Lögberg - 10.05.1934, Side 4

Lögberg - 10.05.1934, Side 4
4 Högberg OeflS öt hvern fimtudag aí TH« COLUMBIA PRE8S LIMITED 69 5 Sarg-ent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO 63.00 um drið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Starf Þjóðabandalagsins Flestum mun nú finnast að Þjóðabanda- lagið sé, að heita megi, úr sögunni. Bjart- sýnir menn og trúgjarnir væntu mikils af því fyrst í stað og ætluðu að framtíð alls heims væri borg'ið með stofnun þess. Þjóðabanda- lagið átti að koma í veg fyrir stríð. Það átti að vernda smáríkin gegni yfirgangi stórveld- anna. Það átti að skera úr öllum vandamál- um þjóðanna. Það átti að gæta réttar lítil- magnans. Það átti að vera ekkjum athvarf og föðurlausum faðir. Þetta voru vonir beztu manna,—vonir, sem ekki hafa ræst. Nú er svo komið að Þjóðabandalagið hef- ir tapað trausti og virðingu flestra. Því hef- ir ekki tekist að koma neinum þeim stærri málum í framkvæmd sem fyrst voru á dag- skrá þess. Deilum'milli stórveldanna hefir það ekki getað afstýrt. Réttur undirokaðra þjóða hefir verið fótum troðinn jafnt eftir sem áður. Heimsveldin hafa virt -skipanir þess að vettugi. Nægir að benda á framferði Japana í Manchuríu fyrir skemstu, og svo þau andsvör sem Bretar gáfu, þegar Banda- lagið leitaðist við að jafna deilurnar í Egyptalandi 1926. Það er óþarft að telja upp fleira til að sýna vanmátt Bandalagsins, enda eru ótal dæmi þess á flestra vitund. Hver er þá aðal- orsökin til þess að svona fór? Enginn mun neita því, að hér vor um göfuga hugsjón að ræða, að minsta kosti að einhyerju leyti, svo ekki verður því um kent. Aðal orsökin er auðvitað sú, að Þjóðabandalagið hefir aldrei átt, nafnið skilið. f bvrjun stóðu þrjár af vold- ugustu þjóðum heimsins utan Bandalagsins. Bandaríkin vildu ekkert með það hafa, en Rússland og Þýskaland fengu ekki inngöngu hvað fegin sem þau vildu. Auðvitað var tilgangurinn með stofnun Þjóðabandalagsins sá, að einhver öflugur fé- lagsskapur væri til að sjá um að álaræðum V'ersala-samninganna væri framfylgt. Þetta var liugmynd Frakka, hvað sem Wilson hefir ætlað, og sökum þess hafa þeir stutt Banda- lagið með ráði og dáð. Þegar auðsýnt var að Þjóðabandalagið skorti mátt til að framfylgja ráðstöfunum sínum, fór alþýða manna að tapa virðingu fyrir því. Brotum var ekkert um að sjá Frakka nota Bandalagið til að efla að- stöðu sína á meginlandinu, og fóru því að draga sig í hlé. Smátt og smátt gerðust menn trúlitlir á þær hugsjónir, sem Bandalagið átti að berjast fyrir. Einstrengingslegur þjóðern- isrígur fór að búa um si^á ný í Evrópu og víðar. Óréttlæti Versala-samninganna kom æ betur og betur í ljós. Menn fóru að sjá að dagar friðarríkisins voru ekki eins nærri og ætlað hafði verið. Þjóðirnar héldu áfram að vígbúast eins og stríðið, sem binda átti enda á öll stríð, hefði aldrei verið háð. Friðarst.efn- ur og afvopnunarstefnur komu fyrir ekki og nú er helst í ráði að hætta við þær algerlega. Þjóðabandalaginu hefir því hvorki .tekist að jafna deilur þjóða á milli eða að tryggja frið í heiminum. Ekki er þó svo að skilja að starf Þjóða- bandalagsins hafi að öllu leyti mishepnast. Það væri mesta fjarstæða að segja að svo sé. A ýmsum sviðum hefir starf þess orðið til ó- metanlegs gagns. Þrátt fyrir það, þótt nú séu ófriðarblikur á lofti er það engu að síður satt, að Þjóðabandalagið hefir unnið að því trúlega að efla friðarhreyfinguna í beiminum. Að ýmsum öðrum þarfamálum hefir það unnið dvggilega. 