Lögberg - 25.01.1934, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR, 1934.
Íogberg
OeflB öt hvern fimtudag af
T B E COLUMBIA P R E 8 8 L 1 M I T E D
69» Sargent Avenut
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE
WINNIPEG, MAX.
VerO ts.oo um drið—Borpist iyrirfrnm
The "Lögberg" ls printed and published b> The ColumWa
t-reae, Limited, 695 Sargent Ave.. Winnipeg. Manitoba
PHONEB S0 32T—86 328
Eimskipafélag Islands
Með stofnun Eimskipafélags Islands,
þann 18. janúar 1914, hefst margþætt umbóta
og athafna tímabil í sögu hinnar íslenzku
þjóðar; forustumenn hennar, ýmsir, höfðu
lengi fundið til þess, hvert lífsskilyrði það var
í áttina til sjálfstæðis, að þjóðin fengi sjálf
ráðið siglingum sínum, og hagað þeim eftir
þörfum landsmanna.
í boðsbréfi því, er sent var út í því skyni,
að fá menn til þess að leggja fram hlutafé
til stofnunar Eimskipafélags íslands, voru
þessi einkunnarorð: “Navigare necesse'’—
siglingar eru nauðsyn. Undirtektir þjóðar-
innar voru hinar beztu; safnaðist þegar á
fyrsta ári það mikið fé, að talið var fært að
stofna félagið, og undirbúa smíði tveggja
skipa; varð hluttaka það almenn, að með
einsdaunum mun vera með J)jóðinni; mun tala
iiluthafa vera um 14,000.
Árið 1913, voru þrír vestur-íslenzkir at-
hafnamenn, Jieir Ásmundur P. Jóhannsson,
Árni Eggertsson og Jón Tryggvi Bergmann,
staddir heima á Fróni; áttu forvígismenn
Eimskipafélags hugmyndarinnar tal við þá
og spurðust fyrir hjá þeim um afstöðu Vest-
ur-lslendinga til málsins; riðu þessir þrí-
menningar á vaðið með því að kaupa 10,000
króna hlutabréf í fyrirtækinu, hver um sig.
Jafnframt hétu þeir því, að vinna að hluta-
söfnun vestra, er nema skyldi í alt 200,000
krónum. Kusu Vestur-lslendingar nefnd, er
með höndum hafði fjársöfnun í hinum ýmsu
nýbygðum Islendingra vestan hafs; gekk hún
það rösklega fram, að á tiltölulega skömm-
um tíma hafðist inn alt það hlutafé, er fram
á var farið. Á stofnfundi félagsins, er hald-
inn var í Reykjavík þann 18. janúar 1914,
mætti af hálfu vestur-íslenzkra hluthafa, J.
J. Bíldfell. Sæti hafa átt í framkvamdar-
nefnd félagsins, frá stofnun þess, og eiga enn,
þeir Asmundur P. Jóhannsson og Árni Egg-
ertson, er sótt hafa til skiftis ársfundi þess.
Sama árið og Eimskipafélagið var stofn-
að, hófst heimsstyrjöldin mikla. Þann 16.
apríl árið á eftir, kom Gullfoss, fyusta skip
félagsins, til Reykjavíkur. Sökum þess hve
miklum annmörkum það var bundið, ófrið-
arins vegna, að halda uppi siglingum við
England og Danmörku, varð það að ráði að
skipið skyldi hefja siglingar til Ameríku, og
hélt það þeim stöðugt uppi nokkuð á fimta
ár, landi og lýð til ómetanlegrar blessunar.
Eimsklipafélag Islands hóf göngu sína
með einu skipi; nú hefir það sex skip í förum,
auk vöruflutningaskipa, er það tekur annað
veifið á leigu.
Eins og gefur að skilja hafa siglingar
batnað að stórum mun síðan Eimskipafélag-
ið tók til starfa, og ferðafjöldi milli Islands
og útlanda, ásamt Ipættum strandferðum, auk-
ist í beinu hlutfalli við þá aukningu, sem orð-
ið hefir á skipastól félagsins.
