Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1933 Bls. 7 KAUPIÐ ÁVALiT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNIPEG, MAN og beiS nú eftir, hvert ekki kæmi meira. Hann leit á það, sem hann hafÖi skrifaÖ. ÞaÖ var fullkomin játning, en mundi hún verÖa tekin gild? Belmont hafÖi játaÖ sig sek- an um moröiö á Austery Barling. Mundi rétturinn taka tillit til þess, er dauÖveikur maÖur rausaÖi um í hitaórum sínum? Rétt á eftir heyrÖu þeir bíl nema sta,ar fyrir utan, og að vörum spori var litla hurÖin bakdyramegin opn- uð, og læknirinn kom inn. Hann kinkaÖi kolli til Fieldings og gekk þegar að rúminu. “Jæja þá,” tautaði hann. “Loks- ins! ÞaÖ hefir dregist lengi. 'Eg hefi furðað mig á því, aÖ hann skuli hafa enst svona lengi. Lungun eru veik, og hjartað heldur ekki sterkt.” Hann laut ofan aÖ sjúklingnum, sem lá á bakið, setti heyrnarpípuna á brjóstiÖ—nálægt hjartanu — og rétti sig svo aftur. “Hvernig er útlitið?’’ spurði Fielding. “Hann á ekki langt eftir. Ef til vill fáeinar mínútur. Eg hefi búist við þessu svo að segja daglega síð- ustu fimm árin. Það er nærri því kraftaverk að hann skuli hafa skrölt svona lengi. Hann hefir fengið mörg köst af “Angina.” I seinasta skiftið hélt eg, að það væri alveg úti um hann. En hann hefir verið feikilega seigur. Það mætti jafn- vel segja þrautseigur.” “ÞaÖ er þá ekkert að gera við þessu?” mælti lögmaðurinn. “Alls ekkert.” “Alveg nýskeð hefir hann—hérna í návist okkar—játaÖ sig sekan í morði , Austery Barlings,” mælti Fielding rólega. “Hann sagði mjög greinilega frá því.” Lækninum varð sýnilega hverft við. “Þetta er ótrúlegt,” mælti hann. “Hann hefir þjónað Barling með trúmensku í mörg, mörg ár. Hversvegna hefði hann átt að gera þetta ?” “Það var gömul óvild þeirra á milli eftir því, sem eg kemst næst, ’’ mælti lögmaðurinn. “Og hann hef- ir í mörg ár setið um tækifæri til að framkvæma þetta, sem loksins hepnaðist honum. Fyrir þrjátíu ár- um gerði Barling honum blóðugan órétt, og það er ástæðan til þess, að Jerome drap hann að lokum.” “Hver—hver er að segja það?” Jerome opnaði alt í einu augun og starði sljólega út í loftið. “Hver er að segja það ? Það er lygi—það er lygi!”, “Það er eg, sem segi það,” mælti lögmaðurinn og laut ofan að hon- um. “Þér hafið sjálfur játað það. Hvert orð, sem þér hafið sagt, hefir verið skrifað upp. Það er ekki til neins fyrir yður, að neita þvi.” “Hvað — hvað kemur mér það við,” tautaði Jerome án þess að skifta sér minstu vitund af því, sem Fielding sagði. “Eg ligg hérna og get ekki hreyft mig. Hver er kom- inn? Er það læknirinn. Hvað vill hann hingað? Eg sagðist ekki vilja læknir. Hvar er Fanny? Eg sagði henni, að hún mætti ekki sækja lækninn.” “Það var eg sem sagði henni það,” mælti Fielding. “Hvað er um að vera? Hvers- vegna komið þér liingað?’’ Jerome leit aftur á lækninn. “Þér eruð veikur, Jerome. Þér eruð mjög veikur,” mælti læknirinn hátiðlega. “Eg vil ráða yður til, ef þér hafið eitthvað að segja—ef þér hafið eitthvað á samvizkunni . . .” “Samvizka,” tautaði Jerome, “samvizkan hefir aldrei ónáðað mig, eg er ekki einn af þeim, sem klessast saman eins og blaut dula aðeins af því, að þeir eiga að deyja. Eg hefi ekkert, sem þyngir mig. Það sem eg hefi gert, það hefir eg gert. Eg ætlaði að drepa hann, og eg gerði það. Eg sé svei mér ekki eftir því. Eg skyldi gera það upp aftur, hve- nær sem væri. Þetta er dóttir hans —Fanny. Alt sem hér er ætti að vera hennar eign. Það væri ekki nema rétt og sanngjarnt. En þann- ig verður það nú ekki, því Lizzie var ekki gift honufn. Hún telst ekki með.”— “zEtlið þér að láta saklausan mann gjalda glæps yðar,” spurði læknirinn. “Svarið mér, Jerome, það getur þó ekki verið áform yð- ar ?” “Jú, það ætla eg, svei mér þá. Fjandinn hafi hann. Eg hata Bel- mont. Hann skal verða hengdur. Látið þá bara hengja hann. Alt hyskið-------” Fielding gaf Jamieson merki, að hann skyldi koma að rúminu. “Lesið nú upphátt, það sem þér hafið skrifað,” mælti hann. Jamieson las alla játninguna hægt og skilmerkilega. “Er þetta satt, sem hér er skrif- að?” spurði Fielding og laut niður að sjúklingnum. “Já, víst er það satt. Trúið þér því ekki að það sé eg, sem gerði það ?> Eg hataði hann, djöfulinn þann arna. Og þegar eg hefi sagt það, þá er það satt. En hvað kem- ur mér það við? Eg skrifa ekki undir það. Við skulum bara láta hengja hann fyrir það—það þætti mér gaman. Eg hefi alt af hatað hann—Ralph Belmont.” “Hann getur ek'ki skrifað undir,” mælti læknirinn. “Hann hefir blátt áfram ekki krafta til þess.” “Þetta er lygi, sem þú ert að segja, læknir. Eg hefi nóga krafta. Það veit enginn, hvað eg get. Eng- inn þekkir mig. Eg hefi snúið á þá alla—alla saman." Og Jerome hló aftur tryllingslegan kuldahlátur. “Haldið þér, að þér getið skrifað undir skjalið það arna?” spurði læknirinn. “Því trúi eg ekki. Þér hafið ekki krafta til þess.” “Já, en eg segi að það sé lygi—eg get svei mér skrifað undir. Eg hefi nóga kraftg. til þess, og þótt meira væri. Eg gæti rotað hann einu sinni enn, ef þess væri þörf. Komið bara með pennann, svo skal eg sýna ykk- ur, að eg get skrifað undir. Getur enginn ykkar stutt mig? Eg skal sýna ykkur, að læknirinn þarna er lygalaupur, þegar hann segir, að eg sé máttlaus. Komdu hingað, svo skal eg skrifa.” Iíann greip pennann með alveg ótrúlegum krafti, er átti rót sina að rekja til fádæma þverúðar hans og þrjózku, og reyndi að krota nafn- ið sitt. “George,” skrifaði hann, og því næst “Jero—”, þá datt penninn úr hendi hans. Augu hans glentust upp og störðu út í bláinn. Brjóstið gekk upp og niður, eins og í krampahviðum, svo seig hann alt í einu saman og höfuð- ið féll niður á koddann. Hann var dáinn. “Nú skrifa eg nafn mitt undir, sem vitni,” mælti Fielding, “og þér hr. læknir, og þér, hr. Jamieson, verðið einnig að skrifa undir.” Þeir skrifuðu svo báðir undir og Fielding tók við skjalinu. “Nú sendi eg dómsmálaráðherr- anuin þetta skjal, eða réttara,—eg fer með það sjálfur. Eg fer undir ins. Ralph Balmont skal ekki þurfa að sitja í fangelsi einni mínútu leng- ur, en auðsynlegt er.” Flóðið mikla í Borgar- íirði Morgunblaðið átti í gær tal við ýmsar símastöðvar í Borgarfjarð- arhéraði um hið dæmalausa f lóð sem þar varð. Fer hér á eftir frásögn þeirra um flóðið og tjón það, sem af því hefir hlotist. Fjórar brýr brotna. Bílar teptir. Fornahvammi. í vatnavöxtunum miklu hafa brotnað