Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1932. Náman með járnhurðinni BFTIR IIAROLD BELL WRIGHT. “Það er tími til þess kominn, að kennari þinn beimsæki þinn góða nágranna, eða finst þer það ekki? Bg var farinn hálfvegis að halda, að Saint Jimmy hefði eitthvað á móti þessum nvkomna nágranna, þó hann léti ekki á Því bera, og ætlaði ekkert að skifta sér af honum, þó það sé honum ekki líkt.” Marta svaraði engu, en hún hló, en þó ekki e'ðlilega. Dr. Burton roðnaði og sagði í mesta flvti: “Bg var rétt að spyi ja Mr. Edwards, Nata- chee, þegar þú komst alt í einu okkur öllum að óvörum, hvernig honum líkaði lífið hér.” °g eg var rétt að því kominn að svara,” sagði Edwards glaðlega, “að þetta vagi hinn taliegasti og ánægjulegasti sitaður, sem eg hefi nokkurn tíma séð, og að eg hefði hvergi \erið, )>ar sem mér hefði þótt ánægjulegra að vera, en einmitt hér. ’ ’ Indíáninn brosti og hann leit sínum hrafn- svörtu augum á Mörtu og á Saint Jimmi og sagði: “Eg held það hafi orðið Mr. Edwards til mikils góðs, að koma hingað. Fyrir það hef- ir hann aftur fengið góða heilsu og hann hef- ir fundið nægilega mikð af gulli til að geita keypt það, sem Jiann nauðsynlegast liefir þurft. Fyrir vera sína hér, hefir hann orðið fallegur og skemtilegur félagi. Og síðast en ekki sízt, þá hefir hann losnað við alla sína fyrri óvini, ef hann kann að hafa átt einhverja óvini áður. Þetta ætti að vera hverjum manni fullnægjandi hvar sem er.” Hugh Edwards virtis.t verða dálítið órótt. 'Svipurinn á Mörtu varð eins og á barni, sem bæði er hrætt og undrandi. Saint Jimmy leit á Indíánann, eins og hann líka hefði einhverja meðvitund um, að það, sem hann væri að segja, hefði einhverja sér- staka þýðingu, sem væri hálf hulin bak við hans kurteislega orðalag. “Natahee,” sagði hann seinlega, “eg hefi oft reynt að gera mér grein fyrir, hvaða þýð- ingn G-ullgilið hefði eiginlega. ” Við þessa spurningu læknisins breyttist svipur Indíánans alt í einu. Andlitið á hon- um varð alt í einu rétt eins og það væri steypt úr járni. Þar sem hann sat þarna hjá þeim, kolsvartur á brún og brá og dökkur mjög á hörundslit, }>á virtist hann alt í einu hafa færst úr allri siðfágan hvítra manna og verða eins og Indíána var eðlilegt að vera, að öðru en gremjunni, sem lýsti sér í svip hans, sem væntanlega kom til af því, að hann hugsaði um sinn eigin kynþátt, sem var að hverfa, eða ganga til þurðar. Þessar þrjár hvítu manneskjur, sem þaraa voru, lniðu þess með allmikilli óþreyju, eða jafnvel kvíða, hvað hann ætlaði að segja. “Þið segið að eg, Natachee, komn og fari eins og vofa. Eg er kannske nokkurs konar vofa. Því ekki það? Það er ekki í ósamræmi við fræði sumra ykkar heimspekinga, að andi einhvers, sem liér hefði lifað fyrri, fyrir kann- ske þúsundum ára, væri nú kominn aftur og dveldi í þessum líkama, sem þið kallið mig, Indíánann, Natachee. Gullgilið er fult af vofum. Það er ekki óáþekt með fólkið, sem hér var fyr á öldum, eins og blómin í fjalla- hlíðunum á vorin. Yfir sumarmánuðina rign- ir ekki og þá hverfa blómin. Nú er “litJa vorið” komið, og þið sjáið blómin alstaðar. “1 öllu gilinu, alt upp undir fjallatinda, að heita má, getur maður séð þess ljós merki, að menn hafa verið að leiita að gulli. Djúpar gryfjur hafa verið grafnar á ótal stöðum. Þið getið farið hér um alt, og þið sjáið þetta al- staðar. Alstaðar hafa menn verið að leita hér að hinum dýra málmi. Og hver gryfja, hver rekufylli