Lögberg - 27.10.1932, Qupperneq 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1932.
Högbcrg
GeflS t3t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRE88 LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 urn árið—Borgist fyrirfram
rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Ave.,'Winnipeg, Manitoba.
PHONE8 S6 327—86 328
Fjársöfnun til líknar-
átarfsemi
A hverju hausti er miklu fé safnað hér í
Winnipeg til líknarstarfsemi. Fyrir þeirri
fjársöfnun gengst hið svo nefnda Federated
Budget Board. En svo ganga peningarnir,
sem safnast, til tuttugu og fimm félaga, sem
öll hafa það markmið, að hjálpa þeim, sem
hjálpar þurfa, eru líknarfélög af einhverri
tegund.
Það er auðssott, að miklu er hentugra, að
safna fénu á þennan hátt, öllu í einu, heldur
en hvert líknarfélag safni sjálft fé út af fyr-
ir sig. Hætt við, að einhver þeirra yrðu þá
útundan, auk þess sem þetta sparar mikinn
tíma og er miklu ánægjulegri aðferð, bæði
fvrir þá, sem fénu safna og einnig fyrir alla
þá mörgu, sem leggja það fram. Hefir þessi
aðferð nú verið viðhöfð í síðastliðin níu ár og
reynst vel og orðið vinsæl. Munu flestir, eða
allir, á einu máli um það, að þessi aðferð, til
að safna fé til líknarstarfsemi, sé hentug og
hyggileg.
Stríðið við skort og margskonar eymd
mannanna á sér altaf stað. Það hefir altaf
verið svo og það er ekki annað sjáanlegt, en
það verði alt af svo. Það er æfinlega margt
fólk, sem á við skort að stríða og margskonar
þjáningar, sem ]>að hefir sjálft ekki mátt til
að bæta úr. Það er ávalt svo, líka þegar vel
lætur í ári, og engin ástæða er til að kvarta
um nokkra almenna fjár<hagskreppu.
Hitt er líka öllum siðuðum og kristnum
þjóðum fyrir löngu ljóst, að þeim sem betur
mega, er skylt að hjálpa þeim, sem þess
þurfa með. Eftir því, er vér fáum bezt skil-
ið, er fólkinu yfirleitt ljúft, að gera þá skyldu
sína, að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa.
Vestur-tslendingar eru areiðanlega engir
eftirbátar annara manna í þeim efnum. Þeir
hafa marg-sýnt, að þeir eru það ekki. Oss
skilst, að Vestur-íslendingum sé yfirleitt
ljúft að líkna og hjálpa. Frá því fyrsta liafa
þeir mikið gert í þessa átt, sem er opinbert
og almenningur hefir átt kost á að vita um,
en hitt er þó sjálfsagt miklu meira, sem eng-
inn veit um, eða vissi nokkurn tíma um, nema
sá sem gaf og sá sem þáði.
Fjársöfnun þessi hefst á mánudaginn í
næstu viku, hinn 31. þ. m., og stendur yfir
eina viku aðeins. Vér efum ekki, að Islend-
ingar í Winnipeg, taki þeim eftir beztu föng-
um, sem til þeirra koma í þeim erindum, sem
hér er um að ræða. Hér er um almenna borg-
araskyldu að ræða, sem ekki tjáir að skorast
undan.
En vér, íslendingar í Winnipeg og annars-
staðar hér í landi, höfum líka vorum eigin líkn-
armálum að sinna. Frá því Islendingar komu
hér fyrst, og alt til þessara allra síðustu ára,
hafa þeir hjálpað hver öðrum svo vel og
drengilega, að tiltölulega mjög fáir þeirra,
munu hafa orðið að leita til hins opinbera
um hjálp til að komast af fyrir sig og sína.
