Lögberg - 18.05.1933, Side 6
Bls. 6
LÖGRERG, FIMTLÍDAGINN 18. MAÍ, 1933.
»-■-----------—-------------------------»
MldcklÍD kapteinn
— Endurminningar hcms. —
EFTIR
RICHARD HARDING DAVIS.
“Og hann hefir rekíð úr sinni þjónustu
alla yfirmenn Ithsmian línunnar. ”
“Það er ennþá betra,” sagði eg\
“Og nú hefir liaiín gert bóður minn forseta
félagsins,” bætti hún við með miklum ánægju-
svip.
“Það hlýtur að vera bezt af 'því öllu, fyrst
hann er bróðir yðar,” sagði eg.
“Það er ósköp gott af yður að segja
þetta,” sagði hún. “En þarna kemur mamma.
Eg vil að þér kynnist henni. ”
Mrs. Fiske kom út úr franskri kvænfata-
búð. Hún var ein af þeim verzlunarhúsum,
sem eg hafði gengið fram hjá og ákveðið að
ekki skyldi eg leita mér atvinnu þar. Eg hélt
að þessi búð væri ekki frönsk nema að nafn-
inu til.
Miss Fiske sagði móður sinni að eg væri
Macklin kapteinn, sem hefði háð einvígi við
Arthur, en aldrei skotið á hann.
Það var eins og Mrs. Fiske yrði dálítið
hverft við. Jafnvel fyrir konu, sem er þaul-
vön félagslífinu, hlýtur það að vera dálítið
óþægilegt, að vera svona rétt úti á strætinu,
gerð kunnug manni, með þeim ummælum, að
þetta sé maðurinn, sem hafi barist við son
hennar, en þó livorki sært hann né drepið.
“Komið þér sælir, kapteinn,” sagði hún og
rétti mér hendina. “Sonur minn hefir sagt
mér mikið um yður. Hefurðu boðið Macklin
kaptein að koma til okkar, Helen ?” sagði hún
og fór inn í vagninn.
“Komið þér einhvern daginn,” sagði Miss
Fiske, “hvaða dag sem er eftir klukkan
fimm. Við skulum kveikja eld í opna eldstæð-
inu. Það minnir yður á herferðir yðar. Hver
er utanáskrift yðar?”
“Dobbs Ferry,” sagði eg.
“Bara Dobbs Ferry?” sagði hún, “já, það
dugar náttúrlega, því þér eruð svo vel þekt-
ur, Maeklin kapteinn.”
“Eg er jiú Mr. Macklin,” sagði eg og
reyndi að loka vagnhurðinni, en þessi þjónn
leit víst svo á, að það væru sín einkaréttindi
að gera það, og eg lét það þá gott heita og
þær fóru sína leið. Eg fór strax inn í lyfja-
búð og keypti þar nafnaregistur til að komast
að því hvar þessi f jölskylda ætti heima og svo
gekk eg langa leið til að finna húsið. Ein-
hvernveginn fanst mér að þann daginn gæti
eg ekki við það átt að leita mér að vinnu. Eg
sá í huganum, mynd af sjálfum mér, þar sem
eg sat í þessari frönsku fatasölubúð og var
að skrifa bréf til París og panta einhver
skrautklæði fyrir Mrs. Fiske.
Heimili Fiske fjölskyldunnar er gagnvart
lystigarðinum, sem kallaður er Central Park,
og eins stórt eins og hljómfræðaskólinn. Eg
kannaðist vel vrið húsið, þegar eg sá það, því
eg liafði oft séð þetta stóra hús áður. Eg fann
strax að aldrei mundi eg hafa kjark til að
drepa þar á dyr og fór því aftur þangað sem
eg hafði skilið við Fiske mæðgurnar og hélt
áfram erindi mínu, að leita mér að vinnu.
Næsta dag fékk eg verk að vinna. Eg átti
að byrja á mánudaginn. Það er félagið
Schwartz og Carboy, sem eg ætlaði að vinna
hjá. Það félag býr til skrár og lamir og sum-
ar tegundir af akuryrkju verkfærum. Eg sá
ýmsar vörur frá þeim félögum í Honduras.
Þeir eru hér um bil einir um sölu á þesskonar
vörum í Suður-Ameríku., Til allrar lukku,
eða þá ólukku, fyrir mig var maður að fara
frá þeim, sem hafði haft það verk á hendi að
sjá um öll bi’éfaviðskifti fyrir þá á spönsku,
og þegar eg sagði þeim að eg hefði verið í
Mið-Ameríku og gæti vel skrifað spönsku, lét
Schvvartz, eða kannske það liafi verið Car-
boy, mig skrifa bréf á spönsku 0g lét svo ein-
hvern annan mann þar í skrifstofunni lesa
bréfið. Sagði hann að það væri gallalaust.
