Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.12.1931, Blaðsíða 2
Bls. 10. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1931. Dufferin lávarður Eftir Hjálmar A. Bergman. (Erindi flutt í Fyrstu lútersku kirkju á sumardaginn fyrsta, 1931) I fyrra var haldin á íslandi þús- und ára afmælishátíÖ Alþingis. Há- tíðahaldið alt fór þannig fram, a?5 það var bæði landi og þjóð til stór sóma og hefir vakið eftirtekt og að- dáun um allan hinn mentaða heim. Eitt, sem þetta hátíðahald hafði í för með sér, var það ,að við þetta tækifæri heimsóttu ísland merkis- menn frá öllum helztu löndum heimsins. Flestir *þessara manna vissu lítið eða ekkert um íslard áður. Flest af því, sem þeir héldu að þeir vissu um ísland og íslend- inga, var að mestu leyti afskræmd mynd. Við þetta hátiðahald veittist þeim tækifæri til að sjá landið og kynnast þjóðinni og menningará- standi hennar. Þeir sáu með eigin augum náttúrufegurð landsins og alstaðar urðu fyrir þeim talandi vottar um framfarir og almenna vel- líðan og bjartar framtíðarhorfur. í stuttu máli sagt, þá birtust þeim Island og íslendingar í spariföturi- urn. Mér er nær að halda, að við þetta tækifæri hafi íslenzk glæsi- menska náð hámarki sínu. Hug- myndin, sem þessir erlendu gestir fengu því um ísland og íslendinga sparibúna, er ekki að öllu leyti ná- kvænt mynd af þeim í hversdags- fötunum, en, sem betur fer, var hún eina myndin er þeim bar fyrir augu og þeir fluttu heim með sér. Þeir hafa síðan, bæði í ræðu og riti, verið að mála þessa glæsilegu mynd af íslandi og íslendingum fyrir sam- löndum sínum, og við það kynnist land og þjóð út á við í hinu ákjós- anlegasta ljósi og Á hinn ákjósanleg- asta hátt, og allir, sem af islenzku bergi eru brotnir, njóta góðs af, annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis. Eg vil leyfa mér að benda á eitt mjög augljóst dæmi hér heima fyrir í okkar eigin bæ. Eins og þið öll vitið, þá var dómsmálaráðgjafi þessa fylkis, Hon. W. J. Major, full- trúi fylkisins í sambandi við hátíða- haldið á íslandi. Mér er óhætt að fullyrða, að það er einróma dómur allra þeirra, sem hátíðahaldið sóttu, að öll framkoma hans á íslandi haíi verið bæði sjálfum honum og fylk- inu til hins mesta sóma. En hann átti einnig annað erindi til íslands, sem hann grunaði ekki sjálfan, þeg- ar hann lagði af stað. Island og Is- lendingar náðu svo sterkum tökum á hjartarótum hans, að hann má með sanni teljast einn sá einlægasti og bezti vinur, sem íslendingar nú eiga meðal annarra þjóða manna. Á þessum fáu mánuðum, sem liðnir eru, síðan hann kom heim úr ís- landsferð sinni, hefir hann flutt hvern fyrirlesturinn um ísland eftir annan og borið íslendingum svo vel söguna að ef nokkurt okkar leyfði sér að fara jafn lofsamleg- um orðum urn þá, yrði það talið eintómt skrum og því enginn gaum- ur gefinn En hann flytur þennan boðskap sinn af svo auðsjáanlegri einlægni og svo miklum sannfæring- arkrafti, að honum er trúað. Við eiguni ekki nú í Canada neinn öfl- ugri né áhrifameiri talsmann en Mr. Major. Það vona eg að Vestur- íslendingar séu búnir að átta sig á, og það vona eg að þeir virði að maklegleikum og láti ekki falla í gleymskupnar