Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNí 1933 »•-----—-----------———■—■—■— Pollyanna þroskaét Eftir ELEANOR H. PORTER .—.-------—.-------—----- Hver manneskja í þessum litla bæ þekti Pollyanna nú orðið og flestallir voru að reyna að hugsa eins og hún hugsaði, reyna að finna eitthvað gott í öllu. Sumir létu sig það vitanlega engu skifta. Pollyanna kom (þvf svo að segja í hvert hús og sagði öllum að hún væri að fara til Boston og ætti að vera þar um veturinn. Öllum þótti slæmt að hún skylai vera að fara úr bænum. Það gerði Nancy, vinnukonan hjá læknishjónunum, og það gerði líka ríka. fólkið í stóra húsinu uppi á hæðinni, þar sem John Pendleton átti heima, og allir þar á milli. Nancy hikaði ekki við að segja öllum öðr- um en húsmóður sinni, að það væri allra mesta vitleysa að senda Pollyanna til Boston. Hún sagðist vera meir en viljug að líta eftir hennii Mrs. Ohilton hefði svo sem getað far- ið tii Þýskalands þessvegna. John Pendleton sagði nokkurn veg’inn það sama, en hann hikaði ekki við að segja það við Mrs. Chilton. Sama var um Jimmy, sem John Pendleton hafði tekið á heimilið, vegna þess að Pollyanna bað hann að gera það, og sem hanji hafði nú tekið í sonar stað, af því hann vildi það sjálfur. Jimmy vildi ekki með nokkru móti að Pollyanna færi til Boston. “Þú ert rétt nýkomin,” sagði hann heldur ólundarlega, eins og litlir drengir gera oft þegar þeir eru að reyna að hylja það sem þeim býr í brjósti. “Eg hefi verið hér alt af síðan í marz. Eg er svo sem ekki að fara þangað til að vera þar altaf. Eg á bara að vera þar í vetur. ’ ’ “Það getur verið, en þú varst í burtu íjieilt ár eða nærri það og mér datt ekki í hug að þú mundir fara strax aftur. Mér hefði ekki dott- ið í hug að hjálpa til að taka á móti þér þegar þú komst heim, ef mér hefði dottið í hug, að þú mundir gera þetta.” “Því ekki það, Jimmy Beanf” sagði Polly- anna, og þyktist dálítið við þetta. “Eg bað þig ekki að koma á móti mér með lúðraflokk og eg veit ekki hvað og hvað. En eg skal segja þér nokkuð, þú talar ekki rétt.” “Hvað gerir það svo sem t'd hvort eg tala rétt eða ekkiP’ “Eg hélt þú vildir tala rétt, því þú baðst mig einu sinni í sumar að segja þér til þegar þú talaðir rangt, því Mr. Pendleton væri ant um að þú talaðir rétt mál.” “Ef þú hefðir verið alin upp á munaðar- leysingjahæli, þar sem öllum,var sama um þig, í staðinn fyrir að vera alin upp lijá öllum þessum kerlingum, sem ekkert höfðu að gera annað en kenna þér að tala, þá getur vel ver- ið að þú hefðir ekki talað betur en eg, Polly- anna Whittier, og kannske ver.” “Hvaða viteysla er þetta, Jimmy Bean,” sagði Pollyanna og var nú æði fljótmælt. “Konurnar voru ekki gamlar, ekki sumar af þeim mjög gamlar og—” “Eg er lieldur ekki Jimmy Bean,” tók hann fram í fyrir henni og var nú töluvert hróðugur. “Svo þú ert ekki Jimmy Be. Hvað ert þú eiginlega að reyna að segja?” spurði Pollyanna. “Mr. Pendleton hefir nú arfleitt mig lög- lega. Hann segist lengi hafa ætlað að gera :það, það hafi bara dregist. Nú hefir hann gert það. Nú á eg að kalla hann John frænda, þó eg sé nú reyndar ekki frændi hans. Eg er ekki búinn að venja mig á þetta enn þá. Drengurinn var enn ergelsislegur, en nú sá- ust engin merki þess lengur á stúlkunni, að henni hefði misþótt, Hún klappaði saman höndunum af gleði. “Dæmalaust var þetta gott,” sagði hún. “Nú átt þú fólk sem hugsar um þig og þykir vænt um þig, og þú þarft ekkert að vera að hugsa um það, þó þú sért ekki hans ættingi, nú hefir þú lians nafn. Dæmalaust þykir mér vænt um þetta. ” Dengurinn stóð upp af