Lögberg - 25.01.1934, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR, 1934.
Gestur hjá steinaldar-
konu
Eftir Reginald Orcutt
Hún heilsaði okkur konungleg
eins og dóttir Djengis-Khan. Með
innilegu ástúöarbrosi, sem blandað-
ist djarflegu tilliti forvitinna sælla
og svartra augna bauð hún okkur
innilega velkomna. Hún gaf bend-
ingu með því að kinka kolli og að
vörmu spori þustu krakkarnir henn-
ar fram, staðnæmdust snögglega og
horfðu á okkur undan hleyptum
brúnum, gutu hornauga hvert til
annars, skríktu uni leið og þau hnutu
um hrúgu af loðnum hvolpum og
endasentust inn í kofann. Móðir
þeirra fór að skellihlæja og með lát-
prúðum hreyfingum opnaði hún
dyrnar upp á gátt og bauð okkur
inn.
Brekkan upp að Tobinhöíða neð-
an frá grjóturðinni við Amdrups-
höfn er hvorki brött né erfið, en
við urðum að rekja okkur mílu eftir
mílu um grýttan halla, sem sjórinn
hefir skolað upp á ströndina við
Rosenvigeflóa eftir að hafa malað
hann í kvörn tímans um hálfa miljón
ára. Urð úr gneis og kalksteini.
Þarna var enginn slóð, þvi að þeir
fáu, sem eiga þarna heima og eiga
erindi við kaupstjórann i nýlend-
unni og færa Jósúa og Sveverínu
rjúpur til VoVnarhöfSa nota vitan-
lega kúðkeipinn sinn, en konur og
krakkar koma á eftir í umíak —
konubát—eða sitja heima, en það
er algengast.
Vetrarísana á firðinum hafði
leyst fyrir þremur dögum. En þó
kominn væri júlímánuður og geislar
miðnætursólarinnar glitruðu og
leiftruðu heiðbláir og smaragðgrænir
á skriðjöklunum á Kristjánslandi
IX. skændi samt ís á sundið þar
sem grunt var, en þessi börkur hvarf
fyrir morgungolunni. Himinhvolf-
ið virtist óskiljanlega fjarri, mjall-
hvítt í austri yfir rekísbreiðunum,
en háloftið eins og turkisblá hvelf-
ing alsett hvítagulls víravirki úr
fjarlægum skýjum og gullregni ís-
krystallanna margar mílur yfir
höfði okkar. Langt framundan sá-
um við næstu Eskimóabygðina í
Austur-Grænlandi, eins og gróna
fasta í klettinn: heimkynni Júlíusar
og Elísu.
Hans og Jim höfðu stritað þessa
leið frá Claveringeyju suður um vor-
ið með hundasleðana sína, sex
hundruð mílna veg, og voru kunn-
ingjar hvers einasta Eskimóa á
Liverpoolströndinni. ‘Gertrud Rask’
hafði flutt þeim fvrstu og einustu
póstbréfin á árinu frá Kaupmanna-
höfn, fullan sekk af upplífgandi
staðreyndum frá öllum breiddar-
stigum, verðmæti framleidd af véla-
öldinni, sem var svo undursamlega
fjarri kyrðinni á þessum afskektu
slóðum. Þeir ætluðu að hverfa
heim eftir viku og var bæði um og ó.
Annarsvegar gleðin yfir endurfund-
um við ástvini og ættingja, vonin
um skemtileg kvöld í Tivoli, ilmur-
inn af danska beykiskóginum með-
fram Eyrarsundi, lifsþægindi og ör-
yggi. En ávalt munu þeir telja það
töfrandi endurminning að hafa
dvalið heilt sumar og heilan vetur
á þessari miklu eyju, sem var sköp-
uð á morgni lífsins, en þar sem líf-
ið virðist vera að byrja.
Þeir þrömmuðu þarna á undan
okkur við hliðina á fornfræðingn-
um, hlæjandi og reykjandi með vas-
ana troðna af Carlsberg Exportbjór,
sem þeir höfðu fengið af skipsvist-
unum og nýja pakka af amerískum
Chesterfield-sígarettum í anorakn-
um. Læknirinn, Greta dóttir hans
og eg komum á eftir með fleira góð-
gæti. Þeir Hans og Jim höfðu dval-
ið í Umanak nokkur ár og töluðu
grænlenzku reiprennandi. Innúit,
ekki eskimó, sögðu þeir. Eskimó:
kjötæta er engin grænlenska heldur
Indíánamál, myndað af Cree-Indíán-
unum sem þóttust meiri hinum norð-
lægari grönnum sínum í Canada.
