Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.06.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1932. Bl.s 7. Getur núverandi fyrirkomulag staðist? Eftir Ralph Connor. Félagsleg sameign fyrir ein- stakling, séreign í iðnaði og f járhagslega. Núverandi fyrirkomulag getur ekki staðist, sjáanlega, vegna hinna óbætanlegu illu afleiðinga: 1. Langvarandi ruglings í iðn- aði; sem leiðir af sér: (a) at- vinnuleysi; (b) gjörir verzlunar- viðskifti ill-möguleg; (c) dregur úr hagnaði almennings í fyrir- tækjunum og leiðir af sér fátækt og eymd, líkamlega og siðferðilega veiklun og félagslegar óeirðir. 2. ósamræmi í iðnaði, sem leið- ir af sér: (a) ósamræmi í fram- leiðslu og notkun þess, sem fram- leitt er; (b)\ gjörræðislega stjórn auðmanna; (c) ósanngjarna skift- ing afurða og gróða; (d) ósann- gjarna vernd hinna sterku þátta iðnaðarins. 3. Hins f járhags’.ega fyrirkomu- lags, hvers sjálfráði kraftur inni- felur sífelt ógnandi hættu þjóð- inni, fjárhagslega og félagslega. Margar eru orsakir þessa ó- fagnaðar; en það má rekja þær allar að sama brennipunktinum, nefnilega til hins óbeizlaða sér- réttar einstaklingsins, sem er í beinni mótsögn við sameign í iðn- aði og fjárhagslega. Sérréttur einstaklingsins sýn- ir sig sérstaklega á tvennan hátt: í markmiði og stjórn. 1. Markmiðið. — Það er látið í veðri vaka, og í raun og veru ætti það að vera markmiðið, að allur iðnrekstur (ætti að vera) eða sé almenningi í hag. Raunveru- lega, og svo sem af hefð, er mark- miðið ætíð hið sama: að auðga eigenur iðnaðarins. Því er löng- um fleygt: Það er nauðsynlegt til velgengni, að markmiðið sé heill almennings; en aðal hreyfi- aflið í öllum iðnrekstri er gróð- inn á fyrirtækinu — gróðinn, sem fellur í skaut eigendum iðnaðar- ins, — með öðrum orðum gróðinn. sem fellur . í hluta þeirra, sem leggja fram peningana til fyrir- tækisins. Og samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi virðist alt snúast um það, að allur afgang- ur efnis og allur gróði, eftir að efni og vinnulaun hafa verið dregin frá, skuli allur afgangur gangatil “peningamannanna.” 2. Stjórn. — Stjórnin fellur löngum í hlut hinna sterku; þar af leiðandi hefir penin'gamönnun- um vanalega dæmst stjórnin á hendur; því þeir hafa verið og eru álitnir hinir sterku. Það sem á sér stað fjárhags- lega alstaðar. Hið fyrsta og að- al markmiðið í bankarekstri, er að sjá um hag hluthafa. Alveg eins og í sambandi við iðnrekstur, er það látið í veðri vaka, að fólkið, sem leggur inn í bankana, skuli njóta allra hlunninda og að þeirra peningar skuli vera vel geymdir. En hér, eins og í hinu tilfellinu, er það aðal-atriðið, að sjá um, að allur gróði falli í skaut hluthafa. Það sama má segja, um allar vorar fjárhagslegu stofnanir, svo sem; samsteypufélög, lánfélög og vátryggingarfélög: “gróðinn skal falla í pyngjur eigenda” er slag- orðið á vettvangi, hvar sem er, og er varið sem réttmætt og sjálf- sagt, hvenær sem því er hreyft. Meira að segja: almenningur hef- ir fallist á þetta sem rétt og sann- gjarnt á liðinni tíð. Þessa grundvallarhugmynd sér- réttar einstaklingsins, samþykkir jafnaðarmaðurinn ekki, heldur þverneitar. Hann heldur því gagnstæða fram, nefnilega: að eftir að búið er að borga af gróð- anum fyrir notkun peningainn- stæðunnar (rentur), og eftir að borgað hefir verið fyrir fram- leiðslukostnaðinn, vinnulaun og svo framvegis, þá ætti að afhenda stjórninni alt það, sem eftir er, og ætti hún svo að afhenda það öllu fólki til notkunar. Þannig farast Endurbótanefnd- inn, sem nefnd hefir verið hér að framan, orð: 1. “Vér mælum með sameign allra og starfrækslu á náttúru- auðæfum, flutningi, samgöngum, raforku og öllum öðrum iðnaði, sem virðist líklegt til að lenda í einokunarklemmuna.” 