Lögberg - 27.10.1932, Side 2
Bls. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1932.
Stórt mannamót
í Arborg
Það fór fram í skemtigarði bæj-
arins, þ. 5. sept. s. 1., Verka-
mannadagin, og hófst kl. 10 f. h.
Tilefnið var tuttulgu og fimm
ára afmæli rjómabúsins, sem
nefnt er “Norðurstjarnan”, og er
eign íslendinga, aðallega í norð-
urbygðum Nýja íslands.
Hátíðarhaldið fór fram með
svipuðum hætti og venjulega ger-
ist á íslendingadag. íþróttir
þreyttar fyrri part dags, en ræðu-
höld, söngur og veitingar síðari
hluta dalgsins, byrjuðu nálægt kl.
2 e. h.
Forseti dagsins var Gestur
bóndi Oddleifsson í Haga, í Geys-
isbygð. Stjórnaði hann hátíðar-
haldinu með skýrleik og skörungs-
skap, eins og honum er lagið.
Söngstjóri var Sigurbjörn Sig-
urðsson frá Riverton. Ferst hon-
um það starf venjulega frábær-
lega vel og svo var í þetta sinn.
Söngurinn hinn bezti í alla staði.
Fyrstu ræðuna við þetta tæki-
færi flutti séra Jóhann Bjarna-
son. Var það skrifuð ræða, yfir-
lit yfir sögu félagsins frá fyrstu
tíð þess, og þar getið allra helztu
viðburða í stríði og þroska fé-
lagsins. Mun svo vera til ætlast,
að ræðan sé birt á prenti. Kem-
ur ef til vill í næstu útgáfu alma-
naks 0. S. Thorgeirssonar.
Aðrir ræðumenn dagsins voru
Tómas Björnsson, bóndi í Sólheim-
um, í Geysisbygð, er oft hefir ver-
ið formaður í stjórnarnefnd fé-
lagsins; Silgurmundur kaupmaður
Sigurðsson, Ingimar Ingaldson.
fyrrum þingmaður, tíg Björn I.
Sigvaldason, oddviti Bifröst-
sveitar. Hafa þeir allir verið í
stjórn félagsins og stuðnings-
menn þess á fyrri tíð eða seinni.
Auk þeirra talaði enskur maður,
er Foster heitir, frá Teulon. Mun
hann vera í þjónustu búnaðar-
deildar þessa fylkis. -—
Kvæði flutti Böðvar bóndi Jak-
obsson og er ætlast til, að það
komi með þessari fréttagrein í
blöðunum.
Veitingar voru bæði gefnar og
seldar í garðinum. Öllum fyrst
gefnar veitingar, ísrjómi úr
rjómabúi félagsins. En að öðru
leyti voru veitingar til sölu, í
viðbót, fyrir þá er vildu.
Upphaflega var ætlast til, að
hátíðarhald þetta færi fram þjóð-
hátíðardag Canada, þ. 1. júlí. En
sökum feikilegrar rigningar þann
dag, var því frestað þar til ofan-
nefndan dag.
Veður var bærilegt. Tæplega
nógu hlýtt. En þess gætti svo lít-
ið, að ekki kom að sök neitt veru-
lega. Vegir í ágætu lagi og fjöldi
fólks viðstatt. —
Rjómabúið í Árborg má heita
merkisstofnun. Það er stofnað í
mjög smáum stíl sumarið 1907,
þegar árferði var upp á það versta,
og nærri allir voru sár-tátækir.
