Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGIN N 30. JÚNÍ 1932. Bls. 5. Því miður verða þeir aldrei marg- ir af Vestur-íslendingum, sem heim til íslands munu flytja, hér eru þeir orðnir of rótgrónir, og til þess að þjóðflutningar eigi sér stað í nokkuð stórum stíl, þarf meira en lítið rót í þjóðlíf- inu. ísland er afskekt og strjál- bygt og lífið þar er líf við brjóst náttúrunnar. A'lt þetta eru kost- ir, sem eru eftirsóknarverðir. í mannlífshafi hinna þéttbygðu landa þróast öll sú spilling bezt, sem hugsanleg er í mannlegu lífi; þar eru lagaflækjurnar mestar og lögbrotin nærri óhjákvæmileg sumum, þar sem aðrir reka það sem atvinnugrein. Ef ísland skil- ur sinn vitjunartíma og vill eða getur lesið letrið á veggnum, hef- ir það mör'g skilyrði fyrir því, að verða með farsælustu löndum heimsins. Þá er ritgerð eftir séra Gunn- ar Benediktsson: “Örfá orð til Andsvara”, svar hans til séra R. E. Kvaran, á móti ritgjörð hans í Morgni: “Nýjar raddir”, sem er skrifuð um “Jafnaðarstefna og trúarbrögð” í Straumum, og “Æfi- saga Jesú frá Nazaret”, eftir Gunnar Benediktsson. Hðfund þenna, G. B., kannast allir við, sem fýlgst hafa með ritmensku tímarita og nýrra bóka á íslandi í seinni tíð; hefir hann staðið framarlega í því að vilja bylta og breyta til hjá kirkjunni og í þjóðfélaginu. Bera sö'gur hans, til dæmis “Við þjóðveginn” og “Niður hjarnið” vott um það, að hann finnur til með þeim, sem minni máttar er og halloka fer í leik lífsins, og hann sýnist hafa hina megnustu óbeit á kórónuðu ranglæti mannfélagsins, og reið- ir hann öxina hátt að rótum þess trés, sem fúið er orðið og ekki getur borið góðan ávöxt. Hefir hann óefað góða hæfileika, en spursmál er, hvort hann hefir það jafnvæ'gi, sem nauðsynlegt er til þess að verða nægilega áhrifa- mikill. Skoðanir hans á kirkju- málunum, þó frjálslyndar séu, geta ekki fallið í smekk manna, sem lotningarfulla trúarhneigð hafa, hvort sem er nú af eldri eða yngri skóla, enda hefir hann átt í höggi við menn um þessi efni, meira frá mönnum sem standa á svipuðum trúarlegum grundvelli og hann sjálfur, heldur en þeim, sem fylgja hinum eldri kenning- um. Skal ekki lengra farið út í þessa sálma að sinni. Ritgerð þessi, sem hér um ræðir, er frem- ur veigalítil og ekki mikið á henni að græða. Lang-merkasta ritgerðin í þessu hefti Iðunnar; er “Trúar- brögð og kristindómur” (Til séra Gunnars Benediktssonar), eftir séra Jakob Jónsson. Er hann ungur prestur á íslandi, sem hugsar djúpt og einlæglega; hef- ir hann eitthvað komið fram á sjónarsviðið áður og vakið eftir- tekt; en óefað á hann eftir að vinna mikið, ef honum endist aldur. Ritgjörð þessi er þrung- in af viti, frjálslyndi og trúar- lotningu, sem virðist svo vel samstemma, og þar sem allir þessir eiginleikar fara saman. má við miklu búast. Það er nautn að 'lesa svona ritgjörð og finna þann anda, sem þar rikir. (Framh.) FRA ÍSLANDI. Reykjavík, 8. júní. Af veiðum hafa komið: Hannes ráðherra og Arinbjörn hersir: báðir með ágætan afla. Þeir hætta veiðum. Otur fór út í fyrrinótt og kom inn í gær. Fisk- ar hann fyrir sænska frystihús- ið. Hann fiskaði vel hér úti í fló- anum í fyrrinótt. Valur, Knattspyrnufélagið, send; 16 knattspyrnumenn úr 2. flokki í gær til Akureyrar með Gull- fossi. Kemur flokkurinn til baka með Goðafossi þ. 20. Ætla Vals- menn að keppa á ísafirði, Siglu- firði og Akureyri. Knattspyrnu- félag Akureyrar bauð