Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR J WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1933 | NÚMER 24 Dómur í uppþotsmálunum frá 7. jiilí og 9. nóv. fyr'ra árs. 3 voru sýknaðir; 3 fengufangelsis dóm; 25 fengu skilorð'sbundinn fangelsisdóm. Dómur var uppkveöinn í aukarétti Reykjavíkur í gær í máli því er rétt- vísin höfSaði út af óeirÖum þeirn og uppþotum, sem urðu í sambandi viÖ fundi bæjarstjórnar Reykjavík- ur dagana 7. 'júlí og 9. nóv. f. á. Kristján Kristjánson skipaður rann- sóknardómari í þessum málum kvað upp dóminn. Hinir ákærðu voru 31 talsins. Af þeim voru 3 sýknaðir, 25 fengu skil- orðsbundinn fangelisdóm og 3 fengu fangelsisdóm án skilorðs. Sýknaðir voruiSigurður Ólafsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Torfi Þor- björnsson. Skilorðsbundinti fangelsisdóm (fangelsi við venjulegt fangaviður- væri) fengu: Erlingur Klemensson 90 daga, Guðni Guðmundsson 3 mán. (einfalt fangelsi) ; Adolf Pet- ersen, Gunnar Benediktsson, Hall- dór Kristmundsson og Héðinn Valdimarsson 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Stefán Pétursson 45 daga, Jens Figved 40 daga, Brynjólfur Bjarnason 35 daga. Hjalti Árnason, Sigurður Guðnason, Jafet Ottósson, Guðjón Einarsson og Þóroddur Þóroddsson 30 daga hver; Einar Olgeirsson 25 daga. Haraldur Knudsen, Hjörtur B. Helgason, Matthías Guðbjarts- son, Runólfur Sigurðsson og Tr. E. Guðmundsson 20 daga. Sigríður Jónsdóttir 15 daga. Indíana Gari- baldadóttir, Jón Guðjónsson og Kristinn Árnason 10 daga. Ólafur Sigurðsson 5 daga. Allir þessir menn fengu skilorðs- bundinn dóm, en það þýðir, að refs- ingin fellur niður eftir 5 ár frá uppsögn dómsins, ef hinir dómfeldu fremja eigi ný afbrot á þessu tíma- bili. Fangelsisdóm án skilorðs fengu Guðjón Benediktsson og Þorsteinn Pétursson fengu hvor 90 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi og Haukur S. Björnsson 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. Mbl. 17. maí. Frá Islandi Siglufirði, 21. maí. Ágæt sjóveður síðustu viku og mikill afli. Allir bátar, sem gerðir eru út héðan, gáfu aflann úr róðr- inum í gær, slysavarnadeildinni hér. Var aflinn virtur af þremur mönn- um og gera útgerðarmenn skil fyrir andvirðinu. Óvíst er enn hver heild- arupphæðin verður, en aflinn var mikill. Féð á að ganga til kaupa á bj örgunarskútu. Tíðarfar er einkar hagstætt og sauðburður hefir gengið vgl. Góð- ur sauðgróður kominn. Fénaðar- höld í bezta lagi. Atvinna góð fyrir flesta. Gísli Sigurbjörnsson og Gísli Bjarnason héldu útifund hér í fyrrakveld. Fundurinn var fjöl- mennur. Umræðuefni þeirra nafn- anna er þjóðernishreyfingin og var gerður góður rómur að máli þeirra. Prestskosning á Húsavík fór 'fram 7. maí. Af 600 kjósendum kusu 247. Af þeim atkvæðum fékk séra Friðrik A. Friðriksson 200 at- kvæði. séra Lárus Arnórson, Mikla- bæ 46 atkvæði, 1 seðill auður. Séra Friðrik er nú á leið hingað til lands frá Kanada, en þar í landi hefir hann gegnt prestsstörfmn um nokk- urra ára skeið fyrir íslenzka söfn- uði. —Vísir. Stubbs þingmannsefni Það stendur til að aukakosningar til sambandsþingsins fari fram áður en langt líður, líklega í september, í Mackenzie kjördæminu í Saskatche- wan. Er það þingsæti autt nú sem stendur. Er sagt að hinn nýi stjórn- málaflokkur, C. C. F., sé þar sterk- ur mjög og^r hann nú fyrir alvöru tekinn til að búa sig undir þær kosn- ingar. Hélt þessi stjórnmálaflokkur fjölment útnefningarþing í Preece- ville, Sask. í vikunni, sem leið. Margir voru þeir heimamenn þar, sem voru til með að takast á hendur þá ábyrgðarmiklu stöðu, að verða sambandsþingmaður, en