Lögberg


Lögberg - 30.06.1932, Qupperneq 8

Lögberg - 30.06.1932, Qupperneq 8
BIs. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1932. Robiir'Hood FLÓUR Mjölið malað vísindalega úr hveiti Vesturlands bóndans í afbragðs Sléttumyllum * +■ _________________________________*• Úr bœnum og grendinni -—+ Heklufundur í kvöld, fimtudag. Sunnudaginn 3. júlí messar séra Si'g. Ólafsson að Hnausum kl. 11 árd., og í Riverton kl. 2 e. h. Dr. A. V. Johnson, tannlæknir, verður í Riverton þriðjudaginn 5. júlí. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 3. júlí, eru fyrirhug- aðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tím!a. kl. 9.30 f. h., og síðdegismessa í kirkju Víðinessafnaðar, kl. 2 e.h. (ensk messa). .Séra Jóhann Bjarnason prédikar í bæði skift- in. Mælst er til að fólk fjöl- menni. ■Mr. og Mrs. K. B. Snæfeld, frá Hnausa, Man., eru stödd í borg- inni. Herberlgi til leigu að 762 Victor Str., með húsgögnum eða án þeirra. Sími 24 500. Gefin saman í hjónaband, hinn 25. þ. m., John Gillis og Grace Margaret Baker, bæði til heimiL is í Winnipeg. Hjónavígslan fór fram í kirkjunni á William Ave. og Juno Str. Rev. A. H. Argue gifti. Beaiity Parlor 643 Portage Ave. Corner Sherbrooke Str. Mundy’s Barber Shop Sími: 37 468 Heimlli: 38 005 Mrs. S. C. Thorsteinson Laugardaginn 25. júní voru þau George Hilton Palmer, frá Winni- peg, og Guðrún Kristín Marteins- son, 'frá Hnausa,, Man., gefin saman í hjónaband í kirkju Breiðuvíkur safnaðar, að Hnausa, af séra Rúnólfi Marteinssyni, föðurbróður brúðarinnar. Miss Anna Marteinsson, systir hennar, lék á orgel, en Mrs. Schollie, syst- ir brúðgumans, lék á fiðlu. Við- statt var allmargt skyldmenna brúðhjónanna. Að vígslunni lok- inni var farið heim að Hofi, þar sem búa foreldrar brúðarinnar, Bjarni og Hellga Marteinsson, og bróðir og tengdasystir, Edwin og Guðný Marteinsson. Þar stóð rausnarlegt og ánægjulegt sam- sæti. Að því búnu lagði fólkið, sem kom frá Winnipeg, á stað heim. Brúðhjónin fara skemti- ferð til Clear Lake í Manitoba. Svo setjast þau að á heimili sínu í Winnipeg. ATTUNDA ÞING Hins Sameinaða Kvenfélags Hins Ev. Lút. Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi Haldið í Winnipeg, Man. Þriðjudaginn 5. Júlí og Miðvikudaginn 6. Júlí 1 KIRKJU FYRSTA LÚT. SAFNAÐAR FYRSTI FUNDUR, Þriðjudaginn 5. júlí, kl. 2 e. h. Tekið á móti kjörbréfum, nýjum félögum og meðlimum, skýrslum embættiskvenna og félaga. Gömul mál—Ný mál. ANNAR FUNDUR kl. 8 e. h. Programme Piano Solo....................Miss Dora Guttormsson Vocal Duet—“Greeting” .................Mendelsohn Mrs. K. Johannesson Mrs. Lincoln Johnson Erindi—Mrs. E. Fáfnis, Glenboro, Man. Vocal Solo—“Sönglistin”................S. K. Hall “Vorvindur” ................S. Kaldalóns Mrs. K. Johannesson Erindi—“Áhrif kristinnar konu og móður á mannfélagið” Mrs A. Buhr, Winnipeg, Man. Vocal Duet—“Syng þú mér ljúflings lag”.. .B. Guðmundsson Mrs. Lincoln Johnson Mrs. K. Johannesson Mrs. F. Fredrickson accompanist hRIDJI FUNDUR, MiSvikudaginn 6. júlí, kl. 2 e. h. Piano Duet—“Donny Brook Fair” Norma Benson Valdin Ingaldson Erindi—“Börnin og náttúran”—Mrs. S. Guttormsson, Wpeg. Vocal Solo—Mrs. A. Hope. FJÓRÐI FUNDUR, kl. 8.15 e. h. Piano Solo—Miss B. Eyjolfson. Erindi—Mrs. O. Schultz, Pilot Mound, Man. Vocal Selection—Miss Margarethe Thorlakson. Erindi—“Myndir frá Japan.”