Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2i. SEPTEMBER, 1933
Bls. 5
Einræði Mussolinis
ítalskir stjórnlagafræÖingar halda
því að jafnaÖi fram, aÖ fascismi
Mussolinis sé nýtt stjórnskipulag,
nýtt stjórnfræÖikerfi, er þeir nefna
korporativt réttarríki.
I raun og veru er með þessu ver-
iö að dylja þann sannleika, að
fascisminn í ítalíu er ekkert annað
en algert og fullkomið persónulegt
einræði hins rikjandi einvaldsherra,
og stjórnarfarskerfi þetta, er hið
kerfisbundna fyrirkomulag Musso-
lini, er hann hefir myndað sér, til
þess að hann geti ráðið einn öllu
innan ríkis sins.
í október árið 1922 fóru fascistar,
með Mussolini i farabroddi, sína
frægu hergöngu til Róm.
Þá braust hann til valda í land-
inu.
Upp frá því ríkti þar fullkomin
harðstjórn. En sú harðstjórn var
með alt öðru sniði en síðar varö.
Stjórnarhættir fascistanna á þess-
um fyrstu ríkisárum Mussolinis eru
á ýmsan hátt harla frábrugðnir því
er síðar varð, og koma því ekki hér
við sögu, að öðru leyti en því„ að
upp úr þeirri harðstjórn sem í ítalíu
ríkti frá okt. 1922 til ársloka 1924
spratt núverandi einræði Mussolini.
Á þessum fyrstu veldisárum Mus-
solini dafnaði í skjóli fascismans
margskonar spilling og óhæfa. Menn
með mismunandi stjórnarhæfileika,
mismunandi mikið vandir að virð-
ingu sinni, hópuðust utan um Mus-
solini og hina fascistisku valdhafa,
fengu áhrifa- og ábyrgðarmiklar
stöður—og notuðu sér aðstöðu sina
á ýmiskonar miður vandaðan hátt.
Mönnum er enn i fersku minni
hið hryllilega Matteotti morð. —
Matteotti var einn af ákveðnustu
andstæðingum Mussolini. Hann
fanst myrtur skamt frá Róm.—Þrír
af nánustu fylgismönnum og vin-
um Mussolini reyndust frumkvöðl-
ar að morðinu. — Öllum þessum
mönnum afneitaði Mussolini og úti-
lokaði þá úr flokki sínum. En al-
menningur tók það ekki sem gilda
vöru. Andstaðan gegn Mussolini
magnaðist svo, að alt ætlaði um koll
að keyra.
Einn þessara manna var Cesare
Rossi. Var sagt að enginn hafi ver-
ið meiri einkavinur Mussolini en
hann.
Er Mussolini hafði afneitað hon-
um og rekið hann úr flokknum, rit-
að Cesare Rossi mjög þungorða á-
deilugrein í tímaritið ‘II Monde.’
í upphafi greinarinnar stendur,
að öll þau óhæfuverk, sem framin
hafi verið á ítaliu, hafi Mussolini
beinlínis eða óbeinlínis stofnað til,
samþykt þau, eða a. m. k. hafi þau
verið gerð með vitund hans.
I greininni lýsti höfundur margs
konar spillingu og óhæfu sem átt
hefði sér stað undir verndarvæng
Mussolini, svo sem falsanir vega-
bréfa og flugrita, og ýmiskonar ó-
þokkabrögð, jafnvel morð.
Er grein þessi var komin út jókst
enn og margfaldaðist andstaðan
gegn Musolini, svo hann varð reik-
ull og jafnvel valtur i sessi.
í þrengingum sínum vildi hann
reyna að komast að einhvers konar
samkomulagi við andstöðuflokkana.
Um það leyti gaf vildarvinur
Mussolini og flokksbróðir, Balbo
hershöfðingi, út opinberlega til-
kynningu, þar sem hann sagði, að
hann hefði í sinni þjónustu 60 þús.
manna her, þar sem hver einasti
liðsmaður væri reiðubúinn til þess
að gera alt sem Mussolini fyrirskip-
aði.
