Lögberg - 13.04.1933, Page 5

Lögberg - 13.04.1933, Page 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. APRÍL, 1933 Bls. 5 Mannfellir vofði yfir á Islandi fyrir íimtíu árom Á þessum tímurn, þegar allir barma sér út af krcþpunni og óvœn- legum afkomuhorfum, er rétt að rifja það upp að oft hefir ver blásið. Fyrir 50 árum lá við mannfelli hér á landi og þótt bœndum og búaliði kœmi nokkur hjálp þá var það þó mest þrautseigju þjóðarinnar að þakka, að hún komst fram úr vand- rœðunum. Þegar þetta hörmulega tímabil er rifjað upp, megum vér vera þakklátir fyrir það að tímarn- ir núna skuli ckki vera verri cn þeir eru. Árið 1882 er óefað eitthvert mesta óaldarár, sem dunið hefir yfir ísland, síðan móSuharðindin leið, en þau voru hundrað árum áður. Vet- urinn var þó mörgum vetrum betri, en sumarið varð mörgum vetrum líkast. Umhleypingar voru miklir framan af árin og oft stórviðri, en lítið frost og viða á Suðurlandi kom ekki klaki í jörð fyr en eftir páska. I marslok gerði hlýindatíð um land alt. Var þá hin mestal vorblíða og hugðu menn sumarið gengið i garð. En á annan í páskum (10. apríl) tók að frysta með noröanhríð - um, voru þá harðindi eins og á þorra og gekk á því slitalaust fram til 29 apríl. I 10 daga samfleytt var þá svo mikið stórviðri, að hvérgi var út komandi. Var þá iðulaus grimd- arstórhríð nyrðra, minni hríð á Suðurlandi, en veðrið þar öllu meira. Þá fylti alt með hafís fyrir Norður- landi og Austurlandi, alt frá Straumnesi að Djúpavogi. Syðra var svo mikið sandrok, einkum í Rangárvallasýslu, að sumar jaröir ónýttust, einkum á Landi, Rangár- völlum og Holtum. Vestra voru harðindin mest, þvi að þar var lát- laus stórhríð frá 10. apríl til 6. maí. Slotaði þá nokkuð, en 23. mai spilt- ist aftur og gerði frosthríðar, sem héldust sumsstaðar fram til 15. júní. Þá var svo mikil stórhríð 24. maí um alt Norðurland, að kunnug- ir menn viltust af alfaravegi, og maður varð úti í Hrútafirði. I hríðum þesgum var oft mikið frost, io—15 stig og í fyrstu viku maí fraus skip inni á höfninni í Stykkis- hólmi og varð hestíy í kringum þaö. Syðra voru ekki hríðar, en kulda- næðingar, sem spiltu öllum gróðri, en seinast í júní tók að hlýna þar og varð júlí hlýr en vætusamur. Norð- anlands birti upp vikutíma seinast í júní, en skall svo aftur á með frost- hríðum. Var þá svo kalt, að vetrar- is var enn á Ólafsf jarðarvatni 6. júlí. Seinustu dagana i júlí birti upp, en skall yfir aftur 4. ágúst, og sá þá eigi sól til höfuðdags. Þá birti upp og kom góður tími í viku og rak þá hafísinn að lokum frá landinu. Samt héldust hríðarköst og er talið, að 10 sinnum hafi orðið alsnjóa nyrðra frá Jónsmessu til rétta. 12. sept. gerði þriggja daga stórhríð með 9. st. frosti. Voru þá ár riðnar á isi i Skagafirði, Dalasýslu og víð- ar, en ófært úr Fljótum inn á Hofs- ós nema á skíðum. Fenti þá margt fé i afréttum milli sveita. 23. sept. kom versta hríðin og fenti þá hross í Laxárdalsf jöllum, milli Húna- vatnssýslu og Skagaf jarðar. Úr rétt- um breyttist til batnaðar og gerði hagfelda hausttíð. Eins og eðlilegt var kom gróður afar seint um land alt og ekki var kominn sauðgróður nyrðra í far- dögum. Öllum skepnum varð að gefa inni til Jónsmessu, þar sem nokkuð var til að gefa. 1 Sumsstaðar kom enginn gróður upp um sum- arið, svo sem á útkjálkum í Hrúta- firði og í Strandasýslu. Heyskapur gekk ákaflega illa allstaðar. Nyrðra var hvergi hægt að bera ljá á jörð fyr en seinast í júlí og í ágúst, en þá bættist það ofan á, að einmitt um það leyti fór mislingasótt eins og logi yfir akur um Norðurland. Sláttur byrjaði í 15. viku sumars en víöasthvar voru menn frá verkum vegna veikinda, stundum var ekki hægt að slá fyrir snjó, og ekkert þornaði vegna þrotlausra úrfella. Sumir náðu þó töðum sinum í þurk- inum, sem kom um höfuðdag, en