Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. FEB. 1934 NÚMER 7 PRA ISLANDI Bylting í Austurríki Sósíalistar gera uppreisn gegn Dollfuss-stjórninni. Þús- undir manna drepnar. Ástandið mjög ískygcf'Uegt. Frakkar lnóta að senda her sinn stjórninni til hjálpar. B.F.JARSTJÓRNARKOSN- INGAR í REYKJAVIK Úrslitin urðu þessi: atkv. SjálfstæSisflokkur..........7,043 Alþýðuflokkur ......•—.......4,675 Kommúnistar.................1,147 Framsóknarfl................1,015 og E-listinn ................ 399 Samtals...................14,279 Auðir seðlar voru ...............56 Ógildir seðlar voru.......—•.... 22 AIls ...............14,357 Samkvæmt þessu komu flokkarnir að bæjarfulltrúum, sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur ..........8 Alþýðuflokkur ...........•••■5 Kommúnistar .................1 Framsóknarfli................1 E-listinn —•.................o Alls ............15 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hlutu atkv. sem hér segir (brotum slept) : Guðm. Isbjörnsson 7,024; Bjarni Benediktsson 6,786; Jakob Möller 6,430; Guðrún Jónasson 6,294; Guðm. 6,0991 Jóhann Ólafson 5,863; Sigurður Jónsson 5,631 ; Pétur Halldórsson 5,408. Fulltrúar Alþýðuflokksins hlutu atkv. sem hér segir: Stefán Jóh. Stefánsson 4,672; Jón A. Pétursson 4,516; Ólafur Friðriksson 4,361; Guðm. R. Odds- son 4,204; Jóhanna Egilsdóttir 4,049. Fulltrúi Framsóknarfl. hlaut at- kvæði sem hér segir: Herm. Jónasson 1,004. Fulltrúi kommúnista hlaut atkv. sem hér segir: Björn Bljarnason 1,144. —Tekið úr Mbl. KOSNINGIN A ISAFIRÐI Kosningin 20. janúar, fór þann- ig: atkv. Sjálfstæðismenn .............498 Sósíalistar ....... ••••......561 Kommúnistar .................117 Þannig fengu SSjálfstæðismenn 4 fulltrúa, sósíalistar 4 og kommún- istar 1. Fulltrúar Sjálfstæðismanna sem kosnir voru eru þessir: Jón S. Edwa)d, konsúll; Jófi. Eyfirðingur; Finnbjörn Finn- björnsson, málari; Gísli Júlíusson, skipstjóri: Fulltrúar sósíalista eru þessir: Finnur Jónsson, Guðm. G. Haga. lín, Hannibal Valdemarsson, Jón SSigmundsson og fultrúi kommún- ista Eggert Þorbjarnarson. —Tekið úr Mbl. KOSNINGIN A SIGLUFIRÐI Bæjarstjórnarkosning fór fram á Siglufirði 13. janúar. Á kjörskrá voru 1,225. Þátttaka í kosningunni var mikil. 1017 kusu. Listar voru fjórir, Sjálfstæðis- niann, Framsóknar, Alþýðuflokks- ins og kommúnista. t bæjarstjórn voru kosnir 3 Sjálf- stæðismenn, 2 Alþýðuflokksmenn, 2 Framsóknarmenn og 2 Komniún- istar. _____ KOSNINGIN I IIAFNARFIRÐI 13. JAN. Úrslit kosninganna urðu þessi: atkv. Alþýðuf lokkurinn .........990 Sjálfstæðisflokkurinn .....823 Kommúnistar.......••••...... 39 Korri Alþýðuflokkurinn að 5 mönnum en Sjálfstæðisflokkurinn 4. KOSNINGIN A AKUREYRI Kosning á 11 mönnum í bæjar- stjórn á Akureyri fór fram Á kjörskrá voru um 2,200 og neyttu rúmlega 1950 atkvæðisréttar síns. Kosið var um 6 lista og féllu at- kvæði á þessa leið: A-listi, Alþýðuflokkurinn ... .210 B-listi, Kommúnistar .......••••406 C-listi, bæjarstjóralistinn ....355 D-listi, Framsóknarmenn ........377 E-listi, íhaldið ...............410 F-listi, iðnaðarmenn.....-—..154 Þessir menn voru kosnir í bæjar- stjórnina: Af A-lista: Erlingur Friðjóns- son; af B-lista: Steingrímur Aðal- steinsson verkamaður og Þorsteinn Þorsteinsson verkam'.; af C-lista: Jón Sveinsson, bæjarstjóri og Jón Guðlaugsson, bókari; af D-lista: Vilhjálmur Þór, kaupfélagsstjóri og Jóhannes Jónasson, yfirfiski- matsmaður; af E-lista: Sigurður Hlíðar, dýralæknir, Stefán Jónsson, útgerðarmaður og Jón Guðmunds- són, smiður; af F-lista: Jóhann Frimann, kennari.