Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 4
Bls. 12. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1931. Séra Hjörtur J. Leo (Endurminningar og æfisöguslitur). Eftir Guttorm Guttormsson. Þágan var öll á mína hliÖ, fanst mér, þegar eg var beSinn í sumar að taka saman greinarkorn um séra Hjört sáluga Leó. Þeirri bón var létt að játa. Það var eins og mér væri boðið í kynnisför heim til átt- haga. Sumt af því dýrmætasta, sem geymist í huga mínum frá fyrri ár- um, er að ýmsu leyti tengt við séra Hjört eða samfélag okkar á ýmsum köflum æfinnar. Þær samveru- stundir var mér !júft að lifa upp aftur í endurminningunni, og segja frá sumurn þeirra. Svo fann eg lika til þess, að það var ekki aðeins sjálfur eg eða litill kunningjahópur eða félagsskapur, heldur mannfélagið vestur-íslenzka í heild sinni, sem stóð í andlegri skuld við séra Hjört og starf hans. Og skuldin er stærri miklu, finst mér, en menn hafa alment gjört sér grein fyrir. Mér þótti vænt um að mega sýna einhvern lit á að lýsa þeirri skuld. Um lúkningu var ekki að tala. Og svo hafði séra Hjörtur sjálf- ur, persónan, ýmislegt við sig, sem var sérkennilegt og vel í frásögur færandi. Hann vakti eftirtekt og varð flestum minnisstæður, hvar sem hann fór; átti fjölbreyttan æfi- feril og all-viðburðaríkan, jafnvel þótt hann væri lítið riðinn við opin- ber mál svokölluð. Hann kom víða við sögu í vestur-íslenzku þjóðlifi. Og þetta er nægileg ástæða, út af fyrir sig, til þess að ekki sé látið fyrnast yfir minningu hans; því að mann lífið er varla of breytilegt eða svipmikið, þótt öllu sé til skila hald- ið í þeim efnum. Af þessum ástæðum hefir mig langað til að taka saman ofurlítið lengra mál um séra Hljört, heldur en venjulega er lagt í dánarfregnir eða æfiminningar. Mig hefir langað til að sýna manninn eins og eg þekti hann sjálfur, og lýsa þeim atburð- um í æfisögu hans, sem mér hafa sérstaklega orðið minnisstæðir. En því miður get eg ekki rakið æfi- feril hans allan úr endurminningum sjálfs mins. Eg þekti hann ekki þegar hann var drengur, og á síðari árum voru þær vegalendir é milli okkar, að við sáumst ekki nema einu sinni á ári og varla það. Verða því sumir kaflarnir í þessu skriíi mínu nokkuð ítarlegri en aðrir, og persónulegri, ef svo má að orði kom- ast. Við þeim ójöfnum get eg ekki gjört að sinni. En mér finst, að aðrir menn eigi kost á að bæta hér pokkuð úr skák með því að skrifa um séfa Hjört eins og þeir muna eftir honum. Og því fyr því betra, finst mér, á meðan minningin er fersk og lifandi. Eitt vil eg biðja menn að hug- festa, þá, sem lesa þetta skrif mitt. Eg er að skrifa um lifandi mann, en ekki dauðan. Mig langar til að hafa það laus't við líkræðu-seim, þetta, sem eg segi um séra Hjört; að tala um hann með gleði fremur en sorg. Eg veit að hann myndi kjósa það sjálfur að sín væri minst í þeim anda. Og svo eiga sárustu saknaðarstundirnar að vera liðnar hjá nú; það er óviðeigandi héðan af að vera með hugarvíl eða harma- tölur út af för hans yfir á annað betra land, jafnvel þótt skilnaðinn bæri fyr að höndum heldur en vin- ir hans höfðu búist við. I. LTm ætt séra Hjartar hefi eg gjört nokkrar fyrirspurnir, yn orðið lítils vísari. Hann virðist ekki hafa gef- ið sig mikið við þeim fræðum sjálf- ur. Faðir hans var Jónas Leó Hjálmarsson, Húnvetningur að ætt, sonur hjónanna Hjálmars Hjálmars- sonar og Katrínar Jónsdóttur, er bjuggu á ýtnsutn stöðum á Skaga- strönd í Húnavatnssýslu. Ólst Jónas upp á þeim stöðvum, og átti þar heimili, eða nærlendis, þangað til hann flutti vestur um haf. Meira hefir mér ekki vitnast um uppruna hans.