Lögberg - 09.06.1932, Síða 1

Lögberg - 09.06.1932, Síða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines ftuffi Soi ilP V*T> r. **' iied For Better Dry Cleaning and Laundry 45. ARGANGUR Dagskrá kirkjuþingsins (Áætluð.) Kirkjul)ing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, verður haldið í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg, 16.—20. júní 1932. Eftirfylgjandi er áætluð dagskrá þingsins: Fimtudaginn 16. júní, þingsetningarguðsþjónu'sta kl. 8 að kvöldinu. Séra H. Sigmar prédikar. Föstudaginn 17. júní, starfsfundir kl. 91—12 f. h. og kl. 2—6 e. h. Að kvöldinu kl. 8, verður söngsamkoma haldin af söngflokk Fyrsta lút. safnaðar, undir forystu hr. Páls Bardal. Laugardaginn 18. júní, starfsfundir kl. 9—12 f. h. og kl. 2—6 e. h.. Að kvöldinu' kl. 8, fyrirlestur, séra K. K. Olafson. Sunnudalginn 19. júní, verður efalaust venjuleg guðsþjón- usta safnaðarins kl. 11 f. h. — Kl. 3 e. h., trúmálafundur. Um- ræðuefni: Kristileg sjálfsafneitun. Málshefjandi: cand. theol. Jóhann Friðriksson. — Kl. 7 að kvöldi, Prestvígsluguðsþjón- usta. Vígsluþegi: Jóhann Friðriksson, cand. theol. Mánudaginn 20. júní, starfsfundir kl. 9—12 f. h. og kl. 2—6 e. h. Kvöldið verður helgað heiðingjatrúboði. Séra S. O. Thorlaksson flytur fyrirlestur. Byrjar kl. 8. K. K. Ólafson, forseti. Grímson dómari vinnur þarft verk Þess hefir nokkrum sinnum ver- ið getið í Lögbergi nú að undan- förnu, aðallega í fréttum frá íslandi, að GuÖmundur Grímson, dómari, hafi verið á íslandi og í Danmörku i vetur, í erindum fyrir flugfélag í Bandaríkjunum. Er því lesendum Lögbergs ekki ókunnugt með öllu um ferð hans og erindi. Samt skal nú hér nokkuð frekar að því vikið, þar sem hann er nú nýlega kominn heim úr þessari ferð. G. Grímson dómari fór til íslands og Danmerkur sem umboðsmaður Trans-American Air Lines Corpora- tion. Er hugmynd félagsins sú að koma á loftferðum milli Detroit, Mich. og Kaupmannahafnar, um Labrador, Grænland, ísland og Fær- eyjar. Má í stuttu máli segja, að erindi Mr. Grímsons hafi gengið þannig, að allar líkur eru til að inn- an fárra ára komist á reglulegar og stöðugar flugferðir milli Detroit og Kaupmannahafnar, þá leið, sem fyr er greind. Mr. Grímson fór fyrst til Islands. Var erindi hans þar mjög vel tekið af stjórn og þingi. Kom hann til Reykjavíkur um þingtímann og samþykti þingið þegar lög sem heim- ila fyrnefndu félagi að byggja flug- stöðvar á íslandi, flytja fólk og flutning yfir ísland og milli Islands og annara landa. Fær félagið einka- leyfi til slíkra flutninga í 75 ár. Eftir að Mr. Grímson hafði lokið erindum sínum í Reykjavík fór hann á fund stjórnarinnar í Kaupmanna- höfn. Þingið sat ekki meðan hann var þar. Gat stjórnin því ekki gef- ið Mr. Grímson fulnaðar svar og verður það að bíða þangað til þing- ið samþykkir lög þess efnis, að leyfa félaginu að fljúga yfir Grænland °g byggja þar flugstöðvar. Þó gaf stjórnin félaginu þegar leyfi til að gera veðurathuganir á Grænlandi, og hefja tilraunaflug yfir landið, ef veðurathuganirnar sýndu að það væri tiltækilegt. Einnig lofaði stjórnin að veita engu öðru félagi leyfi til að fljúga yfir grænland á næstu þremur árum. Gerði stjórnin í Kaupmannahöfn skriflega samn- inga við Mr. Grímson, þessu við- vikjandi. Virðast allmiklir örðug- leikar á því, að fá leyfi hjá stjórn- inni i Danmörku til að fljúga yfir Grænland og byggja þar flugstöðv- ar. Grænland er “lokað land.” Út- lendingum er naumast leyft að haf- ast þar við. Gera Danir þetta í þeim tilgangi að vernda eina tólf þúsund Eskimóa sem þar eru. Þeim