Lögberg - 15.09.1932, Page 6
BIh. fi
Náman með járnhurðinni
EFTIR
HAROLD BELL WRIGHT.
Hann fór fram að dyrunum, en hin stilta
rödd Indíánans stöðvaði hann.
“Þú gleymir nokkru. Þér er betra að hafa
ekkert saman við lögregluna að sælda. Eng-
inn nema Dr. Burton og móðir hans mega
vita um þetta fyr en þú ert kominn burt úr
landinu.”
“Eg ‘ala eins og flón, Natachee, eg gleymdi
þessu. Segðu mér hvað eg á að gera.”
Aftur beygði Indíáninn sig niður að hinum
meðvitundarlausa manni í rúminu, og sagði
svo:
“Við getum ekki skilið við Thad svona.
Það verður að sækja læknir fyrir hann. Eg
ætla að sækja Dr. Burton og þú verður að
vera hjá honum á meðan. Það getur skeð að
hann fái snöggvast meðvitund aftur, og þú
verður að vera viðbúinn að hlusta á það, sem
hann kann að hafa að segja. Hafðu líka auga
á þessum náunga í hinu herberginu. Hann er
svoleiðis maður, að hann er í standi til að
gera hvað sem er til að varna því, að Thad
geiti nokkumtíma aftur opnað munninn, því
hann er sá eini sem getur sagt frá því, sem
hér hefir gerst, í nótt, og sagt frá því eins og
það var. Skilurðu þetta?”
“Eg skil það,” svaraði Hugh. “Þér er
óhætt að treysta mér. ’ ’
Að mínútu liðinni var Indíáninn á hraðri
feið í áttina til hvíta hússins uppi í fjalls-
hlíðinni.
Eftir tvo klukkutíma kom Natachee aftur
og með honum Saint Jimmy og Mrs. Burton.
Þau komu ríðandi og höfðu með sér heilmikið
af matvælum.
Meðan Dr. Burton og móðir hans voru að
stumra yfir Thad og Mexico-manninum var
Natachee úti og gætti nákvæmlega að öllu
kring um húsið til að vita hvers hann kynni
að verða vísari.
Þegar Indíánanum fanst hann ekki hafa þar
neitt meira að athuiga, fór hann upp í hlíðina,
þar sem hann og Hugh höfðu skilið eftir
asnana og gullið. Hugh kom þá þangað líka
og þeir fóru með þennan dýrmæta flutning
niður að námu þeirra félaga og grófu gullið
þar.
Svo fóru þeir á fallegasta staðinn í því ná-
grenni, þar sem voru stór tré og mikið af
blómum, og þar tóku þeir gröf.
Það var enginn tími til að útvega líkkistu.
Þeir þorðu ekki að láta aðra vitn um það, sem
fyrir hafði komið eða hafa nokkra útför, eins
og þær vanalega gerast. Þeir vöfðu lík gamla
mannsins í voð og lögðu það svo í gröfina.
Mrs. Burton flutti bæn og karlmennirnir stóðu
kyrrir á meðan og beygðu höfuð sín. Þessi
jarðarför var mjög einföld og óbrotin, en hún
var máske guði alveg eins þóknanleg eins og
þar sem viðhöfnin er mikil og alt fer fram
eftir vissum settum reglum. Ekkert er lík-
legra, en gamli maðurinn hefði helst kosið, að
sín eigin jarðarför væri rétt eins og hún var.
Það var nákvæmlega rétt, sem Saint Jimmy
sagði: “Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Bob
hefir sofið við ber brjóst jarðarinnar.”
Meðan Mrs. Burton var að búa til matinn,
sagði Indíáninn Saint Jimmy þá sorgarsögu,
sem gerst hafði um nóttina, eins og hann
hafði lesið liana af ýmsum merkjum, sem
hann sá inni í húsinu og umhverfis það, en
sem var eins ljóst fyrir honum eins og prent-
að mál.
“Þeir voru þrír,” sagði Natachee. “Þeir
komu að neðan. Þeir komu ekki fyr en allir
voru sofnaðir í húsinu, því Sonora Jack hefir
ekki farið þaðan, sem hann faldi sig, fyr en
dimt var orðið. Þriðji maðurinn var Lizard.
Þeir skildu hestana eftir utan við girðinguna.