Þetta varð til þess að eg fékk vinnuna, mér
til mikilla leiðinda. Elg á að fá fimtán dali í
kaup og svo sem mér til uppörfunar, sagði
annai'hvor eigandinn: “Ef okkar ungu menn
eru kurteisir og vel til fara, þá látum við þá
oft taka viðskiftavini okkar frá Suður-Ame-
ríku út fyrír máltíð 0g félagið boi’gar kostn-
aðinn. Að kveldinu getið þér sýnt þeim borg-
ina. Þannig er’mikið tækifæri að komast á
leikhús, án þess að þurfa sjálfur að borga
fvrir það.
Eg hafði býsna góða hugmynd um hvernig
þessir Suður-Ameríkumenn höguðu sér í
New York, svo eg tók þessu kuldalega og
sagðist mundi fara af skrifstofunni Idukkan
fjög-ur á hverjum degi og fara þá heim. Eg
var að vona að þetta mundi verða til þéss að
sambandi mínu við Schwartz og Carboy
myndi þá þegar verða slitið og það fyi’ir fult
og alt. En hann bara liló og sagði þessir
Brazilíumenn væru nú dálítið skrítnir. “Mest
af ágóðanum, sem við höfum af viðskiftum
við þá, gengur til þess að borga fyrir þá sekt-
ir á lögreglustöðvunum. Jæja. Þér komið á
mánudagsmorguninn.
Dobbs Ferry. Sunnudagur. Miðnœtti.
Það er alt búið. Það verður langt þangað
til eg skrifa meira af þessum endurminning-
um mínum. Þegar eg er búinn með þennan
kapítula, þá verður bundið utan um þessi blóð
og pakkinn verður látinn ofan í fatakistu
]\íary frænku minnar. Bg er nú að skrifa
þessar línur, eftir að allir aðrir eru háttaðir.
Það vildi til eftir kveldverðinn. Mary
frænka var uppi, en Beatrice var við hljóð-
færið. Við vorum að bíða eftir Lowell, sem
liafði lofað að koma og vera hjá okkur um
kveldið, Eg sat við borðið og þóttist lesa, en
geröi ekki annað en horfa á Beatrice. Hún
snéri við mér bakinu, svo eg gat horft á hana
eins og eg vildi. Ljósið féll á hárið á henni
og aldrei hafði mér þótt það eins yndislega
fallegt, og einmitt nú.
Hún var ekki að horfa á nótnablÖðin fyrir
framan sig, meðan hún rendi fingrunum yfir
nóturnar á slaghörpunni. Lagið var við ein-
hver sjávarljóð, sem Lowell hafði fært okk-
ur og það minti mig á hafið—hafið að nætur-
lagi í tunglsskini.
Hún sá mig ekki og hafði kannske glevmt
að eg var þarna í herberginu, svo eg gat star-
að á hana og látið mig dreyma um hana eins
og eg vildi. Eg var að hugsa um að án henn-
ar væri lífið, sem eg átti að byrja á morgun,
alveg óbærilegt. Mér fanst að ef hún væri ekki
til að leiða mig gegn um lífið, þá kæmist eg
það ekki klakklaust. Hvað hafði eg eiginlega
með það að gera, að komast nokkuð áfram í
heiminum, ef ekki var hennar végna? En eg
gat séð hvernig fara mundi. Eg verð að
sökkva mér niður í þetta viðskiftalíf, og það
mundi ekki verða langt þangað til eg yrði
magur og þreytulegur og háif uppgefinn á
þessu smámuna stappi dag eftir dag. Það gat
vel verið að eg fengi síðar meiri laun og hækk-
aði eitthvað í tigninni hjá þessu félagi, en eg
gæti aldrei orðið annað en dálítill angi af því,
og eg yrði aldrei þektur öðru vísi en gegnum
Scliwartz og Carboy.
Eg sat og horfði á Beatrice. Hennar
vegna, en aðeins hennar vegna, var hægt að
þola þetta. Ef henni a.ðeins gæti þótt vænt um
mig, eins og mig langaði til og vonaði að hún
gerði, þá gæti eg líklega hrundið þessu af mér
og sætt mi^ við þetta ógeðfelda líf.
