst þér á landið þarna norður frá, spurði eg. Mér líst á- gætlega á það, svaraði Sviinn. Það er framtíðarland, ef það er annars nokkur framtiðarvon nú á þessum sódóma tímum. Mér kom til hug- ar að eg mætti gá að mér ef hann æt'aði að fara að vitna í biblíuna. Eg fór að virða manninn fyrir mér, hann var lágur vexti, þrýstinn um bógana, samsvaraði sér vel en höf- uðið heldur lítið, ennið kúpt, auga- brýrnar frekar stórar, en augun voru skarpleg og lágu djúpt. Ef vel var aðgætt lýstu þau bæði stað- festu og kjark og mörgu fleiru; þar voru auðsjáanlega ekki allar hurð- ir opnar í einu. Er ekki landið alt þakið skógi eins og þegar kemur svo sem 10 til 12 rnílur vestur frá endastöð Daw- son Creek brautarinnar, þar sem eg hefi farið um í sumar? HMei, svaraði Svíinn, það er mikið at því greiðfært með stórum gras- flákum, og skógarbeltum á milli og bæðótt víðast hvar. Eru þá ekki voða háir hó'ar, eins og til dæmis nálægt Fort St. John og Sunset Prairie að sagt er. — Nei, ! það eru mest langar hæðir og smá j dalir á milli þeirra. Menn líta mjög misjöfnum augum á landið, eins og svo margt annað, svaraði eg. Einn kallar hóla og dali, brekkur og börð það sem öðrum finst bara það sem enskurinn kallar “rolling land” eða aðeins lautótt yfir að sjá. Eg tek bara heildina og mér þyk- ir bara landið fagurt yfir að hta. Jarðvegurinn er góður og landið spáir góðri framtíð, ef rétt er með það farið. Það verður önnur hvor járnbrautin lögð vestur að hafi, eða báðar og svo byggja Bandaríkja- menn út frá norðari brautinni, nefni- lega þeirri, sem þetta þitt nýja land- nám er vestur af, járnbraut alla leið til Alaska, svaraði eg. Þá hefir lengi vantað braut þangað. Banda- rikin eru ríkasta og voldugasta þjóð heinlsins og geta gert hvað sem þeirra stórmennum dettur í hug, hvaða stórvirki, sem er. Hvernig hafið þið hugsað að hafa byrjunina á þessari fyrirhuguðu ný- lendu, spurði eg.—Við höfum hugs- að okkur að mynda dálítið þorp sem næst miðjunni á þessum níu “town- ships” þar sem fólkið gæti komið saman fyrst og fremst til að kynn- ast hvert öðru og þar næst til að ráðgast um hvernig ráða skyldi hinu og öðru, sem að þægindum og hags- munum hvers um sig best hentar, til þess að þetta miðstöðvar pláss, sem við svo nefnum, geti, ti1 að byrja með, uppfylt bráðustu kröfur fá- tækra landnema, látum við byggja þarna tíu til tólf bjálkahús af mis- munandi stærðum, með eins miklum þægindum og efni og ástæður leyfa. Þar reynum við að hafa dálítinn bú- skap, svo börnin geti þó að minsta kosti fengið mjólk; þar ætlumst við til að allir, sem koma með þeim á- setningi að verða heimilis uppbyggj- endur á þessu fyrirhugaða land- svæði geti haft bráðabirgðar heim- ili á meðan þeir eru að sjá sig um og mynda sinn eiginn framtíðafbú- stað, hver með annars hjálp. Það verður reynt að hafa þarna kýr til sölu og máske nauðsyn'egustu bús- hluti og matarforða, eftir þvi sem ráð verða til. Með þessu móti hefir okkur hugsast að þarna gæti orðið bæði góð og myndarleg bygð ef fólkið fær þolanlega frjálslega byrj- un og vill nota þá krafta og það vit, sem guð hefir gefið því til hags- Þú GETUR HAFT STERKAR TAUGAR. Það er ótrúlegt, hve fljótt Nuga- Tone gerir veiklaðar taugar afl- miklar. Hafir þú veikar taugar, sért óstiltur og órór, getir ekki sof- ið á nóttunni, þá reyndu þetta á- gæta meðal. Það hreinsar eitur- gerla úr líkamanum, sem gera þig gamlan og ófæran til vinnu langt fyrir stundir fram. Nuga-Tone gefur þér góða heilsu, orku og þrek. Það fæst hjá lyfsölum. