Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1933 Ur bœnum og grendinni Skuldar-fundur j kvöld (fimtu- dag) G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 aö kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur: Mrs. Guðný Matthews, Mrs. E. Di Cosimo, Mrs. P. Man- lay; Mr. F. Lowe, Mr. S. Bergvin- son, Mr. S. Stefánson, Mr. G. A. Payn. Laugardaginn 10. júní, voru þau Albert Thorarinson frá Riverton, Man., og Verna Pindera frá Win- nipeg gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni aö 493 Lipton St. Heimili þeirra veröur að . Riverton. --------- Þann 6. júní voru gefin saman i hjónaband af séra S. S. Christo- pherson, þau Hallgrímur Laxdal og Maria Rosen viÖ Churchbridge, Sask. Hallgrímur er sonur Þorkels Laxdals, er hann til heimilis hjá föð- ur sínum. Brúðurin er ættuð af þýskum kynstofni. Býr og faðir hennar þar í bygð. Fór athöfnin fram að heimili Þorkels. Mr. Sig. Skagfield söngvari kom til borgarinnar í vikunni sem leið. Á föstudagskveldið í þessari Viku syngur hann í kirkju Sambandssafn- aðar, eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Söngskráin verður að miklu leyti íslenzk og syngur Mr. Skagfield meðal annars: “Úr þeli þráð að spinna,’’ “Bí, bí og blaka,” “Heyrið vella á beiðum hveri” og “Islendsvísur, (Þ. Þ. Þ.) lag eftir J. Friðfinnsson. Mr. G. K. Breckman frá Lundar var staddur í borginni á laugardag- inn. Hinn 7. júní s. 1. andaðist að heimili sínu við SinclaiV, Man. hús- frú Sigurlaug Þóranna Guðmunds- dóttir, ekkja Jóhanns Péturs Abra- hamssonar fyrrum bónda þar í bygð. Hún var fædd á Skinnastöðum í Axarfirði 7. febrúar 1861 og ólst upp í þeirri sveit, þar til rúmt tví- tug að hún fluttist til vesturheims. Heimili þeirra við Sinclair var eitt hið myndarlegasta í þeirri bygð, og þar ríkti jafnan íslenzk rausn og andi/ Jarðarför hennar fór fram frá heimilinu og ensku kirkjunni í Sinclair að viðstöddum flestum Is- lendingum úr nágrenninu og ensk- um vinum. Syrgja hana einn stjúp- sonur og mörg f jarskyld ættmenni, hér í álfu ásamt nánum ættingjum heima við Eyjafjörð á Islandi. Hennar verður nánar minst síðar. “Sá, er kallaði bylgjuna varan- lega, hefir átt við hafið en ekki kvcnhárið” Firth Bros. Júní viðburðir No. 2 Mestu kjörkaup í sögunni. Karlm. föt eftir máli $17.00 Pöntuð föt, er ekki voru tekin, $15.00 er kostuðu $25.00 til $40.00. Engin tvenn föt eins. Stærðir frá 34 til 46 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417Í4 PORTAGE AVE. Sími 22 282 Mr. og Mrs. Kr. Pétursson frá Hayland, Man., voru stödd í borg- inni um helgina. Mr. Björn Bjarnarson frá Lang- ruth, Man. var staddur í borginni á mánudaginn. Alessur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 18. júní, fara væntan- lega fram sem nér segir: I gamalmennaheimlinu Betel kl. 9.30 f. h. I kirkju Árnesafnaðar kl. 2 síðdegis og í kirkju Gimli- safnaðar kl. 7 að kvöldi, ensk messa. Við messuna í Árnesi pré- dikar Stud. Theol. B. A. Bjarna- son.—Þess er vænst að fólk fjöl- menni.—. Fermingar þær, er hér getur um, framkvæmdi séra Jóhann Bjarna- son, i kirkju Gimlisafnaðar á hvíta- sunnudag: Halldóra Jacobson, Jónína Guð- rún Ingibjörg Daníelsson, Lára Sigurlaug Ágústa Anderson, Pálína Hólmfriður Johnson.