Valsmönn- um norður. Fararstjóri er Axel Þorbjörnsson. — Mgbl. Austur á uHvalsbak” Á SKALLAGRÍMI. Eftir Bjarna Sæmundsson. (Niðurl,) Ef aflinn er svo mikill, að ekki eru tiltök að innbyrða hann í einu. verður að skifta honum. En til þess að fá fiskinn vel þéttan inn í afturenda pokans, er byrjað með því að “snörla” á pokann með “snörlunni”. Það er mjög gildur kaðalsendi, sem brugðið er með sjálfhe’du-bragði utan um belg- inn, utan við borðstokkinn og svo dreginn á vindunni yfir járnkrók eða hjól á brúarhorninu, þangað til bragðið og pokinn eru komin að króknum, þá er legið o'g staðið á pokanum af nokkrum mönnum, meðan verið er að losa ‘snöruna’ og þangað til búið er að ‘snörla’ á ný, og þetta er endurtekið þang- að til fiskurinn er orðinn vel þéttur í pokabotninum. Þá er pokinn nteð skiftistroffunni dreg- inn upp að skipshliðinni á spott- anum, með gils og síðan á stroff- unni, með talíunni upp yfir borð- stokkinn, jafnframt því, sem fremra hluta pokans og belgnum er kastað útbyrðis, til þess að það af fiskinum, sem eftir varð, þegar skiftstroffan bútaði skamt- inn aftan af honum, geti runnið aftur í vörpubelginn jafnharðan og pokinn lyitist upp úr sjónum. Þegar “skamturinn” er kominn inn fyrir borðstokkinn, er fyrir- bandið leyst frá pokanum, svo að fiskurinn steypist niður á dekkið. iSvo er bundið fyrir pokann aft- ur, honum kastað fyrir borð, því næst snörlað á ný, eins og áður, til þess að fylla hann, nýr skamt- ur skorinn frá af skiftistroff- unni, hann innbyrtur o. s. frv. Þetta er all-umsvifamikið og seinlegt (hver poki tekur alt að 10 mín.), ekki sízt í úfnum sjó, erfitt verk, sem verður að endur- taka 2—3, 10—12 og jafnvel 15 —20 sinnum, eftir því sem aflinn er mikill (hve ‘margskiftur’ poki), þangað til allur aflinn er inn- byrtur. Þetta alt saman reynir oft æði mtfkið á þrek og þor háseta. Varp- an er ekkert barnaleikfang og liggur ekki ávalt sem þægilegast athafna, stundum eins og fast- negld á skipssíðuna; verður þá vont að koma stroffunni eða snðrl- unni undir vörpuna og hanga menn þá oft hálfir eða meira út fyrir borðstokkinn, en til trygg- ingar heldur einhver í fætur þeim, svo að þeir fari ekki á höf- uðið í sjóinn. Sé úfinn sjór, verð- ur aðstaðan enn þá verri. Skipið liggur flatt fyrir bárunni og velt- ur eins og vitlaust, en pokinn ger- ir ýmist að rykkja í með heljar afli, þegar báran ríður undan, eða að kastast upp að borð- stokknum, þegar hún ríður undir, og þegar verst er, getur hún sent sjói þessa inn yfir hann, gefið dekkmönnum vel útilátið steypu- bað og “alt sem á þilfari liggur laust, lafandi tungum sleikja.” Yfir öllu þessu verki vakir skipstjórinn uppi á brúnni, hreyf- ir skipið fram eða aftur, eftir því, sem pokinn liggur í sjónum, gáir að bilunum á vörunetinu o. fl. o. fl. og léttir ekki fyr en varp- an er komin í lag aftur, að öllu leyti, liggjandi á borðstokknum, of alt til reiðu til þess að kasta aftur. Þegar því er lokið, getur hann og dekkmennirnir fyrst “kastað mæðinni”, áður en að- gerðin og stjórnarstarfið byrjar á ný. — En séu vökuskifti, koma nýir og óþreyttir menn til sög- unnar. Það er ekki slugsað, það er háspennu aðgæslustrit á brúnni og vöðva strit á dekkinu, og undanfarið gaf þessi mikli afli mikið í aðra hönd, öllum þeim, sem hlut áttu að máli, en nú er eins og enginn vilji eiga vorn 'góðkunna þorsk og hinn mikli afli er orðinn svo verðlítill, að það virðist