2. Þjóðeign á bönkum og öðr- um gróðastofnunum, sem annist allar lántökur og arðvænleg fyr- irtæki.” Það er eftirtektarvert samt sem áður að hér er ekki gert ráð fyrir þjóðeign á öllum iðnaðarfyrirtækj- um, heldur er hér talað um hin stærri fyrirtækin og þau, sem líklegt er að lendi í einokunar far- ganinu. Veigna þessara alvarlegu takmarka á sameign almennings, eru kröfur nefndarinnar ekki fullkomlega í anda jafnaðar- manna. Nokkrar vissar staðhæfingar svæsnari jafnaðarmanna innifela í sér grundvallaratriði, sem eru hættuleg öllu heilbrigðu félags- lífi og meginreglum í félagslíf- inu, sem nauðsynleg eru eðlilegri og fullkominni þroskun einstak- lingsins, — svo hættulegar, að vér getum með engu móti fallist á slík atriði, slíkar staðhæfingar. En ef vér hefðum tækifærið að velja á milli jafnaðarstefnunnar eins og hún er sett fram í tillögum end- urbótanefndarinnar, og núverandi fyrirkomulags, þá myndum vér ó- hikað hálda oss að jafnaðarstefn- unni. Hvaða helzt gallar, sem kunna að vera á þjóðeign og starfrækslu á öllum hinum stærri fyrirtækj- um, eins og það er sett fram í til- lögum nefndarinnar, og hvaða helztu hættur og erfiðleikar, sem kunna að vera því samfara að þjóðin eigi sína banka og starf- ræki öll sín gróðafyrirtæki, þá mundum vér glaðir og af frjálsum vilja kjósa það fyrirkomulag, í staðinn fyrir að halda áfram með núverandi fyrirkomulag, með þess hættulegu eigingirni og heiðing- legu sérréttarkenningu, sem er í beinni mótsögn við meðlíðun með öðrum eða umhyggju fyrir hag annara — ekkert annað en dýrkun á æfagömlum hugsunarhætti, sjálfselskrar, heiðinglegrar menn- ingar. Þessi óheillavænlega séreignar- og sérréttar dýrkun er aðalorsök allra styrjalda og aðal þröskuld- urinn í vegi þess, að þjóðirnar geti lifað í friði hver við aðra. Það er aðal hreyfiaflið í hinni ægilegu, eyðileggjandi samkepni á verzlunarsviðinu. Það er undir- stöðuatríði og “faðir-vor” óaldar- flokkanna og hvöt stigamannsins. Það stendur í vegi fyrir öllum sið- ferðilegum framförum; það klipp- ir vængi hugsjónastefnunnar. Eins fljótt og núverandi fyrir- komulag losnaði við sérréttar- og séreigna stefnuna, yrði ónauðsyn- legt að viðtaka hinar nærgöngulu kröfur jafnaðarmanna og sam- eignarmanna. Getum vér upprætt séreignar- stefnuna? — Vér trúum því, að það sé mögulegt, en að eins með stórkostlegri, róttækri breytingu. Ef vér, í iðnaði og gróðafyrir- tækjum bygðum á sameign, í stað- inn fyrir á séreign, myndum vér losna við mest af ófögnuði þeim, sem gegnsýrir núverandi fyrir- komulag. Til dæmis, viðvíkjandi mark- miðinu. Það er látið í veðri vaka að iðnrekstur eigi að vera til hagnaðar almenningi. Látum það vera svo virkilega. Með því móti komum vér að samvinnu og samúð í staðinn fyrir séreign og eigin- girni; og sameign, samvinna og samúð færir oss velfarnan, hvar sem er. Samvinna er möguleg, þegar hver þáttur iðnaðarins nýtur rétt- ar síns fullkomlega, og meðal þessara réttinda er fyrst og fremst sanngjam afrakstur iðnaðarins, og óhultleiki í