—Ættarnafnið Leó var annað skírnarnafn Jónasar upphaflega. Aftur er þaS að segja af Sæ- unni Sigurðardóttur, móður séra Hjartar, að hún var borin og barn- fædd í Skagafirði. Móðir hennar er ekki nefnd í gögnum þeim, sem eg hefi fyrir mér; eti Sigurður fað- ir hennar var bróðir Holtastaða Jó- hanns, sem margir íslendingar kann- ast við. Þeir bræður voru Jónas- synir, Arngrímssonar, er átti Guð- rúnu Pálsdóttur lögréttumanns; en Arngrímur var kominn Á föðurætt frá Jóni Einarssyni sýslumanni i Geitaskarði, og konu hans Kristínu Gottskálksdóttur hins grimma, Hóla- biskups. Verið getur að einhverjum detti nú í hug, að eg hafi- lítinn greiða gjört minningu vinar míns séra Hjartar með því að rekja ættir hans til biskups þess, sem einna verst mun vera ræmdur af öllum kirkjuhöfð- ingjum í sögu íslands — eða til Holtastaða Jóhanns, sem eftir ýms- um sögum var maður allmjög blend- inn og lítt við alþýðu skap. En hyggjum að þessu betur: Sonur þess illræmda biskups var Oddur Gottskálksson, maður sá, sem fyrst- ur þýddi nýja testamentið á ís- lenzku, einhver með hinum allra á- gætustu brautryðjendum siðbótar- innar á íslandi. En þeir bræður Jónas og Lárus trúboðar, sem fyr á árum börðust svo snarplega fyr- ir innleiðingu hérlends reviyal- kristindóms á meðal Vestur-íslend- inga; eldheitir í trúnni báðir og al- vörumenn miklir um siðferðismál— voru synir Hpltastaða Jóhanns. Fæ eg því ekki betur séð, en að í þess- um ættlegg séra Hjartar hafi búið meira en lítið af andlegum þrótt, sem beitt var ýmist á þessa sveif eða hina, þegar til lögmálsverka kom. Og eg efast ekki um, að hann hafi tekið drjúgan arf frá þeim kynstofni; því að þótt eg hafi engan mann þekt viðkvæmari í lund en séra Hjört, eða hjartabetri, þá er satt bezt um það að segja, að hon- um var ekki fisjað saman andlega eða líkamlega, og það var alls eng- inn veimiltitubragur á hans kristin- dómi. Sæunn, móðir séra Hjartar, ólst upp með foreldrum sínum að Dauf- á í Skagafirði. Mun hún hafa farið ung úr föðurhúsum til að vinna fyr- ir sér; og eftir nokkur ár flutti hún vistferlum vestur í Húnavatnssýslu. Þar giftist hún Jónasi. Reistu þau bú að Hofi á Skagaströnd. Á þeim bæ fæddist sonur þeirra Hjörtur 6. dag janúar-mánaðar, árið 1875. Þau Ofsnauður er eg Af ásitvinum: Fallin foreldri Og fjórir sona, Systur, bræður, Samferðamenn. Opin þau skörð 0g ófylt standa. Hniginn er Hjörtur Úr hóp vina, Þögnuð tunga Þrungin viti, — Öðrum orðknárri Andi fluttur, Hljótt í kirkjum Og höfug þing. Hljóðna hjörtu, Hausitar á vori, Kveldar um hádag, Kynlegt er fjör: Fommanna þrek Fjalir geyma, Er visin björk í veðrum hrekst. Genginn er brott Góður drengur, Vinur lærdóms Og vinur manna. Lærisveinn Krists, En lærifaðir Margra, er hans Minning heiðra. Skapgerð hann átti Skagstrendinga; Manndóms erfðir Mána ættari), Hólmgöngu hug Heirns. við bresti,— Margra maki A málfundum. Miklar gáfur Og mannhylli Eignaðist Hjörtur Og eldvígða trú. Var brot úr bergi Bragaeyjar, Hrjúft en hreint Sem Helgafellið. Syrgja hér sveitir, Svanni og mögur, Klerkmenn, kirkja Og kristin þjóð. — 1) Máni, nefndur Hólmgöngu-Máni, nam Skagaströnd. hjón eignuðust önnur börn fjögur, en Hjörtur einn náði fullorðins- aldri. Finst mér eg geta ráðið það af ýmsu, sem hann sagði mér, að oft muni hafa verið fremur þröngt í búi á þessu æskuheimili hans, og lífsbaráttan í erfiðara lagi. Nokkuð er ]tað, að árið 1883 afréðu foreldr- ar hans að freista gæfunnar í nýj- um átthögum, og fluttu þá um sum- arið vestur um haf með son sinn 8 ára gamlan. Þau settust að í Nýja íslandi á frumbýli skamt fyr- ir vestan Ginih bæ og áttu þar En mæðradaginn^) Móðir faðmar Heimkominn son 1 himininn. Jónas A. Sigurðsson. I. Eg horfi ’ á horfnar stundir