Árið 1871, hagaði siglingum þannig til,
að eitt skip fór 7 ferðir milli Islands og Dan-
merkur. Tíu árum síðar voru skipin orðin
tvö, og fóru þau 9 ferðir milli Islands og út-
landa; hélzt svipað ástand um nokkuð langt
skeið. Á árinu 1930, fóru skip Eimskipafé-
lagsins 52 ferðir milli Islands og útlanda,
auk allmargra strandferða.
Skip Eimskipafélagsins sigla samtals
180 þúsund sjómílur á ári. Siglingaleiðin um-
hverfis jörðina er talin rúmar 22 þúsund sjó-
mílur; sé miðað við það, verður sýnt, að skip-
in hafa siglt nærri því 8 sinnum umhverfis
jörðina á ári. Leiðin, sem skipin sigla, er
þau fara kringum land og koma við á helztu
höfnum, er um 1,000 sjómílur, en öll siglinga-
leiðin umhverfis landið með ''Áðkomum á að-
alhöfnum, er um 1,500 sjómflur. Á ári hverju
hafa skipán 8-900 viðkomur á höfnum úti um
land.
Á millilandaferðunum hefir Eimskipa-
félagið jafnaðarlega hagnast vel; hið sama
verður, því miður, ekki sagt að því er strand-
ferðimar áhrærir, eða siglingar til hinna
smærri hafna; þó hefir félagið ekki látið sér
þetta fyrir brjósti brenna; það hefir talið
sér skylt að sjá öllum landshlutum fyrir sam-
göngum, og siglt á þær hafnir, er þörf höfðu
fvrir það, hvort sem það borgaði sig eða ekki.
En af þessu hefir það leitt, að félagið hefir
ekki ávalt getað greitt hluthöfum sínum arð.
Sem dæmi, til sönnunar því, hve þjóðin
hefir auðgast á starfrækslu Eimskipafélags-
ins, má benda á það, að flutningsgjöld og far-
gjöld með skipum félagsins námu á 15 áram
freklega 30 miljónum króna. Fé þetta hefðu
landsmenn orðið að greiða til útlanda, ef
félagið hefði ekki verið til, og sennilega tölu-
vert meira, því eitt af því sem félagið fyrst
I og fremst stuðlaði að var það, að flutnings-
gjöld og fargjöld yrði lægri á Islandi en ann-
arsstaðar hjá nálægum þjóðum.
Vöruflutningar með skipum Eimskipa-
félagsins milli Islands og útlanda, hafa stöð-
ugl aukist, og eiga vitanlega eftir að aukast,
eftir því sem það eykur skipastól sinn. Síð-
ustu árin* sem skýrslur hafa verið teknar
(1926—1928) hefir inn- og útflutningur auk-
ist úr 40 þúsund smálestum upp í 63 þúsund
smálestir á ári.
Hollvættir íslenzkrar þjóðar hafa stað-
ið vörð um Eimskipafélag Islands frá því er
það fyrst hóf göngu sína, og fram á þenna
dag; það hefir orðið þjóðinni fjöregg til
manntaks og athafna.
1 tilefni af tvítugs afmæli félagsins, efndi
stjórnarnefnd þess til afmælisfagnaðar þann
18 þessa mánaðar. Ur því veizluhaldi barst
þeim Ásmundi P. Jóhannssyni, Árna Eggerts-
syni og J. J. Bíldfell svolátandi símskeyti:
“Stjórn Bimskipafélags íslands saman-
söfnuð á hátíðafundi á Reynistað vegna 20
ára afmælis Eimskipafélagsins, sendir yður
hjartanlegar þakkir og vinakveðjur út af
starfi yðar öllu frá upphafi vega félagsins.
Islenzk þjóð fagnar samvinnu við Vestur-
Islendinga. ”—Eggert Claessen.
Svar þeirra þriggja Vestur-lslendinga, er
hér um ræðir, var á þessa leið:
“Eggert Claessen, Reynistað, Reykjavík:
Hjartans þakklæ)t(i fyrir \^inakveðjur.