varla ómaksins vert að vera að ná í hann. En vonandi rætist úr því aftur, áður en alt fer um koii, og Spánverjinn sæk- ir sjálfur allan fiskinn hingað á miðin. Nú var kominn lokadagur og við orðnir saltlausir, bæði sök- um þess, að aflinn hafði verið mjög mikill og þess, að minna hafði verið látið af salti í skip- ið, en vera átti, sökum misskiln- ings, en skipið ekki alveg hlaðið. Var skipstjóri því að hugsa um að fara til Fáskrúðsfjarðar, sem næsta staðar, þar sem fá mátti salt. Það hefði verið 100 sjó- mílna (10 kls.t.) sigling fram og aftur, og í það hefði farið alt að því einn sólarhringur. Og enda þótt mér hefði ekki þótt nema gaman, að sjá Austfirði nokkuð nær en úr 401—45 sjóm. fjarlægð, fanst mér viturlegra það ráð, sem skipstjóri tók, að fara ekki, held- ur bæta við sig eins miklu af ósöltuðum fiski og frekast mátti og hraða sér svo heim. Fáskrúðs- fjarðarsaltið hefði orðið nokkuð dýrt, að sækja það svo langa leið og skipið orðið þegar vel fiskað. Við létum því fyrirberast í Hallanum og Litla-Djúpi næsta dag, þenna minnisstæða dag, sem lyfti mér nokkrar mínútur upp í skipstjórastöðuna, eins og áður er sagt. Við öfluðum mikið (2— 5 skift), einkum í Litla-Djúpi og var fiskurinn þar mest megnis smáfiskur (stútungur og þyrsk- lingur). Eitthvað af honum var látið í lestina, en á framdekkinu hlóst lika fljótt upp álitlegur stafli af flöttum, en ósöltuðum fiski, sem átti að fara í ís, og “Skalli” fór nú að gerast álútur og seinn í veltuhreyfingum; það sýndi að þyngdarpunkturinn var farinn að færast fram og upp. Það var haldið áfram að fiska til miðnættis, og þótti þá skip- stjóra nóg komið; var því “hank- að upp”, eins og sagt var á opnu bátunum í 'gamla daga, þegar halda skyldi heim, og færin dreg- in upp í hönk. Eg var þá víst sofnaður, eða um það bil og vissi ekki í þenna heim né annan fyr en komið var út af Hornafirði um 7-leytið. En eigi er ávalt lengi að breytast veður í lofti; Daginn áður hafði lengst af verið hægur NNA-kaldi og lygndi um kvöldið, en nú var komið stórviðri af ANtA, beint á eftir, og nokkur sjór og mistur svo mikið í lofti, að hvergi sá til lands. Út af Ingólfshöfða mætt- um við enskumi togara; það var eina skipið, sem sást allan dag- inn. — Veðrið fór vaxandi, og upp úr nóninu var það orðið 9— 10 stig og sjór að sama skapi. Vorum við þá að líkindum komn- ir í Meðallands-sjóinn, en vissum ekki nákvæmlega hvar, því að aldrei sást til lands, en þegar svona stendur á, er bezt að vera ekki of nærri Meðallandsfjörun- um. Var því farið með allri gætni: Stanzað með klst. milli- bili og lóðað (og hefði nú kom- ið sér vel að hafa bergmáls- djúpmælin!gar)i, því að dýpið, eða misdýpið (álarnir) á þessum slóðum gefur góðar bendingar um stað skipsins og öryggi, en einu sinni var stoppað í eina klst. og andæft (“slóvað”)| til þess að sjá hvort ekki rofaði til lands, en það varð ekki og var því hald- ið áfram. Sjór var nú tekinn að ýfast, allur í löðri og stórir brot- sjóar á víð og dreif. “Skalli” hafði þá beint á eftir og ginu þeir all-ófriðlega yfir afturenda skips- ins, en varð lítið álgengt; að eins gusur við og við inn á skipið aft- an vert, eða þegar verst var foss- ar yfir báða borðstokka og sjó- flaumur fram eftir endilöngum hliðargöngunum, fram á fram- dekkið, og þaðan út í sjó. Fram undan skipinu risu sjóirnir langt til beggja hliða, eins og drif- hvítir snjóskaflar, 2 m. eða vel