fjórar brýr, sem menn vita um, tvær á Bjarnadalsá, ein rétt fyr- ir ofan Hvamm í Norðurárdal á Litlá og ein lítil brú á farveg skamt fyrir ofan Fornahvamm. Munu þó bílar geta komist þar yfir. Geitabergi. Hér voru 4 bílar í nótt, tveir á norðúrleið og tveir á suðurleið. Eru þeir teptir, því að ekki er hægt að komast lengra en að Hraunsnefi noröur á bóginn og vegurinn fyrir Hvalfjörð er ófær vegna þess, að skriða hefir hlaupið á hann. Stórkostlegir heyskaðar. Dalsmynni. Flóðið hér í Borgarfirði staiar aðallega; frá Norðurá, og hefir ekki komið annað eins flóð um þetta leyti árs i manna minnum. Allar smáár og lækir belgdust líka upp, og komu fossandi straumföll í gilj- um, sem vanalega eru þur. Svo var flóðið mikið að dalurinn var allur eins og hafsjór. Skriða hljóð yíir bílveginn hér skamt fyrir framan, og sér nú ekki örla á hann á löngum kafla hér á milli og Hvamms. — I morgun kom hingað maður ríðandi frá Ilvammi. Þræddi hann veginn af því að hann vissi hvar hann lá, en svo var aurinn víða mikill, að hann hélt að hestur- inn ætlaði ekki.að hafa sig fram úr honum, var sumsstaðar kviðhlaup þar sem áður var glerharður bg rennsléttur vegur. Um tjón af vatnsflóðinu vita inenn ekki svo gjörla enn. Heytjón hefir orðið mikið viða, t. d. skolaði flóðið burt 300 hestum af heyi á Hreðavatni og öðrum 300 hestum á Hrausnefi. Eitthvað af fé hefir farist í flóðinu og voru menn þó í allan gærdag önnum kafnir við það að bjarga fé úr Norðurá. En í dag er farið að reka dautt fé upp úr ánni. Flóðið fór að minka í morgun og hefir sjatnað mikið í dag. Um þessar mundir (kl. 3) komu hingað 3 bílar að norðan. Höfðu þeir ver- ið 11 saman, en 9 urðu að staðnæm- ast hér skamt fram i dalnum. Festist einn þeirra í aurnum og komst hvergi, og áræddu þá hinir ekki að halda lengra. Þessir þrír bílar, sem hingað eru komnir, snúa nú undir eins aftur, til þess að sækja ferða- fólkið úr hinum bílunum. Svignaskarði. Talið er, áð um 3,000 hesta af heyi hafi flóðið tekið eða jafnvel meira. Mestu heyskaðarnir eru í Munaðarnesi, Hlöðutúni, Arnar- holti (um 500 hestar sem voru í sæti og flekkjum), Stafholti, Svarfhóli, Melkoti, Flóðatungu, Svignaskarði, Fróðhúsum, Sólheimatungu, Galtar- holti, Eskiholti, Ferjukoti og Ferju- bakka. Tjr Norðurárdal hefir frést, að þar muni hafa orðið talsverðir fjár- skaðar. Einn maður sá flóðið hrífa 17 kindur í einu. Aldrei í manna minnum hefir komið hér annað eins flóð um þetta leyti árs. Er það líkast flóðinu mikla, sem gerði um jólaleytið 1926. í morgun byrjaði það þó að fjara, og er nú farið að örla á hæstu hóla á engjum, en annars var alt láglendi sem úthaf, alla leið frá Dalsmynni og að ármótum Norðurár, Gljúfrár og Hvítár. Flóðið liefir eigi aðeins valdið þeim skemdum, að sópa burtu heyi bænda, heldur hefir það einnig eyði- lagt engjar og bithaga, því að þar sein áður var mikill gróður, er nú aðeins aur og sandur, sem flóðið hefir borið fram. Skriða skcmmir tún. Stóra-Kroppi. Miklir vatnavextir hafa orðið hér, meiri én nokkur dæmi eru til áður. Urðu allar ár ófærar, en flóð urðu ekki svo að tjón hlytist af. Skriða hljóp á túnið á Gullbera- stöðum i Lundareykjadal og mun hafa tekið af því