—Allar heyr- andi til Gimlisöfnuði.— Frá Árnessöfnuði: Magný Sig- urðsson var staðfest með hinum stúlkunum í hyítasunnumessunni á Gimli. Laugardaginn 10. júni voru gef- in saman í hjónaband þau Harald- ur Eyólfson frá Lundar, Man., og Marion Shiells frá Steep Rock, Man. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Jóns Eyjólfsonar á Lundar, og fór hjónavígslan fram á heimili þeirTa. Séra Jóhann Friðriksson gifti. ------- Séra Jóhann Friðriksson messar á Langruth, Man., sunnudaginn þ. t8. júní kl. 2 e. h. Næsta sunnudag, hinn 18. júní, messar séra N. S. Thorláksson að Hallson kl. 11 f. h. og að Mountain kl. 2 e. h. Að Mountain verður safn- aðarfundur eftir messu. Sama dag messar séra H. Sigmar að Eyford kl. 11 f. h. Ferming og altarisganga. Einnig messar hann í Péturskirkju kl. 3 e. h. og í Vidal- ínskirkju kl. 8 að kveldinu. Báðar síðari messurnar verða á ensku og samskotin ganga til trúboðs. Jón Bjarnason Academy Kvenfél. að Baldur, Man...$15.00 (til leiðréttingar áður aug- lýstri $10.00 gjöf). W. H. Paulson, M.L.A. Leslie, Sask............... 10.00 Mrs. Sigríður Eiríkson, Lundar .................... 2.00 D. H. Backman, Clarkleigh.. 2.00 August Magnússon, Lundar 5.00 tS. S. Sveinsson, Glenboro.. 5.00 Thorsteinn Thorsteins^pn, Leslie, Sask............... 10.00 Einar Anderson, Gloucester, Mass....................... 5.00 B. Jones, Minneota, Minn... 2.00 J. Hannesson, Svold, N. D... 2.00 G. S. Peterson, Minneota. . 5.00 P. S. Gudmundson, Árborg.. 2.00 Consul A. C. Johnson, Wpg. 10.00 John G. Isfeld, Minneota?. 5.00 Mr. og Mrs. T. Ingjaldson, Árborg ................... 5-00 J. S. Gillis, Brown, Man... 5.00 Jóhanna Hallgrímsson, Minneota .................. 5QO K/ Valdimar Björnson, Minneota .................. 5oo August Frímannsson, Quill Lake ............... 3-00 C. Olafson................. 50.00 W. A. Davidson............. 50.00 Með alúðar þakklæti, Sigurður Ingimundsson dáinn Hann andaðist á Almenna spítal- anum hér í borginni á fimtudaginn í vikunni sem leið, 56 ára að aldri. Jarðarförin fór fram frá lútersku kirkjunni i Selkirk á mánudaginn. Séra N. S. Thorláksson jarðsöng. Sigurður Ingimundsson var ætt- aður úr 'Vestmannaeyjum og þar uppalinn. Kom hann fyrir mörg- um árum til þessa lands og var 1éngi í Selkirk, en mörg síðustu ár- in í Winnipeg. Hann var trésmiður og mun jafnan hafa stundað þá iðn, eftir að hann kom til þessa lands. Farnaðist-dionum jafnan vel, enda var hann reglumaður hinn mesti, ágætur iðnaðarmaður og svo vand- aður og trúr í öllum hlutum, sem allra bezt gat verið. Hann var greindur maður vel, glaður í við- móti og hið mesta prúðmenni. Slik- ir menn sem Sigurður Ingimunds- son, eiga það skihð að njóta vin- sælda, virðingar og trausts sam- ferðamanna sinna og það gerði Sig- urður Ingimundsson áreiðanlega. Að slíkum manni sem honum er verulegur mannskaði. Ekkju lætur hann eftir sig og börn uppkomin. Eitt þeirra er Dr. Ingimundsson hér í borginni. Mr. S. G. Borgfjörð frá Lundar, var í borginni á þriðjudaginn. Mr. og Mrs. C. íngimundson frá St. Catherines, Ont., hafa verið stödd í borginni undanfarna daga. Andrés Árnason, til heimilis að 922 Sherburn