Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1931.
Bls. 15.
Ferðasaga
Eftir Erlend Johnson.
Niðurlag.
Á leið minni suður frá Seattle
fyrsta daginn, fór eg að eins til
Portland í Oregon. Eg kom þang-
að kl. fjögur síðdegis. Nú datt
mér í hug að vera þar næturlangt.
Hugsaði eg mér að gera mér ferð-
ina suður sem þægilegasta, keyra
bara á daginn. Nú mundi ég eft-
ir því, að Miss Bruce, er áður kem-
ur við þessa sögu, væri þarna og
því tækifæri að hitta hana; ef til
vildi bæri hún enn “blátt” auga.
Alt þetta flaug í huga minn eins
og eldur í sinustrá. Eg gat að
sönnu gengið þarna ofan á far-
þelgastöðina og farið að grúska
þar í símahókutn og vita hvort eg
fyndi nafn þessarar Miss Bruce.
Eg fór að þukla í alla vasa mína
til að vita, hvort eg hefði með mér
gleraugu mín, en mundi þá alt í
einu eftir, að þau voru niðri í
tosku minni, er eg hafði látið
merkja til Los Angeles alla leið.
Að fá aðra til hjálpar við þetta
starf, var ekki ráðlegt; það gat
hæði kostað mig eitthvað o!g eins
ef til vildi orðið einhver flækja úr
því. Svo var að greiða fyrir
hjálpina, þó hún fengist þarna,
sem ólíklegt var, því þarna er alt
í óða-önnum vanalega. Svo var
spursmál hvort eg heyrði nógu
vel þetta kvöld, því ærinn var há-
vaðinn; svo gat svo óheppilega
viljað til, að allar þráðlínur væru
uppteknar af öðrum. Og svo það.
að Miss B. væri ekki heima. Við
alt þetta athugað vandlega, komst
e!g ekki að neinni niðurstöðu lengi
vel. Eg hugsaði að eg skyldi
láta við svobúið sitja að minsta
kosti langt fram á kvöldið.
Það gat átt sér stað, ef lukkan
hpssaði mér þetta kveld, að eg
rækist af tilviljun á Miss Bruce,
bara á gangstéttum. Eg sá að
undur og skelfing af fólki gekk
eftir sumum þeirra, Svo e!g tók
það ráð, að fara að ganga alt
hvað af tók um strætin, og komast
sem fljótast inn í sem þéttasta
mannþyrpingu. Þetta lukkaðist
Hka ágætlega. Eg gáði vandlega
framan í hvert einasta kven-
andlit, til að vita hvort eg rækist
nú ekki á Miss Bruce. Ein drós.
er eg horfði á ítarlega, af því hún
líktist mjöfe Miss Bruce, för eðli-
lega að horfa á mig; svo vinkaði
hún til mín og var svo leikin í
því, að eg varð alveg hissa, og
vissi ekkert hvað hún gæti meint
með þessu, manneskjan, hvort
hún væri farin að gera háð og
narr að mér, þó mér hefði orðið
á að horfa glögt í andlit hennar.
Svo til að láta hana hætta þessu,
að draga dár að mér í sífellu,
spurði e!g hana í mestu alvöru!
hvort hún þekti hér ekki konu.