Eg vissi að Beatrice vissi ekki hvað eg var
að leggja í sölumar fyrir hana og það var
gott að hún vissi það ekki. En þegar eg sat í
þessum þönkum kom vinnukonan inn og færði
mér símskeyti. Mér datt í hug að það væri
frá Lowell og hann gæti einliverr’a hluta
vegna ekki komið og varð eg strax óánægður
út af því. E11 þegar eg opnaði skeytið tók eg
eftir því að það var öðru vísi iieldur en önnur
símskeyti, sem eg hafði fengið. Það var öðru-
vísi á litinn. Eg hafði aldrei fengið símskeyti
úr öðrum heimsálfum og vissi ekkert hvernig
þau litu út. Eg las skeytið og meðan eg var
1 að því, fanst mér blóðið í æðum mínum stöðv-
ast um allan líkamann og það var eins og
einhver suða fyrir eyrunum á mér. Beatrice
hlýtur að hafa fundið að eitthvað óvanalegt
var á ferðum og hún leit við og mér fanst eg
horfa á hana eitthvað svo ósköp heimskulega.
Hún hélt áfram að leika á hljóðfærið.
Skeytið hafði verið sent frá Marseilles um
morguninn. Það var frá Laguerre, og þess
efnis að hann bauð mér að taka þátt með sér
í herferð, sem Frakkar væru að hefja til Ton-
kin, og verða kapteinn í liði sínu.
Eg lagði blaðið á kné mér og næstum hélt
niðri í mér andanum. Það var engu líkara en
eg væri hræddur um að eg mundi vakna, ef eg
hreyfði mig, eða jafnvel andaði. Mér var
sjálfum ljóst, aðdiú stóð eg á vegamótum og
það réði lífsstefnu minni hverja leiðina og
færi. í]g sá allskonar sjónir og ljómi her-
frægðarinnar hafði aldrei verið eins glæsileg-
ur í huga mínum, eins og einmitt nú þessa
stundina. Nú átti eg þess kost að berjast
undir fána þjóðarinnar, sem átti meiri her-
frægð, heldur en nokkur önnur þjóð í heimi,
undir fána Napoleons Bonaparte.
Eg heyrði glaðlega rödd og Lowell gekk
fram hjá mér, og fór til Reatrice og heilsaði
henni og hún tók kveðju hans glaðlega. En
um leið og hún stóð upp, sá hún framan í mig.
“Royal,” hrópaði liún. “Hvað er um að
vera? Hvað hefir komið fyrir?”
Eg sá hana koma til mín og mér fanst hún
eitthvaö svo undarleg. Eg fór að hugsa um
hana eins og engil frá æðra heimi. Samt stóð
eg upp og rétti henni skeytið. Eg var eitt-
livað stirður í öllum liðamótum, og mér fanst
blóðið í æðum mínum kalt. Hún las skeytið
og rak upp lágt hljóð og starði á mig. Eg
sagði henni að sýna Lowell það, því eg sá að
hann var undrandi yfir þessu.
Hann stóð þarna svo lengi og horfði á
skeytið, að mér fanst hann lesa það mörgum
sinnum. Þegar hann loksins leit upp úr skeyt-
inu, svo eg gat séð framan í hann, sá eg strax
að honum geðjaðist illa að þessu. En samt
var eitthvað í sambandi við þetta, sem honum
var gleðiefni. Það var ekki ósvipað því, að
hann hefði verið dæmdur til daúða, en skjalið
sem Beatrice fékk honum væri náðunarbréf.
“Segðu mér livað þú ætlar að gera,” sagði
Beatrice. Hún sagði þetta stillilega og í
mjúkum og fallegum róm. Það var ekkert
hægt að ráða af því sem liún sagði, hvað liún
vildi sjálf. Eg skildi strax að hún var full-
ráðin í því, að láta mig algerlega’sjálfráðan
og láta sinn vilja alls ekki koma til greina.
Eg vissi að eg var frjáls maður. Eg leit ýmist
á hana, eða Lowell. Eg var hálf ráðalaus og
ekki búimhað ná mér eftir þá miklu geðshrær-
ingu, sem eg hafði orðið fyrir. Þegar eg tók
til máls, var eg hás og röddin óstyrk.
“Það er eins og eg sé drukkinn,” sagði eg.
Lowell leit á mig eins og hann ætlaði að
segja eitthvað, en svo leit hann af mér aftur
og færði sig fjær mér og Beatrice.
“Eg vil bara að þú skiljir,” sagði Beatrice
stillilega, “hvað alvarlegt þetta er. Slík
augnablik sem þetta koma fyrir alla einhvern-
tíma á æfinni og ef maður bara gæti skilið að
svo er, þá gæti maður kannske valið viturlega.