grjótgarðinum þar sem þau höfðu setið og fór burtu. Honum var svo f jarskalega heitt á kinnunum og það voru tár að koma fram í augun á honum. Það var Pollyanna, sem hann átti að þakka alt það lán, sem honum hafði fallið í skaut. Hann vissi það, og það var Pollyanna, sem hann hafði nú verið að tala við og verið svo ónot- alegur við. Hann sparkaði með fætinum í smástein, sem varð á leið hans og svo í annan og þann þriðja. Tárin runnu niður kinnarnar á hon- um hvernig sem hann reyndi að sporna við því. Hann rak fótinn í einn steininn enn og annan. Svo tók hann upp einn steininn og kastaði honum eins langt og hann mögulega gat. Svo kom hann aftur til Pollyanna þar sem hún sat enn á grjótgarðinum. “Eg skal veðja, að eg get hlaupið harðara en þú, þarna niður að trénu, ” sagði hann þrá- kelknislega. “Eg er viss um þú getur það ekki,” sagði Pollyanna og stökk niður af garðinum. Það varð samt ekkert úr því kapphlaupi, því Pollyanna mundi eftir því rétt mátulega snemma, að það var eittt af því, sem hún mátti ekki láta eftir sér, að hlaupa mjög hart. En það gerði ekkert til hvað Jimmy snerti. Kinnarnar voru ekki lengur eldheitar og tár- in voru ekki lengur að reyna að brjótast fram í augu hans. Hann var aftur kominn í gott skap og var orðinn eins og hann átti að sér. III. KAPÍTULI. Þegar 8. september nálgaðist, en það var dagurinn, sem Pollyanna átti að koma, fór Mrs. Kuth Carew að verða mjög óróleg og enn óánægðari en áður. Hún sagði að liún hefði einu sinni séð eftir því að liafa lofað að taka Pollyanna, og það hefði verið allan tímann síðan hún gaf það loforð. Áður en sólarhringur var liðinn frá því hún lofaði þessu, liafði liún skrifað systur sinni og farið fram á það, að liún leysti sig frá þessu lof- orði. En Della hafði svarað því, að það væri orðið of seint, að fara fram á þetta, því bæði hún sjálf og Dr. Ames hefði þegar skrifað Dr. Chilton og konu lians og beðið þau að láta Pollyanna fara til hennar. Ilétt skömmu síðar skrifaði Della systur sinni aftur og sagði henni að Mrs. Chilton hefði gegnið inn á að Pollyanna færi til henn- ar, og að hún mundi fljótlega koma til Boston iil að ráðstafa veru hennar þar, sérstaklega viðvíkjandi skólagöngu. Mrs. Carew sá ekki að nokkuð væri hægt við þetta að gera, annað en láta það hafa sinn gang, úr því sem komið var. En þó hún yrði að láta hér við sitja, þá var langt frá, að hún tæki þessu vel, eða bæri sig vel. Auðvitað reyndi hún sem bezt hún gat, að taka systur sinni og Mrs. Chilton sæmilega vinsamlega, þegar þær komu til Bbston eins og ráð var fyrir gert. En í raun og veru þótti henni mjög vænt um að Mrs. Chilton g>at ekki staðið við í Boston, nema stutta stund og hafði þar að auki mörgu að sinna. Það var kannske í sjálfu sér gott, að Polly- anna átti ekki að koma seinna en 8. septem- ber. Mrs. Carew var alt af að verða meir og meir óánægð við sjálfa sig að ganga inn á þá vitleysu að taka þennan krakka á heimilið. Della vissi mjög vel hvað skapsmunum systur sinnar leið. Hún lét sem allra minst á því bera, en með sjálfri sér var hún mjög kvíðafull út af því hvernig fara mundi. En hún hafði mikið traust á Pollyanna, og ásetti sér að segja henni ekkert um það, hvað hún vonaðist eftir að hún mundi gera fyrir Mrs. Carew. Hún gerði því svo ráð fyrir, að syst- ir sín tæki á móti sér og Poilyanna á járn- Ibrautarstöðvunum, en svo ætlaði hún strax að fara sína leið 0g láta þær eftir tvær einar. Þetta fór eins og Della hafði ráð fyrir gert, en þegar Della fór, kallaði Mrs. Carew á eftir henni: “Della, Della, gerðu ekki þetta, þú mátt