Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 1
NÚMER 52 Við leiði móður minnar (í BrooTcside.) Kvöldið liljótt. Við leiði móður minnar myndir kallast fram úr hngans djúpi; finst mér eins og heilagt döggfall drjúpi dánar-reit.sins niður hljóðar kinnar. Hérná margan lífs og liðinn dreymdi, — logi kvöldsins friðarhofið haðar. Fleira nam við þenna þögla jaðar þroskans sál en moldareðlið gleymdi. Bautasteinar ristir frónskum rúnum rísa hátt úr sléttu-djúpsins sævi;x geyma þar um margra alda ævi endurblik frá sögulandsins túnum. Sorg og gleði líkjast litlu tári, líkt og dropinn falla í sama liafið. Leiðið prýða himinheiði vafið heiðarrós og fjögrablaða smári. Skamt er bilið milli morgna og nátta, — mistur-hjúpinn vestræn elding klýfur. Þögul kend um þankareit minn svífur: þreyttum syni bráðum mál að hátta. Nóttin hljóð, — í húmi regnið grætur. Hérna blundar orsök minna ljóða. Þar, sem mætast moldir allra þjóða, minningamar eiga dýpstar rætur. Einar P. Jónsson. Rödd að heiman GLEÐILEG JOL! N Hátíða-samkomur í Fyrátu Lút. kirkju • _ Jólanótt, 24. des.— Kl. 7.30—Jólatré og barnasamkoma Jóladag, 25. des.— kl. 11 f.h.—Hátíðar-guðsþjónusta (íslenzk). söngflokkurinn syngur hátíðar-söngva. Sunnudaginn 27. des.— Kl. 11 f. h.—Sunnudagsskóli og æfingar. Kl. 7 e. h.—Konsert sunnudagsskólans— Cantata sungin af um hundrað manns. Gamlárskvöld,— Kl. 11 e. h. — Aftansöngur og bænagjörð. Sunnudaginn 3. Jan.— KI. 11 f. h.—Nýárs-guðsþjónusta (ensk). Kl. 7 e. h.—Nýárs-guðsþjónusta (íslenzk)v Eldri Borgarfirði, 10.—12. nóv. 1931. Kæru Borgfirðingar og aðrir góð- kunninlgjar vestan hafs! Heilir og sælir! Það er nú liðið eitt ár síðan eg skrifaði ykkur mitt síðasta bréf, mætti því ætla að eitt og annað hefði borið til tíðinda á þessu tímabili, þótt ekki sé litið yfir stærra svæði en þetta hérað. Um Borgarfjörðinn læt eg hugann að- eins hvarfla, þegar eg er að rifja upp viðburði frá liðnum tímum. Ekki hefir veðráttan þjakað okkur Borgfirðingum þetta síðast- iiðna ár. Veturinn snjóléttur, hagasæll o!g stórhretalaus. Vorið nokkuð svalt og þurkasamt. Sum- arið alt sólríkt, með óvenjumörg- um blíðviðris- og þerrisdögúm. í vor kviðu menn grasleysi vegna hinna miklu þurka, sem þá gengu, en sá ótti varð ástæðulaus að mestu, því hlýjar relgnskúrir komu við og við í júlímánuði, sem vöktu allan jarðargróða til nýs lífs. Grasvöxtur varð því 'smæilegur að lokum og sumstaðar ágætur. Nýting á heyjum varð svo góð, að heita mátti að hvert strá þornaði af ljánum. 1 þessari dæmalausu árgæzku, þegar saman hefir farið eitt hið bezta veðurfar og að sama skapi bezta heilsa á fólki og fén- aði. þá er það fjárkreppa og at- vinnuleysi, sem fólkinu t verður tíðræddast um. Nú er ekki ís- lenzkri óáran um að kenna, þar sem saman hefir farið gnægð af jarðargróða og fiskisæld. Þessi svo kallaða kreppa kemur hér fram í verðfalli á þeim afurðum, sem land og sjór !gefa. Þess munu varla dæmi fyr, að hvít og þvegin vorull hafi verið seld á 45 aura, en svo var það hér í Vor. Það eru svo að segja þær einu tekjur, sem flestir bændur fá af búum sínum, það sem sauðféð gefur af sér, en á þessu ári var afrakstur þess í óvenjulega lágu