íslendingar hafa hér sitt eigið elliheimili,
sem er eingöngu haldið uppi af Vestur-
íslendingum, þiggur engan styrk af opinberu
fé og er svo stórt og fuUkomið, að það nægir
þörfunum. Báðir íslenzku söfnuðirnir í
Winnipeg hafa sín líknarfélög, nefndir inn-
an safnaðanna, sem hafa það ætlunarverk að
safna fé og verja því til að hjálpa þeim, sem
hjálpar þurfa. Einnig á Fyrsti lúterski söfn-
uður nokkum sjóð, sem “Samverjinn ” heitir
og sem Dr. Björn B. Jónsson stofnaði fyrir
nokkrum órum. Er hann nú orðinn svo stór,
að hann gefur töluverða árlega vexti, sem
varið er til líknarstarfs. Enn fremur hefir
hér í borginni verið líknarfélag, sem
“Harpa” heitir, og hefir það, að minsta kosti
til skamms tíma, verið starfandi. Má vel
vera, að hér sé enn meiri líknarstarfsemi, þó
oss sé ekki kunnugt um hana.
Það er öllum kunnugt og óþarft að taka
fram oftar en gert hefir verið, að nú í vetur
hljóta þeir íslendingar í Winnipeg að vera
miklu fleiri, en nokkru sinni fyr, sem ekki
geta komist af hjálparlaust. Nokkrir þeirra
hafa nú þegið hjálp af bæjarfé, sumir nokk-
uð lengi* Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir
fyrir skömmu haldið því fram hér í blaðinu,
að það þyrfti ekki að eiga sér stað, og ætti
ekki að eiga sér stað, að nokkur Islendingur
í þessari borg þyrfti að þiggja “sveitar-
styrk”, íslendingar arttu sjálfir að hjálpa
sínu eigin fólki og ekki ætti að þurfa að leita
til hins opinbera, eða neitt út fyrir þjóð-
flokkinn. Hefir bann fært nokkur rök að
því, að þetta sé mögulegt, en gera má ráð
fvrir, að ekki sýnist öllum eitt um það, hve
sterk þau rök séu.
Það er ekki ætlan vor að fara langt út í
þetta mál, ekki í þetta sinn að minsta kosti.
Vér hikum þó ekki við að segja, að þessari
hugmynd vildum vér taka með virðingu og
með góðvild. Hitt er annað mál, hvort þessi
fallega hugmynd er framkvæmapleg. Vér
verðum að jláta, að það er mikill efi í huga
vorum, að svo sé. Hér er um það mál að
ræða, sem ekki er nú lengur skoðað sem
sveitarmál, eða bæjarmál, ekki einu sinni
fylkismál, heldur þjóðmál. Stjórn þessa lands
lítur á það sem skvldu sína, að leggja fram
mikið fé á hverjum mánuði þeim til fram-
færslu, sem ekki eiga þess kost, að vinna fvr-
ir sér sjálfir. Er 'hér vitannlega um íslend-
inga að ræða, alveg eins og' aðra borgara
landsins. Vér gerum ráð fyrir, að þeir séu
svo sem hvorki betur né ver á vegi staddir,
í þessum efnum, heldur en annað fólk í land-
inu. Þeir veiða líka að greiða sinn hluta, til
bæjarins, fvlkisins og landsins, sem til þess
gengur, að hjálpa þeim sem ekki geta sjálfir
haft ofan af fyrir sér, vegna atvinnuskorts.
Enginn má skilja orð vor svo, að vér sé-
um á nokkum hátt að reyna til að draga úr
því, að þeir Islendingar, sem betur mega,
hjálpi þeim af löndum vorum, sem hjálp-
ar þurfa, eða leggi fram fé til líkn-
arstarfs eins og þeir bezt geta. Ekkert er
fjær huga vorum, en að reyna það. Nú um
hinar köldu haustnætur, er hver gjöf, sem
látin er af hendi rakna til líknarstarfs, ein-
hverjum sem þess þarf með, dálítill sumar-
auki.
Nýr Leifs-varði
Tvo daga í vikunni sem leið, var Mr. Arni
Helgason, raffræðingur í Chicago, staddur
hér í Winnipeg. Á föstudagskveldið átti hann
tal við milli tuttugu og þrjátíu Islendinga, að
heimili Mr. Ásmundar Jóhannssonar. All-
mörgum fleirum hafði verið boðið að koma á
þann fund, en sem það kveld voru við ýmis-
legt annað bundnir og gátu því ekki komið.
