Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FlJViiUDAGINN 30. JÚNÍ 1932.
Bls. 3.
SOLSKIN
IIVITI ÚLFURINN.
Það var búið að gifta 'hana Katrínu Rúriks-
dóttur. Brúðkaupið stóð í Sítómaþorpinu
með mikilli viðhöfn og gleði. Fjöldi fólks
sótti veizluna úr öllum áttum. En sökum
þess, að nú var hávetur og rennihjarn og ísa-
lög mikii, komu flestir veizlugestirnir á sleð-
um. Hófið stóð í tvo daga. Á þriðja degi
bjuggust menn til brottferðar glaðir og liug-
reifir a;f miðinum, skemtuninni, söngnum og
dansinum.
Boðsfólkið tíndist á stað í smáhópum.
Kvenfólkið hagræddi sér á sleðunum og hlúði
að sér eftir föngum, því að veður var frost-
liart og andkalt. Ökumaðurinn settist í sæti
sitL greip taumana, sveiflaði svipunni, sló
í klárana svo að gall við og þeysti af satð vf-
ir rennsléta, frostharða mjallbreiðuna.
Fönnin þyrlaðist npp umhverfis sleðana í
andlit þeim, sem á sátu og hestarnir þutu á-
fram sprengmóðir og löðursveittir.
T’rír bændur frá þorpinu Kran urðu sam-
ferða. Það voru fimm rastir heim til þeirra.
Þeir hétu Alexis, Vasilí og Ivan.
Veðrið var ljómandi fagurt, en ákaflega
kalt, Það marraði í hjarninu undir hófum
gæðinganna og sleðameiðunum.
Öðru hverju heyrðust þungir dynkir og
f: ostbrestir, þegar ekið var eftir ísnum á
tjörnum og stöðuvötnum.
Sleðunum miðaði drjþgtum, enda var
hreinviðri og blæjalogn.
Sleði ívans var seinastur. Hann sat
hljóður og hafði lagt byssuna um hné sér og
virti fyrir sér himininn og sólina. Þau voru
eins og þau áttu að sér. En nú kendi hann
gigtar í vinstri öxlinni, og það varð honum
jafnan fyrir veðurbreytingu.
Þeir héldu nú áfram. En, er þeir höfðu
<mð tvaer rastir, kom hann auga á skýhnoðra
ut við sjóndeildarhringinn beint yfir skógin-
nm. Hann lét það eigi á sig fá, því að hann
b.lóst við að verða kominn heim fyrir rökkr-
ið, ef förin gengi slysalaust En ef hann
brysti í byl--------t
Hann þekti vel, að gráðugir og glorhungr-
aðirúlfar voru á flatneskjunum. Hann
hafði að vísu eigi orðið var neins enn þá, en
þeir voru þar einhvers staðar á slæðingi.
Það lagðisit í hann eins og illviðrið. Hann
þuklaði eftir skothylkjalæltinu sínu. Hon-
um varð hugliægra. Það var með kyrrum
kjörum spent um hann miðjan.
Þeir héldu nú leiðar sinnar og ekkert bar til
tíðinda. Skýbolstrunum fjölgaði óðum og
breiddust óðfluga yfir loftið. Mannskaða-
veður var vafalaust í aðsigi. Hann herti
nú aksturinn og hestamir þöndu sig undir
spreng.
Blindhríð var skollin á klukkan eitt. Tlálfri
stundu síðar urðu þeir ívan og fömnautar
hans viðskila við lagsmenn sína. Bylurinn
tafði hrakið þá frá þeim. Veðrið stóð í
fangið með frosti og fannfergju. Yindgnýr-
inn var svo mikill, að þeir heyrðu varla hvor
til annars þótt örskamt væri milli þeirra.
Dimmviðrið var glórulaust með öllu og um
kl. þrjú, hlaut að verða komið niðamyrkur.
Fylgdarmaðurinn stöðvaði sleðann. —
“Hérna megum við eigi láta fyrir berast,”
mælti Ivan.
“Eg rata eigi hvert á að stefna húsbóndi
góður?” svaraði ökumaðurinn.
“Hvert á að stefna? Við verðum að halda
undan veðrinu; og svo skulum við leggja af
stað í drottins nafni”
Eftir fjórðung situndar fór sleðinn á hlið-
ina, hestarnir námu staðar og blésu mæðinni.
Ivan og förunautar hans sukku á kaf í fönn-
ina. Þeir komust brátt á fætur aftur og fengu
rétt við sleðann. Hann var heill og þeir þutu
á stað á ný.
Veðrið tók nú að lægja.
