Lögberg - 30.06.1932, Page 1

Lögberg - 30.06.1932, Page 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1932 NÚMER 26 Hungursneyð í Kína “Ganlgi ég heim í borgina, þá sé eg þar menn dána úr hungri.” —Jeremías. Síðari uppskeran brást að mestu leyti í fyrra, en meira þurfti ekki til þess að hér yrði hungursneyð. Þar við bættust svo óeirðirnar í vetur. Tíu til tólf þúsundir ræn- ingja óðu um héraðið og gerðu sér far um að eyðileggja alla mat- vöru, svo hermönnunum veitti eft- irsóknin sem allra erfiðust. Þetta gerðist í febrúarmánuði. Og síðan hafa mörg hundruð heim- ilislausar fjölskyldur reikað hér á milli bæja og þorpa. Enn þá hafa þó ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til þess að firrast al- menn vandræði; tvennar skiljan- legar ástæður eru fyrir því: kín- verzk yfirvöld gefa sig ógjarna að öðrum verkefnum en þeim, er bersýnilega hafa nokkurn pen- ingahagnað í för með sér; og al- þýðan hefir aldrei vanist að sinna líknarstarfi. Það verður ekki ofsögum sagt af því hvað fólk leggur sér til munns, þegar hungrið sverfur að. Snemma var farið að drýgja mat- inn með mold og barkarmuln- ingi, alskonar grösum og trjárót- um. Skepnum og alifuglum er búið að farga fyrir löngu; þá kemur röðin að áhöldum, hús- gögnum og fatnaði. Þetta bera menn á bakinu til fjarliggjandi bæja og þorpa, og selja fyrir ein- hverja smámuni. Peningunum er auðvitað varið til að kaupa ódýrar og skemdar matvörur. Að lokum fer fólkið að rífa húsin yfir höfðinu á sér, viði og þak- stein er ef til vill hægt að selja. En lítið verður úr þessu öllu sam- an: Á sölutorgunum er fult fyrir af alskonar skrani; sem alt af er að 'lækka í verði og aukast. En matvaran verður fásénari dag frá degi og er gulls ígildi. Þorpin leggjast í eyði hvert á fætur öðru. Beiningamenn standa fyrir hvers manns dyrum og hrópa: “Kolien, kolien ba-a, gi go fú-a-a!” þ. e.: miskunnið, miskunnið, gefið ölmusu!)j. Verðgangur hefir eiginlega alt af verið “atvinnuvegur” auðnuleysingjanna í Kína. Til þessa hefir hið opinbera ekki lát- ið fátækramálin til sín taka. Nú eru þeir svo margir, sem komnir eru á vonarfvöl, og svo nængöng- ulir, að fólk, sem annars er vant að reita einhverju í betlarana, er hrætt um líf sitt og gefur þeim ekkert. Er þá fokið 1 flest skjól og er ekki annars að vænta, en að betlurunum gremjist að vera rændir réttindum sínum. í bæ einum skamt héðan, réðus't ný- verið þúsundir hungraðra manna á matvöruverzlanir og opinberar byggingar, og hefndu sín grimd- arlega. Mönnum er eins farið og rán- dýrunum að því leyti, að ýmist þyrpast þeir þar að; sem alls- nægtir eru fyrir, ellegar notfæra sér eymd annara og ræna líkin. Betlaraflokkarnir í Honan gætu sagt með Páli postula: vér erum eins og komnir í dauðann, og samt lifum vér, — eins og fátækir, en auðgum þó marga.” Það er ekki orðum aukið, að þeir hafa auðg- að marga. Ránfíknir menn hafa þyrpst að þeim úr öllum áttum og rúð þá og flegið. Selja þeim of- urlitla lífsbjörg fyrir okurverð, en kaupa fyrir smáræði hús þeirra og jarðir, áhöld og fatnað. konur og börn, — enda er nú alt þetta gjaffalt. Hér er maður á þritugs aldri, blásnauður orðinn eftir barátt- FRÁ ÍSLANDI. Reykjavík, 5. júní. Hægviðri hefir verið um land alt undanfarna viku með þokum á Norður- og Austurlandi. — Úr komulaust að kalla um land alt, en fremur hlýtt, segir Veðurstofan. Gróðri hefir farið vel fram hér um slóðir undanfarna viku, og eru margir grasblettir nú slegnir hér í bænum með síbreiðu grasi. Áfall um nætur hefir bætt úr rigningar- skorti. ís er nú allur