Spor Lizards eru auðþekt, og eg sá hvar hann
hafði farið af baki. Sonora Jack og félagi
hans frá Mexico læddust upp að afturhlið
hússins svo engánn skyldi verða var við þá
og biðu þar meðan Lizard gerði einhvern há-
vaða svo annarhvor félaganna skyldi koma út
til að vita hvað um væri að vera.
Bob kom út um eldhússdymar og ætlaði að
sjá hvað væri um að vera. Hann sá ekki
mennina, sem stóðu upp við húsið. Þegar
hann var kominn svo sem hálfa leið út að
gripahúsinu, réðust þeir aftan að honum.
Bob varðist, en gat lítillin vöm við komið.
Gretur skeð að hann hafi kallað á Thad, en þó
held eg það síður eftir því að dæma hvað fyrir
kom í húsinu. Annaðhvort Jack, eða hinn
maðurinn drap hann með hníf, því að Lizard
mundi ekki hafa haft tíma til að komast
'þangað, frá hesthúsinu.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
Svo fór Lizard að framdymnum til að gæta
þess að Marta kæmist ekki burt þá leiðina og
til að gera hinum aðvart, ef einhver skyldi
koma. Förin eftir hann leyna sér ekki. Þessir
tveir stigamenn fóra svo inn í húsið að aftan
verðu. Það er líklegt að Thad hafi líka vakn-
að við hávaðann og verið að bíða eftir að
Bob kæmi aftur og hafi því heyrt þegar þeir
komu inn í húsið. Hann var að varna þeim
að fara inn í herbergi Mörtu, þegar hann
skaut Mexico-manninn og Sonoha Jack sló
hann í rot.
‘ ‘ Eg held að Lizard sé með Jack. Hann sýn-
ist að hafa slept sínum hesti og tekið hest
Mexico-mannsins. Marta hefir sinn eiginn
hest. Þeir hafa líka áburðarhest. ”
Þegar Natachee var búinn að skýra frá
þessu, kallaði Mrs. Burton á þá, að koma að
borða.
Meðan þeir vora að borða spurði Indíán-
inn lækninn hvernig Thad liði.
“Eg get lítið sagt um það með vissu enn-
þá,” svaraði Saint Jimmy, “en eg hefi góða
ástæðu til að halda að hann muni lifa þetta
af. Eg er nokkurnveginn viss um að hann fær
meðvitund aftur um tíma að minsta kosti.
En það er úti um hinn manninn, þó vel geti
verið að hann lifi í nokkra daga.”
“■Gott,” sagði Natachee. “Þið Mrs. Burton
verðið hér þangað til við Edwards komum
aftur, getið þið það?”
“Já, það gerum við áreiðanlega, ” svaraði
Mrs. Burton.
“Agætt,” sagði Indíáninn. “Við ætlum að
koma aftur að morgni hins fjórða dags. Við
spörum tíma, ef við megum taka ykkar hesta.
Heimahestamir hér era einhversstaðar úti í
haga og ef við förum til Wheelers, þá kemst
lögreglan á snoðir um þetta.”
“Blessaðir, takið þið hestana,” sögðu þau
bæði í einu, Dr. Burton og móðir hans.
“ Við skulum taka með okkur dálítið af mat
til að borða í kveld og á morgun,” hélt Indí-
áninn áfram, “og dálítið af höfram handa
hestunum og vatnsbrúsa og byssu félaganna.
Það er svo alt, nema”—og hann varð hörku-
legur á svipinn—“boginn minn og örvarnar. ”
XXVII. KAPITULI.
Slóðin eftir þá Sonora Jack og þá, sem með
honum voru, sýndi þeim Edwards og Nata-
chee, að þeir hefðu farið niður gilið og upp
úr því eftir gamla veginum. En Jack hafði
ekki lengi fylgt þessum gamla vegi, heldur
farið út af honum til vesturs og farið nær
fjöllunum. Þama hafði engin önnur umferð
verið og förin eftir járnuðu hestana voru svo
augljós, að það var enginn vandi að fylgja
þeim. Edwards reið eins hart eins og hest-
urinn gat farið, en Indíáninn sá fljótt að það
dugði ekki.
Þó Edwards væri það hálf nauðugt, hægði
hann nú á sér og Indíáninn fór á undan og
réði ferðinni.
Þeir liöfðu ekki farið langt, þegar Nata-
chee stöðvaði hestinn og fór af baki og gaf
Edwards merki um að stöðva líka sinn hest.
