Lögberg - 02.02.1933, Side 5

Lögberg - 02.02.1933, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. FEBRÚtAR 1933. Bls. 5 Frá Islandi. Reykjavík, 17. desember. Fyrri hluta vikunnar var sunn- an veðrátta hér á landi með alt að 7 stiiga hita og talsverðri rign- ingu á S- og V-landi. Síðan hafa tvær djúpar lægðir farið norð- austur yfir landið og veðurlag því verið allbreytilegt. Vindstaða hefir oftast verið milli SA og NA og veðurhæð stundum 9—10 vind- stig, en þó ekki lengi í senn. — Úrkoma hefir verið mikil, ýmist rigning eða snjór. Loftvo<g komst niður í 712 mm. á föstudag og er enn (laugardag) óvenjulega lág, um 727—730 mm. Veður er samt kyrt sem stendur, vegna þess að hringinn í kring um landið eru djúpar lægðir, sem vinna hver á móti annari. í Reykjavík varð hiti mestur 7.2 stig síðastliðinn sunnudag, en minstur 1.6 stig aðfaranótt fimtu- dags. 1 dag er úgefin auglýsing frá atvinu- og samgöngumálaráðu- neytinu um það, að íslenzkir botn- vörpuskipaeigendur, sem ætla sér að selja ísfisk í Þýzkalandi, verði að sækja um leyfi til þess til ráðu- neytisins. Að öðrum kosti verði salan bönnuð. TilefJjni til þessarar ráðstöfun- ar er, að kvörtun hefir komið fram frá Þýzkalandi um það, hve til- tölulega mikill fiskur hefir borist þangað undanfarna mánuði, frá ís’enzkum togurum. Samningurinn, sem gerður var í haust um sölu á íefiski til Þýzkalands hljóðar svo, að við megum selja þangað fyrir 700,000 mörk til marzloka 1933. En nú mun vera selt fyrir eitthvað ná- lægt 550,000 mörk, þegar eftir eru 3% mánuður af samningstíman- um. — Er nú ætlast til að þessari sölu, sem eftir er, verði dreift á þrjá fyrstu mánuði ársins. Þykir sjálfsagt að sýna þýzkri útgerð þessa tilhliðrunarsemi, enda þótt engin slík skilyrði hafi verið sett í samningunum. — Mbl. Vélamenning Þótt ýmsir hafi horn í síðu hinnar svonefndu vélamenningar, er sannleikurinn sá, að ef þeir sömu menn ættu að vera sviftir þeim árangri eða áhrifum, sem sú menning, eða uppgötvanir henn- ar, hafa haft á mörg svið dag- legs lífs, þá mupdu þeir illa geta unað því. Það líf, sem lifað var fyrir einni eða þremur öldum, mundi flestum nú þykja dauft og dýrðarlítið, einkum óþægilegt og silalegt. Vélamenningin hefir skapað mönnum óumræðileig þæg- indi og komið lífi þeirra fyrir á haganleigri hátt en áður, og gert þeim það kleift að gera líf sitt auðugra og afkastameira en áður. Að vísu getur nokkur háski fyrir andlegt líf ,verið samfara vax- andi vélamenningu, eins og oft hefir verið bent á. Vélarnar eiga að vera á valdi mannsins, en mað- urinn ekki á valdi vélanna, o'g þá eru þær eitt máttugasta vopnið í menningarbaráttu hans. Einhverjar merkustu fram- kvæmdir á sviði vélrænna umbóta eru þær, sem snerta það, hvernig tekist hefir að sigrast á fjarlægð- inni. Auk þess, sem samgöngutæki eins og skip, járnbrautir, bílar og flugtæki hafa tekið miklum fram- förum, hafa fjarlægðirnar ekki sízt eyðst fyrir áhrif síma og út- varps og s*Iíkra tækja. Á þeim sviðum eru einlægt að koma- fram ný og ný undur. Meðal þess merkasta í þeim efnum er firðsýnin (televisionin) og rannsóknir Bairds á henni. Hann segir sjálfur, að hún muni einmitt á þessu nýbyrjaða ári taka niiklum framförum og verða miklu hagnýtari og almennari en áður, °g líkur séu til þess, að í sam- bandi við enska útvarpið verði á Þessu ári komið upp allvíðtækri firðsýnisstarfsemi, svo að menn Keti séð heima í stoiu hjá sér ýmsa merka atburði, sem gerast öti í löndum. Enn fremur nefn- ir Baird einkennilega nýjung, sem sé firðsýnissímann. Fyrsta slíkan síma er Baird nú að leggja milli París o'g