sambandi við starf- ið. Eftir að öllum þessum rétt- indum er náð og framleiðslukostn- aður hefir verið borgaður, kem- ur spurningin: “Hvað skal gjöra við afganginn?” og þá kemur að hinu atriðinu: “Hver á að stjórna við iðnreksturinn.” Fyrir Nýrnaveiki og Blöðrus j úkdóma. púsundir manna, sem mikil óþægindi hafa haft af því, að nýrun hafa verið veik og blaðran sömuleiðis og hafa þess- vegna ekki notið sVefnværðar, hefir batnað fljött og vel af Nuga-Tone. petta ágæta meðal styrkir nýrun, svo þau geti unnið sitt verk eins og þarf að vera. Ef þú reynir Nuga-Tone I fá- eina daga munt þú komast að raun um þetta, og þú munt geta sofið alla nðtt- ina án þess að þurfa að fara upp úr rúminu. Nuga-Tone bætir fljðtt heilsuna yfir- leitt, þar sem það styrkir vöðvana og taugarnar og öll líffærin. þ>að gefur þér betri matarlyst, styrkir lifrina, eyðir gasi og uppþembu í maganum og inn- ýflunum, læknar hægðaleysi, höfuðverk, svima, veitir endurnærandi svefn og gerir þig feitan og sællegan. Aldrei hefir betra meðal verið til fyr- ir þá, sem aldraðir eru orðnir og hrum- ir, því það veitir þeim aftur nýja krafta. Nuga-Tone fæst alstaðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhúsinu. Undir núverandi fyrirkomulagi hefir það verið talið sem fejálf- sagt, að “peningamennirnir” hefðu stjórnina á hendi; en við mörg iðnaðarfyrirtæki í Bandaríkjun- um, hefir “stjórnin” verið gefin í hendur fulltrúa hinna þriggja þátta iðnaðarins: Innstæðu, Ráðs- mensku og Vinnu. í sumum til- fellum hafa líka fulltrúar um- hverfisins tekið þátt í stjórninni. Þessi hópur fulltrúa hefir full- komið vald yfir iðnrekstrinum. í sumum tilfellum hafa fulltrúar þessir haft vald yfir stefnu o!g skifting á arði og hefir vel gef- ist. Grundvallaratriði félagslegr- ar sameignar og samvinnu er það, að stjórn öll — meðferð — sé gefin fullkomlega í hendur hinna fjögra þátta iðnaðarins: peningamannanna, vinnumann- anna, ráðsmannanna og manna úr umhverfinu. Fljótleg en furðu- leg breytin!g mundi skjótt verða á til hins betra. Til dæmis; úlfúðin mundi hverfa og í staðinn myndi koma sameiginleg vernd og um- önnun hinna fjögra þátta iðnað- arins, peningamanna, vinnumanna (verkamanna)„ ráðsmanna og valdra manna úr umhverfinu. Nú myndu vinnuveitendur og vinnu- þiggjendur taka saman höndum að fyrirbyggja atvinnuleysi og til þess að koma á samræmi milli framleiðslu og notkunar (á því yrði afar mikið grætt); þá kæmi líka trygging, semeiginleg, það sem varðar vinnuveitendur, gegn líklegu tapi, gegn óhagstæðum markaði, gegn heimskulelgri sam- kepni; og frá hendi vinnuþiggj- enda gegn slysum, gegn veikind- um, gegn gamals áldri, og svo framvegis. Hagnaður sá, sem af breytingum slíkum leiddi, myndi gjörberyta öllum iðnrekstri að því er viðkemur bæði svip og árangri. Vér höfum ekkert sagt um fé- lagslega sameign í tilliti til vorra fjárhagslegu stofnana. En straf þeirra, sem höndla Ríkisspari- bankann í Bandaríkjunum, virðist benda á, að það sé mögulegt að útrýma úr f járhagsstofnunum vorum^ ægilegar þó þær séu, þessu áltsýkjandi frumatriði um prívat gróða, sem alt virðist snúast um. Það getur varla liðist mikið lengur, að bankar vorir hér í Can- ada noti sér sameiginlega trúgirni þeirra, sem leggja inn peninga; neyð þeirra, sem lán þurfa að taka; framttakssemi iðnrekenda. lánstraust stjórnarinnar, aðal- lega til hagnaðar hinum fáu, held- ur að þeir