Við óskum yður og meðstjórnendum Eim-
skipafélagsins allrar blessunar og félaginu
vaxandi gengis.’’
Framkvæmdarstjóra starf Eimskipafé-
lagsins, hafði með höndum frá stofnun þess
og fram til 1. júní, 1930, Emil Nielsen, merk-
ur athafnamaður og Islandsvinur, danskur
að uppruna. Við tók af honum, núverandi
framkvæmdarstjóri, Guðmundur Vilhjálms-
son, maður áhugasamur og skyldurækinn,
sem þá er bezt getur.
1 ræðu á aðalfundi Eimskipafélagsins,
þann 24. júní í fyrra, komst Guðmundur Vil-
hjálmsson meðal annars þannig að orði:
“Framtíð Eimskipafélagsins er komdn
undir velvild þjóðarinnar og fullum skilningi
á hvaða þýðingu félagið hefir fyrir landið og
þjóðina. — Menn mega ekki gera þær kröfur
til félagsins, að það geti á öllum tímum kept
við flutningsgjöld útlendra skipafélaga, sem
ekki eru að neinu leyti bygð á því, hvað sigl-
ingarnar raunverulega kosta, heldur eru
miklu fremur framkomin með það fyrir aug-
um, að betra sé að taka að sér flutninga fyrir
lítóð, heldur en að verða af þeim, og sigla
skipunum tómum. Þetta er hættuleg braut
að fara inn á og gæti leitt til þess, að skipin
sigldu m)eS fullfermi en þói með stórtapi.
Menn mega heldur ekki krefjast þess af Eim-
skipafélaginu á þessum erfiðu tímum, að það
geti séð hverri einustu smáhöfn á landinu
fyrir beinum og tíðum samgöngum við útlönd
og jafnframt fyrir fullkomnum strandferð-
um. Fjárhagur félagsins leyfir slíkt ekki að
svo stöddu, en vera má, að einhverntíma
kunni félagið að geta leyst þetta erfiða hlut-
verk.
“Keppinautar Eimskipafélagsins hafa
ekki grætt á siglingum sínum síðastlið-
ið ár og þarafleiðandi ekki getað greitt hlut-
höfum ágóða.—Þegar á alt er litíð, þá verður
ekki annað sagt, en að niðurstaðan af rekstri
síðastliðins árs sé viðunandi. — Að vísu hef-
ir félagið ekki getað greitt hluthöfunum á-
góða, enda naumast slíks að vænta, þegar
tekið er tillit til kreppunnar og innflutnings-
haftanna. — Afsþriftir skipanna hafa verið
í samræmi við það, sem talið er hæfilegt.
“Eg lít svo á, að fjárhagur félagsins geti
ekki talist góður, fyr en það á tækin, það er
skipin, skuldlaus og þarf ekki að veðsetja þau
útlendum lánardrotnum. Að þessu marki
verður að stefna, en því verður ekki náð,
nema með samstarfi alþjóðar, sem skilur og
viðurkennir starf þessarar stofnunar sem
réttilega hefir verið kölluð óskabarn þjóðar-
innar. ”—
Atvinnuvegir og við-
skifti á árinu 1933
Eftir Guðlaug Rósinkranz
Þegar horft er til baka yfir liðna
árið, fer ekki hjá því, aS manni
finnist, að bjartara hafi verið yfir
því en næsta ári á undan. Við nán-
ari athugun kemur líka í ljós, að
hefir verið yfirleitt meiri og vöru-
verð hækkandi. Þessi staðreynd gef-
ur okkur góðar vonir, bjartsýni og
framfarahug, þrátt fyrir það þótt
viðskiftajöfnuðurinn sé ekki eins
góður og við hefði mátt búast. Skal
hér nú nokkuð drepið á helztu atriði
í atvinnulífi voru og verzlun á liðna
árinu.
Tíðarfarið.