St. hér í borginni, 69 ára að aldri lézt hinn 10 þ. m. Jarð- arförin fór fram i gær frá útfarar- stofu Bardals. Séra Rúnólfur Mar- teinsson jarðsöng. Andrés var Austfirðingur, ættaður úr Reyðar- firði. Kom til þessa lands árið 1888 og hefir nálega altaf síðan átt heima í Winnipeg. Hann lætur eftir sig ekkju, Jónínu Elísabet, og þrjá upp- komna syni, sem heita: Gestur, Thordur og Erlendur. Eru tveir þeir fyrtöldu nú í Bandaríkjunum, en sá síðasttaldi heima. Andrés lærði plastrara iðn og stundaði hana jafnan. Hann var dugnaðarmaður og mesti reglumaður og sá jafnan mjög vel fyrir heimili sínu og fjöl- skyldu. Vinsæll maður og vel kynt- ur. Gott herbergi til leigu, með hús- munum, að 615 Home St. Fæst fyrir lengri eða skemri tíma fyrir $2.00 á viku. Mr. Björn Bjarnarson frá Lang- ruth, Man., var staddur í borginni um helgina. Lýkur námi Hinn 10. maí siðastí. hlaut Mr. Edward O. Magnússon lærdóms- stigið Bachelor of Science in Mining and Metallurgical Engineering, við Queens háskólann í Kingston, Ont. Eddie er fæddur 16. des. 1908 í Winnipeg, Man., og er sonur Bjarna Magnúsonar frá Lykkju á Kjalar- nesi, og Þóreyjar Ólafsdóttur frá Aðalbreið i Austurárdal í Húna- vatnssýslu. Þau dóu bæði úr flúnni, í nóvember 1918. Eddie var þá tíu ára gamall og var einn af þremur sonum, sem þau létu eftir sig. Voru þeir hjá ömmu sinni, Mrs. Helgu Sigmundson, þangað til vorið 1919. Þá tóku þau Mr. og Mrs. Hjálmar Eiríksson, Tantallon, Sask. tvo eldri drengina, Eddie og Kristján. Þar lauk Eddie barnaskólanámi og einnig 9. og 10. bekkjarnámi í mið- skóla. Fójr hann þá að vinna hjá Montreal bankanum í Tantallon. Vann hann þar um stund, þar til hann félst á ráð fjárhaldsmanns síns, að halda áfram námi í Winni- peg. Næstu fjögur ár stundaði hann nám við Jóns Bjarnasonar skóla og háskóla Manitoba-fylkis, en vann í sumarleyfinu við náma- vinnu. Tók hann sér nú 18 mánaða frí frá skólanáminu og vann þann tíma með námaverkfræðingum í Flin Flon, Man. Haustið'1931 hafði hann ráðið við sig, að verð^ náma- verkfræðingur, en sú fræðigrein er ekki kend i Manitoba og fór hann þvi til Queens háskólans í Kingston, Ont. Þar stundaði hann nám i tvö ár og útskrifaðist í vor, eins og fyr segir. Hann er nú við Lakehorne námurnar í Kirkland, Ontario. Eg tek þetta tækifæri að þakka Mr. og Mrs. Hjálmar Eiríksson, Tantallon, Sask1., og öllum öðrum sem greitt hafa götu hans á náms- ferlinum. A. S. B. f járhaldsmaður Eddie’s. Reykjavíkurbréf 13. maí Aflinn á öllu landinu hefir aldrei verið meiri á þessum tíma árs, en hann er nú. Var hann við siðustu talningu 41,870 smálestir. En árið 1930 var hánn á sama tíma 40,301 smálest. En 1930 var hámarksaflaár. En þó heildaraflinn sé svona mik- ill, hefir bátaafli hér við Faxaflóa verið mun rýrari í ár en í fyrra. Er nú bátavertíð að kalla úti, enda komið fram yfir venjuleg lok. Keflavikurbátar munu á þessari vertið hafa aflað 400—800 skpd., en Akranesbátar 500—1000 skpd., að því er heimildarmaður blaðsins hermir. Má búast við að rekstrarútkoma margra báta verði slæm í ár, þar eð aflinn hefir verið þetta 1/3 minni en í fyrra, en tilkostnaður svipað- ur, og ekki von utn hærra verðlag á afurðum í ár en var í