er héti Miss Bruce, og hún væri
skólakennari. Hún svaraði þá
styttingi: “Eg þekki engar kenslu-
konur og kæri mig ekkert um
að þekkja þær. Komdu hara með
mér , og nú greip hún í mig og
segir: “Eg skal verða stúlkan
þín um stund, ef þú vilt.” ___ Þá
fékk eg nú loksins grun um hver
hún væri, sleit mig af henni og
fór á ný að skoða kvenandlitin,
og vonaði að mæta ekki fleirum
svona drósum, því að minsta kosti
meðan eg væri algáður, léti eg ekki
svona drósir stjórna för minni. —
Mörg sá eg kvenandlitin síðar
þetta kvöld, því eg sannarlega
gekk um mörg fjölrarin stræti, og
voru sum andlitin mjög falleg; og
sum þeirra kvenna er eg fór fram
hjá skellihlógu að mér, svo eg
var farinn að hugsa, að ráðlegast
mundi fyrir mig að hætta að glápa
á hvern kvenmann er e!g mætti, ef
þær kynnu að hlæja svo hátt,
blessaðar, að lögreglujþjónar
veittu því athygli sína. Þetta var
að sönnu von, því eg hagaði mér
svo bjálfalega, og það var eins og
eg gæti ekki við þetta ráðið; sum-
ar eða eiginlega flestar siðaðar
konur. bara brostu hæverskelga að
því, hverni!g eg góndi á þær, en
allflestar héldu víst að það hlyti
eitthvað að ganga að þessum ná-
unga. Og þær litu þannig til mín,
að eg fór að skammast mín og
hætti alveg þessum skripaleik.—
Tók eg nú það til bvagðs, að kaupa
mig inn á kvikmynda sýningu.
Ef að lukkan fylgdi mér nú,
sem alls ekki leit út fyrir, gat það
skeð, að Miss Bruce sæti þar inni.
Á kvikmyndasýningu tekur eng-
inn til þess, þó manni verði á að
glápa þar, því þar þykist hver
beztur, sem mest getur glápt á
myndirnar o!g helzt hvað sem er.
Eftir að eg settist í gott stoppað
sæti, inni í kvikmyndahúsinu, leið
mér undur vel fyrst í stað, meðan
þreytan og lfjinn voru að líða úr
mér, hæ!gt og rólega. En að því
búnu fékk eg eitthvað enn að
glápa á um allan salinn. Þegar
eðlilegum ljósum var brugðið á,
sem sjaldan var, reyndi eg til að
hagnýta mér öll þau tækifæri eft-‘
ir bezta megni. Sessunautar mín-
ir voru samt ekki ánægðir yfir
því; sáu að eg var, í hvert sinn
er eðlilegu ljósin komu upp, að
hringsnúast 1 stólnum og tók að
!glápa og skima um allan salinn.
hvort eg ef ske kynni hú loksins
sæi Miss Bruce. En alt af brást
mér sú bogalist, að koma auga á
hana. Að síðustu dæmdi eg það
rétt vera, að hún væri alls ekki
þarna inni, og það var í raun og
veru vitleysa að láta svona. Eft-
ir þetta sat eg rólegur, en það var
ekki lengi, sýningin var nú úti og
eg hafði ekkert fengið fyrir pen-
in!ga mína, þá er eg borgaði fyrir
innganginn, því eg hafði sem sagt
ekkert tekið eftir myndunum.
Þegar eg kom út af myndasýn-
ingunni, langaði mig til að lúberja
sjálfan mig fyrir heimskulega
flónsku. Eg gekk nú aftur eitt-
hvað í áttina til stöðva þeirra, er
stöðin var, o’g nú alt annað í huga
mínum. Eg fór að líta mér eftir
náttstað, og ásetti mér að gista
hvergi nema hjá Japana þeim, er
eg hafði gist hjá áður. Eg gekk
hinn siðprúðasti í áttina til hans
og horfði hvorki til hægri né
vinstri. Og til að varast að líta
á það kvennaval er mætti mér á
þeirri leið, fór eg að gera tilraun
til að yrkja. Mér datt í hug að
Símon Dalaskáld hefði getað gert
sér mat úr öllu því, er kom fyrir
mig á þessum slóðum. En eg var
nú honum minni. Samt fæddust
þarna vísur 1 huga mínum á leið-
Jóla og nýárs óskir!
til vorra mörgu íslemlm við'skiftavina.
Vér óskum og vonum að hátíðirnar verði yður
liinar ánægjulegustu, og að yður faUli vel í
geð vörur vorar, sem sé Melrose kaffi, Saxon
kaffi og American Breakfast kaffi. Vérseljum
einnig Jelly Powders, hökunarduft, og krydd
Extracts,
Æskjum virðing)arfylst viðskifta yðar á
hátíðinni.