setn svarar 10 dag- sláttum. A Mýrurn varð ekki tjón af vatna- vöxtunum. Hér var aftakarigning í gær og kom gríðarvöxtur í allar ár og læki, en ekki hefir orðið að því tjón, svo að kunnugt sé. Vegir eru hér óskemdir af vatn- inu, og hafa bílar verið á ferð fram og aftur í allan dag, og ekki hindr- ast neitt. T. d. hafa vegamenn, sem voru áður hér fyrir vestan, verið að flytja tjaldbúðir sínar í dag hér suður fyrir, að Fíflholtum. Flafa þeir farið tvær ferðir, og segja að vegurinn sé ágætur. t Dölum urðu talsverðir heyskaðar. Harrastaðir. Hér um slóðir hafa orðið afskap- legir vatnavextir, eins langt og! spyrst, en samgöngur hafa verið litl- ar í dag, sennilega vegna þess að ár og lækir eru ófærir og má því vera að ekki hafi enn frést um alt það tjón, sem af vatnavöxtunum heffr stafað.—Þessir vatnavextir eru hin- ir mestu, sem menn muna, og hafa víða eyðilagt engjar með aurfram- burði. Heyskaðar hafa orðið miklir víða, og er þó enn ekki vitað hve miklir þeir eru. Mestir hafa þeir orðið hér á Harrastöðum, Stóraskógi, Sáíiða- felli, Kvennabrekku, Kirkjuskógi, Kringlu og Snóksdal. Til þess að fá sem glegst yfirlit yfir tjón það, á brúm og vegum, sem vatnsflóðið olli, sneri Morgunblaðið sér til skrifstofu vegamálastjóra og fékk þar ýmsar upplýsingar um á- standið á vegunum út á landi. Vega- málastjóri er sjálfur í ferðalagi um Norðurland, en fulltrúi hans, Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, lét blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar: 1 Nórðurárdal Alvarlegastar skemdir urðu á veginum í Norðurárdal í Borgar- firði. Þar fóru, sem fyr var frá sagt, tvær steinbrýr á kvíslum á Bjarna- dalsá, undan Dalsmynni. Nálægt 20 metra vegarkafli, beggja megin brúnna sópaðist burtu í flóðinu. Einnig flæddi yfir þjóðveginn á ýmsum stöðum í Norðurárdal, sóp- aði flóðið burt slitlagi af veginum og vegköntum; einnig féllu skriður yfir veginn á köflum. Til marks um það, hvérnig um- horfs var þarna, má geta þess, að önnur brúin var horfin með öllu og sást hvergi leifar af henni. Af hinni brúnni sást aðeins annar stöpullinn. Þá sópaðist burtu brú af Litlá hjá Hvammi í Norðurárdal. — Hafði vatnið tekið brúna (steinsteypubrú) og svift henni til hliðar fulla lengd sina og auk þess brotið stórt skarð í veginn. Hvítárbrautin. Á Hvítárbrautinni rann vatn yfir veginn vestan við brúna á Ferju- kotsskýli, og skolaði burtu ofaní- burði og braut niður vegbrúnir. Þá hafði flóðið rofið nokkuð úr veginum hjá Hvítárvöllum á rúml. 100 metra kafla. En efnið mun þó að mestu nothæft aftur, og er þegar byrjað aS endurbæta veginn þarna. Skriðuhlaupið á Iivalfjarðarvegi. Á veginum inn fyrir Hvalf jörð I urðu miklar skemdir, einkum hjá Hvammi, innan við Reynivallaháls. Þar féllu tvö stór skriðuhlaup á veg- inn á löngum kafla, svo umferð tept- ist algerlega.