Lögberg - 10.05.1934, Qupperneq 3
LÖGBEIRG, FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1934.
3
SÖLSKIN
Sérstök deild í blaðinu
fyrir börn og unglinga
Um rjúpuna
Eftir Pál Guðmundsson,
Hjálmsstöðum.
Af þeim fuglum, sem nytjafuglar
teljast, hefir rjúpan orðið einna
drýgst í búi hjá okkur sveitamönn-
unum, sem við f jöllin búum. Eg man
ekki betur, en að um langt skeið hafi
komið inn fyrir rjúpur 50—80 þús.
krónur á ári. Og þar sem tilkostnað-
ur var fremur lítill, og rjúpnaveið-
ar aðallega stundaðar á þeirn tíma
árs, sem fátt var hægt að starfa, var
þetta ekki svo lítið hagræði fyrir há-
sveitir landsins. Enda var svo al-
ment álitið, og eflaust með réttu, að
ekki væri “sultur og seyra’’ á þeim
bæjum, þar sem rjúpur veiddust til
muna.
Það eru nú liðin hart nær 50 ár
frá þvi að eg hóf að stunda rjúpna-
veiðar. Og í öll þessi ár hefi eg veitt
lifnaðarháttum rjúpunnar eftirtekt:
að vetrarlagi, sem skytta, en að vor-
og sumarlagi hefi eg fylgst með
henni, sem einum af mínum góð-
vinum í flokki fuglanna. Því þó að
rjúpunni sé varnað þess að gleðja
mennina með sönglist sinni, er hún
svo ljúf og gæf og sajdaus í eðli
sínu, að hún er i fylsta máta dá-
samlegur fugl.
Á síðari árum hefir menn greint
nokkuð á um það, hvort rjúpan sé
staðfugl eða flakki til annara landa.
Aðallega er þó spurningin um það,
hvort hún muni leita til Grænlands
öðru hvoru, eða jafnvel árlega, og
komi þá, ef til vill aftur með eitt-
hvað af grænlenskum systrum sín-
um í eftirdragi. Og meira að segja
hafa verið leiddar allmiklar líkur að
því, að svo mundi vera, því að skil-
orðir menn á Vesturlandi hafa þóst
sjá rjúpnabreiður svo þúsundum
skiftir taka sig upp og fljúga á haf
út i stefnu á Grænland.
Um þetta atíiði hefir að vísu ekki
fengist óræk sönnun, enn sem kom-
ið er. En að hinu leytinu er það
fullvíst, að rjúpan hverfur háðan ár
og ár, án þess að menn hafi orðið
þess varir, að hún hafi fallið
fári eða harðrétti, og er hún þá oft
lengi að vinna sig upp aftur, minst
5—10 ár, en stundum lengur. Á
síðastliðnum rúmum 50 árum mun
rjúpan hafa horfið 5—6 sinnum;
stundum hefir hún horfallið
stundum hefir hún einnig horfið i
besta árferði og ekki sést urmull af
henni.
Frostaveturinn mikla, 1881—82,
máttí svo heita, að rjúpan stráfélli
hér um slóðir. Árin þar á eftir bar
tnjög litið á henni, og var hún lengi
að vinna sig upp. Er mér í barns-
minni, að duglegar skyttur gengu
dögum og vikum saman, til rjúpna-
veika, og náðu þetta frá fjórum og
upp í tiu rjúpum á dag. En þá var
hún líka í háu verði: 70—100 aurar
rjúpan. Þóttust nlenn því góðir, ef
þeir sörguðu upp fram undir jólin
100 rjúpur, og gátu farið með einn
hest af heimili til Reykjavíkur að
sækja brýnustu nauðsynjarnar fyrir
jólin.
Um aldamótin var talsvert orðið
af rjúpu, og voru þá rjúpnaveiðar
stundaðar af kappi miklu. Man eg
að nokkur metningur var á milli
strákanna, og þótti slæmt að lafa
ekki í “miðjum skipum,” eins og
kallað var við sjóinn.
Alt af hefir verið talsverður mun-
ur á rjúpnamergð frá ári til árs.
Veturinn 1916 og 1917 var rjúpa
fremur strjál hér um slóðir framan
af vetri, en fjölgaði til stórra muna
eftir miðjan vetur. Veittu menn þvi
brátt eftirtekt, að aðkomna rjúpan
bagaði sér alt öðruvísi, en sú rjúpa,
sem fyrir var. Hélt hún sig á tún-
um í stórhópum tímum saman, tindi
1 sarpinn úr húskömpum og garð-
brotum, og var svo að segja jafn
nærgöngul og hæns. En þegar voraði
og önnur rjúpa hélt til fjalla, fór
þessi flökkurjúpa niður um mýrar
og láglendi, og varp í mýrum og
holtum, bæði vorin.—Gamlir menn,
sein hér höfðu alið allan aldur sinn,
vissu þess engin dæmi, að rjúpan
hefði hagað sér þann veg. Að þess-
um tveimur árum liðnum, hætti hún
þessum einkennilegu háttum, og síð-
an ekki við söguna m'eir. Hvernig
á þessum háttum rjúpunnar stóð,
veit eg ekki. En hitt er víst, að sú
rjúpa var aðkomin, og alókunnug
öllum staðháttum hér.
