Lögberg - 27.10.1932, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1932.
Bls. 3.
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER
XII. Rawða þokan.
Hið hversdagslegu sljóa og sviplausa and-
lit Gáles var nú afmyndað af hræðslu. Hann
sneri sér við og horfði á Belmont angistar-
augum og skalf og nötraði af skelfingu út af
því, ar hann nú heyrði og sá. —
“Þetta er hræðilegt!” stundi hann upp,
“hræðilegt!”
Belmont kinkaði aðeins kolli til samþykk-
is. Hann leit aftur til ungu stúlkunnar.
Hann var ekki alveg viss um, hvort liðið
hefði yfir hana eða ekki, og hann gaf því
Giles aðvörunarmerki. Hún var aðeins kona,
og varð því að varast að gera hana skelkaða.
Það hlutu þó að vera takmörk fyrir, hve
mikið svona veikbygð og fíngerð dálætis-
drós gæti þolað, og hún hafði þegar átt við
ótrúlega örðugleika að stríða. En hún hafði
tekið þeim öllum með þvi hugrekki og jafn-
aðargeði, er fýrir löngu hefði átt að láta
Giles skammast sín fyrir sjálfum sér, ef liann
á annað borð hefði liaft þann eiginleika .til
að bera.
“Talið ekki svona hátt,” hvíslaði Belmont.
“.Það er tilgangslaust að hræða hana.”
“Já, en að hugsa sér, að þeir skyldu finna
okkur,” vældi Giles, “að hugsa sér, hvað
þeir myndu gera við okkur . . . .”
“Haldið yður saman!” hvíslaði Belmont
hvast. Síngimi Giles og iiræðsla olli honum
óróleika og leiðinda. En þó varð hann að
kannast við það, í huga sínum, að Giles hefði
rétt fyrir sér. Það vora alt annað en gleði-
legar horfur fram undan, ef þau skyldu lenda
í höndum þessara blóðþyrstu illmenna, er nú
voru að fremja illvirki þar neðra á skonn-
ortunni. Það var blátt áfram óbærilegt að
horfa á þá voðaviðburði, er þar fóru fram.
Og það var skelfileg tilliugsun, að sitja þarna
algerlega vanmegna og geta ekkert mönnun-
um til bjargar. Hópur vel vopnaðra manna
hefði auðvitað ekki getað setið hjá aðgerð-
arlaus. Hjartað barðist í brjósti Belmonts,
og hann hafði ómótstæðilega löngun til að
hafast eitthvað að, þótt eigi væri nema í
mótmælaskyni gegn glæpaverkum þeim, sem
hér voru framin rétt fyrir augunum á hon-
um; en hann áttaði sig brátt og lét skynsem-
ina ráða. Það væri vitfirring ein, að gera
nokkra tilraun til þess að bjarga þessum
aumingjum. Það yrði til þess eins að færa
þrælmennum þessum þrjú fórnardýr í við-
bót — og eitt þeirra hama.
Hann leit aftur til hennar. Honum virt-
ist að hún hefði hreyft sig. Já, nú opnaði
hún augun og starði á hann—en aðeins allra
snög’gvast, svo leit hún í aðra átt. Óbeit
hennar á honum virtist órénuð enn. Hann
sá það greinilega í augnaráði bennar, og
Elsa sjálf barðist árangurslaust gegn henni.
Hún reyndi að bera ýmislegt í bætifláka fyr-
ir hann í huga sínum. ]\Iaðurinn var svo
vingjarnlegur, þau Giles stóðu bæði í þakk-
arskuld við hann. Hann sýndi henni bæði hug-
ulsemi og drengilega nærgætni. En samt
sem áður var henni ómögulegt að gleyma því,
sem hann hafði gert, eða hvaðan hann var.
Hún sá hann aitaf fyrir sér í huga sínum,
eins og hún hafði séð liann fyrsta kvöldið, er
hann kom um borð í Albertha í handjárnum
og undir lögregluverði. Hún vissi, að liann
var morðingi, er auglýst hafði verið eftir,
sem að vísu var eigi orðinn fyllilega sannur
að sök enn þá. En samt sem áður voru ör-
lög hans þegar nokkurn veginn ákveðin.
Lögreglan hefði tæpast tekist þá fyrirhöfn
á hendur að elta hann hálfan hnöttin í kring,
nema því að eins að sannanirnar fvrir sekt
hans væru fullnógar og ábvggilegar.