Var yfirlýsing þessi skoðuð sem
bending um það, að ef Mussolini léti
undan andstöðuflokkunum, þá
myndi Balbo sjálfur taka i taum
ana.
Þannig var ástatt um áramótin
1924—1925, er Mussolini kallaði
alla embættismenn flokksins úr öll-
um héruðum landsins til n’ársfagn-
aðar í Róm.
Þann 3. janúar 1925 flutti Musso-
lini ræðu fyrir þeim, þar sem hann
skýrði frá með hispurslausum orð-
um hvernig komið væri, og tók alla
sökina á sínar herðar á öllu þvi sem
skeð hefði i ríkinu.—
En hann bætti þvi við, að hann
ætti líka sök á því, að andstöðu-
flokkar fengju að vera við lýði í
landinu, til þess að afskræma hug-
sjón fascismans.
Þess vegna lýsti hann því yfir, að
upp frá þeim degi skyldu allii and-
stöðuflokkar fascismans bannaðir í
landinu, og öll mótspyrna yfirleitt
gegn fascismanum.
Með því var og afnumið í land-
inu prentfrelsi og málfrelsi og öll
gagnrýni á fascismanum gersamlega
bönnuð.
Foringjar andstöðuflokkanna
urðu að flýja land.
Allir þeir embættismenn, sem ekki
voru tryggir fylgismenn fascismans
voru reknir úr embættum. En ítal-
ir, sem erlendis hafa dvalið og eitt-
hvað hafa gert til þess að skerða álit
fascismans, hafa verið sviftir ítölsk-
um ríkisborgararétti.
Svo mikil breyting varð á stjórn
arháttum Mussolini upp frá þessum
degi, að alment er skoðað, að 3.
janúar 1925 sé fæðingardagur hins
“korporativa” ítalska réttarríkis.
Eitt af fyrstu verkum Mussolini
var nú, að hann kom nýrri skipun
á flokk sinn.
Á undanförnum árum hafði hann
gert tilraunir til að hreinsa til í
flokki sínum. Árlega rak hann um
100 þús. manns ár flokknum, og tók
nýja í staðinn.
En þessar “úthreinsanir” báru
ekki tilætlaðan árangur. Inn í
flokkinn komust menn, sem reynd-
ust óhæfir, og hugsuðu um það eitt
að skara eld að sinni köku.
Því var það, að Mussolini tók
upp nýja leið til þess að endurnýja
flokkinn.
Hann stofnaði til ungmennafélaga
um alt landið, þar sem ítalskur
æskulýður er alinn upp í fascistisk-
um anda, þ. e. trúnni á ágæti fas-
cismans. En daglegt verk ung-
mennafélaganna er að vinna að lík-
amsmenning æskumannanna.
Árlega er síðan valið úr þessum
ungmennafélögum hópur félags-
manna, er komið geta til greina til
þess að fá inngöngu í Fascista-
flokkinn. En úr þessum hóp velur
síðan framkvæmdarstjóri flokksins
áveðinn fjölda er fær inngöngu í
flokkinn.
Með þessu er það trygt, að eng-
inn kemst inn í flokkinn nema þeir
sem trúa og treysta á Mussolini, og
skoða vilja hans sem sín lög.
I fascistaflokknum eru um ein
miljón mana. — Er flokkurinn eins
konar sérréttindastétt meðal þjóð-
arinnar, grundvöllur sá, sem Musso-
lini byggir vald sitt á.
Flokksmenn fascista koma fyrst
til greina við veitingu allra embætta
og opinberra starfa í ríkinu, þó aðr-
ir geti komið til greina, að þeim frá-
gengnum.
Undir einvaldsstjórn Mussolini er
ítölsku þjóðinni skift í 13 einingar
eða starfsmannadeildir, sem allar
eru aðskildar hver frá annari.