Á öndverju hausti 1918, var ó-
venjumikil rjúpa hér um slóðir. En
þá gaus Katla, öskufall barst um alt
Suðurland, svo að jörð varð hálf-
svört af öskuleðju. Skömmu eftir
að askan féll, fór að bera á fári i
rjúpunni og ágerðist það svo, að
heita mátti að hún gerfélli hér um
slóðir. Lá hún dauð unnvörpum
hvar sem var hér um skóglendi dals-
ins, og er voraði var hér ekki lif-
andi rjúpu að sjá neinsstaðari
Lípp úr þessu var rjúpan alfriðuð
um 5—6 ára skeið, og ekki skotin
aftur fyr en 1926 og þó aðallega
1927. Þá var þér svo mikil rjúpa,
að aldrei hefir slík merð sést af
henni. Er eg í engum vafa um, að
sú rjúpnamergð, sem þá var hér um
slóðir, var að mestu leyti aðkomin,
því að öll árin, sem hún var friðuð,
varð hennar mjög lítið vart, ekki
aðeins nálægt bygðum, heldur og í
haustleitum manna á afréttum hér
nærlendis. Og sama sagan var sögð
um alt land, þau árin, sem hún var
alfriðuð.
Veturinn 1927 skutu góðar skytt-
ur frá 100 og alt að 180 rjúpur á
dag, á góðum dögum, og voru það
meiri rjúpnaveiðar en menn vissu
dæmi til áður, enda var rjúpna-
mergðin þá, eins og fyr segir, marg-
falt meiri, en eg hefi nokkru sinni
séð á undanförnum áratugum. En
þó að mikið væri skotið, sá varla
högg á vatni, og mergðin afarmikil
eftir að hætt var að skjóta.
Þessi mikla rjúpa varð þó
skammæ, því að hún hvarf með
öllu 1929. Varð þó enginn maður
var við að hún félli, hvorki úr fári
né harðrétti, enda var vetur góður.
ur Er þá engu nær að spá um þetta
hvarf rjúpunnar, en að hún flakki
til annara landa öðru hvoru, og þá
sennilega til Grænlands. Virðist og
ekkert þvi til fyrirstöðu, að svo geti
verið, því að rjúpan er hraust og
en hraðfleyg með afbrigðum. Þykir
mér því sennilegt, að árlegar sam-
göngur séu á rjúpunni milli þessara
landa, stundum meiri og stundum
minni, alt eftir atvikum, sem enn
eru ókunn.
Svo sem kunnugt er, heldur rjúp-
an sig framan af vetri á takmörkum
haga og hagleysu. Þegar harðnar
um á fjöllum uppi, færist hún nær
bygðinni og drífur svo niður í skóg-
ana. Er hún þá oft mjög stygg og
óvær fyrstu dagana. Viðurværi
hennar i skógunum eru aðeins frjó-
hnapparnir á bruminu, því að kvist
etur hún ekki, nema þá ef til vill
lítið eitt að sortulyngi og blóðbergi.
Rjúpan lifir þolanlegu lífi í skógun-
um 3—4 vikur; nái hún ekki í jörð
eftir þann tíma, fer hún að leggja
af, og því meir, sem lengra líður.
Verst fer um rjúpuna, ef snögg-
lega gerir hláku ofan í snjóþyngsli,
og alt hleypur svo í gaddglerung,
svo sem oft vill verða síðari hluta
vetrar. Verður hún þá að húka
ofan á snjónum, án þess að geta
grafið sig í hann, en það þolir hún
ekki, og verður afar fljótt mögur, ef
frost og næðingar ganga. í slíkri
tið hefir rjúpan oft orðið á stutt-
um tima svo mögur og afllaus, að
henni hefir ekki, eða einhverju af
henni, tekist að ná sér til flugs, og
er þá fellir yfirvofandi, ef ekki
bregður til bata. En hún er líka ó-
trúlega fljót að ná sér og hressast,
ef hagar koma og veðrátta hlýnar.
Þó að rjúpan sé “sakleysið sjálft,”
ef svo mætti að orði kveða, þá á
hún þó furðu marga óvini, sem hún
er aldrei óhult fyrir, einkum þó um
vetra. Auk mannanna, sem telja
verður óvini rjúpunnar, a. m. k.