það, upp yfir framstafn skipsins eða hafsbrún, úr stýrishúsinu séð. og var en!gu líkara, en skipið sigldi í snjóbreiðu eða í boðum við land og var gott að vita, að það var altaf langt til botns og ekki um grunnbrot að ræða. “Skalli” rann á kostum, 10 mílna ferð, með sjóinn beint á eftir, en var helzt til of fram- hlaðinn í svona miklum, sjó, sem j ferð skipsins stakkar að mun I við báða enda þess, um leið og hann grefst niður um miðjuna. í mestu sjóunum stöðvaði því skipstjóri altaf vélina, til þess að draga úr ferð skipsins og áhrif- um sjóanna á það. Það er talið vandaverk, að stjórna vel skipi (og her) á undanhaldi, þegar ó- vinurinn sækir fast á eftir; mörgum opnum bátum hefir, ekki sízt við Faxaflóa, orðið hált á undanhaldinu í vondu. Þetta veit Guðmundur skipstjóri, sem sjálf- ur er Inn-nesja maður, og mundi því ekki þykja það neitt last, ef sagt væri um hann, að hann væri “góður á lensinu.” Á “Skallagrími” var annars alt rólegt um daginn; stormsins gætti lítið, því að skipið hélt und- an honum, og hreyfingar allar þýðar — nema þegar skipinu var lagt flötu við veðri og sjó, áður en lóðað var, þá þótti mér “Skalli” velta, og alveg var mér það óskiljanlegt, hvað vel hann varðist brotsjóunum, sem komu æðandi að skipshliðinni, eins og þeir ætluðu alt að gleypa, en urðu nær alt af að enda undir botnin- um á “Skalla”, sem velti sér á þá, er þeir komu að síðunni, en undan þeim, er þeir ætluðu inn yfir borðstokkinn, svo að alt löðr- ið fór undir skipið. Um skipið mátti alt af fara með lagi og heilsan var í bezta lagi. Dagurinn leið, svo að ekkert. sást til lands, ve'gna moldviðris. þó að bjart væri uppi yfir og stundum sólskin. Af lifandi ver- um sáum við kringum skipið að- eins tvo hópa af smáfuglum (þúfutitlingum?) undan Breiða- merkursandi, einn höfrung, sem synti um hríð í kapp við skipið. undan Ingólfshöfða og mergð af skúmum í lofti og á sjó. Ekkert. skip síðan um hádegi. — Eg hafði oftast evrið uppi um daginn, því að mér var það nýlunda, að vera á sjó á litlu skipi í vondu veðri og þótti gaman að sjá alt, sem fyrir augu bar, og þó að komið væri miðnætti og orðið dimt, gat eg ekki fengið mig til að taka á mig náðir fyr en eg sæi Dyrhóla- vitann, ef þess væri kostur, því að í raun og veru vissum við ekki nákvæmlega hve langt við vorum komnir, þar sem stönsin, bylgju- línan yfir sjóina, o'g stormurinn, sem rak á eftir, gerðu vegamæl- inguna óvissa. Loksins sást vit- inn kl. 1 all-skamt fram undan á stjórnborða og sýndi, að við vor- um alveg á réttri leið, all-djúpt. og mátti það heita vel stýrt, þar sem farið var frá fremur óá- kveðnum stað og ekkert land hafði sézt í 13 klst. Nu var eg ánægður, og fór nið- ur, sofnaði fljótt og vaknaði ekki fyr en um 7-leytið vestur í miðj- um Eyrarbakkasjó; þar vorum við í landvari og á sléttum sjó, en um nóttina hafði verið svo slæmt fyrir austan Eyjar, að skip- stjóri sagði það hafa verið með versta sjó, sem hann hefði kom- ist í þar og eina klukkustund lét hann “reka á reiðanum”, e: stöðv- aði vélina og lofaði kuggnum að renna undan veðri og sjó; þótti hann of illa hlaðinn til þess að sigla mikið í þessu. Þegar eg hafði fengið morgun- verðinn, fór eg fram á skipið til þess að mæla og kvarna nokkuð af fiski, er eg hafði tekið frá, áð- ur en farið var af stað að austan. Var nú fyrst næði til þess, þó ekki lengi, því þegar komið var vestur í Grindavíkursjó, var veðr- ið