Erindi Mr. Ilelgasonar var það, að skýra
IslendingTrm hér frá því, að í ráði væri að
reisa Leifi hepna afar stórt og mikið minnis-
merki í Chicago, og er gert ráð fyrir, að ]>að
verði afhjúpað á næsta sumri, í sambandi
við heimssýninguna, sem þar veröur þá
lialdin.
Þeir, sem fyrir þessu gangast, eru fyrst og
fremst N'orðmenn í Bandarríkjunum, en
einnig Svíar, Danir og Þjóðverjar. Er gert
ráð fyrir, að minnismerkið muni kosta ná-
lega $300,000 og má af ]>ví ráða, að það er,
eða verður, ekkert smásmíði. Sýndi ]\Tr.
Helgason mvnd af því, eins og það er fyrir-
hugað. Verður minnismerkið steinsúlur
tvær, hundrað fet á hæð, en milli þeirra
stendur líkneski Leifs, seytján feta hátt,
steypt úr kopar eða bronze. Á minnismerkið
að standa á miklum steingrunni og verðá
þrettán tröppur upp að ganga, tala norrænu
goðanna fornu.
Listamaðurinn, sem gert hefir uppdrátt-
inn að þessu minnismerki, og búið til líkingu
af því, eins og það á að verða, heitir Oskar J.
W. Hansen. Hann þykir mikill myndhöggv-
ari og um minnismerki þetta er talað sem
mikið listaverk.
Nokkurs konar hlutafélag hefir verið
stofnað til að koma þessu fyrirtæki í fram-
kvæmd. Hlutabréfin kosta $2.50 og alt. upp
í $5,000. Er hver sá, sem leggur fram $2.50,
eða þar yfir, hluthafi í félaginu.
Eftir að Mr. Helgason hafði skýrt frá því
helzta viðvíkjandi þessu fjrrirhugaða minnis-
merki, lét hann þá skoðun sína í ljós, að hann
teldi viðeigandi, að íslendingar hér í landi,
bæði í Bandaríkjunum og Canada, tækju þátt
í þessu fyrirtæki með frændum sínum, nor-
rænum mönnum víðsvegar í Norður-Ame-
ríku. Þess ættu þeir nú kost, og það án þess
að leggja fram mikið fé. Það væri ekki við
því búist og minnismerkið yrði reist engu að
síður, þó þeir legðu ekkert til þess.
Þeir, sem þama voru viðstaddir, tóku máli
Mr. Helgasonar mjög vel. Þótti, eins og hon-
nm, rétt að Islendingar í Ameríku tækju sinn
þátt í þessu og það engu síður, þótt þeir ættu
heima í Canada. Munu flestir, sem þarna
voru, ha.fa ákveðið, að taka einhvem þátt í
þessu. Þjóðræknisfélagið hefir þetta mál
með höndum og lætur það væntanlega fólk
vita nánar um þetta fyrirtæki áður en langl;
líður og hvert menn geta sent þá peninga,
sem þeir kynni að vilja leggja til. Ekki
hyggjum vér þó, að hér verði hafin nokkur
veruleg fjársöfnun, en að eins tekið á móti
því, sem hver og einn kann að vilja leggja
fram, eftir að þetta mál hefir verið skýrt
eins Ijóslega og kostur er á.
Frá Blaine
Eftir séra V. J. Eylands.
Ýmsum kann að virðast, að það
sé að bera í bakkafullan lækinn
að rita frekari fréttapósta frá
Blaine, nú i bráðina; einkum þeim
er lesið hafa “Strandafréttir” séra
Friðriks A. Friðrikssonar í Heims-
kringlu í sumar, og umsögn hr.
H. Thorlákssonar í Lögbergi í
sambandi við hátíðahöldin, sem
fóru fram hér á ströndinni, fyrst
í Blaine, 31. júlí, og við Silver
Lake 7. ágúst s. 1.
Ekki er hér riðið úr hlaði með
þeim ásetningi, að auka við neitt
í frásögum ofangreindra manna.
Þær eru vafalaust sannar o!g rétt-
ar, að öllu því er senrtir þá við-
burði, sem þar eru til umræðu.