H. L. MacKinnon Co . Ltd.
Verið ekki í myrkrinu um Jólin!
Kaupið Edison Mazda Lampaglös. _____ Ef
að betri glös væru á boðstólum, myndum
vér að sjálfsögðu selja þau. Allar stærðir
og litir við hendina, kosta ekkert meira
hjá oss, en niðri í bæ.
SARGENT BICYCLE WORKS
675 Sargent Avenue
SUMARLIÐI MATTHEWS
eigandi
inni upp til Japans, er eg mun
aldrei gleyma:
Litla vitið legg eg fram
lífs á þrauta degi,
Geng því oft að helju hramm
hálku sleipt á vegi.
Þó að Misses blíða Bruce
bæri mig að hjarta,
við hið sterka stærðarhús
stöðugt hlýtur kvarta.
iSvo var mér ómögulegt að ríma
flieri hugtök. Sá eg nú að eg
myndi vera bráðum kominn til
Japans. Þegar þangað kom, gekk
eg upp látúns bryddan og langan
stiga, sem eg þekti aftur. En
þc-gar eg komst hann alla leið
upp, mætti mér þarna gríðar stór
og ófríð kerling. Eg spurði hana
hvort Japinn stýrði ekki þessu
plássi, en hún sagði að hann væri
farinn, en alt væri eins gott hér
eftir sem áður, sama verð og áð-
ur, gott verelsi og hreint rúm fyr-
ir fimtíu cent. Mér leizt mjög illa
á þessa konu og sá að hún var ít-
ölsk. í því kemur gríðar stór og
feitur maður, og hann hafði öll
þau einkenni að vera ítalskur.
Eg sem sagt þorði nú ekki að
fara út frá þeim aftur, og þótti
það lýsa ókurteisi, svo eg skrif-
aði nafn mitt í bók þeirra. Þau
fylgdu mér bæði inn í herbergi
og sá eg strax að þar var ekki
eins hreint og það var hjá Japan-
ítanum. Um leið og þessi hjú
buðu mér góða nótt, sögðu þau:
“Þú getur fenlgið hér alt, er þér
þóknast; við getum selt þér vín
eða eitthvað annað, ef þú vilt.” —-
Nei, eg sagði að mig vantaði ekk-
ert nema að geta sofið hér í nótt.
og lokaði eg dyrunum eins fljótt
og eg kom því við, og til allrar
lukku var góð járnklinka að inn-
an, og lokaði eg einnig með henni.
Svo háttaði eg, og lét ljósið loga
hjá mér alla nóttina. Eg aðgætti
aðra hurð er var á herberginu, eins
og millihurð, en hún virtist vera
lokuð hinu megin frá. En það var
einmitt hún, er hélt fyrir mér
voku, lengi eftir að eg lagðist fyr-
ir. Svo heyrði eg umgarig í gang-
inum og samtal fyrir utan dyrn-
ar. Svo var einu sinni dumpað á
dyrnar hjá mér, og eg lét sem eg
beyrði það ekki. Litlu síðar
heyrði eg hávaða og eins og
skræki í druknum kvenmanni og
dimma karlmannsrödd, heldur lága
og á strjálingi. Alt þetta hélt
fyrir mér vöku. E'g óttaðist helzt
aukahurðina, og þess vegna vildi
eg ekki slökkva Ijósið. Mig fór
að smá-klæja hingað og þangað á
kroppnum, eg reis upp og fór að
horfa í rúmið, og eg sá þá óðara
nokkrar pöddur og drap þær vand-
lega. Svo loks sofnaði eg, vakn-
aði klukkan hálf-sjö að morgni og
lét ekki segja mér tvisvar að klæða
mig og komast burt úr þessu húsi,
áður en að nokkur kæmi ofan. Það
eina lukkaðist mér sæmilega, og
eg keypti mér svo morgunverð hjá
sama Kínverjanum, er eg borðaði
hjá áður, í fyrra sinnið er eg kom
til Portland. Eftir þetta fór eg á
farþegastöðina og komst á stað
suður kl. 8, í stórum bíl, fullum af
laglegu og skemtilegu fólki; sat í
honum til kl. 8 næsta kvöld og
náttaði með öðrum í frekar litlum
bæ, miðað við stórborg. Bær sá
heitir Medford, og er dálítið sunn-
ar en í miðju Oregonríki. Þar
gisti eg á góðu hvítra manna hót-
eli, hitti þar mjög þæ'gilegan hús-
ráðanda, er kappkostaði mjög að
hæla bæ þessum og umhverfi hans.
