Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 6
Bla. 14. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1931. Jólagleðin hans Egils “Ha, ha, ha, nú var mér skemt.” Hann hnykti höfðinu aftur á bak, skelti á kné sér og skellihló og réði sér varla fyrir kæti. “Þetta var svei mér gaman, ha, ha, ha.” Og hann hló í sífellu. Þetta reyndi á hann og hann var farinn að fá verki utan um sig af áreynslunni og óhljóðunum svo hann reyndi að þagga niðri í sér hláturinn, en óðar, er hann var búinn að ná sér al- mennilega kitlaði hugurinn hann á ný og hann byrjaði aftur á sama lag- inu, öðru stigi hærra. Anna starði á hann alveg undrandi og forviða. Hún hafði aldrei verið eins hissa á æfinni nema í eitt skifti áður, þegar Björn heitinn maðurinn hennar bað hennar. Hún var alveg steinhissa og skildi ekkert í þessu. Hann Egill bróðir hennar að láta svona eins og flón eða einhver ær- ingi. Hann, sem var alt af svo hljóður og fámálugur og lét á engu bera. Þannig hafði hann ekki hlegið síðan að hann var ærslafullur strákur og hafði gjört eitthvert prakkarastrik, sem hann stærði sig af. Hún tók eftir því að hann var með stóran böggul og var ekki alveg laust við að hún yrði ofurlítið forvitin um innihald hans. Það var búið að kaupa allar nauðsynjavörur sem með þurfti til hátíðarinnar, og jólin voru næsta dag. Hvernig stóð á því að hann skildi vera að álpast með svona stóran böggul með sér. Meðan Anna var að brjóta heil- ann um alt þetta var Agli litið til hennar, og var hálf kýmileitur þeg- ar hann sá hvernig hún horfði á hann. “Hefðirðu verið læknir, Anna min, hefði eg veriö hræddur við önnur eins augu og ályktanir, en þú þarft ekkert að óttast, eg ér heill bæði á sál og líkama, en það er nú öðru máli að gegna með aumingjann hann Antonio. Við skemtum okkur víst aldrei saman íramar. Við þessi orð stóð hann upp tók böggulinn með sér og gekk inn í innri stofuna. Hávarður var annar nágranni Egils og var enskur í föðurættina. Þeir höfðu verið samtíða á skóla þar í sveitinni og notið vanalegrar al- þýðuskólamentunar og útskrifuðust þaðan um sama leyti. Sem strákum » hafði þeim aldrei almennilega kom- ið saman og með uppvaxtarárunum hafði þetta ekkert lagast. Hávarði gekk vel lærdómurinn og var fljótur til svars. Hann var töluvert upp með sér og hugðist að hafa marga yfir- burði fram yfir félaga sína. Þetta þoldi Egill illa, alt yfirbragðssniö var honum ógeðfelt og þá kom þessi keskni í hann. Þá var hann fullur af hrekkjum og alls konar stráka- pörum tilbúinn til þess að stýfa af hinum f jaðrirnra. Ekki hafði hann verið eins fljótur að færa eins og Hávarður, en hann hafði þann á- gætiskost, sem ekki er öllum með- fæddur, sjálfstæðar hugsanir sam- fara góðri dómgreind. Hefðu nú allir prófessorar komið sér saman um að sýna honum í margflæktu máli að hvitt væri svart, að maður- inn ætti fiskinum hrygginn að þakka, apanum vaxtarlagið og sjálfum sér vizkuna, hefði þeim samt aldrei tek- ist að sannfæra Egil. Hann hefði aðeins horft á þá góðlátlega uin stund og látið þá rausa sig hása og ekki lagt orð í belg. En þegar þeir voru farnir að fá sér málhvíld hefði honum kannske orðið að orði: “Jæja, vinir mínir, þið hamist eins og apar, hugsið eins og fiskar og blásið eins og vindurinn, en hvar er' mélið, herrar minir, hvar er