Lögberg - 21.09.1933, Side 3

Lögberg - 21.09.1933, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1933 Bls. 3 Til blessunar varð mér hin sára kvöl Didrik Andersen, norskur trúboði, segir svo frá: Það var annan jóladag 1898. Starfsbróð- ir minn og eg vorum boðnir í ofurlitla mið- dagsveizlu hjá Steinsund kaupmanni. Hann var gjaldkeri trúboðsins þarna í litla sjávar- borpinu, þar sem við, er þá vorum ungir pré- dikarar, höfðum verið að starfa í nokkra mánuði. Frú Steinsund var líka áhugasöm um trúboðið og starfandi meðlimur þess. Þegar við komum heim til þeirra, að lok- inni samkomu í kirkjunni, voru þar fyrir um 10 gestir, altsaman kunningjar frá samkom- unum í bænahúsinu og kirkjunni. A meðan við biðum eftir miðdegismatn- um, sagði gestgjafi okkar: ‘ ‘ Við höfum kvatt ykkur hingað, þessa vini, til stuttrar samveru og sambæna hér á heimili okkar, og ber aðal- lega að skoða það sem kveðjusamsæti fyrir Önnu, einkadóttur okkar, sem ætlar að leggja af stað til Ameríku einhvern næsta dag eftir jólin. Það er ekki sársaukalaust fyrir okkur.' að við höfum látið það eftir henpi, að fara til New York. Við höfum beðið fyrir henni síð- an áður en hún fæddist, og enginn hlutur hér í heimi gæti glatt okkur eins og það, að fá að vita okkar elskuðu dóttur ganga Guði á hönd; en þeirrar miklu gleði erum við ekki orðin að- njótandi enn. Öðrum unglingum hefir vakn- ingin náð nú að undanförnu, þar á meðal ýms- um vinstúlkum Önnu, en ekki henni. Þegar liún nú fer að heiman, burtu þang- að, sem álirif okkar ná ekki til hennar, þá vit- um við engin betri ráð, en að biðja fyrir henni og biðja ykkur liðsinnis með fyrirbæn fyrir henni. ’ ’ Þegar sezt var að borðum og farið að tala um brottför Önnu og hún sá, hve faðir hennar var dapur í bragði, strauk húu hend- inni um vanga hans og sagði: “Eg er ekki svo slæm, sem þú heldur, pabbi minn, en mig langar svo mikið til að koma ofurlítið út í heiminn og kynnast mannlífinu.’ 1 svona smáþorpum þekkjast allir og vita alt, hver um annan. Og nú þóttust menn gela frætt okkur, aðkomumennina, um það, að ungur verkfræðingur, sem unnið hafði þarna í grendinni um sumarið, hefði farið til New York. Svo að það var þá víst hann, fremur en Ameríka, sem dró Önnu hurtu frá góða heimilinu. Og reyndar var mér kunnugt um, að þetta var á rökum bygt; Anna Iiafði sagt mér það sjálf. Við vorum þarna hjá Steinsund þangað til kveldsamkoman í bænahúsinu átti að byrja, og það var, að allra dómi, reglulega ánægju- legt samsæti. Anna, þessi unga og elskulega stúlka, gekk milli gestanna, broshýr og glað- leg, og það var ofur eðlilegt og auðsætt, að liún var sólargeisli heimilisins. Aður en við skildum, las Steinsund kaup- maður stutta kafla í Guðs orði og bað bæn. 1 bæninni nefndi liann dóttur sína með nafni og sagði: “Drottinn, frelsaðu Önnu. Notaðu til þess hvaða ráð, sem þér þóknast, jafnvel þungar þrengingar, ef þess þarf með,— að- eins að við fáum að hittast aftur á himnum og vera þar saman. Heyr þá bæn, í Jesú nafni! ’ ’ Anna hlustaði á bænina, mjög hrærð; en að lítilli stundu liðinni var liún orðin jafn glöð og kát sem áður. Nokkrum árum seinna var eg á leið til Ameríku, með danska eimskipinu “United States. ” Einn daginn kom skipstjórinn til mín og sagði: Viljið þér gera mér þann greiða, að fara niður í sjúkrahúsið (þau her- bergi í skipinu, sem ætluð eru sjúklingum) og reyna að telja um fyrir konu, sem þar er, yfirkomin af sorg. Tveggja ára gamalt barn hennar dó í nótt, 0g við neyðumst til að varpa líkinu í sjóinn. Það eru fjórar