Bíer þessi var vel og skrautlega
lýstur, stórar búðir og þrjú eða
jögur hótel í bænum, fólk vel klætt
og alt mjög þrifalegt. Perur eru
aðal framleiðsla á þessu svæði,
auk annara aldina.
Fyrir tveim árum, sagði þessi
maður mér, að peruuppskeran í
þessu svæði, eða sýslu, hafi num-
ið tveim miljónum. Mér datt í
hug að þessi maður vildi, ef gæti,
selja mér bóndabýli, svo eg reyndi
að draga mig frá honum, og fór
að horfa á sjö menn, er voru þarna
að spila “poker” í Ihóteli þessu,
og sá þann tíma er eg stóð og
horfði á þá, að stundum komu 60
dalir í pottinn hjá þeim, og tóku
eða græddu ýmsir það á víxl.
Margir voru þar áhorfendum, en
alt kyrrlátt. Mi!g sárlangaði þarna
til að reyna lukku mína, en treysti
henni ekki, sem varla var von, því
hún ihefir brugðist mér oft herfi-
lega, eins og lesarinn getur rent
grun í. Þarna er iþó auðvelt að
freista mín, því “poker” er mitt
uppáhalds spil. Og ekki hefði mér
að sönnu veitt af að græða þarna
ofurlítið. Eg fór samt von bráðar
upp á loft og háttaði. Eg var svo
að lofa skaparann fyrir góða
handleiðslu, og eg sofnaði svo
þarna með gamla vísu eftir sjálf-
an mig á vörum mínum:
Eg veit það bágt að vera á slóð
og varla sjá þar neitt,
og ferðast ihér á grjóti og glóð
og geta ei hö'gum breytt
Morguninn eftir, kl. 8, fór eg
aftur frá Bedford í bíl, er var al-
veg hlaðinn af ferðafólki. — Eg
aðgætti töluvert landslag á þeirri
leið er eg sá þenna dag, og leizt
vel á það. Sunnan við Medford
var sér í la!gi fallegt land, með
vel bygðum bændabýlum, stórum
svæðum alsettum pertrjám og
fleiri trjátegundum. bleikir akrar
þess á millum; turky-fuglar voru
þar í hundraða talai líkt og fé á
beit, og alt þetta var vafið sól-
skini, því altaf var himinblíða á
nverjum degi, nema síðustu vik-
una er eg dvaldi í Seattle, var hæg
og hlý rignin'g. Þegar sunnar dró
á leið þessari, fór landslagið að
breytast, meiri skógar og mistur
víða af skógareldum, er tíðir eru
þar um þann tíma ársins. Þar
fyrir sunnan fórum við jrfir mikið
af skógivöxnum fjöllum. Ein-
hvers staðar á þeim í smábæ var
skoðaður allur farangur farþega,
af þar til settum toll-eftirlits-
mönnum. Fyrir sunnan þessi
fjöll lá leið yfir dali með smá-
þorpum og strjálum og niðurnídd-
um bændabýlum víða. Oft var
stanzað í smábæjum, eilginlega
alla leið, bæði farþegum og öðrum
til þæginda.
Eg kyntist engu fólki á þessari
leið frá Melford til San Franc-
isco, utan einni gamalli og lúa-
legri konu, er virtist vera alein á
ferð síns liðs; og eg tók eftir því
að hún fór að halda s ig að mér,
sérílagi þeigar frá leið að eg varð
hennar var, og alt af á öllum við-
komustöðum, þegar farið var af,
hélt hún sig í nánd við mig. Þetta
var mjög stillileg kona, fremur
há og grönn, en heyrði frekar illa.