enginn þeirra náði útnefningú, en hana hlaut Lewis St. George Stubbs, fyr- verandi dómari i Winnipeg. Gera má ráð fyrir að gömlu flokkarnir hafi líka sin þingmannaefni í kjör- dæmi þessu þegar til kosninga kem- ur. Er vitanlega með öllu óvíst enn hvernig þessar kosningar fara, en haft er eftir Mr. Stubbs að hann geri sér hinar beztu vonir um að ná kosningu, telji það svo að segja al- veg víst — á hverju sem hann svo kann að byggja þær góðu vonir. Nautgripakaup Rússa Það var mikið um það talað hér í vetur að Canada seldi Rússum fjölda af nautgripum og fengi borg- unina í oliu og kolum, aðallega oliu. Stjórnin taldi á þessu öll tormerki og loksins varð ekkert úr þessum viðskiftum. Nú hafa Rússar snúið sér til Bandaríkjanna og litur út fyrir að þar geti þeir nú fengið alla þá nautgripi sem þeir vilja með því að borga fyrir þá með pappírsefni (pulpwood) aðallega. Canada hefir selt mikið af þeirri vöru til Banda- ríkjanna. Nú þurfa þau ekki á henni að halda frá Canada þegar þau fá hana í skiftum frá Rússlandi, fyrir nautgripi.1 Þetta er því að fara rétt að vonum. Vér Canadamenn höfum kýrnar kyrrar heima og pappírsefnið líka og seljum hvorugt. Er það sönnum íhaldsmönnum væntanlega gleðiefni. Fjórvelda samþyktin Bretar, Italir, Frakkar og Þjóð- verjar liafa undirskrifað samninga, sem miða í þá átt, að tryggja frið- inn í Evrópu í næstu tíu ár, og þar með að greiða fyrir þvi að þjóðirn- ar fái aftur komist á réttan kjöl f járhagslega. Það er Mussolini, sem á upptökin að þessum samningi og hefir fengið stjórnir hinna þjóðanna þriggja til að samþykkja þá. Þessi samningur var undirskrifaður i Rómaborg í vikunni sem leið af Mussolini fyrir hönd ítaliu, og af sendiherrum hinna stórveldanna þriggja. Þykir þessi samningur töluvert örugg trygging fyrir því, að ekki muni stórkostlegur ófriður brjótast út í Evrópu næstu tiu árin. Peter Verigin Eitt af helstu áhugamálum sam- bandsstjórnarinnar, virðist vera það, að koma Peter Verigin, Doukhobor leiðtoga, burtu úr landinu. Gerði hún mikla tilraun til þess í vetur, eins og þá var getið um hér i blað- inu. Sú tilraun að koma honum burtu mishepnaðist, því dómari aust- ur í Strandfylkjunum úrskurðaði að það væri ekki lögum samkvæmt, að flytja hann burtu, eins og á stóð. Nú var Peter aftur tekinn fastur hér í Winnipeg, fyrir nokkrum dög- um, en Robson dómari hefir úr- skurðað að hann skyldi laus látinn. Lítur út fyrir, nú sem stendur, að stjórnin muni ekki koma Peter úr landinu, hvernig sem hún reynir. Pearl Pálmason fiðluhljómleikar Það er ætíð mikið gleðiefni ef einhverjum í þessum fámenna hóp okkar Vestur-íslendinga tekst að skara fram úr á einhverju sviði. Við erum svo fáir samanborið við miljónirnar af annara þjóða fólki, að það má kraftaverk heita að við skulurn ekki hverfa sem dropi i haf- ið. Það er því vonum framar að þetta litla þjóðarbrot skuli eignast fólk, er megnar að leggja landinu og canadisku þjóðinni til verulegan skerf ágætis, menn og konur, er með gáfum og nytsömu starfi gnæfa yfir hundruð þúsundirnar. Vestur- Islendingar sem brot af þessu þjóð- félagi gleðjast yfir velgengni allra íbúa þessa lands og unna þess miklu mönnum og eru stoltir af þeim son- um þess og dætrum, er líklegir eru til frama og frægðar, því eimnitt slíkir eru bezta eign þjóðarinnar; það er gildi einstaklingsins en ekki höfðatalan er gerir garðinn frægan. Þó snertir það okkur meira og vel- farnaðaróskirnar verða hlýrri þeg- ar að einhver af íslenzku bergi brot- inn gerist líklegur til að ryðja sér braut meðal ágætismanna landsins. Og • þegar að einhver unglingur meðal