—N. dagbl. FLÝGUR RJÚPAN TIL GRÆNLANDS? Út af hinu óskiljanlega hvarfi rjúpunnar með nokkurra ára milli- bili, hefir mörgum komið til hugar að hún muni flytja sig búferlum til Grænlands, og hafa ýmsar athug- anir fremur stutt þá skoðun. Nú í seinasta “Náttúrufræðing” segir Jón Guðlaugsson svo frá: Um miðjan desember 1919 var eg stadd- úr á Hellisheiði vestanvert við Skálafell. Það var frost og tals- verður snjór. Eg heyri vængja- þyt yfir mér, og sé hátt uppi rjúpna- hóp, á að giska 1000—1500. Eg hefi aldrei séð rjúpur fljúga eins hátt eins og þessi hópur gerði. Þær komu austan að og héldu í útnorð- ur. Eg horfði á eftir hópnum eins lengi og eg sá til þeirra og þær lækkuðu ekkert flugið.—Mbl. FERÐIR FUGLANNA Urtönd, sem merkt var við Hús- eyjarkvísl í Skagafirði 6. ágúst í sumar, var skotin hjá Baldwins- town í Wexfordsýslu í írlandi hinn 15- nóvember. Urtarungi, sem merktur var hjá Grímsstöðum við Mývatn 26. júní í sumar, var skot- inn 15. nóvember í Downssýslu í írlandi. Skúfönd, merkt á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn 14. júní í sumar var skotin hjá Loch Ennel i Westmeathsýslu í írlandi 26. nóv. Fullorðin rita, sem merkt var á Sauöárkróki 9. júlí í sumar var drepin hjá Fogo-eyju hjá New Faundlandi, líklega í nóvember, en skýrslu vantar um stað og dag. --- —Mbl. VÉLBATURINN BLIKI Milli kl. 12 og 1, 17. janúar sást frá Hofsási í kagafirði tvímastrað- ur vélbátur hvítur að lit, og rak hann fyrir sjó og vindi og virtist hafa bilaða vél. Báturinn gaf neyð- armerki, en á Hofsós var enga hjálp hægt að veita sökum óveðurs. Var þá símað til Sauðárkróks, en þar lá vélbáturinn “B,rúni” frá Siglufirði, og var honum gert aðvart og fór hann bátnum til hjálpar og tókst honum að koma honum inn á höfn- ina í Hofsási. Bátur þessi reýndist að vera vélbáturinn “Bliki” frá Akureyri. Hann hafði farið frá Akureyri áleiðis til Sandgerðis og lenti i óveðri og bilaði vélin, og misti báturinn alt lauslegt ofan þilja svo sem legufærin, segl og vatn, en menn hafði ekki sakað.—N. dagbl. HITLER OG PÓLVERJAR Samningar hafa nú tekist með Hitler og pólsku stjórninni um helztu vandamál þessara ríkja. Báðar þjóðirnar hafa lofast til að útkljá öll mál á friðsamlegan hátt, og að halda gerða samninga. Samn. ingarnir' standa til tiu ára. Óvinátta milli þessara tveggja þjóða hefir þrásinnis, síðastliðið ár, stofnað friðarmálum álfunnar í stórhættui Aðallega hefir verið þrætt um afstöðu Austur-Prúss- lands, sem Pólland fékk umráð yfir að stríðinu loknu. Þá finst Þjóð- verjum að Pólverjar séu yfirgangs- samir í Danzig, sem á að heita frjáls borg, en er nú að mestu í höndum Póllands. Samningar þessir mælast vel fyrir hjá flestum nema Rússum, sem sjá sér hættu búna, ef Þjóðverjar skyldu veita Póllandi lið, ef til ó- friðar drægi. ST. SOPHIA Þessi fræga kirkja, sem nefnd hefir verið “gimsteinn kristninnar,” var bygð af Justinan mikla og vigð á jóladag 538. Árið 1453, þegar Mikligarður (Istambul) féll í hend- ur I'yrkja var henni breytt í musteri af Múhameðstrúar mönnum, og bættu þeir við hana turnum og ýmsu öðru útflúri en létu hylja altaris- töflur og helgi myndir með máli eða steypu. Hinn frjálslyndi stjórnarformað- ur Tyrklands, Mutsapha Kemel Pasha hefir nú gefið samþykki sitt