Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBERÖ, FIMTUDAGINN 7. JUNÍ, 1934 Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTH TARKJNGTON Ungi maðurinn, sem sofið 'hafði á bekkn- nm, tók nú upp vasabók og penna, til að geta skrifað niður framburð Harkless. Lögmaður lét hann svo taka eiðinn. “Nú, Mr. Harkless, viljum við fá að heyra hvað fyrir þig hefir komið, ef þér er sama, ’ ’ sagði Barrett í mjúkum róm. Harkless svaraði. Orðin komu lágt og frekar ógreinilega, en svo hægt að skrifarinn hafði nægan tíma til að taka alt niður. “Eg skil þetta. 1% vil síður tapa ræn- unni fyr en eg er ‘búinn að þessu. Auðvitað veit eg hvers vegna þið viljið láta mig tala. Yæri það fyrir sjálfan mig aðeins, þá myndi eg ekki segja orð, því ef eg dey, þá væri bezt að engum yrði hegnt. Eh það er óþokkabæli og þeir eru alt af að ónáða okkar fólk, svo það verður að láta til skarar skríða. Eg trúi ekki að hægt sé að bæta Krossgötumenn, nema með því að ná þeim ungum, áfour en þeir geta lært af hinum.’’ Horner og Smith höfðu kippst við þeg- ar minst var á Krossgötumenn, samt sögðu þeir ekkert, en Barrett lét sem sér kæmi þetta ekki á óvart. Það var þögn í herberginu á milli þess sem Harkless talaði slitrótt og í liálfum hljóðum, og ískrið hevrðist í penna skrifarans. “Eg fór frá Briscoe dómara og stefndi vestur að veginum og að stóru tré. Það fór að rigna og eg leitaði hælis undir greinunum. Það stóð maður hinum megin við girðinguna. Það var Bob Skillett. Hann var með kuflinn og hettuna á handleggnum, eða ekki gat eg betur séð. Svo sá eg tvo aðra nokkru austar, á miðri brautinni. Þeir voru í þessum kjána- lega einkennisbúningi. Þeir hafa víst elt mig frá Briscoe. Þarna stóðu þeir í rigningunni og gláptu á mig í gegnum opin á hettunum. Eg vissi að þeir voru miklu fleiri en þetta. ” “Eg vildi reyna að komast heim, svo eg sneri í austur, í áttina að bænum. Eg gekk fram hjá þessum tveimur. Annar þeirra datt þegar eg íór fram hjá, en hinn skaut, til að aðvara félaga sína. Eg gat rétt náð í mann- inn um leið og rifið af honum hettuna. Það var Force Johnson. Eg þekti hann vel. Svo tók eg til fótanna og þeir á eftir. Rétt fyrir framan mig sá eg eina sex eða átta menn í röð, þvert yfir brautina. Ejg vissi að erfitt myndi að komast þar í gegn, svo eg stökk yfir girðinguna og lenti mitt í þvögunni. Einmitt þarna hafði stærsti hópurinn beðið. Eg sneri bakinu að girðingunni, en þá barði einn þeirra á höfuðið á mér með byssuskefti. Eg hijóp þá fram og þeir slóu hring utan um mig. Þeir voru með reipi og vendi. Mér leist ekkert á það svo eg réðist á hópinn. Bg náði grímun- um af allmörgum, áður en alt var búið, og eg get svarið sök á nokkra þeirra.” Hann taldi upp nöfnin hægt og ákveðið. Svo hélt hann áfram með söguna: “Eg held þeir hafi hætt við að flengja mig. Við lentum í eina bendu og þeir gátu ekki skotið nema að hitta eitthvað af sínum eigin mönnum. Það var ljót viðureign; þeir reyndu að sparka í mig og stinga úr mér augun. Eg náði í einn, og hann hljóðaði. Hann hefir líklega meiðst eitthvað. Nokkrum sinnum hélt eg að mér myndi takast að losna frá þeim, en þeir komu alt af höggi á mig, og mig fór að svima. Þá hlupu þeir allir frá mér í einu og Bob Skil- lett steig fram úr hringnum og skaut á mig. Hann beið eftir birtu af eldingunum áður en liann skaut. Eg datt ekki alveg strax, og ein- hver annar skaut á mig með haglabyssu, 'held eg. Eg reyndi að komast á fætur, en gat það ekki. Þá komu þeir allir saman í hóp, til að ráðfæra sig. Maðurinn sem eg meiddi,—eg þekti* hann ekki,—kom og leit á mig. Hann bar sig aumlega og liljóðaði; eg fór víst að hlæja, að minsta kosti lá annar handleggur minn útréttur á grasinu, og hann sparkaði með hælnum í lófann; eftir að hann hafði gert það nokkrum sinnum þá fann eg ekkert til. “Eg veit tæplega hvað gerðist næst. Þeir fóru eitthvað burt held eg. Það er gamalt skýli fyrir gripi skamt frá. Eg býst við að þeir hafi staðið af sér versta