af mold og sandi, hver panna af möl, var draumur, sem ekki rættist, von sem ekki varð uppfylt. GullgiJið er fult af svipum þessara von- sviknu manna. Það eru slíuggarnir, sem fær- ast niður fjallahlíðamar, þegar sólin gengur til viðar. Það eru raddimar, sem við heyrum á nóttunni, hvíslandi, suðandi, veinandi. Það eru þreyttir andar, sem ekki geta fundið frið — vonsviknar verur. “Og þið, sem þorið að láta ykkur dreyma um auðæfi og hafið þrek til að vinna að því, að vonir ykkar megi rætasit, eins og þúsundir manna hafa hér gert á undan yklair, hvað eruð þið annað en nokkurs konar vofur meðal hinna friðlausu anda hinna dánu? Hvað eruð þið í dag, annað en skuggar forsælunnar frá í gær? “Þú, Dr. Burton, ert ekki annað en endur- minning um draum, sem ekki rættist. Þú, Mr. Edwards, þú ert ekki nema svipur þess manns, sem þú ætlaðir að verða. Þú, Miss Hillgrove, ert bara líkamning vona, sem aldr- ei rættust. “Eg, Natachee, veit þetta. En af því eg er Indíáni, þá derjnnir mig ekki neina drauma, og eg skapa mér ekki neinar vonir.” Hann reis á fætur og stóð þegjandi stundarkorn, og sagði svo: “Natacliee, Indíáninn, lifir meðal drauganna í Gullgilinu. ” Aður en noklcurt þeirra gat sagt nokkurt orð, var hann horfinn. Hann fór eins hljóð- lega, eins og hann kom. Mennirnir tveir og stúlkan sátu hljóð og hugsandi. Undarlega mikil ógleði og áhyggj- ur höfðu lagst á þau, meðan Indíáninn var að tala. / Dr. Burton lagði af stað heimleiðis. Hann vildi nú frekar en nokkru sinni áður, að hann hefði sagt Mörtu það sem gömlu félagarnir höfðu sagt honum, henni viðvíkjandi. Alt af frá því Marta hafði sagt honum frá þes'sum. nýkomna manni, hafði Saint Jimmy stöðugt veitt því eftirtekt, að hugur hennar dróst meir og meir að þessum nýja nágranna. Saint Jimmy var alveg viss um, að hún skildi ekki sjálfa sig, en sjálfur skildi hann hennar kwenlegu tilfinningar. Hann skildi líka„ að þess gæti ekki orðið langt að bíða, að Marta færi að skilja sjálfa sig og vita hvað hún vildi. Alt til þessa hafði hún verið eins frjáJs eins og barn eða nnglingur gat frekast verið. Hún hafði ekkert til þess þekt, sem kallað er ást, og ekkert um það lrugsað. Hún var ánægð með lífið eins og það var. En það gat ekki alt af Jialdið áfram. Hún hlaut að vakna til skýrrar meðvitundar um sjálfa sig, og það hlaut að leiða til þess, að hana langaði til að fá að vita meira um sjálfa sig, heldur en hún vissi, og þá sérstaklega nm sinn eiginn npp- rnna. Hver var hún eiginlega ? Hverjir voru foreldrar hennar? Hvar og hvemig var hún borin og bamfædd? Dr. Burton þekti þessa stúlku svo vel, upp- lag hennar og skapferli, að það svar, sem hún fengi við þessum spurningum, gat haft afar-mikla þýðingu fyrir alt líf hennar. Það sem hinn lausmálgi slúðurberi, Liz- ard, hafði sagt honum, skildist honum að gæti verið verulega hættulegt fyrir Mörtu. Ank þess hafði hann nú kynst Edwards, og hann hafði heyrt Indíánann tala, og varð alt þetta til þess, að hann fastréði að segja Mörtu það sem hann vissi henni sjálfri við- víkjandi. Ef Hugh Edwards væri ekki slík- ur maður, sem hann var, og Marta væri ekki slík stúlka, sem hún var, þá gerði þetta kann- ske ekki sérlega mikið til. Daginn eftir mundi Marta fara til Oracle. Hún mnndi vafalaiust koma við, eins og hún var vön á heimleiðinni. Saint Jimmy lofaði sjálfum sér því, að þá skyldi hann segja Mörtu þetta, sem hann hafði svo lengi ætlað að segja henni. Nú skyldi það ekki