farinn frá Horn- banka. Togarar hafa verið á veiðum á Hornbanka og Skagagrunni, og hafa þeir komið með ágætan afla. En búist er við að útgerð þeirra flestra hætti nú jafn óðum og þeir koma í höfn, sakir þess hve mikið ósamræmi er nú orðið milli útgerðarkostnaðar og fiskiverkun- ar annars vegar, og hins lága fiskiverðs í markaðslöndunum. Afli á öllu landinu var um síð- ustu mánaðamót '285 þús. skipd., en í fyrra var aflinn 318 þús. skpd. og árið 1930 var hann mestur, sem verið hefir, 336 þúsund. — Fiski- birgðir í landinu nokkuru minni en á sama tíma í fyrra. — Mgbl. una við hungurvofuna. Dóttir tveggja ára og fataræflarnir, sem enn þá hanga á kroppnum, er al- eiga hans. Þegar alt var gengið til þurðar, seldi hann að lokum eiginkonu sína fyrir 16 krónur.— Mér dettur annar maður í hug, nokkru eldri. Hann er kinnfiska- soginn og augnatóptirnar ömur- lega djúpar; hungrið hefir sorf- ið vöðvana af fótleggjunum. Hann heldur á veikum dreng á hand- leggnum. á að gizka þriggja ára gömlum. Dóttur sína og konu seldi hann sama manni, en konan fyrirfór sér daginn eftir að borg- un fór fram. Tvo drengi höfum við tekið að okkur í bili, bræður, þriggja og átta ára gamla; hungur og veik- indi hafa rænt þá foreldrum þeirra báðum og þremur systkin- um. — Sama morguninn og þetta er skrifað, lá ellefu ára gamalt barn liðið lík hér fyrir utan dyrn- ar. Enginn kannaðist við það; harmsaga þessa elskulega litla sakleysingja verður aldrei færð í letur. Lögreglan selur beininga- mönnum Iíkið í hendur og leyfir þeim að hirða fataræflana fyrir að sökkva því niður í einhverja gryfjuna fyrir utan bæjarvirkin. Yfirvöldin hófust ekki handa, fyr en bærinn var orðinn fullur af flökkulýð og öllum var aug- ljóst orðið að í óefni var komið. Bæjarstjórnin hefir loksins geng- ist fyrir matgjöfum til hér um bil 5,000 manns. En margir horfa undrandi á þessar matgjaf- ir og spyrja: Hvað er þetta handa svo mörgum! Kristniboðarnir skutu saman nokkru fé, og síðan 1. apríl höfum við daglega gefið á fjórða hundr- að manns eina máltíð matar. Við höldum til í stórum hofgarði skamt frá kristniboðsstöðinni. Þangað höfum við smalað gamal- mennum, örmagna fólki og aujn- ingjum, sem enga björlg getur veitt sér. Einn daginn dóu sjö, en annan fjórir. Þegar þetta er skrifað, hafa að eins liðið svo tveir dagár síðan við byrjuðum þarna, að ekki háfi einn eða fleiri dáið. — þrátt fyrir björgunar- viðleitni bæjarfélaga og ein- stakra manna, er hætt við að hungursneyðin aukist mjög þang- að til hveitiuppskeran hefst í maímánaðar lok. Ólafur Ólafsson. Tengchow, Honan, China, 21. apríl 1932. Stjórnarbylting í Siam í Siam hefir verið einvalds- stjórn alt til þessa, og þar hefir ríkt Prajadhipok konungur og Rambai drotning. Kannast marg- ir við þau, því það er ekki lanlgt síðan þau dvöldu all-lengi í Bandaríkjum og ferðuðust einn- ig um Canada og komu meðal annars til Winnipeg. Eru þessi konungshjón bæði vel mentuð á vestræna vísu, og hefir konung- urinn veitt þegnum sínum miklu meiri þátttöku í stjórn landsins heldur en þeir höfðu áður. En svo virðist, sem þjóðin sætti sig ekki lengur við einveldið og krefjist nú þingbundinnar kon- ungsstjórnar, og til þess að koma því í framkvæmd, var uppreisn hafin í vikunni sem leið, og stóð herlið ríkisins fyrir henni. Varð mótstaðan svo sem engin, og að- eins einn maður féll. Konungs- fjölskyldan var tekin föst og nokkrir æðstu embættismenn og náðu uppreisnarmenn strax öllum yfirráðum, og fá vafalaust sínu framgengt. En þessi stjórnar- bylting virðist hafa gengið af