verði samanbor- ið við alt, sem inn þarf að kaupa, hvort sem litið er til vinnulauna eða annara heimilisþarfa. Um sláttinn höfðu kaupamenn 45—50 krónur um vikuna, auk fæðis bæði virka daga og helga, og kaupakon- ur 25—30 krónur. Bændur gættu því hófs í kaupafólkshaldi, eftir því sem frekast var unt, þegar það var aulgljóst, að verðgildi heyj- anna nálgaðist ekki þá upphæð, sem kaupafólkið krafðist í verka- Iaun. Hefir sumum bændum tal- ist svo til, að þeir þyrftu verð 60 til 70 dilka til þess að borga tveimur kaupahjúum yfir hey- skaparvikurnar. Það er þetta ó- samræmi í verðlagi, sem veldur, nú sem stendur, nokkru hiki á framförum þeim, sem hér hafa verið á undanförnum árum. Eink- um eru það hinar stærri bygging- ar, sem margir eru deigir við und- ir þessum kringumstæðum. Aft- ur á móti halda menn áfram við jarðræktina á þann hátt, að breyta mýrum og móum í véltæk tún. í Bargarfjarðarsýslu voru sléttaðar í sumar nokkuð á 6. hundrað dag- sláttur með drátarvélum. Mýr- sýslingar sléttuðu líka mikið, en þó eitthvað minna. Hér hefir aldrei verið unnið jafnmikið að túnrækt sem í þetta sinn, sem sýnir það o'g sannar, að menn lifa í góðri von um þa-ð, að fá, þó að seinna sé, full laun verka sinna. Engin jörð spratt hér eins vel í sumar sem hin .nýræktuðu tún. Voru þess dæmi, að 2.0 hestar voru af dagsláttu, og jafnvel meira. Telja nú hinir bjartsýnustu bænd- ur mestar líkur til þess, að innan fárra ára verði ei átt hér við hey- skap á óræktuðu landi. Ekki leggja bændur hér eins mikla stund á það, að auka ræktun mat- jurta, en flestir hugsa þó um það að gróðursetja það mikið af þeim, sem nægir til heimilisþarfa. Það skortir líka flesta bændur vinnu- kraft til þess að leggja stund á það, að rækta matjurtir til út- sölu, þótt oftast megi vænta hér eftir góðri uppskeru, þar sem öll hirðitíg á sáðreitum er í góðu lagi. Hið sögulegasta og merkilegasta úr þessu bygðarlagi, er í sambandi við Reykholt og hinn nýja Reyk- holtsskóla, sem tók til starfa fyrsta vetrardag nú í haust og var vígður 7. nóvember síðastlið- inn. Saga þessa héraðsskóla Borg- firðinlga, hefst með komu Sigurð- ar Þórólfssonar hingað í Borgar- fjörð. 1905 keypti hann Bakka- kot í Bæjarsveit, er Sigurður nefndi Hvítárbakka, og réðst þá í 'það að byggja þar upp, fyrir eig- in fé, og setja þar á stofn skóla, sem þá nefndist Lýðháskóli. Með miklum dugnaði og viljaþrótti kom Sigurður skóla þessum í það horf, að hann var af mörgum tal- inn hin nauðsynlegasta stofnun og gagn og prýði héraðsins. Sigurð- ur var bæði hagsýnn og sparsam- ur og gætti hinnar mestu varúðar í því að eyða engu yfir efni fram. Var hann ungum mönnum til fyr- irmyndar í þeim efnum. úr flest- um sýslum landsins komu nem- endur til Hvítárbakka í tíð Sig- urðar. Þe'gar Sigurður hafði starfað við þennan skóla með elju og dugnaði um fimtán ára skeið, var hann orðinn svo bilaður á heilsu, að hann neyddist til að hverfa frá því starfi, sem hann hafði beitt sér fyrir af alhug. — Réðust þá nokkrir málsmetandi áhugamenn héraðsins í það, að stofna hlutafélag, sem keypti Hvítárbakka og hélt þar skóla með líku fyrirkomulagi og Sigurður hafði byrjað á. í höndum