hefir lika fjölgað síðari árin. Allar líkur þykja til að Danir muni fallast á það, að opna Grænland, hvað þess- ar flugferðir snertir. Flugleiðin er fyrirhuguð frá De- troit, norður yfir Canada til Baffin eyjar og þaðan til Grænlands, Is- lands, og Færeyja, Shetlands eyja, en hin endastöðin verður í Kaup- mannahöfn. Leiðin er um 4,000 mílur og er búist við að hægt verði að fljúga alla þessa leið á 48 klukku- stundum. Flugstöðvarnar verða 12 alls og verður oft skift um flugvél- ar og flugmenn. Hefir Guðmundur dómari Grim- son í ferð þessari unnið þeirri hug- mynd, sem hér er um að ræða, afar mikið gagn, og allar líkur eru nú til að þess verði ekki langt að bíða, að hún komist í framkvæmd. Nýtt ráðuneyti á Þýzkalandi Þess var getið í síðasta blaði að Bruening-stjórnin hefði sagt af sér. Hindenburg forseti fól Franz von Papen að mynda nýtt ráðuneyti og hefir hann nú gert það. Þessi nýi kanslari aðhyllist stefnu hægri- manna og það þeirra, sem íhalds- samastir eru. Það þykja mjög litl- ar líkur til að þessi nýja stjórn geti haldið völdum nema rétt í bráðina, því hún hefir ekki nærri nægilegt þingfylgi til þess. Verður þá líklega aftur gengið til kosninga, og eftir því að dæma hvernig kosningarnar fóru þar síðast, má búast við að nú sé að því komið að Hitler taki við völdunum sem, forsætisráðherra, þó hann væri ekki kosinn forseti í vor. Ef til vill verða ekki neinar stór- breytingar á Þýskalandi fyrir það. Sumt af hans stóru orðum þýða kannske ekki sérlega mikið. Reynt að senda vopn til írlands Frétt frá London, í vikunni sem leið, segir að reynt hafi .verið af Rússumi, að koma vopnum til suð- urhluta írlands, sem haldið er að þeir fríríkismenn hafi ætlað að hafa við hendina, ef til verulegs ósam- komulags skyldi koma milli þeirra og Norður-írlendinga, en það er vel kunnugt, að stefna lýðveldismanna á Suður-írlandi er sú, að sameina landið alt i eitt lýðveldi. Úr þess- ari tilraun varð ekkert í þetta sinn og segir fréttin að skipið, sem vopnin flutti hafi fengið aðvörun um að bresk herskip væru á sveimi fyrir ströndum Irlands og hafi það þá snúið aftur. Það er ekki vel hægt að segja hvað satt kann að vera í þessari frétt, en naumast er hún sennileg. WINNIPEG.ýMAN., FIMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1932 NUMER 23 Islenzku tímaritin (Framh.) ---------- Þá hefir séra Kristinn Daníels- son þýtt ritgjörð um “Hvernig Robert James Lees kom upp um Jakob kviðristara” (Jack the Ripper). Lees þessi er nýlega dáinn, hann var frábær miðill og máttugur í góðum verkum. Fyr- ir dulargáfu sína kom hann þorpara þeim, sem hér um ræðir í hendur lögreglunnar. Muna flestir eftir því, er sögur gengu um glæpamann þennan í London, en fáum hefir verið kunnugt um afdrif hans eða hver hann var, fyr en eftir að Lees dó. “Upprisan og lífið,” prédikun eftir Árna Sigurðsson fríkirkju- prest, flutt 5. okt. 1930, er lifandi boðskapur, fluttur í anda sálar- rannsóknanna, eða með fullri samúð til þeirra. Það er kristin- dómur og víðsýni og lotning í þessari prédikun, sem hafin er yfir hjáræmulegar trúarkreddur, sem hindra framför kirkjunnar á svipaðan hátt eins og efnishyggj- an gerir hjá sumum hinum svo kölluðu frjálslyndu kirkjum, sem í raun og veru eru ekki annað en pólitiskir klúbbar. Annað mergilegt í þessu hefti er: “Hvernig vitið þér það?” eft- ir E. H. Kvaran; “Dulrænar mynd- breytingar efnisins” eftir Sigurð H. Kvaran; “Dulheyrn og fjar- sýni” eftir Jakobínu Þ. Þórðar- dóttur frá Laugabóli. Segir hún frá ýmsum merkilegum fyrir- brigðum, sem gaman er að lesa. “Ýms