finni einhvern veg, þar sem öll þessi öfl verði notuð til arðs þjóðinni sem heild. Með öðrum orðum, vér vonum að þess- um stofnunum, bönkunum, muni auðnast að breyta til, og í staðinn fyrir hið æfa gamla, úrelta, ósið- ferðilega frumatriði, um sérrétt og séreign, setji þeir hitt, gamla frumatriðið, reynt og fágað fyrir aðgerðir hinna mestu o!g beztu manna þjóðarinnar, meginregluna um félagslegt samstarf, sprottið af sameign og samúð. Ritgerðarlok. J. E. ZAM-BUK Græðir Meiðsli og Varnar BLÓÐEITRUN Hús hrynja í Lyon Sunnudagsmorguninn þ. 8. maí hrundu alt í einu tvö íbúðarhús í úthverfi borgarinnar Lyon í Rhonedalnum. Brattlent er þar, en Rhone, hið vatnsmikla fljót, rennur við hlíðarræturnar og grefur sig þar inn undir bakk- ana, en jarðvegur gljúpur í hlíð- inni. Fyrir nokkrum árum urðu mikil skriðuhlaup í Lyon af völdum vatnagangs. —■ Gengið höfðu nú rigningar fyrstu vikuna í mai, og var farið að bera á því á laug- ardaginn þ. 7. maí, að hús þau, sem hrundu, væru í hættu. Hafði verið reynt að gilda upp árbakk- ann niður undan húsunum, en á laugardagskvöld sást, að vatn hafði safnast í hinn gljúpa jarð- veg innan við varnargarðinn. Ein fjölskylda flúði því um kvöld- ið. En flestir létu sér á sama standa, og voru kyrrir. Klukkan 8% á sunnudagsmorg- uninn hrundu húsin tvö alt í einu til grunna, undirstaðan lét alt í einu undan, og var sem hús- in sykki í jörð niður. í húsunum voru 35 manns, er þau hrundu, 10 forðuðu sér út í tíma, 16 náðust lifandi úr rúst- unum, en 27 létu lífið. Maður einn, sem átti heima í húsum þessum, kom úr ferðalagi til Lyon þá um morguninn. Hann símaði af járnbrautarstöðinni heim til konu sinnar. En áður en samtalinu lauk slitnaði sam- bandið. Hélt maðurinn að síma- sambandið hefði verið rofið á miðstöðinni, en hætti við að hringja upp ajftur, tók heldur þann kostinn að halda heim. Er hann kom þangað, var húsið rústir, kona hans og börn liðin lík í rústunum. Herriot er borgarstjóri í Lyon. Hann tók þegar að sér að stjórna björgunarstarfinu. Sama daginn stóðu yfir kosningar í Frakk- landi. - Kosningarnar snerust. sem kunnugt er, mikið um Herri- ot, og stjórnmálastefnu hans. — Lesb. Mátti ekki tefja lengur. Trúðleikari einn, sem var á ferð í járnbrautarvagni hafði of- an af fyrir samferðafólkinu með því að sýna því ýmiss konar list ir sínar. Einn samferðamannanna lét sér fátt um finnast öll töfra- brögðin, og sagði jafnan að þetta og þetta, sem leikarinn sýndi, gæti annar hver maður leikið eftir honum, sonur sinn, sem væri á 10. ári, gæti það eins vel og leikarinn. Þeim, sem töfra- brögðin sýndi, mislíkaði þessar undirtektir, en lét þó lítið á því bera. A'lt í einu bað hann um að fá lánaðan hatt þessa sam- ferðamanns síns. Fékk trúðleik- arinn hattinn í hendur, skar koll- inn vendilega frá börðunum, og sagði síðan: “Þetta er ekki ann- að en byrjunin. Að festa kollinn aftur á getur annar hver maður gert. Sonur yðar, sem er á 10. árinu, getur vafalaust gert það. En eg hefi ekki tíma til þess, því hér þarf e!g að fara úr lestinni.