Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15.1 JONí Í933 \ Högíjerg GeflO út hvern firatudag af THE COLVMBIA PRE88 LIMITKD 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDiTOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið—Borgist fyrxrfram rhe "Lögberg” is prínted and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.. PHONEB S6 327—86 328 V iðreisnarþingið Þessi mikla ráðstefna, sem sett var í Lon- don á mánudaginn í þessari viku af Greorge konungi fimta, mun vera hið víðtækasta al- heimsþing, sem nokkurn tíma hefir haldið verið, svo sögur fari af. Heita má að allar þjóðir jarðarinnar eigi hér lilut að máli, eða alls 66 þjóðir. Sumar þjóðirnar hafa þar marga fulltrúa. Frá Canada eru þarna sjö menn með Bennett í broddi fylkingar og jafn margir frá Bretlandi. Þetta þing er því æði fjölment, sérstaklega þegar taldir eru með allir skrifarar, sem þarna eru og aðrir hjálp- armenn. Bins og þegar er getið, setti konungurinn þingið með ræðu, sem var útvarpað um alla jörð og sem heyrðist vel hér í Winnipeg, kl. 8 á mánudagsmorguninn. Ranxsay McDonald, forsætisráðherra Breta, er forseti þessa mikla þings. Bkki er því að neita, að margir hafa heldur litla trú á því, að þetta l>ing vinni mikið gagn. Mun það aðallega stafa af því, að mörg sams- konar þing, þó iniklu minni hafi þau verið og ekki nærri eins víðtæk, hafa á undanförnum árum verið haldin og jafnan endað þannig, að iítið hefir eftir þau legið. Fólk virðist því vera farið að hafa heldur litla trú á þessum margþjóðaþingum. En þó segja megi, að svipuð þing og' þetta/ hafi áður mishepnast, þá er það engin sönnun fyrir því, að svo muni nú fara. Miklu eðlilegra og ánægjulegra er að vona, að af þessu mikla viðreisnarþingi muni mikið gott leiða. Það er ekki neitt smáræðis verkefni, sem fyrir þessu þingi liggur og ekki neitt undar- legt þó eithvað kunni nú að verða ógert, eða þá ekki nema hálfgert. Það er enginn skyn- samleg ástæða til að ætla, að allir þeir tugir miljóna af fólki, sem nú er atvinnulaust, fái fljótlega aftur lífvænlega atvinnu. Þess er lítil von að verksmiðjurnar, sem nú eru að- gerðalitlar eða aðgerðalausar, taki aftur til starfa með fullum krafti að þingi þessu loknu, eða viðskiftin milli þjóðanna, sem minkað hafa um 40 til 80 per cent. hjá ýmsum þjóðum, síðustu þrjú eða fjögur árin, komist aftur í rétt horf. Ekkert af þessu getur orðið alt í einu, en hitt virðist alls ekki ólíklegt að þessu viðreisnarþingi megi hepnast að leggja grundvöll til meiri velmegunar og betri lífs- kjara, heldur en þjóðimar eiga nú við að búa og hafa átt síðustu árin. Vér trúum því, að mikill meirihluti þeirra manna, sem nú eru samankomnir á hinu mikla þingi í London, hafi þangað komið með þeim einlæga ásetningi, a8 vinna gagn, bæta böl þjóðanna, lækna mein þeirra. Allir góðir menn um alla jörð óska þess sjálfsagt einlæg- lega að þetta megi lánast. Stubbs-málið Þess var getið með örfáum orðum f næst- síðasta blaði að sú frétt hefði borist frá Ot- tawa, að ráðuneytið hefði ákveðið að víkja Stubbs dómara frá embætti án eftirlauna. Reyndist sú frétt sönn, og var honum vikið frá embætti um síðustu mánaðamót. Er