í huga mér, um löngu famar leiðir eg líð með þér, — eg líð me’ð þér. Eg vek það alt upp aftur, sem áður var í landi ljúfra drauma — eg lifi þar, — eg lifi þar. II. Mig langar til að trúa því að tárin göfgi menn, en til hvers þú varst tekinn burt það tæpast skil eg enn; — það tæpast skil eg enn. Það vona minna vöggu braut að verða að láta þig, en hvílík miskunn mér er þó að mega gróta þig, — að mega gráta þig. Frá innra heimi leiðarljós þér lýsti fram að gröf, því bjarta sál og hjarta hlýtt þú hlauzt í vöggugjöf, — þú hlauzt í vöggugjöf. Eg veit þú áttir víða blóm á vegu fólksins stráð, þó fegurst væru verkin þín, sem voru hvergi skráð, — sem voru hvergi skráð. III. Þó lífið bindi byrðar, sem beygi mig, eg skil hvað guð er góður — hann gaf mér þig, — hann gaf mér þig. Þó einka samlíf okkar hér vrði skamt, eg veit um alla eilífð eg á þig samt, — eg á þig samt. Sig. Júl. Jóhannesson. 1 nafnf ekkju/nnar. 2) Mæöradagurint^ var í ár 10. maí. f í t r f í r f f t r Vér óskum öltum vorum íslenzku vinum Gleðilegra Jóla og Farsœls Nýárs ■ PHONE 234S5 PRESCRIPTION SPECIALISTS KGHARMAN RLHARMAN Gw Sargtrtf í>Toronto. ™ WINNIPEG. Man i i ft INNILEGAR JÓLA OG NÝARSÓSKIR ! BATTEN JLIMITED •rArtists * Photo-Engravers * Commerciel Pholographers Electrotgpers SÉRA HJÖRTUR J. LEO F. 6. janúar 1875 —• D. 5. maí 1931, Lundar, Man. heimili þangað til árið 1891 ab þau fluttu til Selkirk. Hvort þau hjónin hafi stórum bætt efnahag sinn með vesturförinni get eg ekki með vissu sagt; en svo mikið er vist, að Hjörtur hafði lítið af auðsæld að segja í uppvextinum og þáði aldrei mikinn styrk úr heimahúsum til skólanáms. En hann ólst upp við annað betra hjá for- eldrum sínum—gamlan og góðan manndóm íslenzkan og guðsótta. Eg þekti þau lítið persónulega, en mér skilst að þau hafi verið vel gefin bæði og sæmilega upplýst, eftir því sem þá gjörðist með íslenzkri al- þýðu. Séra Hjörtur mintist oft á trúar-innileik og ástríki móður sinn- ar. Hún mun hafa verið kona vin- föst og hjartagóð; hann unni henni hugástum. Og ekki bar hann síður virðingu fyrir föður sínum. Jónas var ráðdeildarmaður, stjórnsamur á heimili og nokkuð strangur, þegar því var að skifta. Uppeldi Hjartar má ef til vill lýsa bezt með því að segja hér sögukorn frá æskuárum hans; sögu, sem hann mintist á sjálfur all-oft og taldi föður sínum til heiðurs. Þegar Hjörtur var innan við tiu ára aldur — að mig minnir — kom það fyrir hann, sem margan horskan hefir hent bæði fyr og síðar, að hann fór eitthvað afvega með öðrum drengjum á svípuðu reki. Þeir kom- ust inn í verzlunarbúð Hannesar kaupmanns Hannessonar á Gimli og gæddu sér þar á brjóstsykri, aldin- um og öðru sælgæti. En það fór i handaskolum fyrir þeim að leyna brotinu. Jónas kom heim frá Gimli daginn eftir alvarlegur á svip og spurði son sinn, hvort hann hefði verið með í þessu tiltæki. Hjörtur sá sér þann beztan kost að kannast við alt saman eins og það Var. “Ó- já, drengur minn, svo þú ert þá orð- inn þjófur,” segir faðir hans, “en það skaltu vita, að eg líð engan þjóf á minu heimili, hvort sem hann er sonur minn eða ekki; þú verður að hafa þig á burtu úr mínum húsum.” Nú tók að vandast málið; drengur fór að kjökra; við hegningu hafði hann búist, en ekki við þessu. “Jæja,” segir þá Jónas, “eg ætla reyndar ekki að visa þér í burtu svona alveg fyrirvaralaust. Þú get- ur verið hér sem gestur þangað til þú ert búinn að finna þér annan samastað.” Svo hljóðaði dómurinn, og þar var ekki um áfrýjun að tala, því að móðir Hjartar gaf þessu fult sam- þyk-ki. Drengur fékk ekki að snerta á vanaverkum sínum það kvöld. Áður voru þau byrði, en nú dauð- sá hann eftir þeim. Honum var fylgt