það ekki.” Ef Della heyrði til hennar, þá að minsta kosti lézt hún ekki gera það. Mrs. Carew snéri því að litlu stúlkuimi. “Þetta var slæmt! Hún hefir víst ekki heyrt til yðar,” sagði Pollyanna og horfði áliyggjufull óftir hjfúkrunarkonuimi. “Eg vildi hún hefði ekki farið. En nú get eg verið lijá yður og eg get látið mér þykja vænt um það.” “Já, þú hefir migmg eg hefi þig,” sagði frúin, en mjög óánægjulega. “Við skulum koma þessa leið, ” sagði hún og tók Pollyanna með sér. Pollyanna gerði eins 0g henni var sagt og gekk við hliðina á Mrs. Carew gegnum þessa afarstóru byggingu, sem þær voru staddar í. Nokkrum sinnum leit íiún þó upp og framan í sína nýju húsmóður og það var eins og hún væri í einhverjum efa um það, hvað hún ætti að hugsa, og það sem hún sagði næst, sagði hún dálítið hikandi. “Þér hafið kannske haldið að eg va:ri fall- eg stúlka.” “I1alleg?” hafði Mrs. Carew eftir henni. “Já, með hrokkið fallegt hár og alt þetta, sem gerir litlar stúlkur fallegar. Þér hafið náttúrlega verið að liugsa um hvernig eg liti út, eins og eg var að hugsa um yður. En eg vissi að þér munduð vera fallegar og góðar, því eg þekti systur yðar. Eg gat farið eftir því, en þér höfðuð ekkert að fara eftir. En eg er nátúrlega ekki falleg, vegna þess að eg er svo freknótt. Og það er leiðinlegt fyrir yð- ur, ef þér hafið vonast eftir lítilli fallegri stúlku, að fá stúlku eins og mig; og—” “Hváða vitleysa er þetta, barn!” sagði Mrs. Carew nokkuð höstugt. “Nú skulum við ná í kistuna yðar og svo skulum við fara heim. Eg var að vonast eftir því, að’ systir mín mundi koma með okkur. En hún sýnist ekki hafa kært sig um það, jafnvel ekki að vera eina nótt hjá mér.” “ Já, það var leiðinlegt, en hún hefir líklega ekki getað það,” sagði Pollyanna brosandi. “Hún hefir líklega þurft að sinna einhverjum öðrum. A heilsuhælinu þurfti hún alt af að vera að sinna einhverjum. Það er nokkuð ó- naíðissamt, þegar maður þarf alt af að vera að gera eitthvað fyrir einhverja aðra, og hefir svo engan tíma fyrir sjálfan isig. En svo er það sjálfsag't ósköp gott að aðrir vilji alt af hafa mann til að hjálpa sér og gera eitthvað fyrir sig. Maður getur látið sér þykja vænt, um það.” Hún fékk ekkert svar, sem kannske hefir komið til að því, að Mrs. Oarew hafi verið að hugsa um, hvert það væri nokkur manneskja í víðri veröld, sem í raun og veru kærði sig nokkuð um hana, og var það þó ekki vegna þess, að hún kærði ,sig um að svo væri, eða að minsta kosti vildi hún ekki kannast við það fyrir sjálfri sér. Og ergelsissvipurinn á and- liti hennar varð enn greinilegri heldur en áð- ur. Pollyanna tók ekkert eftir því; hún hafði augun á öllu öðru en Mrs. Carew. “Hamingjan • góða! skelfing er fólkið margt,” sagði hún í glöðum róm. “Það eru enn fleiri heldur.en þegar eg kom héma áður. En eg hefi engan séð enn, sem eg sá þá, þó eg hafi allsstaðar verið að gæta að þeim. Það er náttúrlega ekki von að konan með litla barnið sé hér, því liún átti heima í Honolulu, og hún er sjálfsagt farin þangað. En hérna var lítil stúlka, sem hét Susie Smith, hún átti heima hér í Boston. Þér þekkið hana kannske. Þekkið þér Susie Smith?” “Nei, eg þekki ekki Susie Smith,” svaraði ölrs. Carew. “Þekkið þér hana ekki? Hún er ósköp falleg, með svart og hrokkið hár, eins og eg ætla að hafa þegar eg er komin til Guðs. En eg get kannske fundið hana seinna, svo þér getið fengið að sjá hana. Nei, dæmalaust er þetta fallegur bíll! Ætlið þér að keyra í hön- um?” Þær voru nú komnar út úr bygging- unni og þar stóð þessi stóri og fallegi bíll, sem Pollyanna var