vor skarar fram úr og gefur góðar vonir um göfugt og giftusam- legt listastarf, þá fylgja honum hug- heilar árnaðaróskir hvers einasta Is- lendings. Það er margra mál að Pearl Pálmason, er gaf fiðluhljómleika í Sambandskirkjunni s. 1. mánudags- kveld, verði ein af þeim hóp er með tíð og tíma ryður sér braut til vegs og frama. Þó hún sé aðeins seytján ára að aldri, þá er hún nú þegar svo vel þekt í þessum bæ og hefir getið sér svo góðan orðstir að óþarft er að telja upp þá sigra, er hún hefir unnið með fiðluleik' sínum. Og á- reiðanlega hefir hún að mun aukið vinsældir sínar með þessum hljóm- leik, því eftir öllu að dæma hreif hún fólkið því meir er hún lék leng- ur og var henni þó ágætlega tekið frá byrjun. Ungfrúin lék fyrst “Allegro og Sherzo” úr sónötu eftir Beethoven og “Allegro” úr fiðlu-konsert Mo- zarts í D dúr. Fá tónskáld eru erfiðari að túlka en Mozart. Hans músík er svo hrein, göfug og blátt áfram, að hann á engan sinn líka að tærri og ómengaðri hljómfegurð. Fáir leika verk hans vel, margir skemma þau með fordild. Leikur hennar túlkaði Mozart tilgerðarlaust og auðfundið var að hún skildi vel að töfrar hans liggja í fegurð tón- anna. “Introduction and Rondo Capriccioso” eftir Saint Saens er ekki heiglum hent að leika svo vel fari. Til þess þarf skilning á hinuin ýmsu mismunandi stemningum lags- ins og frábæra tekník. Það lag var leikið af eldlegu fjöri og tekník, sem hvergi skeikaði; má það heita alveg framúrskarandi að ná t. d. seinustu fjórum blaðsíðunum svo hreint og skýrt í slíkum ofsahraða; boginn dansaði á strengjunum og fingurnir þutu sem elding upp og niður fiðluhálsinn en hver tónn kom á sínum stað. Tóntúlkun og innri skilningur viðfangsefnanna kom þó e. t. v. hvergi betur í ljós en í “Who Calls My Parting Soul,” eftir Handel- Flesch of “Col Nidrei” eftir Bruch. Handel lagið var leikið af frábærum skilningi og þrungið af alvarlegri tilbeiðslu og tilfinninga- magni. Túlkun bennar á þessum lögum var langt um dýpri en hægt var að búast við af ungling; þar virtust fremur koma í ljós göfugar hugsanir þroskaðrar sálar. Allur leikur ungfrúarinnar bar vott um hæfileika, músíkalskan smekk, ágæta þjálfun og auk þess laus við allan viðvaningshátt. Til- sagnar í fiðluspili og öðru er að músíknámi lýtur hefir hún hlotið eingöngu hjá bróður sínum, Pálma Pálmasyni, alt frá fyrstu byrjun og fram á þenna dag og hefir þar á- gætlega tekist bæði nenianda og kennara. Undirspilin með ungfrúnni lék velþektur Winnipeg organisti, Ron- ald Gibson, sem einnig er mjög fær píanisti. Karlakórið aðstoðaði með að syngja fjögur lög, þar á meðal hið stórfagra lag Griegs “Landsýn” og tvö lög eftir Vestur-íslend- inga, hið velkunna lag S. K. Hall, “Þótt þú langförull legðir” og "Þér landnemar” eftir Jón Friðfinnsson, er það úr hátíða-kantötu hans, er ennþá liggur ósungin heima hjá honum, og er mörgum spurn hví svo sé, þar sern önnur kantata eftir Vestur-íslending hefir verið sung- in þrem sinnum með ærinni fyrir- höfn og ætti Jón Friðfinnsson ann- að betra skilið. Kórinu hefir stór- farið fram síðasta árið, en um það kvað eiga að rita sérstaklega í Free Press, svo eg vísa lesaranum þang- að. Ragnar Kvaran var sólóistinn i þessum lögum og að almanna rómi sjaldan tekist betur. Gunnar Er- lendson og Polyphonic String Quar- tette léku undir með kórinu. Eg er viss um að allir, er voru svo heppnir að njóta þessa söngkvelds þakka ungfrú Pearl Pálmason af heilum huga og geyma lengi í huga og hjajda ljúfar endurminningar um kveldið. R. H. Ragnar. Þessa grein hefir Mr. Ragnar sarnið að tilmælum Lögbergs.