til rúms eins og gesti. Og um morg- uninn var ekkert vik af honum þeg- ið. Þetta var meira en hann fekk afborið. Hann bað föður sinn um refsingu-:—hún mætti vera svo hörð sem hann vildi, bara að hann tæki sig í sátt aftur. “Ó-nei, drengur minn,” segir Jónas, “eg er enginn böðull; eg kann ekki að hegna þjóf- um.” Nú fanst honum fokið í öll skjól. Svarið var eins og órjúfan- legt Urðar-orð. Hann var orðinn sekur skógarmaður. Seinna um dag- inn fer hann þó a3 ráði móður sinn- ar til Jónasar enn einu sinni og spyr, hvort það sé alveg engin Jeið út úr þessu. Jú, einn vegur var til, og ekki greiður—að fara til mannsins, sem hann hefði stolið frá, skrifta fyrir honum og biðja fyrirgefning- ar, og lofa þvi hátíðlega, að gjöra þetta aldrei aftur. “Ef hann fyrir- gefur þér,” segir Jónas, “þá skal eg gjöra það líka.” Árennilégt var það ekki. Smá- sveinum er sjaldan aufúsuverk að biðja vandalausan fyrirgefningar, og varla eru þeir upplitsdjarfir við menn eins og Hannes kaupmann. Hannes var hár maður vexti, með sítt skegg hrafnsvart, stæltur og veðurtekinn af sífeldum ferðalögum og annari kaupsýslu; því að hann annaöist sjálfur aðdrætti að verzlun sinni eins og þá var títt. Nei, það var alt annað en árennilegt, eða svo fanst Hirti. En nú var ekki um annað að gjöra en að duga eða drep- ast. Hánn herðir upp hugann, fer rakleiðis til kaupmanns og hefir öll ummæli eins og faðir hans hafði lagt fyrir. Og fyrirgefningin var miklu auðfengnari hjá Hannesi held- ur en hann hafði þorað að vona. Svo lauk hinni fyrstu og síðustu för Hjartar út á skuggavegi þessa lands. Ráðið var óneitanlega snjalt, sem faðir hans tók, en þó hefði útkom- an getað orðið öll önnur, hefði heimilisandinn eða lega Nýja íslands eða innræti drengsins verið með öðru móti. En hvað sem því liður, þá ber atvikið einkar góðan vott um skaplyndi það og hugsunarhátt, sem mikils mátti sín í hópi íslenzku land- Lemanna hér í álfu á frumbýlings árunum. II. Fyrstu námsár. “Hvenær Hjörtur kom fyrst i barnaskóla get eg ekki meS vissu ■sagt, en það mun hafa verið ekki mjög löngu fyrir árið 1890. Skólar voru þá mjög í barndómi norður þar eins og víðar á þeim árum. Kennarar með hæfilegum undirbún- ingi voru alls ekki auðfengnir, því að mentaleiðin var lokuð fyrir flest- um ungmennum í fyrstu landnáms- tíð; en þeir sem komu skólagengnir austan um haf nutu sín einhvern veginn ekki sem bezt í hérlendu skólalífi. Fyrsti kennari Hjartar mun hafa verið Sigurður Gíslason skálds, Thorarensen. Sigurður kom latínu- skólalærður að heiman, en var þá nýlega kominn vestur um haf og vist ekki stálsleginn í ensku máli. Mentun hans kom ekki sem bezt að notum í hérlendum alþýðuskóla. Hann var söngmaður góður og furðu vel að sér á því sviði; en Hirti var margt annað betur gefið en söngnæmi. Afleiðingin varð sú, 8 uppáhalds radios GENERAL ELECTRIC WIESTINGHOUSE De FOREST CROSLEY MAROONI FIHILCO VICTIOR ROGE-RS MAJESTIC Valdar vegna fegurðar, hljóm-skýr- leika og gæða, af McLean sérfræð- ingum. Óviðjafnanlegar jólagjafir. Skoðið þær nú þegar. Auðveldir borgunarskilmálar, ef æskt er. J.J.H.M9LEAN r&co Lltd. rjh& West's Oldest <Music House 329 Portage Ave. 419 Academy Rd. lOth St., Brandon NOTIÐ TALSlMANN TIL AÐ senda heillaóskir yðar um hátíðirnar a THE MANITOBA TELEPHONE SYSTEM SlGURDSSON - THORVALDSON COMPANY LIMITED HINUM ÓTELJANDI MÖRGU VINUM VORUM í NÝJA ÍSLANDI OG VÍÐAR, SEM MARGIR HVERJIR HAFA N-Ú í RÚMAN ÞRIÐJUNG ALDAR BÆÐI SKIFT VIÐ OSS OG SÝNT OSS ÞÁ VINÁTTU OG HLYHUG, SEM SEINT MUN GLEYMAST, ÓSKUM VÉR INNILEGA GLEÐILEGRA JÓLA OG FAR- SÆLS NÝARS. Búðir að RIVERTON, ARBORG og HNAUSUM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.