sumsstaðar t. d. í Dalasýslu og á öllum útkjálkum nyrðra náðist ekki baggi í hús fyr en í septemberlok, og var þá heyið orðið svo hrakið, að það mátti ónýtt kallast. í Rang- árvallasýslu lágu hey úti fram í októberlok. Sumir drifu hey sín saman blaut; soðnuðu þau niður af hita og brunnu víða. Heyfengur varð um Noröur og Vesturland j/4 —% af heyskap í meðal-ári að vöxtunum, en að gæðum margfalt minni. Át)ur en ísinn kom höfðu skip komið með matvæli til Akureyrar og Blönduóss, en síðan komst ekk- ert skip að Norðurlandi fyr en í ágústlok. Menn höfðu orðið að gefa skepnum kornmat um vorið meðan til entist, en alt sumarið voru versl-' anir matvælalausar. Og þegar skip- in komust aö lokum í höfn var mat- vara i sumum þeirra orðin svo skemd af sjóvolkinu að það varð að fleygja henni. Vegna harðindanna um vorið féll kvikfé unnvörpum og allskonar far- aldur var þá í búpeningi. Lömbin hrundu niður á sauðburðinuin og var viða svo, að ekki var hægt að hafa ær í kvíum og óvíða nema helming á móts við það, sem var árið áður, og þaðan af minna. Kýr voru víöa skornar af heyjum til þess að reyna að fleyta sauðfénu fram á fóðri þeirra, en fénaðurinn dó samt þegar hey og kornmat þraut og fjöldi bænda, einkum vestra og eystra, stóð uppi skepnulaus, með allþunga byrði verslunarskulda á bakinu og hafði ekkert fyrir sig og sína að leggja. Flosnuðu þá margir upp og fjölgaði vergangsmönnum mjög. í Árnessýslu varð ekki mik- il horfellir, en svo sem til að jafna það fórust 1300 sauðir, sem Hreppa- menn ráku á afrétt i góðviðrinu fyrir páska. Þá fórst og margt fé í áhlaupinu eftir páskana í Rangár- vallasýslu og Skaftafellssýslu, svo að menn, sem höfðu átt 2—300 fjár, áttu ekki eftir nema 50—60 skjátur. Til dæmis um þenna mikla felli, er sagt, að í Mýra- og Borgarf jarð- arsýslu hafi verið skornar 24 kýr af heyjum, en sjálfdautt varð: 4,600 ær, rúmlega 2,200 geldar ær og sauðir, 3,500 gemlingar, rúmlega 6,000 unglömb, um 400 hestar og 400 tryppi. I Dalasýslu féllu 12 kýr, 154 hross, 3,000 ær, um 1,000 roskins geldfjár, 2,700 gemlingar og um 6,400 unglömb. í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu féllu 66 kýr, 30 kvígur, 214 hross, 130 tryppi, 4,500 ær, 550 sauðir, 4,000 gemlingar og 4,000 unglömb. í Kjósarsýslu féll um 1,500 fjár, 1,000 unglömb og 110 hross. Alls er talið að á öllu landinu hafi drep- ist 65,000 unglömb þá um vorið. Bæði vegna þessa mikla fellis og eins vegna hins, að menn urðu að lóga meira fé um haustið en góðu hófi gegndi vegna heybrests og verslunarskulda, fækkaði búpeningi mjö^ þetta ár, eins og sjá má á landshagsskýrslum. Framtalið var 1881 — 1883 Nautpeningur ....20,923 17,120 Sauðfé ...........524-516 337-420 Hross .............38.627 30,695 Á þessu tímabili hefir því naut- peningi fækkaö um 3,803, sauðfé um 187.096 og hestum um 1,932. Vorið 1882 var bjargarleysi svo mikið, að víða sá á fólki. En ofan á þetta bættust margir kvillar og farsóttir, en skæðastir urðu þó misl- ingarnir. Þeir bárust hingað til Reykjavíkur frá Kaupmánnahöfn með póstskipinu 2. maí. Var reynt að hefta útbreiðslu þeirra, en tókst ekki, og innan litils tima lagðist fólk í hrönnum. Er talið að um 1100 manns hafi legið í þeim samtímis hér í Reykjavík, eða þriðji hver maður. Varð veikin mannskæð og dóu hér úr henni 100—120 manns á skömmum tíma, og gekk þá ekki á ööru en stöðugum líkhringingum dag eftir dag um langan tima. Svo barst veikin út um landið, og varð viða mannskæð, en lyf voru engin til í Norðurlandi vegna þess að haf- ísinn hafði tept allar samgöngur. Varð veikin aðallega skæð á hörn- um og þunguðum konum. Eftir mislingasóttina varð ærið kvillasamt af ýmsum sjúkdómum, sem af henni leiddi, og drógu þeir suma til dauða. Þess má geta, að þenna vetur voru hvalrekar miklir, og var það hið eina happ, sem hafísinn færði. Þá rak rúmlega 40 stórhveli á Vatns- nesi. Komu 32 á land einnar jarðar, Ánastaöa, en 5 á land Balkastaða. Varð þetta happ allri Húnavátns- sýslu og nærsýslum að miklu gagni, enda var þar handagangur í öskj- unni á hvalf jörunni.