Brautir þá oftast ófærar, eða því
sem næst. Heyskapur nærri eng-
inn víða það sumar, sökum stöð-
ugra óþurka. Nú má heita, að
rjómabúið, eða smjörgerðarfélag-
ið, sé orðin voldug stofnun, með
byggingum, vélum og öðrum út-
búnaði, öllu í bezta lagi. Er af
sumum talið með hinum fullkomn-
ustu stofnunum af þessu tægi í
fylkinu. — Hefir félagið framleitt
vörumagn fyrir talsvert á aðra
miljón dollara, síðan það var fyrst
stofnað. Er enginn vafi á því, að
það hefir verið bændum hin þarf-
asta stofnun og feikna mikill
stuðningur síðan það hóf göngu
sína. — Er þessu nákvæmlega
lýst, eftir því sem frekast er hægt
í ræðu séra Jóhanns Bjarnason-
ar; þá ræðu þyrfti fólk í sveitum
að ná í og lesa. Þar er saga fé-
lagsstofnunar, er fer í gegnum
margskonar vandræði, yfirstígur
mikla örðugleika, en kemst svo á
fastan grundvöll, og verður veru-
legt þjóðþrifa fyrirtæki, er styð-
ur að hag bænda og velmegun í
víðlendu og blómlegu héraði. —
(Fréttaritari).
Norðuráljarnan
Flijjtt á tuttugu og fimm ára afmælishátið
smjörgerðarfélagsins Norðursstjarnan,
að Árborg, Manitoba.
Hef eg þar máls, er heimsins far, —
Að hrekjast á tímans bárum, —
Með okkur í skut hér eitt sinn var
Sem oftar á landnáms árum.
Hér var þá stofnun hafin fríð,
Og hét eftir þeirrri stjörnu,
Sem lýst hefir mönnum langa tíð
Á leiðunum villigjörnu.
Kaupmenn þá höfðu kosið sér
Að klæða okkur og fæða,
Og eignast fyrir það okkar smjer
Og annað, sem kynnum græða.
En hér voru menn með hugsjón þá,
Og héldu sá kæmi dagur,
Að klæði vor yrði kannske fá,
Og kosturinn ekki fagur.
Því bygðu þeir volduígt vígi hér,
Að verjast til þrautar hugðu
Mögnuðum gulli Mammons her,
Sem margan fer krók og bugðu.
Og herinn hans gat ei reist við rönd;
En raun var honum þó þetta,
Að komast ei yfir öll vor lönd
Og alt, sem þar kynni að spretta.
Um alla hætti og atvik smá
Eg ætla mér sízt að ríma,
Því það er svo margt að minnast á
Úr myndunum frá þeim tíma.
Örlalga þrungin ein var stund,
Er útbúnir hingað flokkar
Með kaupmenn í broddi komu’ á fund,
Að kaupa hlutina okkar.
Eg endist ei til að inna frá
ÖIlu því, sem þar gerðist,
En þess má geta, að þar við lá
Að þingheimur allur berðist.
En einn úr Framnesi upp þá stóð,
Og ögn bað þá við að staldra,
Hann Jón, og ókyrðin öll varð hljóð,
Eins og hann kynni galdra.
Hann sagði: “Við gerum út um öll
Vor ágreingingsmál í næði,
Og reynum að forðast fundar spjöll,
En förum ei að með bræði.
Ef við skulum hafa’ í véum frið,
Það veldur fyrirhöfn minstri,
Að kaupmanna valið kappa lið
Nú komi hér alt til vinstri.
Svo, þegar kosning fram hér fer,
Að friðurinn megi ríkja,
Vil eg nú bænda harðan her,
Til þægri biðja að víkja.”
Hann raðaði þeim með reglu’ og lag,
Það reyndist þó ekki gaman,
Að hafa’ á því gát þann heita dag,
Að herirnir næði’ ei saman.
En sumra var mála sóknin grimm,
Þá sett voru lög í tíma,
Að einn fengi hluti aðeins fimm,
Þeir urðu við það að glíma.
Því höfðu þeir hvorki ráð né rúm,
Að réði það þeirra tapi;
Og eins var að safna að sér kúm,
Það ekki var þeim að skapi.
Það ljóst er af vorri lagaskrá, —
En löngunin við það rýrnar; —
Að enginn hér hluti eiga má,
Sem ekki vill hafa kýrnar.
Öðrum að leggja á oss kross,
Er óvit og tjón — að líða,
En sjálfskapar vítin eru oss
Þó erfiðust við að stríða.