til að lagfæra það, sem skemt hefir verið, og hefir amerískur byggiiiga- meistari umsjón með verkinu. ÞINGSETNING Fylkisþingið i Manitoba var sett með mikilli viðhöfn á fimtudaginn 8. febrúar. Fylkisstjórinn, McGregor, las há- sætisræðuna. Stjórnin lét í 1 jós ánægju sína með samninga þá, sem gerðir voru við sambandsstjórnina um styrk til atvinnulausra. Einnig var því lýst yfir að stjórnin hefði í hyggju að breyta lögunum um sölu hlutabréfa og stofnun nýrra fyrirtækja, með það fyrir augum að vernda alþýðu gegn sviksamlegum aðferðum fjár- glæframanna. Einnig mun vera i hyggju að samræma alla löggjöf á þessu sviði, þannig, að hún verði hin sama í öllum fylkjunum. Annars var fátt af nýmælum í hásætisræðunni. LÆKNISHJALP Læknafélag Winnipegborgar hef- ir gefið til kynna að það sjái sér ekki fært að veita atvinnulausum mönn- um læknishjálp án endurgjalds, nema líf manns liggi við. Hingað til hafa læknar 'unnið mikið verk fyrir litla borgun og mega þeir ef- laus.t vart við því fremur en aðrir, að vinna án endurgjalds. Þegar bæjarráðið fékk þessa til- kynning reyndi það að semja við fylkisstjórnina um að borga að nokkru leyti kostnað í sambandi við þetta, svo framarlega sem sambands- stjórnin legði einnig fram sinn skerf. Bracken forsætisráðherra tók því f jarri og kvað f járhaginn svo slæm- an að ekki væri ráðlegt að bæta neinu við útgjöld fylkisins. Einnig hélt hann því fram að þetta væri mál, sem einungis snerti bæjarráðið. Nú hefir bæjarráðið ákveðið að greiða allan kostnaðinn í næstu þrjá mánuði. Verður dreginn upp texti sem ákveður hver greiðslan skal vera í hverju tilfelli, en þeim, sem þessarar læknishjálpar njóta verður Ieyft að kalla þann lækni, sem það æskir eftir. FRÆGUR GESTUR : Blaðamaðurinn velþekti, Oswald | Garrison Villard kom til borgarinn- J ar á mánudaginn og flutti erindi | sama kvöld í Dominion leik-. húsinu. Ræðuefni var “Hitler | Grave Menace to Civilization.” Fór ræðumaður hörðum orðum um stjórn Hitlers og kvað allri veröld hættu búna af stefnu hans. Sagði hann að jafnvel smærri ríkin, svo sem Danrriörk og Svissland væru nú óðum að hervæðast til að ^eta varist yfirgangi Þjóðverja. Mr. Villard er ritstjóri hins fræga blaðs “The Nation.” Blað þetta hef- ir hvað eftir annal birt ljótar sögur af framferði Nazista og sagði ræðu- maður að nú varðaði það fimtán ára fangelsisvist að eiga það í fórum sínum á Þýzkalandi. SORGLEGT SLYS Frá Vegreville, Alta., er skrifað 12. febr., a§ 18 ára drengur, Andrew Terisio að nafni, hafi orðið fyrir skoti og særst hættulega. Þetta orsakaðist þannig að verið var að sýna smáleik í þorpi nokkru þar 1 grendinni og átti einn leik- andinn að skjóta á dreng þennan með marghleypu sinni. Kúlan hafði verið tekin burt, en pappír þjappað í skothylkið til að halda að púðrinu. Þegar á leiksviðið kom var skotið úr byssunni en framhlaðið fór í gegnum kvið drengsins og féll hann meðvitundarlaus á gólfið. Læknar telja vafasamt að hann lifi. GRIKKIR OG INSULL Samucl Insull, fyrrum talinn einn voldugasti auðmaður Bandaríkj- anna, en nú landflóttamaður, í Grikklandi, á það á hættu að Grikk- ir feki hann úr landi. Eins og kunn- ugt er hefir Bandaríkjastjórnin, nú í meir en heilt ár, reynt að ná hon- um þaðan, en ekki tekist. Insull strauk úr landi til að forðast refs- ingu, þegar hin stórkostlegu hluta- félög hans urðu gjaldþrota, og skutu þá Grikkir skjólshúsi yfir hann. Hafði hann á þeim