Lögberg - 07.06.1934, Side 5

Lögberg - 07.06.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚNÍ, 1934 5 Sitt af hverju Þýtt af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson (í safn þetta hefir ekki veriÖ tekiÖ annaÖ en sannar frásagnir.). VANDRÆDIN A MANSHLL- EYJU. Vanda mikinn hafði litla mann- félaginu á Manselleyju boriÖ að höndum. Hullingo, forráðamaður þess, var niðurbeygður af áhyggj- um. Karlmennirnir, kvenfólkið og börnin var alt orðið hrætt. Ótti og skelfing gagntók hugi >ess á hverri nóttu,—lífsháski, ægi- legur og ógnandi starði >ví í augu. hvern einasta dag. Þetta var á Manselleyju, afskektri og fjarri hvítra manna vernd. Hún liggur 75 milur suðvestur af Volsteinholm, en þar er mest mannabygð og verzl- unarstaður, við upptökin á útstreymi flóans inn í Hudson-sundinu. Ef alt hefði gengið sinn vana- Sang. >á hefði veiðimönnunum og venslafólki >eirra liðið með besta móti, því þetta var sá tíminn, sem hentugastur var til veiða, bæði á landi og sjó, og skamt myndi uns hann yrði á enda, og >á mundu >eir, að vanda, hafa farið í kaup- stað og verzlað >ar með grávöru sína og smíðisgripi, er >eir höfðu búið til, mjög haganlega, úr hvala- og rostungstönnum, og fengið í skiftum bæði matvöru og aðra á- kj ósanlega hluti. I En nú var >etta fólk Hullingos orðið hrætt, við venjubrigði, sem >ví voru lítt skiljanleg. „Óshóakjuke hafði djöfulinn í hjart- anu, svo >að var orðið dauðhrætt við Óshóakjuke. Hann var að verða brjálaður. Mest var >ó skelfingin, sem greip félaga hans, og alla, ])eg- ar hann ganaði um >orpið með brjál- æðis tilburðum og mannvonsku heiftarglampa í kolsvörtum augun- um, og kvaðst skyldi drepa alla. Það var í september síðastliðið ár, að fyrst tók að bera á brjálæði hjá honum. Þá sagði hann Hullinga, og einnig sagði hann Selukei konu sinni frá >ví, að hann hefði drepið mann á Dorsethöfða fyrir mörgum árum síðan, og nú mundi hann deyða >au öll. Hann sagði Solomonei, Pugvik, Tvomasei og Quillaweena og hinum veiðimönnunum að hann skyldi ganga af >eim dauðum. “Því langar þig svona mikið til manndrápa ?” spurði Selukei kona hans, skjálfandi af ótta. “Eg ætla að drepa alla mennina, af >ví >eir svara 'mér ekki rétt,” svaraði hann og var ófrýnn mjög. Svo var það einn dag í september mánuði að hann reiddist við konu sína, þrifur byssuna og skaut á hana, en misti marks; hann varð of seinn að hleypa af í annað sinn, og byssunni varð einhvern veginn náð frá honum. , , En mennirnir máttu ekki hætta við veiðarnar; en af eyjunni varð ekki farið um þetta leyti árs—að vetrinum til, >ví ísinn var ónýtur, -svo til manna varð ekki náð. Og nú var febrúar—einn hinn bitrasti niánuður hins grimma norðlæga vetrar—genginn í garð, og Óshóa- kjuke var með langversta móti. Nú lá fólkinu við örvinglan af ótta og skelfingu. , Svo var >að einn morgun að Óshóakjuke sendi dreng einn af stað með þau skilaboð til fólksins að hann mundi deyða það alt. Dreng- urinn sagði Kudiluke veiðimanni þessi orð Óshóakjuke. Þá fór Kudi- luke þegar til fólksins og bað alla að vera vara um sig. Salomonei, Tvomasei, Pugvig og Quillaweena voru þeit einu sem þorðu út úr kof- anum sínum. Þessir f júrir Innóettar—sem hvít- ir menn nefna Eskimóa—komu sam- an ekki mjóg fjarri kofadyrum Óshóakjuke, og töluðu um böl >að sem yfir stóð; en á meðan kom vit- skerti veiðimaðurinn út úr kofa sín- um. Hann hafði ekki Skotvopn, en þeir töldu víst að hann hefði flug- beittan veiðimannahníf. Quillaweena, sem var elstur þess- ara fjögra manna, yrti á Ósóakjuke °g bað hann að vera hægan, cg gera ekki ilt af sér. Óshóakjuke ansaði engu, en rétti sig upp og leit um; í augum hans var æðislegur vitfirrings-glampi. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll[|[||lllllllllllllllllllllllllll[|||llllllllllllllllllllllllllllll!l[||||lllllllllllllllllllllllllll[||||||lllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllill MINNING I grátinum komst mín gœfa hæzt,— varð gullið í lífs míns sjóði; hvert saknaðartár bar mig sólu næst og sorgin varð æfigróði. Þó sýndist mér helgrár himininn og harmur í æðum brynni, við tónmjúkan hjartahlátur þinn varð heiðríkt í sálu minni. Einar P. Jónsson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Quillaween reyndi enn á ný að tala um fyrir honum og koma vitinu fyrir hann, en á meðan fóru hinir þrír heim til kofa sinna og sóttu byssur sínar, því þeir sáu að vopn- lausum var þeim ekki óhætt í návist Óshóakjúke. En þegar þeir komu aftur, sagði Quillaweena við >á: “Skjótið hann!” En >að varð augnabliks bið. “Drepið þið hann!” hrópaði Quillaweena, “áður en hann drepur okkur alla og konurnar og börnin líka!” Solomonei, Tvomasei og Pugvik létu ekki segja sér þetta oftar, þeir brugðu við hið snarasta, hleyptu af byssum sínum og vitfirringurinn féll dauður til jarðar. Brátt flaug sú fregn um þorpið, að brjálaði veiðimaðurinn væri dauður; áræddi nú fólk loks út úr kofum sinum, en hikandi ]>ó. Hull- ingo, forráðamaður evjarbúa, gekk þangað sem Óshóakjuke lá, stóð þar um stund, og nortði á lik þessa samherja síns. “Hann hefði verið vis til að drepa okkur öll,” sagði hann blátt áfram, og leit yfir hópinn af samherjum sínum, sem stóðu >ar njá. Fimm mánuðum síðar mælti hann þessi sömu orð: “Hann hefði get- að drepið okkur öll!” En nú var hann að tala við túlk- inn, og beindi um leið orðum og at- hygli að J. V. Sandy-Wunsch, sem var með hestliðadeild lögregluntiar norður >ar, og skipaði sóknaraðila- stöðu við réttarhald >að, er sett hafði verið til að rannsaka tildrögin að vígi þessu, af Major D. L. Mc- Kneand, friðdómara fyrir norð- vesturfylkin. Réttarhaldið var sett í verzlunar- stöð Hudson Bay félagsins í Vol- stenholm, en >ar er ekki að jafnaði neitt lögreglulið. Major McKeand sýndi með með- strandferðaskipii Hudson Bay fé- 'lagsins, og var löggæslumaður Can- ada-stjórnar norður frá. Á skipi þessu, S.s. Nascapei, var með hon- um lögreglulið og foringjar þess, sem fer árlega um hinar norðlægu bygðir, og kemur til allra kauptúna þar og lögreglustöðva, alla leið rá Cartwright, Newfoundland, Labra- dor og Carlton Island til James Bay og Craig Harbour, sem er nyrst allra bygða í Canada. Mjor McKeand sýndi með með- ferð sinni á þessu máli, að hin cana- disku yfirvöld eru verðug þess trausts, sem Eskimóar hafa jafnan borið til þeirra. “Þið megið ekki menn deyða,” sagði hann við þá. “Hvítir menn hafa lög, sem nú til bæði hvitra manna og Innuka (dökkra), og ef hvítur maður eða Innuki vinnur Innuka mein, eða skaða, þá kemur lögreglan, og sé maðurinn sannur að sök, >á er honum hegnt. Ef einhver segist vilja vinna ykkur mein, þá eigið þið að segja lögregl- unni til, og >á kemur hún, og hefir manninn á burt með sér. Skjótið ekki nokkurn mann eða konu oftar. Það vill enginn láta skjóta sig, og enginn má gera slíkt.” Síðan sagðist hann skyldi ræða málið við dómsmálaráðuneytið i Ottawa, og að endingu sagði hann: “Eg get ekki, nú sem stendur, látið ykkur vita hverjar undirtektir stjórnarinnar verða, en eg mun tala um þetta við hinn mikla höfðingja, en þið bíðið hér, þar til ykkur verð- ur tilkynt álit hans á þessu máli.” Eskimóarnir lofuðu að deyða ekki nokkurn mann framar, og einnig því, að