—Mrs. S. O. Thorlakson. íslenzk stúlka, þrifin og reglu- söm, og vön öllum hússtörfum, ósk- ar eftir atvinnu nú þegar, í bæn- um, eða út í sveit. Kaupgjald eft- ir samkomulalgi. Upplýsingar veit- ir Mrs. G. Erickson, 950 Garfield St. Sími: 89 527. Þann 23. þ. m. lézt að Lundar, Man., Mrs. Lilja Sölvason, ekkja Lárusar heitins Sölvasonar þar í bygð. Hin látna kona lætur eftir sig tvær dætur, þær Mrs. Jane Mac, að 991 William Ave. hér í borginnb og Ms. Th. I. Kistjánsson, að Víðir P.O., Man.—Jarðarför Mrs. Sölva- son fór fram að Lundar, síðastlið- inn laugardag. Mr. Bjarni A. Bjarnason, guðfræðanemi, talaði yfir moldum hinnar látnu. Áttunda þing hins Sameinaða kvenfélags, verður haldið í fund- arsal Fyrstu lútersku kirkju, þriðjudaginn og miðvikudaginn í næstu viku, 5. o!g 6. júlí, eins og auglýst er á öðrum stað I þessu! blaði. Á undanförnum árum hafa fundir þessa félags verið vel sóttir og hafa þótt uppbyggi- j legir og skemtile'gir og má óhætt| gera ráð fyrir, að svo verði enn ekki síður en áður. Er öllum kon- um, yngri o!g eldri, giftum og ó-1 giftuml, boðið að sækja fundinn. ■ Erindi verða flutt og skemt verð- ur með söng og hljóðfæraslættij bæði kveldin og einnig seinni- partinn á miðvikudagnn. Þær kon- ur, sem geta komið því við, ættu ekki að láta hjá líða, að sækja þessa fundi. Fermingar - !guðsþjónusta á ensku verður haldin að Mountain, N. Dak., í kirkju Víkursafnaðar, kl. 11 f. h. næsta sunnudag, 3. júlí. Fer almenn altarisganga fram við guðsþjónustuna, og er fólk hvatt til þess að færa sér hana í nyt. Þrjú börn trúboðs- hjónanna, Margrethe, Octavíus og Erik, verða fermd af afa sín- um, er einnig prédikar. Séra Octavíus og frú hans, Carolína, eru á förum með fjölskyldu sína aftur til Japan. Verður þetta því síðasta tækifærið fyrir fólk á þessum slóðum, til að sjá þau og kveðja, áður en þau hverfa á braut til trúboðsstöðva sinna. Að kvöldi sama da!gs, kl. 8, fer guðsþjónusta fram á íslenzku í kirkju Vídalíns safnaðar. Vonast er eftir að fólk fjöl- menni við báðar guðsþjónust- urnar. H. Sigmar. EFTIRSPURN. Bréf hefir undirrituðum borist, ritað fyrir hönd aldraðs manns, Jóns ísfjörð, skósmiðs á Siglu- firði, íslandi, er með fram vegna væntanlegs arfs, óskar að ná sam- bandi við son sinn, sé hann á lífi, Valdimar Johnson, er síðast dvaldi (hjá systur sinni ónafngreindri) í Mikley (Big Island, Hecla P.O.), Manitoba. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um Mr. Johnson, eru góðfúslega beðnir að senda þær undirrituðum. Friðrik A. Friðriksson. Box 388, Blaine, Wash. Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PIANOS og ORGANS Heimili 594 Alverstone St. Sími 38 345 Kveðjusamsæti Kveðjusamsæti var þeim séra O. S. Thorlaksson, frú hans og börnum, haldið í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju, á þriðju- dalgskveldið. Stóð trúboðsfélag safnaðarins fyrir því. Var það all-fjölment og skemtilegt, þó til- efnið væri naumast þess eðlis, því í sjálfu sér er það ekki skemti- legt, að kveðja vini sína og eiga þess ekki von að sjá þá aftur í mörg ár. Dr. Björn B. Jónsson stýrði samsætinu og eftir að miáltíðinni var lokið, var skemt fram eftir kveldinu með hljóðfæraslætti, söng og ræðuhöldum. Miss Fjeldsted Iék á fiðlu og Mrs. B. H. Olson söng einsöngva, en Mrs. Hetgason lék á hljóðfærið. Til máls tóku, auk veizlustjóra, Mr. J. G4 Jóhannsson, séra Rúnólfur Marteinsson og Mrs. O. Stephen- sen. Þau séra Rúnólfur og Mrs. Stephensen fluttu trúboðshjónun- um ávörp og færðu þeim nokkr- ar minningargjafir. Bæði fluttu trúboðshjónin stutt- ar tölur og þökkuðu fyrir sam- sætið, en ekki síður fyrir alla aðra velvild og ánægju, sem þau höfðu notið hjá Fyrsta lúterska söfnuði og öðrum vinum í Winnipeg með- an þau dvöldu hér í þetta sinn. Oss langar til að me!ga segja frú Thorlaksson, ef hún les þess- ar línur, að ræðan sem hún flutti við þetta tækifæri, var prýðis- falleg. Eftir að samsætinu var lokið, ] kvöddu allir hjónin og börn þeirra, þökkuðu þeim fyrir dvöl- ina í Winnipeg og árnuðu þeim heilla. Rev. og Mrs. Thorlaksson fóru á miðvikudaginn til Mountain, N. Dakota, en koma hingað aftur í næstu viku, áður en þau leggja af stað, áleiðis til Japan. í bi^tingu fermingarbarnanna frá Upham, N. Dak., í síðasta blaði, hefir misprentast eitt nafnið. í blaðinu stendur: Thórð- ur Magnús Árnason, en á að vera Thordur Allan Arnason. | TO LET—Store building at Foam Lake, Sask., a predominant Icelandic town and district, suit- able for general store business. Living quarters, 5-room suite, second floor. Available July lst. Rent only $30 for both store and suite. Will alter and decorate | to suit. Apply by letter to Owner, P.O. Box 104, TREHERNE, Man. Mr. Hjörtur Bergsteinsson frá Alameda, Sask., er staddur í borg- inni. Hann kom hingað á mánu- daginn og fer heimleiðis á föstu- daginn. Hann kom í bíl sínum og er erindi hans aðallega að sækja dætur sínar tvær, sem hér hafa stundað nám í vetur. Mr. Berg- steinsson lætur heldur vel af uppskeruhorfum í sinni bygð. Út- lit nú miklu betra, hvað það snertir, heldur en á undanförn- um árum. En búskapurinn, seg- ir Mr. Bergsteinsson, að sé erf- iður mjög, jafnvel þó uppskera verði sæmilelga góð, vegna hins afar lága verðs á öllum búnaðar- afurðumi. Mr. Bergsteinsson hef- ir um langt skeið búið stóru búi í grend við Alameda, en aldrei segir hann að búskapurinn hafi verið eins erfiður, eins og nú. Bréf til Lögbergs. Bréf það, sem hér fer á eftir, er frá þjóðkunnum mentamanni á íslandi og er dagsett í Reykja- vík hinn 7. þ.m.: “Beztu þakkir fyrir Lö!gberg, sem eg hefi fengið reglulega síð- an um áramót. — Eg dáist að, hve ykkur tekst lengi að viðhalda vestra íslenzkri tungu og láta ykkur umhugað um íslenzk mál- efni, án þess þó, að meiri sam- göngur séu milli ykkar og ís- lands. Eg