Lyons og geta þeir, sem þennan síma nota, sézt um leið og þeir tala saman. Á sviði hins venjulega útvarps er nú einnig talað um eina merki- lega breytirigu, s. s. útvarpsmið- stöð. Sú strafsemi er í því fólg- in, að jafnframt þvi, sem útvarps- notendur hafa samband við þá stöð, sem næst þeim er — og á því er flestum mest nauðsyn — geta þeir með nýjum og ódýrum hætti fengið samband við aðrar fjarlægar stöðvar. Það er gert á þann hátt, að stofnaðar eru út- varpsmiðstöðvar, sem hafa sam- bönd við helztu stöðvar um víða veröld, en einstakir útvarpsnot- endur fá sambannd við slíkar stöðvar og geta tekið þær á venjuleg lítil viðtökutæki. út- varpsnotandi fyrir austan fja.ll, sem vildi hlusta á óperu í Milano, messu í Péturskirkjunni, eða þing- setningu i London, hringdi þá ti'l útvarpsmiðstöðvarinnar í Reykja- vík og fengi þessi sambönd eins og menn fá nú venjuleg símasam-' bönd. Sumir vilja láta skipuleggja alt millilanda útvarp á þessum grundvelli. Menn eru nú að gera tilraunir með, eða um það bil að fram- kvæma, ýmsar aðrar nýjungar á þessum sviðum. í alþjóða ritsíma- og talsíma rannsóknarstofunum í Hendon hafa t. d. nýlega verið igerðar merkilegar tilraunir um sendingu 'leturflata (fasc'imile transmission)i Þær eru í því fólgnar að sent er t. d. prentað mál eða myndir af því í heilum síðum staða eða landa milli og hefir nú tekist að senda þannig 180 þúsund orð á klukkustund. Þetta hefir mikið gildi fyrir blaðamensku, ef það kemst í ör- ugt horf og verður framkvæmt, því þá er hægt að senda dagblað t. d. frá London til Ástraliu á einni klukkustund og láta sama blaðið koma út á báðum stöðum svo að segja í senn. * Þau lögmá'l, sem liggja til 'grundvallar fyrir slikum seding- um, er nú einnig verið að byrja að nota á ýmsan annan hátt. Oft eru það stórblöðin, sem ganga á undan í notkun slíkra tækja, þegar þau gera auðveldari og hraðari en ella fréttastarfsemi þeirra. En verzlunar- og við- skiftalífið er einnig mikið farið að nota slík tæki. Sir Kingsley Wood, póstmálastjóri Breta, 'til- kynt það núna um mánaðamótin janúar og febrúar, að enska póst- stjórnin ætlaði að fara að nota firðprentun (teleprinting). Hún er í því fóflgin, að menn geta sjálf- ir skifzt á prentuðum skeytum milliliðalaust. í Detroit hefir einnfe verið sýnt áhald fyrir þráðlausa vélritun, svo nefndur Watsongraph, eftir uppfyndinga- manhinn Glfn Wátson. Með því tæki er hægt að senda vélritun þráðlaust frá einni ritvél til ann- arar, alt að 1200 stafi á mínútu. Um leið og eitthvað, t. d. verzl- unarbréf eða blaðagrein er rituð.á venjulegan hátt á vél í Reykjavík, skrifast það af sjálfu sér á aðra vél norður á Akureyri eða suður í Rómaborg, eftir því hvernig sam- bandinu er háttað. Þetta eru að eins nokkur sýnis- horn þess, sem menn eru nú að fást við á sviði firðskiftanna, eða hafa þegar komið í framkvæmd. Það miðar alt að því að minka fjarlægðirnar og auka þægindin, og ætti einnig, ef rétt er á haldið, að geta orðið til þess að efla menningu og frið. — Lögr. Grein þessi er skrifuð snemma á árinu sem leið. — Ritstj. Framkvæmdarstjóri: Eruð þér nú alveg viss um það, að þér kunnið tvöfalda bókfærslu?