—Fjóra hvali rak í Eyjafirði, 5 í Fljótum, einn á Oddsstöðum á Sléttu, tveir náðust úr ísnum í Lóni, var annar þrítug- ur en hinn sextugur milli skurða. Hval rak í Leirunni, annan í Grinda- vík og hvalkáff í yiornaf jarðarósi. Það varð og Norðlendingum til happs um haustið, að Slimon kaup- maður í Leith sendi hingað Coghill erindreka sinn til fjárkaupa. Varð hann mörgum sönn bjargvættur, því að annars hefði menn ekki haft hálft verð upp úr fé sínu, með því að skera það niður heima eða láta það í misjafnar verslanir. Á svæðinu frá Þingeyjarsýslu og vestur í Stykkis- hólm keypti Coghill rúmlega 22,000 fjár á fæti og nær 1500 hross og borgaði að mestu út í peningum. Gaf hann að jafnaði 16.50 kr. fyrir kindina en 50 kr. fyrir hross, og nam' upphæðin fyrir þetta um V2 miljón króna. Framh. —Lesb. Hjá minnismerkinu hjá Tannen- berg, sem reist var til minningar um sigurinn á Rússum og fallna þýska hermenn, hafa Þjóðverjar nú reist annað minnismerki um hestana, sem féllu í stríðinu. Er það há súla með hesthöfði, en undir henni er flísa- lögð drykkjarþró handa hestum. Lífgjafi Napóleons I orustunni hjá Austerlitz 2. des- ember 1805 lá við sjálft að Rússar tæki Napóleon mikla höndtim. En þýskur hermaður, Franz Spohn, kom honum til bjargar. Skifti hann klæðuni og hestum við keisarann og við það komst Napóleon undan. En Spohn komst líka undan, þvi að hann átti hægara með að bjarga sér en Napóleon. Keisarinn gleymdi ekki þessari miklu liðveislu og ákvað að Spohn skyldi árlega fá ákveðna fjárfúlgu greidda úr ríkissjóði Frakka, eins lengi og hann lifði, og afkomendur hans í karllegg um öll ókomin ár. í 127 ár hefir franska rikið greitt þessa lífrentu og greiðir hana enn árlega sonar-syni Spohns, sem heima á í Koblenz. Hann er nú 75 ára og á engan son, svo að þegar hann deyr fellur lífrenta þessi nið- ur. Lítill hundur Frú Prell vildi endilega eignast hund og hún var að nauða á bónda sínum þangað til hann lagði á stað til að kaupa hund handa henni. En hann hugsaði með sér, að hann skyldi ekki kaupa dýran hund. Svo kom hann þangað, -sem verslað var með hunda. Var honum fyrst sýnd- ur gríðarstór þýskur hundur. —Hann er ljómandi fallegur, sagði Prell. Hvað kostar hann? —45 mörk. —Hafið þið ekki til minni hund? Honum var sýndur þýskur fjár- hundur. —Þetta er afbragðshundur. Viö ábyrgjumst að hann sé af hreinu kyni. Og verðið er sérstaklega lágt, aðeins 70 mörk. —Svo-o, 70 mörk? En hafið þið ekki reglulega lítinn hund ? —Jú, auðvitað, hér er t. d. snögg- hærður Fox-terrier. —Og hvað kostar hann ? —120 mörk. Það er reifarakaup. —Ha, þótt hann sé svona lítill? JÚ, hann er fallegur. En eg vil fá sem allra, allra minstan hund. —Hann getið þér fengið. Og svo var honum sýndur kín- verskur dverghundur. Prell virti hann lengi fyrir sér og leist vel á hann. En svo sá hann verðmiða, sem hékk við hálsbandið. Þá brá honum í brún og hann varö bálreiður. —Nú hvað seljið þið þá engan hund? hrópaði hann og rauk út úr búðinni í bræði sinni. THE TKIÆPHONE AS PROTECTION If tough-looking individuals start to break into the backyard, or fire breaks out in the kitchen chimney, or the baby pets the croup—if any one of these common household emerpencies occurs, the first thing Mrs. Winnipeg does is rush to the telephone and call the police, or fire department, or doc- tor, or neighbor, or Mr. Winnipeg at the office. But it nevers occurs to her to won- der what she would have done had the telephone not been there. The telephone today has become such an essential part of the ordinary house- hold, that