hefi orðið þess var, að menn, sem! fæðst hafa vestra af íslenzkum foreldrum o!g alist þar upp alla sína æfi, tala íslenzku, þótt þeir hafi aldrei fyr á æfi sinni komið til íslands. Eg held ekki, að börn íslenzkra foreldra annars staðar, t. d. hér í ná- grannalöndunum, geri þetta. Eg efast ekki um, að íslenzku blöðin ykkar vestra, eiga mikinn þátt í þessu. Tel eg það vel farið og óska ykkur allra heilla í því efni.” Jón Helgi Sveinsson, 54 ára gamall, andaðist hér í bænum, rétt eftir uppskurð, þ. 12. júní s.l. Foreldrar hans voru Sveinn Ma!gnússon og Halldóra Guð- mundsdóttir, er lengi áttu heima hér í borg, en fluttu síðan til Gimli og önduðust þar. Þau hjón voru úr Strandasýslu og munu hafa flutt til Vesturheims árið 1887. Dætur þeirra hjóna eru: Mrs. Þuríður Hólm, ekkja, er býr að Dvergasteini, í grend við Gimji, og Mrs. Oddbjörg Jóhann- son, húsfreyja á Bólstað, skamt fyrir sunnan Gimli . Uppeldiö- bróðir þeirra systkina, er Þórar- inn Magnússon á Gimli. Hólfbróðir Halldóru, móður þessara syst- kina, er Guðmundur Jónsson, einnig til heimilis á Giml. — Jón Svensson var maður vel látinn og vinsæll. Var listrænn í huga. Hafði yndi af hljóðfæraslætti og sön!g. Eins og títt er um Islend- inga, hafði hann lært þar af sjálf- um sér og spilaði furðuvel á org- el og píanó. — Jarðarför Jóns sál. fór fram fyrst með húskveðju að Dvergasteini og svo með út- farar-athöfn, er var fjölmenn, frá kirkju Gimlisafnaðar, þ. 15. júní. séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Jón Bjarnason Academy. GJAFIR: Mrs. Rannveig Johnson, Winnipeg,............... $10.00 Rev. J. A. Sigurðsson...... 10.00 Mrs. Helga Sumarliðason, Seattle, Wash............ 10.00 (Þessi 'gjöf er borin fram í minn- ingu um það, að nú eru liðin 100 ár frá fæðing Sumarliða Sumar- liðasonar, er lézt árið 1926). Með innilegu þakklæti. S. W:. Melsted, gjaldk. FRÁ ÍSLANDI. Reykjavík, 6. júní 1932. í morgun brann bærinn Iða (austurbærinn) í Biskupstung- um á skömmium tíma til kaldra kola. Um upptök eldsins er ófrétt. Einhverju af fatnaði og rúmföt- um var bjargað. Bærinn var mjög lágt vátrygður.—Bóndinn í aust- urbænum heitir Einar Sigfússon. Reykjavík, 8. júní. Laxveiði er byrjuð í Elliðanán- um fyrir nokkrum dögum, en er treg, sökum þess hve árnar eru vatnslitlar. Eitthvað af laxi hef- ir þó komist upp fyrir rafstöðv- arstíflu. —Mgbl. íslenska matsöluhúsíð Barnaheimilið Egilsstaðir í Hveragerði í Ölfusi. Flestir Reykjavíkurbúar, sem lásu dagblöðin hér í júlíbyrjun í fyrra, munu minnast lofsamlegra ummæla þeirra um Egilsstaði, hið nýstofnaða barnaheimili Afmæl- isfélagsins hjá Mjólkurbúi ölves- inga, og mun nú þeim, sem áhuga hafa fyrir heilsuvernd barna og barnauppeldi orðið mál á að heyra eitthvað um áranlgurinn af þess- ari dvöl barnanna þar. í maíblaði læknablaðsins skýrir læknir heimilisins all ítarlega frá árangrinum bæði þeim beina ár- angr, sem sást við lok dvalar- innar og þeim óbeina árangri, sem lýsir sér í gagngerðri breytingu á heilsufari mragra barnanna síðan, og er hvorttveggja svo