þann tíma, sem leyft er að skjóta
hana—má nefna láfótu. Hún fylgir
rjúpunni eins og skugginn og lifir
að mestu á henni uní vetra, þegar
önnur föng þrýtur. Veiðir hún
rjúpuna mest að næturlagi. Veit eg
dæmi þess, að tófan veiðir meira af
rjúpu, en hún þarf til máltíðar í það
og það skiftið, og ætla eg að til-
færa hér sanna sögu i því efni:
Fyrir nokkrum árum lagði tófa
í gamalt gren, sem hún er mjög
trygg við, í svonefndu Skessugili í
Rauðafelli. Vanst grenið í það sinn
að öllu leyti. Mennirnir, sem við
það lágu, tóku eftir einhverju rúpli
í gömlum snjóskafli, skamt fyrir
neðan grenið. Fóru þeir og athuguðu
um þetta, og fundu þarna í skaflin-
um nokkrar rjúpur, sem auðsætt var
að láfóta hafði grafið þar. í skafl-
inum geymdust þær óskemdar, svo
og svo lengi, og hefir tófan átt þær
þarna til tryggingar, ef henni yrði
einhvern daginn fátt til fanga handa
sjö stálpuðum yrðlingum, sem í
greninu voru.
Annar höfuðóvinur rjúpunnar er
fálkinn.- Hann cr jafnan nálægur,
þar sem rjúpan heldur sig; mítn
ekki of í lagt, að hver fálki þurfi í
það minsta eina rjúpu á dag sér fil
viðurværis. Og þegar á það er litið,
að allmikið er um fálka í landinu, er
það ekki svo lítið afhroð, sem hnn
líður af þeim ránvargi.
Þá má og nefna hrafninn, sem
jafnan situr um rjúpuna þegar færi
gefst, þótt hann veiði hana ekki
mikið, af því hversu seinn og sila-
legur hann er i öllum snúningum.
En þegar rjúpan er orðin svo mög-
ur, að hún á bágt með að forða sér,
legst hrafninn á hana og drepur
unnvörpum.
Annars gegnir það furðu, hve vel
rjúpan hefir haldið velli í líísbarátt-
unni, eins og óvinirnir eru margir,
sem að henni sækja. En vitanlega
veldur þar mestu um hinn dásamlegi
samlitur hennar við umhverfið, sum-
ar og vetur. Það rná segja, að hún
sé vel samlit snjónum á veturna, þar
sem hún er alhvít; þó kemur henni
sá litur aðeins að haldi, að ekki sé
snjólaust með öllu. En vor og
sumarlitur hennar er þó enn ná-
kvæmara sniðinn eftir umhverfinu.
Hvort sem hún heldur sig á heiðum,
hraunum, melum eða lyngmóum, er
hún öllu því umhverfi svo samlit, að
ekki verður greint á milli. Og ein-
mitt þessi litbrigði hennar hjálpa ó-
segjanlega mikið til þess að verja
egg og unga fyrir allskonar flug-
vargi. Þá heldur og stofni hennar
mikið við hin mikla viðkoma henn-
ar.
Rjúpan á, eins og kunnugt er, 8—
12 egg, og mun henni takast slysa
minna, að koma upp afkvæmum
sinum, en flestum öðrum fuglum.
Ungarnir verða svo fljótt fleygir,
að undrun sætir. Býst eg við að þeir
muni alfleygir vikugamlir frá því
þeir skriðu úr egginu. Er sannar-
lega gaman að horfa á þessa unga,
um það leyti, er þeir fara að lyfta
sér til flugs; halda þeir sig í þéttum
hóp, og fljúga fyrst í stað upprétt
ir, því stélfjaðrirnar eru vanþrosk
aðri en vængirnir. Foreldrarnir láta
sér mjög ant um ungana, og heldur
fjölskyldan hópinn langt fram
vetur.—I,esb. Mbl.
Leiðangur til Himalayaf jalla.
Fyrstu fregnir hafa nú borist frá
fyrri þýska Himalayaleiðangrinum
sem lagði af stað fyrir nokkru
Leiðangursmennirnir komu til Jnd-
lands 6. apríl og eru nú í Darjeeling
en þar er ætlunin að festa fylgdar
menn þá, er tóku þátt í Mount
Everest-leiðangrinum í fyrra. Leið-
angur þessi er undir forystu nátt
úrufræðingsins Dr. Schneider.
morgun leggur síðari Himalayaleið
angurinn af stað frá Þýskalndi
Stjórnandi þess flokks er Dr. Bin
dervalder. Báðir leiðangrarnir munu
hittast í Kashmir síðast í apríl og
leggja á fjöllin fyrst i maí.
