Lögberg - 05.10.1933, Side 8

Lögberg - 05.10.1933, Side 8
Bls. f< LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER/1933 Úr bœnum og grendinni G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og laugardegi í I.O.G.T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stund- víslega kl. 8.30 að kvöldinu. $16.00 og $20.00 í verðlaun. Govvler’s Or- chestra. Framherbergi til leigu að 522 Sherbrook Street, með aðgangi að eldavél ef þörf gerist. Mjög sann- gjörn leiga. Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund á f imtudagskvöldið 12. október að heimili Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessie Ave. Mr. og Mrs. Herbert Helgason frá Gimli, fóru suður á Chicago- sýninguna fyrir síðustu helgi og bjuggust við að verða að heiman í hálfsmánaðar tíma. / Þeir Þórður kaupmaður Þórðar- son, Jón hóteleigandi Þorsteinsson og Guðmundur Magnússon, allir frá Gimli, komu sunnan úr Bandarikj- um síðastliðinn sunnudag. Heim- sóttu þeir sýninguna í Chicago, auk þess sem dvalist var við í ýmsum öðrum hinna stærri borga. Létu þeir félagar hið bezta yfir förinni. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar (5. deild), selur heimatilbúinn mat á laugardaginn kemur þann 7. þ. m., að 625 Sargent Ave., skamt frá Maryland. Fæst þar meðal ann- ars rúllupylsa, lifrarpylsa, brúnt brauð, pies og margt fleira. Einnig fást þarna ágætar þurkur, er hverju heimili koma vel. Um verðlag er ekki að efast; það er sanngjarnara en frá þurfi að segja. Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Munið stund og stað- Hið yngra kvenfélag (Junior Ladies’ Aid, Fyrsta lúterska safn- aðar, efnir til kveldverðar í sam- komusal kirkjunnar á miðvikudags- kvöldið þann 11 þ. m„ kl. 7. Aðgangur fyrir fullorðna 35C, en börn innan 12 ára aldurs, 25C. Mrs. J. D. Jonasson, General Convenor Mrs. J. G. Jóhannsson Table Convenor Table Captains: Mrs. G. Finnbogason Mrs. H. Winneke Mrs. C. L. Campbell Mrs. O. Skagfeld Mrs. F. Thordarson. Um skreytingu annast: Mrs. O. V. Olafson Mrs. B.. Baldwin Mrs. C. Carswell. Mrs. B. H. Olson hefir söngfor- ustu og skemtanir með-höndum, og getur fólk því vissulega reitt sig á uppbyggilega skemtun. Þess er að vænta að fólk muni stund og stað og f jöfmenni á manna- mót þetta. Við kaupum og seljum allar teg- undir af saumavélum. Skrifið til 300 Notre Dame, Winnipeg. Ph. 22498. Laugardaginn 23. sept. voru þau Jóhannes Gottfred, sonur Mr. og Mrs. J. Gottfred (Gottskálksson) frá Winnipeg og Eline Magnússon frá Selkirk, gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteinssyni. Hjónavígslan var framkvæmd í ís- lenzku lútersku kirkjunni í Selkirk. Mrs. Murdoch söng einsöngva, söng- flokkurinn söng sálm, en Mr. Gunn- laugur Oddson var organistinn. Brúðgumann aðstoðaði Mr. Albert M. Young frá Winnipeg og brúðar- mær var Miss Theda Magnússon, systir brúðarinnar. Faðir brúðar- innarþ Mr. Jón Magnússon, leiddi brúðina að altari. Kirkjan var al- skipuð fólki. Að vígslunni lokinni sat fjöldi vina rausnarlega veizlu á heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. J. Magnússon, 389 Taylor Ave., í Selkirk. Næsta dag lögðu brúðhjónin á stað í skemtiferð til Vancouver í British Columbia. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Gjafir til Betel Kvenfél. Bræðrasafnaðar, Riverton . .á...........$10.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave. Wpg. EXTRA!! Um stundarsakir Fatnaðir, Kjólar, Yfirhafnir hreinsaðir og pressaðir 55c Sótt og flutt heim Smá-aðgerðir ókeVpis PHONE 42 368 Office & Plant 123 Osborne rORT ROUGr r CLEANERSL Est. 23 Years Aætlaðar messur i norðurhluta Nýja íslands í október : 8. okt. í Riverton kl. 2 e. h.; 8. okt., i Árborg, kl. 7 e. h.; 15. okt. í Hnausa, kl. 2 e. h.; 15. okt. í River- ton, kl. 8 e. h.; 22. okt. i Geysir, kl. 2 e. h.; 29. okt. í Árborg, kl. 11 f. h.; 29. okt. í Víðir, kl. 2 e. h. Sig. Ólafsson. Guðsþjónustur við Churchbridge og i grendinni: í kirkju Konkordia safnaðar þ. 8. þ. m. kl. 1 e. h.; þ. 15. í Hóla- skóla við Tantallon kl. 11 fyrir há- degi og í Valla-skóla kl. 3 e. h. sama dag; þ. 22. í kirkju Konkordia safn- aðar; þ. 29. í kirkju Lögbergs safn- aðar.