1 málum verkamanna hefir það leyst af hendi mikið starf: safnað ábyggileg- um skýrslum frá öllum löndum um vinnu- brögð og kaupgjald í iðnaðarlöndum heims- ins, og lagt fram góðar tillögur. Einnig bef- ir það kynt sér mannsal og þrælahald bæði í Afríku og Kína, og gengið röggsamlega fram í því að ráðin yrði bót á þeim ósóma. Þá hefir það beitt sér fyrir því að uppræta sölu á eitur- lyfjum, svo sem morphine, heroin. Af notkun þeirra stafar hin mesta hætta og er því nauð- syn að hafa strangt eftirlit með framleiðslu þeirra, eftir því sem hægt er. Þegar á alt er litið befir Þjóðabandalag- ið áorkað mörgu góðu, jafnvel þótt afskifti þess af stjórnmálum hafi, í flestum tilfellum, mishepnast. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAl 1934. Hvítar þjóðir og Auáturlönd Mikið er talað um það nú á dögum hvort líkindi séu til að Rússar og Japanar berjist á næstunni. Flestir, sem þeim málum fylgja, álíta óhjákvæmilegt að svo verði. En komi það fyrir, verður það ekki einungis barátta á milli þessara tveggja þjóða, heldur barátta á milli hinna hvítu þjóða og þeirra, er í Asíu búa. Yfirráðum hvítra manna í Asíu er lokið, ef Japanar sigra. Þess vegna er líklegt að hvítar þjóðir, Bandaríkin til dæmis, styrki Rússa, ef til ófriðar dregur, með fjárfram- lögum, ef ekki með vopnum. Vegur hvítra þjóða í Asíu fer nú mjög minkandi. Bretar slaka sífelt til við Ind- verja, þótt þeir viti að hvert spor í þá átt losar um völd þeirra þar í landi. Sumir merk- ir stjórnmálamenn Breta, svo sem Winston Churchill, hafa oft bent á þetta og krafist þess að gamla einræðisstefnan verði tekin upp aftur. Gætnari menn, þótt þeir viður- kenni þennan sannleika, sjá að sú leiðin hlýt- ur að verða of kostnaðarsöm. Það er því ekki um annað að gera, en gefa eftir smátt og smátt. Þetta sama er að gerast í Kyrrahafs- eyjunum, þeim stærri. Bandaríkin eru til með að veita Philippine-eyjunum sjálfstæði, frek- ar en að standa í stöðugum, erjum við evjar- skeggja. I Arabíu virðist margt benda í sömu átt. Hinn berskái konungur, Ibn Saud, er að sameina Araba. Á nokkrum vikum hefir hon- um tekist að steypa Yahya soldáni úr hásæti og léggja undir sig ríki hans. Arabar eru að skipa sér um merki Ibn Saud. Þjóðernis- hreyfingin í Asíu vex sí og æ, og Japanar gefa fordæmið. Þeir eru stöðugt að reyna að efla þessa hreyfingu í Kína, þótt illa gangi. Með verzlun sinni eru Japanar að stvrkja aðstöðu sína í Asíu. Á Indlandi keppa þeir við Breta, og vinna stöðugt á. Ef hægt er að hnekkja veldi Japana, munu hvítu þjóðirnar geta haldið sínu í mörg ár enn. Rússar eiga auðveldast með að reka þá a.f meginlandi Asíu. Þessvegna er ráðlegt að beita. þeim fyrir. En hver sem útkoman verður, má búast við ófriði og illindum í Austurlöndum um næstu áratugi. Ef til vill væri skynsamlegast fyrir stór- veldin að losa sig algjörlega vil alla ábyrgð gagnvart Austurlöndum, því nóg er um að hugsa heima fyrir. Viðskiftahorfur Ef nokkuð er að marka hagfræðisskýrsl- ur stjórnarinnar verður ekki annað séð en að verzlun og viðskifti séu talsvert að aukast. Sérstaklega virðist iðnaður landsins vera á viðreisnarskeiði. Stálframleiðsla er nú-miklu meiri en í fyrra og það sama má segja um margt annað. Bílaframleiðsla hefir, til dæm- is, aukist talsvert og á vefnaðarvöru er meiri eftirspurn, en verið hefir undanfarið. Alt bendir þetta til þess að nokkur framför hafi orðið á þessu sviði. 