dagleiðir enn til New York og heitasti tími árs. Eu konan er svo sturluð, að hún segist held.ur vilja láta fleygja ðér í sjóinn, en baminu.” Þegar eg kom inn í sjúkraherbergið, brá mér meir en lítið er eg sá, að þessi syrgjandi örvúlnaða kona var engin önnur en Anna Steinsund. Nú tjáir ekki a tala við mig um Guð,” sagði hún. “ Guð er óvæginn, liann er órétt- látur! Hann er ekki jafn góður og kærleiks- ríkur, ein og faðir minn sagði að hann væri. Væri hann það, þá hefði hann ekki látið alt þetta mikla mótlæti dynja yfir mig.” “ Anna,” sagði eg, “við höfum ekki séðst síðan í kveðjusamsætinu þínu fyrir sex árum, heima hjá guðhræddu foreldrunuim þínum. Manstu eftir fyrirbæn föður þíns ?” “ Já; eg hefi oft hugsað um þá bæn. Mér líkaði hún ekki. En auðvitað vissi eg það, að honum gekk ekki annað en gott til. En mótlætið, sem eg hefi orðið að reyna nú und- anfarið, er meira en svo, að eg rísi undir því. Fyrir yúmu ári var mér skrifað heiman að, að móðir mín væri dáin. Og nú fyrir sex vikum fékk eg bréf um það, að pabbi væri veikur, og ef eg vildi tala við hann áður en hann dæi, þá yrði eg að koma sem allra fyrst. Eg tók litla drenginn minn með mér og lagði af stað heim með fyrsta skipi. Þegar eg kom til Kristiansands og símaði heim, var mér sagt að pabbi væri dáinn. Hann dó daginn áður en Ameríku-skipið kom í höfn. Svo kom jarðarförin og allar viðkvæmu minni'ngarnar frá bernsku- og æskuárunum heima lijá pabba og mömmu, og ótal sárar ásakanir fyrir það, að eg var þeim ekki svo góð, sem eg átti að vera. Eg hafði enga eirð þar heima, úr því að þau voru horfin, og þess vegna lagði eg af stað aftur þrem dögum eftir jarðarförina, heim til mannsins míns í New York.—Og nú í nótt dó barnið mitt! Það er mér ofraun. Eg get ekki afborið það. E,£ vil óska þess, að eg gæti fengið þá til að fleygja mér í sjóinn, með barninu mínu. ’ ’ “Anna, eg vil endurtaka fyrirbæn föður þíns: “Drottinn, frelsaðu önnu! Notaðu til þess hver þau ráð, sem þér þóknast, jafnvel þungar þrengingar, ef þess þarf með,—aðeins að við fáum að hittast aftur á himnum og vera þar saman! ’ ’ “En gat það verið vilji föður míns að eg yrði fyrir allri þessari sáru sorg?” ‘ ‘ Því get eg ekki svarað; en eg er í eng- um vafa um það, að Guð er með í ráðum um alt þetta mótlæti, sem þú liefir orðið að reyna. ”------ Eftir beiðni talaði eg við greftrunar-at- höfnina kl. 1 daginn eftir. Ekki gat eg orðið var við neina hugarfarsbreytingu hjá Önnu, en hún var róleg og las í Biblíu föður síns, sem hún hafði tekið með sér heiman að. Einu sinni, þegar eg kom niður til að hughreysta liana, tók liún fram Biblíuna og sýndi mér livar skrifuð voru með fagurri rit- hönd nöfn foreldra hennar og hennar sjálfr- ar, svo og fæðingardagar þeirra og hvenær þau höfðu snúist til lifandi tiúar á Guð — en fyrir það var eyða við nafn Önnu. En neðan undir voru þessi orð rituð: “Himneski Fað- ir, veit þú fámennri fjölskyldu okkar að fá að koma til þín og vera hjá þér á liimnum um alla eilífð,—í nafni Jesú Krists!” “Þetta er líkt bæninni í kveðjusamsæt- inu forðum,” sagði Anna. Einátœðingarnir tveir Hann sat einn skjálfandi á bekk og allir hlutu að verða hissa er þeir sáu hvernig liann leit út. Hann var hnugginn — örvæntingin uppmáluð. Það var eins og síðustu leyfar lífslöngunarinnar hefðu yfirgefið liann — nema augun. Þessi björtu óeðlilega björtu og starandi augu.