merkilegt, að fáa mun hafa órað fyrir því. Á heimilinu dvöldu 38 börn í tvo mánuði, flest kirtlaveik, aft- ur úr í þroska og heilsuveil, úr sólarlitlum íbúðum og af berkla- heimilunum t. d. voru 8 frá Líkn. Ekkert barnið hafði þó smitandi berkla. Samkvæmt töflu sem skýrslunni fylgir, var heildar- árangur dvalarinnar sá, að öll börnin þyngdust saman lagt um einn hestburð eða um 5 pund að meðaltali á barn og hækkuðu um 52 sentimetra eða 1.37 sm. á barn að meðaltali, þyngdin og hæðar- aldur ukust við það stórum, svo að þroskaaldur barnanna óx um sex mánuði að meðaltali á þess- um tveim mánuðum. Mesta hækk- un einstaks barns var 3 cm., en minst 0. Mesta þyngdaraukning varð 13% pund, en minst 2 pund. Taflan er reiknuð út eftir töflum Dr. Schiötz í Osló, en mælingar gerði forstöðukonan, Þuríður Þor- valdsdóttir skólahjúkrunarkona sjálf vikulelga á mælitæki, sem léð voru úr barnaskólanum og er það þess vegna tryggilegt að rétt sé mælt og á góð tæki. Fleirá er merkilegt í þessu sam- bandi, t. d. að barn, sem alt af hafði verið heilsuveilt og legið tímum saman í eitlahita og lá mestallan tímann austur frá og þess vegna oft borið út í sólskinið, þetta barn bætir við sig 8 mánuð- um í auknum þroskaaldri, og það, sem meira er, að því hefir aldrei síðan orðið misdægurt. Þetta er ekkert einsdæmi, heldur er regl- an sú, um öll börnin, sem til hefir spurst um nú í vor, að þau hafa aldrei verið eins hraust og í vetur. Það er sá óbeini árangur, sem einnig knýr Afmælisfélagið til starfs í sumar þrátt fyrir þröngan f járhag og almenna kreppu. Stjórn Afmlælisfélagsins finnur að þessi starfsemi má með engu móti legígj- ast niður, og það hljóta allir góð- ir menn að finna líka. — Mgbl. gmrdsson=Tr'horvaldson Compamiy Limiifced GENERAL MERCHANTS Útsölumenn fyrir Imperial Oil Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline Tractor and Lubricating Oils ARBORG Phone i RIVERTON Ph one i Manitoba, Canada. HNAUSA Phone 51, Ring 14 par Rera tslentllngar I Wlnnipeg og utanbæjarmenii fá sér máltíðir or kaffi. Pðnnukökur, skyr, hangikjö og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl MOORE’S TAXI LTD. 28 333 Leigið bíla og keyrið sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum bíia og geymum. Allar aðgerðir og ökeypis hemilpröfun. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að fiutningum lýtur, smáum eða atör- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Simi: 24 500 JOHN GRAW Fyrsta llokks klæðskeri Afgreiösla fyrir öllu Hér njóta peningar yðar sín að fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. 25 ARA AFMÆLIS ARB0RG C0-0PERATIVE CREAMERY ASS0CIATI0N verður minst 1. júlí næstkomandi að Arborg, Man., með fjölbreyttri skemtisamkomu. Þar verður saga smjör- gerðar fyrirtækisins sögð. Ræður verða þar margar. Einnig söngur og hljóðfærasláttur. Allskonar íþróttir fara fram allan daginn. Þetta verður bezta almenna úti og inni samkoma bygðarinnar á þessu ári. Enginn inngangsej'rir. Stjórnarnefndin.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.