—Menn eru beðnir að minn- ast þessa.—Á. S. C. Dr. Tween verður staddur í Ár- borg á föstudaginn þann 12. þ. m. í bréfi til ritstjóra Lögbergs frá séra Birni O. Björnssyni, presti að Brjánslæk,. biður hann þess getið að tímaritið “Jörð,” sem hann er útgefandi að fáist sent vestur fyrir $1.25 árgangurinn. Séra Egill H. Fáfnis frá Glen- boro, Man., er staddur í borginni um þessar mundir. Þakklæti Við ekkja og börn séra Jónasar Sigurðssonar, finnum okkur bæði ljúft og skylt að þakka þeim hinum mörgu, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur hluttekningu, er ást- vinurinn okkar var burtkallaður. Fjöldi samúðarskeyta barst okkur úr öllum áttum, heill skari fólks vottaði hluttekningu með nærveru sinni við kveðjuathafnirnar, bæði í Winnipeg og Selkirk, og margir sendu dásamleg blóm sem fagran samúðarvott. Við höfum ekki séð veg til að tjá hverjum einstökum bréflegt þakklæti, en af hrærðu hjarta þökkum við hér með öllum þessum vinum. Alt slíkt bróðurþel gladdi okkur og hjálpaði í okkar sáru sorg. Guð launi og blessi vina- hótin. Mrs. J. A. Sigurðsson B. Theo. Sigurðsson Jón O. Si Sigurðsson, Elín Guðrún G. Sigurðsson. COPPER UTENSILS ARE BACK AGAIN Burnishing Up Modern Kitchens Pots and pans that gleam like old gold! Or.e wonders why this beautiful and highly decorative ware was ever allowed to escape from the kitchen! And then, of course, there’s its wearing qualities! Every piece made for a lifetime of service. Large Covered Fry Pan With steam vent and bake- lite h a nd 1 e on cover. Price, $4.00. Dutch Oven Deep enoulgh for a pot roast and vegetables or a big chickcn. Steam vent in cover. Priee $5.25. Dish Pans M e d i u m round size. Priced, $1.98 each. Coffee Percolator Eight-cup size—attractive design. Priced, $5.50. Preserving Kettle Heavy weight that will hold an even heat for jams and jellies. Priced, each, $4.25. Convex Kettles and Sauice Pots Five-quart size. Priced, $1.98. Hardware Section, Third Floor, Portage T. EATON C° LIMITEL Dánarfregn. Þann 24. júlí síðastliðinn lézt að heimili foreldra sinna í Selkirk, Franklin Lorne Thompson, sonur Mr. og Mrs. Sveinn Thompson, fæddur n. ágúst 1917. Jarðarför hans fór f«am frá heimilinu þann 26 júlí. Auk foreldranna lifa hann eftirgreind systkini: Sena Thomp- son, Edmonton; Mrs. J. Olson, Winnipeg; Mrs. George Eby, Sel- kirk, Sveinn Thompson, Selkirk og Dr. S. O. Thompson í Riverton. Þakkarávarp í tilefni af því að við hjónin urð- um fyrir þeirri sorg að missa okkar ástkæra son, Franklin Lorne Thompson, 16 ára að aldri, þann 24. júlí síðastliðinn, þá vottum við öll- um vinum og vandamönnum vort innilegasta þakklæti fyrir öll blóm- in, sem að lögð voru á kistuna, og einnig öllum þeim, sem voru við út- förina og tóku innilegan þátt í sorg okkar. Mr. og Mrs. Sveinn Thompson, Selkirk, Man. Á miðvikudaginn þann 27. sept- ember síðastliðinn lézt hér í borg- inni -Arinbjörn Helgi Johannesson, rúmlega tvítugur að aldri. Var hann fæddur í bænum Wynyard í Sask- atchewanfylki, þann 14. maí, 1913. Foreldrar hans eru þau hjónin Magnús Jóhannesson frá Hrappa- stöðum í Vopnafirði og Margrét Jónsdóttir frá Hlíðarhúsum í Jök- ulsárhlíð, er nú eru búsett í Vogar pósthéraði við Manitobavatn. Jarð- arför þessa unga manns fór fram undir umsjón útfararstofu A. S. Bardals á föstudaginn þann 29. og var líkið jarðsett í grafreit íslend- ing^ í Selkirk. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng. Kaylakór íslendinga r Winnipeg hefir æfingu í Sambandskirkjunni á sunpudaginn kemur, kl. 3 síðdeg- is. Áriðandi að allir meðlimir mæti stundvíslega. Mrs. John Eaton frá Toronto (áður Signý Stephenson), kom til borgarinnar fyrir síðustu helgi í kynnisför til foreldra sinna, Mr. og Mrs. F. Stephenson, 694 Victor St., hér í borginni. Mun hún dvelja hér um þriggja vikna tíma. Mr. og Mrs. Björn J. Hansen frá Humbolt, Sask., voru stödd í borginni í fyrri viku, ásamt syni sínum og bróðurdóttur frúarinnar Miss Brandson. Mr. Hansen er framkvæmdarstjóri við sameignar- rjómabúið í Humbolt. KOL - COKE - VIÐUR Ef það brennur—höfum við það Midland Drumheller — Pembina PeeHess Jasper Hard Coal CITY COAL COMPANY COR. ANNABELLA og SUTHERLAND Phone 57 341 //. B. IRVING, Manager Phone 57 341 Mr. Sigurjón Thordarson frá Hnausa, Man., kom til borgarinn- ar i vikunni sem leið. Mr. Hjálmar Björnsson, ineðrit- stjóri við stórblaðið Minneapolis Tribune, hefir dvalið í borginni frá því i fyrri viku; kom hann hingað í kynnisför til ættingja og vina. Hjálmar er einn af hinum glæsi- legustu íslenzku mentamönnum vest- an hafs, mælskumaður mikill og prýðilega ritfær. Er hann sonur þeirra merkishjónanna, Mr. og Mrs. Gunnar B. Björnson í Minneapolis. Hjálmar leggur af stað heimleiðis undir helgina. Þeir Dr. B. J:. Brandson, Dr. Björn B. Jónsson og Albert Johnson ræðismaður fóru suífcr til Gardar, N. Dak., í gær, til þess að vera við jarðarför Joseph Walter. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 8. október, eru fyrir- hugaðar þannig, að morgunmessa verður í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., síðdegis messa í kirkju Víðinessafnaðar kl. 2 e. h., og kvöld- messa kl. 7, í kirkju Gimlisafnaðar. Séra Jóhann Bjarnason þrédikar.— Til þess er mælst að fólk fjölmenni. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu í kirkju Mikleyjar- safnaðar sunnudaginn þ. 22 októ- ber, kl. 2 e. h.—Fólk á Mikley er beðið að láta fregn þessa berast sem bezt um þar um eyna og að fjöl- menna við messuna. Séra Haraldur Sigmar messar sunnudaginn 8. október á Gardar, kl. 11, Svold kl. 2, ensk messa. Gleymið ekki samkomu kvenfé- lagsins á Mountain 10. október. Kveldverður byrjar kl. 6.—Fimtiu ára afmæli kvenfélagsins. Á fimtudaginn þann 5. októ- ber efnir kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar (eldri deildin) til samkomu í fundarsal kirkjunn- ar, kl. 3 síðdegis. Mrs. B. B. Jóns- son, sem nýlega er heimkomin úr íslandsför, segir þar frá hinu og þessu, er fyrir augu og eyru bar á þessu skemtilega ferðalagi. Má þess óhætt vænta, að frúin hafi frá mörgu fróðlegu og skemtilegu að segja. í sambandi við mót þetta verður “Silver Tea” og eru allar íslenzkar konur boðnar og velkomnar þang- að. Kaflar úr sögu Eftir Birkirein. Svo vissirðu að faðir minn bjarg- aði mér, rétt þegar hesturinn var að fara á sund,” bætti hún við. “Svo það var lítið að þakka mér fyrir nema óþæginda og gapaskapinn, og þykir hvorugt þakkarvert.” “Já, en þú sagðist ekki hafa verið hrædd,” inti Þuríður. “Eg var það ekki,” sagði Borg- hildur og andaði djúpt og, fegin- samlega. “Stundum sé eg eftir að eg fékk ekki að ríða sundið,” bætti hún við. Þuríður leit fljótlega á hana. “Þá hefðirðu kannske druknað, það er nærri ómögulegt að ríða í svoleiðis söðli á sundi. Að minsta kosti er það afar hættulegt.” “Eg veit það,” anzaði Borghildur snögt. “En ef maður reynir ekki hlutinn, þá veit maður ekki hvernig hann er.” “Það—er—nú víst rétt,” anzaði Þuríður hikandi. “En maður á ekki að hætta lífi sínu.” “Það er alveg rétt, Þuríður litla, og maður á að vera hlýðinn við föð- ur og móður og aðra þá, sem vilja manni vel.