Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 1
FRÁ ÍSLANDI Fyráta lúterska kirkja SUNNUDAGHNN 10. JÚNl Kl. 11 f. h.—ensk messa séra N. S. Thorlakson prédikar Kl. 7 e. h.—Fvrirlestur: “ Tuttugu ár hjá Fyrsta lút. söfnuði,” prestur safnaðarins ÚTSVÖR A AKUREYRI Nýlega hefir niðurjöfunarnefnd- in á Akureyri lokið störfum. Var jafnað niður 279,280.00 á 1512 gjaldendur: Kaupfélag EyfirÖinga 47,000, Dúnarbú Ragnars Ólafsson- ar 20,000, O. C. Thorarensen lyfsali 10,000, Baldvin Ryel 10,000, Sig- valdi Þorsteinsson 7,500, klæða- verksmiðjan Gefjun 7,000, Axel Kristjánsson, Oiíuverzlun íslands, h.f. og Shell h.f. 4,000 hver. — N. dagbl. 10. maí. FRAMBOÐ Síðan sagt var síðast frá fram- boðum Sjálfstæðisflokksins hafa þessi framboð verið ákveðin: Gunn- ar Thoroddsen lögfræðingur í Mýra- sýslu, dr. Björn Bjarnason hagfræð- ingur í Vestur-Húnavatnssýslu, Torfi Hjartarson bæjarfógetafull- trúi á ísafirði, Jón A. Jónsson bæj- arstjóri í Norður-ísafjarðarsýslu, Þorleifur Jónsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í Norður-Múlasýslu þeir Árni Jónsson frá Múla og Árni Vilhjálmsson læknir á Vopnafirði, en í Suður-Múlasýslu Árni Pálsson prófessor og Magnús Gíslason sýslumaður.—Mbl. 13. maí. KyiKFJARRÆKT A ISLANDI Biúnaðarskýrslur fyrir 1931 eru komnar út. Þótt þær séu nokkuð á eftir timanum, er ýmislegt markvert á þeim að græða. Þær sýna t. d. að ár frá ári fjölgar þeim, sem telja fram búpening. Árið 102Ó voru jæir 11,991, en árið 1931 voru þeir orðnir 12,391. Sauðfénaður. í fardögum var sauðfénaður á öllu landinu talinn 691 þúsund, eða þúsundi meira en árið áður, og hefir sauðfjáreign landsmanna (samkv. búnaðarskýrsl- um) aldrei áður náð svipað því eins hárri tölu eins og þessi 2 ár. Áður hefir hann verið talinn mestur 645 þúsund, vorið 1918. Geitfé fækkaði heldur á þessu ári, var talið 2,857 * fardögum, en árið áður 2,983. Um 3/4 af öllu geitfé á landinu er í Þingeyjarsýslu. Nautgripir. Þeim fækkaði á þessu ári um 504, eða 1.7%. En þess ber að gæta að síðan árið 1859 hefii nautgripatala aldrei verið eins mikil á íslandi eins og árið 1930. Hross voru í fardögum talin 47,- 542, og hafði þeim fækkað frá ár- inu áður um 1,397, eða 2.9%. Hefir hrossatalan ekki verið svo lág síðan 1915. Fækkunin kemur eingöngu niður á folöldum og tryppum. í öll- um landshlutum og í öllum sýslum hefir hrossum fækkað, nema Suður- Múlasýslu. Tiltölulega mest hefir fækkunin orðið í Eýjafjarðarsýslu og Skaftafellssýslum. Hœnsnum fer stórum fjölgandi. Á árinu 1931 fjölgaði þeim um 6,400, eða 14.4% og voru þá talin alls 50.836.—Mbl. 15. maí. ST ÓRSTÚK UÞINGIÐ hófst í Hafnarfirði í gær. Hófst með guðsþjónustu í fríkirkjunni og prédikaði séra Ólafur Magnússon frá Arnarbæli. Að messu lokinni var gengið í skrúðgöngu til G.-T.- hússins og setti æsti templari þingið. Stórstúkustig voru veitt og kjör- bréf athuguð. 48 fulltrúar voru kosnir til þingsins. Unglingareglu- þing var sett í gærkvöldi.