“H,vað er um að vera?” spurði Edwards.
Hvað er aðl”
Indíáninn snuðraði þarna í kring og svar-
aði engu þangað til hann var búinn að átti
sig vel á því, sem hann var að athuga.
Þegar hann kom aftur, sagð hann:
“Hérna hafa þeir farið af baki til að girða
á hestunum. Það var rétt með Lizard. Þetta
eru hans för og þarna era förin eftir hans
hest. Förin eftir Sonora Jack og hans hest
eru þarna. Þegar þeir vora búnir að girða
á sínum eigin hestum, fór Lízard þangað sem
áburðarhesturinn stóð, en Jack fór til hests-
ins sem stóð þarna, sem hlýtur að hafa verið
hestur Mörtu. Þar sem við nú þekkjum för
allra hestanna og vitum hver reið hvejrum
þeirra, þá getum við áttað okkur á því, ,ef þeir
skyldu skilja, hver fór hverja leið, nema ef
'þeir skyldu taka upp á því, að skifta um
hesta.
Indíáninn fór aftur á bak og þeir héldu á-
fram og þeir riðu altaf greitt og stundum
töluvert hratt. Stunduð hallaði Natachee sér
áfram til að gæta að föranum, en það tafði
þá svo sem ekkert og það mátti heita að þeir
héldu hiklaust áfram.
Fyrst eftir að þessir ræningjar höfðu farið
út af aðal veginum, höfðu þeir farið hér um
bil beint í vestur, en svo meira til suðurs. Þar
var jarðvegurinn harðari og var því mjög
erfitt að fylgja slóðinni. Eins og Natachee
hafði granað höfðu þessir strokumenn skilið.
Lizard hafði farið eina leið með áburðarhest-
inn, en Jack aðra og Marta með honum. Indí-
áninn skýrði þetta fyrir Edwards og svo héklu
þeir þá leiðina, sem Marta hafði farið.
15. SEPTEMBER 1932.
Þegar þeir héldu áfram sá Natachee, að
Sonora Jack hafði gert alt sem liann gat til
þess að dylja það, hvaða leið hann hefði far-
ið, og gera það sem erfiðast að rekja slóðina.
Hann hafði hvað eftir annað snúið við og
farið í ótal króka og hringi, en hann hafði
samt sem áður haldið í áttina, suð-vestur.
Edwards var að verða alveg’ vonlaus um að
þeir mundu nokkurntíma sjá Mörtu aftur.
Honum fanst alveg ómögulegt að fylgja þess-
ari sióð. Natachee bara brosti.
Stundum fór Indíáninn af baki og lét Ed-
wards teyma hestinn, en hljóp sjálfur á undan
og gætti vandlega að förunum og honum brást
aldrei að finna slóðina, hversu krókótt sem
hún var. Hann gerði þetta hvað eftir annað.
Þó Edwards sæi þess engin merki að þarna
hefði nokkur lagt leið sína, eða þá að merkin
voru svo óljós, að hann vissi ekkert livert
haldið hefði verið, þá var þetta alt eins og
opin bók fyrir Indíánanum. Hann gat hæg-
leag lesið úr öllum merkjum hve lítilfjörleg
sem þau vora. Seint um daginn varð slóðin
augljósari vegna þess að jarðvegurinn var
mýkri og nú þurfti Indíáninn ekkert fyrir því
að hafa, að fylgja henni. Hann sagði Ed-
wards að liér hefðu þessir náungar aftur fund-
ist, og orðið samferða. Hann sá það greini-
lega á förum hestanna.
Rétt eftir sólsetur stöðvaði Natachee hest-
inn, sem hann reið. Það var enn nógu bjart
til að fylgja slóðinni, en myrkrið var samt
að detta á. 1 fyrsta sinn var eins og Indíán-
inn væ2Í í einhverjum efa. Hann horfði
lengi fram undan sér og til beggja hliða. Sam-
fylgdarmaður hans beið.
Loksins tók Natachee til máls:
“Sonora Jack er farinn til Mexico. Það er
auðséð á þeirri leið, sem hann hefir farið.”
“Hvað getum við gert?” hrópaði Ed-
wards. “Það verður orðið aldimt eftir
tuttugu mínútur. ”
“Það er ekki um margar leiðir að velja
hér yfir eyðimörkina og fjöllin. Hann hef-
ir naumast vogað að fara hér beint suður,
því þar er mikil bygð hjarðmanna, og þar er
bærinn Tucson rétt í leiðinni. Eg er nokk-
urn veginn vlss um, að Sonora Jack hefir
•ekki farið þessa leið.”