—Ritstj. Fimmtíu miljóna lán Bandaríkin eru að lána Kínverj- um $50,000,000. En allri þessari upphæð verða Kínverjar þó að verja til þess að kaupa fyrir hana vörur frá Bandaríkjunum, bómull og hveiti. Sumir halda reyndar að Kinverjar muni kannske kaupa eitt- hvað af vopnum frá Bandaríkjun- um fyrir nokkuð af upphæðinni, en fyrir því eru engar sannanir. Fjár- málaráðherra Kínverja, Dr. T. V. Soong, hefir útvegað lánið og Roosevelt forseti hefir fallist á að það sé veitt. Þetta verður til þess að grynna töluvert á þeim mikla af- gang, sem Bandaríkin hafa af bóm- ull og hveiti, og sem enginn sala hef- ir verið fyrir nú lengi, eða lítil. Svipað lán hefir Bandaríkjamönn- um gengið heldur illa að innkalla af Evrópuþjóðunum nú að undan- förnu, eins og kunnugt er, en þeim gengur kannske betur við Kín- verja. Leiganer5%. V iðreisnarþingið Af hinni miklu alþjóðaráðstefnu í London, er lítið að segja enn sem komið er. Það virðist vera striðs- skuldirnar, sem strax í byrjun eru að valda mikilla örðugleika. Miklar fjárupphæðir falla í gjalddaga, einmitt nú, en ógreitt um greiðslu. Töluverðar vonir virðast þó um það, þegar þetta er skrifað, að úr muni ráðast vandræðalitið. BRUNI A AKUREYRI l Akureyri 19. maí. Um kl. 5 í dag kom eldur upp i kjallara hússins Brekkugötu ib. I kjallaranum er sölubúð og mun eld- urinn hafa komið upp þar.—Húsið er tvílyft steinsteypuhús, og kjallari. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn eftir íV2 klukkustund. Var húsið þá mjög mikið skemt, og inn- anstokksmunir munu hafa skemst mikið. —Mbl. í KIRKJAN % I v'v Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar við baðar guðsþjónust- urnar í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, næsta sunnudag, hinn 18. júni. Sunnudaginn 25. júní stendur kirkjuþingið yfir og verður þá engin guðsþjónusta í kirkjunni. íagra,” eftir F. W. Boreham. Djúp lífssannindi eru hér færð í aðlað- Ritfregn Ardís. Ársrit Bandalags lúterskrrt kvenna. Winni- peg, 1933- Fallegt er heitið á riti þessu, minn- ir á morgunbjarma og sólarhlýju. Ekki kafnar það heldur undir nafni, því að efni "þess er mjög geðfelt, heilnæm andans íæða. Enda þarf engum að koma það á óvart, þó að birta og ylur séu með í för þar sem blessuð kvenþjóðin á hlut að máli. Annars ber það ekki til á degi hverjum, að vestur-íslenzkar konur sendi frá sér rit á markaðinn; sú nýlunda út af fyrir sig dregur þeg- ar athyglina að ársriti þessu. Auk þess er það smekklegt og vandað að öllum frágangi og furðu fjölbreytt að innihaldi, miðað við stærðina, en það er nær fimmtíu blaðsíður að lesmáli. Mrs. Guðrún Johnson fylgir rit- inu úr hlaði með nokkrum inn- gangsorðum og skýrir frá tilgangi og starfi Bandalags lúterskra kvenna í Vesturheimi. Aðalefnið hefst á kvæði eftir Mrs. Jakobínu Johnson, skáldkonu: “Eg veit, er veður breyt- ist;” það er eitt af hennar fögru | og þýðu “móðurljóðum” ; snildar- j lega og eftirminnilega er hér lýst tilfinningum móðurinnar, sem “á son á sænum”; í víðtækari—tákn- rænni merkingu á það auðvitað við um allar mæður, hvar sem er á bygðu bóli. En ást móðurinnar á eigin barni er hér eigi aðeins sung- ið lof; ennþá stórfeldari og víð- feðmari hugsjón—og hákristilegri— er brugðið upp í seinustu vísu kvæðisins: < “Mun framþróun í framtíð, Slíkt frjómagn veita móður-ást, Að næmur strengur nötri, Ef nokkru barni verndin brást, Á æstum og sollnum sævi.” Mrs. Inigbjörg J. Ólafson ritar mjög fróðlegt mál um “Félagssam- tök íslenzkra lúterskra kvenna í Vesturheimi.” Þessi þáttur í félags- lífi Islenáinga vestan hafs er sann- arlega þess virði, að honum sé á lofti