gera lögreglunni aðvart, ef einhver hefði í hótunum við þá. Og með óminn af viðvörunar- og á- minningarorðum yfirvaldsins fyrir eyrunum, fóru þeir út úr réttar- salnum. Samvizka þeirra var létt, sem kannske var ekki svo óeðlilegt, eftir því sem reynd varð á, litlu síð- ar, að það dæmdist rétt að vera, að þeir höfðu í þetta sinn tekið lögin í sínar hendur. ................................................WWiCTIIir^^ Til Sigurðar Skagfields (við burtför hans frá Winnipeg 1934) Augum sálarsjónar sé eg æfðan her:— Eins og þægir þjónar, þar sem stjórnsamt er, <æðstu unaSstónar allir lúta þér. 4 Grunt og djúpt má grafa, grafa í jörS og höf, leita lífsins gjafa, Leita fram aS gröf: fæstir fundiS hafa fegri vöggugjöf. Ljós þitt skína láttu líkt og himneskt bál, auSga á alla háttu alheims tungumál:— opnar leiSir áttu inn í hverja sál. HéSan burt þó haldir hækkar vegur þinn; stutta stund þó tjaldir stækkar hróSur þinn;— gegnum ár og aldir ómar söngur þinn. i Sig. Júl. Jóhannesson. ' -■ ■ ■ . . ■ . .________________________________________________________;_____________________________________________________________• IIIMIIIIllllllllllllliilllllllllllllUllllllllllllllWlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllH SVIPUR FRAMLIÐINNAR STOLKU Þegar úrvals-herdeild Frakka barðist í Afríku fyrir rúmlega tveim árum síðan, (1931), kom fyrir at- burður einn, dulræns eðlis, sem æ mun skoðast einstakur í sinni röð, af tveimur ástæðum. Fyrst þeirri, að hann varð til að bjarga mannslifi, og þó enn meira vegna þess, að það hefir án efa verið í fyrsta skifti að yfirvöld hafa skipað rannsókn um dulræn tilfelli,—en það gerði hið franska hermálaráðuneyti við at- burð þann, er hér um ræðir. Hin frakkneska herdeild sem áÖur er nefnd, hafði háð smáorustu á lítt þektum og hættulegum stöðvum, næturlangt, en varð að lokum að láta undan síga um stundarsakir, og snúa heim til herbúðanna til að fá meiri liðsstyrk. , , Einn af hermönnunum, Thil að nafni, var eftir skilinn á þessum stöðvum, því engum datt annað í hug, en að hann væri dauður, þar sem hann lá særður og meðvitund- arlaus. Alllangt var frá vígvellinum að herbúðunum, og var hersins ekki von á þessar afskektu og villugjörnu stöðvar fyr en liðsstyrkur fengist. En nokkru eftir að herdeildin var farin, raknaði Thil úr öngvitinu og leit upp. Sá hann >á hvítklæddan kvenmann standa hjá sér, og þekti hann þar þegar unnustu sína, sem hann vissi ekki annað en væri heima á Frakklandi. Hann varð svo undr- andi, að hann reis á fætur, >ó særð- ur væri, til að tala við hana, og vita hvernig á því stæði að hún væri þar komin. En spurningum hans svar- aði hún engu, heldur gekk á undan honum, og hann á eftir, en—leið >ó alt af undan allri snertingu af hon- um. Á þennan hátt héldu þau a!l-lang- an veg, en hermaðurinn vissi ekki hvert, því á þessum stað var hann al-ókunnugur. Loks heyrði hann frönsku varð- mennina gefa merki, eins og vant var á vissum timum dags, svo nú vissi hann hvar félagar hans voru, og um leið færðist angurblítt bros yfir andlit unnustunnar og hun hvarf. Hermaðurinn hélt nú til félaga sinna, og fepurðist ítarlega fvrir um stúlkuna, en við hana hafði enginn orðið var. Hann sagði liðsforingj- anum frá þessum atburði, en honum þótti þetta harla ótrúlegt, — það hlyti að vera einhver misskilningur. En svo hafði sýnin verið ljóslifandi, að ómögulegt var að koma hermann- inum ofan af þvi, að unnusta hans hefði í raun og virkilegleika verið þarna komin. Tókst honum að lok- um að fá foringjann á sitt mál, og var það meðfram af því, að menn vissu að þetta