Lögberg - 18.05.1933, Side 5

Lögberg - 18.05.1933, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN i8. MAÍ, 1933. ' Bls. 5 Nokkrar athugasemdir um lútersku kirkjuna í Ameríku og kirkjufélagið íslenska. Eg hefi veriS á þeirri skoÖun í mörg ár aö þess væri þörf að um það væri rætt og ritaÖ hvert ætti a'Ö vera framtiðar samband kirkju- félags vors við lúterska kirkju hér í álfu. Margir hafa álitið það vara- samt að hreyfa við málefni, sem allir yrðu ekíd sammála um. Nú er svo komið að byrjaðar eru veru- legar umræður um þetta mál, og tel eg það vel farið. Heppilega verður ekki fram úr málinu ráðið nema þannig að það sé vel og ítarlega at- hugað. Það, sem hér verður sagt, verður ekki í ádeilu formi, heldur mun eg leitast við að gera grein fyr- ir hvernig eg lít á ýms af þeim at- riðum, sem fléttast hafa inn í málið, og annað, sem heyrir til í því sam- bandi. Lúterska kirkjan í Ameríku skift- ist nú i þrjár höfuðdeildir, eins og oft hefir verið skýrt frá: 1. Synodi- cal Conference; 2. United Lutheran Church; og 3. American Lutheran Conference. Þrátt fyrir það að allar þessar deildir hafa sama játningar- grundvöll, því þær viðurkenna allar Book of Concord, sem játningu sína, þá er það vel kunnugt aS nokk- ur er stefnumunur þessara deilda í ýmsum atriðum. Er Synodical Con- ference talin lang íhaldsömust, þar- næst American Lutheran Confer- ence, en United Lutheran Church minna íhaldssöm en hinar báðar. Lúterskir íslendingar komust hér vestra fyrst í kynni við Missouri sýnóduna og norsku kirkjuna. Mis- souri sýnódan er í Synodical Con- ference en norska kirkjan er í Amer- ican Lutheran Coníerence. Þeir séra Páll Þorláksson og séra Hans 'Hior- grimsen útskrifuðust báðir af prestaskóla Missouri sýnódunnar i )St. Louis. Séra Páll byrjaði prest- skap sinn mfeðal Norðmanna, og séra Jón Bjarnason var um hríð aðstoð- arprestur hjá Koren presti, er lengi var forseti norsku sýnódunnar, auk þess að vera einn vetur kennari i skóla sömu deildar. Öll þessi og önn- ur viðkynning gaf fullkomið tæki- færi til þess að íslendingar leituðu til þessara kirkjudeilda fremur en annara þegar til þess kom síðar að íslenzka kirkjufélagið þurfti að “ Hrosshúð ” þýðir HROSSHÚÐ hjá EATON Frá því fyrsta að þeir fóru að senda inn á canadisk heimili verðskrár sínar hafa Eaton’s verðskrárnar að verðugu orðið þjóðkunnar fyrir að SKÝRA RÉTT FRA VÖRUGÆÐUM senda prestsefni sín til náms til ann- ara. En nú er það vitanlegt að síðan kirkjufélagið var stofnað hafa prestsefni þess flest sótt guðfræðis- mentun sína á skóla þeirra deildaþ er nú mynda United Lutheran Church. Presti úr einni þeirri deild höfðu íslendingar kynst í Nova Scotia, en ekki eru líkur til að sú viðkynning hafi ráðið miklu um þetta. Ekki heldur var það tilviljun ein að þannig fór. Leiðtogar kirkju- félagsins háfa frá byrjun ráöið prestsefnum til þess lang oftast að sækja þessa guðfræðaskóla, þó guð- fræðaskólar Skandinava hafi verið nær okkur. _ Séra Friðrik J. Berg- man var útskrifaður af mentaskóla norsku kirkjunnar, en er hann þurfti að velja sér guðfræðaskóla hér í álfu til að Ijúka námi varð Mt. Airy prestaskólinn í Philadelphia fyrir valinu, en sá skóli er ein aðal guð- fræðismentastofnun United Luth- eran Church. Samkvæmt sameigin- legum ráðum séra Jóns og séra Friðriks fór svo hver á eftir öðrum af prestsefnum vorum á prestaskól- ann lúterska í Chicago, sem einnig tilheyrir United Lutheran Church. Þeir séra Björn B. Jónsson, séra Rúnólfur Márteinsson og séra Jón Clemens geta allir um það sagt hvort þeir séra Jón og séra Friðrik haíi ráðið þeim frá námi í Chicago eða ráðið þeim til þess. Ehn fremur er kunnugt að tveir námsmenn úr söfn- uði séra Jóns í Winnipeg sóttu guð- fræðisnám á Mt. Airy prestaskól- ann, þeir Stephan Paulson og