Lögberg - 30.11.1933, Side 1

Lögberg - 30.11.1933, Side 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., PIMTUDAGINN 30. NÓV. 1933 NÚMER 48 Bjarni Thorarensen Fyrirlestur eftir Þorst. Gíslason Eg skal þá snúa mér að kveðskap Bjarna eingöngu. Þar er einkum um tvent aÖ ræÖa: ættjarÖar- og nátt- úru-kvæðin og svo mannlýsingarnar í erfiljóðum hans. Það er lítið aÖ vöxtum, sem eftir hann liggur, og megnið af því eru tækifæriskvæði. Kvæðið “Eldgamla ísafold” er ort í Kaupmannahöfn fyrir minni íslands, handa Hafnar-Islendingum til söngs, enda alt miSað við þeirra hugsanir. Það er snjalt kvæði, fastara í byggingu og betur ort en margt annað, sem Bjarni yrkir um líkt leiti, og aðeins málfærið á fá- einum stöðum fallið nokkuð i fyrnsku nú. Eg ætla að líta fljót- lega yfir þetta kvæði, þótt ætla megi að flestum íslendingum sé það enn kunnugt frá upphafi til enda. Fyrsta erindið er ávarp og ástarjátning til fósturjarðarinnar. Annað erindið er um heimþrá Hafnar-Islendinga og aöstöðu þeirra sem gesta og útlend- inga í Kaupmannahöfn. Þriðja og fjórða erindið eru náttúrulýsing, samanburður á Danmörku og Is- landi, og fjórða erindið er, að eg liygg, snjallasta lýsingin á Islandi, sem fram til þess tíma hafði verið með orðum gerð. Hún er gerð með fáum og stórum dráttum og minnir helzt á þær náttúrulýsingar, sem einstöku sinpum bregður fyrir í Eddukvæðunum. I fimta pg síöasta erindinu er heit og áköf ættjarðar- ást: “Ágætust auðnan þer upp lyfti, biðjum vér, meðan að uppi er öll heimsins tíð.” Það er eðlilegt að þetta kvæði yrði um langan aldur þjóðsöngur íslend- inga, enda þótt það geti ekki í heild sinni átt við utan Kaupmannahafn- ar. Fyrsta erindið og síöasta er- indið eiga alstaðar við, og það eru þau, sem hér á landi hafa verið sungin og eru út af fyrir sig full- nægjandi. Annað alkunnasta föðurlands- kvæði Bjarna: “Þú nafnkunna land- ið, sem lífið oss veittir,” er stór- fenglegt og tignarlegt kvæði. En það lofar það, sem fæstir annars munu telja lofsvert, þ. e. einangrun- ina, sem landið hafði lengi veriö í og var enn í á dögum höfundarins, og þess er óskað þar, að hún megi haldast, til þess að verja þjóðina spillingu umheimsins og ódygðum, og takist það ekki, þá segir skáldið: “Aftur í legið þitt forna að fara föðurland áttu og hverfa'í sjá.” Þetta hetjulega og krafti þrungna kvæði hefir ekki í sér framfara- hvatninguna, sem ber uppi kvæði Jónasar: “ísland farsældar frón.” I þriðja íslandskvæði sínu: “Hver er sú undramynd hvít í noröri?” tal- ar Bjarni um áhrif þau, sem hann hafi orðið fyrir af ritum fornaldar- innar, kvæðum Völvunnar og þeim Sæmundi og Snorra, sem hann kall- ar “sjáendur fornaldar.” I náttúruljóðum sínum, sem ort eru i Kaupmannahöfn, er. eins og Bjarni sé fálmandi og leitandi, enda er hann þar á veglausu sviði. Hann virðist vilja klæða þau í búning fornkvæðanna, en ekki geta það, svo aö vel fari. Ekkert þeirra verður því fullkomið listaverk. Þar er aðeins fallega gripið niður til og frá, t. d. í kvæðinu um Fljótshlíöina: “Sólgyltan man eg Múla mæna þar vöilu’ of græna, Merkjá, er bregður í bugður