Tíð var góð um land alt, spretta
var ágæt alstaðar og nýting góð á
heyjum að Suðurlandi og Borgar-
firði undanteknum. Á Suðurlandi
var úrkoma meiri en á undanförn-
um árum og rigndi sumstaðar meira
en áður eru dæmi til hér á landi.
Voru s. a. s. stöðugir óþurkar á
Suðurlandi. Eigi gat heitið að snjór
félli á jörðu alt haustið, fram að
nýári, gránaði aðeins snöggvast, en
tók fljótlega upp aftur, og mun það
vera einsdæmi að svo sé. Blóm
sprungu út um jól og fólk fór jafn-
vel á grasafjall. Hey voru yfirleitt
mikil og góð og litlu búið að eyða
af þeim um nýár, þar eð hestar og
sauðfé víðasthvar hefir gengið al-
gjörlega úti fram að nýári.
Bústofninn.
Rúpeningi hefir alt af verið að
fjölga hér á landi síðustu 3 árin.
Seinustu tölur hagstofunnar eru fyr-
ir árið 1932. í fardögum það ár
var sauðfé alls á landinu 706,415,
nautgripir 29,925, hross 46,318, geit-
fé 2,644 °g hænsn 54,694. Sér-
staklega hefir sauðfé og hænsnum
fjölgað mikið. Mörg stór hænsna-
hús hafa risið upp í grend við
Reykjavík og í grend við þorp og
bæi víða um land. 1 fyrrahaust var
fleira fé sett á en undanfarið, sök-
um þess, hvað kjötverðið var lágt,
og hinsvegar mikil hey. Á þessu
ári mun því bústofn landsmanna
hafa verið rrtun rrteiri en hann hefir
nokkru sinni fyr verið.
Sláturfé var því með flesta móti
i haust. Hjá Sláturfélagi Suður-
lands var t. d. slátrað hér í Reykja-
vík, Hafnarfirði og Akranesi 50
þúsundum f jár, og er það mun meira
en nokkuru sinni fyr. Fé var J)ó
heldur rýrt. Var veikindum kent
um, þvi óvenjumiklir kvillar voru í
fé á síðastliðnu ári, sérstaklega ill-
kynjuð ormaveiki er mest bar á í
landléttari sveitum, þar sem fé geng-
ur mikið úti og lítið er gefið.
Síðastliðið haust mun hafa verið
sett álíka margt á og í fyrrahaust.
Garðyrkjan.
Jarðeplauppskeran var miklu
rrteiri í ár en á undanförnum árum.
En kartöflusýki gerði mjög vart við
sig á Suðurlandi og i BorgarfirSi,
svo mikill hluti af uppskerunni í
þessum héruðum varð ónýtur. Sér-
staklega bar mikið á sýkinni á Akra-
nesi, Eyrarbakka og Stokkseyri.
Reynt var að verjast kartöflusýk-
inni með þvi að sprauta með blá-
steinsupplausn og dufti, og varð það
töluvert til bóta, ef það var gert
nógu snemma. VerðiS á kartöflum
var frá 14—18 kr. tunnan í heild-
sölu. Sennilegt er talið að framleitt
sé nú svo ríiikið af kartöflum hér á
landi, að nægilegt sé með sömu
neyzlu og á undanförnum árum hef-
ir verið.
M jólkurbúin.
Frarrtleiðsla mjólkurbúanna var
með minsta mlóti. Smjör varð að
flytja inn síðari hluta sumars og í
haust. Lögin, sem samþykt voru á
síðasta reglulegu þingi, um aS blanda
smjörlíkið með ísl. smjöri í ákveðn-
um hlutföllum (5%), gátu ekki
komið til framkvæmda, sökum
srrtjörskorts. Heildsöluverð rjóma-
bússmjörs hefir verið kr. 3.30 pr.
kg-
Sjávarútvegurinn.
Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins
hefir fiskaflinn í ár verið mun meiri
en í fyrra. 1. des. 1932 var fisk-
1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’a
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt. þvagteppu
og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
aflinn 56 þús. smálestir en á sama
tíma i ár er hann 68,440 smálestir
af þurrum fiski. Aflinn er því 1.
des. í ár 12,440 smálestum meiri en
í fyrra.-
Síldveiðarnar.
Síldveiðarnar gengu ágætlega
framan af sumri, en síldin hvarf
snögglega síðast í ágústmánuði.
Síldaraflinn, talinn í tunnum, var
i ár sem hér segir:
Söltuð síld ............... 71,820
Matjesíld..................109,728
Kryddsíld ................. 21,166
Sykursöltuð síld............ 3,234
Sérverkuð síld ............ 13,098
Samtals 219,046
í fyrra var öll sérverkaða (þar í
innifalin matjesild, sykursöltuð og
kryddsíld) og saltaða síldin 247,053
tn. — Bræðslusíldin er aftur á
móti miklu meiri í ár en í fyrra.
1932 voru 524,752 hl. látnir í
bræðslu, en í ár 758,198 hl. eða 226,-
446 hl. meira brætt í ár en í fyrra,
síldarmjölið og olían hefir og verið
meiri.
Skip, sem gengu til veiða.
í ársbyrjun voru 38 togarar en 2
fórust á árinu, Skúli Fógeti í fyrra-
vetur og Geysir í haust. Þá mán-
uði, sem flest skip voru á veiðum
hér, voru 37 togarar (22 frá Reykja-
vík, 11 úr Hafnarfirði, 2 frá Pat-
reksfirði, 1 frá ísafirði og 1 frá
Önundarfirði), 22 línuveiðarar, 213
vélbátar yfir 12 tonn, 264 vélbátar
(trillubátar) og 60 róðrarbátar.
Skipverjar á öllum þessum flota
voru á sama tíma 6,615.
Iðnaður.
Á undanförnum árum hefir iðn-
aður færst allrrtikið í vöxt hér á
landi. Þau iðnfyrirtæki, sem áður
hafa verið starfrækt, hafa verið rek-
in með svipuðum hætti í ár og und-
anfarið, en flest nokkuð verið aukin.
Ríkið keypti Pauls-síldarverksmiðj-
una á Siglufirði og, starfrækti hana,
(en hún var ekki starfrækt í fyrra).
Smjörlíkis verksmiðjurnar hafa
heldur aukið framleiðslu sína og
mun hér nú vera framleitt nægilega
mikið smjörliki til neyslu í landinu.
Sjóklæðagerðin hefir verið aukin.
Vinnufata- og veiðarfæragerðir
hafa verið settar á laggirnar og virð-
ast ganga ágætlega. Mjólkurniður-
suðuverksmiðja Kaupfél. Borgfirð-
inga hefir heldur aukið framleiðslu
sína. Súkkulaðiverksmiðjan Freyja
hefir og töluvert fært út kvíarnar og
sömuleiðis efnagerðirnar. Ullar-
verksmiðjurnar hafa unnið úr meiri
ull í ár en undaníarið. Verið er að
byggja tíö og auka ullarverksmiðj-
una Gefjurí á Akureyri. Vélarnar
hafa verið bættar og er verið að
koma fyrir ullarþvottavélum og
kamgarnsvélum. Getur þá verk-
smiðjan aukið framleiðslu sína að
miklum mun, og íramleitt nýjar og
miklu betri og áferðarfallegri dúka
en hingað til hefir verið hægt. Gæru-
verksmiðjan á Akureyri hefir verið
rekin með svipuðu fyrirkomulagi og
í fyrra, og í ár hefir garnaverk-
smiðjan í Reykjavík verið starfriðkt.
Þenna tiltölulega hraða vöxt iðn-
aðarins má sjálfsagt mikið Jiakka
ínnflutningshöftunum. Hinsvegar
má og sjálfsagt nokkuð þakka bættri
framleiðslu, sem fengist hefir við
meiri þekkingu og reynslu.
Verzlun og viðskifti.