að tala um, og hjá honum stóð bílstjóri, sem opnaði hurðina á bílnum þegar þær komu. “Já, við ætlum að keyra í honum,” sagði Mrs. Carew. “Nú förum við heim, ” sagði hún svo við bílstjórann. “Er þetta virkilega yðar bíll?” spurði Pollyanna, en skildi nú samt á augn^ráði frú- arinnar að svo mundi vera. “Þetta er alveg ágætt. Svo þér hljótið að vera ríkar, ákaflega ríkar. Mikið meira ríkar heldur en konurnar sem geta þó liaft gólf- dúka í hverju herbergi í húsinu og ísrjóma á sunnudögum, eins og Mrs. White, sem var ein af kvenfélagskonunum. Eg hélt að liún væri rík, en nú veit eg að þær konur, sem eru reglulega ríkar, eiga demantshringi, og loð- kápur og hafa vinnukonur og eru í silkikjól- um á hverjum degi og eiga bíla. Eigið þér alt þetta?” “Já, eg býst við því,” sagði Mrs. Carew og brosti dauflega. “Þá eruð þér ríkar, nátúrlega,” sagði Polly- anna. “Polly frænka hefir það líka, nema bara hennar bílar eru hestar. Það er f jarska- lega gaman að keyra í þessum bílum. Eg hefi aldrei gert það áður nema í bílnum, sem rakst á mig. Þeir létu mig inn í bílinn, þegar þeir voru búnir að ná mér undan honum, en eg vissi ekkert um það, svo eg hafði ekkert gaman af því. Polly frænka vill ekkert hafa með bíla að gera, en Tom frænda líkar þeir. Hann segist verða að fá einn. Hann er læknir, eins og þér vitið,, og allir hinir læknamir í bænum hafa bíla. Hún vill að Tom frændi hafi alt sem hann vill, en hún vill ekki að hann vilji hafa annað en það, sem hún vill. Nú gat Mrs. Carew ekki að sér gert að hlæja. “Já, einmitt það, barnið gott,” sagði hún alvarlega, en gat þó ekki varist því að lirosá. “Það er gott,” sagði Pollyanna, “eg hélt þér munduð skilja það, en þetta var nú víst eitthvað óskýrt, sem eg var að segja, eða mér heyrðist það. Polly frænka segist gjarna vilja liafa bíl, ef engin annar bíll væri til, því þá þyrfti hún ekki að vera lirædd um að ann- ar bíll rækist á sinn bíl,-—Fjarskalega eru húsin mörg,” sagði Pollyanna og liættk nú alt í einu að tala um bílana. “Eru þessar húsaraðir endalausar? En það er svo sem auðvitað, að það þurfa að vera mörg hús fyrir alt þetta tolk, sem við sáum á járnbraut- arstöðvunum og alt þetta fólk, sem er á stræt- unum. Hér er margt fólk til að kynnast. Mér þykir f jarska gaman að kynnast fólki. Þykir yður það ekki. “Kynnast fólki!” “Já, fólkinu, eg á ekki við neitt sérstakt fólk, bara fólkinu, öllu fólki.” “Nei, Pollyanna, eg get ekki sagt að mig langi til þess, ” sagði Mrs. Carew og það leit út eins og henixi þætti fyrir. Gleðiglampinn var alveg horfinn úr augum frúarinnar 0g hún leit heldur þóttalega til Pollyanna. Með sjálfri sér hugsaði hún að þetta mundi nú vera byrjunin. Nú ætti að iara að kenna sér að umgangast annað fólk meira en liún hafði gert, eins og Della hafði oft sagt. “Er það mögulegt að yðuv langi ekki til að kynnast fólkinu? Það langar mig til. Fólkið er alt skemtilegt, en svo fjarskalega mismunandi og hér er það svo f jarska margt. Þér vitið ekki hvað mér þykir ósköp gaman að vera komin hingað. Eg vissi nú reyndar að mér mundi þykja vænt um að koma hingað, þegar mér var sagt að þér væruð hér, eg á við að systir Miss Wetherby væri hér. Mér þykir svo ósköp vænt um yður líka. Eg vissi að þið munduð vera líkar, þó þið séuð ekki eins líkar og Mrs. Jones og Mrs. Peck og þær eru nú ekki alveg eins heldur vegna vörtunnar, en eg held ekki að þér vitið hvað eg á við svo eg skal segja yður það.” Þó undarlegt væri, hlustaði Mrs. Carew á söguna um vörtuna með mikilli þolinmæði. En rétt þegar sagan var búin var bíllinn kominn inn á