al- ve'g óvanalega friðsamlega. V iðskif tasamningar Canada og Þýzkaland, eða stjórnir þessara landa, hafa kom- ið sér saman um að reyna að gera með sér viðskiftasamninga innan sex mánaða. Hafa bæði þessi lönd nú afar háa tollmúra hvort gagnvart öðru, svo öll við- skifti milli þeirra eru svo að segja alveg ómöguleg. Þýzkaland hefir nú sett hærri innflutnings- toll gegn vöru frá Canada, held- ur en nokkru öðru landi. Hvað úr þessu kann að verða, er nátt- úrlega óvíst enn, en þetta er til- raun, sem Canada stjórn sýnist nokkurn velginn til neydd að gera. Meðan á þessu stendur, hækka þessi lönd ekki tollana, frá því sem nú er. Fylkiskosningarnar Atkvæði hafa nú verið talin í öllum kjördæmum Manitobafylk- is, þar sem kosningar fóru fram hinn 16. þ.m. Eru úrslitin þau, að stjórnin hefir hlotið 36 þing- sæti, íhaldsflokkurinn 10 og verkamannaflokkurinn 5. Tveir af hinum kjörnu þingmönnum telj- ast óháðir, en munu þó báðir fylfeja stjórninni að mestu leyti. Enn er ókosið í tveimur kjördæm- um í norðurhluta fylkisins, en kosningar fara þar fram hinn 14. júlí. Nú sem stendur þykir senni- legt, að mótstöðuflokkar stjórn- arinnar hafi enga frambjóðendur í þessum tveimur kjördæmum, og að frambjóðendur stjórnarinnar nái þar kosningu gagnsóknai'- laust. Fara heim Um, tvö hundruð námamenn, frá ýmsum stöðum í Evrópu, en sem síðastliðið ár hafa unnið við námagröft í Nova Scotia, eru nú að leggja af stað til heimkynna sinna í Evrópu. Þessir menn komu til Canada þegar atvinna var nægi- leg, en nú hafa þeir lengi verið iðjulausir og er nú hjálpað af stjórninni til að komast til sinna fyrri heimkynna, hvað sem þar kann við þeim að taka. Snjófall á Ítalíu 'Sú fregn kom frá Florence á. ítalíu, hinn 24. þ.m., að þar hefði hálendið þá verið þakið snjó. Er sagt, að slíkt hafi ekki komið fyr- ir þar öldum saman., um þetta leyti árs. Séra Friðrik Hallgrímsson sextugur. Eg á bágt með að trúa því, að séra Friðrik Hallgrímsson sé sextugur í dag, og þó verð eg að gera það, því að hann hefir á- valt öll sín plögg í röð o!g reglu, og svo mundi vera um fæðingar- vottorðið. Eg man vel eftir hon- um;, þegar eg kyntist honum fyrst á hinu ágæta heimili foreldra hans. Hann var þá kominn heim í sumarleyfi frá háskólanum. Honum fylgdi fjör og saklaus glaðværð, ánægja með lífið, með námið, með starfið fyrir stafni, og hann kunni að lifa 1 líðandi stund. Snyrtimaður í öllum sín- um háttum, en hispurslaus; glett- inn og góðgjarn í senn. öllum þótti vænt um hann, enda gerði hann sér engan mannamun. Og nú finst mér svo skamt síðan þetta var, af því að eg finn svo lítinn mun á honum eftir öll þessi ár. Eg heimsótti hann í hinni blómlegu Argyle bygð, og þau hjónin fóru með mér um sókn- irnar hans. Hann ók okkur í bíl. sem sóknarbörnin hans höfðu gefið honum fyrir einum eða tveimur dögum. Hann hafði aldr- ei áður stýrt bíl. Eg sagði hon- um, að hann skyldi fá fyrir ferð- ina, ef hann nú dræpi okkur á þessu ferðalagi. En hann var “hvergi hræddur hjörs í þrá,” og hafði rétt tök á öllu, því að hann er lagvirkur hvað sem hann ger- ir. Á þeirri ferð sá eg, hve inni- lega vænt öllum sóknarbörnunum hans þótti um þau hjónin. Eftir því tók eg, að hann hafði ekki fengið neitt af þeim enskukeim, sem loðir við framburð margra íslendinga, er lengi dvelja vestan hafs. Hann var samur við si'g í því sem öðru, hélt sínum eðlilegai framburði, hvað sem hljómaði í kringum hann, og sama hefir alt af verið um ræður hans: Það er enginn miærðarsemingur, engin tilgerð eða kækir, heldur ávalt eðlilegur hreimur, eins og þegar