Nú minnist eg á það mæðustig,
Er minkaði hér um sómann,
Því þá voru menn að svíkja sig,
Og senda í burtu rjómann.
Útlitið var þá orðið ljótt,
Þvi allir voru að tapa;
Þá var að koma niðdimm nótt,
Og Norðurstjarnan að hrapa.
Um var þá runnin eymdar stund,
Og alt var með dökkvan farva;
Menn hugsuðu sér að halda fund,
Og hætta svo við að starfa.
Og mörg voru sögð þar mæðu orð;
En maður er nefndur Gestur,
Sem krepti hnefann og barði’ í borð
Og brauzt þar um eins og hestur.
Hann sagði: “Drengir, það augljóst er,
Að okkur er gæfan töpuð,
Og nægta ei lengur njótum vér,
Þá Norðurstjarnan er hröpuð.
Ef einhver um framtíð á ei trú,.
Þeim um það ég sjálfum kenni;
Og hver sem að kýs að hætta nú,
Er heigull og vesalmenni.”
Stæltur þar síðan stóð upp Jón,
Stórvaxinn mjög, frá Víði,
Sagði; “Það oft er okkar tjón,
Og óþörfu veldur stríði,
Að ýmsir senda hér öðrum stein,
Og engum þeir.treysta vilja;
Og áhugaleysið er það mein,
Sem okkur vill sundur skilja.”
Þeir risu allir i einu þar,
Og á því var snildar bragur;
Löguðu alt, sem öfugt var,
Svo aftur ljómaði dagur.
Og þeir hafa reynt við rökkvað loft
Að róa þó syði á keipum,
Og það hefir bjargað okkur oft
Úr auðvaldsins heljar greiþum.
Við treystum ei mjög á Mammons dygð,
Því marga hann reyndi klæki,
En hétum því oft að halda trygð
Við heiðarlegt fyrirtæki.
Og heitin þau eru oftast efnd;
Við einatt störfum í fjósum
Og ötula menn í okkar nefnd
Á ári hverju við kjósum.
Og Nefndin er okkar æðsta vald,
Með einhverjum kynja hætti,
Hún drífur hér alt í áframhald,
Og ekki af veikum mætti.
Og samt er komið í krappann enn,
Þó kjósum við allir frelsið,
Því einhverjir finnast alt af menn,
Sem að okkur færa helsið.
Og betur væri að birtist nú,
Þeim bruggurum vorra meina,
Að við höfum enn á okkur trú,
Og ætlum því vörn að reyna.
Að kúgunar ekki kjósum gull,
En knýjum af eimi strokkinn;
Klófestum fisk og <kembum ull,
En kvenfólkið spinni’ á rokkinn.
Og þó að við reyna þurfum skort,
Er það okkur bezta varnan,
Að standa þéttir um vígi vort,
Það vígi er Norðurstjarnan.
Hermann þar mikil hefir völd,
Á hann verður aldrei snúið,
Því meir en helming af hálfri öld
Hann hefir í strokkinn búið.
Hann stýrir þar öllu stór í lund,
Og starfar ei veill né hálfur,
En vakir yfir því alla stund
Sem ætti hann þetta sjálfur.
Og Lárus, sem er hans önnur hönd,
Hann orðinn er nú svo lærður,
Að kaupmenn bjóða’ ’onum blóma lönd,
Ef bara hann verði færður.
Og Nikulás hefir hámark sett,
Því hann er ei talinn slóði,
Að móta smérið og mæla rétt,
Svo munar þar aldrei lóði.
Og alt er þar þvegið upp og fægt;
Og að þeirri sæmd við hyggjum,
Að Árborgar smjör er orðið frægt
Um álfuna, sem við byggjum.
Og alt af er sæmd að aukast hér;
En að því er vert að gæta,
Að “hálfnað er verk þá hafið er”,
Og hægara’ er við að bæta.
Og það Var oss lán, að þeirra naut,
Sem þorðu að mynda vísinn,
Ryðja að marki beina braut,
Og brjóta hér fyrsta ísinn.