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heild- söluhúsinu. muna og uppbyggingar fyrir sína og sinna framtíð. Þeir eiga að forðast það sem þeir eru búnir að sjá að öðrum bygðurn, sem eitt- sinn voru sömu lögum háð, eg meina að byrja og þroskast, hefir orðið að fjörlesti, fjár og heimila strax á unga aldri, að heita má tuttugu og fimm ár er ekki lang- ur partur að sögu eins eða annars bygðarlags hér í þessari, að kal'a má, nýju beimsálfu, auðvitaö eru sumar þeirra búnar að halda 50 ára afmæli og betur til en það, þegar austur og suður dregur, en samt má öll Ame- ríka heita óþroskað ungmenni í þess orðs margvíslegu merkingu. Hvað bergmálar svo saga bygð- anna, við skulum segja tuttugu og fimm ára saga. Mér duttu í hug orðin bans Kristjáns Jónssonar fjallaskálds úr kvæðinu “Veiðimað- urinn”: Einfeldni tál og margs- kyns heimskupör. Menn hafa farið óvarlega, sagði eg, á undanförnum árum, en þeir tímar virðast nú með öllu horfnir, það er búið að sýna sig að búskap- urinn, eins og hann yfirleitt gengur, getur ekki borið það að bændur kaupi $2,500 (tuttugu og fimm hundruð doUara) vagna, eða byggi frá tólf til átján þúsund dollara í- veruhús, mér lýst svoleiðis á það fólk, og ástæður þess, sem nú er að byggja upp Peace River héraðið, að því muni varla verða hætt við að falla fyrir svoleiðis löguðum freist- ingum á komandi árum. Það geng- ur vitfirring næst að slíkt skuli hafa átt sér stað og afleiðingarnar af svoleiðis löguðu ráðslagi og fleiru af slikri tegund geta tæpast orðið aðrar en þær að missa heim- i'in sin, því hver er svo sem eignar- réttur manna hér í þessu mik-la vel- gengninnar landi, sem kallað hefir verið,—bann er næsta lítill, þegar á alt er litið, bújörðin er seld, ef eins árs afborgun undanfellur, það er þá alt. En til þess eru vond dæmi að varast þau, og það er vonandi að fólk, sem nú er að byrja upp á nýj- an stofn, reyni nú af öllum mætti að láta sér farnast vel og henda ekki doUarnum hugsunarlaust, eins og í svo mörgum tilfellum hefir átt sér stað á fyrirfarandi árum—góðu ár- unum, sem nú eru horfin. “Af skaða vér nemum hin nýtustu ráð,, oss neyðin skal kenna hið rétta,” kveður skáldið Steingrímur Thor- steinsson. Það virðist að það megi til að vera svo í mörgum tilfellum. Auðvitað gerðu peninga lánfélögin alt, sem þau gátu á góðu árunum til að ginna bændúr til að taka lán; þá voru allar dyr opnar að peninga- skápum landsins, nú kveður dá'ítið við annan tón, nú er ekki hægt að fá eitt hundrað dollara út á hundr- að og sextíu ekrur, þó landið sé kallað gott hveitiland; nú er landið það sem enskan kallar “worthless” og tólf þúsund dollara húsin einskis metin ef eigandinn þarf að selja landið, sem það stendur á. Það er alvarleg sjón að sjá og kynnast fólkinu, sem nú er að flytja a'lslaust úr góðu bygðunum í Mani- toba og Saskatchewan, sem risu eins og blóm úr eggi fyrir fáum árum síðan og það minnir á þann órjúf- anlega sannleika, að þetta líf er ekki alt léttúðarfullur leikur, þó sumir virðist halda að svo sé, og það verð- ur æfinlega umbugsunarvert að fara vel með gjafir gjafarans allra góðra bluta á tímum velgengninnar, því áraskiftin á blíðu og stríðu virðast vera órjúfanleg á hvað hátt stig, sem þessi svokallaða mentun eða menning tyftir fólkinu. Borgið Lögberg! Háskóli Islands Tuttugu ára starfs-saga. Setning háskólans fór fram 3. okt. í neðri deildar sal Alþingis. Rektor Háskólans, Ólafur Lár- usson prófessor, flutti við þetta tækifæri eftirtektarverða ræðu. í upphafi ræðu sinnar bauð rektor velkominn