dá. Árið 1856, eða nákvæmlega 74 árum á undan Mr. Major, kom til íslands ungur, írskur aðalsmaður. Hann hafði áður kynt sér íslenzkar bókmentir og sögu hinnar íslenzku þjóðar og hafði löngun til að sjá landið og kynnast fólkinu sjálfu. Hann var íslendingum alveg ókunn- ugur. Hann kom ekki við neitt há- tíðlegt tækifæri. Hann kom að eins sem ferðamaður. Hionum gafst því kostur á að kynnast hversdagslegu hliðinni á íslendingum, því hver kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Hann kom á því tímabili sem kringumstæður íslendinga voru yfirleitt erfiðar og lítið um verk- legar framkvæmdir. Hann sá því lít- iö af því, sem vanalega gengur mest í augun. En hann lét sér ekki nægja að ihuga að eins það, sem á yfir- borðinu lá. Hann sá og kunni að meta hið sanna manngildi íslend- ingsins. Á þessari ferð varð hann fyrir áhrifum, sem gerðu hann að lífstiðar vini hinnar íslenzku þjóð- ar. Það má óhætt íullyröa að heim- sókn hans til íslands hafi haft víð- tækari og varanlegri áhrif Vestur- íslendingum til góðs, en nokkurs annars manns, sem fæti hefir stigið á íslenzka mold síðan land bygðist. Eg ætti ekki að þurfa að nefna hann á nafn, ef minning hans hefði verið sýnd sú ræktarsemi, sem hún verð- skuldar. Eg á hér auðvitað við hinn aðdáanlega en næstum alveg gleymda vin og velgerðamann Is- lendinga á reynslutíð þeirra á frum- býlingsárunum hér í Canada—Duf- ferin lávarð, eða, eins og mér er tamast að nefna hann, Lord Duf- ferin. Tíminn leyfir ekki að eg flytji hér nokkurt ágrip af æfisögu hans. Eg vil að eihs geta þess, að hann var af írskum aðalsættum . Móðir hans sonardóttir skáldsins Richard iDomtuton panfe Stofnaður 1871 Vér seljum bankaávísanir, ferða- manna peningaávísanir og send- um peninga með síma eða pósti til allra landa, fyrir lægstu hugs- anleg ómakslaun. Vér veitum sérátaka athygli við- skiftareikningum þeirra viðskifta- vina er búa utan borgar. Upp- ar fúslega látnar í té. • Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í noestu sparisjóðsdeild vora. Útibú í Winnipeg: Main Office—Main St and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. station Notre Dame Ave. and ^Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface. var Brinsley Sheridati. Hún var fram- úrskarandi vel gefin kona, og það er í móðurættina, sem hann sótti rit- höfunds hæfileika sína. Hann var fæddur 21. júní, 1826, og misti föð- ur sinn árið 1841, þegar hann var að eins 15 ára gamall. Upp frá þeim tíma var jnóðir hans honutn bæði faðir og móðir, og sambandið á milli þeirra hið ástúðlegasta. . Sumarið 1856 heimsótti hann ís- land á skemtiskipi sínu, sem hann nefndi “The Foam”. Það atvikað- ist þannig að hann steig á land í Reykjavík 21. júní, 1856, sem bar upp á 30. afmælisdag hans. Hann ritaði ferðasögu sína í sendibréfs- formi til móður sinnar og gaf hana síðar út með fyrirsögninni: “Lætters from High Latitudes.” Þeir, sem eiga kost á að lesa þá bók, ættu að lesa hana, bæði vegna innihaldsins og einnig vegna málfegurðarinnar. Áður en ferðin til íslands var hafin réði hann ungan, íslenzkan lögfræðisnema, Sigurð Jónasson að nafni, sem leiðsögumann og túlk sinn, þegar til íslands kæmi. Þeim