Hafa þeir greint frá því, sem þeim
var kunnugt um, hver á sínu sviði
og innan síns verkahrings. En
þar sem margir meðal landa vorra
eiga þess ekki kost að lesa bæði
islenzku vikublöðin, og með því
að félagslíf íslendinga í Blaine á
sér víðtækara svið, en “Stranda-
fréttirnar” bera vott um, þykir
það til hlýða að bæta hér nokkru
við. Nokkuð er nú líka umliðið
frá því að þessar ritgerðir birt-
ust; hjól tímans hefir ekki stanz-
að né rás viðburðanna numið
staðar síðan. Mætti því frá ýmsu
segja, ef tími og rúm leyfðu.
Sá, sem þessar línur ritar, hef-
ir nú dvalið á þessum slóðum rúm-
lega árlangt. Á þeim tíma hefir
feefist gott færi á að kynnast líð-
an og lifnaðarháttum fólks. Má
víst óhætt að fullyrða, að afkoma
fólks vors hér sé yfirleitt góð.
Stuðlar margt að því. Tíðarfarið
er, sem kunnugt er, svo gott sem
frekast verður á kosið. óvið-
jafnanleg fegurð, takmarkalaus
auðlegð og örlæti náttúrunnar
taka hér höndum saman til að
gera mönnum lífið ánægjulegt.
Hér þurfa menn ekki að hervæð-
ast svo mjög, sem víðast í eystri
bygðum, !gegn árásum vetrarnæð-
inganna. Kemur það sér vel, eink-
um nú, er svo marga skortir at-
vinnu og kaupgetu. Bændur, og
þeir, sem hafa afnot jorðar, eru
hér betur staddir en annars stað-
ar þar sem vér þekkjum til. Að
vísu er verð á afurðum þeirra ó-
vanalega lágt; peningavelta því
lítil, og erfiðleikar á að geta mætt
opinberum gjöldum. En frjósemi
jarðarinnar bætir upp fávizku
mannanna og ójöfnuð í viðskift-
um. Hún lætur öllum afurðir
sínar ríkule!ga í té, þeim, er vilja
nokkuð á sig leggja til að fram-
kalla lífið og gróðurinn úr skautí
hennar. Kálmeti af ýmsum teg-
undum vex hér næsta fyrirhafn-
lítið. Mikið af þessu “manna”,
sem á jörðinni liggur, rotnar nið-
ur og verður að engu; vegna þess
að menn hafa meira en þeir geta
sjálfir notað heima fyrir, en
markaðsverð svo lágt, að ekki
borgar sig að flytja vöruna til
bæjar. Líknarfélög borga og bæja
hirða þó mikið af þessum garð-
mat og miðla, ásamt öðrum lífs-
nauðsynjum, þeim sem bágstadd-
astir eru. Menn ganga í skóg og
höggva sér við til eldsneytis. Svo
margir hafa nú la!gt fyrir sig þann
atvinnuveg og samkepnin svo
mikil, að eldiviður er nú ódýrari
eh nokkru sinni áður. Þá er sj£r-
inn á aðra hönd, sem reynst hefir
mörgum ótæmandi auðlind. Er
þar gnægð fiskjar, Ijúffeng og nú
mjög ódýr. Yfirleitt mun mega
segja að þeir, sem eru duglegir og
nægjusamir, geti framfleytt lífinu
hér betur en viðast hvar annars-
staðar, þótt hér sé að sjálfsögðu
mikill atvinnuskortuur nú og
vöntun á ýmsu því, sem menn
hafa vanist á að kalla “þæg-
indi”.
Margur mundi ætla, að í slíku
árferði, sem nú er, hljóti að vera
erfitt að halda uppi kirkjulegri
starfsemi og fjörugum félagsskap.
Vafalaust er það miklum mun
erfiðara nú en áður var, og meira
reynir nú á viljakraft og fórnar-
lund manna í þeim efnum, en
nokkru sinni fyr. En syo er að
sjá, sem menn hér séu vandanum
vaxnir, og nógu þroskaðir til að
skilja, að verðmæti menningar-
starfseminnar er slík, að ógjarna
má kasta þeim fyrir borð, jafnvel
þó viðhald þeirra og varðveizla
kosti nú meiri áreynslu en dæmi
eru til að undanförnu.