Nú veizt þú að þetta augnabiik liefir komið
fyrir þig. Nú verður þú að ráða við þig hvað
þú átt að gera, og það sem þú ræður af hefir
ekki aðeins þýðingu fyrir líðandi stund, held-
ur alla æfina. Þá mátt ekki halda, Royal, að
eg sé að reyna að vama þér að gera það sem
þú vilt gera. Eg vil aðeins að þú skiljir, að
hér er um alla þína framtíð að ræða. Bg veit
að þetta er líkt og áfengi fyrir þig, en því
meir, sem maður tekur af áfengi, því erfiðara
er að ráða við það. Heldurðu ekki ef þú biðir
dálítið lengur, gæfir sjálfum þér tækifæri að
reyna eitthvað annað en hermensku—”
Hún þagnaði alt í einu, eins og hún sæi nú
að hún væri að reyna að hafa áhrif á mig, sem
hún hafði þó sagt að hún ætlaði ekki að gera.
Eg svaraði engu en stóð þegjandi og niður-
lútur, því eg gat ekki litið framan í liana.
Þarna í sama hergerginu, rétt áður en skeytið
kom, hafði eg fastráðið, og það eingöngu
hennar vegna, að lifa því lífi, sem eg hataði.
En strax þegar tækifærið bauðst til að taka
aftur til hermenskunnar, hafði löngun mín til
liennar strax glaðvaknað og mótstöðuaflið
liafði algerlega brugðist mér, og eg liafði
g'leymt Beatrice og þeim föstu ákvörðunum,
sem eg liafði tekið. Hversu óviðráðanlegt að-
dráttarafl hermen^kan hafði fyrir mig, gat
eg nú bezt séð á því, að eg skyldi þegar í stað
taka hermenskuna fram yfir Beatrice.
Eg ætlaði ekki lengur að láta telja mig á að
gera það, sem eg sjálfur vildi ekki. Það var
aðeins eitt, sem eg öllu öðru fromur þráði og
skildi og það var hermenskan með öllum sín-
um hættum og öllum sínum æfintýrum. Eg
vildi heyra kúlurnar þjóta. yfir höfði mér; eg
vildi fallega og fjöruga hesta; eg vildi sofa
við eldinn undir beru lofti og hafa hættuna
stöðugt vofandi yfir mér; eg vildi mega njóta
þeirrar gleði, sem það veitir að vinna sgr eitt-
hvað til frægðar með sverðinu, og að vinna
sigur og eg vildi liafa glöggan skilning á réttu
0g röngu, en þann skilning getur sá einn eign-
ast, sem daglega gengur hlið við lilið við dauð-
ann.
Bg rétti upp hendina og sagði í feins mjúk-
um rómi og mér var unt:
“Það er of seint. Mér þykir fyrir því, en
eg hefi ráðið við mig hvað eg’ ætla að gera.
Eg verð að fara.
Lowell kom nú til okkar, 0g hann liafði
sama svipinn og áður, sambland af undrun og
gremju.
“Hvaða vitleysa er þetta, Royal,” sagði
hann. “Láttu mig tala við þig. Við liöfum
verið töluvert saman áður og þú hefir stund-
um orðið að hlusta á mig'. Hugsaðu um það
maður minn, hverju þú ert að kasta frá þér.
Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig,
eins og þú værir barn. Þetta hefir sín áhrjf á
alt þitt líf. Þú liefir engan rétt til að ráða
þetta við þig svona rétt í liasti. ”
Eg fór þangað sem eg hafði falið sverð afa
míns, það sem hann liafði borið í borgara-
stríðinu og sem eg hafði liaft með mér til
Honduras. Eg hafði látið það á afvikinn stað.
þar sem það sást ekki, svo það njiinti mig ekki
á það, sem eg þurfti að gleyma. Það liafði
uiularleg áhrif á mig að snerta sverðið. Blóð-
ið fór þegar að renna miklu örara. í stað þess
að svara, hélt eg svæiðinu á lofti, rétt framan
við Lowell. Eg átti mjög erfitt með að segja
nokkuð. Þau vissu ekki hvað mér var það
erfitt. Þau vissu ekki hvað eg tók það f jarska-
lega nærri mér að fara burtu frá þeim. Að
liugsa til þess gerði mig veikan á sál og' sinni.
En það var nú ákveðið. Það varð að vera.
“Þú biður mig að hugsa um 'livað eg skilji
við,” sagði eg liæglátlega. “ Eg skildi við
þetta,” bætti eg við og benti á sverðið. “Eg
skal aldrei gera það aftur. Mér var ait frá
fæðingu valin lífsstaða. Afi minn var Hamil-
ton, sem þektur er frá orustunum við Cerro
Gordo, City of Mexico og Gettysburg. Faðir
minn var bardagamaðurinn Macklin. Hann
féll í orustu, þar sem hann gekk fyrstur sinna
. manna, Allir mínir forfeður hafa verið her-
menn. Hermeíiskan er borin mér í merg og
blóð. Macklin feðgar hafa allir verið hermenn,
hver fram af öðrum. Eg er hinn síðasti þeirra
og eg verð að lifa og deyja hermaður.”