—Mbl. 12. mai. DANARFREGN Aðfaranótt 16. þ. m. lést bænda- öldungurinn Stefán Sveinsson í Litla-Hvammi í Miðfirði, hjá Dan- íel Helgasyni, tengdasyni sínum, og dóttur sinni. Stefán bjó fyrrum á Dalgeirsstöðum í sömu sveit. Hann var á tíræðisaldri. Kunnur dugnað- ar- og sæmdarmaður. — N. dagbl. 18. maí. UMSÆKJENDUR um bæjarfógetaembættið á Akureyri og sýslumannsembættið í Eyjaf jarð- arsýslu eru 14 og eru þeir þessir: Júl. Havsteen sýslumaður, Sig. Eggerz bæjarfógeti, Sigurður Sig- urðsson sýslumaður, Jón Hallvarð- arson fulltrúi, Jóhann Skaftason lögfr., Þórhallur Sæmundsson lög- reglustjóri á Akranesi, Jón Þór Sig- tryggsson lögfr., Garðar Þorsteins- son hrm., Ragnar Ólafsson lögfr., ísleifur Árnason fulltrúi, Hákon Guðmundsson fulltrúi, Jónatan Hallvarðsson fulltrúi, Gústav Tónas- son fulltrúi og Ragnar Jónsson full- trúi.—Mbl. SAMTIÐIN heitir nýtt mánaðarrit, sem hóf göngu sína í byrjun þessa mánaðar. Nokkurt annað snið er á þessu nýja riti en á eldri tímaritunum. Er það snoturt að ytra útliti og með ný- tízku brag. Efni ritsins er fjöl- breytt og miðað við hæfi sem allra flestra. Tilætlunin er að málefni sem allra flestra áhugamannaflokka verði rædd í ritinu, og hafa útgef- endurnir boðið ýmsum félögum, sem nú gefa út lítil fálesin rit, rúm fyrir sin áhugamál. — Útgefendur Samtíðarinnar hafa fengið ýmsa af þektustu mönnum hér í Reykjavík til þess að skrifa í ritið. Nefna þeir í innganginuin meðal annars Árna Friðriksson, magister, Alex- ander Jóhannsson háskólarektor, dr. Gunnlaug'Claessen, Halldór Kiljan Laxness, Pálma Hannesson rektor, Ragnar E. Kvaran o. fl.—í fyrsta heftið skrifa Ragnar E. Kvaran um Galdra-Loft, Þórir Baldvinsson um hinn nýja byggingastíl, sem kallast Funkis-stíllinn, Helgi Hjörvar um “kínversku stafsetninguna,” sem hann svo nefnir, en það er hin lög- festa íslenzka stafsetning, sem nú gildir. Þá er grein um “heimilið” eftir Guðlaug Rósinkranz, um bæk- ur eftir Guðlaug Rósinkranz og Vilhj. Þ. Gíslason, og við “Barm náttúrunnar” eftir Axel Munthe. Loks er byrjunin á framhaldssögu eftir Sigrid Boo, í þýðingu eftir Axel Guðmundsson. Sigrid Boo er þekt hér fyrir söguna “Við, sem vinnum eldhússtörfin,” sem leikin hefir verið hér langan tíma og kvik- mynduð. Margar myndir eru í heft- inu, og teikningar eftir Trvggva Magnússon.—Ritstjórn Samtíðar- innar er: Guðlaugur Rósinkranz, Pétur G. Guðmundsson og Þórhall- ur Þorgilsson.—N. dagbl. 17. maí. FRAMBOÐ af hálfu Framsóknarflokksins eru nú ákveðin í Dalasýslu, Gullhringu- og Kjósarsýslu, Akureyri og í Reykjavik. 1 Dalasýslu verður í kjöri Jón Árnason, framkvæmdarstjóri. í Gullbringu- og Kjósarsýslu verður í kjöri Klemens Jónsson kennari í Arnakoti á Álftanesi. Á Akureyri verður í kjöri Árni Jóhannsson, gjaldkeri, formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Listi Framsóknarfl. í Reykjavík var samþyktur á fulltrúaráðsfundi Framsóknarfélaganna i gærkveldi, svo skipaður: 1. Hannes Jónsson, dýralæknir. 2. Guðm. Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri. 3. Magnús Stefánsson, afgr.m. 4. Eiríkur Hjartarson, rafv. 5. Frú Guðrún Hannesdóttir 6. Hallgr. Jónasson, kennari 7. Guðm. Ólafsson, bóndi, Austurhlið. 