Mbl. 13. apríl.
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone'21 834—Ofíice tímar 2-3
Heimili 214 .WAVBRLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdðma.—Er að hitta
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talsími 42 691
Dr. P. H. T„ Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phones 21 213—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
» Phone 21 834—Office ttmar 4.30-6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstími 3—5 e. h.
218 Sherburn St.—Sími 30877
DR. L. A. SIGURDSON
729 SHERBROOKE ST.
Phone 24 206
Office tfmar: 3-6 og 7_8 e. h.
Heimili: 102 Home St.
Phone 72 409
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
tslenzkur lögfrœðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfrœðingur
801 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 92 755
W. J. LINDAL K.C. og
BJORN STEFANSSON
íslenzkir lögfræðingar
325 MAIN ST. (á öðru gólfi)
PHONE 97 621
Er að hitta að Gimli fyrsta
þriðjudag í hverjum mánuði,
og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
tslenzkur lögfrœðingur
Skrifst. 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt City Hall
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
tslenzkur lögfrceðingur
Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
William W. Kennedy, K.C., LL.B.
Fred C. Kennedy, B.A., LL.B.
Kenneth R. Kennedy, LL.B.
Kennedy, Kennedy &
Kennedy
Barristers, Solicitors, Etc.
Offices: 505 Union Trust Bldg.
Phone 93 126
WINNIPEG, CANADA
DRUGGISTS
DENTISTS
WINNIPEG DRUG
COMPANY, LTD.
H. D. CAMPBELL
Prescription Specialists
Cor. PORTAOE AVE. and
KENNEDY ST.
Winnipeg, Man.
Telephone 21 621
DR. A. V. JOHNSON
tsienzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Sími 96 210
Heimilis 33 328
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
Take Your Prescription to
BRATHWAITES LTD.
PORTAGE & VAUGHAN
Opp. “The Bay”
Telephone 23 351
We Deliver
Dr. A. B. Ingimundson
Tar.nlœknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Sími 22 296 Heimilis 46 054
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Office 36 196 Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
OPTOMETRISTS
MASSEUR
Harry S. NOWLAN
Optometrist
804 TORONTO GENERAL
TRUSTS BLDG.
Portage and Smith
Phone 22133
Tel. 28 833
Res. 35 719
J- Ar^-.
30 OPTOMETRIST
UXAMIMtO/ 1 FITTtO J
305 KENNEDY BLDG.
(Opp. Eaton’s)
G. W. MAGNUSSON
*v
Nuddlœknir
41 FURBY STREET
Phone 36 137
Stmið og semjið um samtalsttma
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minni3varða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsími: 501 662
HANK’S
HAIRDRESSING PARLOR and
BARBER SHOP
3 Doors West of St. Charles Hotel
Expert Operators
We specíalize in Permanent Waving,
Finger Waving, Brush Curling and
Beauty Culture.
251 NOTRE DAME AVE.
Phone 25 070
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægi.
Phone 94 221
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tókur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328
*0°BE’S
* LTD.
28 333
LOWEST RATES IN THE
CITY
Furniture and Piano Moving
J. SMITH
Guaranteed Shoe Repairing.
First Class Leather and
workmanship.
Our prices always reasonable.
Cor. TORONTO and SARGENT
Phone 34 137
IIÓTEL I WINNIPEG
THE MARLBOROUGH
SMITH STREET, WINNIPEG
“Winnipeg’s Down Toron Hotel”
220 Rooms with Bath
Banquets, Dances, Conventions,
Jinners and Functions of all kinds
Coffee Shoppe
F. J. FALD, Manager
ST. REGIS HOTEL
285 .SMITH ST„ WINNIPEG
pœgilegur og rólegur bústaður i
miðbiki borgarinnar.
Herbergi $.2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Ágætar máltíðir 40c—60c
Free Parking for Guests
HOTEL CORONA
26 Rooms with Bath,
Suites with Bath
Hot and cotd icater in every room
Monthly and Weekly Rates
Upon Request
Cor. Main St. and Notre Dame
Ave. East.
J. F. Barrieau, Manager
THE
McLAREN HOTEL
Enjoy the Comforts of a First
Class Hotel, at Reduced Rates.
$1.00 per Day, Up
Dining Room in Connection
WINDSOR HOTEL
J. B. GRAY, Mgr. & Prop.
European Plan
Rooms $1.00 and up
Hot and cold running water
Parlor in connection.
197 GARRY ST. Phone 91 037
HOTELST. CHARLES
/n the Heart of Everything
WINNIPEO
Rooms from $1.00 Up
Special Rates by Week or Month
Excellent Meals from 30c up
It Pays to Advertise in the <<Lögberg,,