bláar, fegurst áa.” Eitt er sérstakt í náttúrulýsingum Bjarna, en það er vetrardýrkun hans. Jónas er sumarsins skáld, en Bjarni vetrarins. Hann prísar frost- ið og alt, sem vetrinum heyrir til, hjarnið, stjörnuhimininn og norður- PAUL BARDAL sá, er vann glæsilegan kosningasigur í 2. kjördeild, við kosningar til bæj- arstjórnar í Winnipeg, er fram fóru síðastliðinn föstudag. ljósin. Veturinn er hjá honum í- mynd krafta og karlmensku. Hann faðmar jörðina og frjóvgar hana, segir i kvæði Bjarna um veturinn, og sumargróðurinn á að vera ávöxt- ur þeirra viðskifta. En þetta kvæði finst mér enganveginn eins gott og af hefir verið látið. Það er hvorki heilsteypt mynd né gallalaus, og líka fjarri sanni að láta veturinn geta grös og gróður við jörðinni. Það er röðullinn, sem það gerir, enda kallar líka Bjarni í öðru vetrar- kvæði sínu grös og blóm börn foldar og röðuls og telur þau ekki svo fög- ur serii himinljósin, börn vetrarins. Honum þykir sumarið dýrkað um of og segir: “skulum vér rækja rík. ar rós en norðurljósin ?” Bezta náttúrulýsing Bjarna er ef til vill lýsingin á eldgosinu í kvæð- inu “Eyjafjallajökull”: “Tindafjöll skjálfa, titrar jörð, tindrar um fagrahvels boga; snjósteinninn bráðnar, en björg klofna hörð, brýst þar fyrst mökkur um hár- lausan svörð og lýstur upp gullrauðum loga.” í næsta erindi segir hann að f jall- ið “hósti upp vikri og eldi, svo mökkur sést eldlitur myrkrið um svart og miðnættið verður sem hádegi bjart og glóir á gulllögðum feldi.” Þetta dýrðlega eldgos lætur höf. í framhaldi kvæðisins til heiðurs Friðriki konungi 6. og er svo að sjá sem það hafi borið upp á fæðingar- dag konungs. Bjarni er. konung- hollur, eins og fornskáldin íslenzku, fer þar í spor fyrirrennara síns Egg- erts Ólafssonar, þótt hann yrki rniklu betur. Annars má í því sam- andi minna á hið alkunna upphafs- vers að brúðkaupskVæðinu til Tóm-_ asar Sæmundssonar: “Kóngsþrælar íslenzkir aldregi voru, enn síður skrilþrælar lyndi með tvenij, en ætið þeir héldu þá eiða’, er þeir sóru og ágætir þóttu því konunga menn.” Hetjuandi fornaldarinnar lifir í Bjarna og logar með sterku afli. Hann hefir ort tvo hergöngusöngva. Annar byrjar svona: “Skalat halur hræðást dauða helgan fyrir móöur- láð.” Og síðar segir hann: “Halur lifað hefur nóg hverr, sá föðurlándi dó. Minning hans hjá mönnum lifir þá mold er komin bein hans yfir.” Hitt kvæðið: “Sortanum birta bregður frá,” er eitt af snjöllustu kvæðum Bjarna og listaverk að rim- (Niðurl. á. 6 bls.) Bardal sýnir myndir á Gimli Mr. A. S. Bardal sýndi fjölda at’ myridum hér, i kirkju Gimlisafnað- ar, þ. 24. þessa mánaðar. Eru þær nærri allar frá Islandi og flest- ar nýjar. Myndirnar eru af lands- lagi, mannvirkjum, húsum, bæjum, kauptúnum, fólkshópum, hestum, sauðf járhjörðum, klettadröngum, kirkjum og ýmsu fleira. Ennfrem- ur hafði Bardal nýjar hljómplötur, með listfengum söng, úr dómkirkj- unni og fríkirkjunni i Reykjavík. Þótti þar vel sungið.