Innúit þýðir: hinir lifandi.
Meðan við bröltum yfir flögu-
grjót og möl upp á ásinn opnaðist
okkur Scoresbysund í vestri, í ein-
manalegri tign og töfrandi fegurð.
Að vísu munu menn vart kalla
grænlenska strandlandið fagurt og
KAUFIÐ AVAL.T
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
VVINNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
orðið frítt gefur eigi heldur rétta
lýsing á þessum ferlegu . fornu
kynjamyndum sköpunarverksins í
frumöld. Lltan frá þröskuldi hafs-
ins teygir sundið firði sína og
krepta risafingur langt inn í land.
Dalir sundsins eru huldir þrjú
hundruð metra djúpum sjó, en á
honum fljóta heilar fylkingar af ís-
jöklum, sem hinn lifandi skriðjök-
ull skilar sí og æ í faðm hafsins öld
eftir öld, alt ofan frá hömrum berg-
eyjanna, eða núnatakkanna inni á
jöklinum, en þeir gnæfa hátt við
himinn og tignarlegir svo að orð
fá eigi lýst.
Grænlendingabústaðirnir í þess-
um úthverfum norðurpólsins eru
gerðir úr hellu og grjóti. Og aldrei
bygði nokkur Keníti, sem Balaam
spáði um, hús sitt á taustara bjargi;
húsin eru negld við klettinn, eins og
skeljar, sem maður sér á þangi um
fjöruna. Vesturgaflinn í kofa
Júlíusar er styrktur með gildri
Síberíufuru, sem ef til vill hefir rek-
ið hingað austan frá Ob eða Jenis-
sei. Gegn suðri og vestri fallegir
gluggakarmar með glerrúðum, há-
miark tískuþægindanna frá Kaup-
mannahöfn. Og á varpanum fyrir
utan er grind úr furu til þess að
leggja húðkeipana á, elta tóuskinnin
á, sólbaka skinnsokkana og hengja
selkjötiS til þurks, svo hátt að sepp-
arnir nái ekki í það.
Ah! segir Elísa og brosir, þegar
við hneigjum okkur og göngum inn.
Drottinn minn, hvað þetta alt er
yndislegt! Að vera kominn á burt
úr heitni, sem engist sundur og sam-
an af f jármálaraunum, skuldum,
vígbúnaði, tollmúrurrii, gjaldeyris-
vandræðum, banni, þorpurum og
yo-yo, og brjóta hér brauð sitt sem
gestur hjá húsfreyju framan úr
steinöld og afkvæmum hennar,
frændum okkar, sem fyrir tólf þús-
und árum lögðu upp í langferðina
hingað innan úr dularheimum Mið-
Asíu! Sem gestur hjá þessari hús-
f reyj i*, sem heilsar okkur með hlýju
handtaki, og á glaðlegan hlátur, sem
okkur ekki aðeins dreymir um, held-
ur heyrum, og sem nú er að kveikja
á prímusnum. Léttur logi gýs upp
eins og tákn gestrisinnar hér á út-
vigi mannkynsins, “bakdyramegin”
á Grænlandi.
Hún hafði séð til okkar fyrir
meira en klukkustund, en Hans full-
yrti við mig, að þrifnaðurinn og
reglusemin serri heimilið bar vott um
væri alls ekki komið til af því, að
hún hefði átt von á gestum. Hillur
voru meðfram veggjum í þröngu
anddyrinu og lágu þar net, skutlar,
snæri og byssur. Til hægri lítil
stofa með gluggum gegn austri og
vestri. I' norðvesturhorninu voru
þrjú rúm. Á norðurveggnum höfðu
verið hengdar upp með stærðfræði-
legri nákvæmni ofurlítil mynd af
Kristjáni konungi tíunda, klipt úr
blaði og í messing umgerð sem var
alt of stór en prýðilega fægð, lit-
mynd er sýndi innreið Jesú í Jerú-
salem á pálmasunnudag, ljósmynd
af Rosing presti í Angmasalik og
stórt en býsna snjáð landkort
Evrópu fyrir ófriðinn — á höfði.
