Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1931. Bls. 13. Innilegar Jóla og Nýársóskir Foillkomnasta matsöluhúsið í borgimii. Fyrsta í'lokks máltíðir ávalt við hendina við afar sann- gjörnu verði. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Rannveig Johnston, eigandi að þótt hann kæmist aS sjálfsögðu í kynni við létt bókmál enskt, og önnur barnafræÖi undir leiðsögn Sigurðar, þá munu hæfileikar kenn- ara og lærisveins hafa farið þar all- mjög á mis, eins og stundum kemur fyrir; og er hvorugan um það að saka, sérstaklega. Um sömu mundir var Hjörtur lát- inn “ganga til prestsins” og læra kristin fræði. Fram aS þeim tíma hafði hann lifað við ómengaðan al- þýðukristindóíp íslenzkan í foreldra húsum. En presturinn sem fermdi Hjört, séra Magnús J. Skaftason, var þá farinn eitthvað að veikjast í trúnni, enda yfirgaf hann kirkjufé- lagið lúterska skömmu síðar og gjörðist kennimaður á vegum Únf- tara. Það var því sízt að undra, þó Hjörtur fengi lítinn styrk, trúar- legan, við uppfræðingu séra Magn- úsar; en þó mun prestur ekki hafa reynt beinlínis til að vekja efasemd- ir hjá honum. Að öðru leyti bar Hjörtur þessum kenniföður sínum vel söguna. Séra Magnús var góð- menni, hreinn í lund og heilhjartað- ur. Hann kom sér vel við ferm- ingarbörnin; kendi drengjunum í frístundum að glíma. Hann var kraftamaður; þeir sáu til hans átök, urs konar Mekka fátækum verka- lýð. Þar áttu þau hjónin heimili það sem eftir var æfinnar. Aldrei mun þó Hjörtur hafa gengið á barnaskóla í Selkirk. Þetta sama haust—ef mér reiknast rétt, fremur en haustið eftir—fór hann burt úr föðurhúsum til að afla sér rnent- unar. Hélt hann til Winnipeg *og innritaðíst í áttunda bekk á Norquay skólanum. Sýnir það bezt, hve vel honum hafði skilað áfram veturinn áður á Gimli. Það var ekkert á- hlaupsverk fyrir útlendan dreng, fátækan og öllum ókunnugan, eftir fárra mánaða slitrótt nám í litlum sveitar skóla, að halda sínurn hlut móti efstu bekkingum á einhverjum helzta skólanum i höfuðstað fylkis- ins, þar sem keppinautarnir höfðu flestir sjö ára nám að baki sér. Til þess þurfti þrek og áræði, ekki síð- ur en námsgáfur. Kennari Hjartar við Norquay skóla var John Mul- vey skólastjóri, leiðandi maður á sinu sviði og vel metinn. Mulvey skólinn í Winnipeg er heitinn eftir honum, ef eg man rétt. Mulvey var duglegur kennari, harður nokk- uð við letingja; en þegar hann hitti fyrir sér verulegt námsmanns-efni, þá var eins og hann hefði himin sem þeir dáðust að. Og þegar hann | höndum tekið. Honutn varð brátt vel að skýra fyrir þeim baráttu! til Hjartar; enda bar kensla hans Lúters við katólska kirkju, þá færð- ist líf í kensluna hjá honum. Þar gat hann notið sín. Ekki treysti eg mér til að leggja fullnaðardóm á áhrif eða gildi þess- arar uppfræðingar. Hjörtur varð fyrir heimsókn efans mjög snemma, eins og mörgum er kunnugt. Hann átti í þungu hugarstríði út af þeim efnum í mörg ár; og stundum virt- ist mér hann síðar meir hugsa tii þess með eftirsjá^ aö hann hafði ekki notið ákveðnari leiðsagnar í kristindómsefnum, þegar hann var drengur. Það var víst ekki nema eðlilegt að hann hugsaði svo. F.n þó lék þar held eg á meiru en eins manns áhrifum. Það var allsherjar leysing andleg, sem yfir gekk á ung- lingsárum Hjartar, og enginn vegur að hún færi fram hjá honum, frem- ur en öðrum, sem eitthvað hugsuðu. í þeim straumföllum var ekki fót- festu að finna fyr en eftir volk og amstur allmikið, og enginn getur fullyrt nokkuð um það, hvort mann- leg leiðbeining, jafnvel þótt hún heföi kornið frá öruggum trúmanni, myndi hafa orðið til að firra hann þeim vandræðum eða ekki. En ó- neitanlega hafði Hjörtur að öðru leyti gott af kynningunni við Séra Magnús. Síðasta veturinn sem Jónas Leó bjó í Nýja íslandi var Málfríður Bjarnadóttir, systir Magnúsar Bjarnasonar skálds, ráðin til að