—Myndirnar voru skýrðar hiö bezta, ýmist með viðeigandi upplýsingum, “frá al- mennu sjónarmiði,” eins og þeir voru vanir að segja á Alþingi forð- um, eða þá að i og með var slegið f-ram góðlátlegu spaugi, sem lífgaði frásögnina og skemti fólkinu. Öll varð skemtanin hreint ágæt. Kirkj- an við það full af fólki, þrátt fyrir hálfgert rosaveður. — Fulltrúar Gimlisafnaöar, sem fengu Mr. Bar- dal til að koma, eru honum mjög þakklátir fyrir ágæta frammistöðu, og fyrir ómök þau er hann tók á sig við ferðiria.—Álit Bardals og vinsældir hans meðal fólks á Gimli hefir hvorttveggja lengi verið í góðu lagi, en hefir nú enn á ný þokast talsvert upp á við. (Fréttarit. Lögb.) Viðskifti við Noreg Árið sem leiö, nam útflutningur hveitis frá Canada til Noregs, því sem næst seytján þúsrindum smá-' lesta. ------------------ Arsfundur Fyrsta lúterska safnaðar var hald- inn í fundarsal kirkjunnar síðastlið- ið þriðjudagskveld, við afarmikla aðsókn. Hafði starfsemi safnaðar- ins, þrátt fyrir kreppuna, gengið á öllum sviðum mæta vel. Embættismanna og nefndakosn- ingar féllu þannig— Fulltrúar Fyrsta lúterska safnaffar: Til tveggja ára— Dr. B. J. Brandson O. G. Bjornson A. C. Johnson Ingi Ingaldson Fred. Thordarson Til eins árs— J. J. Swanson Albert Wathne Djáknanefnd— S. O. Bjerring W. H. Olson Mrs. H. d. Nicholson Mrs. Gunnlau^ur Jóhansson Mrs. J. Davies. Yf irskoðunarmenn— H. J. Palmason Paul Bardal Eftirlitsnefnd meölima— Fred Thordarson Jonas Johannesson Thea Hermann Vala Jónasson Kirkjurækslu nefnd— G. F. Jónasson J. B. Johnson Mrs. Fred. Thordarson Jennie Johnson— Ungmennastarfsnefnd— J. G. Johannsson Otto Bjarnason Mrs. E. ísfeld Esther Olafson Grundvallardaga nefnd— (endurskoðunar) H. A. Bergman, K.C. Dr. B. B. Jónsson Albert Wathne Útnefningarnefnd— Paul Bardal S. J. Sigmar Gunnlaugur Jóhannsson og tveir, sem fulltrúarnir kjósa úr sínum hóp. Milli svefns og vöku Eg er kaþólsk sem .snöggvast á kvöldin,— Undir koddanum geymi eg tölur. —Snerti glöð viS þeim gersemum hugans, Sem ei grandaS fær ryS eSa mölur. —Eg er kaþólsk sem snöggvast á kvöldin,— Undir koddanum geymi eg tölur. Snerti glöS liverjar gersemar hugans, Þær er gáfu mér þrek til aS stríSa. —Minnist skínandi regnboga’ í skýjum, Þegar skrautblómin vona og bíSa, —ESa blá-geimsins almættis undra, Þegar alstirnd er festingin víSa. Finn aS ungbarn á örmum mér hvílir, Og aS andi minn skelfist til grunna. —Skelfist sælunnar sól-ofnu loforS, því aS .sárt líSa flestir sem unna. Vel þó hiklaust þaS hlutskifti’ aS líSa, —Veit þá hug-hvöt frá alvizku runna. BróSir dauSans er duUbúinn vinur,— Lykur dvrum-—og mig setur hljóSa, Því eg sé alt sem verður og varir, Munu verSmæti reynslunnar gróSa. —Og aS síSustu, talan sem tel eg VerSur trú mín á sigur hins góSa. Seattle, 1933. Jakobma Johnson. Frjálslyndaflokknum bæt Ur bænum “JAPANESE TEA.” Yngri deild kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar heldur “Japanese Tea” í fundarsal kirkjunnar á þriðjudaginn þann 5. desember næst- komandi frá kl. 3 til 5-3° °S 7.30 til 10.30. Mrs. L Laxdal cg Mrs. R. Broad- foot, með aðstoð Mrs. B. B. Jóns- son, taka á móti gestum. Um Novelty og Home Cooking söluna annast þær Mrs. Fridfinnsson og Mrs. D. Quiggin. Fyrir “Candy” sölu standa þær Mrs. Campbell og Mrs. B. C. Mc- Alphine. Eins og nú horfir við má fylli- lega ætla að þetta “Japanese Tea,” dragi að sér mikinn fjölda gesta, því svo vel hefir verið til alls undir- búnings vandað. Um skreytingu annast þær Mrs. W. Jóhannsson, Mrs. V. R. Pottruff og Mrs. H. Benson, en fyrir veitingum standa Mrs. A. R. Clark, Mrs. L. Johnson, Mrs. C. Carswell og Mrs.