Lögberg - 20.07.1933, Qupperneq 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1933
Bls. 5
Yfirskoö’unarkonur — Mrs. H.
Erlendson, Árborg; Mrs. S. Sig-
mundson, Árborg.
Útgáfunefncl—Mrs. S. Ólaíson,
Árborg; Mrs. F. Johnson, Winni-
peg; Mrs. B. S. Benson, Winnipeg.
Mrs Oddson, Langruth, þakkaÖi
fyrir hönd gestanna kvenfélaginu
“Framsókn” fyrir þess rausnar-
Iegu viötökur.
Næsta þing verður haldiÖ
í Argyle, samkvæmt boÖi frá kven-
félaginu “Baldursbrá” og kvenfél.
Frelsissafnaðar.
Var svo þessu þingi slitið. Faðir
vor lesið tsameiginlega.
Þetta er í annað sinn er Banda-
lag lúterskra kvenna hefir haldiÖ
sitt þing á Gimli. Veður var hið
ákjósanlegasta allan þennan tíma,—
heiður himin hvolfdist yfir blátæru
Winnipegvatni. Viðtökurnar voru
alúðlegjar og samvinna á öllum svið-
um hin ákjósanlegasta. Allir fund-
ir þingsins voru frábærlega vel sótt-
ir og lýsti það áhuga á málum á dag-
skrá þingsins.
Fundum við enn einu sinni til
þess aÖ samúðar-. og kærleiksband
tengir okkur félagsystur æ sterkari
og innilegri böndum. Við höfum
lært það, að þó að skiftar séu skoð-
anir þá ræður þó meirihluti at-
kvæða og er þá um leið skoðanamun
gleymt og allar félagskonur vinna
sem ein sál. Eykur það virðingu
og kærleika innbyrðis og blessar
þannig starfið fyrir Guðs náð.
Flora Benson,
skrifari.
Merk bók
Einar Ólafur Sveinsson, mag. art.
Um Njálu
Engin nýlunda þykir það nú á síð-
ari árum, þótt ný bók komi á mark-
aðinn, né heldur þótt nýrrar bókar
sé getið í blöðum og tímaritum. Hitt
þykir aftur nýlunda — að minsta
kosti þeim, er unna bókum og fræði-
mensku—er út kemur bók, er há-
skóli vor telur þess maklega, að höf-
undur hljóti doktorsnafnbót fyrir.
Slíkt ber að vonum sjaldan við með
Vorri fámennu þjóð, og það því
fremur er hinn ungi háskóli vor get-
ur ekki sóma síns vegna veitt dokt-
orsnafnbót fyrir önnur rit en þau,
er uppfylla hinar ströngustu kröf-
ur, sem gerðar eru til slíkra rita nú á
dögum. Enda mun hinn ungi fræði-
maður, Einar Ólaíur Sveinsson, sem
háskólinn sæmir doktorsnafnbót fyr-
ir þetta rit, vera aðeins hinn þriðji í
röðinni sem Heimspekisdeild hans
veitir slíkan titil.
Rit þetta, sem er 378 bls. auk for-
mála, er prentað á góðan pappír
og hið vandaðasta að öllum frá-
gangi. Ekki er unt að skýra að
marki frá efni þess í stuttri blaða-
grein eða gefa yfirlit um það. En
freistað skal þó að skýra frá þeim
niðurstöðum höfundar, sem nýstár-
legastar eru og brjóta mest í bág
við skoðanir fyrri fræðimanna, en
þær varða einkum tilurð sögunn-
ar.—
Alla tið síðan farið var að grafa
fornrit vor upp úr gleymskunni og
gefa þeim gaum, hefir fræðimönn-
um, bæði innlendum og erlendum,
orðið starsýnt á Njálu. Flestir eða
allir hafa þeir lokið á hana hinu
sama lofsorði, og mörgum hefir þótt
hún bera mjög af öðrum ritum, eldri
°g yngri, um ritsnild og mannlýs-
ingar og talið hana hið mesta lista-
verk. Hafa fræðimenn að vísu ekki
verið einir um þann dóm; íslenzk
alþýða hefir kveðið hann upp endur
fyrir löngu; sést það best af því, að
af engri annari íslendingasögu- hef-
ir varðveist annar eins fjöldi hand-
rita fram til vorra daga.