^ Umsækjandi: Það skyldi eg nú ætla. Eg hefi verið bókari hjá S . . . í 12 ár, og aldrei hefir skattanefndin getað uppgotvað neitt. Athos Einn af söguríkustu stöðum veraldarinnar er Athos-fjall. Það stendur á tiltölu|elga mjóum skaga, er skerst út í Ægeahafið —austan á hinum svo nefnda Cha- licdice-skaga. í fornöld stóðu nokkrir bæir á skaga þessum og einn af fornkonungunum lét gera skipaskurð gegnum skagann, til þess að þurfa ekki í vondum veðr- um að fara sjóferð fyrir skaga- tána, sem var þá og er enn hættu- leg ferð. Á miðöldunum var Athos-fjall aðal aðsetursstaður hinnar grísku mentunar og frá þeim tíma ber fjallið sinn mesta blóma. — Það var þá Helgafell Grikkja, og hef- ir reyndar verið það í tilfinningu þjóðarinnar að meiru og minna leyti ávalt síðan. Á síðari öldum hefir eitt hið einkennilegasta lýðveldi í víðri veröld myndast þar á ska'ganum. Nokkurs konar munkalýðveldi. í fjöllunum eru 20 stór munka- Athos klaustur, auk fjölda kirkna og einsetumannakofa. Munkarnir setja flýðveldi þessu lög og reglur, sem allir verða að hlýða skilyrð- islaust. Eru reglur þær margar og strangar og í fylsta máta óað- gengilegar. Þær þrengja ekki að- eins persónulegu frelsi manna, heldur valda þær bæði líkamlegri og andlegri hrörnun-þeirra. Hef- ir þetta gengið svo langt stundum, að viti manna hefir verið hætta búin. En þó hefir þetta fram- ferði verið látið óátaflið af yfir- völdum Grikkja i margar aldir. Á fjallinu helga — Athos — er tala munkanna 6,000, og tilheyra þeir St. Basilreglunni; eru lifn- aðarhættir þeirra mjög strangir. Aðalfæða þeirra eru grös, ávext- ir og fiskur. Um þægindi nú- tímans neyta þeir sér allir, en halda fast við hið gamla klaust- urlíf með öllum þess |kröfum, pyntingum og undirgefni undir hin ströngustu reglu-lög. Ein af þeim reglum, sem munk- ar þessir hafa sett, er sú, að eng- in kona má stíga fæti sínum inn fyrir landamæri þeirra, og ekki heldur neitt það, sem kvenkyns er í dýraríkinu. Þeir eru svarnir óvinir alls þess, sem kvenkyns er og eru sannfærðir um, að þeim sé ekki aðeins óholt að kynnast því, heldur líka, að af því stafi freist- ingar o!g óeirðir, en alt sííkt er sálarfriði þeirra skaðlegt, eins og annara manna. Þannig hefir þetta munka-lýð- veldi á Chalicdice-skaganum hald- ist við, mann fram af manni, .öld eftir öld, þar til að gríski einræð- ismaðurinn Pangalos tók í taum- ana og mælti svo fyrir, að þetta munka-lýðveldi skyldi ekki leng- ur í friði vera, og skyldu allir þegnar þess, innan fimtugs ald- urs, hvort heldur þeir hefði gerst áhangendur munkareglunnar eða ekki, gerast grískir borgarar, í hinni víðtækari merkingu. Hann sagði, að alt meinlætalíf væri mönnum óeðlilegt og þjóðinni skaðlegt. Hver og einn borgari yrði að taka sem fyrst þátt í hinu eðlilega lífi þjóðarinnar og bera byrðar hennar eftir megni. Hin- ir, sem komnir væru yfir fimtugs aldur, ættu að fá að halda áfram munkalífs-reglum sinum, þar eð hann áliti þá orðna of gamla til að breyta til. — Þó voru lífsregl- ur þeirra að nokkru takmarkaðar. Óánægja út af þessari ráðstöf- un Pangalos var mjög mikil, og mætti hún hinni megnustu mót- spyrnu hjá hlutaðeigendum, sem töldu það hið mesta ófrelsi, að fá ekki að lifa lífi sínu eins og menn álitu réttast og kysu helzt. En ekki tjáir að deila við dóm- arann. Pangalos var ákveðinn í þvhað tuttugustu aldar menning- in gríska skyldi ná til allra, er Grikkland byggja og að hún skyldi aftur endurskína frá fjall- inu Athos. -— Hmbl. Nýir fornleyfafundir Kreppan hefir haft þau áhrif á vísindi ýmsra landa, að dregið hef- ir verið úk. fjárframlögum til þeirra. Þó er það eftirtektarvert, að til einnar fræðigreinar hafa fjárframlögin ekki verið minkuð og sumstaðar meira að segja auk- in, sem sé til fornfræðarann- sókna. Þær rannsóknir eru nú meira stundaðar en nokuru sinni fyr og eytt í þær miklu fé, enda hefir mikið áunnist. Saga manns- ins er nú rakin miklu lengra aft- ur í tímann og margvisleg og merkileg ný þekking hefir fengist á þroskasögu hans. Nýustu rann- sóknirnar í þessum