-O. Olson. Að kveldi verður skemt með söng og hljóðfæraslætti undir umsjón þeirra Mrs. K. Jóhannesson og Mr. O. V. Olafsson. aál fjögur sæti Á mánudaginn fóru fram kosn- ingar til fylkisþingsins í British Columbia í Victoria og Vancouver Centre; hafði kosningum í þessum kjördæmum verið frestað fram aö þeim tíma, en aðalkosningarnar fóru fram, sem kunnugt er, þann 2. þ. m. slitin urðu þau, að frjálslynda flokknum bættust fjögur þingsæti, C.C.F. eitt, og einn utanflokkamað- ur náði kosningu. Á hin nýja frjáls- | ])ættj lynda stjórn, undir forustu Mr. Pattullo, þrjátíu og f jóra stuðnings- menn á þingi. Kosinn á þing Siðastliðinn mánudag fór fram aukakosning til fylkisþingsins í Manitoba í Portage la Prairie kjör- dæininu. Úrslit urðu þau, að W. R. Sexsmith, frambjóðandi ihalds- manna, var kosinn með 240 atkvæða meirihluta umfram næsta keppinaut sinn, E. A. Gilroy. Aukakosning þessi átti rót sína aö rekja til þess er þingmaður kjördæmisins, Col. Taylor, var skipaður i dómaraem- Mr. Kelly Sigurdsson frá York- ton, Sask., dvaldi í borginni seinni part vikunnar sem leið. Fangar ræna fangavörðum Fyrir skömmu vildi til einkenni- legur atburður í fangahúsinu í Michigan City í Bandaríkjum. Ellefu föngum hafði á einhvern hátt tekist að ná í marghleypur og réðust þeir skyndilega á fangaverðina og neyddu þá til þess að hleypa sér út úr fangelsinu. Fyrir utan biðu tveir bilar eftir þeim. Á þeim flýðu fangarnir og höfðu á brott með sér fangelsisstjórann og tvo fangaverði. Hvar er Skandinavia? Söngvaforlag Jac. Boesens i Kaupmannahöfn skrifaði í sumar ti) Harms söngvaforlags í . .ew York og spurðist fyrir um það hvort það gæti fengið einka útgáfurétt fyrir Skandinaviu á amerísku sönglagi, sem hafði orðið mjög vinsælt í “Helsingörrevyen” í sumar. For- lagið hefir nú fengið svar. En hverju haldið þið að Harms hafi svarað. Jú, hann kvaðst ekki geta sagt neitt um þetta að svo stöddu, vegna þess aö hann vissi ekki hvar Skandinavia væri. Hann hefði að visu heyrt nafnið einhvern tíma, en gæti alls ekki komið því fyrir sig hvar þetta land væri. Japanar smíða herskip fyrir Suffur-Ameríku þjóðir Jajianskar skipasmíðastöðvar hafa nýlega tekið að sér að smíða 30 her- skip fyrir Brasiliu, og eiga öll her- skipin að vera fullsmíðuð innan 10 ára. Brasilíumenn vildu fyrst í stað komast að þeim samriingum, að þeir mætti borga herskipin eingöngu með kaffi, en við það var ekki komandi. Þó féllust Japanar að því að lokum að taka helming gjaldsins, 200 milj. yen, í kaffi. Argentína er nú að semja við Japana um smíði á einu herskipi, og ætlar að borga það með kjöti. Aukin uppskera Á síðastliðnum tuttugu og fimm árum, hefir uppskera hveitis og byggs í Canada freklega