tíma, sem hann var ríkastur oft hlaupið undir bagga, f járhagslega, með grísku stjórn- inni. Nú munu Grikkir ekki treyst- ast til að neita kröfu Bandaríkjanna um að framselja hann. RRETAR ÓÁNÆGÐIR Tollastefna frönsku stjórnarinnar hefir vakið megna óánægju hjá breskum verzlunarmönnum 'Og er talið líklegt að stjórnin breska muni skerast í leikinn og hækka enn meir tolla á innfluttum vörum frá Frakk- landi. ! Tollur hefir nú þegar verið hækkaður um 20% á klæðnaðar- vörum af ýmsum tegundum. Bretar segja að Frakkar hafi sýnt Bandaríkjunum. meiri tilhliðrunar- semi í þessu efni, enda mun Frökk- um ant um að geta selt sem mest að vínföngum til Bandaríkjanna nú, þegar bannið er numið úr gildi. Flið svonefnda “quota system”, sem Frakkar nota mikið, er mjög ó- vinsælt hjá flestum þjóðum. Síðusfu vikur hefir mikið verið rætt um væntanlegan ófrið milli þessara tveggja þjóða. Rússar segja að Japanar hafi i hyggju að ráðast á Mongólíu, en ef svo fer er Síbería í stórhættu og um leið allur her Rússa á því svæði, sem þá yrði svift- ur öllum samgöngutækjum við Rúss- land. Rússar láta nú vinna að því dag og nótt að leggja aðra járnbrautar- teina á Síberíu-brautina, en með því Blóðugir bardagar milli hersins og byltingarmanna, hafa verið háðir um land alt, þó hefir mest verið barist i Vínarborg. Karl Marx fjölhýsið, eitt stærsta í heimi, var fyrst aðal- vigi sósíalista, en hefir nú að mestu verið eyðilagt af stórskotaliði stjórn- arinnar. Fleiri hundruð konur og börn, sem áttu þar heima mistu lífið eða særðust hættulega. Einnig hefir verið barist af grimd í flestum iðnaðarhverfum stærri borg- anna, og á stjórnin fult í fangi með að bæla niður uppþotin. Frakkar og Bretar hafa varað Þjóðverja við að skifta sér nokkuð af þessum málum, en Nazistar býða rólegir og virðast trúa því, að þegar lýkur, verði skoðanabræður sínir komnir í meirihluta þar í landi. Óánægja með stjórn Engelbert Dollfuss kanzlara hefir magnast dag frá degi. Nazistar þar í landi eru að færast í aukana með degi hverj- um og hafa boðið stjórninni byrg- ÓKYRÐ 1 FRAKKLANDI Ástandið í Frakklandi fer stöðugt versnandi. Allsherjar verkfall byrjaði á mánudaginn var um.land alt og stöðvuðust samgöngur að mestu. Sósíalistar eru hræddir um að ein- valdsstjórn kæmist á í landinu, með tilstyrk fascista, og ætla þeir að sporna við því af öllum mætti. Þann- ig hefir oft slegið i bardaga og all- margir verið drepnir, bæði af verka- mönnum og lögreglu. Verstu óeirð- irnar hafa orðið í París og Mar- seilles, en annars er alt landið í upp- námi. Stjórn Deladiers féll á fimtudag- inn var, og Gaston Doumergue var þá falið að mynda nýja stjórn. Lægði þá ofsann í bráð, en þegar sýnt var, að stjórnin yrði aðallega mynduð úr hægri flokkum (íhalds- mönnum) þá byrjuðu kommúnistar og sósialistar á nýjan leik, og skip- uðu verkfall. Síðan hafa þúsundir manna gengið kröfugöngur dag eftir dag, bæði í París og annarsstaðar og heimtað að hin nýja stjórn léti af völdum. Enn er ekki hægt að segja hvern- ig fer, en núverandi stjórn er skipuð þeim beztu mönnum, sem hægri flokkarnir eiga völ á, og tekst þeim ef til vill að stilla til friðar, ef sam- komulag næst við royalista og fas- cista um að láta af óspektunum. En þó svo færi, er mjög hætt við að sósíalistar og kommúnistar, sem eru fjölmennir þar í landi, geri stjórn- inni ófært að sitja til lengdar, án þess að ganga til kosninga. Hin nýja stjórn