þessa hlutaféla'gs fór hin fjárhagslega afstaða skólans að verða örðugri en áður, meðan hann var eins manns eign. Samt voru þar jafn- an ágætir kennarar og skólinn full- ur á hverjum vetri, eins og rúmið frekast leyfði. Jókst þar líka með hverju ári fjölbreytni í náms- greinum. En hús skólans voru bæði köld og ófullnægjandi nú- tímakröfum. Fyrir nokkrum ár- um komst það mál á dagskrá hér í Borgarfirði, að flytja þennan skóla á einhvern annan stað, þar sem hann yrði hitaður upp með hveravatni og hveragufu. Eftir miklar bollaleggingar urðu flestir ásáttir með það, að velja Reykholt fyrir skólastað. Réði þar mestu um, ekki einungis hverahitinn, heldur hinn mikli frægðarljómi, sem hvíldi yfir þeim stað fyrir margar hluta sakir, þótt þar bæri hæst á Snorra Sturlusyni. Nú var það hið íslenzka ríki, sem gekk í lið með héraðsþúum að koma þessu máli í framkvæmd. Sam- skot voru hafin af ungmennasam- böndum héraðsins og söfnuðust á þann hátt 20 þús. krónur. Sýslu- nefndir Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu lögðu fram 60 þús. krónur, en að öðru leyti hefir skólinn ver- ið reistur af fé ríkisins. Þetta skólahús er hið veglegasta hús, esm reist hefir verið hér í Borg- arfirði; alt úr steinsteypu. Það stendur á hól þeim, sem kendur er við Snorralaug, sem er aust- anvert við hólinn. Alt er húsið upphitað með vatni frá hver þeim, sem Skrifla nefnist, og er það leitt heim í lokræsi því hinu sama, sem Snorri Sturluson lét gjöra til þess að fá vatn heim í Snorralaug. Þá er líka gufuleiðsla heim frá hvern- um, sem á að fullnægja skólanum að mestu leyti til eldamensku. Alt er húsið uppljómað rafljósum og að því leyti sem gufan fullnægir ekki til eldamenksu, kemur raf- ma'gnið þar til viðbótar. Rafvirkj- unin er tekin með vatnsafli úr lækjum, sem falla niður af hálsin- um sunnanmegin Reykjadalsár, hjá Vilmundarstöðum. Eru þrír bæir í sameiningu um þá rafstöð, sem eru Vilmundarstaðir, Stein- dórsstaðir og Reykholt. Á neðstu hæð skólahússins, er stór sund- laug, sem veitt er í vatni, sem hita má eftir vild með hveravatni. Lofthvelfingin yfir sundlaúginni er, sem önnur herbergi hússins, uppljómuð rafljósum. Þá vil eg nú hér næst lýsa hinni hátíðlegu vígsluathöfn þessa glæsilega skólahúss. Laulgardag- urinn 7. nóv. var bjartur og blíð- ur, frostlaust veður, logn og sól- skin. Bifreiðarnar fóru að streyma að Reykholti, ein eftir aðra, þeg- ar á daginn leið; kl. 5 e. m. átti hátíðin að ’byrja. Var þá saman kominn fjöldi fólks, áætlað um 500 mann.s Vígslan hófst með því, að hópur stórmenna, með dómsmálaráðherra Jónas Jóns- son og fjármálaráðherra Ásgeir Ásgeisson í broddi fylkingar, köst- uðu sér í lau'gina, sem var barma- full af silfurtæru vatni. Voru 15 manns í lauginni í einu og þreyttu þar sund góða stund. Þótti það hin mesta skemtun að sjá þessa garpa, flesta ágætlega sundfæra, leika sér þarna í skini rafljós- anna. Að sundinu loknu hófust ræðuhöld í leikfimishúsi skólans, sem er 18 metra langt og 9 metra breitt. Voru bekkir um þveran salinn, en ræðustóll og pallur fyr- ir söngmenn fyrir gafli. Var sal- urinn troðfullur af fólki. Þessir fluttu ræður: Andrés Eyjólfsson bóndi í