Ófögur og næsta ómakleg virð-
ist sú mynd af Blaine-búum og fé-
laksskap þeirra, sem brugðið er
upp í áður nefndum “Stranda-
fréttum”. Er þar gefið í skyn, að
úlfúð sé hér á svo háu stigi, að
menn þori t.d. ekki að minnast á
þjóðernisleg áhugamál, sem eru
sameiginleg eign allra stétta og
flokka, “sakir áflogahættu”, og að
mönnum sé það einkar tamt að
fjandskapast um það, sem þeir
hafi minst vit á, þ. e. trú og heim-
speki. Þeir, sem ekki hafa önnui
kynni af íslendingum hér en þau,
er þessi grein veitir, mættu ætla,
að hér ei'gi heima ófriðsamur og
óþroskaður ribbaldalýður, sem
bezt væri að hafa sem minst sam-
an við að sælda.
Hvort þetta er sönn lýsing á
hugarfari og athafnalífi samherja
og stuðningsmanna greinarhöf-
undar, skal h ér látið ósagt, en
sönn heildarmy-nd er þetta vissu-
lega ekki. Hitt mun sannast, að
einmitt þessi mál, þjóðernismál-
in, trúmál og heimspeki, hafa um
langt skeið verið efst á baugi hjá
íbúum þessarar bygðar, og hér
hefir verið meira hugsað um hin-
ar leyndustu ráðgátur tilverunn-
ar, en víða annars staðar. Mætti
ætla, að þetta bæri fremur vott
um andlegan þroska, og vakandi
viðleitni til æðra skilnings, en
ribbaldahátt, jafnvel þótt svo
hafi farið hér, sem óvalt hlýtur
að verða, er um þessi mál ræðir,
að menn hafa þeirra vegna skifzt
í flokka, sem túlka mismunandi og
ólíkar skoðanir.
Þessi flokkaskifting er hér nú
all-ákveðin, og mun hafa verið
það frá upphafi bygðarinnar, þó
ekki hafi það komið glögglega í
ljós fyr en nú á síðari árum.
Ekki er nóg með það, að flokk-
arnir séu tveir, heldur má segja
að skiftingin sé þreföld, talin
eftir aldri: lúterskir, óháðir og
sambandsmenn. Þá strax, er lút-
erski söfnuðurinn var myndaður,
voru all-margir, sem fyrir ýmsar
ástæður sáu sér ekki fært að ganga
í hann, eða voru ekki um það
beðnir. Urðu þeir þannig kirkju-
lega óháðir, eða nutu prestsþjón-
ustu að jafnaði hjá lúterska
söfnuðinum og kennimönnum
hans, eftir því sem þeir 'þuftu á
að halda. Gekk það þannig um
all-mög ár, eða þar til Sambands-
kirkjufélagið hélt hér innreið sína
fyrir fáum árum. Fanst því þá
hópur hinna óháðu all-vænlegur
og bjóst til að safna þeim undir
merki sitt. Hefir það þá að lík-
indum hugsað sér, að frelsa um
leið nokkrar sálir þeirra, er lút-
erskir voru taldir, úr ánauð erfða-
kenninganna. En er til kom, voru
margir meðal hinna óháðu, er
ekki fundu til þess “að blóðið
rynni þeim til skyldunnar við trú
feðranna” eins og hún er flutt
af sálusorgurum sambands-
manna; brugðu þeir því á leik aft-
ur út í lendur hins félagslega til-
veruleysis,. og hafa síðan hvergi
nærri komið, nema þeir hafi þurft
á sérstakri prestsþjónustu að
halda. En hana fá þeir hjá öðr-
um hvorum íslenzku prestanna,
eftir því sem lund þeirra og trú-
arleg tilhneiging bendir þeim, eða
hjá einhverjum af hinum mörgu
ensku-mælandi prestum sveitar-
innar. Sár-fáir af hinum lútersku
létu sér segjast, eða voru fáanleg-
ir til að taka sinnaskiftum og yf-
irgefa söfnuð sinn. í rau og veru
situr alt við sama og fyr; skift-
ingin næstum sama og þegar í
upphafi, nema að því leyti, að