kenna á Gimli skóla. Hygg eg að koma hennar þangað hafi verið all- merkur atburður í sögu skólans, og ekki siður í æfisögu séra Hjartar. Málfríður var af yngri kynslóð landsins vestur-íslenzka, undirbúin á hérlendum skólum undir kenslu- starfið, og um leið nákunnug eðli og þörfum Islendingsins. Auk þess mun hún hafa verið gædd ágætum kennarahæfileikum. Eg kom ekki til Gimli fyr en sumárið 1893, tveim árum eftir að hún var farin þaðan; en eg heyrði hennar minst með ást og virðingu. Hjörtur sagði mér síð ið sýnir mér skap Hjartar á þeim tíma—hve einbeittur hann var í því að láta engan mann að ósekju sýna sér óvirðing eða þjóðerni sinu. Ekki man eg til þess að Hjörtur segði mér hvar hann fékk á endan- um þessa skildinga, sem hann þurfti. En eg býst við að hann hafi orðið að leita til foreldra sinna. (Meira). lundur og þar eru haldnar guðs- þjónustur undir berum himni, þegar veður leyfir. Á lítilli hæð er elzti kirkjugarður Bethels, þar sem hinar framliðnu hjúkrunar- konur hvíla. Þar er einnig gröf “föður” Bodelschwings og á leg- stein hans er letrað: “úr því að vér höfum mundið mannúð, þreyt- umst vér ekki.” — Lesb. Miskunsemdanna bær BETHEL-BIELEFELD. góðan ávöxt þar, því að Hjörtur lauk prófi við góðan orðstír um vor- ið og var þar með útskrifaður úr barnaskólum fylkisins. Þótti það ekki svo lítil mentun í þá daga. Iljörtur kom félítill í skólann, eins og nærri má geta, og þegar veturinn leið átti hann ekki skilding eftir. Hann þurfti endilega að komast yfir ins‘ fáeina dali með einhverju móti til að fleyta sér fram yfir vorprófin; en ekki vildi hann kalla eftir hjálp til foreldra sinna. Tók hann þá að huga i fórum sínum eftir einhverj- um hlut, sem hann gæti komið í peninga; en þar var ekki um auðug- an garð að gresja. Virðilegasti grip- urinn, sem hann átti var gríðarmikil Webster orðabók, fornfáleg og slit- in. Hann hafði komist yfir hana með kjörkaupum um veturinn. Þeirri bók skyldi nú fórna. Hann leggur af stað með Webster til landa vors eins í bænum, — sem þá var hafður í miklum metum og talinn vel fjáður—og býöur honum þessa morkinskinnu til kaups, eða í veð fyrir láni; en hinn hafði engin orð við hann önnur en að vísa honum á dyr hið snúðugasta. Aldrei gat Hljörtur alveg gleymt þessum við- tökum, er hann fékk hjá þeim heið- ursmanni, og var hann þó yfirleitt ekki langrækinn. Eg fyrir mitt leyti lái honutn ekki, þótt honum yrði at- vikið minnisstætt. Mulvey skólastjóri mun hafa haft einhverja hugmynd utn efnahag Hjartar. Hann bauð honum að vinna hjá sér eirtn laugardag um vorið við að stinga upp kálgarð og hreinsa dálítið til að húsabaki. Kaupið átti að vera dollar, minnir mig, og miðdagsverður. Þáði Hjört- ur boðið með gleði; hann hlakkaði mest af öllu til þess að fá nú að ræða um háfleyg mál við kennara sinn undir borðum. En það fór á aðra leið: Þegar kom að miðdegi var settur fyrir hann matur i eld- húsinu. Þann bita þáði Hjörtur ekki. Hann fór út hið snarasta og ar að veruleg mentaþrá hefði fyrst heim til sín og vann ekki vik fyrir vaknað hjá sér þennan vetur, sem Málmfríður var kennari hans. Enda komst hann yfir ótrúlega mikinn lærdóm með hjálp hennar um vet- urinn, þó námsskeiðið væri ekki nema tæpir fimm mánuðir. Næsta sumar ^ flutti Jónas frá Nýja íslandi og settist að í Selkirk, sem þá var uppskipunarstöð og á- fangi fyrir mest-allan flutning norðan af Winnipegvatni, og nokk- Mulvey eftir það. Þó held eg að hann hafi aldrei verulega erft þau mistök við kennara sinn, því hann mintist jafnan á Mulvey með hlýr leik og virðingu. Og þegar að er gáð, þá má vel afsaka það, að drengnum var ekki boðið inn í borðstofu beint utan úr moldargarðinum. Auk þess er húsbóndinn ekki að öllum jafn- aði arbiter elegantiarum á heimili sínu, eins og flestir vita. En atvik- Fjórðungsaldar þjónusta 1 tuittugn og fimm ár, eða síðan 1906, hafa