Tómas var þar, og tók á vel;
Og traustur var Sigurmundur;
Og Pálana jafna Jónum tel,
Þeir jakana klufu sundur.
Og marga þar aðra menn eg sá,
Sem mega nú af því hressast,
Að lögðu til vit og verk og þrá,
í von um það mundi blessast.
Á meðan í brjósti bærist negg
Er bjart um þá fornu þuli;
Nú mæli ég um og á ég legg,
Að aldrei þeir gleymast skuli.
Böðvar H. Jakobson.
RANNSÓKNIR 1 RUWENZORI.
Margar glæfraferðir hafa ver-
ið farnar á síðustu árum á ýms
hæstu fjöll heimsins. Fjallgöng-
ur eru eftirlætisiþrótt margra
manna, sem sækjast eftir því sér
til gamans og frægðar, að klífa
hæstu tinda og hafa margir orðið
að láta lífið í þeim æfintýrum.
Meðal frægra f jallgöngumanna
má nefna páfann, hann gekk á
torsótta tinda 1 Alpafjöllum á
yngri árum sínum. Frá síðustu
misserum eru alkunnar fjallgöng-
urnar í Himalaja. Að sjálfsögðu
eru þessar fjallgöngur ekki farn
ar einungis í æfintýraskyni, en
einnig til þess að afla sér vísinda-
lelgrar þekkingar. Einhver helzti
þess háttar fjallgönguleiðangur.
sem starfandi er nú sem stendur,
er Ruwenzori-leiðangurinn undir
stjórn Belgíumannsins de Hemri-
court de Grunne greifa. Ruwen-
zori er fjallgarður á landamærum
Uganda og Kongo í Afríku, milli
Albert- og Edward-vatna. Um
þessi fjöll hafa frá fornu fari
gengið tröllasögur miklar og get-
ur Ptolomeus þeirra, en Stanley
sá þessi fjöll fyrstur hvítra
manna, og lýsti þeim. Hæstu
tindarnir eru yfir 16000 fet ensk,
eða meira en helmingi hærri en
öræfajökull og jökull á þeim.
Margar ferðir hafa verið farnar
í þessi fjöll síðan iStanley var þar
og er einna frægust ferð hertog-
ans af Abruzzi 1906. 1 ár klifu
tveir Englendingar einn hæsta
tindinn. Belgiski leiðangurinn á
að kortleggja vesturhlíðar fjall-
ana og gera jarðfræðilegar og
dýra- og grasafræðilegar rann-
sóknir. Þær eru erfiðar, bæði
vegna þess að þarna snjóar og
rignir í 320 daga ársins og ofsa-
rok eru tið, og blámennirnir þarna
eru fullir hjátrúar og ótta við að
ganga á jökulin. — Lögr.
KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENHY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offloe: 6th Floor, Rank of Hamilton Chamhers.