hópur hinna óháðu hefir minkað
í hlutfalli við tölu þeirra, sem upp
hafa verið teknir í söfnuð sam-
bandsmanna. Samkomulagið, eft-
ir því sem vér bezt vitum, er eins
gott nú og nokkru sinni áður í
Blajne. Félagsskapur lúterskra
hefir litlu tapað, og sér enga á-
1 meir en þriöjung aldar hafa Dodd’e
Kidney Pills veriS viSurkendar rétta
meðaliS við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdómum. Fáat hJA
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
stæðu til að fjargviðrast út af
því þótt þeir menn, sem löngu áð-
ur höfðu neitað að styðja nokkuð
að málum hans, hafi myndað með
sér einhvers konar félagsskap. Er
söfnuður þeirra og félagslíf látið
algjörlega afskiftalaust, að því
sem frekas er unt, af hálfu lút-
erskra, og virðist það ekki ósann-
kjarnt, að vænta sömu kurteisi af
þeim. Þar sem hugsanafrelsi er
viðurkent, er það sízt að undra,
þótt allir geti ekki skipast undlr
sama merki. Þessi flokkaskifting
táknar vafalaust þá mismunandi
afstöðu, sem hugsunarfrjálsir
menn taka oft til mestu alvöru-
mála lífsins. Við því er ekkert
að segja, og ástæðulaust að troða
illsakir út af slíku, enda hefir það
að vorri vitund ekki verið gert í
Blaine á undanförnu ári. Vissu-
lega getur oft skapast hiti í *sm-
ræðum um þessi mál, er menn
berjast fyrir sannfæringu1 sinni
og miklu munar um niðurstöður.
En skynsamur maður leggur ekki
fæð á náunga sinn fyrir þá sök
eina, að hann vill ekki gerast já-
bróðir hans. Eins er það líka
eðlilegt og sjálfsagt lögmál lífs-
ins, að þeir, sem líkastir eru að
skoðunum skipi sér í flokk saman.
Hitt veldur meiri undrun, að
þar sem tækifærin til félagsskap-
ar eru jafn mörg og mismunandi
og í Blaine, að svo margir skuli
sanda utan flokka. Annað hvort
eiga þeir menn enga sannfæring
í þeim málum, sem helgust eru
talin og þýðingarmest í lífinu, eða
þá svo sljóva og óákveðna, að
þeir sjá ekki ástæðu til að vera að
berjast fyrir henni. Mörgum
þeirra finst það líka vinsælast og
fjárhagslega ábyrgðarminst, að
standa utan við allan félagsskap,
en njóta samt góðs af þeirri menn-
inlgarstarfsemi, sem kostar hina
starfandi meðlimi félaganna ærna
fyrirhöfn og mikið fé. Þó má
segja það, mörgum hinna kirkju-
lega óháðu til verðugrar viður-
kenningar, að þeir eru velunnar-
ar málefnanna og styrkja félögin
með ráðum og dáð, eftir því sem
hugur þeirra stefnir til og getan
leyfir. Þetta mun eiga jafnt við
hvað snertir báða hina föstu söfn-
uði meðal íslendinga í Blaine.
(Meira.)
Kveðjuorð
flutt við jarðarför Ingibjargar
Björnsson, fyrrum húsfreyju í
Bjarnastaðarhlíð. í Framnesbygð,
er andaðist að Gimli þ. 28. ágúst
1932. (Kvæðið sent af höfund-
inum en lesið upp af séra Jóhanni
Bjarnasyniý.
Huganum hvarfla eg að þínu
húsinu forna.
Lýst voru hin íslenzku óðul
árdaga geislum.
Lífstærar streymdu þar lindir
Ijúfustu fræða.
En, nú ertu horfin oss héðan,
helgreipum snortin.
Kveðja þig ástvinir kærir
og kunningja sveitir.
Minning þín mótuð í huga
mun oss ei fyrnast.
Táprík og trygglunduð varstu
og trú þínum skyldum.
Þökk fyrir tilveru þína,
þjóðrækna vina.
M. S.