Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNI 1933 Sœmundur fróði 800 ÁRA MINNING 1 seinasta hefti “Islandica” ritar prófessor Halldór Hermannsson um hann og Oddverja, og það, sem hér verður sagt um Sœmund, er tekið eftir því riti. Sæmundur fróði var fæddur árið 1056 og var einkasonur Sigfúss Loðtnundarsonar. Var hann látinn heita í höfuðið á forföður sínum, Sæmundi hinum suðureyska land- námsmanni. Það herma sögur að hann hafi fyrstur íslendinga stund- að nám í Frakklandi, og er líklegt að J>að hafi verið fyrir áeggjan Rúdolfs biskups, sem var vinur Sig- fúss föður hans. Rúdolfur var hér á landi í 20 ár og hélt uppi skóla í Bæ í Borgarfirði, og var Sigfús einn af nemendum hans. Héðan fluttist Rúdolfur 1050 til Englands og gerð- ist ábóti í Abington. Sagnir segja að hann kæmi hingað frá Normandi, og væri >ess vegna kallaður Rúðu- Clfur af því áð hann kom frá Rúðu- borg, en þar mun málum blandað. Mönnum ber saman um það, að Sæmundur hafi farið ungur utan til náms og verið lengi erlendis, svo að menn vissu ekki hvar hann var niður kominn. En ekki verður nú sagt i hvaða skólam hann hafi stundað nám. Því verður ekki í móti mælt að hann kunni að hafa stundað nám í París, enda þótt um það leyti væri aðrir 'skólar í Frakk- landi meir sóttir af útlendingum. En í París var þá enginn háskóli, svo að sennilega hefir Sæmundur þá gengið í skóla Notre Dame dóm- kirkjunnar. Sumir geta þess til, að hann hafi stundað nám við skólann í Bec i Normandi, og þótt það verði ekki sannað, verður það heldur ekki hrakið. Aðalsönnunin fyrir þvi að Sæ mundur hafi verið í Frakklandi er að finna í sögu Jóns biskups helga á Hólum, þar sem sagt er frá þvi, að Jón hafi rekist á Sæmund þar og fengið hann til þess að hverfa heim til íslands með sér. Þegar heim kom settust þeir að á föðurleifðum sín- um. Jón á Breiðabólsstað, en Sæ- mundur í Odda. Voru þeir hinir mestu vinir og fræðimenn, og líkt um aldur þeirra, Jón líklega tveimur árum eldri. Sögum ber ekki saman um það hvenær Sæmundur hafi komið heim, eru ýmist nefnd ártölin 1076, 1077 og 1078. En í íslendingabók segir KAUPIÐ ÁVAL.T LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO LTD. HENRY AVK. EAST, - - WINNEPKG, MAN. Yard Offlce: fttta Floor, Bank of Hamllton Ctaambers. Ari fróði að Sæmundur hafi komið frá Frakklandi meðan Sighvatur Surtsson hafði lögsögn (1076 — 1083). Þegar tekið er tillit til ald- urs Sæmundar og þess að hann hafði verið lengi erlendis, er liklegast að hann hafi komið heim 1078. Hvort faðir hans var þá á lífi vitum vér ekki, en í Þorláks sögu helga er sagt frá því að Sæmundur hafi bygt kirkju í Odda og lielgað hana St. Nikulási. Auðgaði hann staðinn brátt og gerði hann frægan, svo að sú frægð helst um aldir. Sæmundur lifði á þeim tíma er friður var hér í landi, milli sögu- aldar og'Sturlungaaldar. Sögur frá þeim tíma eru fáar og ófullkomnar, saman borið við þá tíma sem á und- an fóru og á eftir. Það þótti fátt í frásögur færandi á friðartímum. Þó vitum vér það, að Sæmundur kom á tiundarlögunum ásamt Gissuri biskupi og Markúsi lögsögumanni árið 1106. Hann átti lika mikinn þátt í því að Kristinréttur var sett- ur um 1125. Og það er aðallega í sambandi við þessi tvenn lög að hans er getið. Aðeins einu sinni enn er Sæmundar getið i Alþingissög- unni. Það var þegar deilur þeirra Þorgils Oddasonar og Hafliða