8. Magnús Bijörnsson, fulltrúi. 9. Þórhallur Bjarnarson, prent. 10. Aðalsteinn Sigmttndsson, kenn. 11. Sigurður Baldvinsson póstm. 12. Sigurður Kristinsson, forstj. —N. dagbl. 17. maí. Ofþurkar Þurkar hafa verið svo miklir bæði i Canada og Bandarikjunum að til stór vandræða horfir. Mest kveður að þessu í vesturfylkjum Canada og mið-vestur ríkjunum sunnan landa- mæranna. Bandarikjastjórnin hefir nú ákveðið að leggja fram gífurlega fjárupphæð til að bjarga bændurn frá algerðu eignatapi eða jafnvel hungursneyð. Ekki er það einungis að akrar hafi skrælnað og eyðilagst, heldur eru hagar svo brunnir að nautgripir og hestar eru í sveltu. Komið hefir til tals að stjórnin kaupi gripi af bændum, þar sem fóðurskortur er mikill. Þessir grip- ir myndu ekki seldir aftur, heldur yrði ketið eyðilagt svo að sú vara félli ekki í verði. Hér í Vestur-Canada er ástandið lítið betra. Regn síðustu daga hefir að visu bætt mikið úr, en viða eru skemdir orðnar miklar. Á stóru svæði í suður hluta Manitoba-fylkis er alt graslendi skrælnað svo að ann- aðhvort þarf að reka skepnurnar þangað sem hagar eru, eða að farga þeim. Nýtt átjórnarfrumvarp Ný lög til að létta skuldabyrðinni af bændum voru lögð fyrir Sam- bandsþingið af R. B. Bennett, for- sætisráðherra, á mánudaginn var. Þetta er það helzta í hinum nýju lögum: 1. Að láta sambandslögin um gjaldþrot ná að einhverju leyti til bænda. Hvað langt verður farið í þessa átt er enn óvíst, en það var "A skilja á ræðu Bennetts, að bændur mættu lýsa sig gjaldþrota, ef þeim sýndist, án þess þó að lánardrotnum þeirra væri heimilt að kref jast þess. 2. Stjórnin útnefnir umboðsmann i hverri sveit landsins, og skal hann hafa sama vald og þeir menn, sem stjórnin felur umsjón með gjald- þrotafél. Þessir umboðsmenn eiga að rannsaka ástæður bænda og reyna að semja við lánfélögin um greiðslu á skuldum. Verður þar farið ein- göngu eftir því hvað bóndinn er á- litinn fær urn að greiða. Bændur geta leitað til þessa umboðsmanns, sér að kostnaðarlausu. 3. Ef að umboðsmanni tekst ekki að semja á milli bóndans og lánfé- lagsins, þá fer deilumálið fyrir rétt. 4. í hverju fylki skal stofna rétt til að fara með þessi mál. I rétt- inum eiga sæti þrír menn: einn dóin- ari úr yfirréttinum, einn maðtn út- nefndur af lánardrotnum og einn af þeim bónda, sem í hlut á í það og það skifti. Úrskurður þessa réttar sker úr deilunni og verður þá mál- inu ekki áfríjað. Þessi eru önnur ákvæði laganna: 1. Samkvæmt eldri lögum um búnaðarlán var stjórninni heimilt að lána bændum peningaupphæð, sem næmi 50% af eign þeirra. Nýju lögin heimila lán upp að 60% af eigninni. Þar að auki má stjórnin gefa bráðabirgðarlán, til útsæðis- kaupa, o. s. frv. 2. Þar sem samningar eru þannig að bændur mega ekki greiða skuld sína við lánfélögin fyr en hún fellur í gjalddaga, eru þau ákvæði sett að svo framarlega sem höfuðstóílinn sé greiddur að fullu og rentur til þriggja mánaða, þá verði félögin að taka því ellegar að vextir falla niður í S%- Þeir, sem mál þessi skilja, segja að lög þessi muni verða bændum til hjálpar að einhverju