fræðum eru mjög merkilegar og að ýmsu leyti komnar inn á nýtt svið. Fundur hins svonefnda Pekingmanns ár- ið 1927 var upphaf að nýjum þætti í þekkjngunni á forneskju mannsins. Þá fundust í hæð eða haug skamt frá Peking steingerð- ar leifar af útdauðri mannteg- und og ýmsum útdauðum dýrum. Menn héldu fyrst að þarna hefði fundist eitthvert frumlegasta stig mannsins, eldra en steinöldin og eldra sti'g en svo, að maðurinn hefði þekt notkun eldsins eða kunnað að gera sér steinvopn eða tæki. En þetta hefir brugðist, en brugðist á undursamlegan hátt. Síðastliðið ár fundu menn í Pak- inghaugnum leifar af eldstæðum og steintólum. Eftir þessu er ekki eínungis saga mannsins, hieldur einnig sagaj menningar hans miklu eldri en menn hafa gert sér í hugarlund, ef til vill eru um miljón ár síðan maður- inn fór að nota eld og smíða sér tó)l og tæki. Þetta er að vísu hið einfaldasta og frumlegasta menn- ingarstig, sem þarna hefir fund- ist. En saga all-margbrotinnar menningar, eða bæjarmenningar, er nú einnig rakin miklu lengra aftur í tímann en menn hafa get- að til skamms tíma. Merkustu rannsóknirnar, sem til þess hafa leitt, fara nú fram í Indlandi og Afríku og ekki sízt í Palestínu. í Afríku hafa þeir dr. Leakey og dr. Reck gert mjög merkilegar uppgötvanir. Þeir hafa fundið einnig þar leifar af alt að því miljón ára 'gamalli menningu, frumlegri steinaíldarmenningu. — Rannsóknirnar í Palestínu eru líka mjög merkilegar. Þar hefir saga menningarinnar líka verið rakin miklu lengra aftur í tímann en menn gerðu sér áður í hugar- lund að hægt væri. Turville- Petrie fann fyrir nokkrum árum í Galileu forneskjuleifar, sem reyndust vera 35 þúsund ára gamlar, eða sýndu það, að um þær mundir bjó í Palestínu sama manntegundin, sem annars er kölluð Neanderda'lkyn og er nú löngu útdautt. Ensk kona, ung- frú Dorothy Garrat, hefir haldið áfram rannsóknunum í landinu helga og fundið þar margar fleiri leifar af mönum og menningu þeirra, meðal annars fundið elztu menjar um notkun korns til mann- eldis, sem enn eru þektar, um 8 þúsund ára gamlar a. m. k. Eins og áður segir, hefir það einnig sannast, að bæjarmenningin er miklu eldri en menn héldu áður. Það hefir ekki einungis komið í ljós við rannsóknir Leonard Wooley’s í Úf, sem sýnt hafa 4—6 þúsund ára gamla bæi, það hefir enn þá betur sýnt sig í hinum merkilegu fornleifafundum Sir John Marshalls í Indlandi. Skýrsla hans um þær rannsóknir er ný- komin út. Hann hefir fundið mikla borgarmenningu í Indus- dalnum, rúmlega 5 þúsund ára gamla, eldri en pyramida Egypta- lands. Þannig eru rannsóknir þær, sem riú fara fram, sífelt að varpa nýju ljósi á frumsögu mannsins og færa takmörg hennar aftur í tím- ' ann. En til hvers er öll þessi fornfræðaþekking, hverju er mað- urinn bættari, þó hann viti alt þetta um fortíð sína? Stendur hann nokkuð betur að vígi í bar- áttunni fyrir framtíð sinni? Mað- .urinn hefir grætt og græðir margt á þessari þekkingu—trú og traust1 á sjálfum sér og möguleikuni| menningar sinnar, eða mætti sín-| um til þess að skapa sér menn-l ingu. — Lögr. 1932. Ingiríður Ólafson Föstudagskvöldið var, 27. jan., andaðist, eftir stutta legu í lungnabólgu, ekkjan Ingiríðui* Ólafson, að heimili sínu, 660 Home St., hér í borginni. Ingiríður sál. var fædd á Hamri í Borgarfirði 5. apríl 1855, og var því nær 78 ára að aldri. Foreldr- ar hennar hétu Einar Jónsson og Halla Jónsdóttir. Un'g að aldri var hún tekin til fósturs af föð- urforeldrum hennar, Jóni Jóns- syni og Ingriríði konu hans á Svarfhóli í Hraunhreppi í Mýra- sýslu. Var hún sett til menta fram yfir það, sem alment