samdi vel frá byrjun. I fyrsta bréf- inu, sem hann ritaði móður sinni eftir að íundum þeirra bar saman, segir hann: “Mér finst, að eg muni hér eftir telja Sigurð Jónasson í tölu minna beztu vina”. Og að hér var ekki út í bláinn talað sést bezt á því að vinátta þeirra hélzt til dauða- dags, og að hann gáf sér tíma ti! þess, og taldi það ekki fyrir neðan sig, jafnvel eftir að hann var orðinn landstjóri Canada, að eiga bréfavið- skifti við Sigurð Jónasson. I föruneyti hans í þessari íslands- ferð voru 14 alls, að meðtöldum Sigurði. Af þeim ætla eg að eins að minnast á tvo. Annar þeirra var skipslæknirinn, Dr. Fitzgerald að nafni. Nafn hans stytti Lord Duf- ferin og kallaði hann Fitz. Hinn var þjónn Lord Dufferins, sem hét Wilson. Um hann segir Lord Duf- ferin: “Eg hefi aldrei kynst manni, sem eins greinilega hafði þau áhrif á alla, sem hann umgekst, að draga úr þeim allan kjark.” Hann segir enn fremur um Wil- son: “Eg hefi ekki nema alls einu sinni séð hann brosa. Það var þegar hann kom til þess að tilkynna mér að stórsjór hefði rétt að segja skol- að félaga hans, brytanum, útbyrðis.” Áður en lagt var af stað í skemti- för þessa hafði Lord Dufferin búið sig út með heil mikinn forða af lif- andi hænsnum til þess að hægt yrði að hafa nýtt hænsnakét á ferðinni. I hópnum var einn hani. Sá hani er orðinn heimsfrægur og ódauðlegur fyrir lýsing Lord Dufferins á því hvernig hann skildi við þennan heim. Sú lýsing er á þessa leið: “Skömmu eftir þetta vildi til mjög sorglegur atburður. Eg hafði tekið eftir því í nokkra daga áður, að eft- ir því sem norðar dró og næturnar styttust, að haninn, sem við höfðum flutt á skip að Stornaway, hafði átt næsta erfitt með að átta sig á þeim fyrirbrigðum, sem kölluð eru aftur- elding eða dögun. Eg efast satt að segja um að hann hafi nokkurn tíma sofið lengur en fimm mínútur í senn án þess að hann vaknaði með tauga- skjálfta sökum þess að hann vissi ekki nær hann ætti að gala. Loksins, þegar nóttin hvarf á brott með öllu, stóðst hann ekki áreynsluna lengur, Hann gól einu sinni eða tvisvar með bitrum rómi og varð síðan bæöi hryggur og reiður. Loksins varð hann eins og utan við sig, hviskraði lágt (ef til vill um grænar grundir) steypti sér svo útbyrðis og drekti ser. Alt, sem Lord Dufferin segir um ísland og íslendinga í ferðasögu sinni, ber vott um hlýleik og skiln- ing og samúð Hann minnist þess hvað vel og vingjarnlega var tekið á móti honum í Reykjavík. Hann kom þangað á laugardag. Daginn eftir var hann við messu í dómkirkjunni. Hann segir: “Þetta v^ir í fyrsta skiftið, sem mér hafði veizt kostur á að heyra islenzka tungu i sam- feldri heild; og hún lét mér í eyra sem undursamlega mjúkt og aðlað- andi tungumál.” Um kirkjugestina segir hann: “Eins og í öllum öðr- um kirkjum þar sem bænir hafa ver- ið bornar fram frá upphafi vega, var meirihluti safnaðarins kven- fólk.” I þessu sama sambandi segir hann, auðsjáanlega i fullri alvöru, um íslendinga sjálfa: “1 trúarbragðalegum skilningi eru Islendingar ákveðnir mótmælendur, og, eftir öllum frásögum aö dæma, hið guðhræddasta, saklausasta og hreinhjartaðasta fólk í heimi.” En það er sérstaklega ein setning í