Útlit er fyrir að viðskiftajöfnuð-
urinn, þrátt fyrir góðæri, mikla
framleiðslu og hækkandi vöruverð,
muni verða mjög óhagstæður, og er
þar um að kenna miklum innflutn-
ingi á árinu. Verðmæti innfluttrar
vöru á árinu til 1. desemþer, var kr.
.• . .. . 'r tfSK' ■f-ðf..-
41,264,000. Á sama tíma í fyrra
var verðmæti innfluttrar vöru kr.
32,052,431. Innflutningurinn er
þannig 9,212,569 kr. meiri í ár en í
fyrra.
Nýja Dagbl. 31. des.
Frá Ocean Falls, B.C.
n jan., ,1934.
Herra ritstjóri,
Einar P. Jónsson,
Winnipeg, Man.:
Um leið og eg óska þér, og Lög-
bergi farsæls nýárs, þá legg eg hér
innan í ávísun fyrir tveggja ára á-
skriftargjald rrtjtt, að upphæð $6.00
fyrir blaðið frá nóv. 32 til 34. —
Betra seint en aldrei-
Eg er að vona að Lögberg geti
haldið áfram að koma út framvegis,
því án íslenzku blaðanna er óhugs-
andi að við sem íslendingar hér í
álfu ættum langa hfdaga fyrir hönd-
um.
Héðan úr þessu plássi er fátt að
frétta. nema einn þann mesta snjóa-
vetur, sem hér hefir komið s.l. 18
ár. Vanalega fellur hér lítill snjór,
en nú hafa fallið hér um 7 fet alt í
alt; til jafnaðar um 4 fet á jafn-
sléttu.
Það byrjaði að snjóa hér í miðj-
um nóvember og hélt því út allan
desember, en nú er byrjað að rigna,
svo snjórinn er nú aðeins orðinn um
2 fet á jafnsléttu. og er þó þetta
þorp alveg fram við sjó.
Hér eru aðeins örfáir íslendingar,
og muntu geta ráðið það af því, að
eg er víst sá eini í þessum bæ, sem
kaupi Lögberg (og Heimskringlu
kaupi eg líka). — Og mun eg gera
það framvegis eins lengi og eg hefi
nokkur aura-ráð!
Eg legg hér með nokkur erindi í
minningu um Sigurð Jóhannsson,
sem eg vil biðja blaðið að prenta,
ef ekki er alt rúm í því upptekið
næstu viku eftir að þú færð þessar
línur.
Með beztu óskum og bróðurhug,
er eg þinn einl.
Þórður Kr. Kristjánsson.
Sigurður Jóhannson
(Minning)
Enn—er einum færra
íslending í Vestri—
Með hug, sem stefndi hærra,
Og hjartans löngun beztri
Að stofna kjörland stærra
Með starfi, trú og lestri.
Einn af sönnum sonum
Sinnar frónsku nfóður,
Eftir öllum vonum,
Án æðri skóla, fróður.
Telst til heiðurs honum,
Að hann var drengur góður!
Hann var hreinn í máli,
Með hagyrðingum betri;
Viljinn var úr stáli
Til vinnu, í ræðu og letri.
Hans skap var nálíkt Njáli,
1 næðingum, á vetri.
Hann var hygginn maður,
í hug og lund bjó festa.
Á sólskin sanntrúaður
Og sigur alls hins bezta.
Á Guð sinn trúði’ ’hann glaður
—Það gæfu held eg mesta.
Við hvern, sem hús hans sótti
Hann var kátur, ræðinn;
í augum sást ei ótti,
En ógleymd hjartagæðin;
Og gestum gaman þótti
Að gömlum þul með kvæðin.
Þú gamli góðvin—Siggi!
í Guðsdýrð ef þú lifir?
Þó lík í moldu liggi
Og lærðir syngi yfir,(
Sál þín sveig minn þiggi,
—Mér seinna úr eilífð skrifir.
Þórður Kr. Kristjánsson.
P.S.—Hinn látni var andarannsókna
vinur, eins og höfundur þessara
stefja. Þ. K. K.