bregðast. XIII. KAPITULI. Þegar Marta kom á fætur daginn eftir, var hún í svo góðu skapi, að jafnvel gömlu mennirnir höfðu orð á því og voru þeir því ekki óvanir að sjá Mörtu glaða og káta. Loftið var svo hreint og hressandi, eins og allra bezt gat verið. (Jr eldhússdyrunum, þar sem hún var að tilreiða morgunmatinn, sá hún f jallatindana baða sig í geislum morg- unsólarinnar. Hún heyrði fuglasönginn í öllum áttum og hljómurinn bergmálaði í fjöllunum. Þetta var yndislegur morgnn. Hún sá líka, að farið var að rjúka hjá ná- grannanum, og vissi því, að liann var kom- inn á fætur. Hann gat því notið sömu feg- urðarinnar eins og hún. Þannig byrjaði dagurinn. Svo sér hún Ilugh, þar sem hann kom út úr kofadvrunum með fötu í hend- inni til að sækja vatn í morgunkaffið. Hún sá að hann leit til hennar og hún kallaði hárri röddu og bauð honum góðan daginn. Allan morguninn var hún að sinna verk- um sínum og það var söngur og gleði í huga hennar og hjarta. Eftir miðjan daginn lögðu gömlu mennirnir á Nugget fyrir hana, og þegar hún var búin að þvo upp af borðinu, lagði hún af stað til Oracle til að sækja það sem hún þurfti. Þegar hún kom heim að kofanum til að spyrja hann hvort hún ætti að kaupa nokkuð fyrir hann, þá hugsaði Edwards með sjálf- um sér, að aldrei hefði hún verið eins falleg, eins og einmitt nú. Honum fanst afar mik- ið til um æskufegurð hennar og gleði. Hann langaði ósköp mikið til að segja henni það, sem hann hafði stranglega bannað sjálfum sér að segja henni, eða jafnvel að hugsa sjálfur. En hann sagði ekki neitt í þá átt, og hann forðaðist jafnvel eins og hann gat, að láta hana sjá framan í sig. Þegar hún var farin, stóð hann kyr og horfði á eftir henni. Þegar hún var komin í hvarf, fór hann aftur til vinnu sinnar og fór að leita að hinum dýra málmi, sem nú þýddi svo miklu meira fyrir hann, heldur en bara daglegt brauð. Þegar Marta kom í grend við litla, hvíta húsið, þar sem Saint Jimmy og móðir hans áttu heima, langaði hana til að fara þangað lieim, sjá þau og fá þau til að taka þátt í gleði sinni. Hana langaði til að þakka þeim innilega og hjartanlega fyrir alt, sem þau höfðu gent fyrir hana. Þeim átti hún það að þakka, að nú var hún orðin vel mentuð stúlka. Hefði Saint Jimmy ekki sýnt þessa mi'klu árvekni og þolinmæði í því að kenna henni, þá mundi hún hafa alist upp í al- gerðu mentunarleysi. An þeirrar lijálpar hefði hún ekki lært að meta lífsins gæði og ekki kunnað að njóta þeirra. En hún vissi, að hún þurfti að flýta sér, svo hún hætti við að koma við í hvíta húsinu. Hún ætlaði að koma við á heimleiðinni. Þó vegurinn væri ekki sem greiðfærastur, þá gerði Mörtu það ekki mikið til, því að Nugget var fimur og fótviss. Alstaðar voru hlíðamar þaktar blómum og alstaðar blasti fegurð náttúrunnar við henni. Þetta var yndislegur dagur. Þegar hún kom að búgarði Wheelers, þar sem var bæði stór vindmylna og vatnsgevm- ir, mætti hún tveimur sonum Wheelers, rjóðum og hraustlegum piltum, sem voru að leika Indíána. Þeir léttust ætla að skjóta örvum á hana, en gerðu svo mikinn hávaða, að Nugget varð hálf hræddur og Marta átti erfitt með að ráða við hann. En svo hlupu drengimir til og opnuðu kurteislega hliðið á girðingunni, og Mr. Wheeler kallaði til henn- ar og heilsaði henni vinsamlega og sömu- leiðis Mrs. Wheeler, sem bauð henni að koma inn og hvíla sig. En hún svaraði því, að vel gæti verið, að bráðum færi að rigna, en hún þyrfti að vera komin