Commonwealth stræti, og Polly- anna. fór strax að dásama alla fegurðina sem þar var að sjá, ogsegja frá mismuninum, sem hún sá á því og hinum strætunum. En henni þótti skrítið að alt fólkið skyldi ekki eiga heima á þessu stræti, sem var svo miklu fall- egra en hin. “Vill það ekki helzt búa hér?” spurði hún. “Það er líklegast,” svaraði Mrs. Carew, en það er nokkuð sem ómögulega getur ver- ið.” Hún sagði þetta þannig, að Pollyanna skildist að henni mislíkaði þessi spurning. “Nei, auðvitað ekki,” ílýtti hún sér að segja, “og eg ætlaði ekki að segja, að mjóu strætin væ^u ekki rétt eins falleg, kannske betri, aukheldur, því þá er ekki eins langt að fara, ef maður þarf að hlaupa yfir strætið til að fá lánuð egg, eða eitthvað annað. En eigið þér virkilega hér heima?” bætti hún svo við þegar bíllinn var stöðvaður framan við eitt af hinum stóru og skrautlegu húsum á strætinu. “Bigið þér hér heima, Mrs. Carew?” “ Já, vitaskuld á eg hér heima,” sagði frúin æði þurlega. “Dæmalaust hlýtur yður að þykja vænt um að eiga heima í svona fjarskalega fallegu húsi,” sagði litla stúlkan og horfði hugfangin á þetta skrauthýsi. “Þykir yður það ekki?” Mrs. Carew svaraði þessu engu. Hún var heldur þungbúin á svipinn þegar hún kom út úr bílnum. Pollyanna hélt aftur að Mrs. Carew mislík- aði við sig og henni fanst hún þurfa að segja eitthvað sér til afsökunar. “Eg á ekki við þessa gleði, sem sumt fólk kallar syndsamlegt stærilæti,” sagði hún og horfði fast framan í Mrs. Carew. ‘ ‘ Þér liafið kannske haldið það eins og Polly frænka lieldur stundum. Eg á ekki við það, að þér séuð glaðar af því að liafa eitthvað sem aðrir geta ekki haft. Eg á bara við þetta, sem gerir mann svo hjartanlega glaðan og ánægðan með lífið.” Pollyanna var svo full af gleði og fjöri að hún fór að dansa á gangstéttinni. “Yið skulum koma inn, Pollyanna,” sagði Mrs. Carew mjög þurlega og gekk upp að liús- inu. Fimm dögum seinna fékk Della Wetlierby bréf frá systur sinni. Það var fyrsta bréfið sem hún hafði fengið frá henni síðan Polly- anna kom til hennar. Hún opnaði bréfið þeg- ar í stað og las það. Það var á þessa leið: Eilskulega systir mín! Því í ósköpunum gafstu mér ekki einhverja hugmynd um það, Della mín, hvers eg mætti vænta af þessu barni, sem þú varst svo áköf að láta mig taka? Eg er að verða hálf ærð út af þessu, en get samt ómögulega sent krakk- ann burtu. Eg hefi reynt það þrisvar sinnum, en í hvert sinni hefir hún komið í veg fyrir að eg gæti sagt henni að hún ætti að fara, með því að fara að segja mér hvað hún væri ánægð hér og hvað eg væri góð, að lofa sér að vera hjá mér meðan frænka sín væri á Þýskalandi. Hvernig í ósköpunum gat eg þá fengið mig til að segja henni að nú yrði hún að fara, og eg vildi ekki liafa hana lengur? Eg hold auk- lieldur að það hafi aldrei komið henni í hug, að eg vildi ekki hafa sig og hún heldur víst að mér þyki meira að segja vænt um að hafa sig. Mér finst eg ekki geta komið henni í skilning nm, að eg vilji ekki endilega hafa liana. En ef hún tekur upp á því, að fara að pré- dika fyrir mér og kenna mér þakklátssemi og segja mér að eg eigi að vera ánægð með alt, j)á skal eg áreiðanlega láta hana fara. Þú manst að strax í byrjun sagði eg þér að það gæti eg ekki þolað lienni, og eg ætla mér ekki að reyna það. Tvisvar eða þrisvar hefi eg lialdið að hún ætlaði að byrja á því, en það hefir alt af endað með einhverjum vitleysis sögum um kvenfélagið, svo ekkert verður úr prédikuninni, sem betur fer fyrir hana, ef liún annars vill vera hér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.