dularfull fyrirbrigði" eft- ir Þórð Kárason á Stóra Fljóti í Biskupstungum; “Sýn” eftir Ing- veldi Pálsdóttur frá Akri, og “Þau voru ekki lengi að hittast.” Eru þessar fjórar síðasttöldu ritgerð- ir sama efnis, skýra frá dulrænum fyrirburðum, sem engin ástæða er að efast um að séu sannir. — Morgunn mun eiga sammerkt með flestum íslenzku timaritun- um, að hann hefir fremur fáa kaupendur hér vestra, en hann flytur mikinn fróðleik, og það ætti enginn að skemmast við að lesa hann, því andinn er góður, þó honum máske skeiki í ýmsu. Iðunn lifir á gömlum og nýjum merg. Gamla iðunn var vinsæl hjá íslenzku þjóðinni, hafði merkilegt bókmentalegt gildi eins og mörg hin betri íslenzku tímarit. Þegar Iðunn reis upp aftur, úndir rit- stjórn þeirra Jóns ólafssonar, Einars H. Kvaran o'g Dr. A. H. Bjarnasonar, fagnaði þjóðin henni yfirleitt og varð ekki heldur fyrir neinum vonbrigðum. Hér voru menn á ferðinni með bókmenta- smekk og frábæra hæfileika. Jón Ólafsson var hinn rithæfasti og einn skemtilegasti maður í tilbót hjá íslenzkri þjóð á meðan hann sat uppi; en hans naut ekki lengi við, hann var kominn á gamals alduV; hann dó einu ári eða svo eftir að Iðunn fór að koma út. Söknuðu margir að hann fékk ekki lokið við ritkafla þann, er hann var hafinn að skrifa, “Endur- minningar æfinjtýramannsins.” Átti hann margt í fórum sínum til að skrásetja frá æfintýraríkri æfi. Einar H. Kvaran var aðeins við ritstjórnina fyrstu tvö árin, hætti þá, svo Dr. A. H. Bjarnason hafði þá Iðunni einn um nokkur ár, eða þar til hún var seld Ma!gnúsi Jónssyni, er var ritstjóri í tvö ár. Þá tóku' við Árni Hall- grímsson og Eiríkur Albertsson En síðan 1928 hefir Árni Hall- grímsson einn verið ritstjóri tíma- ritsins. Af þessu sést, að Iðunn hefir verið í höndum rithæfustu manna og hefir hún flutt lesendum sín- um mikinn fróðleik þau ár, sem hún hefir komið út; jafnvel þó maðúr sé ekki öllu samþykkur, sem þar hefir verið á borð borið. Ið- unn er eitt af þeim ritum, sem í í almennings höndum ætti að vera; hefir hún máske náð einna mestri útbreiðslu íslenzkra tíma- rita hér vestra; er það þá samt mest fyrir dugnað og árvekni útsölumannsins, hr. Magnúsar Pet- erson í Norwood, sem sökum trygð- ar sinnar við íslenzka fræði- mensku hefir lagt sig allan fram að útbreiða hana sem mest; hefir hann þar og þarft verk unnið. Þó tel eg ekki Iðunni, eins og eg hefi áður sagt, bezta tímaritið sem út er gefið á íslandi. En þeir fimtán \ árgangar, sem út eru komnir af, henni, erú hverju bókasafni merki-] leg viðbót og prýði. “Skáldsögur og ástir” er fyrsta ritgjörðin í síðasta hefti Iðunnar. skrifuð af séra Ragnari E. Kvar- an í Árborg, Man. Er tilefni og þungamiðja þessarar ritgjörðar, sögur tvær, sem nýlega eru komn- ar út á Islandi: “Þú vínviður hreinn’, eftir Halídór Kiljan Lax- ness, og “Skálholt”, eða fyrra hefti þessa skáldverks, “Jómfrú Ragn- heiður”, eftir Guðmund Kamban Þessir höfundar eru báðir sér- kennilegir og fara ekki sömú leið og aðrir; er það mikill kostur á manni, hvort sem er rithöfundur eða hvert annað starf er hann hefir á hendi í mannfélaginu, að hafa sjálfstæðar skoðanir, vera frumlegur og brjóta leiðir; en sá maður verður að hafa skarpa dóm- greind og spámannsgáfur. Enginn maður vinnur sér frægð, þó hann sé öðru vísi en aðrir menn, nema því að eins að hann hafi eitthvað til brunns að bera, sem auðgað getur líf manna og fært einhvern sannleika, sem verðmæti hefir, eða list, sem getur staðið straumfall tmans. Nýr boðskapur er ekkki betri en gamall boðskapur að eins vegna þess, að hann er nýr; og