— Og með það rauk hann út. Brást loforði sínu. Vilhelm fyrv. krónprinz Þjóð- verja, hefir vakið á sér eftirtekt nýlega fyrir það, að hann gaf til kynna, að hann væri fylgismaður Hitlers. Þ’egar j(þý4ka stjórnin leyfði honum landvist í Þýzka- landi, fyrir nokkrum árum, var leyfið veitt með því skilyrði, að hann hefði engin afskifti af stjórnmálum landsins. Nú er hann hefir tjáð sig fylgjandi á- kveðnum stjórnmálaflokki, þykir sem hann hafi brugðist toforði sínu og því vafasamt, hvort hann fái landvist í Þýzkalandi fram- vegis. Ritstjóri: Hafið þér sýnt ein- hverjum öðrum ritstjóra þessi vorljóð yðar? — Skáldið: Nei. — Nú, hvers vegna eruð þér þá með glóðarauga? KAUPiÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNLPEG, MAN. Vard Offlce: 6th Floor, Bank of HamUton Chambers. Fertugaála og áttunda ársþing (Framh. frá 2. bls.) Sérstök skýrsla um ungmennafélög og starf þeirra í söfn- uðum vorum, kemur að sjálfsögðu fyrir þingið frá nefnd þeirri, er það hefir til meðferðar. Mun tala slíkra félaga hafa aukist á árinu. Sunnudagsskólar vorir munu nú flestir eða allir nota meira og minna af hérlendum hjálparblöðum og lexium, jafn- vel þó kenslan fari fram á íslenzku. Er þetta óumflýjanlegt og að engu leyti neittt neyðarúrræði. En mikið ríður á því, að heppilega sé valið. Síðustu árin hefir verið feykileg fram- för hvað snertir slik hjálparrrit. Eg vil enn á ný benda á hið svokallaða Life Course, sem 'gefið er út af United Lutheran Church. Eftir þeirri þekkingu og reynslu, sem eg á yfir að ráða, er það hið heppilegasta til notkunar, sem út er gefið af lútersku kirkjunni hér í álfu. Sama má segja um sunnudags- skólablöð þessa sama félags. “Lutheran Young Folks” fyrir þá þroskaðri og “Lutheran Boys and Girls” fyrir þá yngri. eru svo vel úr garði gerð o!g aðlaðandi, að hverjum skóla mundi það hinn mesti gróði, að fá nemendum sinum þau til lestrar. — Svo má benda á þá mikilsverðu hreyfingu í landinu, að koma á sem víðast föstum námsskeiðum fyrir sunnudagsskólakenn- ara. Einkum eru kvöldskólar í borgunum, er leysa þetta verk af hendi. Hvar sem kennarar vorir hefðu tækifæri til að nota sér slík Leadership Training Courses, mundu þeir finna sér það til mikils vinnings. Og þeir, sem ekki hafa kost á því, gætu gert sér mikið gagn með því að ei'gnast kenslubækur þær, sem notaðar eru við þessa skóla, og nota þær til heimalesturs. tSvo vildi eg undirstrika tvent, er tekið var fram í áliti þing- nefndar í sunnudagsskólamálinu í fyrra. Annað er, að heim- ilin undirbúi börnin undir sunnudagsskólann. Hitt er, að venja börnin á að sækja guðsþjónustur safnaðarins. Árangur af þessu hvorutveggja mundi verða afar mikill í kristilega átt. Eg veit, að í hugum vor allra er tilfinning fyrir þvít að alvörutímar eru yfir oss að ganga. Kirkja Krists og öll mál- efni hennar eru stödd í sárri eldraun erfiðrar reynslu. Þó að reynsla sú, er mannkynið er statt í nú, sé að miklu eða öllu leyti sjálfskaparvíti, þá er þó hönd Guðs í erfiðleikunum o!g hans vilji að leiða út til blessunar. Hvað meðferð allra vorra mála snertir, þá finst mér, að oss beri að taka fullkomið tillit til þess, hvernig ástæður eru, og ekki ofþyngja með álögum eða byrðum. Kirkjan verður að komast af með minna fé, eins og aðrar stofnanir, meðan árferði er erfitt. Sannir kristindóms- vinir láta ekki málefni kirkjunnar líða fyr en 1 síðustu lög. En nú sérstaklega er þess þörf, að kirkjan reiði sig á þau til- lög, sem menn leggja fram af innri hvöt, fremur en ytra að- haldi. Hennar hlutverk er sérstaklega að vekja áhuga fyrir málefni Guðs ríkis í hvívetna og kærleika til þess. Þannig mun bezt rætast framúr með málefni hennar. Og hún á að kenna mönum að standa uppi í erfiðleikunum þannig, að