we are prone to forget its enormous usefulness—for protýction, for convenience, for social inter- course, for household business such as shopping. It is rather astonishing to hear the report, recently made by officials of the Manitoba Telephone System, that there are some 46,000 homes in Great- er Winnipeg which still have no tele-- phones. To many of us who are used to the telephone, to be without it would be like cutting ourselves off from half our world. It would be un- thinkable. In a modern city, trying to conduct business or social life with- out a telephone is simply impossible. In Winnipeg we are fortunate in having an excellent and up-to-date telephone system which has the added advantage of giving service at one of the cheapest rates on the continent. Manitoba’s system is publicly-owned, and thus, in an important sense, the property of the people who are using it. “Everyone should have a tele- phone,” is a dictum which is coming to be accepted very widely. We ven- ture to think that if those Winnipeg homes which are now doing without telephone service realized fully not only the inconvenience, but the danger, to which they are exposing themselves, they would soon have the instrument installed. “CATERPILLAR” VOR ÁÐUR EN TRACTOR Á HJÓLUM KEMST ÚT Á AKURINN, ER “CATERPILIjAR” YÐAR BÚINN AÐ LJÚKA VERKINU THKYNNING . . . um aukið umboðs- svæði. Vér erum nú einka-umboðs- salar fyrir Cater- piilar í öllu Mani- toba-fylki og hér- uðunum umhverf- is Kenora - Rainy River í Ontario. VEGAVÉLAR S p y r j i ð oss ujn “Caterpillar” vega vélar, þar á meðal hina frægu “Cat- erpillar” Russell Road Grader. Stöðugt, viðstöðulaust og áreið- anlega fer “Caterpillar” yðar um akurinn hve blautur og torfær sem hann er. Kornið kemst í jörðina í tíma. Kostnaðarsamar tafir verða engar. “Caterpillar” greiðir veru- legan arð í tíma og viðgerða- sparnaði, sérstaklega þegar bleyt- ur eru miklar eins og nú. Spyrjið um “Caterpillar” 15 h.p., hina ó- dýru 20 h.p., 35 h.p. og hina öflu’gu 50 og 70 ’h.p. fyrir stóra akra. ' Yður til þæginda höfum vér fyrirliggjandi alla sérstaka hlij|ti í vélina og rekum fullkomið AÐGERÐA VERKSTÆÐI Fáið fullkomnar upplýsingar með því að gkrifa eða síma Powell Equipment Co. Ltd. 1056 Arlington St. Phone 26 321 Winnipeg 'omms ODYKAST I ALLRI VESTURÁLFU HEIMS “HVERT HEIMILI ÞARF TALSIMA” “Mra. Jones— eg hefi fengið nýjan tálsíma!’ Starfræksla, sem vel gengur og sem fólkið 1 Manitoba X og stjórnar. VEGNA ÞESS HVE VEL TILRAUNIR VORAR HAFA HEPNAST AÐ FJÖLGA TALSIMUNUM, HEFIR VERIÐ AFRAÐIÐ AÐ GEFA FÓLKI ENN TÆKIFÆRI AÐ FÁ SIMA A HEIMILI SÍN, ÞAR SEM SIMI ER EKKI, ENDUR- GJALDSLAUST FYRIR APRIL-MÁNUÐ. Hundruð af nýjum áskrifendum hafa notað sér þetta sparn- aðartækifæri, því þeir hafa skilið, að talsími í húsinu er ódýr- asta tryggingin, sparar mestan tíma, og er eitft af þeim fáu, þæg- indum, sem borga sig mörgum sinnum á ári. Notkun Talsíma í Winnipeg er ódýrari en nokkurs- staðar annarsstaðar í Norður-Ameríku. Hvergi ann- arsstaðar fæst) ótakmörkuð þjónusta fyrir $3.00 (þrjá dollara). Fullkomlega sjálfvirk. Hvergi full- komnara símakerfi. ÞEGAR kreppuna bar að höndum þá var talsíminn eitt af þeim þægindum sem sjálfsagt þótti að hætta við. En heimilis- fólkið gerði sér ekki grein fyrir að þar hafði það mist þarfasta og ódýrasta þjóninn. En fólk lærði að skilja, að í þessu var enginn sparnaður og nú gerir það alt sem það getur til að koma talsímanum aftur á sinn stað. Vort 'góða boð hjálpar til þess. Ein meiri staðreynd. Með talsíma, sem bætist við, eykst gildi yðar eigin talsínia. Vorið er komið með alveg nýju viðhorfi. Fáið tal símann aftu(r. Kostar ekkert ÞENNAN EINA MÁNUÐ MANITOBA TELEPHONE SYSTEM “Þér eruð kallaðir til talsímans.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.