því þessu máli, sem svo mikið hefir verið talað um og skrifað um, sérstaklega hér í Winni- peg, þar með lokið. Eh þótt málinu sé nú í raun og veru lokið, þá er engin hætta á öðru, en umtalinu um það haldi áfram fyrst um sinn og því heldur al- veg óspart áfram nú sem stendur. Hafa menn mjög skiftar skoðanir, og að sjálfsögðu mjög mismunandi skilning og þekkingu á þessu máli. Dylst ekki að þær raddir eru miklu há- værari, sem fríkenna Stubbs og áfellast stjórnina, heldur en hinar, og eru það að vísu lítil meðmæli með hans málstað, því hávað- inn og gauragangurinn og ósanngirnin sanna aldrei neitt, þó alt þetta geti oft haft töluverð áhrif í bili. Við rannsókn málsins hélt Mr. Stubbs því fram, að sér bæri ekki að gera nokkram manni nokkurn reikningsskap gerða sinna sem dóm- ara og það væri ekkert vald í heimi, sem hefði rétt til að krefja sig reikningsskapar á dóm- arastörfum sínum. Þessi rannsókn, sem sam- bandsstjórnin hefði hér fyrirskipað, væri því ólögleg og ekkert nema vitleysa. Gera má ráð fyrir að margir haldi, að þetta sé rétt og að hér hafi ofbeldi og lagaleysi verið í frammi haft. En það liggur ekki nærri að svo sé. Á því er enginn efi, að dómsmálaráðherra Mani- toba-fylkis hafði fullan rétt til að kæra til dómsmálaráðuneytisins í Ottawa, þegar hon- um skildiát, að einn af héraðsdómurunum í fylkinu stæði ekki þannig í stöðu sinni sem vera bæri. Það verður meira að segja naum- ast litið öðruvísi á, en það vaöri skylda hans að gera það. San»a er að segja um sambands- stjórnina, að hún hafði ekki aðeins rétt til að láta rannsaka málið, heldur bar henni skylda til að gera það. Eftir að rannsókn málsins var lokið, athugaði sambandsstjórnin það lengi, og allar ástæður eru til að ætla að hún hafi gert það vandlega og hlutdrægnis- laust. Það er með öllu ástæðulaust að ætla, að svo hafi ekki verið. Það er engin ástæða til að ímynda sér, að stjórnin hafi gert það að gamni sínu, eða af hlutdrægni, eða þá af einhverri fljótfærnis vitleysu, að víkja dóm- ara frá embætti. Auðvitað var það skylda stjórnarinnar, að fara hér sem annarsstaðar eftir því, sem hún “vissi sannast og réttast og helst að lögum,M eins og forfeður vorir komust að orði, og það er engin góð og gild ástæða til að efast um, að hér hafi hún gert það. Niðurstaða stjórn- arinnar í þessu máli, er nú alkunn, en hún var sú, að hún vék Stubbs dómara frá em- bætti. Það tekur engu tali, að hér hafi lög verið brotin á hlutaðeigandi dómara. Með mál þetta hefir verið farið fullkomlega á löglegan hátt. Sem betur fer hefir sambandsstjóriim fullan rétt til að víkja héraðsdómara frá embætti, ef hegðun lians er slík, að tilefni sé til, eða ef hann af einhverjum ástæðum, er ekki fær um að gegna störfum sínum eins og vera ber. Dómsmálaráðherra Manitoba-fylkis lítur svo á, að það sé ekki heill almennings í Mani- toba fyrir beztu, að Stubbs haldi áfram að vera dómari. Dómararnir við hina hærri rétti fylkisins sömuleiðis. Ennfremur Ford dóm- ari, sem rannsókn málsins hafði með höndum og loks sambandsstjórnin í Ottawa. Vitan- lega er það hún, sem ábyrgðina ber, því það er hún sem úrskurðarvaldið hefir, og það er hún ein, sem gat ráðið