mélið? Hávarður var utskrifaður af há- skólanum og var við kenslu í borg- inni. Auminginn hann Egill var ekki nema réttur og sléttur bóndi. Það datt engum í hug að aumka Egil né skoða hann aumingja nema Há- varði; hann aumkvaði hann af þvi hann var við stritvinnu og landbún- að. Hann sat hvorki við íallegt skrifborð eins og hann, allan daginn, né var heldur á söngleikjum á kveld- in og las helztu heimspeki mann- anna, sem hann kunni utan að eins og rit Shakespeare’s Hvað mikið, sem hann skildi af öllum þessum fjölda og gat rökstutt með eigin hugsunum og orðum, kom ekki mál- inu við. Hlann ætlaði nú heim um jóla- Ieytið og heiðra sveit sína með komu sinni og dvelja hjá foreldrum sínum yfir jólafríið. Hann hafði skrifað heim og beðið að mæta sér þann 24. desember á járnbrautarstöðinni. Nú vildi svo illa til að bróðir hans hafði orðið fyrir slysi og meiðst eitthvað í handleggnum og gat þvi ekki keyrt og bað Þorbjörn nágranna sinn að fara í sinn stað. En svo fór fyrir Þorbirni að hann gat ekki komið bílnum sínum af stað. Þorbjörn sá að þetta dugði ekki, svo hann fór til Egils og bað hann eins og guð sér til hjálpar að fara fyrir sig, því að hann kæmi engu tauti við bíl skömmina. Hann vissi líka að Egill var binn að fá sér nýjan bíl, 1928 Ford og gljáði á hann eins og sela- húð og honum Hávarði væri víst' engin smán að keyra með honum í slíku fartæki. En hverjum hefði getað dottið í hug að hann mundi fara með hann Antonio ? Nú víkur sögunni að Antonio og er víst mál komið. Antonio var fyr- irmyndar bíll á sinni tíð, en sá tími var löngu liðinn. Nú var hann elzti billinn þar um slóðir. Það var ekl:i laust við að sumir bændurnir öfund- uðu hann Egil allra fyrst þegar hann brunaði fram hjá í honum Antonio 4 þessari fljúgandi ferð. Marga stund- ina hafði Egill hagnýtt sér og geta notið í næði með hjálp og viðleitni Antoniusar. Þeir voru líka orðnir hvor öðrum svo vel kunnugir og samrýmdir að þeir skildu hvor ann- an orðalaust. Þegar Egill var eitthvað önugur eða reiður, þá urraði og brakaði og rumdi i Antonio; þegar lá vel á Agli, þá ískraði bíllinn, skrækti og skjögr- aði nærri máttvana á afturhjólunum; en þegar lá illa á húsbónda, þá grét bíllinn, þó að það væri ekki nema “gasólíns” tár, þá voru þau hræsnis- laus og komu frá viðkvæmu hjarta. Antonio hafði hvílt sig vel þetta sumar og setið undir þaki svo ekki kæmi regn ofan á hann. Hann var heldur en ekki hissa þegar hann opnaði augun og sá húsbónda sinn vera að stumra yfir sér og segja sér að hann þyrfti endilega að skreppa til kaupstaðarins. Eftir dálítið sam- tal ekki alveg hávaðalaust var það útkljáð að svo skildi vera og þeir komnir af stað. Það gekk dálítið skrykkjótt í fyrstu en svo fóru þeir rambandi og raugandi með mikilli háreysti í áttina til kaupstaðarins. Þegar Hávarður steig niður af járnbrautarlestinni skimaði hann í allar áttir eftir bróður sínum, en kom hvergi auga á hann. “Það hef- ir eitthvað tafið liann; hann kemur bráðlega, hugsaði hann með sér. Kunningjar hans, sem voru þar við- staddir komu og heilsuðu honum með virktum og\ óskuðu honum gleðilegra jóla. Svo hurfu þeir smám saman í burtu og hann var einn eftir á pallinum. Hann var orð- inn leiður og órólegur að biðinni og gekk fram og til baka til að halda á sér hitanum. Alt í einu heyrir