hefir tekið á- kveðna stefnu í utanríkismálun- um, sem ekki spáir góðu um sam- komulagið í Evrópu. Fyrst hækk- getur flutningur allur til stöðv- anna á þeirri braut, aukist um helm- ing. Enn er mikið ógert af þessu verki, og á meðan vilja Rússar ekki berjast, ef hjá því verður komist. Annars treysta Rússar mest á sinn öfluga flugher til að sigra Japana, ef til ófriðar kæmi. I því tilfelli yrði flugherinn látinn ráðast á Tokio og aðrar stórborgir, sem tald- ar eru vanarlausar gegn slíkum á- rásum. x in hvað eftir annað. Þegar útlit var fyrir að kanzlarinn myndi ætla að taka öll ráð af þinginu, til að mæta þessari hættu, gerðu jafnaðarmenn uppþot í Vínarborg og öðrum stærri iðnaðarborgum landsins, og sló þá í blóðugan bardaga við stjórnarher- inn, en kommúnistar og jafnaðar- menn boðuðu til allsherjar verk- falls. Stjórnin mætti þessari ráð- stöfun með því að lýsa landið undir herstjórn, og blossaði þá ófriðurinn upp í öllum stærri borgunum. Mesta hættan, sem af þessu kynni að stafa er sú, að Nazistar nái völd- um og geri tilraun til að sameinast Þýzkalandi. Á móti þvi hefir franska stjórnin barist i fleiri ár, og gæti jafnvel svo farið, að hún not- aði her sinn4il að varna þvi, að svo yrði. Hvað af því kynni að hljótast, þorir maður ekki að geta sér til. Evrópuþjóðirnar horfa á þessi vand- ræði með ótta og skelfingu. uðu þeir tollana gegn brezkum vör- um enn einu sinni, og nú er sagt að þeir þverneiti að taka til greina til- lögur Breta viðvíkjandi því að Þýzkaland fái að vígbúast til jafris við aðrar þjóðir. BRETAR SLAKA TIL Brezka stjórnin hefir sent áskor- un til Frakka þess efnis að nauð- synlegt sé að viðurkenna rétt Þýska- lands að hervæðast til jafns við aðrar þjóðir og hefir ítalska stjórn- in tekið í sama strenginn. Ekki þykir liklegt að Frakkar taki þessu vel, en Bretum mun skilj- ast að samomrilag náist ekki, fyr en Þýskaland gengur aftur í Þjóða- bandalagið, en þð er áskilið af Breta hálfu, ef samningar skyldu takast um þetta mál. RÚSSAR ÓHRÆDDIR Stríðsmálaráðgjafi Rússlands, Vor- oshiloff sagði nýlega í ræðu, sem hann flutti í Moscow að nú þyrftu Rússar ekki að hræðast nokkurt stórveldið, því landher þeirra væri nú eins fullkominn að öllum útbún- aði og hugsast gæti. Ráðherrann var harðorður i garð Japana og hótaði þeim öllu illu, ef þeir gerðu nokkra tilraun til óspekta í Síberíu. Sagði hann þjóð sína neydda til að víggirða landamæri sín ,á þessu svæði, svo að þeir gætu var- ið sig, ef á þá yrði leitað. AFSTAÐA BRACKENS Bracken stjórnarformaður lýsti því yfir í þinginu í fyrradag að lög- gjöf um takmörkun á hveitisáning myndi að öllum líkindum ekki ná fram að ganga á þessu ári, nema svo færi að uppskeran yrði meiri í haust en síðastliðið ár. Neitaði hann stað- hæfingu Sandford Evans að stjórn- ir Sléttufylkjanna hefðu átt upptök- in að þeirri ráðstöfun, sem Bennett gerði í þessu máli á Lundúna-fund- inum i fyrrasumar. Samt sem áður kvað stjórnin þvi hlynt að reynt sé að minka framleiðslu hveitis í fram- tíðinni, nema eitthvað rætist fram úr með sölu þess til Evrópu. Ekkert markvert hefir borið til tíðinda í þinginu enn sem komið er, að því er séð verður, nema hvað John Queen, leiðtogi verkamanna- flokksins lýsti þvi yfir að flokkur lians myndi reyna að fá launaskatt- inn afnuminn. Stalin spáir ófriði Stjórn Rússa telur stríð milli Rússa og Japana í nánd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.