— Ökumaðurinn tók nú eftir því, að hest-
arnir fóru alt í einu að ókyrrast. Þeir lögðu
kollhúfuraar í sífellu, snörluðu og kiptu af
alefli í aktaugarnar.
ívan þóttist nú vita, livað væri á seiði.
“Húsbóndi góður,” mælti ekillinn, “þetta
er ekki einleikið.”
“Vertu hugrakkur,” svaraði fvan, “nú
granar mig, hvað er í aðsigi.”
‘ ‘ Úlfar! ’ ’ mælti ekillinn.
“Já, en eg kvíði engu meðan eg liefi byss-
una mína; eg hefi aldrei mist þess, er eg hefi
skotið til,” sagði ívan enbeittlega.
Honum varð að þreifa eftir skothylkjabelt-
inu. Hann hrökk við af angist og skelfingu.
Það var eins og kalt vatn rynni honum milli
skinns og hörunds og köldum svita sló út um
hann. — Beltið var horfið.
Það hlaut að hafa týnzt, þar sem sleðinn
fór á hliðina. Hann hafðn að eins tvö skot-
hylki í byssunni. Annað skotfæra hafði hann 1
ekki í fóram sínum. En að leita beltisins og
finna það í öðra eins illviðri, var engum fært.
Hestamir létu eins og þeir væru liamslaus-
ir. Þeir hömuðust að aktaugunum og vildu
losa sig og geystust áfram á fleygiferð. Nú
var um lífið ;að tefla, og öll bjargarvon valt á
flýtinum.
Veðrinu slotaði óðum og hér og þar varð
• skýjaskil. Sást þar til stjama og í heiðan
næturhimininn.
All-langan spöl að baki þeim sást bregða
fyrir ein kennilegum, svörtum deplum. Þess-
ir deplar voru úlfar. Þeir fóru geysihart og
bar ótrúlega fljótt yfir. Þó stukku þeir eigi né
ýlfruðu, en vora geigvænlega hljóðir. Að
hálfri stundu liðinni, áttu þeir um tíu álnir til
sleðans. 1 sömu svipan, runnu þeir fram með
sleðanum og komust fram fvrir hestana. Þeir
þögðu eins og steinar. Það heyrðist eigi stun-
ur né hósti, nema snörlið í hestunum og
marrið í freðnum snænum.
Nú þreif ívan til byssunnar og ökumaður-
inn keyrði hestana, sem bersýnilega voru
uppgefnir með öllu.
Úlfarair skipuðu sér umhvrefis hestana og
sleðann.
1 einu vetfangi réðu þeir á hestana. Þeim
varð ógreitt um vörnina sökum þess, að þeir
vora tjóðraðir við sleðann.
Svo hófst orrustan. Hún stóð skamma hríð.
Ekillinn dró hníf sinn úr slíðrum Qg Ivan
skaut öðra skotinu úr byssunni. Og óðara en
þá varði, voru úlfarnir á brott.
Himininn var heiður og þéttstimdur. Nótt-
in var fögur og köld. Alt í einu bar skugga á
hjarnið langt í burtu. Þar kom einhver skepna
á flugferð.
“Hvíti úlfurinn!” æpti ekillinn gagntekinn
af skelfingu.
Afi Ivans hafði sagt honum frá hvíta úlf-
inum. Og að hans sögn gat eigi ægilegri
skepnu. En Ivan liafði aldrei lagt trúnað á
orð karlsins og hugði þau skröksögu eina.
Gráu úlfamir sáust hvergi framar, enda
sagði afi hans, að þeir væru lafhræddir við
hvíta úlfinn og flýðu sem fætur toguðu, er
þeir sæu hann. Nú sannaði reynslan honnm
sögu karlsins. Skamt frá lionum kom geysi-
mikil skepna þjótandi. Þarna kom nú hvíti
úlfurinn. Hann hafði alrei séð liann áður,
og þótti nú eigi frá honum logið, því að hann
var mjög ógurlegur og leið leiftur hart, eftir
fönnunum, eins og öskugrár skuggi í stjömu-
skininu.
Að leita undankomu, var með öllu árang-
urslaust, enda veltist einn hesturinn hálf-
dauður í blóði sínu í snjónum, en hinir leit-
uðust við af öllum mætti að losa sig við sleð-
ann.
ívan hafði nú að eins eitt skot afgangs í
byssunni. Og afi hans liafði sagt honum, að
vanaleg blýkúla ynni eigi á livíta úlfinum.
Það þurfti að vígja hana áður.
Úlfurinn nálgaðist nú óðfluga. En nam
sitaðar um fimtíu skref frá sleðanum.