fyrra. Róðrardagar á þessari vertíð munu hafa verið heldur færri en í fyrra. En minni afli stafar þó ekki síður af því, að aflinn hefir yfir- leitt verið tregari. Togaraaflinn aftur á móti sér- lega mikill, bæði af því að veiðitími þeirra byrjaði með fyrra móti í ár —jafnvel 4—5 vikum fyr en vant er—og afli þeirra meiri á dag yfir veiðitímann en oft endranær. Hinn tiltölulega mikli afli, sem komið hefir á land hér í Reykja- vik á þessari vertíð, eykur fiskvinnu bæjarbúa að mun á þessu sumri, frá því sem hún var t. d. í fyrra. Undanfarið hafa togararnir stundað veiðar í Jökuldjúpinu. En veiði er þar farin að tregðast. — Aftur á móti hefir veiði glæðst til muna við Vestfirði—í Isafjarðar- álnum. Hafa allmargir togarar því komið inn undanfarna daga, enda þótt þeir hefðu ekki nema lítinn afla; til þess að losa sig við þann afla, og fara síðan vestur. Enginn togari hefir farið austur á Hvalbak í vor, svo blaðinu sé kunn- ugt, enda hafa Hvalbaksveiðar brugðist undanfarin ár, en vorveiði í Jökuldjúpi komið í staðinn. Mbl. A:Eg lenti í slæmri klípu í gær- kvöldi. Eg fór í bíó með konunni og hver heldurðu að sitji fyrir aft- an okkur ? Gamla kærastan min! B :Sagði hún nokkuð ? A: Nei, ekki orð. Hún lést ekki þekkja mig. B :Og þetta kallarðu að lenda í klípu! Nei, vinur minn, einu sinni fór eg í bíó með gömlu kærustunni minni og þá sat konan min aftan við okkur. Þú ættir að komast í það! V iðskif tasamningur Islendinga og Breta (Framh. frá bls. 5) irnar komið sér saman um að leggja undir einhvern annan dómstól, eða Ijúka ágreiningi á annan hátt. Samningurinn gildir í 3 ár. Samningurinn gengur í gildi jafn- skjótt og Alþingi hefir samþykt breytingar þær á tolllögum, sem á- skilið er. Samningurinn gildir í 3 ár frá þeim degi að telja að hann öðlast gildi. Ef hvorugur aðilja hefir sagt upp samningnum 6 mán. áður en þriggja ára tímabilið er útrunnið, skal hann haldast i gildi 6. mán. frá þeim degi er annar hvort aðili segir honum upp. —Mbl. S. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. CONCERT heldur SIG. SKAGFIELD í Sambandskirkjunni í Winnipeg Sargent og Banning FÖSTUDAGSKVELDIÐ 16 JONÍ 1933 R. H. RAGNAR við hljóðfærið Byrjar kl. 8.3*(>—Aðgangur 50 cents, 25 cents fyrir börn til rainningar um þjóðskörunginn fræga Jón Sigurðsson 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. í Goodtemplarasalnum Efri Mánudagskv. 19 Júní Avarp forseta. Piano Quartette ............... Einsöngur ..................... Kvæði (frumort)................ Einsöngur ...................... Ræða .......................... Kvæði (frumort)................. Dans og góður hljóðfærasláttur. .....Mrs. Helgason o. fl. ............Mrs. A. Hope .........S. B. Benedictson ........Mrs. B. H. Olson ..........Jön J. Blldfell Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Inngangur 25c / Byrjar kl. 8 BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við Jeysum af hendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. GULLBRÚÐKAUP Þú getur ekki bætt þeirra öldnu böl þá bylviðrið á húsum þeirra gnauðar og súrt þau lifsins sopið hafa öl, þú sérð að þeirra rósir liggja dauðar. TIL TRÚBODANS Þú tapar þreki und trúboðs fargi, trúnni þótt að haslir völl.