Belmont sá, að hún snori sér undan, og
hann skildi fulikomlega, hverjar ástæður
voru til þess. Hann brosti biturlega, en í
augum hans mátti sjá sérum vonbrigðum og
hörku l>regða fvrir. Það eru þó takmörk
fyrir því, hve lengi maður getur þolað og
borið fyrirlitningu fríðrar konu og ungrar,
og þá sérstaklega, er liann dregst ómótstæði-
lega að henni, langt fram yfir það, sem vera
bæri — og framar óskum hans sjálfs í þá
átt.
Giles hafði einnig orðið þess var, að Elsa
var röknuð við aftur, og gekk hann nú til
hennar. Hann settist við hliðina á henni, pg
þar sátu þau nií bæði og hnipruðu sig saman
í forsælunni undir klettabríkinni og töluðu
saman í hálfum hljóðum. Belmont stóð enn-
þá frammi við klettabríkina og horfði niður
Helzt hefði hann viljað komast hjá að sjá
það, sem þar fór fram, en hann varð að hafa
auga með þrælmennunum og horfa upp á rás
viðburðanna.
Hann taldi víst, að þetta væru kínverskir
ræningjar, sem hér væru að verki. Hann
hafði að vísu lítil kynni af særæningjum og
aðferðum þeirra; en hann grilti þó eitthvað
í, að stundum væru siglingaleiðirnar á þess-
um slóðum ærið torfærar sökum malaja-
þorpara. Annars var alveg sama hvaðan
þorpararnir voru eða komu. Aðal-atriðið
var, að þetta voru sjóræningjar, og á því lék
nú ekki minsti vafi. Og honum voru nú fylli-
lega ljós hin ömurlegu örlög hinna óham-
ingjusömu skipverja á skonnortunnr. Bæn-
ingjamir höfðu ráðist á -skipið og náð því
fyrirhafnarlítið á sitt vald. Nokkur hluti
skipshafnarinnar hafði eflaust verið brvtj-
aður niður þegar við fyrstu mótspyrnu, og
hinir lokaði niðri í skipnu — þangað til núna.
"Ejarlægðin var of mikil til þess, að liann
gæti séð greinilega alt, sem fram fór á skip-
unum, en honum var samt fyllilega ljóst,
hvað var að gerast neðra á þiljum skonnort-
unnar. Þeir skipverjar, sem voru enn á lífi,
voru dregnir upp og -slátrað liverjum á fæt-
ur öðrum. Loksins var því lokið. Síðasta
hljóðið var þagnað, og skvampið í sjónnm
heyrðist eigi framar. Belmont gat grilt hina
svörtu skugga, sem þevttust fram og aftur
meðfram skipshliðinni. Hákarlarnir höfðn
nóg að gera, meðan á þessu stóð.
Blóð'baðinu var lokið, og þar hafði hann
verið sjónarvottur að, án þess að gera liina
mimstu tilraun til að sporaa við því. Hugs-
unin um það var honum nærri óbærileg. En
hvað það var voðalegt að horfa upp á þetta
algeiflega vanmegnugur. Hann stó|ð graf-
kyrr og starandi, með hnýtta hnefana, og
gleymdi öllu í kring um sig, yfirvofandi hætt-
unni, sjálfum sér og henni — hann gat að-
eins hugsað um voðaviðburðinn, sem farið
hefði fram þarna neðra við broshýra strönd-
ina.
Honum varð ósjálfrátt litið út á hafið, og
þá rak hann augun í rauðleita þoku, sem
breiddist út yzt við sjóndeildarhring. Hann
horfði undrandi á þetta um liríð. Þetta var
einkennileg þoka. Hann mintist þess ekki,
að liafa séð þess liáttar þoku nokkurn tíma
fvr á æfi sinni, allra sízt á þessum tíma dags.
Meðan hann horfði á hana, þéttist þokan í sí-
fellu, og rauði blærinn varð skýrari og
sterkari. Nú varð hann þess einnig var, að
alt í einu varð uppi fótur og fit neðra á skip-
unum báðm. Menn þustu yfir öldustokk
skonnortunnar og stukku niður á þilfar
júnkunnar, sem lá rétt við hhð henniar.
Aður höfðu þeir dregið niður stóra seglið
þfíhyrnda, en nú var það dregið upp á ný í
mesta flýti. Skonnortan lá fyrir akkeri, en
nú sigldi hitt skipið á stað utanvert við
brimgarðinn með landi fram og var eins og
það leitaði að sundi til þess að geta smogið
þar inn á milli.
Belmont stóð kyr í sömu sporum og liorfði
á víxl á skipið og rauðu þokuna, sem þéttist
og ]>yknaði í sífellu. Honum virtist að öðru
livoru brygði fyrir sterkum hvítum leiftrum
inni í þessum rauða mekki. Fram að þessu
hafði verið dálítill andvari, en nú sléttlygndi.