hið sama og daginn áður, og sjór versnaði eftir því sem nær kom Reykjanesi . — Þóttu mér nú sjóirnir rísa all-hátt, frá dekkinu séð, fyrir aftan skipið. en það varðist vel, og fékk lítið sem ekkert inn, og eg hélt áfram við fiskinn. Loks sé eg hvar helj- armikill sjór rís á bakborða aftan við skipið, en bátsmaðurinn kem- ur á harða spretti fram á skip, segir mér að hætta þegar í stað við fiskinn, því að voði sé á freð- um, og hér sé ekki óhætt að vera. En það er jafn-snemma að sjór- inn beljar inn yfir skipið að aft- an og bátsmaðurinn “býður mér arminn” og halar mig með sér aftur eftir dekkinu, samtímis því að sjórinn skolaðist yfir það, þó ekki dýpra en í mfiðjan legg. Er- um við brátt á þurru ’Tandi” á afturdekkinu, við brúna, og segir bátsmaður mér nú að gera svo vel og fara upp á brú og koma ekki niður dekkið aftur, því að þar væri háski að vera. Fyl'gdi þess- ari skipun svo mikill alvöru- þungi, að mér datt ekki annað í hug en að hlýða. Skömmu seinna kom slæmur sjór aftan á og keyrði skipið svo mikið niður að framan, að það átti eins og erfitt með að lyfta sér aftur, en engan usla gerði hann annars, og óhætt hefði mér víst verið niðri. Enskur tog- ari, sem kom þarna á móti okkur, fékk heldur en ekki að “súpa á sjó” og hjó gríðarlega. Við nálguðumst nú Reykjaness- röst óðum og hefði þessi mikli austansjór staðið illa í bælið hennar, c: verið austurfall í henni, þá hefði hún orðið ófrýni- leg og varla fær, en þegar að henni kom á s.n. Eystra-Streng, sem liggur til hafs undan Skarfa- setri, reyndist hún að vera “slétt eins og rjómatrog”. Sigldum' við nú landvari og smásævi til Garðs- skaga, og fékk eg nú næði til að Ijúka við kvarnatökuna; en er kom fyrir Skagaflösina, fengum við rokið og krappa báru á móti oss inn flóann, og töluverða ágjöf, sem minkaði eftir því sem innar kom og “Víkur að endingu heil- um í höfn hepnaðist oss að lenda” kl. 4, eftir 12 daga, ánægjulega, hressandi og aflasæla útivist. Bátsmaðurinn hafði leyst mig úr banni í Hafnarsjónum — áleit nú forsvaranlegt, að sleppa “land- krabbanum” aftur niður á dekk- ið; var eg því frjáls minna ferða og hélt sem hraðast heim — eins og hinir. — Lesb. ALÞINGI SLITIÐ. Klukkan sex síðdegis í gær var fundur settur í sameinuðu þingi og fóru þar fram þingslit. Forseti Sþ., Einar Á^nason, skýrði frá störfum þingsins. Það hafði setið 113 daga. 99 fundir voru haldnir í Nd., 98 í Ed., 17 í Sþ., alls 214 fundir. Alls voru afgreidd 74 lög, þar af 23 stjórnarfrumvörp. Feld voru 14 frv., fjö'gur afgreidd með rök- studdri dagskrá, fimm vísað til stjórnarinnar, en 64 döguðu uppi, þar af fimm stjórnarfrumvörp. Fram voru bornar 27 þingsálykt- unartillögur og voru 9 samþykt- ar. Ein fyrirspurn var borin fram í Nd. en var ekki svarað. Alls fékk þingið 189 mál til meðferð- ar. — Þá las forsætisráðherra upp boðskap konungs, um að Alþingi væri að þessu sinni slitið. Bað hann því næst þingmenn að minn- ast ættjarðarinnar og konungs mieð ferföldu húrra, og var það 'gert. Þar með var þessu 113 daga þingi — lengsta sem háð hefir verið — slitið. — Mgbl. 7. júní. FRA ISLANDI. Byrjað er fyrir nokkru á brúnni á Þverá við Hemlu, og búist við að brúarsmíðinni verði lokið í ágúst. Brúin á Affallið á að verða fullgerð í september. Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Columbia Press Ltd. sem mun fullnægja þörfum yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.