Más- sonar voru. Búð Þorgils hafði ver- ið rifin, en Sæmundur sendi menn sína til þess að gera við hana. Sagt er að sonur Þorgils hafi verið læri- sveinn Sæmundar. Það er líka sagt að Arnaldur Grænlandsbiskup hafi dvalist hjá Sæmundi í Odda vetur inn 1124—1125. Sæmundur var kvæntur Guðrúnu dóttur Kolbeins Flosasonar. Þau áttu þrjá syni og eina dóttur. hvor skólinn er eldri, en sennilega þó skólinn í Odda. Um hann vitum vér lítið, en talið er víst, að þar hafi verið kend þjóðleg fræði auk ann- ars, og margt fært í letur. Og til dæmis um það hvert álit skólinn hafði á sér, er sagt frá því í sögu Þorláks biskups helga, að móðir hans hafi sett hann í skólann í Odda, sem þá hafi verið fremsti skóli hér á landi. Fyrsti skólinn, sem stofnaður var hér á landi, var í Bæ í Borgarfirði en hann féll niður þegar Rúðolfur biskup fór. Næst stofnaði Isleifur biskup skóla i Skálholti, og Teitur sonur hans síðan skóla í Haukadal, þar sem Ari fróði var við nám. Síð- an koma skólarnir á Hólum og í Odda, sem þeir stofnuðu vinirnir Jón Ögmundsson biskup og Sæ- mundur fróði. Ekki er gott að segja Meðal samtíðarmanna sinna hafði Sæmundur mikið orð á sér fyrir fróðleik sinn. Meðal annars má sjá það á því, að Ari Þorgilsson bar ís- landsbók undir dóm hans. Auk þess hlaut Sæmundur auknefnið “hinn fróði,” en það nafn var gefið þeim mönnum, sem voru sérstak- lega vel að sér í sögu og fornum fræðum Norðurlanda, en átti ekki við erlend fræði. Þó er Htill efi á því, að Sæmundur hefir staðið flest- um samtíðarmönnum sinum framar um þekkíngu á erlendum fræðum og vísindum. En þegar um' það er að ræða hvað Sæmundur hafi ritað, eða hvort hann hafi ritað nokkuð, þá er það alt í þoku. I ýmsum sögn- um er honum eignuð sagan um það er Naddoddur víkingur fann ísland, hversu lengi Hákon var jarl yfir Noregi, um Ólaf Tryggvason og fráfall hans; ennfremur frásögnin um harðindaveturinn 1047 °S h>nn mikla mannfelli á íslandi 1119. Odd- ur Snorrason getur þess í sögu sinni um Ólaf Tryggvason að svo hafi Sæmundur fróði sagt í sinni bók. En hitt nefnir Oddur ekki hvaða bók það var, né hve yfirgripsmikil hún hafi verið. á dögum Jóns Loftssonar var Noregs konungatal orkt, og þar sem lýkur að segja frá Magnúsi góða getur höfundur þess, að nú hafi hann talið tíu konunga, eftir því sem Sæmundur hafi sagt frá. Bendir það til þess, að hann hafi haft fyrir sér handrit Sæmundar um Noregs- konunga, en því hafi lokið með Magnúsi góða. En þar sem Sæ- mundur lést nær heilli öld síðar en Magnús konungur, er líklegt að Sæ- mundur hafi ritað þessa bók á yngri 1 árum sínum. Höfundur “Fagur- ! skinnu” fylgir nákvæmlega sömu | röð og er i Noregs konungatali, og ! virðist því eflaust að hann hafi haft fyrir sér handrit Sæmundar, eða af- rit af því. Sæmundi var fyrst eignuð hin : yngri Edda, en nú vitum vér með j vissu að Snorri Sturluson ritaði hana. Það var Arngrímur Jónsson, sem uppgötvaði það. En almenning- ur vildi ekki trúa því að Edda væri Sæmundi óviðkomandi, og kom þá upp sú trú, að til hefði verið eldri Edda, sem Snorri hefði stuðst við. Það var því engin furða, að þá er Brynjólfur biskup Sveinsson upp- götvaði handrit í ljóðum um mjög svo hið sama efni og er i Snorra Eddu, að hann eignaði það Sæ- mundi og kallaði það Sæmundar Eddu. Árni Magnússon sýndi þó seinna fram á það, að Sæmundur gæti ekki verið höfundur kvæðanna og hann