maður talar við mann. Það er af því, að hann segir ekki annað en það, sem hann vill sagt hafa. Eg hefi aldrei heyrt séra Friðrik halda ræðu, er mér fyndist ekki eiga við tækifærið, o!g þó getur hver maður sagt sér sjálfur, að dómkirkjuprestur í Reykjavík fær óteljandi tækifæri til að verða hjáróma, ef hann hefir ekki bæði lögmál og evangelíum í sjálfum sér. En það hefir séra Friðrik. Hann þjónar öðrum mjeð því að fylgja sínu góða og heilbrigða eðli. Þegar fyrverandi forseti hins ísl. kirkjufélags í Vesturheimi þakkaði honum við heimför hans fyrir tuttugu ára ágætt starf sem skrifari kirkjufélagsins, sa!gði hann meðal annars: “Allir þeir, sem með þér hafa starfað í kirkju- félaginu, minnast með aðdáun ljúfmensku þinnar og þýðleiks í samvinnu. Þú hefir í hvívetna ver- ið skapbætir mianna og kveikt ljós gleðinnar í félagsskap vorum.” Sama munu allir segja, er unnið hafa með séra Friðrik. Og þó er hann stefnufastur. Hann veit hvað hann vill og gerir það — með lagi — svo að hann meiðir hvorki sjálfan sig né aðra. í starfi sínu ýirðist hann óþreytandi og1 alt af er hann glaður, hvar sem hann hittist. En aldrei er ánæ!gju- svipurinn meiri, en þegar hann er á hinu fagra heimili sínu um- kringdur konu og börnum. Þrátt fyrir meðfætt glaðlyndi og and- legt jafnvægi væri hann ekki eins ungur og hann er, ef hann hefði ekki átt sér saimhenta, tápmikla, “Island” strandar Reykjavík, 8. júní. Klukkán 9 í gærmorgun fór Es. “ísland” frá Akureyri. Bezta veð- ur var á Eyjafirði, logn og sól- skin. En þegar kom út í fjarðar- mynnið skall á sótsvarta þoka. Laust eftir hádegi sigldi skipið 1 strand á austanverðu Siglunesi. Háflóð var um það leyti. — Hafði skipið siglt á grynningarnar með hálfri ferð. Samt stóð það í stór- grýti á 'láréttum kili. Skipstjóri sendi afgreiðslunni hér skeyti um atburðinn. Var hann vongóður um að skipið næð- ist út með næsta flóði. Bátur af Siglunesi kom brátt á strandstað- inn. Tók hann nokkra farþega og flutti til Siglufjarðar. Sögðu þeir Siglfirðingum tíðindin. Ýmsir bát- ar af Siglufirði brugðu þegar vð og fóru á strandstaðinn. Sögðu þeir, er þeir komu til baka, að tvísýnt myndi hvort skipið næð- ist út. Leki var þó enginn kom- inn að skipinu — eða sama og enginn. Togarar tveir, er voru að veið- um á Skagagrunni, komu á strand- staðinn í gærkvöldi. Ætluðu þeir að reyna að ná skipinu út um há- flóðið. Einnig mun “Fylla” hafa verið á leiðinni þangað í gær- kvöldi, til aðstoðar. Norskt skip, “Varild”, strand- aði þarna 15. september 1928, á leið frá Akureyri. Flakið af því er rétt hjá strandstað “íslands. — Mgbl. Hannes S. Blöndal í dag á Hannes S. Blöndal, skáld, 25 ára starfsafmæli í Landsbankanum. Kom hann þang- að 10. júlí 1907 — frá Vestur- heimi — en þar hafði hann dval- ist um nokkurra ára skeið og fengist við blaðamensku o. fl. Sá sem þessar línur ritar, hef- ir lengi verið samverkamaður Hannesar. Reglusamari, dag- farsprúðari og hirðusamari mann við verk sitt hefi eg aldrei þekt. Þar er jafnan alt í röð og reglu, hvergi blettur né hrukka. Hygg eg, að lengi megi leita og víða til þess að finna mann, sem vandari er að virðingu sinni og gætir bet- ur þess verks, sem honum er falið. Enda þótt Hannes Blöndal sé nú nokkuð tekinn að eldast að árum, er hann þó óvenjulega ung- ur bæði í sjón og reynd. Get eg varla sagt, að nokkur verulegur munur hafi á honum orðið öll þau ár, sem við höfum þekst. Hinar góðu og skemtilegu gáfur hans njóta sín enn til fulls, og virðist honum heldur vaxa hin “andlega spektin”, eftir því sem árunum fjölgar. — Eins