Síðumúla, formaður skóla- nefndar; Jónas Jónsson dóms- málaráðherra, Ásgeir Ásgeirsson Jólabæn Eftir Richard Beck. Brostu stjania blessaðra jóla lielkalt hjarnið yfir; rósir frostsins, feigðar-bleikar, vef þú geisla-gliti! Beindu stjarna blessaðra jóla öllum veg, sem villast; sæfarendur, vonar-vana, ileiddu heila’ af hafi! Berðu stjama blessaðra jóla hugfró öllum hreldum; vek oss gleymnum, gnægta-s j ukum, bróðurást í barmi! Bræddu stjarna blessaðra jóla hjartans klaka kyngi; lirind oss blindum höfga’ af augum sannleiks veg að sjálum! fjárm.ráðherra, Freysteinn Gunn- arsson skólastjóri, Bjarni Ásgeirs- son alþingismaður, séra Svein- björn Högnason alþingismaður, Guðm. Björnsson sýslumaður, Pálmi Hannesson rektor, Friðrik Þorvaldsson form. ungmennasam- bands Borgarfj., Sigurður Féld- sted bóndi í Ferjukoti, Vigfús Guðmundsson gestgjafi í Borgar- nesi, Jón Silgurðsson bóndi á Haukagili, séra Eiríkur Alberts- son á Hesti, Kristinn Stefánsson skólastjóri í Reykholti, séra Ein- ar Guðnason í Reykholti, Þórir Steindórsson kennari í Reykholti, Helgi Hjörvar form. útvarpsráðs- ins í Reykjavík og að síðustu Gísli Guðmundsson ritstjóri Tímans. — Flestir þessir framantöldu ræðumenn eru þjóðkunnir menn og frægir af mentun og mælsku. — Kvæði fluttu: Halldór Helga- son skáld á Ásbjarnarstöðum og Sigurður Jónasson frá Bjarteyj- arsandi á Hvalfajrðarströnd, einn af nemendum skólans. Söngflokkur sá, er nefnist “Bræðurnir”, skemtu með söng, undir stjórn Bjarna Bjarnasonar á Skáney. Voru þeir allir, sem í þeim flokk eru, næstu da'gana fyr- ir hátíðina, að æfa nokkur lög, sem sungin voru. Meðal annars voru sungin þrjú nýort vígslu- kvæði, eftir Halldór bónda á Ás- bjarnarstöðum, Kristleif bónda á Stóra-Kroppi og Andrés bónda í Síðumúla. Við tvö þeirra voru ný lög eftir Emil Thóroddsen píanó- leikara í Reykjavík og Björn Jak- obsson organista á 'Stóra-Kroppi. — Síðasti þáttur skemtiskrárinn- ar var dans, sem var stiginn alt til morguns. Að ræðunum loknum hélt skólanefndin boðsgestum sín- um veizlu. Voru það um 70 manns, sem sátu þar að borðum í einum sal. Gjafir bárust skólanum, o!g má þar fyrst tilnefna tvö gylt horn, eftirlíking af tveimur gullhornum, sem fundust á Suður-Jótlandi fyrir nokkrum öldum. Eiga þau horn mjög merkilega sögu, og eru talin smíðuð ekki síðar en á fimtu öld e. Krist, eftir letri því að dæma, sem á þeim stendur. Eru þessi horn hvorutveggja í senn, minjagripir og skrautgripir Þá gafst skólanum enn fremur fagurt málverk af Eiríksjökli, tekið frá Húsafelli. Báðar þessar merkilegu gjafir voru frá Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra. Þá hafði Vig- fús Guðmundsson í Borgarnesi safnað og gefið 500 kr. til hljóð- færakaupa handa skólanum, og við þá upphæð bættust nokkur hundruð króna frá gestum skól- ans hátíðarkvöldið. Þess má líka geta, að heillaskeyti bárust skól- anum þetta kvöld, bæði frá skólum og einstökum mönnum. Hátíð þessi fór vel og siðsamlega fram og var að öllu leyti hin ánægju- legasta. , Skólastjórinn í Reykholti, Krist- inn Stefánsson, er prestaskóla- kandídat, ættaður úr Fljótum í Skagafirði. Aðrir kennarar við skólann eru: Þórir Steinþórsson, bóndi