Eftir nokkrar bollaleggingar héldu þeir á-
fram. Fyrst fóru þeir gegn um þröngt skarð
í fjöllunum og komu svo aftur út á eyði-
mörkina, og þótt nú væri löngu orðið aldimt,
þái hélt Indíáninn áfram eins örugglega eins
og skipstjórinn, sem stýrir skipi sínu í höfn,
eftir Ijósunum, sem lýsa honum leið. Og
hann fór eins hart eins og óhætt var hest-
anna vegna. Edwards fylgdi honum bara í
blindni.
Edards var alveg búinn að tapa áttunum.
Hann vissi ekkert hvert þeir voru að fara,
og hann sá að eins móta fyrir Indíánanum á
undan sér og átti fult í fangi með að fylgja
honum. Honum fanst þarna svo óendanlega
eyðilegt og hann fór að ímynda sér, að sig
væri að dreyma og hann mundi þá og þegar
vakna. Og hann var að hugsa um, að þarna
einhvers staðar væri Marta líka á ferðinni
og hún var í ferð með óbótamanni og útlaga
og hamingjan mátti ráða hvað um hnna
yrði nú. Hvar var hún nú ? Þvílík vitleysa,
að hugsa sér, að Natachee mundi nokkurn-
tíma finna hana héðan af.
Eftir nokkra stund, sem Edwards fanst
vera óratími, fóru þeir aftur fram með ein-
hverjum hæðum á eyðimörkinni. Enn héldu
þeir áfram svo sem hálftíma, en þá fór Indí-
áninn af baki og fékk Edwards taumana og
sagði: “Við erum í norðanverðum Water-
mannshæðunum. Ef þeir hafa farið til
Vaca IIills, þá hafa þeir farið þessa leið.
Við finnum förin þeirra, þegar birtir. Það er
vatn hér einhvers staðar nálægt. Bíddu hérna
þangað til eg kem aftur. ”
Hljóðlaust eins og skugginn hvarf Indíán-
inn sína leið.
Hugh Edwards starði út í myrkrið og
reyndi að gera sér grein fyrir í hvaða átt
Indíáninn hefði farið, en hann vissi ekkert
um það. Hann hlustaði, en heyrði ekkert.
Nótt eyðimerkurinnar var óendanlega dap-
urleg og dimm. Samt sá hann ofurlítið
marka fyrir fjöllunum og honum fanst hann
sjá alls konar kynjamyndir, sem hann hélt
helzt að væru einhvers staðar úr öðram
heimi. Þarna var svo frámunalega eyðilegt
og honum fanst að þarna ætti dauðinn heima.
Alt í einu heyr ði hann til úlfa og þá var eins
og hann vaknaði af hálfgerðum svefni. Þeg-
ar minst varði, sitóð Natachee rétt hjá hon-
um. Það var engu líkara, en liann hefði
komið upp úr jörðinni.
“Það er alt í lagi,” sagði' Indíáninn um
leið og hann fór á bak. “Það er enginn hjá
vatnsbólinu. Við skulum vera þar þangað
til birtir.”
Þeir vötnuðu hestunum og gáfu þeim
hafra, sem þeir höfðu með sér og borðuðu
sjálfir af nesti sínu og lögðust svo til svefns.
Natachee sofnaði strax og svaf vært, en hvíta
manninum kom ekki dúr á auga, en bara beið
þess að birta tæki.
Strax þegar roða tók af degi, vaknaði Indí-
áninn og þegar ratljóst var crðið, voru þeir
komnir af stað.
Þeir voru ekki komnir langt, þegar Indíán-
inn benti Edwards á för eftir hesta. “Sérðu
til hvar þeir hafa farið?” sagði hann.
Þeir voru skamt frá nokkram hæðum eða
hálsum, sem risu þar á slébtunni, þegar Indí-
áninn stanzaði alt í einu og horfði mjög hvast
fram undan sér.
“Ifvað er það?” spurði Hugh, því 3jálfur
sá hann ekkert nema auðnina fram undan sér_
“Þaraa er hestur.”
Um leið og Indíáninn sagði þetta, fór liann
■ af baki óg benti Edwards að gera hið sama.