gamalt er ekki betra en nýtt, að- eins vegna þess að það er gamalt. Hvort sem er verður að hafa verð- gildi, ef það á að lifa, og þola eld- inn. Eg hefi ekki lesið: “Þú vín- viður hreinn”, en ýmislegt hef) eg lesið eftir Laxnes; hann er all- slingur að skrifa, en ritháttur hans er ekki aðlaðandi, og ef hann á að verða mikill spámaður, verð- ur hann að taka sér allmikið fram og taka nýja stefnu. / Það mun óhætt að fullyrða, að það léttvægasta í íslenzkri rit- mensku, sé skáldsagnagerðin. Eru þó mörg 'gullkorn í íslenzku' skáld- sagnuagerðinni; en samt, þegar öllu er á botninn hvolft, þá stend- ur nú gamli Jón Thoroddsen með ‘Mann og konu’ og ‘Pilt og stúlku’ einna fremst í flokki enn sem kom- ið er. Enginn hefir dregið hreinni eða betri myndir úr íslenzku þjóð- lífi en hann gerir þar, nema Gest- ur Pálsson, sem mestur snilling- ur hefir verið íslenzkra söguskálda, þó ekki sé mikið að vöxtum er eft- ir hann liggúr. Búrfells feðgarn- ir og Gróa á Leiti í Pilti og stúlku og Grímur meðhjálpari og Egill sonur hans, Hjálmar tuddi og Sig- valdi á Stað í Manni og konu, eru persónur, sem aldrei geta gleymst lesandanum og alt hefir sinn stóra þátt í því, að vekja at- hygli á afkárahætti og öfug- streymi í íslenzku þjóðlífi; þá er ástin dregin þar upp í skýrum og hreinum litum; hin sanna ást þeirra Indriða og Sigríðar, Þórar- ins og Sigrúnar, sem grundvölluð er á bjargi, ást hins göfuga, and- lega eðlis, sem upphefur mann- inn í hærra veldi, göfgar hugar- farið og flytur hann nær guði, en sem er í beinni andstöðu við þá ást svo kallaða, sem að eins tendr- ast við eld jarðneskra hvata— J Gúðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju, Sunnudaginn 12. júní: 1. —Ensk messa, kl. 11 f. h. 2. —Islenzk messa, kl. 7 e. h. Við þessa guðsþjónustu prédikar séra N. [Steingr. Thorlaksson. ástríðanna — sem leitt hefir svo margan manninn til glötunar í lífinu, en sem þó miklu fremur hefir tælt saklausar ungar stúlk- ur o'g eyðilagt líf þeirra. Sú ást skapar aldrei hefðar sæti í huga og hjarta manna eða kvenna, sem siðfágaða hugsuú hafa. Einár H. Kvaran skipar merki- legt sæti með íslenzkri þjóð, sem skáldsögu'höfundur, og margar sögur hans eru ágætar. Þá hefir Kristín Sigurðardóttir skrifað nafn sitt með stöfum, sem ekki fljótt mást. Skáldsaga hennar, “Gest- ur”, er með beztu íslenzkum skáldsögum; og margir fleiri hafa skrifað góðar sáldsögur eða skáld- sögukafla, þó e'g hirði ekki að fara fleiri orðum um það hér. í ljóðagerð stendur þjóðin mik- ið framar. Á 19. öldinni átti ís- lenzka þjóðin glæsilegri hóp af stórskáldum, heldur en nokkur önnur þjóð eða mannhópur í til- tölu við fólksf jölda, og í söguritun hefir hún unnið sér ódauðlegan orðstír fyr og síðar. Fornaldar- bókmentirnar er minnisvarði þeirr- ar kynslóðar, og mörg fræg sögu- rit seinni tíðar og samtíðar manna hafa auðgað bókmentasafn þjóð- arinnar, svo sem mannkynssaga Páls Melsteðs; Einokúnarverzlun Dana/ og Oddur j Sigurðsson o. fl. eftir Jón J. Aðils; Menn og mentir siðaskiftaaldarinnar 0. fl. eftir Dr. P. Eggert Ojlason, og síðast en ekki sízt Kristnisaiga, Dr. Jóns Helgasonar biskups, sem er bæði afreksverk og listaverk. Nú er þetta orðinn all-nokkur útúrdúr, og vil eg nú snúa mér aft- ur að ritgjörð þeirri, er eg nefndi og sem fyrst stendur í síðasta hetti Iðunnar, og verð eg að dvelja við hana um stund. Frh. Ralph Maybank AriÖ 1929 var Ralph Maybank kosinn bæjarráðsmaður í annari kjördeild í Winnipeg, með miklum atkvæðaf jölda. I tvö ár gegndi hann þessu em- bætti og komu þá í ljós hans miklu leiðtogahæf