—Hann svelti. Hreyfingarlaus sat hann og horfði beint fram, þokubakki var yfir ánni, milli blað- lausra trjáa og nakinna teiga. Visin blöð sópuðust af tré sem stóð hjá bekknum. Varir lians bærðust. “Eff gæfan vildi aðeins varpa til mín öfurlítilli ljósrák—aðeins til að gefa mér von um — ofurlítinn matarhita að minsta kosti. En gæfan hefir víst yfirgefið mig fyrir fult og alt-------” Kuldahrollur fór um hann og hann kúrði sig betur á bekknum og lokaði augunum----- og þannig sat liann lengi og mókti. Alt í einu vaknaði hann — stirður af kulda.. Hann kendi einlivers í hægra fæti, alveg eins og hann væri þyngri en hinn, þeg- ar hann ætlaði að standa upp. Hann leit nið- ur og varð undrandi. Hundur einn hafði tylt sér á ristina á lionum og hjúfrað sig upp að honum til þess að verjast kuldanum. “Hver hefir sent þig hingað?” muldraði maðurinn. Rakkinn þrýsti sér enn fastar að honum og skalf og nötraði. Maðurinn hló. “Þú skelfur og ert ein- mana eins og eg og kemur liingað til þess að fá vemd, en þú liefir ekki hitt á rétta mann- inn, lasm.” Hundurinn horfði ofur raunalega á hann, svo laut hann höfði aftur og starði út á ána. Maðurinn sá, að ekkert liálsband var á honum og að hundskömmin var einstaklega órólegur. “Hvað lieitirðu, snati? Láttu mig sjá.” Svo hreifði hann fótinn svo að rakkinn varð að standa upp. Hann gat varla staðið á löpp- unuin og stóð þarna skjálfandi með rófuna milli lappanna. Maðurinn hristi höfuðið. Þetta var einstaklega ljótur hundur. Haus- inn alt of stór hlutfallslega og rófan vansköp- uð og lítil. Hundurinn virtist allur vera van- skapaður—nema augun, sem mændu á mann- inn, vonandi og sveltandi. Það var einhver angurblíða í þessum hundsaugum svo að maðurinn hætti við að brosa en beygði sig niður að hundinum og tók liann upp og þrýsti honum að sér. Hundur- inn þrýsti trýninu inn í lófa mannsins. “Jæja,” sagði maðurinn, “þú ert skrít- inn, en eg vil ekki hlæja að þér, jafnvel þó hvert einasta rif sjáist í þér og þú sért allur úr greinum genginn. En það er víst það eina sem eg get gert fyrir þig, að láta vera að lilæja að þér. Elkki get eg gefið þér neitt og varla getur þú gefið mér. Yið verðum báðir einmana og yfirgefnir, kunningi. ’ ’ “Fyrirgefið þér — eigi þér þennan hund?” Maðurinn á bekknum stóð forviða upp og sá vel klæddan mann standa hjá sér. “Ekki beinlínis,” svaraði maðurinn. “Eg fann hann—eða hann fann mig, réttara sagt.” Ókunni maðurin kinkaði kolli og brosti. “Hafið þér nokkuð á móti því, að láta mig fá hann ? Eg býð yður fimm pund. ” Svangi maðurinn rétti úr sér. “Fimm pund—ba? fyrir þetta ljóta afskræmi?” “ Já, það er nú sá besti, sem eg hefi séð enn. ’ ’ “Já, besti af þeim ljótustu, eigið þér við ? ’ ’ ‘ ‘ Einmitt, ’ ’ svaraði ókunni maðurinn um leið og hann settist á bekkinn og klappaði stóra hausnum, “og eg ætla mér að sýna hann. Ónei, bætti hann við og hló. “Eg er ekki brjálaður, en það á að vera sýning á skrítnum hundum í Kensington í næstu viku. Allskonar tegundir, frá þeim beztu til þeirra ljótustu. Þeir ljótustu geta orðið þeir beztu, skiljið þér. Eg á orðið talsvert safn heima, og þeir eru að vísu skrítnir, en komast þó ekki í hálfkvisti við þennan. Þetta er fárán- legasti kynblendingur, sem eg liefi nokkurn- tíma séð og eg er viss um að eg fæ verðlaun fyrir hann. Ilinn maðurin hristi höfuðið. “Þessi hundur vill ekki láta hlæja að sér,” sagði hann, en það mun fólk gera þegar það sér hann á sýningunni.” Ókunni maðurinn kinkaði kolli og fór að klappa hundinum. “Eg hlæ ekki að honum — ekki núna. Hann er soltinn, garmurinn og maður hlær ekki að þeim, sem soltnir eru,” sagði hann alvarlega. “EJn þegar hann hefir fengið fylli sína er eg viss um að hann hlær að