heim fyrir kveldmatartíma, og hún hélt áfram til bæjarins. Það var nokkurs konar hestarétt skamt frá sölubúðinni í Oracle, og þar stóðu nokkr- ir hestar með reiðtýgjum. Þeir voru leti- legir og hengdu niður höfuðin þar sem þeir stóðu og biðu eftir sínum enn letilegri hús- bændum, sem stóðu á pallinum framan við búðina. Þegar Marta kom nær, sá hún, að Lizard var einn af þeim sem þama stóðu. Þeir horfðu á hana og hún sá, að Lizard vék sér að einum þessum iðjuleysingja og sagði eitthvað við hann, og allir þessir menn, sem þarna vom, skellihlógu. Hana grunaði, að hún væri sjálf umtalsefni þessara náunga og henni leið ekki nærri vel. Tveir af mönn- unum, sem þarna voru, tóku sig eins og út úr hópnum og stóðu saman eins og út af fyrir sig. Þegar Marta kom og fór af baki, var hún alveg viss um að allir þessir menn horfðu eitthvað grunsamlega á hana. Henni féll þetta afar illa og hún flýtti sér inn í búð- ina og gekk fram hjá þessum mönnum, eins hratt eins og hún gat, og fór inn í búðina. Þegar hún gekk fram hjá, tóku þessir tveir piltar, sem stóðu til hliðar, ofan fyrir henni. Þegar hún var rétt komin inn fyrir dyrn- ar, sagði Lizard aftur eitthvað við félaga sína og þeir tóku undir það með hinurn ó- geðslegasta mddaskap, og í þetta skifti heyrði Marta nokkurn veginn hvað þeir sögðu. Hún stóð kyr ofurlitla stund, eins og hún gæti ekki hreyfit sig. Henni fanst eins og hún hefði fengið rokna högg á liöfuð- ið og hana svimaði og hun varð ráðalaus og vissi ekki hvað hún ætti að gera. Hún varð hrædd og það var í fvrsta siuni a æfinni, sem hún hafði orðið það. Tvær konur ]>ar úr þorpinu, sem vom þarna í búðinni, litu kuldaloga til hennar, snera sér svo frá henni og töluðu eitthvað saman í hálfum hljóðum. Martá fór inn í hinn enda búðarinnar og stóð þar stundar- korn afsíðis, meðan hún var að jafna sig. Aður en hláturinn var dáinn út, gekk ann- ar piltanna, sem tekið höfðu ofan fyrir Mörtu, til þeirra. Hann leit hvast á Lizard, og það var ekki um að villast hvað honum var í liug. Allir steinþögnuðu, þegar hann kom. Pilturinn talaði í lágum róm, eins og liann ætlaðLst ekki til þess, að það sem hann segði, heyrðist inn í búðina. “Það er hollast fyrir þig að^ segja ekki meira. Þú hagar þér eins og dóni. Kærðu þig ekki um byssuna,” bætti liann við, þegar hann sá, að Lizard þreifaði eftir skamm- byssu sinni. “Það verður ékkert uppistand hér í þetta sinn. Eg er bara að segja þér, að slíkt orðalag, sem þú hefir haft, getur með engu móti géngið hér í Arizona. Það er kannske ekki óvanalegt í því ríki, sem þú komst frá, en hér er því ekki vel tekið, nema þá kannske hjá einhverjum dónum, eins og þú ent.” Hann leit kuldalega en alvarlega til allra þeirra, sem þarna voru viðstaddir. Enginn maður hreyfði legg eða lið. Pilt- urinn bjó sér til vindling og kveikti í honum með allra mestu hægð. Hann leit af Lizard og á hina og sagði: “Eg sé, að þið eruð að hugsa um þetta. Það er bezt fyrir ykkur að halda áfram að hugsa um það.” Svo leit hann afttur á Lizard, og það var eins og hann væri að mæla hann allan með augunum. An þess að segja nokkuð meira, sneri hann sér við og gekk í hægðum sínum þangað sem hesturinn hans var. Um leið og þessi piltur og félagi hans riðu •sína leið, ráku þessir slæpingjar, sem þama voiu, aftur upp skellihlátur. En í þetta sinn vom þeir ekki að hlæja að því, sem Lizard hafði sagt, heldur að honum sjálfum.” “Það er hollast fyrir þig, að láta ekki Steve