Hann sá að þríhyrnda seglið hékk eins og
tuska niður með siglunni á ræningjafieyt-
unni. Hana rak því með straumnum; og
Belmont horfi á það með þögulli eftirvænt-
ingu, hvernig þessi geisimikli rauði þoku-
bakki, sem breiddi sig nú í boga yfir þveran
sjóndeildarhringinn, nálgaðist í sífellu. Hvo-
nær mundi hann ná júnkunni inni við strönd-
ina, ög livað mundi þá ske?
En skipshöfnin virtist ekki gefa sig um að
bíða eftir þessu. A svipstundu voru nokkrar
árar, langar og miklar, iagðar út, og nú tók
fleytan að skreiðast fram yfir sæflötinn eins
og einkennilegt og 1 jótt skorkvikindi, og
stefndi nú beint inn að brimgarðinum, sem
brauzt og liamaðist á yzta rifinu. —
Þokan jókst og breiddist æ víðai- og víðar
og lá nú eins og geigvænlegur bakki yfir sól-
glitrandi sænum. Eftir því að dæma, live
hratt hún óx, hlaut hún að nálgast eyna með
geisihraða.
Belmont gaf júnkunni gætur og var að
velta fyrir sér, hver afdrif hennar myndu
verða. Honum var ekki fyllilega ljóst, hvað
þoka þessi mundi boða, en iiánn hafði heyrt
sagt frá hinum óvæntu og liamslausu stór-
viðrum, er skollið gætu á í einu vetfangi á
]>essum slóðum, og að dæma eftir óðagoti því,
sem alt í einu kom yfir særæningjana, hlaut
eitthvað þess háttar að vera í vændum.
Hann sá, að þeir hjuggu árunum í sjóinn af
öllu afli. Skyldi það annars vera hefndin,
sem hér var á leiðinni að elta þrælmenni
]>essi? Belmont vonaði það fastlega og ósk-
aði þess af öllu hjarta. Hefnigirnin svall
heitt í honum.
Alt í einu breytti júnkan stefnu. Hún
stefndi nú þverbeint inn að ströndinni. Ilann
sá hana renna inn í brotskaflana, og ekki
varð annað séð, en að hún stefndi beint í
opinn voðann, — hún nálgaðist nú sólglitr-
andi brotgarðinn — eins og svart og ógeðs-
legt kvikindi látlaust skríðandi áfram.
Belmont krepti hnefana. Hann bað þess
heitt og innilega allar lielgar vættir, að þess-
ir þorparar mættu tortímast. Hann sá
fleytuna eins og svartan blett í fannhvítu
brotinu — svo hvarf hún alt í einu, eins og
sjóðandi brimlöðrið hefði gleypt hana. —
Himininn hafði rekið hefndina . . . . en, nei,
því miður, þarna skaut henni upp aftur. Nú
var hún komn inn úr brimgarðinum og flaut
létt og rólega á lygmu lóninu bláa.
Þetta voru Belmont sár og bitur vonbrigði.
Rétt áður hafði hann verið þess fullviss, að
fleytan iiefði sokkið til botns með allri á-
höfn, og nú gramdis't honum það innilega, að
þessir hjartaiausu grimdarseggir skvldu
ekki hafa lent í bylgjunum og hákarlskjöft-
unum. Nú réru þorparamir með löngum
.áratogum in vfir spegiltært lónið og stefndu
á ofurlitla vík, er náttúran hafði mvndað
fyrir æfalöngni úr nokkrum feiknmiklum
klettabrotum, er hrunið höfðu í sjóinn, að
ilíkindum a.f eldsumbrotum eða jarðskjálft-
um.
Þríhyrnda svarta seglið var dregið niður,
en áraglamrið hélt áfram. Nú seig skonn-
ortan inn að klettunum og hvarf þar sjónum
Belmonts.
Hann rétti úr sér. Hvað var nú fram
undan? Sægur djöfla í mannsmynd voru
að tengja landfestar. Hvert var erindi
þeirra? Ætluðu þeir að ílengjast hér, eða
hverfa til baka aftur? Þessi spurning lá Bel-
mont þjmgst á hjarta, og ekki síður hin:
Mundu þeir verða varir við þá, skipbrots-
mennina? Þau höfðu gert alt, sem í þeirra
valdi stóð til þess, að enginn skyldi verða
þeirra var. Mundu nú þessir blóðþyrstu
þorparara verða þeirra varir?