hann einhvern gauragang og sér hvar Egiil kemur í honum Antonio og stefnir beint að járnbrautarstöðinni og stansar þar fyrir framan hann og stekkur úr bílnum upp á pallinn og heilsar komumanni með handabandi og biður hann afsökunar á því að hafa komið í seinna lagi. Hlávarður roðnaði dálítið og spyr fremur byrstur því bróðir hans hefði ekki komið. Egill svarar því ósköp hóglega að bróðir hans hefði ekki getað komið, og hann vonaði að hann hefði ekkert á móti því að fara méð sér, og það.væri nú bezt að flýta sér, því það færi óðum að rökkva og ekki veitti af tímanum; hann þyrfti líka snöggvast að bregða sér inn í búðina þar í kaupstaðnum, en það myndi ekki tef ja hann lengi. Hávarður litaðist um í allar áttir til þess að vita hvort sér væri nokk- urrar bjargar von, en allir kunningj- ar hans voru farnir heim og hann sá að hann yrði því að sætta sig við þann neyðarkost að fara með Agli, ef hann ætlaði að komast heim þá um kvöldið. Egill sat i bílnum og beið eftir Hávarði. Hann kom loks- ins og steig hálf snúðugur upp í bíl- inn og settist niður í baksætir. Svo var keyrt upp að búðinni og fór Egill þangað inn og leið góður hálftími áður en hann kom þaðan út aftur. í millitíðinni sat Hávarður í hon- um Antonio og var fagurrjóður í framan; þeim sem fram hjá gengu var starsýnt á hann. Honum leið ósköp illa og mundi ekki eftir að hafa skammast sín eins mikið á æf- inni eins og nú, að sjást þarna í bíl- ræflinum hans Egils. Honum væri það maklegt að eg skildi hann eftir, og það mundi eg gjöra, ef eg kynni að keyra þenna bíl. Þegar hann er í þessum hugrenningum sér hann hvar Egill kemur með stóran böggul undir handleggnum. “Nú leggjum við strax af stað heimleiðis; maður verður svei mér feginn góðum kaffisopa eftir alt þetta skrölt. Það kemur sér vel að við getum tekið af okkur krók hér og þar yfir sléttuna og verðum ekki lengi að ná í háttinn.” Þeir kvöddu bæinn með miklu glamri og glymjanda; hver skrúfa og nagli iskruðu og pískruðu eftir hæfileikum. Egill var hinn kátasti og skrafhreifinn í meira lagi. Hþvarður reyndi að stilla 'sig og dylja gremju sína svo að Agli gæfist ekki kostur á að gleðjast yfir því hvernig honum liði innan brjósts. Hann var því eins hæverskur og hon- um var unt. Þeir keyrðu svo þegj- andi um stund. Það reyndi líka á róminn að láta heyrast til sín og hvor hafði nóg með sig. Egill við hjól- ið og þá ekki síður Hávarður i bak- sætinu. Þeir voru nú nærri komnir heim og fóru út af brautinni yfir engið. “Það eru skrítileg áhrif, sem jólin hafa á mig, annars,” sagði Egill. “Mér finst eg vera orðinn unglingur í annað sinn. Hér komum við að stöku tré. Eigum við ekki að leika okkur—‘allir í kring um einiberja- runn.’ ” Um leið tók hann á sig sveiflu í kring um tréð. “En hvað hér er alt óslétt. Manstu eftir vís- unni, sem við vorum vanir að syngja þegar við vorum í skóla?” Rock-a-bye baby in the tree top Wlhen the bough bends, the cradle # will rock; When the bough breaks the cradle will fall Down will come baby cradle and all. Nú er að duga eða drepast hugs- aði Hávarður, þegar þeir nálguðust skurðinn, sem Egill þurfti að komast yfir, er lá skamt frá heimili Há- varðar. Hann þóttist eitthvað vera að fálma til þess að ná sér góðu haldi og greip um herðar Egils helj- artaki og þeir ultu báðir