Lögberg - 15.06.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1933
Bls. 3
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
Orlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Hann var nú kominn nærri því að liúsinu.
Tunglið var aftur komið fram að skýjabaki,
og nú sást liúsið greinilega með tómum glugg-
um og’ tjaldalausum. Alt húsið leit svo
hörmulega vanrækt og yfirgefið út. Þrepin
upp að aðaldyrunum voru orðin mosavaxin,
og á hurðinni, sem áður hafði verið hvítmál-
uð, voru komnar stórar skeliur í málninguna.
italph virtist húsið eins og margra alda gaml-
ar rústir, og voru ekki ýkja margir mánuðir
síðan frændi gamli hafði verið að staulast
hérna! Aðeins fáeinir mánuðir! En Kalpli
fanst það vera heil eilífð síðan. Honum fanst
eins og’ hairn hefði lifað heila æí'i síðan.
Hann gekk ekki upp að aðaldyrunum, en
beygði um hornið að gaflinum og nam alt í
einu staðar. Húsið var ekki mannlaust. Það
voru samt einhverjar lífverur þar inni fyrir.
Daufur ljósbjarmi sást í einum glugganum.
Það hlaut að vera glugginn í herberginu næst
eldhúsinu — herbergi, sem alt af var nefnt
“herbergi ráðskonunnar. ”
Balph nálgaðist hægt og gætilega, hann
læddist með fram veggnum og gætti þess
vandlega að stíga ekki á kvist eða neitt það,
er ljóstað gæti upp um hann. Það voru hvorki
hlerar né gluggatjöld fyrir glugganum. Hann
komst þangað og gægðist inn í lierbergið.
Það var bæði tómlegt og óskemtilegt, og þar
var enginn maður. A miðju fólfi stóð kringl-
ótt borð, og á því logaði á kerti. Úti í dimmu
horni á herberginu grilti hann mjótt nim.
Önnur húsgögn voru þar ekki, og ekkert tepjji
á gólfinu.—
Belmont sá, að kertið í stjakanum var
nærri lieilt. Það gat því ekki hafa logað lengi
á því—í mesta lagti tíu til tuttugu mínútur.
Sá sem hér átti heima, hver sem það var,
lilaut því að liafa verið í herberginu alveg ný-
skeð, og mundi sennilega koma aftur innan
skamms.
Belmont tók að gerast forvitinn. Iiann
hafði komið til þess að grenslast eftir ástand-
inu á þessum slóðum, og nú þótti honum gam-
-an að vita, hver væri að bústanga í gamla
húsinu hans frænda. Hann stóð kyr og liall-
aði sér upp að Veggnum og var alveg gegn-
drepa af rigningunni. Hann bjóst við á hverju
augnabliki að sjá hurðina á herberginu opn-
ast og íbúann ókunna stíga inn, en hvorugt
skeði. Alt í einu heyrði hann þungan más-
andi andardrátt rétt ihjá sér í myrkrinu —
fyrir aftan sig. Hann gat ekkert séð, en nú
fann hann að snert var við handlegg hans, og
kunnug rödd mælti:
“Jæja, eruð það þér, ungi Ralph? Jú, jú,
það eruð þér. Þér komuð þá aftur samt sem
áður—sjáum við til! ”
Ralph Belmont starði fram fyrir sig. Þetta
var Jerome gamli, fyrverandi þjónn frænda
hans, sem stóð fyrir framan hann. Það var
saina ógeðslega andstygðar andlitið möð
litlu násettu augun og gamla örið, sem lá yfir
vinstri kinnina, rautt á lit og afar ljótt. Og
röddin var enn sú sama—ljót og andstyggi-
leg, eins og maðurinn sjálfur. Ralph svaraði
alveg rólega:
“Jæja þá, þér þekkið mig aftur Jeromef’’
Hvort eg þekki yðurf Eg skyldi þekkja
yður, þó eg mætti yður í Víti. Þér mynduð
aldrei blekkja mig. ”
“En hafið þér ekki frétt, að eg væri drukn-
aður ? ’ ’
“Jú, eg hefi heyrt það,'—það var altalað.
En þér druknuðuð ekki, ungi Ralph”; hann
rak upp dálítinn liljóðlausan hlátur. “Þekkið
þér gamla máltækið, ungi Ralph,—ei druknar
sá, er hengja á,—he, he!—Það er altaf eitt-
hvað satt í þessum gömlu fallegu máltækjum
—alt af einhver sannleikur.”