varð honum til lífs— eins og hann sjálfur sagði, — því hann hefði ekki ratað til herdeildar- innar, sem hann vissi ekki hvar var, leiðsagnarlaust. , Af þessum ástæðum var ítarleg rannsókn hafin, eins og áður er sagt. Urðu menn þess þá vísari, að Thil hafði gengið í herinn út úr ósamlyndi við unnustu sína: farið að heiman án þess að láta hana eða nokkurn mann vita, og svo af landi burt með hernum, sem sendur var til Afríku. Undraði fólk, sem til þekti, þetta skyndilega hvarf hans, og þó einna mest unnustu hans, Odette Marion, og tók hún af þessu hugstríð mikið; kendi hún sjálfri sér um ósamlyndi þeirra og taldi sig hafa getað sýnt meiri tilslökun. Litlu þeinna fékk hún slætna ‘in- flúenzu;” mótstöðuaflið var lítið, og henni batnaði ekki aftur, og sner- ist veikin nokkru seinna upp í brjóst- veiki, sem áður langt leið leiddi hana til dauða. , En þegar aðgætt var um það, á hvaða tíma hún hefði dáið, þá reynd- ist það að hafa verið um það leyti sem franska herdeildin barðist í Af- ríku. Hún hafði því aldrei lifandi af Frakklandi farið. Þótti mönnum því eigi með öllu óliklegt að hún hefði birst unnusta sínum til þess að koma honum burtu af stöðvum þar sem ekkert lá fyrir honum ann- að en dauðinn. ZICZAG NÝ—þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — Pægilegri og betri bók I vasann. llundrað blöö fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlikingum. 141 Úr bænum Tvö björt og góð herbergi til leigu með sanngjörnu verði. Frekar ósk- að eftir einhleypum mönnum. 716 Victor St. — Simi 24624. A fundi Jóns Sigurðssonar félags- ins, I.O.D.E., sem haldinn var á þriðjudagskveldið i þessari viku, var rætt um það að vel færi á því að prestar í hinum íslenzku söfnuðum hér vestra, mintust Jóns Sigurðsson- ar forseta við guðsþjónustur sínar þann 17. júní, þar sem afmæli hans ber upp á sunnudag þetta ár. Það eru vinsamleg tilmæli félagsins að islenzkir prestar verði við þessari ósk. Mrs. John Gillis, sem dvalið hefir hér norður frá í vetur, en er nú á förum suður til California, biður blaðið að votta þakklæti sitt öllum þeim, bæði í Winnipeg og Argyle- bygð, sem á einn eða annan hátt hafa stuðlað að því að gera sér dvölina sem ánægjulegasta. Sér- staklega vill hún þakka konunum í þeirri deild kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar, sem hún starfaði með í vetur. Mrs. Gillis er nú að fara í heimsókn til dætra sinna, og býst við að dvelja þar lengri tíma. Utaná- skrift hennar verður: Bueno Park, Orange, County, California. Blaðið óskar henni góðrar ferðar. Karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar hélt ársfund sinn í sam- komusal kirkjunnar á þriðjudags- kveldið 22. maí. Forsetinn, Mr. Fred Bjarnason, setti fundinn; siðan gaf hann skýrslu yfir starf klúbbsins á siðasta ári. Mr. A. S. Bardal skemti með því að sýna myndir frá íslandi. Embættismenn til næsta árs voru kosnir: Forseti, Dr. Ágúst Blöndal; varaforseti, Mr. S. J. Sigmar; skrif- ari og gjaldkeri Mr. Carswell. I framkvæmdarnefnd með þessum embættismönnum voru kosnir þeir Mr. Mathias Einarson og Mr. Albert Wathne. Mr. og Mrs. B. T. ísberg, Bald- ur, Man., tilkynna hér með trúlof- un dóttur sinnar, Laura Wilhelmina og Mr. John Laxdal, Árborg, Man. Hjónavígslan fer fram 3. júlí. Séra Steingrímur N. Thorláks- son og kona hans, komu til borgar- innar i fyrri viku. Séra Steingrím- ur flutti prédikun við kveldguðs- þjónustu í Fyrstu lút. kirkju á sunnudaginn var. I síðasta blaði er sagt að Árni Paulson frá San Diego, Cal. hafi komið til bæjarins. Þetta var ekki rétt; á að vera Sigfús Pálsson. Mr. B. T. Isberg frá Baldur, Man., kom til borgarinnar á laugar- daginn. VICTOR JOHNSON FUND Áður auglýst................