því hvort Stubbs var látinn halda áfram að vera dómari, eða hann var sviftur embætti, og það var hún, sem svifti hann embætti. Bins og þegar er tekið fram, er hér ekki um neitt lagabrot að ræða af hálfu stjórnar- innar. tírskurður hennar er óreiðanlega lög- mætur. Hitt geta menn að sjálfsögðu deilt um í það óendanlega, hvort stjórninni hafi hér farist vel og viturlega, eða henni hafi farist illa og óviturlega, góðgjarnlega eða ekki góðgjarnlega, og þeir gera það sjálfsagt. En enginn skyldi láta hóflaust hól um Mr. Stubbs, eða óheyrileg fáryrði um þá, sem hon- um eru ósammála, en eitthvað liafa haft við þetta mál að gera, villa um dómgreind sína. Heldur skyldu menn ekki ætla, að hér sé um nokkurt verulegt stórmál að ræða, eins og sumir virðast gera. Hér er um það eitt að ræða, að héraðsdómara hefir verið vikið frá embætti, af því hann “að beztu manna yfir- sýn,” reyndist ófær til að gegna því. Slíkt hefir áður komið fyrir í Manitoba og ekki þótt mjög miklum tíðindum sæta, eða að minsta kosti ekki valdið neinum hávaða eða gaura- gangi. Sá sem sambandsstjómin skipaði til að rannsaka þetta Stu'bbs-mál, og segja álit sitt um það, er Ford dómari frá Alberta. Engin ástæða er til að ætla, að hann hafi hér á nokk- urn hátt verið hlutdrægur. Öll meðferð hans á málinu bendir til, að hann hafi sýnt Mr. Stubbs alla sanngirni og nærgætni. En eftir að hann hefir vel og vandlega rannsakað mál- ið, ræður hann eindregið til þess að Stubbs sé vikið frá embætti. Vér gerum heldur lítið úr því, þó Mr. Stubbs nú líki honum og öðrum sem þetta mál höfðu með höndum, við morð- ingja, sem standi nú með blóðstorknar hend- ur. Þessi ákæra og aðrar slíkar, eða af líku tagi eru óverðskuldaðar og óréttmætar, að því er vér fáum bezt séð. Hvað sambandsstjórn- ina snertir, sem vitanlega réði úrslitum máls- ins, þá er hún hér alls ekki áfellisverð. Hér gerði liún það eitt, sem nauðsyn bar til og henni var skylt að gera. Lögberg hefir áður skýrt frá þeim kærum, sem á Stubbs dómara voru bornar. Voru kæruatriðin ellefu alls. Ford dómari finnur hann ekki sekan í öllum atriðum, og aðeins í þremur atriðum svo sekan, að embættismissi eigi að varða. Öll eru þessi þrjú atriði “judi- cial misconduct, ” sem þýðir það, að sem dóm- ari hafi hann hagað sér öðruvísi en vera bar, og það svo freklega, að ekki megi við una. Það, sem hér er átt við,' eru óhæfileg ummæli um réttarfarið í fylkinu, eða áfrýjunarrétt- inn sérstaklega og' um dómsmálaráðherrann. Þar á móti er Stubbs ekki sakfeldur fyrir að Fáorð minning Guðfinna Bjarnadóttir (Bjarnarson) Guðfinna Bjarnadóttir (Bjarnar- son) var fædd aö Sveinsstöðum á AustfjörÖum þann. io. dag júní- mánaðar 1864. Foreldrar hennar voru: Bjarni Sveinsson og Guðnin Jónsdóttir, nafnkunn merkis-hjón á Austurlandi, og bjuggu þau um langt skeði i Viðfirði í Suður- Múlasýslu, Guðfinna var systir Dr. Björns Bjarnarsonar frá Viðfirði (1873—1918). Er ágæt ritgerð um hann í “Skírni” (1919), eftir Dr. Guðmund Finnbogason, og er þar einnig ítarleg ættartala Dr. Björns, eftir Dr. Hannes Þorsteinsson þjóð- skjalavörð. Og vísa eg til þeirrar ættartölu þeim, sem vildu vita um ætf Guðfinnu. Guðfinna