bændur vestanlands hagnast af viðskiftum við United Grain Growers’ Limited. í tuttugu og fimm ár hefir áreiðanlegleiki ]>essa félagsskapar reynst viðskiftavinum þess sönn hjálparhella. T tuttugu og fimm ár hefir starfsemi þessa fólags vakið óskift traust. Sterkt og ábvggilegt félag, og hefir góða að- stöðu til þess að verða yður að gagni. Sendið korn yðar til UNITED GRAIN GROWERJ tJ Bielefeld í stpt. Þegar farið er frá Hamborg eða Bremen hingað suður, liggur leiðin fyrst yfir tilbreytingar- lausar sléttur, sem eru flatar eins og pönnukaka. En þegar í Westfalen kemur, fara að koma hálsar og hæðir, og í nágrenni Bielefelds eru grænir dalir með þéttum laufskógi. Er það út- jaðar hins hins kunna Teuto- burgerskógar. Þarna á þessum fögru sóðum bygði “faðir” Bod- elschwing Betehel sitt, stærstu gustukastofnun í heimi. (Hann byrjaði heldur smátt. Árið J863 höfðu nokkrir kristi- lega hugsandi menn keypt jörð, skamt frá Bielefeld, til þess að stofna þar hæli fyrir flogaveika menn. Bodelschwing var þá prestur í þorpi nokkru í Westfal- en og fengu þeir hann til þess að taka að sér forstöðu heimilis- Voru fyrst sendir þangað fjórir sjúklingar, sem þjáðust af flogaveiki. En nú e^u 6000 menn í Bethel, þar af 5000 sjúk- lingar, sem skift er í ýmsar deildir. Helmingurinn af þeim þjáist af flogaveiki, en hinir eru kryplingar, fábjánar og geðveik- ir menn. Hjá Bethel hefir einn- ig verið reist heilt þorp. Wil- helmsdorf, fyrir þá, sem hús- næðislausir eru. Er það um klukkustundar veg frá borginni. Enn fremur hafði Bodelschwing látið reisa tvö þorp handa hús- næðislausu fólki skamt frá Ber- lín, áður en hann dó (1910) og heita þau Hjoffnungsthal og Lobethal. Það er því ekki að furða, þó að fjöldi fólks blessi minningu hans. í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu hans og % var þess minst með mikilli við- höfn. Tímum saman getur maður eytt í Bethel við að skoða hinar mörgu gustukastofnanir sem þar eru. — Bodelscmwing sagði, að fyrst og fremst yrði að láta sjúklingana hafa þá vinnu, er þeir gætu stund- að, og eru því þarna alls konar vinnustofur. Sumir vinna að því að flétta körfur. aðrir vefa, sum- ir smíða, sumir stunda garðrækt o. s. frv. Þar er prentsmiðja og eru þar gefin út fjögur eða fimm mismunandi blöð, sem ætluð eru í- búunum i Bethel. Þar er líka bók- bandsstofa og vinnustofa þar sem gert er við gamla muni og þeir síðan seldir. Þar sér maður marg- lita og skrautlega gamla klæðnaði, sumir eru jafnvel frá keisara- hirðinni. Og ef maður spyr hvað hægt sé að gera við þetta, fær maður það svar, að þeir séu seld ir sem leikbúningar. Sjúklingarn- ir halda sjálfir uppi leikhúsi. Er þar leiksalur sem rúmar 1200 á- horfendur. Og á milli sjúkrastofn- ananna eru skólar, alt frá barna- skólum til mentaskóla. Þar er og hjúkrunarkvennaskóla og þaðan hafa komið um 2000 útlærðar hjúkrunarkonur. 1 sjálfu Bethel eru 350 hjúkrunarkonur, en hinar hafa dreifst um alt Þýzkaland og víðar. Þarna er líka hjúkrunar- skóli fyrir karlmenn og hefir hann útskrifað 200 hjúkrunar- menn. Bodelschwing hugsaði eigi að- eins um þá, sem sjúkir eru og bágstaddir, heldur einnig um heið- ingjana. Og í Bethel er því stór skóli fyrir heiðingjatrúboða, og reka þeir trúboð sitt í Austur- Afríku. Bodelschwing var hræddur um það, að kensla sú, er guðfræði- nema fengu á háskólanum, væri þeim ekki holl, hún vekti hjá þeim efasemi og gagnrýni. Þess vegna stofnaði hann eigin guð- fræðingaskóla í Btehel. Þar eru nú 26 ár síðan. Skólinn var fásótt- ur í fyrstu, en hefir unnið sér það álit, að nú sækja árlega miklu fleiri stúdentar um skólavist þar heldur en hægt er að taka á móti. Allar stofnanir í Bethel eru skírðar biblíunöfnum. Alt mann- úðarstarfið þar er gert í anda Krists. í Bethel er stór kirkja, sem er troðfull á hverjum sunnudegi. Fyrir utan hana er fagur