mér. Því að liundur þessi virðist vera spaugsamur.” Maðurinn á bekknum rétti hinum hönd- ina. “Þér hafði rétt að mæla,” sagði hann, “og ef þér lofið mér því að fara vel með hann—jæja, þá getið þér tekið liundinn.” Ókunni maðurinn tók upp veskið sitt og rétti hinum fimm punda seðil. ‘ ‘ Þér ætlið þá að fara vel með hundinn, ’ ’ sagði liann og kreysti seðilinn í hendi sér. ‘ ‘ Þér megi vera viss um það! Mér þykir vænt um hunda, og þessi skal eiga góða daga,” sagði maðurinn um leið og liann tók hundinn upp. Svo stóð liann upp. “Egætla að ná í bifreið.” Hinn stóð upp líka. “ Jæja, verið þér sælir—eg þarf að flýta mér að koma nokkru af þessum peningum í lóg, eg kæri mig ekki um að segja yður, hve vel mér kom að fá þá. Og líði þér vel, snati minn. ’ ’ Hundurinn horfði á hann votum augum og lafandi tungu. Það var eins og hann brosti til mannsins. ‘ ‘ Svei mér ef eg held ekki að hundurinn hafi skilið gamnið í þessu,” sagði hann og strauk honum um hausinn. “Líði þér vel — við höfum hjálpað hvor öðrum, kunningi.” Hundurinn sleikti á honum höndina 0g skömmu síðar var ókunni maðurinn horfinn með hundinn út í þokuna. DDnFF^mniyAi padivs DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta. Phone 21 8S4 — Offlce tlmar 2-8 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manltoba CARLTON ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aBgerBir af öllum tegundum, ásamt vlrlagningu. Raf-stör ySar “disconnected" ÓKEYPIS. Alt Verk Ábyrgst H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur IögfrœOingur Skrifatofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 062 og 39 048 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPBG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenxkir lögfrœöingar 326 MAIN ST. (& öBru gólfi) Talslml 97 621 Hafa einnlg skrifatofur aB Lundar og GimU og er þar aB hitta fyrata miBvikudag I hverjum mAnuBi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimill: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson TanníceknW 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimllia 46 064 J. T. THORSON, K.C. lalenzkur lögfrœöingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMIL/LAN AVH. Talalml 42 691 DR. A. V. JOHNSON talenakur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúainu Slmi 96 210 Heimllis 38 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). ialcntkur lögmaöur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslml 71 768 Dr. P. H.T. Thorlakson 206 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phonea 21 213—21 144 Res. 114 GRENFEL.L, BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur síl beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talsimi 601 662 G. S. THORVALDSON B A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Bulldlng Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aB hitta frá kl. 10-12 f. h. og 8-6 e. h. Office Phone 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur aS sér aB ávaxta sparifé föiks. Selur eldsábyrgö og bif- reiBa ábyrgBir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraB samstundia. Skrifst.s. 96 7 67—Helmas. 38 328 E. G. Baldwinson, LL.B. falmzkur lögfrœöingur Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED NudAlœkn4r 601 PARIS BLDG., WINNIPBO ViBtalatlmi 3—6 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- Phone 36187 vega peningalán og eidaábyrgfl af 632 8HERBURN 8T.-9imi 80 877 óllu tagi. SlmlB og aemjlB um aamtalstlma i aone 94 331 Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.