haldið. Konurnar hafa unnið í kyrþey að störfum sínum, en éngu að síður mörg verk og góð; nytsemi félagsmála mælist ekki að háreyst- inni, svo er fyrir að þakka. Þá eru hér prentuð f jögur erindi: “Áhrif kristinnar konu á mannfé- lagið” eftir Mrs. Maríu Buhr; “Börnin og náttúran” eftir Mrs. Ragnhildi Guttormsson; “Segðu ungbörnum sögu” eftir Mrs. Ellen M. Fáfnis; og “Kvenfélagsstarf- semi frá ýmsum hliðum,” eftir Mrs. Kirstínu H. Olafson. Þrjú hin fyrstnefndu voru flutt á þingi Bandalagsins árið sem leið, en hið síðastnefnda á fundi “Hins samein- aða kvenfélags” að Gimli, 19. júní, 1926. Öll eru erindi þessi vel samin og hafa inni að halda íhyglisverðar at hugánir og hollar bendingar, eink- um og helst konunum til handa; en jafnframt gefa þessar ritgerðir okk- ur karlmönnunum sannari skilning á hlutskifti og starfi konunnar í þjóðfélaginu. Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson á hér þýðingu á æfintýri (hugleiðing mætti það einnig kallast, þó í æfin- stýrastíl sé), er nefnist “Höllin andi og skáldlegan búning. Síðasti kafli ritsins er “Gjörða- bók hins áttunda þings Bandalags lúterskra kvennai.” Er þar fyrst skilmerkilegt ávarp forseta, Mrs. Guðrúnar Johnson, þá eftirtektar- verð skýrsla um “Kristindómsnáms- skeið út í sveit,” eftir Þjóðbjörgu Henrickson, og loks “Fundargjörn- ingur.” Skýrslur þessar bera það með sér, að Bandalagið hefir eink- um látið sig skifta: kristileg upp- fræðslumál, uppeldismál, bindindis- mál og friðarmál. Munu allir verða ásáttir um það, að hér er um að ræða hin mestu vanda- og velferðarmál, og horfir betur um heillavænlega úrlausn þeirra, ef konur alment um hinn mentaða heim taka þau upp á starf- skrá sína. Mér virðist Ardís fara vel af stað og eg óska henni langra lífdaga. Hún á skilið að mæta góðum við- tökum hjá ahnenningi, einkum ættu konurnar að telja það skyldu sína, að rétta henni hönd til styrktar. Verð ritsins er 35 cents og fæst það hjá Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Richard Beck. Safnaðarfundur Fjölmennan safnaðarfund hélt Fyrsti lúterski söfnuður í Winni- peg á miðvikudagskveldið í vikunni sem leið. Til að mæta á næsta kirkjuþingi fyrir hönd safnaðarins voru kosnir: J. G. Jóhannsson, Gunnl. Jóhannsson, Árni Eggerts- son og J. J. Vopni. Til vara voru kosnir J. Jóhannesson og G. F. Jónasson. Nokkrar umræður urðu um inngöngumálið og gerði Dr. B. J. Brandson tillögu þá, í því máli, sem hér fer á eftir og var hún studd af Mr. G. F. Jónasson og samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu: “Fyrsti lúterski söfnuður í Win- nipeg lítur §vo á, að málið um inn- göngu í United Lutheran Church in America verði ekki afgreitt á kirkjuþingi, nema svo að það sé áð- ur borið undir alla söfnuði kirkju- félagsins til atkvæðagreiðslu og verði samþykt af fyrirfram tiltekn- um meirihluta fólks í söfnuðunum. Þessari fundarsamþykt felur Fyrsti lúterski söfnuður erindrekum sínum að framvísa og fylgja á næsta kirkjuþingi.” Færri slys Samkvæmt síðustu skýrslum hafa slys þau, er til dauða hafa leitt, í Bandaríkjunum, orðið 9,415 færri árið 1932, heldur en þau urðu 1931. Á árinu 1931 urðu slík slys 97,415, en 88,000 árið 1932. Þar af voru bílslys 29,500. Vitaskuld er fólkið margt í Bandaríkjunum, en engu að siður virðast þessi slys ægilega mörg, þar sem 240 manneskjur missa lífið á dag af þeirra völdum, eins og var 1932, eða tíu á hverjum klukkutíma, að jafnaði. Ef hrað- inn væri minni og ákafinn að kom- ast áfram, en varfærnin meiri, væri hægt að koma í veg fyrir langflest þessi slys.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.