—Einnig má búast við að skriður hafi fallið úr Þyrilshlíð- inni, og tept veginn þar. Engar skemdir urðu á brúnum á Brynju- dals- eða Botnsá. Flokkur mann er nú kominn á vettvang til þess að ryðja skriðun- um burt af veginum, svo leiðin geti opnast sem fyrst aftur. Við Markarfljót. Þar var alt umflotið í vatni,, og miklir erfiðleikar á að halda efni fyrir vatnsflóðinu, svo sem timbri og öðru„ sem nota þarf við mann- virkin þar eystra. En ekki hafði í gær orðið neitt verulegt tjón á mannvirkjum, hvorki á brúnni né varnargarði. Þó hafði byrjað að grafa frá ein- um stauraokanum undan Markar- fljótsbrúnni, en ekki virtist útlitið þannig, aö óttast þyrfti frekari skemdir. IIjá Klifanda Brúin á Klifanda í Mýrdal var fullgerð fyrir viku, en verið var að ganga frá uppfyllingu og vegi beggjá megin brúarinnar. í fyrrinótt kom feikna vöxtur i ána.—Flæddi hún yfir alla aura og liktist hafsjó. Flóðið svifti burtu einum stauraokanum undir brúnni á ánni, og var brúin farin að síga um miðjan dag í gær, en þó ekki talið, að alvarleg hætta væri á ferðum. Einnig urðu skemdir á uppfyll- ingunni austan brúarinnar. Hafursá í Mýrdal olli einnig nokkru tjóni á bráðabirgðabrúm þeim, sem á henni eru, En þetta eru smábrýr og tjónið smávægilegt. Mbl. 9. sept. Jólagestur (Framh. frá bls. 3) Og ungi maðurinn fór að segja þeim frá þvi, sem fyrir hann hafði komið. Þegar hann mætti ókunna manninum, og þeir töluðust við um mömmu hans og jólin heima. Hann sagði frá för sinni burt úr bænum og heimilislausrahælinu. Það var eins og hann væri að segja frá draum, og þó var draumurinn svo greinilegur. Það var auðséö að honurn var alvara, hann var ekki að leika á þau. Eitthvað hafði borið fyrir hann, sem mönnum var of- vaxið að útskýra. Konan leit til manns síns, og það brá einkennilegum ljóma í augnaráð hennar. “Vertu hjarna hjá okkur um jól- in! Þú átt hvergi samastað hvort sem er. En fyrst af öllu þarftu að fá þur föt.” Og hann fékk föt af syni þeirra til að klæðast í. Og hann var settur í sæti sonarins við borðið. Húsbóndinn var ekki far- inn að mæla orð frá vörum, en gömlu augun hans voru full af tár- um, og hann átti bágt með að verj- ast grátinum, þegar ungi maðurinn var sestur við borðið i sæti sonar- ins. En það voru samt komin jól inn í stofuna þeirra. ösýnilegi heimur- inn hafði færst nær, og það var huggun og friður, sem fylti hjörtu foreldranna. Þegar þau buðu hvert öðru góða nótt og ætluSu að ganga til náða, ókunni pilturinn átti að sofa í svefn- herbergi sonar þeirra, lagði gamla konan hendur á öxl honum og sagði: “Eg trúi þvi fastlega, að það hafi verið hann sonur okkar, sem vísaði þér hingað heim. Guð hefir leyft honum að leiða okkur gömlu hjónin á hinn rétta veg. Við hugsum alt of mikið um sorgina og söknuðinn, og gleymum bæði Jesú og jólunum— og öllu öðru. GuSi sé lof fyrir að þú komst. Þú hefir verið eins og blessaður engill, þó þú vitir það ekki.” Gömlu hjónin töluðu saman um atburð kvöldsins, fram eftir nótt- unni; en ungi maðurinn lá í rúminu inni í svefnherbergi sonarins. Hann gat ekki sofnað. Hann horfði út um gluggann, og sá stjörnur, sem tindruðu á himninum, og hann fór að hugsa um jólin sín litima hjá mSður sinni. Það var friður í hug- ■ skoti hans. Honum fanst hann hata fundið Guð aftur—eins og ]'>tgar hann var barn. Honum fanst hann vera kotninn heim. (G. L. þýdd' lausicga) —Bjartiú. \ \ Þegar þér þarfniát Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd • sem mun fullnægja þörfum yðar / \ 1 i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.