Vinnuveitendur mynda sex þess-
ara eininga, vinnuþiggj endur aðra
sex, en í þeirri þrettándu eru menn
er stunda hinar svonefndu frjálsu
atvinnugreinar, svo sem læknar, lög-
fræðingar, o. þessh.
Hver eining fyrir sig greinist i
gervalt landið, og er bygð uppp úr
sveita- bæja- og héraðasamböndum.
Vinnuveitendaeiningarnar eru
þessar: Bændur, iðnrekendur, kaup-
menn, útgerðarmenn flutningatækja
á sjó og í lofti, útgerðarmenn flutn-
ingatækja á landi og á ám, og banka-
stjórar. En einingar vinnuþiggjenda
eða verkamanna skiftast eftir sömu
reglu, svo samstæða tveggja eininga
er um hverja atvinnugrein, sem hér
er nefnd, í einni verkamenn, er
vinna að sveitavinnu, í annari verka-
menn iðnaðarins, o. s. frv.
Utan við þessar þrettán þjóðfé-
lagseiningar eru embættis- og starfs-
menn ríkisins, þar með taldir her-
menn.
Engir, sem ekki eru í ríkisins
þjónustu, geta verið utan við ein-
ingar þessar eða félagsskap þeirra.
í orði kveðnu er mönnum það
frjálst, hvort þeir vilja vera í fé-
lagsskap þeim, sem atvinna þeirra
bendir til. En allir þurfa að greiða
félagsgjöldin, hvort sem þeir telja
sig meðlimi eða ekki.
Ríkið eitt hefir rétt til þess að
gangast fyrir stofnun félaga þess-
ara, og má ekkert félag starfa sem
samkvæmt eðli sínu telur sig til ein-
hverrar af fyrnefndum einingum,
nema það hafi hlotið viðurkenning
sambandsstjórnar eða ríkisvaldsins.
Embættismenn ríkisins eru eini
tengiliðurinn milli starfsmanna-
deildanna. Risi t. d. kaupdeila, og
viðkomandi aðilar, héraðsfélaga-
stjórnir, eða stjórnir landssambands
geta ekki komið sér saman um að
sættast, þá taka embættismenn rik-
isins málið í sínar hendur. Þeir
gangast fyrir því að leitað verði
samkomulags. Þeir ganga að samn-
ingaborði með aðilum, og þeir á-
kveða hvernig samningar skuli tak-
ast, ef aðilar ekki sættast af frjáls-
um vilja.
Þessir embættismenn, tengiliðirn-
ir milli starfsmannadeildanna,
mynda korporationirnar. Af þeim
er dregið nafnið korpartivt réttar-
ríki.
Verkbönn og verkföll eru bönnuð.
Verndar rikið hag verkamanna og
getur fyrirskipað vinnuveitendum
að greiða það kaup, sem sanngjarnt
þykir fyrir hönd verkamanna.
Eignir manna eru friðhelgar.
Þar eð fascistar líta svo á, að
framtak einstaklingsins á sviði
framleiðslunnar sé þýðingarmesta
aflið í þjónustu þjóðarinnar, fær
hin frjálsa samkepni að njóta sín,
hver og einn þjóðfélagsborgari að
búa í haginn fyrir sig, eins og hon-
um sýnist, svo framarlega sem starf-
semi hans ríður eigi í bág við hags-
muni almennings. Hhefir ríkisvald-
ið það alt af í hendi sér að grípa í
taumana, þegar t. d. verðlag á vör-
um fer í öfgar, eða mistök eiga sér
stað í framleiðslunni, er valdið geta
almenningstjóni.
Fascisiminn er yfirleitt mótfall-
inn ríkisrekstri, og hafa fascistar
stofnað til fárra ríkisfyrirtækja.
Aftur á móti hefir einvaldsstjórnin
örfað menn til framtaks og stórræða
á sviði atvinnuvega og framleiðslu.