eins og tunnur ofan í skurðinn, en Antonio lenti hinum megin og lá þar hreif- ingarlaus og margbrotinn. Ertu nokkuð meiddur, lagsmaður ? spurði Hlávarður Egil. Nei, þakka þér fyrir, segir Egill, um leið og hann stendur upp og burstar sig. En hvernig líður þér, Hávarður? Vel, þakka þér fyrir, svarar hinn. Þeir gengu þegjandi spölkorn, þar til að þeir komu að heimili Hávarðar, þar bjóða þeir hvor öðrum góða nótt. “Það er leiðinlegt að þú skulir þurfa að fara fótgangandi, Egill minn,” segir Hávarður vinalega. “Ekki er nú leiðin löng,” mælti Egill, “og mun mig hvergi saka.” Anna kallaði á Egil framan úr stofunni. “Komdu hingað.” Anna var að búa til kaffið og láta jóla- brauðið á borðið, því það var kom- ið fram yfir miðnætti og blessuð jólin voru nú komin. Þegar hún gengur inn í stofuna, kemur Egill á móti henni með bögg- ulinn og réttir henni hann. Það eru eintómir hnútar á honum, það er bezt að þú fáir að leysa þá. Anna tekur við bögglinum hálf fejmnislega og slítur af honum böndin. Það færðist roði í kinn- arnar á henni þegar hún sér hvað í honum er. Ekki nema það þó! Ljómandi fallegur, svartur silkikjóll prýddur kniplinga-kraga og hvítum bryddingum, og svo buxur og slopp- ur og nýir skór, og lítill bíll og rokkur handa Nonna litla, drengn- um hennar. Anna horfði á Egil með gljáa i augunum. “Egill, þvi varstu að þessu ?” “Hm,” sagði Egill, “hm, eg gladdi þig hvorki á jólunum í fyrra né heldtrr jólunum þar áður. Mér fanst ekki úr vegi að breyta vitund til i þetta sinn.” L. B. B. Með hverju ári fjölgar þeim háskóla- 0g miðskóla- stúdentum, sem innritast í þennan mikla skóla. Margir þeirra koma frá öðrum fylkjum en Manitoba, svo sem British Columbia, Alberta, Saskatehewan, Ontario, North Dakota og Minnesota Meiri hluti þeirra, sem ganga á verzlunarskóla í Winnipeg, ganga í Success skólann, vegna þess, að vorir stúdentar verða betur hæfir fyrir viðskiftalífið, bæði hvað snertir mentun 0g persónulega framkomu. Einnig vegna ráðningaskrifstofu vorrar, því að frá’ henni fá 2,000 félög í nágrenninu skrifstofufólk sitt. W. C. ANGUS, C.A Principal D. F. FERGUSON President and Manager r====PtAii:£rrrPANCí MARSLE SrTHE riNIZH '---^TÍOP.E THANSOO DAYSCHOOL SIVVENTS.IIUKIVAL AZTEtJDAVCB. ASSSICSlfD IHTHE COUEGE '---^ AODITORIUM FOR AIECTVRE VELIVEREÞ SYEDWAA£> FCYMT.AN OFFICIAL OF THE GREATNOKTHEItN FAIl'WAY'- 'bcokkeeplng & Accouiram depaptmbmt SmOR. TYPEWRrmCGDEPAP.TMENT - THEIARGESTII/ CWASA -'COHPTOnETER 6-MACHIM CAlCUlATtNG DEPAKTKENTc 'SPEED DlCTATlON, SHORTHAHD DEPAR.TMEUT ^ONE OF OUR. EIGHT SHORTHAND ROOPIS snemma byrjar Mánudaginn 4. Janúar Ef þér getið ekki innritast strax, þá getið þér gert það nær sem er. Vér lítum persónulega eftir hverjum stúdent, og sjáum um að hann byrji á upphafi hver^ár námsgreinar. Gestir eru oss kœrkomnir Skrifstofa vor verður opin á hverjum-degi milli jóla og nýárs, þó ekki á jóladag né nýársdag. Komið tímanlega, svo þér getið byrjað 4. janúar. SKRIFSTOFU TÍMI: Jólavikuna: Á daginn—kl. 9 f.h. til kl. 6 e.h. Á kveldin—Mánudaga og Fimtudaga frá kl. 7.30 til 10. Dagskóli og Kveldskóli Cor. Portage Avenue and Edmonton Street % Að norðanverðu á Portage Avenue. Miðja vegu milli Eaton og Hudson Bay búðanna. rt • 1 1 : ' , 'ixttSi j

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.