Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1932. Fertugaála og áttunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Veáturheimi. Hnldiö í Fyrstu lútersku kirkju, Winnipcg, Manitoba 16. til 21. júní, 1932 FYRSTI FUNDUR. Fertugasta og .áttunda ársþing- Hins evangeliska lút- erska kirkjufélags ísiendinga í Vesturheimi, kom saman í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Wiinnipeg, Manitoba, þ. 16. júní 1923. Þingið hófst með guðsþjónustu og altarisgöngu kl. 8 e. h. Prédikun flutti vara-forseti; séra Haraldur Sigmar, og hafði fyrir ræðutexta I. Kor. 3, 11; Matt. 10, 39, og Efes. 4. 3. Setti forseti, séra Kristinn K. Óiafson, síðan þingið á venjulegan hátt. Skrifari ias up þessa skýrslu um embættismenn, presta og söfnuði kirkjufélagsins: I. Embættismenn: — Séra Kristinn K. Ólafson forseti; séra Jóhann Bjarnason, skrifari; herra Finnur Johnson, féhirðir; séra Haraldur Sigmar, vara-forseti; séra E. H. Fáfnis, Vara- skrifari; herra A. C. Johnson, vara-féhirðir II. Prestar: — N. S. Thorláksson, Björn B. Jónsson, Rún- ólfur Marteinsson, Pétur Hjálmsson, Kristinn K. Ólafson, Jóhann Bjarnason, Guttormur Guttormsson, Sigurður S. Christ- opherson, Haraldur Sigmar^ Sigurður Ólafsson, Stein'grímur Octavíus Thorláksson, Jónas A. Sigurðsson, Valdimar J. Ey- lands, Carl J. Olson, E. H. Fáfnis. III. Söfnuðir: — í Minnesota: St. Páls söfnuður, Lincoln söfn., Vesturheims söfn. — í N. Dakota: Pembina söfn., Vída- líns sðfn., Hallson söfn., Péturs söfn., Víkur söfn., Garðar söfn., Fjalla söfn., Melanktons söfn. — í Manitoba: Fyrsti lút. söfn., Selkirk söfn., Vígines söfn., Gimli sðfn., Árnes söfn,. Bréiðu- víkur söfn., Goysis söfn., Árdals söfn., Brððra söfn., Víðir söfn., Mikleyjar söfn., Furudals söfn., Fríkirkju söfn., Frelsis söfn., Immanúels söfn. (Baldur), Glenboro söfn., Brandon söfn., Lundar söfn., Lúters söfn., Jóns Bjarnasonar söfn., Betaníu söfn., Betels söfn., Hóla söfn., Skálholts söfn., Herðibreiðar söfn., Strandar söfn., Winnipegosis söfn, Swan River söfn., Guðbrands söfn. — í Saskatchewan: Konkordía söfn., Lög- bergs söfn., Þingvallanýlendu söfn., ísafoldar söfn., Síon Söfn., Hallgríms söfn. (Leslie), Elfros söfn.,. Immanúels söfn (Wyn- yard), Ágústínusar söfn., Foam Lake sðfn. — í Washin!gton: Þrenningar söfn., Blaine söfn., Hallgríms söfn. (Seattle). — í British Columbia: Vancouver söfnuður. Á kirkjuþingi í Winnipeg, þ. 16. júní 1932. Jóhann Bjarnason, skrifari. í kjörbréfanefnd voru skipaðir þeir A. C. Johnson, John Johnson og séra Jóhann Bjarnason. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lút. safnaðar, bauð kirkjuþingsfólk velkomið, um leið og hann skýrði frá söng- skemtun, er fyrirhuguð væri í kirkjunni á föstudagskvöld, og sameiginlegu boði í fundarsal kirkjunnar á laugardagákvðld, kl. 6.30 e. h. Forseti mintist þess, að á þingi væru stödd þau séra Steingrímur Octavíus Thorlaksson og frú hans, sem verið hafa trúboðar kirkjufélalgsins í Japan síðan árið 1916. Bauð hann þau velkomin til þings, og árnaði þeim blessunar í hinu mikla starfí þeirra og í samfélaginu á þessu þinlgi. Var fundi síðan slitið kl. nálægt 10 e. h. Næsti fundur fyrirhugaður kl. 9 f. h. næsta dag. ANNAR FUNDUR—kl. 9 f. h. þ. 17. júní. Fundurinn hófst með guðræknisstund, undir stjórn séra Sig. Ólafssonar. Las hann 121. Sálm Davíðs og flutti stutta prédikun. Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði skrifari fram þessa skýrslu: Skýrsla kjörbrefanefndar. Til kirkjuþings 1932:— ' Samkvæmt kjörbréfum, er fram hafa verið lögð, og eftir skilríkjum, er kjörbréfanefndinni hafa borist, eiga sæti á þessu kirkjuþingi, auk presta og embættismanna félagsins, þessir kjörnir fulltrúar frá söfnuðunum: Frá St. Páls sðfnuð: K. V. Björnson og S. B. Eiríkson; frá Vesturheims söfn.: Mrs. Pétur Guðmundson; frá Vídalíns söfn.: Wm. Sigurðson; frá Víkur söfn.: J. J. Myres; frá Gardar söfn.: G. Thorleifson, S. S. Laxdal og John Johnson; frá Fjalla söfn.: Magnea Peterson; frá Melanktons söfn.: B. T. Benson, Mrs. B. T. Benson og Wm. Freeman; frá Fyrsta lút. söfn.: J. J. Vopni, Gunnl. Jóhannsson, A. C. Johnson og H. A. Berg- man; frá Selkirk söfn.: Theodore Sigurðsson, Mrs. O. Kelly, Dóra Benson og Klemens Jónasson; frá Gimli söfn.: F. O. Lynlgdal og Mrs. C. P. Paulson; frá Árdals söfn.: E. S. Sig- urðson, Stefán Guðmundson og Tryggvi Ingjaldson; frá Víði- nes söfn.: Guðný C. Eyjólfson; frá Mikleyjar söfn.: Mrs. S. W. Sigurgeirson; frá Bræðra söfn.: Sigurður Friðsteinson, og G. Sölvason; frá Frelsis söfn.: Jónas Helgason og S. A. Sveinson; frá Fríkirkju söfn.: J. A. Walterson og Sigvaldi Gunnlaugson; frá Glenboro söfn.: C. B. Jónsson o'g A. E. Johnson; frá Lund- ar söfn.: G. K. Breckman og Jón Halldórsson; frá Lögbergs söfn.: Einar Einarsson; frá Víðines söfn.: Helgi Johnson; frá Immanúels söfn. (Baldur)^ Árni Johnson; frá Herðubreið- ar söfn.: B. Bjarnason og S. B. Olson; frá Furudals söfn.: Jón Arnórsson. Afsökun hefir komið fram frá Péturssöfnuði. Á þinginu eru mættir, auk hinna kjörnu fulltrúa safnað- anna, þeir kandídat Jóhann Friðriksson og guðfræðisstúdent B. A. Bjarnason. Leggur nefndin til, að þeim séu veitt full þingréttindi. Á kirkjuþingi í Winnipeg, þ. 17. júní 1932. A. C. Johnson. John Johnson. Jóhann Bjarnason. Skýrslan var samþykt í e. hlj., o!g skrifuðu prestar og full- trúar síðan undir hina venjulegu játningu þingsins. Forseti bar fram afsökun frá Hallgrímsöfnuði, Seattle, í tilefni af því, að enginn erindreki mætir fyrir söfnuðinn í þetta sinn. Sömuleiðis flutti hann þinginu bróðurkveðju og árnaðarorð frá séra Valdimar J. Eylands. Þá lagði forseti fram ársskýrslu sína: ÁRSSKÝRSLA FORSETA 1932. Liðið ár hefir verið auðkent af erfiðleikum og vandkvæð- um miklum í heiminum alment. í stað þess að séð hafi fram úr, hafa erfiðleikarnir farið vaxandi og greinileg ráðþrot kom- ið í Ijós í þá átt að fá nokkra rönd við reist. Hefir þetta haft víðtæk áhrif á öllum sviðum lífsins, en ekki sízt á hugsunar- hátt manna og afstððu gagnvart lífinu. Biturleiki við lífið og fyrirkomulag þess hefir farið vax- andi. Margir standa nú uppi í ráðaleysi og allsleysi, sem fús- ir eru til að bjarga sér, ef nokkurt