Hún var vel búin. Þegar við fór-
um að kynnast, sa!gði hún mér ým-
islegt. Hún þekti alt af hvar við
vorum stödd, og sagði mér það á-
valt. Hún sagðist vear Yankee
að ætt og borin og uppalin í Oak-
land og hafa átt þar heima alla
æfi sína. Ekki spurði eg um ald-
ur hennar, en hún leit út fyrir að
vera sjötíu ára. Hún sagði mér
rnargt um æskuár sín, o'g þær
breytingar, er höfðu orðið í Oak-
land síðan fyrst hún mundi eftir.
Þessi kona talaði heldur lágt og
stillilega, en heyrði þó illa til
mín, og þar af leiddi, að eg talaði
siálfur minna við hana, því eg
kunni ekki við að hrópa hvert orð
í eyra íhennar. Hún nefndi ekkert
maiin sinn, hvort hann vær i lif-
andi eða dauður. Ríkan son í San
Francisco sagðist hún eiga, og
dóttur í Oakland, gifta dönskum
manni. Eg var hissa á því, eins
og þessi kona var greind og stilt.
hvað hún sagði mér mikið, og að
kveldinu, rétt áður en við komum
til Oakland, hafði hún lengi setið
hjá mér, og alt af haft nóg til að
segja mér um. En þegar dróst
nær borginni, heyrði eg orðið ekk-
ert hvað hún sagði, fyrir orgi í
bílnum og þytum ,í ‘bílum, sem
mættu okkur. Nú var hún hætt að
segja nokkuð við mi!g, nema á
löngu tímabili. Hún sagðist þurfa
að fara af bílnum á einhverju
stræti, er hún tiltók, og bað litlu
siðar vagnstjórann að láta sig
niður á því stræti, og hann gerði
hann það. En litlu áður en hún
fór þarna af, studdi hún fingri á
síðu mína, eins og hún hafði oft
áður gert, þegar hún byrjaði að
segja mér eitthvað, o'g það eina
cg síðasta, er eg heyrði hana segja
með stillingu og í frekar lágum
róm, var “fifteen million dollars”-.
Svo staðnæmdist bíllinn okkar,
og kona þessi kvaddi mig og fór
þar af. Hvað hún meinti með
þessu, var mér ómögulegt að
raða. Hvort sonur hennar, eða
dóttir eða hún sjálf átti fimtán
miljónir, varð mér ómöuglegt að
vita, og því að eins hefi eg getið
hér um konu þessa, til að láta aðra
ráða þá gátu.
Fáum mínútum eftir að kona
þtssi fór af vagninum, vorum við
komin í aðal borgina Oakland,
stóðum þar við í nokkrar mínút-
ur og vorum svo ferjuð yfir fjörð-
inn, eða réttara sagt höfnina, til
San Francisco og komum þangað
kl. 12 að nóttu til. Þar náttaði
eg mig það sem eftir var nætur o'g
svaf þar á góðu norsku sjómanna
gistihúsi, og ótti góða nótt. Eg
var hálfvegis að hugsa um næsta
morgun að fara og finn þar ein-
hverja íslendinga, er eg þekti þar,
og rataði um borgina. En eg var
orðinn of peningalítill til að fara
að ferðast um borgina og dvelja
þar nokkuð, svo eg hétl strax á
stað þaðan þennan morgun í glaða
sólskini og hita áfram til Los
Angeles, og þangað heim komst
eg kl. þrjú daginn eftir.
Leirkeragerð á Islandi
Þann II. október síðastþðinn var
nákvæmlega eitt ár síðan Guðmund-
ur Einarsson frá Miðdal, leirkera-
smiður og listmálari, tók út úr
brensluofninum á vinnustofu sinni í
Listvinahúsinu í Reykjavík fyrstu
leirvörur er fullgerðar voru hér á
landi. Hafði hann i nokkra undan-
farna mánuði gert tilraunir með
ofninn, en þessi brenslá var sú fyrsta
sem tókst.