Ökumaðurinn skreið undir sleðann og fól
sig þar. Hestarnir sviptu sundur aktýgjun-
um og hlupu livor í sína áttina. Nú fór Ivan
eigi að verða um sel. Hann stóð þama aleinn
með byssuna í hendinni. Hvergi var liðs að
leita né vænta. Andspænis honum stóð hvíti
úlfuriinn oghvesti á hann blóðgráðug og glóð-
þrangin augun.
Ivani sortnaði fyrir augum. Á hverju
augnabliki bjóst hann við bana sínum. Úlfur-
inn hóf sig á loft og stökk fram. Hann lilífði
. sér með bvssunni og skaut í dauðans oflioði.
Svo fann liann varginn þungan og loðinn
leggjast ofan á sig eins og bjarg. En upp frá
því hvarf honum alt ráð og ræna og hann hné
í ómegin.
Þegar hann raknaði úr öngvitinu, hvíldi
hann uppi í rúmi og fólkið var á ferð og flugi
umhverfis hann. Hann var allur reifaður og
mátti eigi hreyfa legg né lið.
Löngu seinna var honum skýrt frá, hvað
hefði orðið honurn til gjargar.
1 sömu andránni sem hann skaut, liafði úlf-
urinn hremt liann. En þá hafði hann ósjálf-
rátt gripið hnífinn, lagt úlfinn með honum
og veitt honum mikinn áverka. Svo hafði öku-
maðurinn komið til liðs við liann og gengið af
úlfinum dauðum. En báðir flöktu þeir sund-
ur af sárum eftir bardagann.
Og þeir urðu frægir aí verki þessu um all-
ar sveitir.
En til Alexis, Vasilí og föranauta þeirra
spurðist aldrei. Sleðarnir fundust löngu
seinna og traðk mikið og bloðferill sást um-
hverfis þá. Þóttust menn vita, að þeir hefðu
orðið úlfunum að bráð hríðamóttina sælu.
— Unga Island.
OKEYPIS
til Hydro viðskiftamanna sem nota
Rafmagns eldavjelar
Vér vírum, setjum upp og höldum við 500, 750 eða
1,000 watt rafmagns vatnshitunarvél, í hús yðar
ókeypis, ef eigandi hússins undirskrifar samning,
að víringin og vélin haldi áfram að vera ^ eign
Hydro. Alt, sem þér borgið, er 10 cents á mánuði
auk vanalegs gjalds fyrir raforkuna. Plumbing
aukreitis.
Kaupið yðar rafmagnsvél nú — og takið
þessu fyrirtaks tilboði.
PHONE
848 132
Gfhj ofW&mfpeg
" ' iElectncr c
III IIII
PHONE
848 133
*#-5*
‘ MMCIM*rC
Ólæsir og óskifandi i
eru tveir-þriðju af öllum íbúumj
jarðarinnar, sem eru 10 ára og
eldri, eftir því sem amerískt blað
hefir reiknað út. f 18 löndum
þar sem eru 618 miljónir manna,
kann mestur hluti íbúanna
hvorki að lesa né skrifa, en í 45
löndum, þar sem eru 468 miljónir
manna, kann rúmlega helmingur-
inn að lesa og skrifa. — Af 1364
miljónum manna, sem talið er að
byggi jörðina, eru 850 miljónir
af þeim, sem náð hafa tíu ára
aldri, ólæsir og óskrifandi.
Rauðir Gorillaapar
í Lesbókinni var sagt frá því
fyrir nokkru, að leiðangur væri
lagður á stað inn í frumskóga
Afríku, til þess að leita að rauð-
um Gorillaöpum, sem sagnir
ganga um að eigi þar heima. Það
mun enginn vafi á því, að þessi
apategund er til, eða svo segir
fríherra von Wachter, Hohenmu-
hringen í þýzku blaði nýlega. —
Honum farast svo orð:
trt af greininni um leitina að
hinum rauðu Gorillum, sendi eg
yður hér með sögu, sem hinn
frægi Afríkufari dr. Richard
Kandt sagði mér fyrir tuttugu
árum í Dar-essalem. Bók hans,
“Caput Nili”, er talin með beztu
bókum, sem skrifaðar hafa verið
um Afríku, en enginn vildi þá
trúa sögu hans um rauða Gorilla-
apa. Hann sagði mér svo frá:
“Eg hafði sezt að með leiðangur
minn í frumskóginum sunnan við
Kivu-vatnið. Skamt þaðan var
gil allmikið, og heyrðum vér þrá-
faldlega þaðan einkennileg hljóð.