1 BritLsh Columbia er timbur-verzlun miklu meiri en í fyrra og verð á slíkri vöru hærra. í Austur-fylkjunum er það námuiðnaðurinn, sem mest gefur af sér. öðru máli er að gegna í Sléttufylkjunum. Það stafar einkum af því að landbúnaðurinn á mjög erfitt uppdráttar og verð á landbún- aðar afurðum er tiltölulega miklu lægra en á annari vöru. Sem stendur er mjög slæmt út- lit með uppskeru á komandi hausti. Y'íðast- hvar hafa verið alt of miklir þurkar í vor, og stöðugir vindar hafa valdið stórskemdum á ökrurn, þar sem moldin hefir fokið svo að víða þarf að sá tvisvar í sömu akrana. Þá bætir það ekki úr, að skepnur hafa fóðrast mjög illa í vetur, sökum lélegs fóðurs. Hestar eru því magrir og tefur það fyrir sáningu. Þá er á- litið að engisprettur mtini gera miklar skemd- ir í sumar. Að öllu athuguðu getur því tæp- ast verið um nokkra breytingu til batnaðar að ræða í Sléttufylgjunum. Annars er nú svo komið að góð uppskera er ekki lengur álitin heppileg. Stjórnarvöld landsins kvíða jafnvel fyrir ef svo skyldi verða því að þá verður að takmarka með lög- um hvað mikið má selja; enda enginn mark- aður fyrir uppskeruna. Framtíðarhorfur eru ekki glæsilegar fyrir bændur. Stjórnin ætlar nú samt að bæta úr öllu þessu með því að skipa nefnd til að annast sölu á öllum landbúnaðarafurðum. Laga- frumvarp þess efnis liggur nú fyrir sam- bandsþingi. I'lyrirmyndina er að finna í ráð- stöfun brezku stjórnarinnar um þessi efni, sem allir vita að reynst hefir misjafnlega. Þá vita menn að Bretar framleiða ekki nærri því nóga matvöru fyrir sinn heima- markað, en vér aftur á móti framleiðum miklu meira en selst getur heima fyrir. Þar af leiðandi má geta nærri hvort sömu aðferðir muni reynast Iieppilegar í báðum löndunum. Eina skynsamlega aðferðin til að ráða bót á þessu vandamáli hlýtur að vera sú, að útvega sölu á land- búnaðarafurðum vorum í öðrum löndum gegn því að taka í staðinn þær vörur, sem vér getum ekki fram- leitt hér í landi með hæfilegu verði. Hitt er f jarstæða að vernda þennan hérlenda iðnað með gífurlegum toll- um, en láta þær atvinnugreinar, sem þrifist geta án allra tolla, eyðileggj- ast gjörsamlega. Hin tröllaukna Boulder- stífla Fjallvegurinn liggur í ótal bugð- um og hlykkjum niður brattann. Sex mílur liðast hann óreglulega á milli rauðu og svörtu hraun-hólanna, sem nátúruöflin hafa verið að móta í aldaraðir. Skyndilega vindur vegurinn sig fram fyrir slútandi klett og liggur þá út á höfða einn allsléttan. Hita- bylgjur frá gímaldinum fyrir neð- an skella á vitum manns ; þar er hit- inn 120 stig. Hægur andvari stend- ur af sléttlendinu að baki, þar sem hitinn mælist no stig. Maður horf- ir niður á eyðimerkurland suðvestur Bandaríkjanna. Þurt gljúfur. Þarna niðri í gljúfrinu er mikið um að vera. Alstaðar eru menn að verki; þeir smíða, grafa, höggva, klifra, renna sér og sveifla á köðlum og hrópa fyrirskipanir. Það skiftist á ískrið í hjólum, hamarshöggin, vélaskrölt- ið og mörg önnur hljóð,—þau bland- ast eyðimerkurvindinum og mynda samhljóm nútiðar iðnaðar. Þannig er hávaðinn, þegar allir eru að verki við Boulder-stifluna. Colorado-áin hefir í ótal aldir þrætt farveg sinn um gljúfrin. Nú á hún að beizlast. Þar koma aldrei fram- ar flóð, sem eyða bæina Imperial og Coachella, engir þurkatímar, þegar uppskeran skrælnar fyrir brennandi sólarhitanum, vegna þess, að vatn er ekki fáanlegt. Fyrir