Gunn- laugur Johnson. Ætluðu þeir báðir að gerast prestar í kirkjufélagi voru og munu báðir hafa sótt þann skóla vegna þess þeim var ráðlagt það. Hið sama gerði séra Þorkell Sig- urðsson, sem var sérstakur skjól- stæðingur séra Friðriks. Persónu- lega get eg vitnað um það, að það voru beinlínis ráð séra Friðriks, sem réðu fyrir þvi að eg sótti guð- fræðisnám til Chicago. I þvi sam- bandi vil eg minna á að eg fór til Chicago haustiö 1901. Það sumar flutti séra Friðrik fyrirlestur sinn '’Bókstafurinn og andinn.” Þeir, sem síðan hafa gerst prestar í kirkjufélagi voru og notið hafa mentunar hér í álfu, hafa allir að einum undanskyldum sótt lúterska prestaskólann í Chicago, eða guð- fræðaskóla annara deilda er nú mynda U.L.C.A. Eg hygg að það sé ekki ofsagt að þetta hafi verið með fullu samþykki séra Jóns meðan hann var forseti kirkjufé- lagsins og síðan með samþykki þeirra, er tóku við forystu á eftir honum. Öllum, sem kunnug er sagan, er ljóst hvernig á þessu stóð. Þeir voru ekki sneyddir frændsemistil- finningu gagnvart skanínavisku kirkjunum, þessir leiðtogar. Engutn mundi detta í hug að halda slíku fram um aðra eins menn og séra Jón og séra Friðrik, né heldur um aðra leiðtoga kirkjufélagsins. En það er sögulegt aíriði að það var á meðvitund þessara manna að trúar- lega stæðum við lúterskir íslend- ingar í Ameríku nær þeim, sem nú mynda United Lutheran Church en nokkrum öðrum af stærri deildum lútersku kirkjunnar hér í álfu. Þetta var ekki sprottið aí neinum fordómi á móti skandinavisku kirkjunum, því þessir sömu leiðtogar beindu mörg- um námsmönnum á mentaskóla þeirra. En þegar að guðfræðisnámi kom, var ekkert hik á því eins og sagan ber vitni, að beina mönnum fremur að skólum, sem nú tilheyra U.L.C.A. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þessir leiðtogar vorir hafi ekki haft ýmislegt að at- huga við afstöðu þeirra deilda í ýmsum atriðum, sem nú mynda U.L.C.A., en að það hafi ekki verið mjög alvarlegt í huga þeirra finst mér það bera vott um að prestaskól- inp lúterski í Chicago var formlega viðurkendur. af kirkjufélagi voru, sem sá prestaskóli er kirkjufélagið vildi sérstaklega benda námsmönn- um sínum á. Að minsta kosti var sá skóli kjörinn fram yfir skóla annara deilda kirkjunnar og lítillega styrktur um hríð. Þá kom alls ekki til umræðu að aðrir væru oss landa- fræðislega nær eða þjóðerhislega. Það kom ekki á dagskrá fyr en löngu seinna. Ekki var heldur að því vikið að þýzk áhrif í skólanum gæti verið oss varhugaverð. Það líka tilheyrir því tímabili, sem nú er yfir oss að líða. Almenninjji er það ef til vill ekki Ijóst að guðfræðaskólar þessarar álfu bera sig ekki sjálfir. Þegar kirkjudeildirnar halda þeim við sjálfar eins og á sér staS með guð- fræðaskóla U.L.C.A. fylgir því ærin kostnaður fyrir þær og almenning þeirra, sem nemur talsvert álitlegri uþphæð fyrir hvern þann, er skólana sækir. Kirkjufélag vort hefir, þrátt fyrir alt sjálfstæðistal, notið þeirra hlunninda, að fá að senda prests- efni sín fskóla annara sér að kostn- aðarlausu, nema þann örlitla styrk er veittur var prestaskólanum í Chi- cago í bili. Var það fremur viður- kenning á hlunnindum þeim, er vér nutum, en greiðsla fyrir þau. Hjálp- ar í þessu efni höfum vér vitanlega notið langmest frá U.L.C.A. Þessi aðstoð hefir verið veitt með fúsu geði og aldrei verið talin eftir. Öll- um er ljóst að oss væri algerlega um megn að halda við guðfræðaskóla fyrir oss eina. Það hefir verið oss ærið nóg að geta við og við veitt smástyrk nemendum án þess að þurfa að standa straum af skólan- um, er þeir sækja. Það er engin á- stæða til þess að fyrirverða sig fyr- ir að vera fátækur og smár, en það fer illa á þvi, að vera upp á aðra kominn, en gleyma velgerðinni. Mér er líka kunnugt um, að námsmenn