Hefir þetta tekist m. a. vegna þess,
að vinnuveitendur, iðnrekendur og
aðrir eiga auðveldara með að taka
sínar ákvarðanir og leggja sínar á-
ætlanir er þeir vita,, að þeir eru
verndaðir gegn truflunum er af at-
vinnustöðvunum ieiða.
Þá hefir ríkið og örfað atvinnu
og framleiðslu í landinu, með því
blátt áfram að láta mönnum í hend-
um stórfeld verkefni, svo sem stór-
kostlegar vegabætur og þessh.
Þing er starfandi í landinu,
“ Camera Corporativa.” Er það
löggjafarþing í orði kveðnu, en í
raun og veru ekki nema ráðgefandi.
Þingið er kosið sem hér segir:
Starfsmannadeildirnar 13, eða
landssambandsstjórnir þeirra velja
1,000 fulltrúa á sameiginlegan lista.
Eftir því sem hver starfsmannadeild
er f jölmennari, eða meira virði fyrir
þjóðarheildina, þeim mun fleiri full-
trúa fær hver deild að velja. Bænd-
ur, eða landssambandsstjórn þeirra
fær að kjösa 12% af þessum 1,000,
iðnaðarmenn 10%, iðnaðarverka-
menn 12%.
Síðan velur hið svonefnda Stór-
ráð fascista 400 menn úr þessum
1,000, er deildirnar velja, og skulu
þessir 400 vera þingmenn.
Það er að segja: í orði kveðnu
eru þessir 400 menn ekki réttkjörn-
ir þingmenn á hið ráðgefandi þing
fyr en að-afstöðnum kosningum.
Kosingarnar fara þannig fram að
kjósendur segja já eða nei um það,
hvort þeir vilja kjósa þenna eina 400
manna frambjóðendalista.
Kosningarrétt hafa alir þeir, sem
tvítugir eru að aldri og greiða gjöld
til síns stéttarfélags eða sambands,
ellegar 100 líra í beina skatta, elleg-
ar ef þeir taka á móti launum frá
ríkinu.
Eíklegt væri, að menn hirtu ekki
um að neyta þess kosnitigaC ‘ réttar”
sem svo er takmarkaður. En við
kosningarnar 1929 greiddu 90%
kjósenda atkvæði, en 98% af þeim
sögðu já við listanum, sem í kjöri
var.
í Stórráði fascista eru 50 menn.
10 eiga þar sæti æfilangt. Eru það
nokkrir forvígismenn fascismans,
svo sem Balbo hershöfðingi. Þar
eiga og sæti ýmsir þeir menn, sem
verið hafa og eru ráðherrar, skrif-
stofustjórar stjórnarráðsdeilda og
framkvæmdastjórar hinna 13 lands-
sambanda.
Hlutverki Stórráðs má aðallega
skifta í fernt:
1. Stórráð velur 400 þingmanna-
efni, sem fyr segir, úr þeim 1,000
manns, sem landssamböndin til-
nefna.
2. Það ákveður hverir skuli vera
ráðherrar.
3. Hefir tillögurétt um ríkiseríð-
ir.
4. Það er á valdi Stórráðsins hver
eigi að verða eftirmaður Mussolini.
Þegar Mussolini fellur frá, er það
í raun og veru Stórráðið, sem tekur
við verki hans, og það er á þess á-
byrgð hvernig framhaldið verður.
En yfir Stórráðinu er Mussolini,
meðan hann er uppi. Hann ræð-
ur því hverjir eru í Stórráðinu.
Hann ræður yfir landssamböndun-
um,—Hann ræður yfir héraðsstjórn-
unum. Hann skipar í öll embætti.
Og hann ræður því hverjir fá inn-
göngu i fascistaflokkinn.
Hann hefir þannig alla tauma í
sinni hendi um alla stjórn og allar
framkvæmdir í rikinu.
Hann heldur öllu í jafnvægi inn-
an ríkisins.