gerðist um stúlkur í þá daga. Nam hún ljós- móður-fræði í Reykjavík og var skipuð ljósmóðir í Álftaneshreppi í Mýrasýslu með amtmannsbréfi árið 1887. Till Vesturheims fluttist Ingi- ríður sál. sumarið 1888, dvaldist fyrst skamma stund hjá skyld- fólki sínu í N. Dakota, en hefir síðan ávalt átt heima í Winnipeg og Selkirk. Árið 1896 giftist hún Snæbirni ólafssyni frá Ferjukoti í Borgarfirði. Bjuggu þau í Win- nipeg þar til hann lézt árið 1901. Skömmu síðar flutti ekkjan til Selkirk, með einkabarn þeirra, Einar Martein, þá fimm ára. Bjó hún í Selkirk upp frá því þar til! 1915, að hún fluttist aftur til Winnipeg, ásamt syni sínum, og hefir búið hér í borginni ávált síðan. Mrs. Olafsson var mesta dugn- ZAM-BUK HERBAL OINTMENT & MEDICINAL SOAP Áreiðanlegt meðal við Bad Lega kýlum, Eezema, eitruðum sárum, skurfum f höfði, o. s. frv. Ointrnrnt 50c Mcdicinal Soap 25c j aðar og atorku kona. Ljósmóður- störf stundaði hún hér í landi um fjölda mörg ár og önnur hjúkrun- arstörf. Er við brugðið, hversu sýnt henni var um þau störf, og hve fús hiún ætið var til að rétta hjálparhönd i sjúkdómsneyð. Minnast hennar margir með þakk- látum huga, nú er hún er inn gegin til sinnar hvíldar. Jarðarförin fór fram á mánu- daginn var, að viðstöddu fjöl- menni. Hún var jarðsungin af dr. Birni B. Jónssyni. ÞAKKARORÐ. Út af andláti móður okkar og tengdamóður, Guðrúnar Aldísar Einarsson, er bar að þann 18. jan. s.l., viljum við undirrituð þakka nágrönnum okkar og vinum hina miklu aðstoð og kærleika, er þeir auðsýndu okkur við þann sorgar- atburð. Þá viljum við og fyrir hönd allrar fjölskyldu hinnar látnu þakka þeim systkinum Mrs. A. Hinriksson forstöðukonu elli- heimilisins Betel, og Mr. A. S. Bardal, fyrir alla þá umönnun, nákvæmni og góðvild, sem þau auðsýndu hinni látnu, árin sem hún dvaldi á elliheimilinu o'g síð- ast í banalegu hennar, er mýkti henni dauðastríðið. Við biðjum guð að blessa alla þessa víni í bróð og lengd. Kandahar, Sask., 23. jan 1933. Mr. og Mrs. S. S. Anderson. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota B. S. Thorvaldson Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man O. Anderson Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Thorgeir Simonarson 1 Belmont, Man Blaine, Wash Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask S. Loptson Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta Churchbridge, Sask Cypress Rlver, Man F. S. Frederickson Dafoe, Sask J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota.... Jónas S- Bergmann Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. Hk Foam Lake, Sask Garðar, N. Dakota...... Jónas S. Bergmann Gerald, Sask ■ Geysir, Man Tryggvi Ingjaldsson : Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota Hayland, Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Hove, Man Húsavík, Man Ivanhoe. Minn Kandahar, Sask J. Stefánsson Langruth, Man..... .... Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta 1 Minneota, Minn Mountain, N. Dakota.... Mozart, Sask Narrows, Man 1 Oak Point, Man A. T. Skagfeld Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota G. V. Leifur 1 Point Roberts, Wash..... Red Deer, Alta Revkjavík, Man ■ Riverton, Man Seattle, Wash J. J. Middal Selkirk, Man Siglunes, Man Silver Bay, Man Búi Thorlacius Svold. N. Dakota Swan River, Man A. T. Vopni Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Mrs. A. Harvev Viðir, Man Trvggvi Ingjaldsson Vogar, Man Guðmundur Tónsson Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. Winnipegosis, Man Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.