Veiðisveinninn minn, sem var
negri, hélt að þarna myndi Baví-
anar halda til. Mig langaði nú
til að kynnast þessum skepnum,
og svo lögðum við á stað. Veiði-
sveinninn bar fuglabyssu mína.
Við klöngruðumst niður í gilið
eftir fílaslóð, sem lá í gelgnum
þyrnirunna og fléttujurtir. Niðri
í gilinu komum vér að rjóðri, en
sáum enga Bavíana—heldur fimm
Gorillaapa, og voru tveir þeirra
risavaxnir. Og mér til mikillar
undrunar voru þeir allir há-
rauðir á lit. Þeir höfðu ekki orð-
ið okkar varir, svo að eg þóttist
geta virt þá fyrir mér í næði. En
alt í einu fóru stóru aparnir að
urra illilega og lögðu á stað í
áttina til okkar. Við sáum fljótt
hvernig á þessu stóð, því að dýr
nokkurt hafði komið fílagötuna á
eftir okkur o!g frísaði eða dæsti,
er það varð okkar vart. Og sam-
tímis gægðist ein gapandi ó-
freskjan fram úr runna, bak við
hina ungu Gorilla. Það var ef-
laust móðir þeirra. Nú leit ekki
vel út fyrir okkur. öðrum megin
við okkur var karldýr og hinum
megin hin grimma móðir. Við
gátum hvorki komist til hægri né
vinstri, og fuglabyssan var okk-
ur alveig ónýt. En veiðisveinninn
varð ekki ráðalaus. Hann rak
upp urr, líkt og hlébarði, sem hef-
ir verið vakinn. Það hafði töfra-
áhrif. Móðirin hrifsaði unga sína
til sín og í einu vetfangi var öll
fjölskyldan horfin inn í skóginn.
En við flýttum okkur til bæki-
stöðva okkar, og þar fékk eg að
frétta það hjá svertingjunum, að
þeir vissu að rauðir Gorillaapar
væri til, enda þótt þeir væri sjald-
gæfir. — Lesb.
Rósa o*g Sigurður hafa verið
leynilega trúlofuð í þrjá daga.
— Eg þarf að biðja þig einnar
bónar. sagði Rósa. Ætlarðu að
veita mér hana?
— Hver er hún?
— Lofaðu mér því, að segja
ekki nokkru mlifandi manni frá
trúlofun okkar.
Sigurður rak upp stór augu og
sagði:
— Því lofa eg þér, því að eg
þekki engan lifandi mann, sem þú
hefir ekki þegar sa'gt frá henni í
thúnaði.
PROFCSSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg Cor. Grahom og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tfmar: 2—8 Helmlll 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. ttlenzkur Ifigfrczdinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O, Box 1656 PHONES: 3« 849 og 2« 140
DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Ofíice tlmar: 2—3 HeimiU: 764 VICTOR ST. Flwne: 27 686 Wlnnipeg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 40« TORONTO GENERAL TPUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœOingar á Ö8ru gólfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa elnnlg skrifstofur a8 Lundar og Glmli og eru þar a8 hitta fyrsta miB- vikudag 1 hverjum mánu8L
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tímar: 3—6 Heimlll: 5 ST. JAMBS PLACB Wlnnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. talenzkur lögfrœðingur Skrlfst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er a8 hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. HeimiU: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 DR. A. V, JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi: 23 742 Helmllls: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaður 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71711
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimlli: 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 148 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaOur sá. beaU Knnfremur selur hann allskonar oilnnlavarOa og legetelna. Skrifatofu talslml: 8C 607 Helmllla talsíml: 68 S0I G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrlfstofa: 702 CONFEDERATON life building Maln 8t. gegnt Clty Hall Phone 24 587
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundor sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er a8 hltta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR 8T. Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta spartfá fölks. Selur eldsábyrg8 og blf- rei8a ábyrg8ir. Skriflegum fyr- lrspurnum svaraB samstundls. 1 Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 338 E. G. Baldwinson, LL.B. talenzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991
Dr. S. J.JOHANNESSON
stundar lœknlngar og yflrsetur
Tll vitStals kl. 11 f. h. tll 4 e. h.
og frá kl. 5—8 a8 kveldinu
532 8HERBURN ST. SlMI: 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
41 FURBY ST.
Phone: 3« 137
SímiB og semjiB um samtalstlma
J. J. SWANSON & CO.
LIMITUD
«01 PARIS BLDQ., WINNIPBQ
Fasteignasalar. Lelgja höm. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgO
af öllu tagi.
Phone: 2« 341
I