hinn nýja pró- fessor í sagnfræði, Árna Pálsson. Einnig bauð hann velkomna tvo erlenda fræðimenn, sem hingað eru komnir til þess að halda fyr- irlestra við Háskólann, en það eru þeir próf. A. Jolivet frá Sor- bonneháskóla og dr. Max Keil frá Berlínarháskóla. Þá gat rektor þess, að á tíu ára afmæli Háskólans, haustið 1921, hefði viljað svo til, að hann hefði verið rektor skólans, eins og nú, á tuttugu ára afmæli hanis. Við háskólasetninguna á tíu ára af- mælinu, kvaðst rektor hafa minst nokkuð á hag Háskólans fyrsta áratug æfi hans, væri því vel við eigandi, að halda nú áfúam þeirri sögu. Árttugirnir tveir, sem liðnir væru síðan 1911, er Háskólinn var stofnaður, hefðu varið viðburða- ríkari en nokkrir aðrir tveir ára- tugir í sögu landsins. Aldrei hefðu stórfeldari breytingar orð- ið hér á landi og aldrei jafn mik- ill vöxtur í þjóðlífi voru. En hver hefir orðið vöxtur Háskólans á þessu tímabili? Hefir hann fylgst með eða hefir hann dregist aftur úr? spurði rektor. Fjárveitingar til Háskólans. Þesisum spurningum er auðvelt að svara, mælti rektor enn frem- ur. Háskólinn er ríkisstofnun og fjárlög sýna hversu mikið fé rík- isvaldið hefir lagt fram til stofn- unarinnar. Á fyrstu fjárlölgunum, sem fé var veitt til Háskólans, fyrir fjár- hagstímabilið 1912 og 1913, hefði verið veittar til hans kr. 51,100 hvort ári(5. Tekjur ríkisisjóðs hefðu þá verið áætlaðar kr. 1,577,200 árið 1912 og kr. 1,310,200 árið 1913. Gengu því til Háskól- ans árið 1912 3V\% af áætluðum tekjum ríkisins, en 3.9%. árið 1913. — En á síðustu fjárlögum, sem sett hafa verið, fyrir árið 1932, væru fjárveitingar til Há- skólans taldar kr. 155,399; þar væru þó taldar kr. 2,500, sem Há- skólanum væri óviðkomandi, og væri því hin raunverulega fjár- veiting kr. 152,899. Tekjur ríkis- sjóðs væri á þessum sömu fjár- lögum áætlaðar kr. 11,266,348. Gengi því til Háskólans tæplega 1.36%, af áætluðum tekjum, eða liðlega þriðjungur á móts við það sem til hans var veitt í upphafi. Hér væri því augljós afturför, ekki sízt þe!gar þess væri gætt, að króna vor er nú aðeins liðlega þriðj- ungs virði á móts við það, sem hún var 1912 0 gl913. Húsnæði Háskólans. Þá mintist rektor á húsnæði há- skólans. Háskólinn hefði í fyrstu fengið húsnæði á neðri hæð Al- þingishússins. Var öllum Ijóst. að úr þessu yrði að bæta hið bráðasta, enda skyldi húsnæðið aðeins vera til bráðabirgða. En Háskólinn býr enn við þetta sama húsnæði. Húsnæðismálið hefði verið eitt hið fyrsta mál, sem Háskólaráðið reyndi að fá úr bætt, og oft síð- an hafa verið bornar fram óskir fyrir þing og stjórn um þetta mál. en engan árangur borið til þessa. Ofurlítið hefði virzt birta yfir þessu máli í fyrra, með frV. því, sem þá var borið fyrir Alþingi, en það frv. hefði dagað uppi og ekki bólað á því síðan. Þetta væru framfarirnar í húsnæðismálinu í þessi tuttugu ár. Starfsvið Háskólans. var hið næsta, er rektor mintist á. í fyrstu hefði Háskólinn í raun- inni verið lítið annað en samein- in!g embættisskólanna þriggja að viðbættri heimspekideild, með þremur kennarastólum, einum í heimgpeki og tveimur í íslenzkum fiæðum. Hinir tveir siðasttöldu kennaraskólar hefðu því í raun- inni verið eina viðbótin frá því er áður var. — Fastir kennarar hefði verið ellefu talsins í upp- hafi. Vafasamt væri hvort skóli með svo fáum fræðigreinum gæti borið Háskólanafnið með rentu. Hér hefði því verið mikil þörf á umbótum, fjölgun fræðigreina 0. s. frv. En hvernig er umhorfs nú, eft- ir tuttugu ára starf? spurði rekt- ar. Alt stendur í