Ralph kinkaði kolli og beit fast saman tönn-
unum.
“Þér hafið alveg rétt, Jerome, ” mælti
hann. “Það er annars skrítið, í kvöld finst
mér það gleðiefni að sjá yður aftur. Það er
í fyrsta sinni á æfinni, að það hefir glatt mig.
Er þetta yðar herbergi?” Hann benti á
gluggann, sem ljósbjarmann lagði út um.
Jerome kinkaði kolli játandi.
“Og þér búið liérna aleinn?”
“ Já, ungi Ralpli. Það eru ekki margir, sem
kæra sig um að flytja inn í Shuttlefields núna.
Menn segja—grasasnarnir þeir arna — að
gamli húsbóndinn gangi aftur.”
‘ ‘ Gætum við ekk komist í húsaskjól undan
rigningunni?” mælti Belmont. “Já, þér eruð
víst ekki hræddur við það, þó eg heimsæki
yður, Jerome? Þér eruð víst ekki hræddur
við að vera einn með mér ? ”
“Smeykur — ? hræddur ?” Gamli mað-
uVinn hló lágt. “Eg hefi aldrei á æfi minni
verið hræddur. Og eg veit ekki hvers vegna
eg ætti að vera það.”
Hann gekk á undan og Belmont á eftir hon-
um. Þeir geng-u inn í húsið um bakdyrnar,
og á svipstundu voru þeir komnir inn í tóma
og leiðinlega iherbergið, sem Ralph haFði ^éð
inn um gluggann.”
“Eg sting upp á, að við látum aftur glugga-
hlerana, Jerome,” mælti Belmont. “Það gæti
svo sem hugsast, að einhver annar færi að,
eins og eg^ og langaði til að gægjast inn um
gluggann. ”
“Eins og þér óskið, ungi Ralph,” mælti
Jerome gamli. “Þetta er hráslagaveður í
kvöld og kalt í lofti. Það er nú ekki eins vist-
legt hérna og vant var að vera. 1 gamla dag'a
leit hér öðruvísi út.”
“Það er satt,” mælti Belmont. “En samt
sem áður er mér ekkert ver við þenna stað
núna, heldur en mér hefir alt af verið áður.”
Hann lokaði hlerunum og þáð var kulda-
hrollur í lionum. Hann varð þess var, að enn
voru glæður á arninum, og fór hann þá úr
jakkanum oghengdi hann á stól fyrir framan
eldinn. Svo sneri hann sér aftur að Jerome,
sem stóð þar hjá og fvlgdi hverri hreyfingu
lians með augunum og tautaði við sjálfan sig,
eins og gömlum mönnum er tamt. Hann
deplaði augunum ótt og títt og nuddaði saman
höndunum.
“Hvar er María systir mín?” spurði Bel-
mont.
“Hún er ekki langt liéðan. ” ,
“Hún er þó ekki hérna — liérna í húsinu?”
Jerome hristi höfuðið seinlega.
“Nei, hérna er hún ekki, nei, ónei,—hérna
er hún ekki. Eg býst ekki við, að alt gull
heimsins gæti freistað hennar til að stíga fæti
sínum hérna inn fyrir dyr. ”
Hann tók leirpípustubb upp úr vasa sínum,
I róð í hana hægt og vandlega, og kveikti síðan
í henni yfir kertaljósinu.
“Hvar er hún þá?” spurði Belmont.
‘ ‘ Hún býr niðri í þorpinu. ’ ’
■ ‘ Býr hún þar ? í sínu eigin húsi ? Býr liún
þar með manni sínum? Svarið mér nú,
Jerome!”
Gamli maðurinn hristi höfuðið. “Nei, liún
býr þar einsömul. Ilún á engan mann, ungi
Ralpli,” hreytti liann út úr sér. “Hún er ó-
gift.”
“E.r hún ógift? Já, en hamingjan góða,—
liefir Arthur Jamieson svikið hana, sökum
þess-----”
Jerome ypti öxlum.
“Hvort liann hefir svikið hana eða hún
svikið hami, kemur víst í sama stað niður.
Þau eru ekki gift, og þau giftast heldur ekki.