bókinni, sem mér finst bera vott um alveg óvenjulega glöggan skiln- ing á Islendingseðlinu. Hann bendir á það að íslendingar hafi verið af- skektir í margar aldir og þarafleið- andi sloppið við hin blóðugu stríð og pólitísku umbrot, sem áttu sér stað í umheiminum Þeir hafi því varið hinum löngu vetrarkvöldum til efl- það hafi leitt til þess, að íslendingar hafi oröið fyrsta þjóðin í Norður- álfunni til þess að eignast sínar eig- in bókmentir. Svo bætir hann við þessari setningu: “Það má með sanni segja, að þeirn hafi orðið það svo tamt að beyta höfðinu í stað handanna, að þegar Islendingur verður fyrir móðgun, þá hefnir hann sín ekki með því að skera mótstöðumann sinn á háls heldur með því aö gera gys að honum með því að yrkja um hann níðkvæði—stundum vill það til að hann geri iivorttveggja.” 1 þessum skilningi er óhætt að fullyrða, að Vestur-íslendingar sverji sig í ættina. Hann ferðaðist til Þingvalla og varð frá sér numinn af náttúrufeg- urðinni þar, og það rifjuðust upp fyrir honum margar sögulegar end- urminningar í sambandi við stað- inn. Hann lætur þá skoðun í ljós að engum hafi enn tekist að lýsa þeim stað, og að sér sé það ofvaxið. Hann segir, meðal annars, þetta: “Nú hefi eg loksins litið augum hina frægu hveri, sem svo mikið hefir verið talað um, en mér hafa einnig birst Þingvellir í þeirri mynd, sem enginn hefir áður lýst. Hverirn- ir eru sannarlega aðdáanleg náttúru-undur, en margfalt að- dáanlegri, margfalt undursamlegri eru Þingvellir, og borgi það sig aö sigla hið spánska haf til að sjá hver- ina, þá borgar það sig að ferðast í kringum hnöttinn til þess að fá að sjá Þingvelli. “Eg held eg geti gefið þér góða hugmynd um hinar sjóðandi vatns uppsprettur, en eg efast um að mér auðnist að draga upp fyrir þér nokkra skiljanlega mynd af lögun og eðli Almannagjár, Hrafnagjár og hinnar hraunþöktu spildu, sem ligg- ur á milli þeirra og nefnd er Þing- vellir Áður en eg kom til Islands hafði eg lesið hverja einustu lýs- ingu af Þingvöllum, sem nokkur annar ferðamaður hafði ritað, og þegar eg svo sá Þingvelli fanst mér að hér væri staður, sem eg hefði aldrei heyrt getið Eg geri því ráð fyrir þyj, að tilraun mín að lýsa Þingvöllum muni mishepnast eins átakanlega og raun varð á um fyr- irrennara mína.” Það eru tvö brosleg atvik í sam- bandi við ferðina til Þingvalla, sem eg verð aö gefa mér tíma til að segja frá. Dr. Fitzgerald, eða Fitz, er söguhetjan í báðum. Það fer bezt á því að láta Lord Dufferin segja báðar sögurnar sjálfan. Fyrri sag- an gerðist rétt áður en lagt var af stað. Hún er á þessa leið: “Á tilteknum tíma rérum við í land þar sem átta hestar — tveir handa hverjum okkar, sem notast áttu á víxl—biðu okkar beizlaðir og söðlaöir við hús eins bezta vinar okkar. Þrátt fyrir það að við vor- um nýstaðnir upp frá þvi að borða morgunverð, þá, -vitaskuld, beið okkar hið óhjákvæmilega heimboð til að borða og drekka, og það gekk hálfur tími í það að drekka kaffi, sem borið var fram með tniklum hlátri af húsmóðurinni og hinni fögru dóttur hennar. Loksins, þegar ikaffidrykkjunni var lokiö, risum við á fætur til að kveðja. Eg vék inér að Fitz og hvíslaði að honum að það hefði æfinlega verið