sömu sporum og stóð í upphafi. Aðeins tveim- ur föstum kennurum hefir verið bætt við, í læknadeild og heim- spekideild, en fræðigreinarnar eru þær sömu o!g voru. Kjör Háskólakennara. Þar bæri að sama brunni. Þar hefði meira að segja orðið stór afturför. Prófessorar höfðu í upphafi 3,000 kr. byrjunarlaun. hækkandi upp í 4,800 kr., en dós- entar 2,800 kr. árslaun. Þessi laun svöruðu til þess, að byrjun- arlaun prófessora væru nú 7,500 kr. og 12,000 kr. hámarkslaun, en dósent 7,000 kr. En prófessorar hefðu nú 4,500 kr. byrjunarlaun, hækkandi upp í 6,000 kr„ og dós- entar 3,500 kr. 0g 4,500 hámarks- laun. Hér við bættist dýrtíðar- uppbótin samkvæmt reglum launa- laganna. títkoman yrði sú, að háskólalaunin væru lægri en byrj- unarlaunin voru 1911.—Háskóla- kennarar hefðu hér nál. helmingi lægri laun en stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum. Mætti öllum ljóst vera, hve skaðlegt það væri fyrir Háskóla vorn, að launa svo illa kennurum. Afleiðingin yrði sú, að þeir gætu ekki helgað Háskólanum óskifta starfskrafta sina. Kjör stúdenta. Eigi varð útkoman betri, er rektor mintist á kjör stúdenta. Ávalt hefði það svo verið hjá oss Islendingum, að margir stúdentar hefðu verið bláfátækir menn. Ríkið hefði því talið sér skylt að styrkja þá nokkuð til namsins1, og hefði þeim peningum jafnan ver- ið vel varið. Árið 1912 og 1913 voru veittar 9,000 kr., hvort árið, til styrktar stúdentum við nám. Þá voru 45 stúdentar við Háskólann, og nam því styrkurihn 200 kr. á ári á mann til jafnaðar. Síðustu árin hafa verið veittar 24,000 í þessu skyni, en stúdentar hafa þá verið nál. 150 talsins, og hefir því styrkurinn til jafnaðar verið 160 kr. á mann, eða fimtungi minni að krónutölu en í upphafi. Þó jafngilda 200 kr. 1912 um 500 kr. nú. Hér er því einnig augljós afturför. Þá mintist rektor á framtíðar- horfur stúdenta, hve mjög þær væru verri nú en 1911, ve!gna þess að verkefni vantaði, en stú- dentaviðkoman færi vaxandi með hverju ári. Þetta væri mjög í- skyggilegt og fullkomið áhyggju- efni. Hér þyrfti eitthvað að gera. ef ekki ættu vandræði af að hljót- ast. Fór ræðumaður all-ýtarlega út í þetta mál og benti á ýmsar leiðir út úr ógöngunum, sem fram undan blasa. Að lokum sagði rektor, að þrátt fyrir alt sem miður hefði farið. hefði Háskólinn sámt unnið sitt verk í þessi tuttugu ár. Hann hefði séð embættismannaefnum þjóðartnnar fyrir nauðsynlegri sérmentun. 270 manns hefðu lok- ið embættisprófi síðan Háskólinn var stofnaður. Og nú væri svo komið, að meiri hluti af þjónandi prestum landsins væru menrt, sem fengið hefðu sérmentun sína hér í Háskólanum. Þessir menn hefðu reynst fyllilega hlutgengir og staðið hinum eldri á sporði er mentun höfðu hlotið annars staðar. Einnig hefði vísindaleg starf- semi, í ritum og rannsóknum, ver- ið miklu meiri hér á landi á þess- um árum, en nokkru sinni fyr, og mætti þakka það Háskólanum fyrst og fremst. Að lokum ávarpaði rektor hina nýju stúdenta og afhenti þeim borgarabréf Háskólans. — Mgbl. Jenny Lind-Kvikmynd. í Bandaríkjunum er nú verið að taka sönga-kvikmynd af æfi hinn- ar frægu sænsku söngkonu, Jenny Lind, er kölluð var “sænski næt- urgalinn” Grace Moore, bezta söngkona Metropolitan óperunnar í New York, leikur aðalhlutverk- ið. — Lesb. MACDONALD'S Eine Gxt Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sina eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír ZIG-JA( með hverjum tóbakspakka Ágætasta vindlinga tóbak í Canada

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.