Nú er alt með kyð í húsinu. Fólkið hefir
skilið mig eftir einan og er nú sofnað. Low-
ell fór snemma og við skildum við garðshlið-
ið. Hann var ósköp mæðulegur og þögull.
‘ ‘ Guð veri með þér, Royal, og varðveiti þig og
leiði þig aftur heilan heim til okkar,” sagði
hann. Eg horfði á eftir honum ganga niður
stiginn í tunglsljósinu og veifa göngustafnum.
Eg stóé þar góða stund og horfði á eftir hon-
um, því mér þykir vænt um hann og eg sakna
hans, en þá kom nokkuð skrítið fyrir. Eftir
að hann var kominn nokkuð frá húsinu fór
liann að blístra fjörugt lag við einhver sjáv-
arljóð. Eg gat heyrt til hans í nokkrar mín-
útur. Mér þótti vænt um að hann skyldi taka
skilnaðinn svona léttilega. Það er gott að
vita til þess, að liann öfundar mig ekki af
mínu mikla láni.
I kvöld töluðum við ekki um skilnað. En á
morgun verðum við að kveðjast, þegar þær
i, Mary móðursystir mín og Beatrice sjá mig
fara um borð í franska fólksflutningaskipið.
ÍSkipið leg'gur af stað á hádegi og tíu dögum
seinna verð eg í Havre. Hamingjan góða, að
hug'sa sér það, að eftir tíu daga sé eg
til París! Síðan Miðjarðarhafið, Suez-skurð-
urinn, lndlandshafið, Singapora og loks gula
fánann og svarta drekann óvinanna. Þessi ó-
friður getur ekki enst leng'i. Eg verð kominn
heim aftur eftir sex mánuði, nema eittlivað ó-
vænt komi fyrir. Lag-uerre má sín mikils, og
fyrir hans áhrif ætti fyrveraiuli kapteinn í
franska liernum hæglega að geta fengið stöðu
í hernum á Egyptalandi.
Eftir það ætlaði eg í raun og sannleika að
koma heim. Ekki eins og uppgjafa hermaður
samt. Eg ætlaði að koma lieim mér til skemt-
unar. Eg ætlaði að koma eins og hátt settur
embættismaður í franska hernum, og eg ætl-
aði aftur að koma eins og glataði sonurinn til
hinna tveggja göfugnxstu og elskuverðustu
kvenna á guðsgrænni jörð. Allar konur eru
góðar, en þessar tvær eru öllum öðrum konum
betri. Allar konur eru svo góðar, að þegar
einhver þeirra lieldur að einhver okkar karl-
mannanna sé nógu góður til að giftast honum,
þá er karlmönnunum þar með yfirleitt sýnd-
ur mikill heiður. En þó þær séu allar góðar
og allar fallegar, þá er Beatrice samt bezt og
fallegust. En eg er viss um að það er rétt af
mér, að giftast ekki neinni einni þeirra. Þar
sem heinmrinn er fullur af góðum og falleg-
um konum, og þar sem altaf er stríð einbvers-
staðar í heiminum, þá er eg viss um að það
. væri óviturlegt af mér, að staðfesta ráð mitt
og setjast um kyrt. Eg veit að eg muni una
lífinu án þess.
■ lipian árs kem eg vafalaust heim aftur sem
hátt settur embættismaður í útlendum her.
Þá skal eg fara tii West Point 0g sýna þeim
þar virðingu mína og þeir verða líka að sýna
mér virðingu. Eldri mennirnir, sem sáu íliig
rekinn þaðan segja líklega við nýgræðingana:
“Þessi gerfilegi fyrirliði með franska yfir-
skeggið og rauða heiðursmerkið, er Macklin
kapteinn. Hann var rekinn héðan. Nú er hann
nokkurs konar flökku hennaður og tillieyrir
. engu landi.
Og þegar þeir fara í hergöngu ætla eg að
slást I för með þeim 0g mér mun líða vel inn-
an um þessa ungu menn, sem ætla að verða
strlðshetjur þjóðar vorrar, eins og Grant og
Lee, og þegar fáninn er dreginn niður, ætla
eg að lyfta hendinni eins og þeir, og sýna
þeim að eg á enn föðurland 0g að þeirra fáni
er enn í dag, minn fáni.
E N D I R.
%