hefði líklega ekki einu sinni safnað þeim. Á Gylfaginningu í Snorra Eddu sést það að höf. hefir stuðst mjög við þrjú eða fjögur kvæði i ljóða Eddu. Þegar bann reit Skáldskap- armál hefir hann stuðst við nokkr- ar sögur, sem nú eru glataðar, en aðallega við fornan kveðsþap. Nú er það talið, að Snorri hafi ungur ritað Eddu, og sé það rétt, þá hef- ir hann fengið efnið í hana á einum stað, eða mestan hluta þess, og um hvern annan stað gat þá verið að ræða heldur en Odda? Vér vitum að Oddi var höfuðból innlendra og erlendra menta. Það er mjög lík- legt að Sæmundur hafi fyrst tekið að safna rituðum fróðleik, og af- komendur hans eigi aðeins haldið verndarhendi yfir þessum fróðleik, heldur bætt við hann. Snorri hefir verið fljótur að átta sig á hvers virði þessi fróðleikur var, og hefir kunnað að færa sér hann í nyt. Um aldur ljóða-Eddu vitum vér ekki. Elsta handritið, sem til er af henni er frá miðri þrettándu öld, á að giska. En að hún eða eitthvað af henni sé eldra en Snorra Edda, sést á þvi, að Snorri hefir ungur kynst sumum kvæðunum og notað þau, er hann reit Eddu. Og það má ganga út frá því sem gefnu, að hann hafi kynst þeim í Odda, sennilega af handritum. \ \ Þegar þér þarfniát Prentnnar þá lítið inn eða skrifið til The Columbia Press Ltd, sem mun fullnægja þörfum yðar 1 / \ / # \ Þótt nú sé liðin 800 ár síðan Sæ- mundur fróði dó, lifir minning hans enn á vörum þjóðarinnar og ótelj- andi þjóðsögur eru um hann, þennan mikla vitmann og galdramann, sem átti að hafa lært í Svartaskóla hjá kölska sjálfum. Og Sæmundur var þjóðhetja vegna þess að hann átti altaf einhver viðskifti við kölska og lék á hann í hvert sinn. Þetta var eignað því, að Sæmundur kynni meira fyrir sér en kölski sjálfur. I augum alþýðu hefir Sæmundur ver ið stórmenni og góður maður, því að hann notaði þekkingu sína að- eins til góðs. Hann var talinn vís- indamaður á þeirrar aldar mæli- kvarða, en þá var skamt milli vís- inda og galdurs, og Sæmundur varð því smám saman frægur galdra- maður. Fyrstu sögur hrósa honum og fyrir það hve mikið hann hefði gert fyrir kirkjuna. Þær geta einn- ig um vináttu þeirra Jóns Ögmunds- r. En hversu ólík urðu ekki ikifti þeirra? Annar verður að ingi, hinn að galdramanni. Var Hér á landi, eins og annars staðar, >k snemma að brydda á hatri gegn aðatrúnni, meðal kirkjunnar lanna. Má þar meðal annars minn- að þau væri úr heiðni. Kirkj- ir mönnum fanst það nauðsyn- til þess að draga menn frá fást við fornar helgisögur og goðatrú, og kirkjan og munkarnir gerðu auðvitað alt, sem í þeirra valdi stóð til þess að blása að þessu. En Snorri fór ekki að þessu. Nú er það talið, að flest þau fræði, sem hann tók upp í Eddu, hafi hann fengið í Odda. Og það er einkenni- legt, að sá maður, sem stofnaði Oddaskóla, var talinn mesti galdra- maSur Islands. Getur eitthvert sam- band verið hér á milli ? Það væri ekki fjarri sanni að ætla, að starf Sæmundar við að safna fornum fræðum, væri af al- menningi sett í samband við það að hann hlyti að hafa náin kynni af illum öndum og það hafi orðið upp- haf þjóðsagnanna um hann, sem lifðu á vörum manna um aldir. En Smundur var sjálfur það mikil- menni, að engum gat komið til hug- ar að hann gerðist verkfæri í hönd- um illra anda, eSa þræll þeirra. Hann var þeim miklu vitrari, og gerði þá því að þrælum sínum. Og þarna höfum vér ef til vill skýr- inguna