úr kirkjufélagi voru hafa notið styrks meðan þeir hafa verið í skólum U.L.C.A., og sá styrkur hefir komið frá deildum og einstaklingum þeirr- ar stóru heildar. Þetta er ekki nefnt neinum til lasts, því það hefir marg- an hent að vera fátækur námsmað- ur. Ekki vildi eg særa neinii með því að kalla hann þurfaling vegna þess að hann hefir notið slíkrar hjálpar, enda væri það lítt kristilegt. Menn eru að átta sig á því betur en áður i síðustu tíð, að það er ekki endilega dygð að vera ríkur og ekki að sjálf- sögðu sök að vera fátækur. Auk beins styrks hafa skólar þeirra deilda, er mynda U.L.C.A. greitt fyrir íslenzkum nemendum með því að útvega þeim atvinnu samfara skólanámi þeirra og koma þeim að liði á sama hátt. Meðan eg var í skólanum í Chicago fékk eg lengst af starf við kenslu í ýmsum grein- um, sem námsmenn áttu að hafa lokið áður en í skólann kom, en höfðu farið á mis við af einhverjum ástæðum. |Var þetta mér ekki lítill greiði og sýndi góðvild þeirra, er fyrir skólanum stóðu. Mér er kunn- ugt um styrk og hjálpsemi er aðrir prestar kirkjufélags vors hafa þannig notið við nám í skólum, er tilheyra nú U.L.C.A., en mér finst betur fara s^. þyí að hver segi í því efni frá því er hann sjálfur hefir notið en að aðrir geri það. Þó vér kunnum að vera á móti inngöngu í U.L.C.A., eins og oss er að öllu leyti frjálst, ætti það ekki að hafa það í för með sér að sjálfstæðisof- metnaður vor gleymi því er vér höf- um notið í liðinni tíð. En samvinna og samband vort við U.L.C.A. hafa ekki verið bundin við eitt atriði. í heiðingjatrúboði og í sambandi við jóns Bjarnasonar skóla hefir verið samvinna um margra ára skeið. Eftir því sem enska hefir aukist í kirkjustarfi voru hefir verið óumflýjanlegt fyrir oss að hafa sálmabækur, handbækur presta, hjálparrit við sunnudaga- skóla og annað þvílíkt á ensku. Því nær undantekningarlaust höfum vér í þessum efnum snúið oss til U.L. C.A. og notað þeirra bækur og rit. Það eðlilega væri að ætla að vér hefðum gert þetta vegna þess að oss hefði fundist þeir standa nær oss kirkjulega og trúarlega en aðrar lút- erskar deildir þessa lands. Guðs- þjónustuform vort hið íslenzka er vitanlega aðeins þýðing á guðsþjón- ustuformi U.L.C.A. Þegar það var í undirbúningi var eg í nefnd með séra Friðrik Hallgrímssyni og séra Friðrik Bergmann. Er þýðingin að miklu leyti verk þeirra manna. Eg man ekki eftir að tillaga kæmi frá nokkrum um að snúa sér fremur að einhverju öðru guðsþjónustuformi. Mönnum fanst eðlilegt að guðsþjón- ustuformið væri sem líkaát við ís- lenzkar guðsþjónustur og enskar. En við enskar guðsþjónustur vorar kom ekki til orða að annað væri notað en bækur og form General Council, sem síðar varð partur af U.L.C.A. ÞaS á því margþætta sögn samband vort við U.L.C.A., og því verður ekki haggað að við höf- um ekki átt slíkt samband við nokkra aðra deild. Það kom þvi flatt upp á mig að þegar það kom aftur til umræðu á síðustu árum að kirkjufélagið gengi inn í stærri heild, skyldi af nokkrum gengið framhjá því eðlilega sam- bandi, sem við höfum átt við U.L. C.A. Ef um hættu er að ræða fyrir oss úr þeirri átt eða ef samband við áðra væri oss heppilegra, verð eg að benda á að því nær óafsakanleg van- ræksla hefir átt sér stað í liðinni tíð af hálfu léiðtoga kirkjúfélagsins, að líða það mótmælalaust að prestsefni vor svo að segja öll, sæktu guðfræð- ismentun sína til þessarar deildar, að samvinna ætti sér staö við hana frá vorri hálfu fremur en við nokkra aðra deild, að rit og bækur þaðan væru notaðar í flestum söfn- uðum vorum og straumar leiddir þaðan inn á öll svið kirkjulífs vors. Mér finst það vera að byrgja brunn- inn þegar barnið er dottið ofan í, að hefjast nú fyrst handa að standa gegn áhrifum úr þessari átt. Ef til vill má segja að betra sé seint