Kassi, sem einu sinni hafði haft að
geyma rófusykur sunnan úr Tékko-
slovakíu var notaður sem borð undir
prímusinn, en þarna voru fleiri
kassar, sem notaðir voru í stóla
stað. Júlíus hafði í vetur sett spá-
nýtt gólf úr ilmandi furuborðum i
stofuna, timbrið hafði orðið af-
gangs af kirkjubyggingunni i ný-
lendunni. Þarna stóð blikkfata með
vatni sem hafði náðst við að bræða
STYRKIR TAUGAR OG VEITIR
NÝJA HEILSU
snjó; og við hliðina á henni áhald |
sem sjaldan sézt nema í svefnher-
bergjum, barmafult af kjöti, spiki
og innýflum úr nýdrepnum sel.
Elísa er fríð og fönguleg þó hún
sé orðin tuttugu og sex ára gömul
og fjögra barna móðir—“blessaða
Guðs-selina” kallar presturinn þau,
af því að lömb eru engin til á Aust-
ur-Grænlandi. Hún er óblandaður
innúit, og af því að hennar fólk er
hingað komið frá Angmasalik og
þangað frá Vesturbygð á Grænlandi
hefir hún þétta svarta háriS skift í
miðju og fléttað. En Eleonora og
Charlotta og Severina (þau fara illa
þessi kristnu nöfn) nota hárgreiðslu-
tískuna frá Angmasalik, háari, boga-
dreginn tvöfaldan hnút, reyrðan
saman með þveng úr lituðu sel-
skinni. Breiða unglega andlitið, al-
varlegt og brosandi á víxl, var lif-
andi mynd heilbrigði og lifsgleði,
sem ljómaði af eirlituðu hörundinu.
Tennur hennar voru skínandi hvítar,
ennþá óslitnar og óskemdar af því
að elta skinn; stutta og breiða nef ið
ótrúlega fallegt. Og á fallegu eyr-
unum dingluðu í dag frunllegustu
eyrnahringirnir, sem eg hefi nokk-
urntíma séð. Ein rauð perla, tvær
grænar, ein rauð og svo að lokum
hvitur buxnahnappur, minjagripur
eftir þvott af einhverjum ferða-
manninum. Hún var í ljósbláum
anorak, peysu með áfastri hettu úr
vatnsheldu lérefti, fallega útsaum-
uðum selskinnsbrókum og háurn
skinnsokkum, selskinssskóm, með
hundskinnsbryddingum, prýðilega
saumuðum og með sólum úr rost-
ungshúð.
Elísa var frá sér numin af gleði,
þegar Gréta svaraði kveðju hennar
á reiprennandi grænlensku, og á
mállýsku þeirri, sem hún sjálf hafði
talað í Vesturbygð og ekki spilti það
þegar hún tók upp öskju með góm-
sætu og fallegu átsúkkulaði frá
iNordfelds í Austurgötu. Hans og
Jim var tekið eins og gömlum vin-
um, enda voru þeir gamalkunnugir
þarna, og þeir gáfu sígarettur og
eldspýtur í orlofsgjöf. Svo voru
læknirinn og fornfræðingurinn
kyntir og létu eins og þeir væru
N U G A-T O N E styrkir taugarnar,
skerpir matarlyst, hressir upp á melt-
ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og
bætir heilsuna yfirleitt.
NUGA-TONE hefir gengið manna á
meðal í 45 ár, og hefir reynst konum
sem körlum sönn hjálparhella. Notið
NUGA-TONE. pað fæst í öllum lyfja-
búðum. Kaupið hið hreina NUGA-
TONE, því fá meðöl bera slíkan árang-
ur.
heima hjá sér á hreinu furugólfinu,
hvor með sinn krakkann í fanginu,
alveg ófeimna. Það reyndist öllu
flóknara að kynna m'ig, því að jafn-
vel þó að það væri Skoti sem fann
Scoresbysund fyrir heilli öld og
gæfi því nafn sitt, og að síðan hafi
komið þarna margir Bretar, sem
innúítarnir kalla “Tuluk,” var eg
fyrsti Ameríkumaðurinn sem komið
hafði í þessa bygð og frú Greta út-
skýrði nú, að eg ætti heima sólar-
lagsmegin við hafið mikla. Elísa
hafði heyrt föður sinn tala um Ame-
jríkumenn, sem komu frá Boston með
kryolitskipunuml til Ivigtut. Eigi
að síðust virtist eg vera mikið ný-
mæli á þessu mslóðum. Elísa lagði
höndina á öxlina á mér og ljómaði
af fögnuði. “Amerikamiu” kallaði
hún mig og á sarniri stundu var
þetta orðið heiti mitt í hverjum ein-
asta eskimóakofa milli Tobinhöfða
og Harry-eyjar, þvi að fréttir ber-
ast fljótt, jafnvel í símalausu landi.