“Vertu hérna hjá hestunum,” sagði hann,
um leið og hann hljóp af stað í áttina þar sem
hann sá hestinn. “Hafðu nánar gætur á
öllu.”
Indíáninn var farinn, áður en Hugh gat
nokkra svarað.
Hugli Edwards beið þarna í hálfan klukku-
tíma og nærri horfði úr sér augun, en hann sá
ekkert nema auðnina í öllum áttum og þarna
var alt eins kyrt, eins og í dauðra manna
gröfum. Alt í einu sá hann hylla undir Nata-
chee á einni hæðinni, og hann benti Hugh að
koma til sín.
Hugh spurði hvers hann hefði orðið vísari,
en hvernig sem liann spurði, svaraði Indíán-
inn engu orði. Hann fór þegjandi á bak og
hélt rakleiðis áfram. 'Skömmu síðar komu
þeir í lægð milli tveggja sandhæða. Þar ben’ti
Natatíhee Hugh á vatnsból og sagði honum, að
þar hefði þetta fólik verið, sem þeii- voru að
elta. Indíáninn benti honum á staðinn, sem lá
í suður og sagöi:
“Þeir hafa farið strax þegar dimt var orð-
ið í gærkveldi. Nú eru þeir komnir nærri
landamerkjalínunni. Sonora Jack heldur
stöðugt áfram héðan af þangað til hann kem-
ur til Mexico. Hann getur haldið miklu betur
áfram í dag, heldur en í nott og í morgun
kemst hann suður fyrir landamærin.
‘ ‘ En hesturinn — hvað er um hestinn, sem
þú þóttist sjá!” spurði Hugh.
Natachee stöðvaði hestinn, en svaraði
engu. Svipur hans var svo grimmilegur, að
Hugh hafði aldrei séð hann slíkan. Loksins
svaraði hann þó, en það var eins og hann
gerði það þvert á móti vilja sínum:
‘ ‘ Farðu þarna upp á liæðina, og þá sérðu
það sem Iþú ert að spyrja um.
Hugh vissi ekki livað þetta átti að þýða,
en gerði þó eins og Nataehee sagði honum.
Hinum megin við hæðina sá hann hvar
Lizard lá — dauður.
Það var ekki fyr en daginn eftir, að Hugh
skildi, hvemig á því s'tóð, að Natachee var
svona grimmilegur á svipinn og hvers vegna
hann vildi ekkert segja um það, sem hann
hafði séð..
Klukkutímum saman héldu þeir áfram og
fylgdu slóðinni, sem stöðugt lá í suðurátt.
Natatíhee réði ferðinni og nú var ekkert til
að tefja hann. því nú var slóðin alveg skýr
eftir þrjá hesta, og Jack hafði nú ekkert gert
til að villa sjónir á leið sinni.
Þeir fóru fram hjá tveimur Indíánaþorp-
um og fóru svo meira til vesturs. Natachee,
sem ekki hafði sagt orð í þrjá klukkutíma,
rauf nú loksins þögnina.
“Þarna sér maður livar landamærin eru.
Sonora Jack er að komast til félaga smna i
Mexico. ’ ’
Stöðugt héldu þeir áfram og Hugh fanst
þetta ferðalag vera mjög erfitt og þreytandi.
Nú var hann þakklátur fyrir alt erfiðið, sem
hann hafði oi ðið að leggja á sig og sem
hafði gert hann stæltan og horðan, og hann
vissi, að það var vinnunni að þakka, að hann
gat þolað þessa miklu áreynslu. Hann átti
mjög erfitt með að þola hina miklu svitalykt
af hestinum, og vegna hennar naut hann ekki
hreina loftsins. Augun voru orðin sár og
varirnar jþurrar og sprungnar. Fötin toldu
við hann af svitanum og það sást ekki í
hann fyrir ryki. Honum fanst liann hafa
verið á hests baki í óratíma. Hann varð að
taka á öllu sínu viljaþreki til að halda á-
fram.
Nokkuð seint um daginn, sneri Natachee
af slóðinni og reið upp í dálitla hæð, sem þar
var skamt frá. Edwards fylgdi honum og
spurði livers vegna hann gerði þetta, og
Natachee svaraði:
“Við erum ekki langt frá landamærunum.
Sonora Jack hlýtur að hafa einhverja vini
hér í þessu nágrenni, annars hefði hann ekki
farið að koma svona langt ves'tur og fara
hér inn í Mexioo.”