en aldrei. En úr því nú er farið að benda á hætturnar, skal lítillega vikið að ýmsu, sem talið er í vegi þess að vér eigum samleið með U.L.C.A. Það félag er af þýzkum uppruna og því talið oss fjarlægt. Reyndar er lúterska kirkjan öll af þýzkum uppruna, en hefir þó náð almennari útbreiðslu meðal Norðurlanda þjóð- anna en jafnvel á Þýzkalandi sjálfu. En þegar verið er að rökfæra á þess- um grundvelli er ekki úr vegi að benda á, að U.L.C.A. er eina deild lútersku kirkjunnar í Ameriku, sem náð hefir nokkuð verulega til ann- ara en Þjóðverja og Skandinava. I prestaskrá þeirra eru til dæmis meir en tuttugu nöfn er byrja á stöfun- um “Mc”, að minsta kosti sjötíu og fimm nöfn, sem greinilega eru skandinavisk, og mörg önnur sem greinilega eru af öðrum uppruna en þýzkum. Persónulega er eg því kunnugur, að í mörgum kirkjum U.L.C.A. er slíkt sambland af mörg- um þjóðernum, að ómögulegt er að segja að nokkuð eitt þjóðerni sé þar ráðandi. Eg tel þetta ekki miklu skifta, en það er rétt sem rétt er. Mælt hefir aftur á móti verið með American Lutheran Conference á þeim grundvelli að sú deild sé skandinavisk, en þá ber einnig að taka til greina að stærsta deild þess sambands er þýzk. Að hún sé einn- ig nokkuð áhrifamikil virðist það benda til að forsetinn er af þýzk- um ættum. Það hefir verið mælt á móti því, að ganga inn í samband við U.L. C.A. vegna játningarrita þeirra er sú deild viðurkennir. Það er sam- tímis mælt með því að ganga í sam- band við American Lutheran Con- ference, sem viðurkennir sömu játn- ingarritin og U.L.C.A. Því hefir játningargrundvöllur U.L.C.A. ver- ið gerður að þröskuldi en það að minsta kosti látið ónefnt að Ameri- can Lutheran Conference hafi sömu játningarrit ? Minst er á stofnun sambands milli allra brota lútersku kirkjunnar í Canada til myndunar þjóðlegri heild þar í landi, þó kannast sé við að þessi hreyfing muni enn eiga nokk- urn spöl til lands. Augljóst er að íslenzka kirkjufélagið meðan það er við lýði getur ekki gengið inn í þessa heild nema það klofni um lín- una milli Canada og Bandaríkjanna Sá er munur á U.L.C.A. og þessu fyrirþugaða sambandi, að hið fyr- nefnda félag er ekki bundið við land eða þjóð, heldur er það samband lúterskra safnaða og félaga í Ame- ríku án tillits til þess í hvaða landi þeir eru. Fyrirkomulagið er hvað þetta snertir nákvæmlega eins og i voru íslenzka kirkjufélagi. Félögin bæði ná til beggja lándanna og ef annað er hættulegt þjóðhollustu, þá er hitt það einnig. Eg fyrir mitt leyti óttast slíkt alls ekki. Mér hef- ir fundist i voru eigin kirkjufélagi að þó meirihluti þess sé í Canada, hafi það á engan hátt skert þjóð- hollustu vor Bandaríkjamanna. Þar að aulci hefir mér fundist það bein- línis til kristilegs þroska að menn hafa ekki látið landamerkjalínuna valda neinum vandræðum. Þegar að því kemur að íslenzka taugin slitni^ hverfur'sjálfsagt kirkjufélag vort úr sögunni. En meðan það heldur velli, væri annaðhvort fyrir það að standa eitt eða ganga inn i samband sem nær til bæði Canada og Bandaríkjanna, eins og U.L.C.A. Eg vil vera þjóðhollur maður í anda bræðralagshugsjónar kristninnar. En eg liefði talið það sem næst goð- gá ef vér lúterskir Islendingar i Bandaríkjununí hefðum talað um séra Jón Bjarnason, þegar hann var forseti kirkjufélags vors, sem “út- lendan yfirboðara.” Það hefði að vísu mátt til sanns vegar færa, því hann var hvorki Canada né Banda- rlkja borgari, en enginn hefði getað annað en merkt andann er réði slíku orðavali. Margir af prestum vorum hafa þjónað og verið búsettir bæði í Canada og Bandaríkjunum og orðið víðsýnni fyrir. Meðan taugar eru til sem tengja saman kirkju vora beggja megin landatnæranna — og það er svo enil hjá oss og morgum öðrum—er um að gera á báðar síð- ur að forðast alt óbróðurlegt