þrefaldast, hafrauppskeran tvöfaldast, en upp- skera rúgs þrettánfaldast. Frá Portúgal Á ráðherrafundi hefir verið á- kveðið, að gera engar breytingar á skipun ríkisstjórnarinnar að svo stöddu. Salazar forsætisráðherra hefir lofað hernum því, að haldnar verði almennar kosningar og komið á þingræðisstjórn, í samræmi við óskir meirihluta hersins. Fullyrt er, að herflutningar eigi sér ekki stað í landinu, eins og frést hafi. Svisslendingar óttaát ófrið Motta utanríkismálaráðherra hef- ir tilkynt að ríkisstjórnin hafi til í- hugunar endurbætur á útbúnaði hersins. Endurbæturnar séu nauð- synlegar, vegna þess hve horfurnar um alþjóðasamkomulag eru slæmar. Skemtun sú, er Dorkasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hélt í Goodtemplarahúsinu á mánudags- kvöldið, þótti í alla staði hin prýði- legasta og var ágætlega sótt. Siðastliðinn mánudag lézt á sjúkrahúsi i North Battleford. eftir þunga legu, Eiríkur Sumarliðason, er lengi var búsettur hér i borg, en átti heima í Elfros síðustu tíu árin, eða þvi sem næst. Hann var 73 ára að aldri. Konu sína, Þorbjörgu, misti Eiríkur heitinn fyrir mörgum árum. Fimm börn þeirra hjóna eru á lífi: Emma, Mrs. Eymundur Jackson, Elfros, Sask. Leifur, starfsmaður hjá T. Eea- ton félaginu hér i borginni. Henry, búsettur í Wádena; John, búsettur í Kandahar, Sask., og Jón- ína, kennari hér í borg. Tarðarför Eiriks heitins fer fram frá kirkju sambandssafnaðar hér í borginni á laugardaginn kemur. Deildir Þjóöræknisfélagsins í Vatnabygðum í Saskatchewan, halda fundi sem hér segir. I Leslie þann 30. þ. m., en í Wynyard á föstudaginn þann 1. desember. Á fundum þessum mæta fyrir hönd aðalfélagsins þeir Dr. Rögnvaldur Pétursson og Árni Eggertsson. Virðingfyrir yfirvöldunum \ irðing fyrir yfirvýldunum.... I Eistlandi var nýlega gefin út reglugerð, sem bannar mönnurtl stranglega að fara óvirðulegum orð- um um stjórnskipunina, þingjð, rík- isstjórann og stjórnina. Brotum gegn þessu má refsa með þriggja daga fangelsi, eða 3,000 króna sekt. Heimflutningur Gyðinga Á þingi, sem Gyðingar héldu ný- lega i Chicago, var samþykt að safna 8 miljónum dollara til hjálpar þýsk- um Gyðingum, til að flytjast bú- ferlum til Gyðingalands og setjast þar að. Er talið, að þetta fé muni nægja til þess, að 250,000 Gyðingar geti flutt heim til ættlands síns og komið sér þar fyrir. Elkveiðar í Noregi Talsvert er af elgdýrum enn í skógum Noregs, og eru þau friðuð mestan hluta árs. En í september er leyft að skjóta þau, og þá er haf- in sannkölluð herferð gegn þeim um land alt og veiðist oft mikið. I haust varð veiðin nokkuð mis- jöfn í hinum ýmsu héruðum. Á Þelamörk veiddust 130 elgir, í Lövenskjoldsskógum 21, í Dranga- dal 30—40, á Austfold 45, á Heið- mörk 46, í Guðbrandsdölum 25, í syðri Þrændalögum 22 og í nyrðri Þrændalögum 115. Samvinna fjögra iþjóða Samvinnufélögin i Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og á Finnlandi hafa skipað sameiginlega nefnd í því augnamiði, að fræða aðrar þjóðir um sanngildi samvinnustefnunnar landbúnaðinum viðvíkjandi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.