Hann er farinn. Hann er hlaupinn af landi
burt;—það er sagt að liann liafi farið til Suð-
ur-Afríku. En eg veit það ekki. Eg veit að-
eins, að þau eru ekki gift, og að þau giftast
aldrei. ’ ’
“Veslingurinn — vhr hann virkilega ekki
hugrakkari en þetta.! Ast hans til liennar var
þá ekki meira vifði en þetta?” tautaði Bel-
mont.—“Aumingja María litla, þú ert þá al-
Veg alein.”
Hann stóð kyr og horfði inn í glæðurnar í
djúpum hugsunum. Jerome gamli stóð rétt
lijá honum og tottaði pípu sína.
“Hvers vegna flúðuð þér liéðan, ungi
Ralph?” spurði karlinn stuttaralega. “Það
voruð þó ekki þér, sem sálguðuð honum. Það
veit eg vel.”
“Þér vitið ekkert—alls ekkert. Það var eg
sem myrti liann. Það er alkunnugt öllum
mönnum um allan heim. ’ ’
“Nema okkur báðum—og líka henni. Hún
veit vel, að það voruð ekki þér. ”
“Hvað hefir hún þá sagt yður ?” spurði
Belmont hvatskeytlega.
‘ ‘ Ekkert—alls ekkert! ’ ’
“Þá vitið þér líka ekkert.”
“Eg veit sannleikann. Eg veit hið rétta.
Þér hafið ekki drepið liann. En það kemur
ekki mér við. Ef þér eruð nógu heimskur til
að gangast undir sökina, aðeiiis til að
bjarga—”
“Ekki til að bjarga neinum,” greip Ralph
fram í. “Eg fór burt af því að það var nauð-
synlegt. Morðingjar eru ekki vanir að dvelja
lengur á morðstaðnum, en nauðsynlegt er.
Þeir eru ekki vanir að bíða þess, að lögreglan
komi að sækja þá. Eg strauk burtu, flúði alt
hvað af tók og fór til Suður-Ameríku. Þar
vestra var eg svo tekinn fastur og fluttur
heim á leið. Svo kviknaði í skipinu—já, svo
vitið þér sjálfur sögiulokin. Þér vitið að
minsta kosti jafn mikið og allir hinir.”
‘ ‘ Eg veit meira en allir hinir. Eg veit, að
það voruð ekki þér, sem drápuð hann,” mælti
Jerome. “Komið með mér, þá skal eg sýna
yður------”
Hann þreif alt í einu kertið á borðinu, lyfti
því hátt yfir liöfuð sér 0g gekk á undan út úr
herberginu. Belmont fór á eftir honum. —-
Þeir gengu um löng göng með tíglagólfi, síð-
an upp lág steinþrep og héldu áfram gegnum
forstofuna.
Forstofan var tóm og ber, og fótatak þeirra
á beru gólfinu bergmálaði milli veggjanna.
Endurminningarnar frá voðakvöldinu stóðu
ljósilfandi í huga Belmonts. «Hérna, einmitt
hérna hafði hann staðið, er hann heyrði voða-
ópið átakanlega.
NXXII.
Spegillinn.
Jerome stefndi inn í bókasafnið. Gagnstætt
því sem tilfellið var um hin herbergin, var
bókasafnið óhreyft og stóð hérumbil með
sömu ummerkjum og kvöldið, er morðið var
framið. Bókaraðirnar meðfram veggjunum
voru gráar af ryki. Belmont leit í kringum
sig, og í fyrsta sinni þetta kvöld fann hann
til einkennilegs geigs.
Jerome sagði ekki neitt. Hann benti aðeins
með einum fingri og Belmont liorfði í þá átt-
ina. Þar voru nokkrar bækur á hyllum uppi
yfir arinstæðinu. Fyrir neðan hyllur þessar
var lítill ferhyrndur spegill í breiðri eikar-
umgerð. Belmont horfði forviða á Jerome.
Eg get ekki. séð neitt merkilegt í þessu,”
mælti hann. “Hér er alt með sömu ummerkj-
um og áður. Hvað eigið þér við með þessnl
Þér getið þó skilið—”
Jerome kinkaði kolli. Hann .setti kertið á
borðið og hélt svo af stað inn í næsta her-
bergi.
“Ætlist þér til, að eg komi líka?” spurði
Belmont.
“ Já.”