tækifæri 'gæfist. Bætast þeir nú móti vilja sínum við hóp þeirra, sem að einhverju leyti af sjálfskaparvitum berast út á hjarn lífsins. Er þetta sár eldraun, er fær mjög á hugi manna og steypir mörgum í ör- vinglan eða vekur hjá þeim stæltan uppreisnaranda, þó marg- ir taki þessum óblíðu kjörum með meira jafnvægi og stillingu en von er til. En hugarástand þeirra, sem grimmur veruleik- inn starir þannig í augu, lætur ekki gjarnan að neinnri auð- veldri bjartsýni eða innantómum fortölum. En öngþveiti það, sem ástæður lífsins eru komnar 1, snertir ekki einvörðungu hinar ytri ástæður og hinar líkam- legu þarfir. Mönnum er að verða ljóst, að efnahagsvandræð- in standa að meira. eða minna leyti í nánu sambandi við hina siðferðilegu og andlegu hlið lífsins. Því er mikið umrót í hugum manna ekki einungis viðvíkjandi efnahag og afkomu, heldur líka viðvíkjandi öllu því, er liggur til grundvallar lífsskoðun og þeirri sjón á lífinu, sem menn hafa tileinkað sér. Einkum leitast menn við að mæla lífsgildi þess, er mótar lífið. Meðan alt leikur í lyndi, grannskoða menn oft ekki það, sem þeir í orði kveðnu aðhyllast. En þegar fjöldi manna gengur með það á tilfinningunni að margt, sem þeir hafa talið tryggast, sé að hrynja í höfuð þeim, kemur í ljós hvort þeir eiga nokkuð í fórum sínum, sem verulegt hald er í. Það er leysingartímabil í sögu mannanna einmitt nú, en það, sem á veltur, er, hvort hún einungis sópar burt mörgu því, sem fyrir er, eða frjóvgar til nýs þroska. Margskonar álit er á því, hvaða áhrif þessar ástæður og þetta umrót hafi á líf og starfsemi kristinnar kirkju. Margir sjá ekki annað í bili, en hnekki og farartálma. Hin þörfustu kristileg fyrirtæki eiga í vök að verjast og félagsleg framtaks- semi er meira og minna lömuð. Hik, óvissa og taugaóstyrkur er víða mjög áberandi á sviði kirkjunnar. Kirkjan virðist oft fremur óviss um áttir sjálf, og á því eðlilega erfitt með að vísa leið. En hvað sem öllu þessu líður, er ekki um að villast, að sérstakt tækifæri er nú lagt kirkjunni í hendur, ef hún kann með að fara. Hugsanasnauður og andlaus vana-kristindómur hefir ekkert að bjóða því hugarástandi, sem nú ber svo mikið á. Að hann verði opinberlega gjaldþrota, þarf ekki að vera nein- um hrygðarefni. En vakandi kristindómur, er vill umfram alt færa mönnum í nyt lifsverðmæti fagnaðarerindis Jesú Krists, sér í ástæðum samtíðar sinnar opnar dyr fyrir áhrif Guðs ríkis. Hann er ekki í vafa um, að sá eldur reynslunnar, sem kristnin nú er stödd í, er henni þarfur. Hann á að gera kristn- ina glöggskygna á hin sönnu verðmæti og vera henni áminn- ing um trúmensku við þær hugsjónir og það líf, sem Drottinn hefir kvatt hana til að rækja. Ekkert hefir komið fyrir, sem hnekt hefir gildi þess fyrir kristnina. Fagnaðarerindið kenn- ir mönnum að þera það, sem ekki verður umflúið, þó menn ekki sætti sig við það, en einnig að keppa eftir sigri fyrir það, sem samkvæmt er hugsjón Guðs ríkis. Á þessu þurfa menn að halda nú í mjög ríkum mæli, og það á að vera kirkjunnar blessunarríka hlutverk með samúð og skilningi að leggja það til lífsins með áhrifum hans, sem hún þjónar. Hjá kristninni ætti því hvorki barlómur eða vonleysi að sitja í fyrirrúmi á þessum erfiðu dögum, heldur kristilegur kjarkur, sem sér tækifæri fremur en tálmani í ástæðum þeim, sem nú blasa við oss — samfara hluttekningu og skilningi á því, sem fjöldinn hefir nú við að búa. Eitthvað af þeim anda þyrfti að auðkenna starf vort á þessu þingi og þá einnig þetta yfirlit yfir liðið ár. Það er óþörf tvítekning að greina hér frá tölu safnaða og öðru, er beint lítur að formlegri embættisfærslu skrifara og er greinilega tekið fram í hans skýrslu. Hefir það að óþörfu haldist við frá þeim tíma, er skýrsla skrifara ekki var eins formleg og nákvæm cg nú. Ein breyting'á þjónustu fastra presta á árinu snertir séra Valdimar J. Eylands. Hann flutti í júlímánuði vestur að Kyrrahafi, eins og til stóð á síðasta þingi, og tók sér bólfestu í Bellingham, Washiifgton. Þjónar hann þar ensk-Iúterskum söfnuði, er tilheyrir Pacific Synod í Sameinuðu lútersku kirkj- unni. Samhliða því þjónar hann tveimur söfnuðum kirkjufé- lags vors, Blaine-söfnuði og Þrenningarsöfnuði á Pt. Roberts. Var hann settur inn í embætti af forseta sunnudaginn 9. ágúst. Er nú söfnuðum þessum frábærlega vel borgið, og gleðiefni fyrir félag vort, að geta þannig notið krafta þessa hæfa kenni- manns. En með þessu er líka stigið spor í átt til heppilegrar samvinnu við lúterska trúbræður þessa lands, þegar báðum málsaðilum er það til farsældar. Mun slíkt verða algengara eftir því, sem tíminn líður. Stefnir það burt frá því, að láta félagslega einskorðun jafnvel standa málefninu, sem verið er að vinna að, fyrir þrifum. Þrír ungir menn úr vorum hópi stunduðu guðfræðanám við lúterska prestaskólann í Seattle síðastliðinn vetur, þeir Jóhann Friðriksson, Bjarni A. Bjarnason og Theódór Sigurðs- son. Forseti kirkjufélagsins var einn af kennurum skólans, og gafst því sérstakt tækifæri til að kynnast þessum náms- mönnum betur. Leystu þeir allir af hendi ágætt starf við námið tíg var mér sambúðin við þá hin ánægjulegasta. Jóhann Friðriksson hafði áður lesið guðfræði í tvo vetur, og útskrif- aðist því í vor þann 20. apríl. Ráðstöfun er fyrir því gerð, að hann starfi að Langruth, Manitoba, nú upp úr þinginu, og að öðru leyti verða kraftar hans efalaust notaðir í þarfir prest- lausra safnaða eftir því, sem unt er. Væntalega verður hann vígður til prests á þessu þingi. — Theódór Sigurðsson mun að- stoða föður sinn, séra Jónas, í hans prestakalli í sumar. Bjarni A. Bjarnason starfar að líkindum að einhverju leyti að Lundar. Eiga þeir báðir eftir tveggja ára guðfræðisnám. Þá verður vikið að helztu starfsmálum kirkjufélagsins. Því miður hefir ekki verið neinn fastur maður við heima- trúboðsstarf á liðnu ári. Hvorki var að ræða um mann, er gæti tekið starfið að sér, né heldur voru ástæður þannig, að félag vort gæti staðið straum af því. En úr þessu hefir verið bætt eftir föngum í samræmi við ráðstafanir síðasta kirkju- þings. Tvö afar-stór svæði eru án fastrar prestsþjónustu — Vatnabygðirnar í Saskatchewan og bygðirnar umhverfis Mani- tobavatn, er