beiki- Bænakvak Þú alda friðar engill Sem öllum gefur þrótt, í lotning þér eg lúti, Þú ljúfa, þögla nótt, 1 kveld þá klukkur hringja Með kærleiks blandinn óm, Þaö liður ró um lífið, Frá ljósadýrð og hljóm. Svo margir eiga óskir, En aðrir geyma tár, Oft hefur hönd þín strokið, Svo hlýtt um fölar brár, Og ennþá láttu anda Þinn yl frá dimmri strönd, Og lúnar, litlar sálir Þín lækni móður hönd. Hin smáu börn, sem biðja Og benda á jóladýrð, Ó, Drottinn lát þau dreyma Um daggeislanna hýrð 'Sem falin blóm í faðmi Við föður, móður brjóst, Svo glöð þau megi muna, Þá máttar snerting ljóst. Og þú, sem þerrar tárin, Sém þýðir kaldan hjarn, Lát ást í gegnum árin annast sérhvert barn. Eg bið að bæn mín vermi H]vert barn í köldum heim, Þann sálar þrótt eg þrái, Og það sem lýsir geim. Eg bið ei neinn um borgir, Né bjarta munaðs höll, En ótal margir eiga Sín andans duldu köll; Mín freistar aldrei auður Né afials manna hrós, Eg bið minn Guð að geti, Eg gefið öðrum Ijós. Indo. MINSTA BIFREIÐIN. Ýmsar tegundir smábifreiða (Baby Cars)i vöktu mikla eftirtekt á bifreiðasýningunni í Olympia, London. Meðal annara voru sýnd- ar ýmsar smábifreiðar, sem þegar eru orðnar kunnar, og kosta um 100 pd. sterling. Á meðal þeirra má nefna Austin Baby Seven, M. G. Midget Occasional Four, Marr- is Minor o'g Singer Junior. En á sýningunni í ár var sýnd ódýrasta smá’bifreið, sem enn hefir verið framleidd á Bretlandi, “The Rov- er Scarab”. Hún kostar 89 pd. sterl., rúmar fjóra farþega og hef- ir ágætan hreyfil sem knýr bif- reiðina áfram með alt að 55 enskra mílna hraða á klst. Hreyfillinn eyðir litlu bensíni og bifreiðin er útbúin flestum þægindum stærri þifreiða. — Vísir. LEIKNIR STRANDAR við Kúðaós. Reykjavík, 21. nóv. Botnvörpungurinn Leiknir frá Patreksfirði, eign Ólafs Jóhann- essonar kaupm., strandaði í nótt við Kúðaós. Tíðindamaður blaðs- ins fékk þær upplýsingar hjá Pálma Loftssyni útlgerðarstjóra, laust fyrir hádegi í morgun, að skipsmenn hefðu enn verið í skip- inu er síðast fréttist. Taldi Pálmi víst, að þeir væri í engri hættu staddir, þeir myndi hæglega kom- ast í land um fjöruna. Brim var sagt allmikið við sandana. — Eng- ar ráðstafanir höfðu verið gerðar í mqrgun til þess að senda varð- skip austur, en líklega verður það gert, ef nokkrar horfur eru á, að hægt verði að ná skipinu út. — Leiknir mun hafa verið vátrygður fyrir eitthvað á fjórða hundrað þúsund kr. — Vísir. ÞÚ GETUR HAFT STERKAR TAUGAR. Það er ótrúlegt, hve fljótt Nuga- Tone gerir veiklaðar taugar afl miklar. Hafir þú veikar taugar, sért óstiltur og órór, getir ekki sof- ið á nóttunni, þá reyndu þetta á- gæt?a meðal. Þqð hreinsar eitur- gerla úr líkamanum, sem gera þig gamlan og ófæran til vinnu langt fyrir stundir fram. Nuga-Tone gefur þér góða heilsu, orku og þrek. Það fæst hjá lyfsölum. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heild- söluhúsinu. JÓLAGJÖF hagkvæm, aðlaðandi, og viss með að falla í geð Swiít Canadian Co. Limited A New Term Opens January 4th Enrolment on that date means that you are equipped for Business Employment next Sumrner There are niany reasons why yon shonld prefer the Dominion for a Business Traininá: 1. The thoroughness of its instruction. 2. The superior facilities of its new and modern building erected especially for the young people of Winnipeg and Manitoba. 3. The work of its graduates has been satisfactory to the business public and its diploma is regarded as the necessary qualification for a position. 4. Its tuition is distinctive and individual and directed by teachers of ability and experience whose entire aim is the development of the student for an honorable place in business affairs. DAY AND EVENING CLASSES The DOMINION Branches: St. James BUSINESS COLLEGE Elmwood The Mall St. John’s Phone 37 181

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.