neðan stífl- una verður Colorado-áin á valdi mannanna. Fjarlægar borgir i Suður-Californíu verða aðnjótandi geymsluvatnsins, sem verður flutt i leiðslum, mikilfenglegri en keisurum Rómverja nokkurn tíma dreymdi um. Átján hundruð þúsund hest- öfl raforku verða leidd þaðan til Arizona, Nevada og Suður-Cali- forníu. Stíflan er sameiginlegt fyrirtæki sjö ríkja. Staðfesting þessa fyrir- tækis var veitt árið 1928, en þó höfðu áætlanir verið gerðar löngu fyrir þann tíma. Þegar Herbert Hoover var ritari viðskiftaráðs Bandaríkjanna átti hann sinn drjúga þátt í framgangi þessa fyrirtækis, og nú er það í fullu samræmi við atvinnubóta ráðstafanir Roosevelt stjórnarinnar. Þarna í gljúfrinu og hæðunum að baki hefir verið unnið að stífl- unni í rúmlega þrjú ár. Tuttugu og fimm milna langa járnbraut varð að leggja um hásléttuna, frá litlum iðnaðarbæ, Las Veges að nafni. Sporbrautir og vegir hafa verið sprengdir gegnum klappirnar niður að árbörmunum. Stórar bráða- byrgðarstíflur voru bygðar í árfar- veginum, og í skjóli þeirra voru bor- uð fjögur neðanjarðargöng undir klettana. í gegnum þessi göng verð- ur svo að veita allri ánni. Stálverk- smiðja af fullkomnustu gerð var reist þarna. Hengibrú og sporbraut var bygð yfir gljúfrið. Það þurfti að slétta klettaveggina af mikilli ná- kvæmni, til þess að sementssteypan félli þar vel að. Auðvitað verður alt þetta mikla verk að samræmast út í yztu æsar. Nú starfa þarna að- eins þeir, sem færastir eru í hverri grein, og má næstum segja að þarna sé unnið gallalanst verk. Súmir þættir verksins eru svo mikið sem átján mánuðum á undan áætlun; alt verkið er rúmu ári á undan áætlun. En það verður komið fram í maí- mánuð 1935, þegar seinustu sements- fötunni verður helt á stíflugarðinn, og verður hann þá 720 feta hár, frá gljúfurbotni. Það er ekki eingöngu stærð og nákvæmni í byggingu, sem gera Boulder-stífluna sérstaka í sinni röð, heldur byggingarlag. Niðri í farveg- inum er byrjað að steypa sements- I ZIGZAG NÝ—þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — pægilegri og betri bók i vasann. llundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. stöpla 35 feta breiða, sem eiga að verða 720 feta háir, og þannig skeyttir saman að þeir verði sem heilsteyptur veggur. Boulder-stiflan er sú stórfengleg- asta af þessari gerð ; hún er skeifu- mynduð og þannig bygð að þegar vatnið hækkar og þrýstir á stöplana falla þeir þétt saman, og treystir þannig vatnsþunginn stífluna. Efnasamböndin í sementssteyp- unni orsaka 125—130 stiga hita; en hve lengi sá hiti varir fer eftir stærð steypunnar. Stærðfræðislegur út- reikningur hefir sýnt að ef kæling- in færi fram á seinan og éðlilegan hátt, þá myndi hún vara í tvær aldir, áður en jafnvægi fengist. Við slíka kælingu myndu koma sprungur í steypuna, og gæti af því stafað mik- il hætta og jafnvel eyðilegging. Við þessari hættu hefir verið séð. A hverjum fimm fetum, sem bygt er upp, eru lagðar kælileiðslur fram og aftur um stöplana. Inn í leiðslur þessar verður fyrst dælt vatni úr ánni, og dregur það úr hitanum í sementssteypunni niður í 85 stig. Að þvi loknu verður notað kælt vatn— einu eða tveimur stigum fyrir ofan frostmark—og kælir það steypuna niður í um 40 stig, og er það þó nokkrum stigum lægra en nokkur líkindi eru til að eyðimerkur lofts- lagið geti áorkað. Þegar nú sprungur koma í steyp- una, verða þær jafnóðum fyltar með sérstaklega sterkri