á því, hve misjafnlega fór um hann og Jón biskup. Jón barð- ist með hnúum og hnefum gegn heiðninni og var gerður að dýrling fyrir vikið. Sæmundur rannsakaði hin fornu fræði, og fyrir það var hann gerður að galdramanni. Hvernig Jón ögmundsson fann Sœmund I sögu Jóns biskups segir Gunn- laugur munkur L/iftsson svo frá: “Eigi hæfir annað, en geta, fram- ! ar en áður er sagt, hversu mikið lið íslenzkum mönnum varð að hinum heilaga Jóni, jafnvel utan lands sem I innan. Teljum vér þann hlut einkan- | lega þar til, er hann spandi út hing- ! að með sér Sæmund Sigfússon, ! þann mann, er veríð hefir einhver | mestur guðs kristni til nytsemdar á 1 íslandi, og hafði lengi verið í út- löndum, svo að ekki spurðist til hans. En hinn heilagi Jón gat hann upp spurðan, að hann var með nokkur- ! um ágætum meistara, nemandi þar ! ókunnuga fræði, svo að hann týndi 1 allri þeirri, er liann hafði á æsku aldri numið, og jafnvel skírnarnafni | sínu. En er hinn heilagi Jón kom | þar, er hann var fyrir, spurði hvor ! annan að nafni. Hinn heilagi Jón sagði sitt nafn, en Sæmundur nefndist Kollur. Jón svarar af gift heilags anda og mikilli kennispeki: “Eg get að þú heitir Sæmundur og sér Sigfússon, og fæddur á íslandi, á þeim bæ er í Odda heitir.” Taldi hinn heilagi Jón þar til fyrir hon- um, að hann kannaðist við sig og ætt sína. Sæmundur mælti: “Vera má að sönn sé saga þin, en ef svo er, þá mun finnast í túninu i Odda hóll nokkur, sá er eg lék mér jafn- an viður.” Og eftir þetta, þá kann- ast þeir við með öllu. Þá mælti hinn heilagi Jón : “Fýsir þig ekki í brott héðan?”—Sæmundur svarar: “Gott 1 þykir fnér hjá meistara mínum, en- þó, síðan eg heyrði þín orð, og eg sá þig, virðist mér þó svo, sem sá hafi betur, er þér fylgir og aldrei við þig skilst, en eigi sé eg þó ráð til þess, að eg megi þér fylgja, því að meistari minn vill með engu móti gefa mig liðugan.” Hinn heilagi Jón mælti: “Við skulum báðir þar að sitja, og mun eg dveljast hér um hríð; skulum við til nýta hverja stund, er við megum við talast, eigi síður nætur en daga. N-ú ef meist- ari þinn ann þér mikið, þá mun hann leita okkar, ef við erum einir saman, og mun hann þá venjast við og þykja ekki grunsamlegt, ef það kemur oft að. En ef hann léttir að leita okkar, þá skulum við leita á brott, sem skjótast.’ ’ Sæmundur mælti: “Viturlegt ráö er þetta, er þú hefir nú lagt, skal þetta grund- völlur okkar ráðagerðar, en við vitr- an mann eigum við, þar sem meist- ari minn er, því að hann sér ferð okkar þegar hann hyggur að himin7 tunglum í heiðriku veðri, því að hann kann svo algerlega astrono- miam, það er stjörnuíþrótt, að hann kennir hvers manns stjörnu, þess er hann sér, og hyggur að um sinn.” Nú eftir þessa ráðagerð fylgir Sæmundur Jóni á fund meistara síns; tók hann við honum allvel, er j Jón þar um hríð, þar til er þeir leita brott á einni nátt; var veður þykt, og fara þá nótt alla og daginn eftir. En er meistarinn saknar þeirra, þá Takið eftir menn! Hér er nokkuð, sem allir menn munu velta eftirtekt, sem orðnir eru miðaldra, sem kallað er, og finna að þcir þurfa gott hressinparlyf. Til þess að gera ðll- um sem hægast fyrir, sem annars mundu kannske ekki fá sér Nuga-Tone beint frá verksmiðjunni, þá er nú þetta læknislyf selt í lyfjabúðum. Einn dollar fyrir mánaðarforða. Vertu eins og þér er eðlilegt að vera, fáðu þér flösku strax