En hin mikla og óleysta gáta er
það, hvernig fer þegar hann fellur
frá.
—Lesb.
Smásögur um tón-
snillinga
Handel var lengi forstjóri óper-
unnar í London. Hann stjórnaði
hljómsveitinni og lék þar sjálfur á
hörpu. Var leikur hans svo dásam-
legur að áheyrendur gættu varla
annars en hlusta á hann. Söng-
mönnum mislíkaði þetta mjög og
höfðu horn í síðu hans fyrir það.
Og svo var það eitt kvöld að bráð-
lyndur ítalskur söngvari jós úr sér
yfir Handel og mælti meðal annars:
—Ef þér dirfist þess framar að
eyðileggja söng minn með hörpu-
leiknum, þá skal eg stökkva ofan af
leiksviðinu niður á hljómsveitina og
eg skal sjá um að stökkið takist
þannig að harpan ónýtist.
—Það er gott, mælti Handel ró-
lega, en þér gerið svo vel að láta
mig vita fyrir fram um það, hve-
nær þér ætlið að stökkva, svo að eg
geti auglýst það í blöðunum. Eg er
viss um að óperan græðir miklu
meira á stökkinu heldur en á söng
yðar.
Einn af þeim, sem orkti ljóð við
tónsmíðar Offenbachs hér Cremiux.
Hann var mjög montinn af ljóðun-
um og sagði að aðsóknin að óperett-
unum væri meira þeim að þakka
heldur en tónsmíðunum.
Einu sinni voru þeir Offenbach
á gangi og komu þá þar að sem líru-
kassamaður var að spila lög úr
óperettunni. “Orfeus í undirheim-
um.” Hafði fjöldi fólks safnast
þar saman til að hluta á og börnin
byrjuðu að dansa. Offenbach sneri
sér þá brosandi að Cremieux og
nrælti:
—Sjáið þér nú til hvað ljóðin yö-
ar eru dásamleg. Þau hafa gert alt
þetta fólk hugfangið.
Rossini var einus inni gestur í
veislu, þar sem ung stúlka söng
nokkur lög. Kona nokkur, sem var
sessunautur Rossini, laut að honum
og hvislaði:
—Ó, syngur hún ekki dásamlega ?
Það er alveg eins og hún kyssi hina
mjúku tóna um leið og þeir líða af
vörum hennar!
—Hún verður að gæta þess að
verða ekki óhrein um munninn,
hvislaði Rossini, því að tónarnir,
sem líða af vörum hennar eru mjög
óhreinir.
Þegar Pagnini var spurður að því
hver væri mesti fiðlusnillingur
heimsins, svaraði hann jafnan:
—Það veit eg ekki, en Pepinsky
er sá næstbesti.
Frakkar
anka varölið sitt við Rín.
Samkvæmt Parísarblöðum þ. 10.
ágúst hafa Frakkar gert ráðstafan-
ir til þess, að auka að miklum mun
varðlið sitt við Rín í Alsace (Els-
ass), að því er blöðin segja, sam-
kvæmt kröfum borgaranna á þess-
um slóðum. Hafa þeir kvartað yfir
ágengni af hálfu þjóðernisjaínaðar-
manna frá Þýskalandi. Er í því
sambandi rætt um atburð þann, sem
gerðist á brúnni við Hunigue í vor,
er þjóðernisjafnaðarmenn óðu yfir
brúna, sumir vopnaðir, og höfðu í
hótunum við frakknesku varðmenn-
ina.—Hefir nú varðlið Frakka ver-
ið aukið í þremur borgum við ána,
í Hunigue, Kembs og Chalampé. I
nánd við Chalamppé er nýbygt, ram-
gert vígi, sem er einn liðurinn i
landvarnarkerfi Frakka á austur-
landamærunum.—Vígi mega Frakk-
ar reisa í Hunigue, samkvæmt al-
þjóðasamningum, vegna þess, hve
nálægt borgin er svissnesku landa-
mærunum. I Kemb á varðliðið að
gæta rafmagnsstöðvar mikillar, sem
nýlega er fullgerð. Sést af þessu,
að Frakkar treysta þjóðernisjafn-
aðarmönnum lítt. í opinberum til-
kynningum segir að eins, að nauð-
synlegt hafi verið að auka varðhð-
ið, til þess að koma í veg fyrir æs-
ingar nálægt landamærunum, sem
blöðin segja, að þýskir þjóðernis-
jafnaðarmenn séu líklegir til að gefa
tilefni til, ef að eins veikt varðlið
sé fyrir hendi Frakklandsmegin ár-
innar.—Blöðin ræða ennfremur um
atburð, sem nýlega gerðist í Saar.