Penelope, konan mín, sem hélt
arineldunum lifandi, ekki á íþöku,
heldur í danskri eldstó á Skagen,
hafði kvöldið áður en eg lagði af
stað í Grænlandsferðina, gefið mér
fjöldan allan af ýmiskonar smá-
glingri með sterkum litum og gljáa,
sem eg átti að gefa grænlensku börn-
unum, en sjálfum mér hafði hún
gefið stóra og fallega hitaflösku og
var utan á henni mynd af glottahdi
eskimóastrák, sem sat á jaka og af
púka, sem glotti enn meir og skaraði
i eldi og lýsti því yfir á fjórum
tungumálumi, að ílaskan væri óbil-
andi. Um morguninn hafði eg beð-
ið ungfrú Mortensen á “Gertrud
Rask” að fylla flöskuna með sjóð-
heitu brasilíukaffi. Vegna þess hve
grænlenska loftið var hreint og tært
POLLYANNA ÞROSKAST
Eftir ELEANOR II. PORTER
Hún hugsaði um þetta með slíkri ákefð, að
fyr en varði réð hún ekki við sig af kæti.
“Já! Því ekki að gleyma honum fyrir fult
og altf”
Eftir burtför Carews fjölskyldunnar tók
að bera á sama þunglyndinu hjá Polly frænku
og áður. “Eg veit ekki hvernig lukkuhjólið
snýst,” sagði hún mæðilega. “En hitt er víst,
að með burtför þeirra Carews þornaði upp
svo að segja hin seinasta tekjulind okkar.”
Um eitt skeið, er þannig stóð á um skaps-
muni Polly frænku, kom Pollyanna auga á
tilkynningu um smásagna samkepni, þar sem
heitið var álitlegum verðlaunum. Tilkynn-
ingin var stíluð á þessa leið:
“Þetta gildir um þig; það skiftir engu
máli þó þú hafir aldrei skrifað sögu fyr; Þú
getur, ekki ósennilega, alveg eins samið góða
sögu fyrir því. Orðin eru til alls fyrst. Þrjú
þúsund dalir! Tvö þúsund, eitt þúsund, fimm
hundruð og hundrað dalir minst! Jafnvel
lægstu verðlaunin gátu komið að góðu haldi
þar sem efnaleysið var á aðra hlið. “Eg má
til með að freista gæfunnar, ” sagði Polly-
anna við sjálfa sig. Því ætti eg ekki að segja
Polly frænku frá fyrirætlunum mírium ? ”
Nokkru síðar komst hún samt á þá skoðun, að
réttast myndi að láta það bíða um sinn. En
þegar hún gekk til svefns um kveldið, snerist
hennar síðasta hugsun um það, hvernig hún
gæti bezt varið þeim þrjú þúsund dölum, er
líklegt væri að henni félli í skaut.
Pollyanna byrjaði á sögunni næsta dag;
hún bar sig að minsta kosti all-mannalega til;
hún hafði stóran bunka af pappír á skrif-
borðinu fyrir framan sig, og eitthvað hálfa
tylft af blýöntum; henni gekk ekki sem bezt
með byrjunina; loksins kom hún þó þremur
orðum á blaðið, og fanst henni sem með því
væri létt af sér þungu fargi; hún var lengi að
velta því fyrir sér hvað sagan ætti að heita;
henni fanst sem mikið mundi velta á nafninu
í augum ritskoðendanna, hverjir, sem þeir nú
kynnu að verða; hún reyndi að skrifa meira
en það vildi ekki ganga greitt; hugsanaþráð-
urinn slitnaði hvað ofan í annað, og að lok-
um fór þannig, að hún strykaði út hvert ein-
asta orð, er hún hafði skrifað, og hugsaði sér
að byrja á nýjan leik. Rétt í þessari and-
ránni kom Polly frænka inn úr dyrunum; leit
hún rannsakandi augum á Pollyönnu um leið
og hún mælti á þessa leið:
“Hvað ertu að dunda þama, Polly-
anna?” “Eg er að fitla ofurlítið við pappír.