Brodie ná í þig í annað sinn,” sagði einn þeirra. “Hann verður þér áreiðanlega ekki þægi- legur ljár í þúfu,” sagði annar. “Steve er allra bezti piltur,” sagði sá þriðji. Lizard lét út úr sér óskaplega blótsyrði um leið og hann yfirgaf félaga sína, steig á bak hesti sínum og reið í áttina heimleiðis. Inni í búðinni reyndi Marta sem bezt hún gat, að ná aftur jafnvægi á skapsmunum sínum. Konumar tvær sýndust ekki vera neitt að flýta sér að komast heim, þó þær væm búnar að kaupa það, sem þær þurftu. Þær fóra að tala saman, en það var auðséð, að þær veittu Mörtú nána eftintekt. Marta þóttist vera að skoða eitthvert fata- efni, sem var þar á borði aftan við ofninn, en í raun og vera var hún að fela sig fyrir hinu fólkinu, sem inni var. Þegar búðar- maðurinn kom til að afgreiða hana, vissi hún ekki hvað hún átti að segja og gat ekki mun- að hvað hún átti að kaupa, en það hafði aldr- ei komið fyrir hana áður. Búðarmaðurinn horfði á hana og vissi ekki hvað um var að vera og konurnar tvær héldu áfram að pískra saman. Loksins stamaði stúlkan því einhvern veg- inn út úr sér, að hún ætlaði ekkert að kaupa, hún þyrfti að fara út, en hún mundi koma aftur, áður en hún færi heim. Hún hljóp út iir búðinni, niðurlút og kafrjóð í andliti. Þegar hún gekk fram hjá mönnunum, sem voru á pallinum fyrir framan búðardymar, og þangað sem hesturinn hennar var, leit hún bara niður fyrir sig. Hún var eitthvað svo máttfarin, að hún gat varla komist á bak. Mennirnir voru ekkert að hugsa um hana i, og virtust ekki veita henni neina eftir- ít. Það var eitthvað annað, sem í svipinn minsta kosti, hafði vakið eftirtekt þeirra. Marta reið hægt í áttina upp að gilinu og r í mjög þungu skapi. Nugget vildi endi- ^a komast áfram; var kannske að hugsa a kveldmatinn, eða þá að honum leizt gran- mlega á skýin, sem vora að færast yfir illatindana. En Marta vildi ómögulega lofa num að hlaupa og neyddi hann til að ganga t fyrir fót. Hesturinn var óánægður með itta og leitaði fast á, að fá að hlaupa, en m lét það ekki eftir honum. Hún vildi hafa ?ði til að hugsa og henni fanst hún endi- *a þurfa að hugsa. Hvað þýddi alt þetta, sem liún hafði séð ; heyrt í búðinni og utan við búðardymar! rí hlógu þessir menn svona fíflslega, strax ■gar þeir sáu hana? Því höfðu þeir gefið mni svona nánar gætur, þegar hun for at Lki 0«- o-ekk inn í búðina? Því vildu konum- ■ tvær ekki tala við hana?—þær þektu liana i. 0»- hvað voru þær að pískra, eftir að þær i'fðu^snúið við henni bakinu? Hún hortði drei fyr orðið vör við neitt þessu líkL rófgerðum mönnum hafði liún kynzt fra n liún var barn. Ilún var því svo sem ekla rön, að heyra raddalegt tal. Hún hafði wið með þeim, frá því liún var t>am, meira ns og drengur, en stúlka, og hun lia i e •t um það liugsað. Hún hafði ahlrei haft íinn kunningsskap við nokkum mann nema ímlu mounina og Saint Jimmy, l«nga8 til ún kyntist Edwards. ÞaS gat ckkL vení, 5 þetta fólk væri nokkuS oSru visi nu heU r cn þaS hafSi veriS. Hún hlaut sjalf aS >ra eitthvað öðra vísi. _ , “Já,” hún játaði það fyrir sjálfn ser, hún var öðru vísi.” . . Rétt um leið og hún hafði fundið til meiri fsgleði, heldur en nokkru sinni fyr, hafði ún í fyrsta sinni á æfinni fundið til feimni agnvart karlmönnum, og henni hætti við að )ðna, þegar þeir litu á hana. Það hafði omið henni til að taka sér svo nærri liin irlrlíilp-ím nrrS. spm Tiizard sét Ult

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.