í Reykholti; flútti hann norðan úr Mývatnssveit í vor; hann er dóttursonur Jóns Sig- urðssonar alþingismanns á Gaut- löndum. Þorgils Guðmundsson, bóndi í Reykholti, frá Valdastöð- um í Kjós, og séra Einar Guðna- son, prestur í Reykholti. Þetta eru alt prýðilega mentaðir menn, vel virtir og í blóma lífsins. Gef- ur það því beztu vonir um það, að skólavist í Reykholti undir stjórn slíkra kennara, verði unglingum menningarvegur á einn og annan rátt. Nú eru 57 nemendur þar á skólanum. Hinar miklu bifreiðaferðir auk- ast ár frá ári hér um Borgarfjörð eftir því sem akvegir lengjast. Að og frá Reykjavík má nú fara héð- an á bifreiðum hvort heldur vill um Kaldadal eða um Hvalfjarðar- strönd, inn fyrir Hvalfjörð og um Kjalarnes; héðan eru óslitnir bif- reiðavegir til Borgarnsss og Stykk- ishólms, Bárðardals og norður í Þingeyjarsýslu. Þessir miklu veg- ir, eru búnir að gjörbreyta svo háttum landsmanna, að öll ferða- lög og vöruflutningar fara fram á bifreiðum. Flestir bændur eiga þó enn þá vagna og vagnhesta, sem að eins eru notaðir við akstur heima við bæinn, en eftir flutn- ingsbrautunum þora menn naum- ast að fara með hesta sökum hinna mörgu bifreiða, sem þar þjóta aft- ur og fram alla daga. Nú eru bændabýlin líka hætt að anna því, að fullnægja þörfum hinna mörgu sumargesta, sem freðast hér. Var því settur upp gististaður í Reykholti í sumar í hinu nýja skólahúsi. Verður það svo að líkindum í framtíð, að þar verða bæði veitingar og gisting fyrir sumargesti. Bætir það mil^- ið úr brýnustu þörfum, þótt fleiri gististaðir þyrftu að koma í hér- aðið, ef allra þörfum yrði full- næ'gt í þeim efnum. Frá 7. júlí til 20. sept. komu 713 bifreiðir að Húsafelli, sem fóru um Kaldadal. Þó voru ótaldar þær, sem fóru þar um er menn voru þar í svefni að næturlagi, á því tímabili. Á sama tíma fór fjöldi bifreiða fyr- ir Hvalfjörð að og frá Reykjavík. Af þessu má sjá, hve mikill mann- fjöldi ferðast hér um Borgarfjörð. Nokkrir kaupstaðabúar kjósa þó fremur að ferðast fótgangandi, og þótt það kosti þá meira erfiði, not- ast þeim betur að öllum þeim ynd- isleik, sem íslenzk náttúra hefir að bjóða upp á, svo sem blómailm, lækjarnið, fuglasöng, að ógleymdu hinu dásamlega víðsýni til hinna fögru fjalla. — Eg vil minna alla góða vini mína á það, sem koma hingað heim vestan yfir hafið, að binda sig ekki að öllu leyti við bifreiðarnar. Þær eru fljótar í j ferðum, en þær bygja líka oft fyr- ir það, sem bezt er og fegurst við íslenzka sveitasælu. Þess má enn fremur geta, í sam- bandi við Reykholt, að miklar lík- ur eru til þess, að þar verði haldn- ir í framtíðinni fundir til þess að ræða ýms stórmál, sem varða bæði lærða menn og leika. Byrjaði það strax í sumar, að hópur presta hélt þar samkomu til þess að ræða kirkjumál. Byrjuðu þeir fundarhaldið með messugjörð og altarisgöngu. Á fundinum voru þessir prestar; Einar Guðnason í Reykholti, Eiríkur Albertsson á Hesti, Þorsteinn Briem á Akranesi, Einar Thorlacöus, í Saurbæ, Björn Magnússon á Borg, Árni Þórar- isnsson í Stórahrauni, Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, Jón Guðnason á Prestsbakka og Sig- urjón Guðjónsson í Saurbæ að- stoðarprestur. Þessi prestasam- koma stóð yfir sunnudag, mánu- dag og þriðjudag. Voru þar bæði fyrirlestrar og umræðufundir með lífi og fjöri. Af því að slík fundar- höld hafa verið næsta fá meðal íslenzkra presta, þykir mér vert að geta hér þessarar samkomu. Og þar sem saga hinna eldri Reyk- holtspresta er1 að mörgu leyti merkileg, á það vel við, að í Reyk- holti séu háðir slíkir kirkjumála-’ fundir, enda mun það í ráði að svo verði gjört í framtíðinni. Út úr þeim byggingum, sem nú standa í Reykhotli, má lesa sögu bæði gamla og nýja tímans. Kirkj- an stendur enn þá í sínum stað, þar sem hinir eldri menn eiga margar minningar um hina höfð- inglegu og mælsku presta, sem þá sátu Reykholt, en sem hvíla þar nú við hlið sóknarbarna sinna undir grónum leiðum. Torfbær- inn gamli, í hinum forna íslenzka stíl, stendur enn. Þar eiga líka hinir eldri menn margar endur- minningar frá ýmsum tímum um skemtilegar heimsóknir til hinna 'gáfuðu húsráðenda. Yfir þessar fornu byggingar gnæfir nú hið nýja skólahús. Þangað horfir nú æskan með hinar björtu framtíð- arvonir, meðan gamla fólkið horf- ir um öxl og rifjar upp endur- minningar frá löngu liðnum tím- um. Nokkrar nýjar byggingar, auk Reykholtsskóla, hafa risið hér upp á þessu ári; má þar til nefna tvö nýbýli í Bæjarsveit. Annað þeirra er bygt á Þingneslandi, af Magn- fríði, ekkju Jóns Hjálmssonar. Hún er dóttir Magnúsar G. Waag- es frá Snartastöðum. Magnús er enn á lífi og vann mikið að smíði þessa húss hjá dóttur sinni. Þá bygði Björn Blöndal, sonur Jóns Blöndals læknis, býbýli á Lau'gar- hólnum, billi Bæjar og Laugar- holts. Það hús er hitað upp með lauginni, sem þar er við hólinn. í þeirri laug var háður hinn fyrsti sundskóli, sem nú er kunnugt um hér í Borgarfirði. Var það 1872? Þar var þá sundkennari Björn Lúðviksson Blöndal, móðurfaðir þessa Björns, sem þarna nemur nú land. Eg hygg að þrír nem- endur frá þessum fyrsta sundskóla (Framh. á bls. 16.) 017 Landabréfið Eg á mér lítið landabréf, 1 lögun eins og gamalt stef, Er norrænt skáld, með nauman tíma, Um nœtur undi við að rima. Unz stríð og raun í stuðlum sást, Og stolt og þrek—og dulin ást. Hér alt ber vott um innra stríð Og wmbrot þung á fyrri tíð. —Uví feiknir élds, i iðrum jarðar, Hér eiga rök frá hnjúk til fjarðar. Þér hraun og jökull hugar frýr.— Svo hátturinn er ærið dýr. Á þessum stöðvum styrmir kalt.— Hér stefndi hrönnum norðrið alt Að lágri strönd um langan aldur. —Því lýsir þessi hvíti faldur,— Þó sigri hrósi hátturinn, Er hugraun blandinn ómurinn. Þú stolta litla landabréf, Sem Ijóst, en kjarnyrt norrœnt stef, Þú birtir skóla’ á bruna-hnjótum, Og bæi fram með “jökul-rótum.” —Og vermireiti, vita’ og söfn. —Og vélur öllu klassisk nöfn! Að byggja þessa eyði-ey Við úthaf nyrst—og skelfast ei Þá afneitun á ytri gœðum, Og einangnm frá sjónar-hœðum, Það heim ti þrek og þol og dáð, Og þúsund skáld “af drottins núð”. Það heimti ást i innstu leynd, Sem eykst við hverja sára reynd, Unz þjóðin hjarta hefir fundið, Og hjartans lögum trygðir bxmdið. —Þú eyja smá, það er mín trú, Að ékkert laxid sé dáð sem þú. JAKOBÍNA JOHNSON.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.