ÓRKUVER í JÓRDAN. Vestræn vélamenning hefir nú tekið í þjónustu sína hina helgu á Jórdan í Gyðingalandi. Hún hefir nú verið virkjuð fyrir at- beina Gyðingsins Pinhas Ruthen- berg, og vatn hennar er notað til þess. að framleiða rafmagn handa Palestínu og Transjordaníu. Þetta er eitt af mestu vatnsvirkjunar- fyrirtækjum heimsins og er nú (í júní) verið að vígja það og byrja starfræksluna, en mikill styr stóð lengi um fyrirtækið, einkum 1922, er sérleyfisveitingin ;til Ruthen- bergs var til umræðu í enska þing- inu. Formaður í stjórn fyrir- tækisins er Reading lávarður, og einn af forstjórunum er James Rothschild. iTiI þess að framkvæma þessa virkjun hefir þurft að breyta farvegi Jórdanar (áin hefir sjálf breytt sér áður mörgum sinnum). Mestu vatnsmegi árinnar og ánni Yarmuk, sem fellur í Jórdan, hef- ir nú verið veitt í stöðuvatn, eða stíflur, sem gerðar hafa verið á ármótunum. Þetta er stærðar vatn, sem þarna myndast, um hálfönnur miljón teningsmetra af vatni, og sögð landprýði þarna í auðninni. En árnar sjálfar fyrit- ofan stíflurnar hafa verið sviftar fegurð sinni með virkjuninni, einkum Yarmukfossarnir, sem þóttu ein mesta fe^urð landsins og féllu fagurlega meðal olíuvið- arrunna undir fornrómverskum brúarboga. Nú er lítið sem ekk- t GARÐ ÞEIRRA HEILSUVEILU Sérfræðingur í læknislist uppgötvaði fyrir nokkrum Arum lyfja samsetningu, er reynst hefir honum sérlega giftudrjúg vltS starf sitt. Meðal þetta var síðar sent með pósti til þúsunda manna og kvenna, er við heilsu- leysi átti að stríða, og bar hinn bezta árangur. Að lokum fór svo að óhjákvæmi- legt var að f& lyfjabúðum meðalið tii sölu. I>etta meðal, sem komið hefir þúsundum til beztu heiisu, heitir Nuga-Tone. Ijyfsali yðar hefir meðalið fyrirliggjandi; mánaðar skerf- ur kostar $1.00. Kaupið það í dag, og njótið árangursins á, morgun.
ert vatn í fossunum og Jórdan ekki annað en lítill áll, fyr en fyr- ir neðan stíflurnar og orkuverin, þar fellur vatnið, eftir virkjun- ina, aftur í sinn forna farve'g, og á þá fremur stutt eftir út í Dauða hafið, enda er áin öll frem- ur stutt, um 55 mílur. Vatninu er veitt úr stíflunum suðvestan- verðum í gríðarrmiklum stokkum í allmikilli fallhæð, í túrbínur orkuversins fyrir neðan. Þær eru fjórar og tvær af þeim er þegar farið að nota og þó ekki full þörf á þeim báðum. Haifa, Jaffa, Ti- berias og Tell Aviv fá nú fremur ódýra orku úr þessu veri. Menn gera sér vonir um það, að mestur hluti Inadsins geti fengið þaðan ljós og hita, því að orkan er svo að selgja þrotlaus. Það er einnig ráðgert, að nota megi orkuna og vatnið til áveitu í stórum stíl, svo að breyta megi eyðimörkum Jór- dansdalsins í samskonar frjó semdarlönd, sem áður voru þar, svo að þarna me'gi enn verða hið fyrirheitna land marfgra manna, er fái þar nýja möguleika til nýs og betra lífs en nú á hinum sögu- helgu stöðvum. — Lögr.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
■ Amaranth, Man B. G. Kjartanson
! Akra, N. Dakota
Árborg, Man
• Arnes, Man
• Baldur, Man
Bantry, N. Dakota
Bellingham, Wash Thorgeir Símonarson
Belmont, Man
• Blaine, Wash Thorgeir Simonarson
! Bredenbury, Sask
Brown, Man 1. S. Gillis
Cavalier, N. Dak®ta
Churchbridge, Sask
Cypress River, Man F. S. Frederickson
Edinburg, N. Dakota
Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask
Garðar, N. Dakota
Gerald, Sask
• Geysir, Man.
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota
Hayland, Man
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
Hove, Man
Húsavík, Man
Tvanhoe, Minn
Kristnes, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Lögberg, Sask
MarkerviIIe, Alta
Minneota, Minn
! Mountain, N. Dakota
Mozart, Sask
Narrows, Man
Nes, Man
! Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man
■ Pembina, N. Dakota
Point Roberts, Wash S. T- Mýrdal
Red Deer, Alta
Revkjavik, Man
! Riverton, Man
Seattle. Wásh J. T. Middal
• Selkirk, Man
Siglunes, Man
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
! Swan River, Man
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota
• Vancouver, B.C
! Víðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipeg Beach, Man.. .
Winnipeg'osis, Man ....Finnbogi Hjálmarsson j
Wynyard, Sask