og allir vita, er Hannes Blöndal eitt af góðskáld- um, þjóðarinnar og hafa mörg af ljóðum hans orðið mjög vinsæl. Síðustu árin hefir fátt nýrra kvæða sézt frá honum, en vænt- anlega á hann enn eftir að yrkja margt góðra kvæða. Eg óska H. B. allra heilla á komandi árum og undir þá ósk munu margir taka. Samverkamaður. —Vísir 10. júní. glaðlynda og góða konu og skemtileg börn. Eg veit að í dag streyma að heimili þeirra hjóna heillaóskir og þakkir úr öllum áttum. Eg vil bæta þeirri ósk við, að séra Frið- rik megi lifa og starfa heill og hress með ástvinum sínum til hárrar elli. Hann verður alt af ungur. Guðm. Finnbogason. —Vísir 9. júní. Lögbrjótarnir borga lögreglunni í blaðinu Baltimore Sun, var fyrir skömmu smágrein um rétt- arfarið og lögregluna í Chicago, sem er meira en lítið eftirtekta- verð, ef sönn er. Segir þar með- al annars, að kaup lögregluþjón- anna í Chicago sé $45 á viku, en þeir hafi ekki fengið kaup sitt mánuðum saman, vegna þess að bæjarstjórnin hafi ekki peninga og geti því ekki borgað. Samt beri ekki neitt á því, að þeir séu óánægðir með stöðu sína eða leiti sér eftir annari atvinnu, eða kom- ist ekki rétt eins vel af eins og aðrir, sem fá kaup sitt reglulega borgað, en ráðningin á þessu sé sú, að lögbrjótarnir, eða vínsal- arnir sérstaklega, 'sjái um það að þeir fái það sem; þeir þurfi sér til framfærslu. Af þessum vín- sölulýð eru tólf til fimtán þús- undir manna í Chicago, segir í fyrnefndri grein. Þykir greinar- höfundinum skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar lög- brjótarnir fara að fæða og klæða lögregluliðið. Bankarán Hinn 16. þ. m. var bankarán framið í Winnipeg. Það var úti- bú Royal bankans á Osborne o'g Corydon, sem rænt var. Það gerði einn maður og komst í burtu með átta þúsund dali og hvarf, svo enginn vissi hvað af honum varð. Nú hefir ungur maður ver- ið tekinn fastur í Buffalo, N.Y., sem grunaður er um að hafa framið.þetta bankarán. Auðvit- að er það ekki sannað enn. Mað- ur þessi heitir Ronald Rideout og er frá Edmundston, N. B. Er hann grunaður um fleiri banka- rán. Uppskeruhorfur Eins og stendur, eru uppskeru- horfurnar í öllum Sléttufylkjun- um mjög góðar. Vitanlega er út- litið ekki alstaðar jafngott á öllu þessu afar-víðát|;umikla svæði. Sumstaðar hafa engisprettur þeg- ar 'gert æði mikinn skaða, sérstak- lega í suðurhluta Manitobafylkis. Líka hafa cutworms gert mikinn skaða, einkum í Saskatchewan- fylki sunnanverðu. í einstaka stað hefir regn heldur ekki verið nægilega mikið. En þrátt fyrir þetta, eru uppskeruhorfurnar yfirleitt mjög góðar, svo jafn góð- ar hafa þær naumast verið í mtörg ár, líklega ekki síðan 1915. Hér í nágrenninu hefir tíðin nú lengi verið einstaklega góð, hæfi- lega miklir hitar og nægilegt regn, enda er hér allur jarðar- gróður afar mikill. FRÁ ÍSLANDI. * Reykjavík, 10. júní. Snjóað hefir í fjöll í nótt. Norð- an og norðaustan stormur og kuldi um land alt. Hríðarveður í útsveit- um norðan lands og vestan. Eldur kviknaði í morlgun í kjall- aranum á Hótel Skjaldbreið, út frá bökunarofni. Slökkviliðið var um hálfa stund að kæfa eldinn. Komst talsverður eldur í loftið yfir kjall- aranum, en upp á hæðina komst hann ekki. Bragi kom af veiðum í gærkveldi mjeð áttatíu tn. Þórólfur kom af veiðum í dag með ágætan afla. Fiskbirgðir námu þ. 1. júní sam- kvæmt reikningi gengisnefndar, 33,285 þurrum smálestum. Þ. 1. júní í fyrra nam aflinn 46,571 þurrum smálestum, en 1930 41,227, og 1929 32,012 þurrum smálestum. — Vísir.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.