ólst upp í Viðfirði. Heyrði eg hana segja, að þar hefði oft verið þröngt í búi á æskuárum hennar. Og Dr. Guðmundur Finn- bogason getur þess í ritgerð sinni um Dr. Björn, að þau Viðfjarðarhjón, Bjarni og Guðrún, hafi jafnan ver- ið fátæk, “en komu hjálparlaust öll- um sínum mikla barnahóp á legg.” Hann segir einnig, að Bjarni hafi verið “bókhneigður maður, er varði hverri tómstund til lesturs og skrifta.” Guðfinna mintist oft á það, hvað faðir sinn hefði verið bókhneigður og fróður um margt, og hversu iðjusamur hann hefði ver- ið og vandvirkur, orðvar og gætinn. Hún sýndi mér einu sinni stóra og þykkja bók, sem hann hafði skrif- að. Var skriftin frábærlega falleg og hrein, og sýndi bókin, að skrif- arinn hafði verið sannur listamað- ur, það heyrði eg Guðfinnu segja: að svo mikil unun hefði sér þótt, að heyra föður sinn lesa, að sér hefði aldrei þótt hann lesa of lengi í senn, og að sér hefði íundist kvöldvök- urnar á vetrum vera fljótar að líða, ef faðir hennar las upphátt ein- hverja bók, eða sagði sögu, á með- an hitt fólkið sat við vinnu sína í baðstofunni. Sjálf lærði Guðfinna snemma að lesa og skrifa. Og var hún fyrsti kennari Björns bróður síns, því að hún kendi honum að lesa og draga til stafs. Öll þau Við- f jarðar-systkini voru gáfuð og mannvænleg, vel að sér til munns og handa og drenglunduð. Um það ber öllum saman, er á þau minnast. En ekkert þeirra mun hafa gengið skólaveginn nema Björn, sem varð þjóðkunnur lærdóms- og vísinda- maður, og fyrir flestra hluta sakir einn með mætustu mönnum þjóðar- innar íslenzku.—Guðfinna og syst- kini hennar hlutu hina beztu undir- stöðumentun í heimahúsum, þrátt hafa tekið við peningum, sem ‘þóknun eða ómakslaunum, þó ekki stæðu lög til, því hann hafi haldið að þetta væri löglegt. Vér efum ekki, að Mr. Stubbs sé margt vel gefið og að hann vilji vel, en 'það er sannfæring vor, að hann sé ekki til þess fallinn, að vera dómari og að stjórnin liafi gert það eitt, sem rétt var og nauðsyn bar til, þegar hún vék honum frá em- bætti. Alt þetta tal, um að Mr. Stubbs hafi hér verið mikilli rangsleitni beyttur, er á litlum rökum bygt og mjiig gripið úr lausu lofti. Hitt er miklu nær sanni, að honum hafi verið sýnd mikil vægð og mikið um- burðarlyndi. fyrir fátæktina, því að æskuheimili þeirra var í raun og veru æðri skóli, þar sem holl fræðsla var veitt og ekkert um hönd haft, nema það, sem í alla staði var gott og göfugt og heilsusamle'gt. Það kom fram í eðli þeirra og dagfari, að þau voru af góðu bergi brotin í báðar ættir, eins og Dr. Guðmundur Finnbogason segir um Björn. Og vissulega reynd- ist sú fræðsla, sem foreldrarnir veittu þessum systkinum, bæði stað- góð og gagnleg, þegar þau komu út í lífið. Guðfinna giftist ung — 18 ára gömul — Sigfúsi Bjarnarsyni (d. 1920) frá Þórarinsstöðum í Seyð- isfirði í Norður-Múlasýslu. Hann var náskyldur þeim bræðrum: Skúla þingijgarmi í Manitoba-þingi og Jóni kaupmanni Sigfússyni, að Lundar, Man. Sigfús var lærður trésmiður og orðlagður dugnaðarmaður. Hall- dór Daníelsson segir um hann, í þættinum uih landnám í Big Point bygð, (sem út kom í Almanaki Ól- afs S. Thorgeirssonar) : “Sigfús var að