sements-blöndu. Þegar loks að kælingunni er lokið, verða leiðslurnar — 750 mílur á lengd — einnig fyltar með þessari sements-blöndu. Þegar Boulder-stífl- unni er lokið, verður hún ekki ein- göngu vatnsheld; hún verður einnig örugg fyrir áhrifum loftslagsins— þar getur enginn samdráttur átj sér stað. Það er þó stærðin, sem aðal- lega gerir mannvirki þetta sérstætt. Daglega verður hlaðið upp 7000— 9000 smálestum af sementsstevpu. Að verkinu loknu verða þarna 7 miljón smálestir samankomnar, og væri það nægilegt efni til að leggja 16 feta breiðan þjóðveg frá Seattle til Florida. Verkfræðingar áætla að það muni verða fjögur til fimm ár þangað til vatnið í stíflunni verði komið í til- ætlaða hæð. En löngu fyrir þann tíma fara hjólin að snúast í aflstöðv- um þeim, sem bygðar verða í sam- bandi við stífluna. Þá hefst iðnað- aframför Suðvesturríkjanna, sem fyrirhuguð var þegar ákveðið var að byggja Boulder-stífluna. Og áveitu- vatnið, sem þarna fæst, breytir eyðimörkinni í blómlega bygð. Stuttu eftir árið 1940 verður þarna stöðuvatn, í því speglast heið- blár himininn og drungaleg fjöll eyðilandsi’ns. Mest dýpi í vatninu verður nærri 1000 fetum. Vatnið fyllir fjarlæga dali og gljúfur og myndast þarna firðir í eyðimörkinni; að ströndum vatnsins liggja hraun- hólar og stórgrýti. Suður Californía og nærliggjandi héruð verða aðnjótandi áveituvatns- ins. Á vatninu sigla farþegaskip. Þjóðvegir liggja að því, og máske í kringum það. Ef alt fer að til- ætlun, rís þarna upp mikill iðnaður. Skamt þarna frá er “Dauða-dal- ur,’’ þangað fer fólk til vetrardvalar; einnig er þar nálægt Charleston- f jall í Nevada, tólf þúsund feta hátt, með skógiþaktar hlíðar ; þangað flýr fólk úr sumar hitanum. Innan tíu ára verður þarna eitt f jölfarnasta ferðamannahérað í Ameríku. Lauslega þýtt, x. Úr bænum Mr. og Mrs. Jónas Anderson frá Cypress River, Man., voru stödd i borginni um helgina. Aðrir gestir frá Argyle, sem blaðinu er kunnugt um, eru Mr. B. C. Jónsson, Mrs. T. Arason, Cypress River og Mr. S. S. Johnson frá Baldur. Gjafir til petel t apríl. Mrs. S. G. Hafsteinn, Pikes Peak, Sask. $2.00; Mrs. C. O. L. Chis- well, Gimli, hálfur kassi af appel- sínum; Mr. Freeman Freemansson, Gimli, 6 tylftir af appelsínum. Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot, Wpeg. í æfiminning, í Lögbergi, í síð- astliðinni viku, er minst á Þorstein bónda og sjógarp á Grýtubakka, og hann nefndur Jónsson. Þetta er ekki rétt. Þorsteinn var Jónasson. Á þessu er, af höfundi greinarinnar, beðið leiðréttingar, og er þessi skekkja því leiðrétt hér með. TROARBRÖGÐIN Hin einu hreinu. Til eru margslags trúarbrögð Tilbúin af mönnum. Hin einu hreinu eru lögð Af einum Guði sönnum. F. R. Johnson. +------------------------------------------------------+ Hauátljóð Eftir Richard Beck Hrynja blöð; hófaslög hljóma þungt í skóg; Heljar-Bleikur för um fold flýtir meir en nóg. HeiSarrós, hýr á svip, hefir brugSiS lit, heyrir yfir höföi sér haustsins vængjaþyt. HöfuSlút, héluS strá harma liSinn dag; fyr en varSi komiS kalt kveld —0g sólarlag. Hlymja dimm hófaslög, lirímguS stynur grund; Heljar-Bleikur herSir skeiS, hnípir björk í lund. —Tímarit ÞjóSræknisfélagsins. (Nokkrar meinlegar prentvillur höfðu slæðst inn í kvæði þetta, og er það því endurprentað hér að beiðni höfundar.). +—-----------------------------------------------------+ 1

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.