og sær- andi, sem leitt getur til tortryggni j og kala. Það finst mér yfirleitt við- leitni kirkjunnar manna beggja meg- in landamæranna. Það verður bezti undirbúningurinn undir það að framtíð kirkju vorrar verði vel borgið í báðum löndunum. En sjálf- (Framh. á bls. 7) Hver maður í vesturlandinu veit að þegar EATON segir að einhver vara sé úr “Hrosshúð” eða “Ryð- varin” eða úr “Silki” eða “Alull” eða á “Föstum lit” —að þá má trúa þeirrá staðhæfingu eins og hún væfi með eiði aflögð. Áður en hver vöruskrá er prentuð fer EATON’S rannsóknarstofan—hópur sérfróðra vísindamanna— yfir hverja staðhæfing um hinar auglýstu vörur, og strykar út hvern vott öfga eða missalgna um vöruna. Á þessum tímum, er gæta þarf varúðar við kostnaði og rannsaka öll kaup áður en gerð eru, nákvæmar en nokkru sinni fyr, þá er ábyggileiki í vörulýsingu EATON’S, viðskiftamönnum einhver hin bezta trygg- ing fyrir því, að þeir fái það fyrir hvern dollar sem þer eiga von á. *T. EATON 02— WINNIPr.Q CANADA INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man................... B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thörvardson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man............................ G. Sölvason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota.............Einar J. Breiðfjörð Béllingham, Wash.........................Thorgeir Simonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash....................Thorgeir Simonarson Bredenbury, Sask.......................S. Loptson Brown, Man.............................J- S. Gillis Cavalier, N. Dakota.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.....................S. Loptson Cypress River, Man.............F. S. Frederickson Dafoe, Sask ........................J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson GarCar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask...........................C. Paulson Geysir. Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hecla, Man......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota....................John Norman Hnausa, Man........................... G. Sölvason Hove, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavík, Man...................................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Tones Kandahar, Sask......................J- Stefánsson Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota.............Col. Paul Johnson Mozart, Sask.................................Jens Eliason Narrows, Man........................Kr. Pjetursson Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man........................Búi Thorlacius Otto, Man......................................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash..................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man......................Árni Paulson Riverton. Man..................................G. Sölvason Seattle. Wash........................J. J. Middal Selkirk, Man..........................tG. Nordal Siglunes, Man.................................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man.....................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota.............Einar J. Breiðf jörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Harvey Víðir, Man................................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man....................Guðmundur Jónsson W’estbourne, Man..............................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man............................G. Sölvason Winnipegosis, Man........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..............................Gunnar Johannsson • . »

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.