vallarsýn stór og föngulegur mannskapsmaður á yngri árum sín- um og glíminn vel. Hispurslaus var hann og frjálslyndur í orðum og framkomu, vel greindur, og kunni mikið i íslenzkum kvæða-fróðleik, og gat haft yfir heila kafla utanbók- ar—þurfti ekki að líta í bók um það, sem hann fór með, svo var minnið trútt. Sigfús var yinfastur maður ; aldrei heyrði eg það á orðum hans, að hann bæri óvildarhug til nokk- urs manns. Þeir, sem kyntust hon- um, báru hlýjan hug til hans, og mintust hans til góðs.” Árið 1888 fluttust þau Sigfús og Guðfinna til Ameríku, og settust að í Þingvallanýlendunni í Saskatche- wan, og bjuggu þar þangað til sum- arið 1893. Þá fluttust þau austur til Manitoba og settust að á vestur- strönd Manitoba-vatns. Þremur ár- um síðar námu þau land í big Point- bygð, bjuggu þar siðan og komust í góð efni. Halldór Daníelsson segir í þættinum um landnám i þeirri bygð: “Þegar Sigfús kom til Ame- ríku, mun hann hafa haft litilshátt- ar efni afgangs af fargjaldi, þrátt fyrir mikla ómegð, jukust efni hans svo, að hann var orðinn vel efnað- ur, áður en hann lézt. Hann var mikill búsýslumaður; kona hans líka dugnaðar- og búsýslukona, og þau samhent.”—'Sigfús dó árið 1920, en Guðfinna fluttist til Langruth árið 1926, og átti þar heima það sem eft- ir var æfinnar. Þau Sigfús og Guðfinna eignuð- ust 15 börn: 1. Guðný, dó ómálga barn á íslandi. 2. Bjarni, nú bóndi í Viðfirði á íslandi; hann fór ekki til Ameríku. 3. Stúlku-barn mistu þau (Sigfús og Guðfinna), þegar þau voru nýkomin frá Islandi, 4. Guðrún, dó 17. júlí 1930, 41 árs gömul (ógift). 5. Bj'órn, fæddur 4. janúar, 1890, nú kaupmaður á Langruth í Manitoba, • kvæntur Elizabeth Hazeltine (hjúkrunar- konu), dóttur Ágústs Gunnarssonar Pálssonar. 6. Þorbjörg, fædd 1892, gift Birni Hjörle?rssyni Björnsson- ar, búsett í St. Vital, Man. 7. Karl, fæddur 4. jan., 1893, nú kaupmað- ur á Langruth, Man., kvæntur Lil- lian Clonghton. 8. Guðmann, fædd- ur 20. febr. 1895, bóndi nálægt Gladstone, Man., kvæntur Björgu Pálsdóttur Árnasonar. 9. Valdimar. fæddur 23. júlí 1897, kvæntur Mar- gréti (kennara) dóttur Ágústs Gunnarssonar Pálssonar. 10. Barn fjögra daga gamalt mistu þau (Sig- fús og Guðfinna) í marz 1901. 11. Oddný Secilía, dó 15. sept. 1902 (á sjötta ári). 12. Helga, fædd 13. marz 1903, gift Howard Jackson (af enskum ættum) ; þau eru bú- sett á Big Point, Man., á landi því, sem Sigfús og Guðfinna bjuggu á. 13. Guðlaug Vilhelnúna,, fædd 10. júní 1904, gift Clarence Haney (af enskum ættum), þau búa á landi í Airdale-skólahéraði, fyrir norðan Langruth, Man. 14. Hermann Ágúst, dó tveggja ára gamall. 15. Victor Freeman, dó í maí 1909, þriggja ára gamall. Um það ber öllum saman, sem kyntust Guðfinnu nokkuð, að hún hafi verið hin mesta merkiskona, hreinhjörtuð, gáfuð og göfuglynd, sem öllum vildi gott gjöra, og öll- um hjálpa, sem bágt áttu. Eg get t meir en þrifijung aldar hafa Dodd'e Kidney Pills veri5 viSurkendar rétta meSalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdðmum. FAst hjð öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. ekki stilt mig um, að setja hér dá- lítinn kafla úr bréfi, sem Mrs. Magný Helgason (hjúkrunarkona) að Langruth, Man., skrifaði mér í vetur. En Mrs. Helgason var góð vinkona Guðfinnu, þekti hana vel og skildi hana rétt: “Eg var samtíða Guðfinnu árin 1895-6 og 7. Var hún ágætir kona í orðsins fylstu merkingu, með afbrigðum dugleg og myndarleg, og trúkona mikil. Altaf sýndist hún hafa nægilegt fyr- ir sig og sína—var síglöð og ánægð, hvað sem að höndum bar. Góð- gjörðasöm var hún og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún var vel gefin í alla staði, Og hún las mikið, þegar hún átti kost á að ná i bækur. Dugnaður og framsýni hennar og mannsins hennar kemur bezt í ljós, þegar það er til greina tekið, hvað hún ferðaðist, og kom þó börnum sínum áfram; og þegar tillit er tekið til tækifæranna yfirleitt á þeim ár- um,—þrisvar sinnum voru þau land- nemar með tvær hendur tómar, að kalla má.” Vorið 1917 ferðaðift Guðfinna til Islands, til þess að Einna móður sína, Bjarna son sinn, systkini sín og frændfölk. Hún kom vestur aft- ur um haustið. Hafði hún mikla ánægju af þeirri ferð. Gladdi það hana mikið, að sjá Björn bróður sinn, sem kom heim frá Leysin í Sviss það sumar, og virtist vera á góðum batavegi. En hann var bú- inn að vera lengi veikur i útlöndum. Á þeim árum, sem styrjöldin mikla stóð yfir, þótti það ekkert árenni- legt, að takast á hendur langa sjó- ferð; en Guðfinna var hin örugg- asta, og kvaðst hún aldrei hafa fund- ið hjá sér geig eð^ kvíða, á meðan hún var á íslenzka gufuskipinu “Gullfoss.” En með því skipi fór hún, að minsta kosti aðra leiðina, milli Ameríku og íslands.—“Skip- stjórinn var íslenzkur,” sagði Guð- finna, þegar hún löngu síðar var spurð um það, hvort hún hefði ekki orðið hrædd á leiðinni; “skipstjór- inn var íslenzkur og skipverjarnir voru íslenzkir; og á meðan eg sá engin hræðslumerki á þeirra and- litum, hafði eg enga ástæðu til að óttast, hvernig svo sem skipið velt- ist.” — Og Guðíinna var æfinlega sönn hetja. Hún tók ávalt öllu, sem að höndum bar, með mikilli still- ingu og hugprýði, og enginn mun nokkru sinni hafa heyrt hana mæla æðruorð. 1 baráttu þeirri,isem hún varð að ganga í gegnum hér vestan hafs, á frumbýlings-árunum, sýndi hún bezt, hvílík hetja hún var. Vorið 1913 ferðaðist Guðfinna vestur að hafi og dvaldi mánaðar- tíma í Vancouver-borg í British Columbia. Þá var hún gestur okk- ar konunnar minnar. Eg man hvað hún var hrifin af fjöllunum fyrir norðan Burrard-f jörðinn. Hún sagði að klettur einn þar við sjó- inn væri svo líkur bjargi nokkru nálægt Viðfirði, að sér findist hún vera komin heim á bernskustöðvar sínar, þegar hún horfði á klett þenn- an við Burrardfjörð.—Meðan hún var í Vancouver, skrfaði hún langt bréf til Björns bróður síns, sem þá var, að mig minnir, i þann veginn að fara frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar, til þess að leita sér lækningar. Lét hún mig heyra þetta bréf, og furðaði eg mig á því, hvað íslenzkan á þvi var hrein og fögur, og hvað hún sagði vel og skilmerkilega frá. Hún var að segja bróður sínum frá ferð sinni frá Manitoba til Vancouver, og lýsti hún Klettafjöllunum og ýmsu, sem fyrir augu hennar bar á leiðinni

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.