En þrátt fyrir þennan samkvæða
dóm manna um ágæti Njálu hafa
skoðanir þeirra um tilurð hennar o.
fl. verið mjög skiftar og oft ekki
sení slíyrastar. Þo hafa skoðanir
Finns Jónssonar prófessors fengið
einn mestan byr nú á síðari árum,
og hafa þær verið teknar góðar og
gildar af bókmentaskýrendum flest-
um á síðari árum.
Skoðun Finns var upphaflega sú
(og er það þessi elsta skoðun hans,
sem menn hafa einkum hallast að t.
\ 1
d. í skólum, þar sem Njála hefir
verið lesin með nemendum), að til
hafi verið forn Gunnarssaga og forn
Njálssaga, sem ritaðar hafi verið á
síðari hluta 12. aldar eða um 1200,
þessar sögur hafi síðan verið brædd-
ar saman og breytt á ýmsa vegu,
bætt hafi verið við þær og skotið
inn í þær, þar ás meðal fornuin
Kristniþætti og BrjánsSögu o. fl.
En síðan smábreyttist skoðun Finns
að því leyti, að Gunnarssögu hnign-
ar, uns hún hverfur með öllu; og
þegar svo er komið, hugsar Finnur
sér, að núverandi Njála hafi forna
Njálssögu að uppistöðu, sem síðan
hafi verið bætt við og skotið inn í
margs kyns efni auk þátta þeirra, er
áður greinir. Þetta hafi ekki skeð i
einu heldur smám saman og fyrir
starf margra manna.
Höfundur þessa rits tekur þessar
skoðanir til rækilegrar meðferðar
og hr,ekur lið fyrir lið, en kemst
síðan að nýjum 'og merkilegum nið-
urstöðum; þær eru í stuttu máli
þessar: Skráðar heimildir, sem höf-
undur Njálu mun hafa notað, eru
forn Kristniþáttur, Brjánssaga,
ættartölurit, lagahandrit; auk þes's
hefir hann haft munnmælasögur við
að styðjast. Gunnarssögu eða forna
Njálssögu hefir hann enga þekt.
Sagan er ein óslitin heild, sem ekki
hefir orðið fyrir breytingum eða
innskotum, er máli skifta.
Eftir þessari kenningu er Njála
verk eins höfundar, og þess vegna
gat hún orðið það listaverk, sem
raun er á. Hvernig gat hún orðið
það, ef hún hefði orðið til smám
saman fyrir *viðbótar og sambræðslu
starfsemi margra manna með
ólíkum hæfileikum og lífsskoðun-
um ? Þessar og þvílíkar spurningar
koma höfundi i hug auk þess sem
hann styður skoðanir sínar veiga-
miklum jákvæðum rökum.
Með riti þessu hefir höfundur
getið sjálfum sér sæmd, þjóðinni
og íslenzkum fræðum gagn og höf-
undi Njálu maklegan heiður, sem
aðrir hafa ekki unnað honum.
Menningarsjóður á þakkir skili^
fyrir að hafa gefið það út.
Maqnús Finnboqason.
—Mbl.
Bréf til ritstjóra
Lögbergs
Herra ritstjóri “Lögbergs”
Winnipeg, Man.
Eg bið þig að gjöra svo vel að ljá
eftirfylgjandi bréfi rúm í Lögbergi.
Um leið finst mér rétt að geta þess,
að eftirfylgjandi bréf var birt í
enska dagblaðinu Leader-Post í
Saskatchewan og sendi eg þér hréf-
ið lauslega þýtt á íslenzku, svo að
landar minir i Vatnabygðum, þar
sem eg var búsettur í nálega 20 ár,
sem ekki lesa ensku, geti lesið það á
íslenzku. Bréfið er lauslega þýtt
svona: “Það var með töluverðri
eftirtekt, sem eg las fréttirnar af út-
nefningarfundinum, sem C.C.F.
flokkurinn hélt 1 bænum Preeceville,
Sask., og var útkoman mér töluverð
vonbrigði, þar sem eg get ekki séð
þá minstu ástæðu til þess, að kjós-
endurnir í Macketizie kjördæminu
kjósi annan eins mann og fyrver-
andi dómari Stubbs. Maðurinn er
vita ókunnugur landsbygðinni, sem
kjördæmið er samsett af, er bráð-
ókunnugur fólkinu i kjördæminu og
hefir enga þekkingu á lífi, kjörum
og kringumstæðum þeirra, sem þar
búa, og getur ómögulega sett sig inn
í þeirra kjör og kringumstæður,
hvað sem hann kann að segja eða
lofa, á meðan á kosningarhríðinni
stendur, og það er heldur ekki sann-
gjarnt að ætlast til þess, þar sem
Mr. Stubbs hefir alla æfina sætt alt
öðrum kjörum og kringumstæðum
en sveitabóndinn og smábæjabúinn.