—Eg er bara svona gerð, að mig langar að fara minn veg. Börn eiga ekki að gera það,” bætti hún við og leit brosandi til Þuríðar. “Ætlarðu að ríða klifið á morg- unn?” spurði Þuríður og horfði kankvislega á Borghildi. Borghildur hugsaði sig um áður en hún svar- aði. “Viltu lofa mér því, að segja eng- um það, ef eg segi þér hvað eg hefi í huga um það?” “Já, eg skal engum segja það,” anzaði Þuríður hiklaust og horfði með eftirvænting á Borghildi. “Ertu viss um að þú farir ekki til kirkjunnar á morgun?” spurði Borghildur. “Já, það er eg alveg viss um,” anzaði Þuríður. “Það er enginn hestur til handa mér. Svo léti mamma mig ekki fara svo langt, nema hún færi sjálf.” “Jæja, Þuríður, eg skal þá segja þér að eg ætla að ríða klifið, og eg hlakka mest af öllu til þess, í þess- ari kirkjuferð.” Þuríður leit á Borghildi, öll í einu brosi. “Og við sem héldum í vor, að þú værir ekkert nema fínheitin!” “Það er nú máske ekkert annað en hégómi þetta fyrir mér heldur, en hitt get eg ekki skilið af hverju þið hélduð eg væri svo fín. Sannar lega á eg ekki svo mikið af fínum fötum.” “Það var búið að segja okkur að þú værir ósköp fín.” “Eg!” Borghildur leit á Þuríði forviða. “Hver sagði ykkur það?” —“Piltarnir"—“Hvaða piltar?” “Þeir, sem voru til róðra.”—Það dimdi yfir Borghildi og Þur.íður þagnaði. “Eg þekti ekki marga þeirra.” “Þú þektir hann Elías frá Seli,” sagði Þuríður og leit aftur kankvís- lega til Borghildar. Borghildur hnyklaði brýrnar. Hver hefir sagt þér eg þekti hann?’ “Allir og eng- inn. Hann beiddi þín og þú vildir hann ekki.” “Þuríður, þú mátt aldrei segja þetta aftur; það er ljótt.” “Er það þá ekki satt?” spurði Þuríður hálf sneypulega. “Við sleppum þessu tali, Þuríður litla. En eg vona að þú hugsir ekki Pianokensla Mrs. Ragnar Gíslason (áður Elma Árnason, er nú byrjuð á piano- kenslu að heimili sínu, 753 Mc- Gee Street hér í borg—og æskir íslenzkra viðskifta. að eg sé montin eða hégómleg.” “Nei, nei,” sagði Þuríður með á- kefð. Mér er vel við þig og mamma segist aldrei hafa haft vandalausa stúlku, sem sér hafi verið betri.” “Eg vona að pabba þinum finn- ist eg vinna fyrir kaupinu, sem eg er ráðin fyrir. Eg er alt af svo hrædd um að eg orki ekki vinnunni. Og eg hræðist það meir en nokkuð annað, ef eg fengi minna en um var talað. Það væri óttaleg skömm Svo væri þá ekki hægt að telja mig fullgilda vinnustúlku, en nú eru hús- bændur mínir að borga mér f jörutíu krónur fyrir árið. Það er allmikið kaup, og fátækt fólk getur ekki borgað það, bara fyrir húsvinnu, þessvegna langar mig svo að fara í kaupavinnu, því þá er eg viss um að eg vinn fyrir árskaupinu.” “Það er satt, það er mikið.” Framh. Albert Stephensen A.T.C.M.—L.A.B. (Pract.) Piano-kennari Nemandi Eva Clare Heimili—417 FERRY RD. Sími 62 337 CARL THORLAKSON úrsmiður Peningar fyrir gamla gull- og silfurmuni, sendir með pósti um hæl. 6 99 Sargent Ave., Winnipeg Heimasimi 24 141 Steini Vigfússon STE. 14 ALLOWAY COURT Annast um alt, er að aðgerðum á Radios lltur. Airials komið upp fyrir $2.50. Vandað verk. Sann- gjant verð. Sími 39 526. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat greiðlega um alt, sem a8 flutningum lýtur, amáum eða atór- I um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 Sími 22 780 Distinguished Gitizens Judges, Former Mayors, Noted Educationists, Editors, Leading Lawyers, Doctors, and many Prominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the DOMINION BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the schooi in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DOMINION BUSINESS COLLEGE today offers you the. best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easlly within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- rninion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ,ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Our Schools are Located 1. ON THE MALL. 2. ST. JAMES—Corner College and Portage. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 4. ELMWOOD—Corner Kelvin arul Mclntosli. JOIN NOW Day and Evening Glasses You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Confidence. I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.