Honum gafst ekki tími til að hugsa um
þetta meira, því að nú kom annað íhugunar-
efni all-alvarlegt. Hafið lá í sólskininu einS
og logagyltur hringur um eyjuna. Utan við
þennan sólfagra ha.fflöt var alt liafið þakið
úlfgrárri þoku, sem sífelt færðist nær. Loft-
ið var orðið rafþrungið og í f jarska heyrðust
þungar dunur, sem yfirgnæfðu brimnið hafs-
ins. Óveður var í aðsigi. Nú sá hann aftur
skonnortuna lyftast upp á öldunum inn við
ströndina og hníga þess á milli niður í djúpa
dali, ])\Tí að nú hafði undiraldan náð al\Teg
inn að ströndinni. Hann horfði hugfanginn á
hin sterku náttúruöfl, sem voru að tryllast
og vígbúast. Rauðgrá ])okan var að læðast
inn yfir eyjuna og sýnilegt var, að óveður
var að skella ó.
Alt í einu fann hann, að eitthvað snerti
við handlegg lians. Hann leit við og
Elsa Ventor stóð vúð hlið honum. Hún liafði
á hættunnar stund gleymt þeim ýmigust, sem
hún liafði á honum. Ósjálfrátt hafði hún
leitað til hans og vænst þar hjálpar. Hún
sagði eitth\Tað, en ekkert heyrðist fyrir ó-
veðursgný, sem fylti loftið, hann sá að eins
að varir hennar bærðust. 1 einhvers konar
fáti vafði hann sterkum armi um mitti henn-
ar. Hann var þess fullvis, að á þessum stað
voru þau í alvarlegri hættu stödd, svona hátt
uppi, ef þrumur og eldingar kæmu, og á þeim
var von á hverri stundu. Hann tók því til
sinna ráða, og bar ungfrú Ventor á sínum
sterku örmum niður fvrir klettana, í hlé, og
hún vafði sig upp að honum, eins og ótta-
laust barn, og hélt dauðalialdi í jakkalafið
hans.
Nú fór Belmont að skygnast eftir Giles. 1
rökkrinu sá liann Giles álengdar; andlit hans
var afskræmt, ekki að eins af hræðslu. lield-
ur af afbrýðissemi. Það var honum óbæri-
leg hugsun, að Elsa skyldi leita atlivarfs hjá
Belmont, en ekki hjá sér. En Belmont lét sér
í léttu rúmi liggja hvað Giles liugsaði um
þetta. Hann lyfti Elsu upp á örmum sér og
hagræddi henni sem bezt hann mátti; hræðsl-
an, sem hafði gripið hana, gerði það að verk-
um, að hún gleymdi á þessu augnabliki öllu
nema því einu, að hún þurfti hjálpar, og hún
bar fult traust til hins liughrausta stroku-
manns.
(Framh.)
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office tlmar 2-3
Heimili 776 VICTOR ST.
Phone 27 122
Winnipeg, Manitoba
DR.O. B.BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office tlmar 2-3
Heimili 764 VICTOR ST.
Phone 27 586
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office tlmar 3-5
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21834
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdðma.—Er aC hitta
kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talslmi 42 691
Dr. P. H. T„ Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phones 21 213—21 144
Heimili 403 675
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdðma. Er að hitta
frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Slmi 28 180
DR. L. A. SIGURDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Phone 21 834
Office tlmar 2-4
Heimili: 104 HOME ST.
Phone 72 409
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 546 WINNIPEG
Dr. A. B. Ingimundson
Tannlœknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slmi 22 296 Heimilis 46 064
DR. A. V. JOHNSON
Islenzkur Taqnlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pðsthúsinu
Sími 96 210 Heimilis 33 328
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrlfstofu talsimi: 86 607
Helmilis talsími 601 562
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fðlks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr-
spurnum svarað samstundls.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
H. A. BERGMAN, K.C.
íslenzkur lögfræSingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1666
PHONES 95 052 og 39 043
W. J. LINDAL, K.C. og
BJORN STEFANSSON
tslenzkir lögfrœOingar
325 MAIN ST. (á öðru gðlfi)
Talslmi 97 621
Hafa einnig skrifstofur að Lundar
og Gimli og er þar að hitta fyrsta
miðvikudag 1 hverjum mánuði.
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfrœOingur
Skrifst. 411 PARIS BUILDING
Phone 96 933
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv).
islenzkur lögmaOur
Ste. 1 BARJELLA CRT.
Heimasími 71 753
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LögfrœOingur
Skrifst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt City Hall
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
tsienzkur lögfrœOingur
808 PARIS BLDG., WINNIPEG
Residence
Phone 24 206
Offlce
Phone 96 635
Dr. S. J. Johannesson
stundar lækningar og yfirsetur
Tll viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h.
og frá kl. 6-8 að kveldinu
632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
41 FURBY STREET
Phone 36137
Slmið og semjlð um samtalstlma
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tagi.
Phone 94 221