Mr. Stubbs hefir verið lögmað-
ur og dómari, og er Iögmaður enn.
og mun ekki breyta hugsun sinni og
framkomu á einum degi, jafnvel
ekki kosningardegi.
Mér finst að tími sé til kominn að
bændur og verkamenn kjósi á þing,
menn úr sinni eigin stétt, sem þekkja
kjör og kringumstæður þeirra og
sem þeir þekkja sjálfir og eg held
að vanræksla á þessu eigi nokkuð
mikinn þátt í því að kjör og kring-
umstæður þeirra eru sem þær eru í
dag.
Það er haft eftir Mr. Stubbs, að
hann hafi sagt á útnefningarfund-
inum þetta, meðal annars:
1. Eg held á kosningaskrá C.C.F.
flokksins í hendinni, og eg gef yð-
ur hönd mína og hjarta upp á það,
að eg skal fylgja henni eftir beztu
vitund.”
2. Eg stend jöfnum fótum social-
isti, og eg er ekki hræddur við orð-
ið socialisti.
3. Eg lofa mínu fullu fylgi leið-
toga C.C.F. flokksins Mr. Woods-
worth.
Það var sagt í fundarfréttunum
að Mr. Woodsworth hefði sent Mr.
Stubbs árnaöaróskir, og boðið hann
velkominn sem þingmannsefni
C.C.F. flokksins.
Þegar maður hugsar um- hvað
þessir menn segja, þá getur maður
ekki farið fram hjá þvi að hugsa
um hvað þessir menn meina og hvað
þeir ætla sér að gjöra; látum oss
athuga þetta fljótlega.
1. Þar sem þekking Mr. Stubbs
á kjörum og kringumstæðum fólks-
ins í kjördæminu er engin, þarf
þetta ekki frekari athugunar við.
2. Þar sem að fundurinn útnefn-
di Mr. Stubbs eftir að hann gjörði
þessa staðhæfingu mundi maður
halda, að Socialista flokkurinn og
C.C.F. flokkurinn væri alt eitt og
hið sama. Eg fyrir mitt leyti hefi
hugsað og álitiö að það væri langt
á milli bændastefnunnar og social-
istastefnunnar, en Mr. Stubbs sagði
ekki að hann stæði jöfnum fótum
fyrir grundvallaratriði socialista,
aðeins að hann væri ekki hræddur
við orðið socialisti.
Nei, eg er heldur ekki hræddur
við orðið “socialisti” og eg er heldur
ekki hræddur við orðið Atheist, en
eg er hræddur við að láta þrýsta
grundvallaratriSum Atheista inn í
þjóðlíf Canada.
3. Þetta eru lians persónuleg rétt-
indi.
Viðvikjandi boðum Mr. Woods-
worth, finst mér að stuðningsmenn
C.C.F. hreyfingarinnar ættu að fá
ákveðna staðhæfingu frá leiðtogum
flokksins og frá þingmannaefnum
flokksins upp á það hvar þeir standa
viðvíkjandi bæði socialisma og
atheisma, því ef þeir ætla sér aS
kjósa socialista með atheista hugar-
fari,. getur svo farið að þeiin gangi
erfitt að fá inngöngu á þjóðþing
kristinna manna, eins og Canada
þjóðin er.
Getur verið að Canada, einhver-
tíman í framtíðinni taki á móti
socialisma, en aldrei, aldrei, mun
Canada, svo lengi sem Canada er
Canada, og bygt hvitu fólki, mun
þjóðin taka á móti guðsafneitun.
Með allri sanngirni til þessara fáu
stjuðningsmanna C.C.F. flokksins,
sem stóðu fyrir útnefningu Mr.