Þýskur lögregluforingi kom að
landamærum Saar með 300 vopnaða
menn og óku þeir allir i bifreiðum
til Saarbrucken og kröfðust þess af
lögreglustjóranum, að komið væri í
veg fyfir undirróðurstarfsemi kom-
múnista í Saardalnum og beint væri
gegn Þjóðverjum. Saar-stjórnin
mótmælti þeirri skoðun Þjóðverja,
að þessi leiðangur þjóðernisjafnað-
armanna til Saar sé ekki brot á
samningum um Saar-héraðið, og
hefir sent tvær orðsendingar til
Berlin og krafist þess, að yfirvöld
þau, sem fyrirskipuðu leiðangurinn,
verði látin sæta ábyrgð fyrir tiltæki
þetta. — Blöðin í Belgíu, segja
frakknesk blöð enn fremur þenna
dag, ræða mjög um það, að belgisk-
ur maður, sem skrapp yfir landa-
mærin til Þýskalands, var handtek-
inn og gefið það að sök, að hafa
skotið skjólshúsi yfir flóttamann
frá Þýskalandi. Hafi Þjóðverjar
tilkynt, að Belgíumaðurinn verði
ekki látinn laus fyr en flóttamaður-
inn skili sér heim til Þýskalands
aftur.
Ferð til íslands
MEÐ
CANADIAN PACIFIC
STEAMSHIPS
er fljót og 6dýr
Siglingar frá Montreal og Quebec dag hvern um hina stuttu
St. Lawrence leið
Voldug “Empress of Britain,” hraðskreiðar "Duehesses” og hin
gððkunnu “Mont” eimskip
Hafa öil priðja og Tourist farrými
Hraði og þægindi ábyrgst. Gott farrými, gott fæði. Margar skemtanir.
Sanngjarnt verð.
Annast um öll nauðsynleg skilríki, vegabréf og
skýrteini, er nægja til þess að fá landgöngu aftur
I Canada.
Spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða skrifið
W. C. Casey, Steamship Gen’l. Passgr. Agent
372 Main Street, Winnipeg, Man.
THE GIRL WHO
IS HAPPY
This girl who is really happy is the one who is useful, inde-
pendent, self-reliant, self-supportíng—and the ability to be self-
supporting is the result of training—always.
The mastery of stenography furnishes a sure means of self-
support—and the mastery may be quickly attained.
A few months in our shorthand department will qualify the
average young lady having a High School education, some native
ability, and the inclination to work, for a good position where pro-
motion wili be certain.
Stenography will give her a respectaLle place among respect-
able people who appreciate worth and accomplishment.
You should write, call or telephone for free, valuable informa-
tion ooncerning our work.
TUITION RATES
Day School (full day)........$15.00 a month
Day School (half day)........$10.00 amonth
Night School ................$ 5.00 a month
Mr. Ferguson’s policy of providing “Better Teachers and Better
Employment Service” has attracted more 'than 40,000 students
to this College during the past twenty years. In fact, it is quite
impossible to secure better value in business education than is
available at “The Success.”
ENROLL NOW
Phone 25 843
BUSIN ESS COLLEGE
D. F. FERGUSON, PORTAGE AVE.
President and Principal at Edmonton St.