um eitt skeið var þjónað af þremur prestum. Séra Haraldur Sigmar dvaldi mánaðartíma, skömmu^ eftir kirkju- þing í fyrra, vestur í Vatnabygðum o!g veitti þjónustu í sínu gamla prestakalli. í ágúst fór séra N. S. Thorlaksson til sömu bygðar samkvæmt höfðinglegu boði hans að takast ferðina á hendur, ef kirkjufélagið stæði straum af kostnaði við ferða- lagið. Þjónaði hann þar út septembermánuð. Séra Jónas A. Sigurðsson vitjaði Foam Lake safnaðar í sömu bygð, samkvæmt beiðni þaðan. Dr. B. B. Jónsson flutti einnig guðsþjónustur í bygðinni einn sunnudag, er hann var þar á ferðalagi. Þessi hjálp þessara góðu bræðra var vel þegin og hefir komið að miklu liði, þó vitanlega sé það ónóg guðsþjónusta í þessari stóru bygð. — Á hinu aðal-svæðinu við Manitobavatn starfaði í tvo mánuði í fyrra, eftir kirkjuþing, Iguðfræðisnemi Jóhann Friðriksson. Sýndi hann áhuga og ötulleik við starfið, og fékk ágætan vitnisburð þeirra, er starfsins nutu. í vor hefir séra N. S. Thorlaksson þjónað að Lundar um mánaðartíma. Á þessu svæði hefir séra Rúnólfur Marteinsson einnig flutt guðsþjón- ustur. Önnur prestlaus svæði hafa verið heimsótt og veitt prests- þjónusta eftir föngum. Séra Jónas hefir þjónað í Winnipeg- osis eins og áður; sér^ S. S. Christoperson vitjaði svæða í sinni grend og svo frv. Skýrsla féhirðis gerir grein fyrir fjárhag þessa málefnis. Kirkjufélagsstjórnin skilur vel ástæður almennings og telur að fólk vort víða sýni það einmitt nú með tillögum til kristi- legra mála, hvílík ítök þau eiga hjá fjölda kristindómsvina. Ekki mun vera greiddur styrkur til Hallgrímssafnaðar og Gimli prestakalls, nema að nokkru leyti. Hlutverk vort á komanda ári, er að nota þá krafta, sem eru fyrir hendi, í hið ýtrasta til þjónustu á hinum prestlausu svæðum. Kirkjufélagið gæti helzt létt undir með því að greiða ferðakostnað presta, er ferðast til þjónustu á heimatrúboðs- sviðinu. Sérstaklega vil eg mæla með því, að nota til starfs hr. Jóhann Friðriksson, cand. theol., eftir því sem unt er. Sér- stakar beiðnir um hjálp frá kirkjufélaginu ber að taka til greina, eftir því sem þörf virðist og ástæður leyfa. Heiðingjatrúboð. — Gleðiefni er það oss öllum, að trú- boðarnir, séra S. O. Thorlaksson og kona hans, eru nú stödd á þessu þingi, og að þau, ásamt fjölskyldu sinni, hafa dvalið í heimahögum um hríð, eftir ánægjulegt ferðalag á heimleið frá starfssviði þeirra í Japan. Komu þau við, meðal annars, á íslandi, og var þar mikill sómi sýndur, um leið og þeim gafst kostur á að kynna fólki trúboðsstarfið og vekja áhuga fyrir því. Þau hafa sent þinginu ágætar skýrslur undanfarin ár, en að fá nú bæði að heyra þau og sjá í eigin persónu, tekur öllum skýrslum fram. Eitt kvöld á þinginu verður sérstak- lega helgað þessu mikilvæga trúboðsmáli. Auk þess að heim- sækja ýms af hinum skipuðu prestaköllum vorum, til að út- breiða þekkingu og áhuga á heiðingjatrúboði, hefir séra Octa- víus einnig vitjað prestlausra svæða og unnið þarft verk á heimatrúboðssviðinu. Má vænta hinna mestu og beztu áhrifa af komu þeirra hjóna, eins o!g áður, og fylgja þeim hugheilar