Stubbs sjálfs, vil eg leyfa mér að
stinga upp á því, að grein C.C.F.
flokksins í McKenzie kjördæminu
heimti uppsögn Mr. Stubbs sem
þingmannsefnis taíarlaust, áður en
orðið er of seint og útnefni í hans
stað mann frá þeirra eigin stétt, sem
þekkir þá og þeirra kjör og kring-
umstæður og sem þeir þekkja líka.”
Með þakklæti fyrir rúm í þínu
heiðraða blaði fyrir þessar línur er
eg þinn einlægur,
C. A. Clark,
St. James, Man.
Preátaátefnan 1933
(Framh. frá 1. bls.)
væru.—Á þessu sumri stendur til að
reistar verði prestíbúðir: í Reyk-
holti, á Bíldudal og á Prestabakka í
Hrútafirði.
Kosning til kirkjuráðs af hálfu
héraosíunda hafði farið fram í
fyrra sumar og þessir verið kosnir:
Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður, kosinn af 10 héraðsfundum
með 113 atkv. alls, og Ólafur
Björnsson kaupmaður á Akranesi
kosinn af 9 héraðsfundum með 87
atkvæðum alls (nætur þeim varð
Jón Björnsson skólastjóri á Sau-ð-
árkróki, kosinn af 5 héraðsfundum
með 59 atkv. alls). Kirkjuráðið
kom saman í fyrsta sinn dagana 11.
—24. okt. Varaforseti var kosinn
Sig. P. Sívertsen vígslubiskup, en
fundaskrifari var ráðinn: Þórður
Ólafsson prófastur. Þær samþyktir
og ályktanir sem gerðar voru af
kirkjuráði og varða prestastéttina
sérstaklega voru þegar eftir að sam-
komunum lauk sendar öllum pró-
föstum til birtingar fyrir prestum
landsins, en öðrum var ráðstafað til
kirkjustjórnarinnar.—Helstu málin,
sem kirkjuráðið að þessu sinni hafði
til meðferðar voru þessi: 1. Áhrif
prestanna á æskulýðinn. 2. Sam-
vinna presta og kennara. 3. Aldurs-
takmark til fermingar. 4. Starfs-
skýrsla presta. 5. Stofnun foreldra-
félaga. 6. Notkun kirkna. 7. Em-
bættiskostnaður presta. 8. Útgáfa
viðbætis við sálmabókina. 9. Útveg-
un fjár til frjálsrar kirkjulegrar
starfsemi. 10. Almannafriður á
helgidögum. 11. Kaup Skálholts-
staðar. 12. Löggilding námsbókar í
kristnum fræðum. Loks skýrði
biskup frá störfum helgisiðabókar-
nefndar, frá kirkjumálum á alþingi,
útkomu blaða og bóka, kirkjulegri
félagsstarfsemi og fundarhöldum.
Því næst lagði biskup fram tillög-
ur sínar um úthlutun styrktarfjár
til uppgjafapresta og prestsekkna og
voru þær samþyktar umræðulaust.
Úthlutað var alls kr. 9,590.00 til 4
uppgjafapresta og 54 prestsekkna.
Þú var lagður fram reikingur yfir
tekjur og gjöld Prestsekknasjóðs.
Voru eignir sjóðsins um áramót kr.
66,183.95. Loks voru kosnar þrjár
nefndir til að athuga frumvörp
helgisiðabókarnefndar (séra Friðrik
Rafnar, séra Sigurgeir Sigurðsson
og séra Friðrik Hallgrimsson skyldu
athuga: Guðsþjónustuformið, Hálf
dán Guðjónsson vigslubiskup, séra
Gísli Skúlason, séra Magnús Guð-
mundsson: skírnar- fermingar- og
altarisgönguformið, og séra Ólafur
Magnússon, séra Halldór Kolbeins
og séra Páll Sigurðsson aðrar
kirkjulegar athafnir).
Þá gerði dócent Ásmundur Guð-
mundsson grein fyrir störfum
barnaheimilisnefndar og lagði fram
reikninga barnaverndarheimilisins,
er voru samþyktir í einu hljóði.
Fyrir tilmæli kirkjuráðs bar
biskup fram tillögu um sérstaka
fjársöfnun til frjálsrar kirkjulegr-
ar starfsemi og var samþykt að
verja einum sunnudegi kirkjuársins
(frá og með síðasta sunnudegi
sumar) til slíkrar fjársöfnunar.
Kl. 8 flutti vígslubiskup S. P.