Á þessu ári hefir Guðmundur
mótað rúmlega i.óoo stykki, og eru
öll þau, sem fullgerð eru, seld, að
undanteknum nokkrum, sem eru i
verzlun hér í Reykjavík. Um helm-
ingur smíðanna hefir verið seldur
hér í landi, en hitt að mestu leyti til
einkasafna i Þýskalandi, Bandaríkj-
unum og Svíþjóð. Margir þeirra
ferðamanna, er til Islands hafa kom-
ið á árinu, hafa séð framtiðargildi
þessara muna, og keypt marga
þeirra.
Fróðlegt er að koma inn á vinnu-'
stofu Guðmundar. Hverja leirteg-
und geymir hann í sérstökum kassa.
og postulín vestan af ströndum, hef-
ir hann þar í poka. Alt er þetta efni
svo hreint, að vinna má úr þvi eins
og það kemur fyrir, og er það sjald-
gæft um leir annarsstaðar. Leirinn
er að mestu leyti úr Borgarfirði,
ölfusi, af Reykjanesi, frá Elliða-
ánum, úr Hþrnafirði, frá Stvkkis-
hólmi, Hveravöllum á Kili, og undan
Torfajökli. Þar fást sjaldgæfir litir,
sem hvergi er annarsstaðar að finna,
og er sá leir notaður eingöngu til
litunar. Þessa mörgu liti er ekki að
finna nema í hveraleir, og þá ein-
ungis í eldf jallalöndum. Er því hægt
að framleiða hér samskonar dýrmæt-
ar “terra cotta” vörur sem á ítalíu.
Guðmundur hefir með tilaunum
sinum sannað ágæti postulínsins,
sem hér finst, þó ekki séu nema ó-
fullkomin skilyrði fyrir hendi til
postulínsgerðar. Meðal þeirra hluta,
sem geymdir eru i þjóðminjasafn-
inu, er fullkominn borðbúnaður úr
leir, með postulins húð. Annars á
þjóðminjasafnið fyrsta eintak af
hverri tegund leirsmíða. er Guð-
mundur hefir gert.
Hér á landi er einnig til ágætur
glerungur (enamel) að sögn Guð-
mundar, en engar vélar til þess að
vinna hann.
Fyrsta sporið í áttina til leirkera-
smíðar er elting leirsins, í vél, sem
snúið er af handafli. Þá er leir-
hnoðinn settur á renniskífuna, sem
er knúin líkt og rokkur. Þar rennir
Guðmundur leirinn milli fingra sér.
Ekki eru önnur tæki notuð á þessu
skeiði en sauðskinnsræma, bleytt í
vatni, til þess að hlifa höndunum;
vírspotti, sem kerbarmurinn er skor-
inn með; og járnfleinn, eða skefill,
að sníða utan botn kersins. Þegar
kerið er mótað, er það losað af skif-
unni með því að renna undir það
vírspottanum. Næsta dag, eða þeg-
ar kerið er orðið nægilega þurt til
þess að þola að það sé handleikið,
er botninn rendur. Þá er það þurk-
að i io til 12 daga við hægan hita i
ofni, sem til þess er gerður. Síðan
er það brent, alt að fimm sinnum,
en aldrei sjaldnar en tvisvar. Guð-
mundur brennir kerin á undan máln-
ingu, og ennfremur eftir hverja
niálningu, en annars eru óvönduð
ker aðeins brend einu sinni. Brensl-
n tekur alt f rá einu dægri til tveggja
sólarhringa, og ofninn er hitaður
upp í 1200 stig á Celcius. Um hálf
smálest (ton) af kolum og talsvert
af timbri fer í hverja brenslu. Hægt
er að brenna 40 til 70 muni í senn,
eftir stærð þeirra.