þeir ekki láta bugast, heldur starfi í öruggri von og trausti, jafn- vel þegar erfiðast gengur. Kirkjuþingsmenn, eg fel ykkur málefni kirkjufélags vors til meðferðar á þessu þingi, að þér ráðstafið þeim með bæn- aranda og trausti til Guðs, með það fyrir augum, að gera um- fram alt hans heilaga vilja. Einnig lagði forseti fram þetta bréf til þingsins, frá dr. F. H. Knubel, forseta Sameinuðu lút. kirkjunnar í Vestur heimi: The United Lutheran Church in America. Office of the President, Lutheran Church House, 39 East Thirty-Fifth Street, New York, May 26th, 1932. To the Icelandic Lutheran Synod of America: Dear Brethren:— If only Providence were taking me nearer Winnipeg at this time, nothing would please me more than the privilege of meet- ing with you personally and of presenting the greetin&s of the United Lutheran Church in America. Since I cannot meet you face to face, this letter is being sent as a greeting, assuring you that I shall definitely pray for you as you counsel together. May our Lord give you new assurance that He is guiding each decision you make. Let us all be sure that He wills to rule in our hearts, and that His control is our greatest blessin'g. He has I believe gulded the relationship of the Icelandic Synod and the United Lutheran Church since its beginning. That relationship has helped both of us. We have hitherto worked together in foreign mission endeavor, in home mission enterprise, in educational purposes, etc. All of this has inevit- ably established many ties between us. I believe you have appreciated that in such assistance as the U.L.C.A. has been able to give, it has acted simply as a brother of yours who happens to be a little stronger than the Icelandic Synod. All of our men are actuated only by that motive. That which we have tried to show to you is after all the same spirit which exists between the thirty-three synods in the U.L.C.A. itself. Those synods all maintain their individual rights and independence. They have symply agreed to do certain definite pieces of work together, but continue their own independent existence in all other respects. They aim to be helpful to one another, the stronger ones in particular helping those that are weaker. We find ourselves particularly fortunate in the present difficult times that we are all living as brothers under one roof. We can thus as a family be of greater assistance to those synods that are in greatest need. We have previously indicated to you that it would be a happiness to us if you were willing as another brother to live also under the same roof with the other thirty-three synods.^ If you desire to appoint a committee to confer with us, such a plan would be welcome. Please understand, however, that we are not in any way attempting to press this upon you. My only reason for stating it is that I believe we would thus be better able to help you and you could definitely help us, in the present time and at all times. Assuring you once more that as you meet I shall be pray- ing for you, and with truest greeting in Christ, I am Faibtfully yours, F. H. KNUBEL, President of the United Lutheran Church in America. Samþykt var að skrifari, í nafni þingsins, þakki dr. Knubel bréflega hina bróðurlegu kveðju og árnaðarorð þau, er bréf hans hefir meðferðis.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.