blessunaróskir og bænir fjölda kristindómsvina, er þau leggja af stað í nýjan leiðangur til trúboðsstöðvanna í Japan seint á þessu sumri, eftir því, sem ráð er fyrir gert. Þetta stórmál kristninnar hefir ekki, fremur en önnur kristileg starfsmál, farið á mis við ýmsan ba!ga af efnalegum ástæðum a’ment í heiminum. En þetta snertir hvorki verð- mæti hugsjónarinnar, né áhuga þeirra, sem skilja málið og unna því. Ef gott málefni á i vök að verjast um hríð, eykur það trygð þeirra, sem það verulega liggur á hjarta. Svo mun einnig reynast hér. Skýrsla féhirðis leiðir í ljós, hvort því takmarki hefir verið náð fjárhagslega, er sett var á síð- asta kirkjuþingi. Betel. — Engu sérstöku er hér að skýra frá, viðvíkjandi þessu farsæla, kristilega elliheimili. Að sjálfsögðu hefir peningatregðan að einhverju leyti snert það, en það stendur nú svo föstum fótum o!g á slík ítök í hjörtum fólksins, að ekki þarf að bera kvíðboga fyrir framtíð þess. Þann vitnisburð um íslendinga heyrði eg eitt sinn af vörum innlends mentamanns hér í álfu, er þeim hafði kynst, að eitt hið bezta í fari þeirra væri nákvæmni og umhýggja fyrir hinum aldurhnignu. Eg vona, að við megum ætíð sækjast eftir að verðskulda þessi góðu' ummæli, fyrst og fremst þannig, að hver einstaklingur og heimili, sem hlut á að máli, annist sína eigin með alúð og kærleika, og enn fremur með því að eiga hlut að máli að gefa þeim skjól í ellinni, sem fara á mis við það að eiga athvarf hjá einhverjum sínum. Ofe þetta er ekki einungis líkamleg aðhlynning, því hið kristilega andrúmsloft og guðrækni á Betel færir með sér þá fróun og blessun, er ellin þarfnast svo mjög, eigi hún að vera farsæl. í nítján ár hefir nú Jóns Bjarnasonar skóli rekið starf. Og þetta síðasta ár hefir aðsókn að skólanum verið meiri, en nokkru sinni áður. Hugsjónir þær, sem stofnunin hvilir á, ræktarsemi við íslenzkt mál og menningu, og lifandi kristin- dóm, sem réttmætan þátt í hérlendu mentunar-uppeldi, hafa fengið aukna en ekki minkandi viðurkenningu með líðandi ár- um. íslenzkir nemendur við mið-skóla og mentaskóla þessar- ar álfu, fá nú víða þá uppörfun frá hæfum kennurum í ensku, að þekking á íslenzku sé þeim ómetanlegur gróði, einmitt við ensku-nám. Með öðrum orðum, grundvöllur sá, er skóli vor hvílir á þjóðernislega, sífelt að fá fyllri viðurkenningu inn- lendra mentamanna. Um þörf á meiri kristilegum áhrifum og uppfræðslu í hérlendu skólalífi, er varla nokkur ágreining- ur meðal þeirra, sem kunnugir eru skólalífinu ofe trú hafa á kristilegri uppfræðslu. Með þetta fyrir augum, virðist skóli vor vera að efla hugsjónir, sem ekki eru í vafasömu gildi. Hann fær einnife vaxandi viðurkenningu fyrir vel unnið starf. Með þetta í huga, verður manni ljóst, hvers vegna skólaráðið í fyrra fann það sem helga skyldu að halda skólanum áfram, þó frá kirkjuþingi kæmi fremur leyfi en uppörfun í því tilliti. Þó mér sé ekki fyllilega kunnugt um allar ástæður nú, má víst fullyrða, að þrátt fyrir erfiðasta árferði í kirkjusögu vorri, hefir rekstur skólans gengið þannig, að fyrir þetta ár, tekið út- af fyrir