Að þessu verki hefir Guðmundur
staðið einn, þar til fyrir skömmu
að hann fékk sér til aðstoðar þýska
stúlku, sem málar kerip.
Nú er vinnustofan komin i það
horf, að hún má heita fullkomin til
smíða handunninna leirmuna (hand
ceramics), og er það með tilstyrk
lands og bæjar. Ríkisstjórn bætti
Guðmundi kostnaðinn við rannsókn
leirsins, en sú rannsókn stóð yfir
ein fjögur ár. Og Reykjavík hefir
léð honum vinnustofu í Listvinahús-
inu. Án þessa styrks kveðst Guð-
mundur mundi hafa litlu áorkað.
Síðastliðið sumar ferðaðist Guð-
mundur víða um land, að rannsaka
leir. f þessum ferðum gerði hann
og mörg málverk, og verða þau til
sýnis innan skamms.
Guðmundi er umhugað um, að
íslendingum skiljist, hvern fjársjóð
þeir eiga fólginn í jörðu þar sem
leirinn er, og að þeir gæti þess, að
hann komist ekki í erlendra manna
hendur. Jarðfræðingur þýskur
komst þannig að orði við Guðmund,
að svona góðar leirnámur væru eigi
minna virði en gullnámur, og enn-
fremur sagði hann, að hefðu Þjóð-
verjar jafngóðan leir í sínu landi,
gætu þeir gert byltingu á leirvöru-
markaðinum.
Guðmundur skoðar starf sitt að-
eins sem upphaf stærri fram-
kvæmda. Hann er nú þegar farinn
að gera tilraunir með efni til bygg-
inga. Hann álítur að hér megi fram-
leiða vandaðan múrstein, þakhellur
og veggflísar. Á þeim grundvelli,
sem hann hefir lagt, væntir hann að
rísa muni mikilsverður iðnaður i
landinu, til arðs fyrir komandi kyn-
slóðir.
Reykjavík, 20 okt.
Aðalbjörg Johnson.
G. F. DIXON
591 Sargent 4vc nue
Phone 27 045
Turkeys ] “f Q|l
Chickens f
J per Ib. and up
Ducks
Geese
Fresh Meats
WE DELIVER
Gleðileg Jól
Og
Farsælt Nýtt Ár!
Til allra íslendinga
Björnson, Brandson og Olson
læknar
Medical Arts Building,
Winnipeg
Innilegar hátíðaóskir!
Verksmiðja vor er ein hin elzta og allra full-
komnasta stofnun slíkrar tegundar í Vestur-
landinu; enda hefir hún getið sér ódauSlegan
orðstír fyrir vöruvöndun. Kaupið hjá oss
brauð, kryddbrauð og búðinga til Jólanna.
peirs Parnell
öaHing Co. LHi,
Phone 23 881
2L ii>. Jlarbal
Og þeir, sem hjá honum vinna
óska öllum sínum mörgu viðskiftamönnum
og vinum hjartanlega
Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs!
& parhal
Útfararstjóri
843 SHERBROOKE STREET
Símar: 88 607 og 88 608
$9,000 TO BE GIVEN AWAY
I am offering the fir«t pri«e winner THREE THOUSAND FIVE HUNDRED
DOLLARS, including $1,000.00 for promptness as a part of this Ðig Cash Distribution.
In this contest I will aistribute $9,000.00 in Pnz.es to celebrate the expansion of our great
magazine into Eastern Canada. Second winner gets $1,500.00; Third wlnner $1,000.00,
and a score of other prizes. BE A BIG WINNER. Someone is going to win. Why not
you? Use the Answer Coupon helow. Fill in your name and complete address and mail
ít today.
ANSWER COUPCN
The Puzzle Mannger,
.-.Stovel Building,
IUf Bannatyne Ave.,
Winnipeg, Man.
nt the right is my answer to your MMystery
Puzzle." If correct please give me 2,500 Points,
and tell me how to win a First Prize of
$3,500.00.
Naœe..>WM>.........
Complete Address..