Mér er ekki unt að skýra þér frá viðfangsefni
mínu; það er leyndarmál,—alvarlegt leyndar-
mál. Þú um það,” sagði Polly frænka. “Eg
vænti þess að þú sért þó ekki að umbreyta veð-
lánsskjölunum hans Mr. Harts; þau þurfa
engrar endurskoðunar við; eg ihefi marg-
farið yfir þau, og hefi sannfærst um að þau
séu í alla staði nákvæmlega rétt.” “Eg veit
ekki einu sinni við livaða skjöl þú átt,” svar-
aði Pollyanna; eg hefi um alt annað frekar
að hugsa en slíka þarfleysu.” Pollyanna
grúfði sig niður að skrifborðinu og tók til
blýantsins á ný; hér fór alt á sömu leið; það
sem hún skrifaði, strykaði hún jafnharðan
út; nú hugkvæmdist henni það, að vera kynni
að henni yrði betur ágengt uppi á lofti; hún
tók þessvegna með sér skriffærin, fór upp í
herbergi sitt og settist við gluggann; nú gæti
ix> tæpast hjá því farið, að andinn kæmi yfir
hana; en hér fór alt á sömu leið; henni var
ekki unt að hugsa eina einustn setningu til
enda; það var engu líkara en hugsanir henn-
ar hrærðust saman í þvögu, eða flækju, sem
ekki var viðlit að leysa úr. Útsýnið frá glugg-
anum virtist ekki hafa nokkur minstu auðg-
andi áhrif á huga hennar; hún var í þann veg-
inn að verða ráðþrota og þrevtt; nú áttaði
hún sig alt í einu á því, að liðið var fram að
dogurðartíma. “Það er þó vissulega meira
varið í að fá góða máltíð, en að dunda við
vafasama smásagnagerð,” sagði Pollyanna
við sjálfa sig; hún skoðaði nú skáldsagna-
gerðina í alveg nýju ljósi; henni skildist það
nú, að það væri hvergi nærri fullnægjandi,
að setjast niður borginmannlega við skrif-
borðið, með þeim ásetningi að semja skáld-
sögu, og láta sér svo ekki detta nokkum skap-
aðan hlut í hug.
Næsta mánuðinn á eftir vann Pollyanna
sýknt og heilagt að því, að reyna að koma
saman sinni fyrstu sögu; hún var nú ekki
lengur í nokkrum vafa um það, að samning
skáldsögu, jafnvel þó ekki væri nema um smá-
sögu að ræða, væri hreint ekki neitt algengt
barnaglingur. Það var samt svo langa langt
í frá, að henni kæmi til hugar að leggja árar
í bát. 1 huga hennar flugu fyrir þrjú þúsund
dala verðlaun, eða þá einhver önnur lægri
verðlaun í því falli, að hún fengi ekki þau
fyrstu; jafnvel hundrað dalir voru þó vitund
betri en ekki neitt; hún hélt því áfram að
skrifa, dag eftir dag, nótt eftir nótt, og stryk-
aði það all-flest út jafnharðan aftur; hún
skrifaði og umskrifaði, þar til nú að lokum að
svo var komið, að handritinu að þessari
fyfstu sögu hennar var lokið. “Bg held að
sagan láti hreint ekki svo illa í eyra,” sagði
Pollyanna við sjálfa sig á leiðinni yfir að
heimili Snow fjölskyldunnar. “Mér bregst
það ekki, að söguhetjan, unga stúlkan, sé
heilsteypt og ákjósanleg; þó hefi eg það ein-
hvernveginn á meðvitundinni, að í heild, sé
sögunni þó nokkuð ábótavant. Eg held eg
ætti ekki að reikna upp á fyrstu verðlaun; fái
eg þau heldur ekki, verða vonbrigðin þá ekki
eins tilfinnanleg og sár.
Pollyanna kom ekki svo á heimili Snow
fjölskyldunnar, að hún ekki mintist Jimmy;
það var þar, sem hún hafði hitt hann fyrst,
þenna umkomulitla ungling frá munaðarleys-
ingjahælinu. Mynd hans liafði sjaldan, ef
þá nokkru sinni fyr, staðið henni jafn ljóst
fyrir hugskotssjónum og nú, er hún gekk upp
tröppurnar að heimili Snow íólksins, og
hringdi dyrabjöllunni. Pollyönnu var allstað-
ar tekið með virktum, hvar sem hún kom; þó
mun henni sjaldan hafa verið fagnað með
innilegri alúð, en á Snow heimilinu; þar voru
allir ávalt í reglulegasta hátíðaskapi, skröf-
uðu og skeggræddu, þó jafnaðarlega hnigi
talið að tennis-spili. Pollyanna kastaði fyrst
kveðju á Milly Snow, og spurði um líðanina.