— Við höfuin sjálf ei bygt á bjargi, borgin kristna stendur .höll. R. J. Davíðson. Þú linar ekki löngu feldan dóm til lífsins þótt að vakni gamla þráin; þvi sárt þau langar að sjá hin horfnu blóm; þau sofa vært þau blóm, sem eru dáin. Við heyrum þennan saknaðs sára tón, þá sorgin lætur hörpu sína gjalla. Þau hafa mist svo margt hin öldnu hjón það megnar ekkert gull að endur- kalla. KIRKN ASAMBANDID Þið viljið hinna höldna seim, og hrekjast inn á myrkan græði; mörgu er að sinna á miðum þeim, þeir munú vinna upp öll sín gæði. DAUÐSFÖLL Án afláts bítur banaljár; það böl að ýtum sverfur. Okkur hrýtur angurs tár þá einhver nýtur hverfur. Mýkið Vatnið mec ROYAL CROWN FLAKED LYE /00% PURE ForKkrift á liverri könnu Einnig til hundratJ annara hluta í húsinu og bónda- bænum—þar A meðal til sApugerðar. Súrstök Kjörkaup FAið stört stykki af Coco- I | I’umice Soap Frítt. Send-I ið nafn og áritan með [ 10 nafnnlðum af Royall Crown ^laked Lye till The Royal Crown Soaps.l | Ltd., Wlnnlpeg. WRITE FOR FR ROYAL YORK CAFE 629 SARGENT AVE. Galdra-Loftur verður sýndur í samkomusal sambandskirkj u á mið- vikudagskveldiö þann 21. þessa mánaðar, en í Parish Hall á Gimli, föstudagskveldið þann 23. þ. m. Sœmundur fróði (Framh. frá bls. 2) Hvernig komst nú þessi saga um Gerbert til íslands? Bók Williams var ókunn hér, að minsta kosti um það leyti, sem Gunnlaugur skráði sína sögu. Sennilega hefir Sæmund- ur flutt söguna út hingað. Eins og segir í sögu Jóns biskups höfðu menn engar fregnir af Sæmundi meðan hann var erlendis. Þetta bendir til þess að hann hafi verið farand-námsmaður, hafi ferðast frá skóla til skóla til að leita sér þekk- ingar og fræðslu. Voru margir slík- ir farand-námsmenn á þeim dög- um og sumir þeirra urðu seinna frægir, eins og t. d. Gerbert. Á þessu ferðalagi sínu heíir Sæmundur ó- efað komist yfir margar sögur. Þessar sögur hefir hann svo sagt aftur á íslandi. Þær hafa borist mann frá manni, og eftir nokkra hríð hafa söguhetjurnar gleymst, og Sæmundur sjálfur settur í staðinn. Og á þennan hátt hefir galdra- mannsnafnið fest við hann. Hafi Sæmundur lagt það í vana sinn að segja slíkar sögur, þá er ekki ósennilegt að hann hafi líka sagt margar sögur af norrænum upp- runa. Það er því ekki ólíklega til getið, að hann hafi upphaflega safnað og stílfært sumar sögurnar sem er að finna í Snorra Eddu. —Lesb. íslenska matsöluhúsið par sem lslenðlngar I Wlnnipeg og utanbæjarmenr. fá «ér máltlðlr og kaffl. WEVEL CAFE 692 SARQENT AVE. . Beztu máltíðir sem hugsast get- ur, við óviðjafiianlega sanngjörnu verði. FISH and CHIPS, bezta tegund til Þess að taka með sór heim, fyrir 15c og þar yfir. BED PLANTS ROSES, CARNATIONS, TULIPS, ETC. VARIOUS POT PLANTS Verð lægra en niðri t bæ Sargent Florists 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 8Imi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON. elgandi. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast grelðlega um alt, setn að flutningum lýtur, smáum eða atór- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Siml: 24 500 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimaslmi 24 141 I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.