í dag; þvl fylgir ábyrgð. var þeirra leitað og fundust eigi. En á annari nótt, þá sá öll himintungl- in, sér meistarinn þegar hvar þeir fara og fer eftir þeim skyndilega. Sæmundur leit upp í loftið og mælti: “Á ferð er meistari minn kominn, og sér hvar við förum.” Jón mælti: “Hvað er nú til ráða?” Sæmundur svarar: “Skjótt skal til ráða taka; tak skó af fæti mér og fyll af vatni, og set á höfuð mér.” Svo gerir hann. Nú er að segja frá spekingn- um, að hann sá í himininn upp og mælti: “111 tíðindi! Því að Jón hinn útlenski hefir drekt Koll, fóstra mínum, því að vatn er um stjörnu hans”; og fer heim aftur. En þeir Jón fara leið sína þá nótt og daginn eftir. Nú er enn að segja frá spek- inginum, að á,næstu nótt eftir skip- ar hann himintunglum og sér stjörnu Sæmundar fara yfir honum lifandi, og fer eftir þeim Jóni. Sæmundur mælti: “Enn er stjörnumeistarinn á | ferð kominn, og mun enn ráða vi5 þurfa; tak enn skó af fæti mér og kníf úr skeiðum, og högg á kálfa mér, og fyll skóinn af blóði, og set í livirfil mér.” Jón gerir svo. Þá gat meistarinn enn séð stjörnu Sæmund- ! ar, óg mælti: “Blóð er nú um stjörnu meistarans Kolls, og er nú j víst að þessi útlendingur hefir fyrir- ! farið honum”; og þá hverfur hann aftur leið sína. En þeir Sæmundur ! og hinn heilagi Jón fara sinn veg ! framleiðis. Það er enn að segja, að ! þá er þessi hinn ftóði meistari kom heim reyndi hann list sína enn af nvju. og sá enn stjörnu Sæmundar og mælti: “Á lífi er enn Kollur, lærisvein minn, er betur er, en nógu margt hefi eg kent honum, því að hann sigrar mig nú í stjörnuíþrótt og bragðvísi sinni, og fari þeir nú heilir og vel, því aö ekki get eg á móti staðið þeirra brottferð, og mik- ils mun Jóni þessum auðið verða, og langælegrar nytjar munu menn hafa hans hamingju.” En þeir Jón fóru leiðar sinnar, og fórst þeim vel og greiðlega.”--------- Sœmundur ú selnum Uppruna þessarar sögu um Sæ- niund og stjörnufræðinginn, er að finna hjá William of Malmesbury í “Gesta rerum Anglorum” þar sem segir frá hinum fræga Gerbert af Aurillac, sem seinna varð Sylvester II. páfi (d. 1003). Hann fór til Spánar til þess að nema þar ýms vísindi af Márum, sérstaklega stjörnufræði.—Þar komst hann til gamals Mára, sem var honum góður og kendi honum margt. En eina bók vildi hann aldrei lofa Gerbert að sjá, og þess vegna afréð Gerbert að ná í hana. En til þess varð að beita brögðum og hann fékk dóttur Márans í lið með sér. Hún gerði föður sinn drukkinn og þá stal Ger- bert bókinni og strauk. Márinn vaknaði upp við vondan draum og lagði þegar á stað að elta Gerbert. Sá hann á stjörnunum í hvaða átt Gerbert hafði fafið. En Gerhert kunni nokkuð fyrir sér lika og hann sá, að sér var veitt eftirför Faldi hann sig þvi undir trébrú og hékk þar þannig, að hann snart hvorki jörö né vatn. Þetta vilti Márann og hann sneri heimleiðis. Gerbert flýtti sér þá á leið til sjávar. Þar kallaði hann á djöfulinn og hét hon- um sjálfum sér ef hann vildi verja sig fyrir Máranum, sem aftur hafði hafið eftirför, og flytja sig yfir hafið’. Þetta gerði kölski. Gunnlaugur munkur þurfti ekki á þessu niðurlagi um hjálp kölska að halda. En þjóðsögurnar íslenzku hafa varðveitt þetta atriði, þar sem þær láta Sæmund sypda á sel yfir hafið til Islands og selurinn var eng- inn annar en kölski sjálfur. (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.