skiln- ingur minn að á íslandi væri það talin sjálfsögð kurteisi af ferða- mörinum, sem væru að leggja af stað í ferðalag, að kveðja kvenfólk- iö með kossi, án þess að mér dytti í hug að hann mundi leggja trúnað á þetta. Það fór því hrollur urn mig þegar eg sá hann skyndilega, með hugrekki, sem eg öfundaði hann af, en þorði ekki að stæla, byrja með því að faðma að sér húsmóðurina og þar næst umsvifa- laust víkja sér að dótturinni og sýna henni hin sömu atlot. Það skal viðurkent, að sýn þessi olli mér slíks hugarangurs að mér féllust hendur og jörðin hringsnerist undir fótum mér. Eg átti von á því aö á næstu stundu yrði okkur fleygt út á götu og að ungfrúin yrði hamslaus af reiði. En reyndin varð samt sem áður sú, að engra slíkra ummerkja varð vart. Með einlægnislegu við- móti, sem henni fór betur en sú íramganga, sem á skólum er kend, og með augum, sem tindruðu af hrekkjum og glensi, mætti hún hon- um á miðri leið; hún rétti fram tvær rósrauðar varir og gaf honum eins innilegan koss og nokkur karlmaður nokkru sinni hefir hlotið. Upp frá þeirri stundu ásetti eg mér að fram- vegis skyldi eg breyta samkvæmt siðvenjum íbúa landsins.” Hin sagan gerðist á meðan Lord Dufferin dvaldi á Þingvöllum. Hún er einnig um Dr. Fitzgerald, og Lord Duf ferin segir hana á þessa leið: “Sökum þess að hann hafði feng- ið kvef afréð hann að leyta sér húsaskjóls í stað þess að sofa i tjaldinu. Um háttatíma lagði hann af stað á hestbaki með Ólafi leið- sögumanni okkar, til þess að leita sér húsnæðis. Næsta morgun kom hann svo aftur og var í svo óvana- lega góðu skapi að eg gat ekki stilt mig um að spyrja hann að því, hvaða ingar vitsmunalegs þroska og, að gæfa hefði hent hann. Frásaga hans um móttökur þær, sem hann fékk á bóndabýlinu kvöldinu áður hreif mig svo mjög að eg næstum freist- aðist til þess að fleygja tjaldinu og rúmunum ofan í kokið á Strokk, og varpa öllum mínum áhyggjum upp á gestrisni íbúanna. Eg minnist þess að eg hefi lesið um eitthvað líkt þessu í bók Van Troils, en þangað til nú hefi eg aldrei fyllilega trúað því. En það fer bezt á því að láta læknirinn segja sína eigin sögu. “Hann sagði: 'Eg hafði ekki fyr gert vart við mig og kunngert erindi mitt en mér var tafarlaust fagnað af allri f jölskyldunni, og eg var með mikilli viðhöfn leiddur inn i gesta- stofuna. Alt, sem til var í húsinu, var borið fram fyrir mig, og allir á heimilinu stóðu hjá til þess aö sjá um að eg skemti mér. Vegna þess að eg var nýbúinn að borða kvöld- verð þarfnaðist eg ekki frekari góð- gerða, en allar skýringar voru á- rangurslausar, og eg gerði alt, sem í minu valdi stóð, til þess að gera alla ánægða. Um leið og eg stóð upp frá borðinu bauðst dóttir bónd- ans með bendingum að vísa mér til svefnherbergis míns (gamli Van Troil segir, aö það sé annaðhvort móðirin eða dóttirin, ef hún er upp- komin, sem þessu sinni). Hún bar stóran disk af skyri í annari hend- inni og brennivínsflösku í hinni og gekk svo á undan mér í gegnum göng, sem bygð voru úr torfi og sfeini, þangað til við komum að herberginu þar sem eg átti að sofa. Eftir að eg hafði horft á hana—og það ekki alveg kvíðalaust af minni hálfu, því eg vissi að til