sig, stendur fjárhagurinn betur, en fyrir einstök ár næst á undan. Það, sem veldur vandkvæðum, er skuld frá fyrri árum, samfara því, að ekki er neinn greinilegur vottur þess, að betra árferði sé framundan. Með venjulegu árferði má telja, að skólanum væri borgið. Trúbræður vorir í United Lutheran Church hafa styrkt skólan svipað og áður. Ekki er eg í vafa um, að heppilegt spor var stigið í því, að leita ein- ungis frjálsra tillaga til skólans. Á ferundvelli allra upplýs- inga, sem lagðar verða fyrir þingið í þessu máli, verður það að ráða fram úr. Hvað snertir samband kirkjufélags vors við önnur lútersk kirkjufélög, þá liggur málið fyrir óbreytt frá síðustu kirkju- þingum vorum. Málinu var frestað í fyrra til næsta kirkju- þings til frekari undirbúnings. Það hefir verið rætt nokkuð á árinu ofe framkvæmdarnefndin hefir haft það til meðferðar. Þar hefir aðallega verið rætt um það frá því sjónarmiði, hvort lagt skyldi til að þetta þing legði það fyrir söfnuðina til úr- slita, eða halda áfram að fresta öllum gerðum. Að líkind- um kemur einhver tillaga frá framkvæmdarnefndinni þessu viðvíkjandi. Svo legg eg fyrir þingið kveðju og vinsamlegt tilboð frá dr. Knubel, forseta United Lutheran Church in Ame- rica, sem áhrærir þetta mál. önnur skeyti kunna að þerast, eftir að þetta er skráð. Persónulega er eg þeirrar skoðunar, að bezt sé að taka málið fyrir ofe ráðstafa úrslitum þess á þann hátt, er menn sjá heppilegast. Að öll gögn í málinu komi fram eftir því sem unt er, og afstaða allra málsaðila, og útkljá svo málið á þeim grundvelli, finst mér muni vera far- sælast. Til þess þyrfti að leggja málið fyrir söfnuðina til úr- skurðar. Þetta segi eg með það fyllilega ljóst, að það verði ekki að sjálfsögðu ákveði, sem eg kann að telja heppilegast. En félafeslegur-þroski krefst þess, að maður læri að vera í minni hluta. Sameiningin hefir haldið áfram í sama formi og áður. Síðastliðið ár skiftu ritstjórarnir blaðinu milli sín þannig, að hver um sig annaðist þriðja hvert blað. Vegna fjarlægðar gátum við séra Guttormur ekki lesið próförk af okkar blöðum né haft umsjón á niðurröðun efnis, og tók séra Jónas A. Sig- urðsson þetta mikla verk góðfúslega að sér, eftir beiðni okkar séra Guttorms, og hefir leyst það prýðilega af hendi, auk þess að lefegja til blaðsins frá eigin hálfu fögur ljóð og ritgerðir. Aðrir prestar kirkjufélagsins hafa einnig góðfúslega lagt blaðinu lið með því að senda þvi ritgerðir. ' Aðal annmarki, hvað Sameininguna snertir, í mínum augum, er að hún hefir litla útbreiðslu og er lesin af fáum, en þó eru enn þá færri, er greiða áskriftargjald. Eg tel víst, að það mætti koirla á betri innheimtu, ef verulega væri feengið að v.erki með það. En jafnvel það nær ekki tilgangi sínum, nema blaðið sé lesið. Þingið ætti að taka þetta til nákvæmrar yfirvegunar. Tillög- ur um einhverja breytingu koma að líkindum frá framkvæmda- nefndinni. Aðrar heppilegar tillögur koma ef til vill frá þing- mönnum. Heppileg úrslit hvað þetta snertir, eru afar áríðandi. (Framh. á 7. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.