leyti. ISLENZKUR NAMSMADUR Stephen B. Thorson, sonur Mr. og Mrs. John Thorson, Winnipeg, hlaut heiðursverðlaun, að upphæð $80, úr Isbister-sjóði, fyrir ágætis- próf í læknisfræði. Stephen er í þriðja bekk læknaskólans. Þýsku blöðin Síðan Adolph Hitler komst til valda í Þýskalandi hefir blöðum þar í landi verið bannað að prenta nokk- uð það, sem stjórninni gæti komið illa. Þetta varð til þess að fólk í Þýskalandi hætti að lesa þessi blöð, en tók að kaupa útlend blöð, sem fluttu sannari fréttir, bæði frá Þýskalandi og umheiminum. •Mörg af helstu blöðum Þýska- lands, svo sem Vossishe Zeitung, urðu að hætta. Um 350 fréttablöð hafa hætt að koma út síðan Hitler tók við völdum. Til að koma í veg fyrir að þetta ágerðist, tók Goebbels ráðherra sig til og skammaði blaða- menn og ritstjóra fyrir hugleysi og ræflaskap. Einn af þeim, sem tóku orð ráðherrans alvarlega var rit- stjóri sveitablaðsins Die Grune Post, sem um eitt skeið hafði um miljón áskrifendur. Þessi maður skrifaði grein í blað sitt, þar sem fundið var að gerðum Goebbels. Ekki var blaðið fyr komið út en að ritstjór- inn var hneptur i varðhald og blað- ið gert upptækt i þrjá mánuði. Að þessu varð svo mikill hlátur meðal blaðamanna í Evrópu að Goebbels leist ráðlegast að sleppa manninum aftur. Þegar það fréttist, fengu aðrir ritstjórar kjarkinn aftur og smá- blað eitt í Austur-Prússlandi sneri sér til ráðherrans með vandræði sín. Ritstjórirtn skrifaði Goebbels og sagði: “Leiðtogi Nazista hér í sveit- inni flytur langar ræður þrisvar á viku. I hvert sinn heimtar hann að ræða sín sé prentuð orðrétt og mynd sín látin íylgja. Þetta heff eg gert sextíu sinnum. Ef þessu heldur á- fram verður blaðið gjaldþrota og eg vitlaus.” Ekkert hefir frést hvernig ráð- herrann tók þessari málaleitan. Afvopnunarþingið Afvopnunarþingið kom saman í Geneva fyrir nokkru, og situr enn, þótt illa gangi að koma fram mál- unum. Nú er helst útlit fyrir að Rússar muni ætla að ganga í bandalag með Frökkum og samherjum þeirra, og treysta á vopnin frekar en samvinnu. Alt strandar á þvi, að Frakkar vilja ekki viðurkenna rétt Þýskalands til að hervæðast, en England hefir í seinni tíð frekar aðhylst málstað Þjóðverja, og eins Italia. Sagt er að breska stjórnin sé óánægð með stefnu Sir John Simon, utanríkis- ráðherra, vegna þess að hann sé Þjóðverjum of vinveittur. Vel get- ur svo farið að Sir John missi em- bættið bráðlega. Sem stendur er engin von til þess að hægt verði að miðla málum. Öðrumegin standa Frakkar, Rússar Pólland og Balkan-ríkin, en hinu megin England, Þýskaland, Japan og að líkindum Italía. Arthur Henderson, forseti þings- ins, hefir hótað að segja af sér, ef Frakkar láti ekki undan. Hender- son er mesta lipurmenni og manna líklegastur til að koma einhverju gagnlegu til leiðar. Ef hann fer frá er útséð um að samningar náist. Riddara-nafnbót Það er gömul venja að Bretakon- ungur veiti þeim mönnum, sem hann vill sérstaklega heiðra, einhverja nafnbót, eða orðu, á afmælisdegi sínum. Þann 3. júní (afmælisdag George V) hlutu tveir canadiskir