Næsta herbergi var svonefnd morgunverð-
arstofa, þar sem árbítur var venjulega snædd-
ur. Nú var þar tómt og autt, húsgagnalaust.
Jerome kveikti á hverri eldspýtunni á fætur
annari, til þess að lýsa þeim á leiðinni. Nú
stóðu þeir framan við arinstæðið, sem var
felt inn í veggþiljurnar.
Belmont gat ekki almennilega séð, hvað
Jerome hafðist að, en honum sýndist karlinn
skjóta til hliðar einskonar renniloki upp yfir
arin-hyllunni. Og alt í einu sást þar bjartur
blettur.
“Þarna getið þér séð það sjálfur, ungi
Ralph,” mælti Jerome.
Belmont gekk nær og athugaði þenna ljós-
flekk á veggnum. Honum var þegar ljóst, að
hér sá hann beint inn í herbergið, sem þeir
voru nýkomnir úr. Þarna stóð kertið á borð-
inu, þarna voru rýkugu bókahyllurnar og
flýgillinn. Hann gat séð alt þar inni mjög
greinilega, nema arinhylluna og sjálfan arin-
inn.
Ilann snéri sér við og var sýnilega hissa.
“Hérna hafið þér þá staðið og njósnað
kvöldið góða,” mælti hann og benti á leyni-
spekilinn.
“Bæði það kvöld og mörg önnur kvöld og
aðra daga, í þessum spegli sá eg,' þegar
frændi yðar var myrtur,” sagði Jerome og
hlakkaði í honum af niðurbældum hlátri. “Nú
trúið þér, ef til vill, því sem eg sagði ýður!
Eg veit, að það voruð ekki þér, sem drápuð
Austery gamla Barling.”
‘ ‘ Það er alveg þýðingarlaust, hvað sem þér
segið,” svaraði Belmont. “Játi maður á sig
morð, þá gagnar ekkert, þótt einhver annar
komi 0g vitni á móti honum. ’ ’
‘ ‘ Hversvegna haldið þér, að eg muni vitna
á móti yður, úr því þér viljið sjólfur taka á
yður sökina?” mælti Jerome. “Eghefi aldrei
haft svo mikið dálæti á yður, að eg myndi
fara að ómaka mig til að reyna að aftra því,
að þér yrðuð hengdur.”
“Nei, það segið þér alveg satt.” •
‘ ‘ Eg hefi séð margt og margt í litla töfra-
speglinum þeimi arna,” sagði karlinn aftur.
“Hérna hefi eg baöði séð og heyrt margt og
merkilegt—ýmislegt það, sem þér hafið enga
hugmynd um. ”
Nú voru þeir aftur komnir inn í bókasafn-
ið, þar sem logaði enn á kertinu, og stóðu nú
andspænis hver öðrum sitt hvoru meginn við
borðið. Belmont horfði rólega og forvitnis-
laust framan í gamla manninn.
(Framh.)
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 N Winnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afirreiðsla. Níu búðir — Sarjrent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. 1 slenzkur löofrœOinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 062 og 39 048
DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 64 5 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir löofræOinoar 325 MAIN ST. (á öOru gðUl) Talsíml 97 621 Hafa einnig skrlístofur aO Lundar og Gimli og er þar aO hitta fyrsta miOvikudag I hverjum mánuOl,
DR. B. H. OLSON » 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson TannlœknW 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sfmi 22 296 HelmiUs 46 064 J. T. THORSON, K.C. talenzkur löofrœOinour 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjílkdóma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsiml 42 691 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pústhúsinu Sími 96 210 Heimllis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A, LL.B, LL.M. (Harv). Ulenzkur löomadur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 7 53
Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talsfml 601 562 G. S. THORVALDSON B.A, LL.B. LöofrœOinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St, gegnt City HaU Phone 97 024
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aO ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgC og bif- reiBa ábyrgCir. Skrlflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 828 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur löofrœOinour Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST.
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
Nuddlceknir 601 PARIS BLDG, WINNIPBO
VifStalstími 3—5 ©. h. 41 FURBY STREEfT Fa8telgnaaalar. Leigja húa. Ot-
Phone 36 187 vega peningalán og eldsábyrgO af
632 SHERBURN ST.~Sfmi 30 877 ’Illu tagl.
SfmlG og semjlO um samtaistíma 1 aone 94 221