$37-00 Friends at 16 Acadia Blk... 1.00 Friends at'576 Agnes St. .. 0.75 H. Gíslason, 753 McGee St... 1.00 S. Sigmundson, 1009 Sherburn St.......... 2.50 Proceeds from Bridge Party at 1089 Sherburn St...... 11.00 Alls...................$53.25 ZAM-BUK GræSir fljðtt og vel BRUNASÁR og ÖNNUR SÁR Næsta sunnudagskveld strax á eftir kveld-guðsþjónustu heldur Fyrsti lúterski söfnuður fund til þess að kjósa erindreka á næsta kirkjuþing, sem haldið verður í Sel- kirk, Man., dagana 22.-26. júní. Þeir söfnuðir Kirkjufélagsins, sem enn ekki hafa sent ársskýrslur sínar þyrftu nú helzt að senda þær tafarlaust til skrifara félagsins, séra Jóhanns Bjarnasonar, Box 459, Gimli, hér í fylki. Bæjarráð Winnipeg-borgar hefir skipað nefnd til að gangast fyrir söfnun bóka til Carnegie bókasafns- ins. Safnið á nú mjög erfitt upp- dráttar, þar sem styrkur frá bæjar- stjórn hefir verið minkaður talsvert þetta ár, og ef ekki fást bókagjafir til að halda því við, verður það bráðlega að litlum notum. í safninu eru nú um 80 þúsund bækur, og er það mikið minna en ætti að vefa. Á hverju ári verður að fleygja mörgum þúsundum bóka, sem ekki eru lengur nothæfar. Ár- ið 1928 var fleygt 38,999 bókum og árið 1932, 13,857 bókum. Af þessu sést að stöðugt verður að fá inn nýjar bækur. Árið 1906 gaf islenzka Stúdenta- félagið i Winnipeg allmargar ís- lenzkar bækur til safnsins og munu nú vera þar um 213 íslenzkar bæk- ur. Til margra ára hefir ekkert ver- ið gefið til safnsins, og þar sem að- eins eru keyptar inn enskar og franskar bækur, verður bráðlega ekkert eftir af. íslenzka safninu. Þpð eru vinsamleg tilmæli þeirra, er að safninu standa, að íslendingar gefi því bækur, sem þeir geta án verið. Fyrir einum fjórum árum kom nýr bókavörður að safninu, og kvað honum ant um að hægt sé að halda við þeim útlendu bókasöfnum, sem þegar hafa verið mynduð. Þegar kínverskir ritstjórar endur- senda handrit, segir sagan að þetta sé gert á kurteisari hátt en í vestur- löndum, því venjulega fylgi svolát- andi bréf:—Sjá, þjónn þinn fellur flatur til fóta þér. Eg beygi mig í duftið fyrir þér og ákalla gæsku þína um að leyfa mér að lifa og tala. Það hefir þóknast hinu háttvirta handriti, að láta Ijós sitt skina á mína óverðugu sál. Speki þess gerði mig hugfanginn af hrifningu. Aldrei hefi eg vitað aðra eins hnittni, anda- gift og háleita hugsun. Skjálfandi af ótta endursendi eg þér handritið. Því að ef eg birti þennan fjársjóð, sem þú hefir sent mér, þá n’iundi keisarinn krefjast þess að það yrði tekið til fyrirmyndar og að ekki mætti prenta neitt, sem ekki kæmist í námunda við það. En þekki mað- ur bókmentirnar—eins og eg geri —þá veit maður, að í næstu tíu þús- und ár verður ekkert ritað, sem kemst í hálfkvisti við þetta, sem þú hefir sent oss. Þessvegna endur- sendi eg handritið. Eg bið þig þús- und sinnum fyrirgefningar. Trú mér, höfuð mitt liggur við fætur þínar. Gerðu við mig það sem þér þóknast. Uíig stúlka í Varsjá hefir vakið svo mikla athygli fyrir dugnað sinn í vélritun, að læknar og sálfræðing- ar hafa farið að rannsaka hæfileika hennar. Hún skrifar samtimis tvö bréf óliks efnis, án þess að nokkur skekkja eða ritvilla sjáist á. Skrifar hún þá á tvær ritvélar samtímis, sina með hvorri hendi. Fjöldi verslana hafa gert henni há kauptilboð, en hún þykist ekki fullsæmd af ]>eim og hefir því ráðist til fjölleikahúsa, þar -sem hún leikur listir sínar og vekur furðu allra áhorfenda.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.