“Það amar ekki margt að mér; eg hefi nú
skift þrisvar um atvinnu í sömu vikunni. Eg
á þér mikið að þakka, Pollyaima; það varst
þú sem ráðlagðir mér að æfa mig af kappi á
ritvélina; það hefir sannarlega komið mér að
góðu haldi.”
“Þetta er mesta flónska,” sagði Polly-
anna; “eg fór ekkert út úr vegi til þess að
greiða fyrir þér; eg gerði ekki annað en það,
sem þú hefðir gert fyrir mig líka.” “Þú
hjálpaðir mér þó til þess að kaupa ritvélina,
og fæ eg þá ekki betur séð, en eg eigi þér þetta
beinlínis alt saman að þakka.” N,ú varð það
Mrs. Snow, er næst tók til máls. “Hlustaðu
nú á, barnið mitt. Eg held þér skiljist hreint
ekki hve mikið þú hefir lagt í sölurnar okkar
vegna. Mér finst eg samt sem áður verða
vör við eitthvað það í augnatilliti þínu, sem
ekki ætti að vera þar; eitthvað er beri merki
um þreytu, og jafnvel sár vonbrigði; eg get
ekki gert mér þess ljósa grein hvað það er,
sem þér liggur þyngst á hjarta, hvort það eru
f járhagslegar ástæður frænku þinnar, eða eitt-
hvað annað. Ef eg væri þess megnug, vildi
eg mega sökkva öllum áhyggjum þínum á fer-
tugu dýpi, og endurvekja solskinið í augum
þínum. Þú varst ávalt lífið og sálin í leikj-
um okkar; þú kendir Milly að spila tennis, og
jafnvel eg, er nú það mikið hressari, að eg
get ekið mér íhjólakerrunni um alt gólfið, oy
notið margvíslégrar ánægju í lífinu; og það
er í raun og veru alt saman tenni-spilinu að
þakka. Nelly Mahoney braut á sér úlnliðinn,
og hún beinlínis þakkaði sínum sæla fyrir,
að hafa ekki mölvað á sér fæturna. Gamla
Mrs. Tibbits misti heyrnina, en þakkaði jafn-
framt sínum sæla fyrir að það var ekki sjón-
in, er hún misti. Þú kannast vafalaust við
Joe; sumir kölluðu hann Cross Joe, vegna
skapgerðar hans; það var tennis-spilið, sem
gerði hann að manni. Eg fékk bréf frá frænku
minni í Massachusetts í gær, og sagði hún mér
alt um líðan Mrs. Tom Payson, er um eitt
skeið var hérna lijá okkur.” “Jú, eg man
eftir henni,” svaraði Pollyanna; “hún átti
heima á Pendleton-hæðinni. Fjölskylda henn-
ar flutti liéðan veturinn sem þú varst á heilsu-
hælinu.” Pollyanna reis á fætur; hún brosti
undur þíðlega, ep í augum hennar glitruðu
jafnframt nokkur krístallsskær tár. “Eg er
þér innilega þakklát, Mrs. Snow, fyrir alla þá
vinsemd, er þú hefir alla jafna auðsýnt mér;
eg hefi áreiðanlega oft þurft á uppörvun að
hakla, og hana hefir þú veitt mér í ríkum
mæli. ’ ’
Pollyanna gekk hægt og rólega heim
seinni part dagsins; það var engu líkara en
einhverjar óskýranlegar andstæður keptust á
um það að ná yfirráðum í huga hennar. Hún
fann til tómleika nokkurs annað veifið. Ef
til vill var það að einhverju leyti henni að
kiuina, hve Polly frænka var dögur í bragði
og vantrúuð á framtíðina. Var hún sek um
vanrækslusynd gagnvart henni? Þessu svip-
aðar hugsánir háðu lokabaráttu í huga henn-
ar; nú varð að skríða til skarar. “Vaki eg
ekki á verði,” sagði Pollyanna við sjálfa sig,
“dregst eg aftur úr lestinni og glata
hæfileikum mínum til forustu, hafi eg á ann-
að borð nokkru sinni verið gædd slíkum kost-
um. ”