Sívertsen prófessor erindi í dóm
kirkjunni: Hvert er stefnt með
breytingum þeim á helgisiðabók
þjóðkirkju vorrar, sem nú eru
vændum ?
Föstudaginn 24. júní kl. 9 var aft
ur settur fundur. Hófst hann með
bænagerð, sem séra Ólafur Magn-
úrsson flutti og var síðan gengið
til dagskrár.
Fyrst gaf biskup yfirlit yfir
mesugjörðir og altarisgöngur á síð
astliðnu almanaksári. Höfðu 38.7
messur komið á hvern þjónandi
prest. En tala altarisgesta um 4,800
alls.
Þá flutti séra Gunnar Árnason
erindi um spámenn ísraels.
Að því loknu hófust umræður um
helgisiðabókarmálið sem uppfrá því
var aðalmál prestastefnunnar. Að
upphafi reifuðu þeir prófessor Sig.
P. Sívertsen og dócent Ásmundur
Guðmundsson rnálið með ítarlegri
greinargerð um endurskoðunarstarf-
ið í'heild sinni og þær meginreglur
sem þeir hefðu fylgt í starfi sínu.
Kl. 4 síðdegis flutti kandídat Sig-
urbjörn Á. Gíslason erindi um hina
nýju Oxford-hreyfingu, og að því
loknu gerði séra Friðrik Hallgrims-
son grein fyrir kirkjulegu og kristi-
legu starfi á vegum útvarpsins eins
og það hefði verið næstl. fardagaár.
Síðan var guðsþjónustuform hand-
bókarnefndar til umræðu. Séra
Friðrik Rafnar reifaði málið og
gerði ýmsar athugasemdir. Urðu
um það fjörugustu umræður er
stóðu til kl. 7 og var þeim haldið
áfram seinna um kveldið kl. 9—11.
Kl. 8 flutti biskup erindi i dóm-
kirkjunni: Guðshugmyndin í fagn-
aðarerindi Jesú Krists.
Laugardaginn kl. 9 var fundur
settur að nýju með bænargjörð, sem
séra Guðmundur Einarsson á Mos-
felli flutti.
Biskup gerði stutta grein fyrir
störfum nefndar þeirrar, sem
kirkjuráðið hafði sett til að vinna
að viðbæti við sálmabókina (en í
þeirri nefnd eru auk bskups: skóla-
stjóri Freysteinn Gunnarsson, séra
Knútur Arngrímsson, ritstjóri Þor-
steinn Gíslason; f imti maður nefnd-
arinnar, séra Friðrik Friðriksson,
hafði verið erlendis allan veturinn
og því ekki átt neinn þátt í nefndar-
störfum til þessa). Vænti biskup
?ess, að nefndin gæti lokið störfum
sínum áður en kirkjuráð kæmi sani;,
an á komandi hausti.
Þá var haldið áfram umræðum
Því næst las biskup upp bréf frá
mæöi'astyrksnefndinni í Reykjavík
þar sem hún mælist til að prestar
landsins gangist fyrir því að komið
verði á sérstökum “Mæðradegi,”
helst fyrsta sunnudag í júnímánuði
ár hvert, þar sem mæðranna verði
sérstaklega minst og samskota leitað
til styrktar bágstöddum mæðrum.
Um mál þetta urðu nokkurar um-
ræður, en engin ákvörðun var tekin
að þessu sinni.
Séra Ásmundur Guðmundsson
bar þá fram svo hljóðandi tillögu:
‘Synódus beinir þessum tilmælum
til kirkjuráðs, að það sem fyrst feli
söngfróðum mönnum að finna lög,
var lialcliö atram umræoum cr hæfi hinni nýju helgisiðabók og
um guðsþjónustuformið. Nokkrar ( gjöra tillögu til kirkjuráðsins um
óánægjuraddir komu fram, er vildu
enn fresta endanlegri samþykt af
hendi prestastefnunnar, en svo lauk,
að samþykt var svohljóSandi tillaga:
“í þvi trausti, að handbókarnefnd-
armenn taki alt tillit til framkom-
inna athugasemda við frumvarp
þeirra varðandi guðsþjónustuform-
ið, samþykkir préstastefnan fyrir
sitt leyti frumvörp þessi til athend-
ingar kirkjuráðs.”