þegnar, riddaranafnbót. Þeir eru: Fredrick Banting, læknir, sá sem fann insulin, meðal við sykursýki. og Charles E. Saunders, frægur fyr- ir rannsóknir sínar á hveiti. Saun- ders fullkomnaði Marquis hveitið, sem til margra ára hefir reynst best til ræktunar á sléttum Vesturlands- ins. Bretar neita að borga Breska stjórnin sendi tilkynningu til Washington á mánudaginn var, þess efnis að Bretar myndu ekki borga þá upphæð, af stríðsskuld- inni, sem í gjalddaga fellur 15. júní n. k. 15. júní 1933 greiddu Bretar aðeins 10 miljónir dollara, og 15. desember, 1933, aðeins 8 miljónir dollara. Þetta var aðeins lítill hluti af þeirri upphæð, sem gjalda átti sam- kvæmt samningum. Bretar létu svo um mælt, að eins og sakir stæðu treystu þeir sér ekki til að greiða skuldina. Eins sögðu þeir að aðrar þjóðir hefðu komist að miklu vægari borgunarskilmálum, og töldu það ósanngjarnt. Þá mælt- ust þeir til við Bandaríkin að þau slökuðu til við alla sína skuldunauta og gerðu þannig sitt til að reisa við fjárhag Evrópuþjóðanna. Stjórninni i Washington kom þetta ekki á óvænt, en er þó ekki á- nægð með þessa afstöðu Breta. ^ríkirkjusöfnuður 50 ára I tilefni af því að nú eru liðin 50 ár frá stofnun Fríkirkjusafnaðar í Argylebygð hélt söfnuðurinn hátíð 1. júni s. 1.. Söfnuðurinn var stofn- aður 1. janúar 1884. Veður var ágætt þennan dag og var fjöldi fólks sarnan kominn á kirkjustaðnum kl. 2 e. h., þegar há- tíðarhöldin byrjuðu. Fyrst var guðsþjónustugjörð, er séra E. H. Fáfnis stýrði. Stór og vel æfður söngflokkur hjálpaði til að gera at- höfnina sem hátíðlegasta. Aðalræðumenn voru þeir Séra B. B. Jónsson, D.D. og Jón Stefánsson læknir, sem báðir voru uppaldir og fermdir í Frikirkjusöfnuði. Auk þeirra töluðu þeir séra Haraldur Sigmar og Rev. Allison frá Baldur, Man. Tvö gjallarhorn höfðu verið fengin, svo vel heyrðist til ræðu- manna, jafnt utan kirkju sem inni. Einsöngva sungu séra E. H. Fáfnis, Miss Agnes Nordal, Árni Stefánsson, og Sveinbjörn\líjalta- lín, fyrsti söngstjóri safnaðarins. Miss Björg Fredrickson lék á pianó. Að kveldinu var fram reiddur kveldverður í Brú Hall, og siðan sátu menn við samræður langt fram á kveld. Hátíð þessi tókst í alla staði mjög vel og var bygðarbúum til hins mesta sóma. Götubardagar í Winnipeg Á þriðjudagskveldið sló í bar- daga milli kommúnista og þjóðernis- sinna (nazista) á Market Square, hér í borginni. Flokkar þessir hatast og hafa menn lengi átt von á að svona myndi fara. Þjóðernissinnar höfðu boðað til fundar um kveldið, og voru nokkrir þeirra, Um 75 manns, komnir á stað- inn, en fundur ekki byrjaður. Kom- múnistar vissu af fundinum og fóru að hópast þar saman. Aðeins þrír lögregluþjónar voru í nágrenninu og fengu þeir ekki við neitt ráðið þegar kommúnistar ruddust fram og tóku að berja á þjóðernissinnum. Um tuttugu menn meiddust og voru teknir á sjúkrahús. Tveir þeirra höfðu verið stungnir með hnífum, og hinir barðir með járn- pípum og lurkum. Lögreglan var strax kölluð út og tókst henni að skakka leikinn áður en meiri vand- ræði hlutust af þessari viðureign. Jarðskjálftar á