þess var ætlast að eg kláraði hvorttveggja fyrir morgun—setja skyrdiskinn við hliðina á rúminu og brennivínsflösk- una undir koddann, bjóst eg til að hneigja mig kurteislega fyrir henni og bjóða henni góða nótt, en þá gekk hún rakleitt upp aö mér og með prúðu fasi og fylstu einurð krafðist hún þess að fá að hjálpa mér úr treyjunni og þar næst úr skónum og sokkunum. Þegar svona langt var komið taldi eg víst að þátt-töku hennar í þessari athöfn mundi lokið og að eg mundi nú fá að njóta þeirrár einveru, sem er vanalega álitin tilhlýðileg undir svona kringumstæðum. En það var öðru nær. Áður en eg vissi hvaðan á mig stóð veðrið sat eg á stól i skyrtunni, buxnalaus, og stúlkan var að brjóta saman og hengja á stól, buxurnar, sem hún hafði svift_ af mér. Þar næst, eins blátt áfram og hugsast gat, hjálpaði hún mér upp i rúmið, vafði rúmfötunum utan um mig, sagði eitthvað fallegt við mig á íslenzku, rak mér svo rembings koss og fór.’ Hann bætti við: ‘Ef þú sérð eitthvað eftirtektarvert við út- lit mitt, þá stafar það, ef til vill, af því að í morgun var eg vakinn með kossi.’ Eg held að það sé óþarfi að bæta því við, að kvef læknisins batnaði ekkert á meðán við vorum í nágrenninu og ef það hefði ekki ver- ið fyrir það, að það sýndist færast í hann nýtt fjör með hverjum degi, þá hefði eg verið farinn að verða áhyggjufullur yfir þessum langvar- andi lasleika hans.” Áður en Lord Dufferin fór frá íslandi var honum haldið samsæti í Reykjavík. Þar voru saman komn- ir helztu embættismenn landsins. Það er ekki getið um það hvort þar hafi verið nokkuð að borða, þó það hafi sjálfsagt verið. Hins er getið að þar var nóg að drekka og að samsætið stóð yfir i fimm klukku- tíma. Tíminn virðist hafa gengið aðallega í það aö drekka og halda ræður, og Lord Dufferin viður- kennir það, að það sé í hálfgerðri þoku fyrir sér hvað þar hafi gerst. Sjálfur hélt hann þrjár ræður og á sínu tungumálinu hverja. Fyrst mælti landstjórinn fyrir minni Victoríu drotningar á frönsku. Á eftir honum talaði Lord Dufferin, einnig á frönsku. Þegar ögn leið á kvöldið var mælt fyrir minni Stóra Bretlands, og þá hélt Lord Dufferin aðra ræðu, í þetta sinn á ensku. í lok samsætisins mælti biskupinn fyrir minni Lord Dufferins sjálfs með glymjandi tuttugu mínútna GUARANTEED THE PURE PRODUCTOF WESTERN Þ 1 I EIR, sem fram- leiða hið heims- 1 fræga Five Roses | hveitimjöl, árna sín- S' umíslenzkuviðskifta- | mönnum og vinum í Kt6ISTERED rr" 0 0 & POS^ gleðilegra jóla og far- | flour/x, sœls nýárs. í Lake of the Woods Milling Company Limited ræðu á latínu. Lord Dufferin hélt þá þriðju ræöuna og þakkaði fyrir sig á latínu. (Eg get bætt því viö i þessu sambandi að á meðan hann dvaldi í Canada hélt hann ræðu á McGill University á grísku. Hann var alveg framúrskarandi vel að sér í tungumálum.). Það er ýmislegt annað í sambandi við þessa íslandsferð Lord Duf- ferins, sem eg hefði viljað drepa á, en tíminn leyfir það ekki hér. Eg vil að eins bæta því við, að ferða- saga hans ber það greinilega meö sér að hann gerði sér far um að kynnast Islendingum eins og þeir eru upp og ofan, jafnt láum sem háum og háum sem láum. Það virðr- ist honum hafa tekist. Ferðasagan