ileikar, dugnaður og góðgjarn skilningur á hinum erfiðu högum almennings. Annað árið var hann formaður þeirrar nefndar, sem sá um að hjálpa þeim, er atvinnulausir voru. Gegndi hann því vandasama verki með mikilli góðgirni og svo hag- kvæmlega, að flestir munu vel við una. Mr. Maybank er aðeins 42 ára að aldri, en hann hefir verið afar starf- samur um æfina. Hlann hefir verið 'algengur verkamaður, járnbrauta- maður, blaðamaður, lífsábyrðar um- boðsmaður og námsmaður. Síðan hann var fjórtán ára hefir hann sjálfur jafnan brotist áfram og jafnan vitað hvað hann vildi. Nú stundar hann lögmannsstörf í lög- mannafélaginu Maybank and Gunn. Hann hefir verið áhugasamur og duglegur og látið mikið til sin taka í frjálslynda flokknum, og verið honum til mikils gagns. Það verður litið eftir hag Winnipeg-bæjar, ef Ralph Maybank kemst á þing. Þingmannsefnið og fíflarnir Webb borgarstjóri í Winnipeg, lætur svo sem hann sé óánægður við fylkisstjórnina í Manitoba, eins og reyndar allir íhaldsmenn, sem sjálf- ir gætu einhvern hag af því haft, að þeirra flokkur kæmist til valda. Mr. Wjebb er að reyna að konxast á þing og útásetningar við gerðir stjórnar- innar heldur hann að sé helsta ráð- ið til að ná kosningu. Þeir halda það allir. En hans aðfinningar við stjórnina eru dálítið öðruvísi heldur en annara, en rétt eins réttmætar og haldgóðar. Það sem hann finnur einna helst að stjórninni er það, að hún hafi vanrækt að uppræta fífl- ana á hinum stóra grasfleti kring um þinghúsið. Hann segir ekkert um þessa miklu ííflamergð alstaðar annarsstaðar i borginni. En það stendur ekki til. Þeir koma ekki fylkiskosningum við. Komist Mr. Webb á þing og hans flokkur til valda, þá ætlar hann að sjá um það, að þessir fíflar á þinghússvellinum verði ekki lengur svona vitleysislega margir. Og hann sér ekki betur, en kjósendurnir í St. James, og því ná- grenni, ættu að kjósa sig af þessum ástæðum. Hann ætti náttúrlega að réttu lagi að verða ráðherra—fífla- ráðherra—og hann verður það von- andi ef svo ólíklega skyldi til tak- ast, að ihaklsmenn, og Webb þar með, beri hærri hlut við kosningarn- ar. Það veitir víst ekki af, að hafa duglegan fíflaráðherra, ef sá flokk- ur kemst til valda í Manitoba. Og Webb er fjarskalega duglegur. Vér höfum oft heyrt hann sjálfan segja það. Það hefir verið gert töluvert háð að Mr. Webb út af þessum fíflum. En hans ástæða fyrir því, að skifta ætti um stjórn, er alveg eins góð eins og ástæður hinna, hvorki betri né verri. Jafn viturlegar og rétt- mætar. Þær eru í nákvæmu sam- ræmi við öll önnur fíflalæti íhalds- manna í Manitoba um þessar mund- ir. Hvernig greiða skal atkvæði Atkvæðagreiðslan í öðrum kjör- dæmum þessa fylkis heldur en Win- mpeg, fer nú fram með nokkuð öðrum hætti heldur en verið hefir. Kjörseðlarnir eru ekki merktir með x eins og gert hefir verið, heldur með tölustöfum. Segjum t. d. að sex menn séu í kjöri í einu kjör- dæmi. Kjósandi setur þá töluna 1 aftan við nafn þess frambjóðanda, sem hann helst vill kjósa og svo töl- una 2 við nafn þess, sem hann vill næst helst, o. s. frv. En þýðingar- lítið er þó að setja nokkra tölu við fleiri en tvö eða þrjú nöfn, þar sem aðeins einn á að kjósa. Kjósandi má ekki halda að það spilli fyrir sínum manni, þó hann greiði öðrum 2. 3. eða 4. atkvæði. Þau atkvæði koma ekki til greina fyr en útséð er um, að sá sem maður hefir greitt I. atkvæði hefir ekki náð kosningu. Enginn skyldi því hlifast við að greiða 2. og 3. atkvæði, því þau at- kvæði geta haft mikið að þýða.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.