íslandi Fréttir frá Reykjavík segja að á sunnudaginn 3. júní hafi komið jarð- skjálfti á Norðurlandi. Mest varð vart við umbrotin i Dalvík við Eyja- fjörð og flúði fólk alt úr húsum sínum og bjó um sig í tjöldum. I Suður-Þingeyjarsýslu fundust kipp- irnir einnig, en ekki er þess getið að skaði hafi orðið af völdum þeirra. Styrkur til atvinnulausra Hon. W. A. Gordon, ráðherra, lýsti því yfir á dögunum að sam- bandsstjórnin sæi sér ekki fært að veita nokkurn styrk til atvinnulausra manna eftir 15. júní. ( Þetta kom flestum á óvart, því lítið er farið að batna með atvinnu hér í landi, enn sem komið er, og fylkin þess ekki megnug að greiða atvinnulausrastyrk úr eigin vasa. Ekki þykir líklegt að sambands- stjórnin standi við þessa yfirlýsingu, enda væri það gjörræði að taka slík- ar ráðstafanir meðan engin von er um vinnu fyrir allan fjölda, sem notið hefir styrksins undanfarið. S. J. Sigfússon Prófessor Thorbergur Thorvald- son frá Saskatoon, Sask. sendi blað- inu eftirfarandi samþykt, sem gerð var á þingi vísindamanna þeirra, er búfræði stunda hér í landi. Sýnir þessi samþykt ljóslega í hve miklu áliti Mr. Sigússon var hjá þeim, sem best kunnu að meta starf hans. Mr. Sigfússon, sem svo snögg- lega féll frá i fyrra sumar, var son- ur Jóns Sigfússonar, fyrrum kaup- manns að Lundar, Man.—Ristj. At a joint conference of the Associate Committee on Grain Research and the Associate Com- mittee on Field Crop Tests of the National Research Council of Canada, held at Winnipeg on Ap- ril 6th, 1934, the following reso- lution with reference to the late Mr. S. J. Sigfusson was adopted by a unanimous standing vote: In his capacity as cerealist at the Brandon Experimental Farm, Mr. Sigfusson made a very im- portant contribution in the deve- lopment of new varieties of wheat for Western Canada. He was among the earliest workers in the field of breeding rust-resis- tant varieties. He chose his par- ental material with great care and hy dint of keen observation and accurate testing was success- ful in the production of some of the new strains that are now in our co-operative test and giving excellent results. The work of a plant hreeder is beset with too many difficulties to attribute any measure of his success to the fortunes of chance. Such good results as Mr. Sigfusson obtained could only be possible through rnany years of careful and pain- staking work. In addition to the actual breed- ing of new varieties, Mr. Sigfus- son was a careful observer of the standard sorts. He was quick therefore to notice the advan- tages and disadvantages of any new varieties that might be in- troduced and was able to predict their success in actual farming practice with great accuracv. This committe wishes there- fore to express extreme regret at the untimely death of Mr. Sig- fusson. We know that his \\ork will live after him, but we had iioped to have him with us to continue this work and to sec it liear fruit in adding to the per- manence of Western agrieulture.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.