öll ber vott um mjög víðtæka þekk- ingu á landinu, þjóðinni, sögu henn- ar og bókmentum, og engum getur dulist, að höfundurinn ber mjög hlýjan hug til íslendinga—til allra Islendinga. Það sýndi hann i verk- inu mörgum árum seinna. Áriö 1872 varð Lord Dufferin landstjóri í Canada. Á þeim dögum fylgdi þeirri stöðu meira vald og meiri ábyrgð en nú. Hann hafði mörg vandasöm viðfangsefni og leysti hlutverk sitt svo vel af hendi, að þaö er alment viðurkent, að hann sé sá lang færasti og vinsælasti landstjóri, sem Canada hefir átt síð- an sambandið var myndað, og, ef til vill, sá færasti og vinsælasti land- stjóri, sem Canada hefir nokkru sinni átt. Hjann var landstjóri hér þangað til árið 1878, og það var því á stjórnartíð hans, að innflutningar frá íslandi til Cánada hófust. Hvað mikið lán það var fyrir íslendinga, vita þeir bezt, sem landnámssögu Is- lendinga hér í Canada eru kunnugir. Til þess að átta okkur betur á því, hvað stór skuld sú er, sem við stöndum í við Lord Dufferin, verð- um við að gera okkur grein fyrir því hve algerðir einstæðingar ís- lendingar voru hér í þessu landi i þá daga og hvað lítið þeir máttu sín. Það er ógeðfeldur sannleikur, en sannleikur þó, að fyrst þegar þeir komu til þessa lands var litið á þá sem útlent rusl og þeir voru fyrir- litnir. Á þá var litið og um þá var talað sem útlendinga í orðsins mest niðrandi merkingu. Þeir voru ó- kunnugir tungumáli og siðvenjum þessa lands. Þeir voru bláfátækir. Þeir höfðu hvorki efni á að veita sér falleg hús né fín klæði. Þeir voru aö Öllu leyti ókunnugir atvinnuveg- um þessa lands og urðu að sætta sig við þyngstu stritvinnu og lægsta kaup til þess að geta haldið lífinu í sér og sínum. Svo bættist ofan á alt annað, sorgin og sársaukinn og hörmungarnar sem bólusóttinni voru samfara. Kjör þeirra voru ósegjan- lega beisk. Ef nokkur Islendingur hefði þá dirfst að halda því fram, að þeir væru jafningjar enskumælandi íbúa þessa lands, hefði það verið tal- in hin mesta fjarstæða og ósvífni. Það var öðru nær en að á þá væri litið þeim augum. Hafið þið nokkru sinni hugsað út í það, hvað mikil göfugmenska það var, hvað óeigingjörn og aðdá- anleg vinátta var með því sýnd, og hvaða þýðingu það hafði fyrir Is- lendinga, bæði þá og síðar, að ein- mitt á þessu niðurlægingar tímabili þeirra, þegar sauðsvartur almúginn lét sér sæma að líta niður á þá meö fyrirlitningu, að þá skyldi æðsti og áhrifamesti embættismaðurinn í öllu landinu — umboðsmaður sjálfrar drotningarinnar—taka þá beinlínis undir verndarvæng sinn, láta sér greinilega ant um velferð þeirra, hjálpa þeim til að tlytja frá-Ontario til Manitoba, gangast sjálfur fyrir því að þeir fengju stjórnarlán, þeg- ar al^-ir aðrar bjargir voru bannað- ar og hungursneyð var fyrir dyrum, I Snntlesar Jóla og Nýársóskir öllum Islendingum til handa Manitoba Co-operative Dairies Ltd, 844 SHERBROOKE STREET F. TIYLES, JíCanager PHONE 27 611 ril 1 $ Gleðileg Jól og Farsaelt Nýár! •*——------------------ The Canada Metal Co. Ltd. LEAD PIPE :: SHEET LEAD BABBITT :: METALS TORONTO - MONTREAL - HAMILTON - WINNIPEG - VANCOUVER / Wt fflt Wt ii

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.