Hófust þá umræður um frum-
vörpin varðandi skírn, fermingu og
altarisgöngu. En séra Gísli Skúla-
son talaði af hálfu nefndarinnar.
Var þeim umræðum ekki lokið, þeg-
ar kominn var borðhaldstími og var
framhaldi þeirra frestað til kl. 4(4.
Kl. 4I/2 var fundur settur að nýju.
Var þá kominn á fundinn séra Björn
B. Jónsson, D.D., frá Winnipeg, um
langt skeið forseti ev. kirkjufélags
Vestur-íslendinga. Bauð biskup
hann velkominn á prestastef nuna og
til landsins, en séra Björn þakkaði
og flutti prestastefnunni kveöju
hins vestur-ísl. kirkjufélags.
Síðan var haldið áfram umræð-
unum frá morgunfundinum og
frumvörpin að lokum samþykt með
sama fororði og frumvörpin um
guðsþjónustuformið.
Voru þá tekin fyrir frumvörpin
um hjónavígslu, greftrun framlið-
inna, vígslu grafreits o. fl. Hafði
séra Ólafur Magnússon orð fyrir
nefndinni. Eftir nokkurar umræð-
ur voru þessi frumvörp samþykt af
fundarmönnum með sama fororði
og hin. Var með því handbókar-
málið endanlega afgreitt af presta-
stefnunni og verður nú í heild sinni
lagt fyrir kirkjuráð.
þær breytingar, sem nauðsynlegar
kunna að þykja af sönglegum á-
stæðum.” Var sú tillaga samþykt.
Að endingu kvaddi biskup prest-
ana með upplestri úr 8. kafla Róm-
verjabréfs og flutningi bænar. Var
þú sunginn sálmur og prestastefn-
unni slitið.
Kl. 9 um kveldið komu synodus-
prestar saman á heimili biskups.
“Vísir.
FYRIR 15 ÁRUM
Kafbátahernað urinn 1918
Fyrir 15 árum gaf þýska flota-
málaráðuneytið út eftirfarandi til-
kynningu:
Mánuðinn, sem leið hafa kafbát-
ar vorir sökt skipum, sem báru 652
þús. smál. Frá stríðsbyrjun höfum
vér sökt skipum, er báru 17,116,000
smálestir og voru í þjónustu óvin-
anna.”
Kafbátahernaðurinn náði ekki til-
gangi sínum, en tjónið, sem hann
olli var stórkostlegt. Um helming
af öllum skipastól hafði orðið að
taka til hernaðarþarfa, en 17 milj.
smál. var þriðjungur alheims skipa-
stólsins 1914. Og enda þótt unnið
væri að þvi að kappi að smíða ný
skip, þá var nú svo komið að skort-
ur var farinn að sverfa að Englend-
ingum. Bandamenn heíðu tapað
stríðinu ef Bandaríkin hefði ekki
skorist í leikinn.
Skarð það, sem varð í skipastól-
inn á stríðsárunum, er nú löngu
fylt. Nú er skipastóll heimsins nær
40% stærri heldur en hann var ár-
ið 1914.
—Lesb.
THE
GIRL
WHO IS
HAPPY
The girl who is really happy is the one who is useful, inde-
pendent, self-reliant, self-supporting—and the ability to be self-
supporting' is the result of training—always.
The mastery of stenography furnishes a sure means of self-
support—and the mastery may be quickly attained.
A few months in our shorthand department will qualify the
average young lady having a High Sehool education, some native
ability, and the inciination to work, for a good position where pro-
motion will be certain.
Stenography will give her a respectable place among respect-
able people who appreciate worth and accomplishment.
You should write, call, or telephone for free, valuable in-
formation concerning our work.
SPECIALSUMMER TUITION RATES
During the months of July and August öur tuition rates will be
as follows:
Day School (full day)......§15.00 a month
Day School (half day) .....§10.00 a month
Night School § 5.00 a month
Students enrolling now will be privileged to complete their courses
at tliese rates.
Mr Ferguson’s policy of providing “Better Teachers and Better
Employment Service” has attracted more than 40,000 students to
this Collef^ during the past twenty years. In fact, it is quite im-
possible to secure better value in business education than is avail-
able at “The Success."
ENROLL MONDAY
Phone 25 843
BUSINESS COLLEGE
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET
G. H
D. F. FERGUSON,
President and Principal
LAUGHTON,
Assistant Principal