veðurofsann á bak við skýlið. Það var langur tími. Stund- um vissi eg af mér, en stundum ekki. Eg hélt eg myndi drukna, en regnið hefir líklega gert mér gott. Svo man eg að eg var færður, bor- inn eða dreginn langar leiðir. Þeir fóru með mig upp að járnbrautinni og eg hélt þeir ætl- uðu að skilja mig eftir á teinunum,—en þeim datt það ekki í hug. Þeir liafa vLst ekki lesið neinar skáldsögur. Löngu seinna raknaði eg við aftur, við skrölt og læti. Þá vissi eg að þeir höfðu sett mig í einn járnbrautarvagn- inn; en það var merkilegast, að eg var ekki einn. Svikararnir tveir voru í vagninum. “Þeir fóru að tala eitthvað við mig, og virtust ekkert reiðir við mig. Þeir fóru að hjálpa mér, eða máske þeir hafi bara verið að stela af mér fötum. Eg bað þá að segja lestarstjóranum frá mér, en það vildu þeir ekki. Svo mundi eg ekkert fyr en læknarnir komu áðan. Hvað er langt síðan þetta kom fyrir? Eg heldeg deyji ekki, það er svo margt sem eg þarf að fá að vita.” Harkless hreyfði sig órólega og hjúkrunarkonan hagræddi hon- um í rúminu. Meredith stóð upp og gekk út úr herberg- inu og fram á tröppurnar. Hann var í æstu skapi. Nú skildi hann það æði, s-em stundum grípur beztu menn og gerir þá að morðingj- um. Meredith langaði að mega hengja alla Krossgötumenn í greipum sér. Horner kom út á eftir honum, með blótsyrði á vörunum, og Meredith fór að þykja vænt um hann. Bar- rett kom nokkru seinna og ók af stað í bíl sínum. Meredith langaði til að sparka í Bar- rett. Warren Smith sat inni í spítalanum með Gay og hjúkrunarkonunni, og það var dauðahljóð í herbergi sjúklingsins. Það var löng vaka. Þau voru aðeins að bíða. Klukkan fimm um morguninn var Hark- less með lífsmarki. “Það gerir nú ekki bet- ur,” sagði Smith. Meredith hafði sent öku- mann sinn með skeyti til Helenar. Þannig mundi fréttast í Plattville að Harkless væri fundinn og væri enn á lífi. Horner tók sér bíl og ók niður á járn- brautarstöðina. Lestin var á förum, og nú var nóg að gera í Carlow. Um hádegi sendi Meredith annað skeyti, líkt hinu fyrra: Hann var lifandi og leið svolítið betur. Þetta skeyti fékk Helen ekki; 'hún var komin af stað til Rouen og fjöldi fólks með henni. Þetta var á sunnudag. Allur þessi hópur settist að á spítalanum, í göngum og biðstofum. Alt af bættust fleiri við, og spítala læknirinn vissi ekkert hvað hann ætti til bragðs að taka. Meredith fanst hann hafa einhverja ábyrgð gagnvart þessu fólki og bauð mörgum heim til sín. Enginn í hópnum vissi að Krossgötu- menn væru sekir og ýmsir voru að ráðgera að taka Slattery með valdi úr fangelsinu og hengja hann, ef Harkless skyldi deyja. Þeir sem betur vissu sögðu ekkert fyr en öll sagan kom í Rouen blöðunum á mánudagsmorgnm- inn, en um það leyti var hver einasti karlmað- ur frá Krossgötunum kominn í fangelsið í Rouen, með Slattery. Horner, með stóran flokk vopnaðra manna, hafði farið á sunnu- dagskveldið, og tekið þá alla fyrirhafnarlaust. “Hvítu húfurnar” voru svo hræddar, að mót- spyrna varð engin. Krossgötumenn urðu því fegnastir að komast undir vernd laganna. Þeir kærðu sig ekki um að heyra “John Brown’s Body” í annað sinn. Allir voru tekn- ir, því enginn þorði að vera skilinn eftir. Þeir, sem Harkless hafði ekki þekt, gáfu sig fram sjálfviljugir. Bob Skillett, Force John- son og nokkrir aðrir voru illa meiddir af viðureigninni við Harkless. Horner hafði stöðvað lestina utan við bæinn, svo hann þyrfti ekki að taka fangana til Plattville. Næsta morgun voru ekki nema kvenmenn og' börn eftir við Krossgöturnar. Loks hafði tekist að eyðileggja Krossgöturnar. Carlow menn báru mikla virðingu fyrir heknunum tveimur, sem stunduðu Harkless. Margir höfðu heyrt þeirra getið áður. A þriðjudaginn var sagt að Harkless liði held- ur betur, og þá fóru menn að tínast heim til sín smám saman. A meðan lá Harkless viðþolslaus í rúmi sínu. Hann var oftast með óráði og þegar hann raknaði við, var auðheyrt að löngunin til lífsins, sem verið hafði mjög sterk, var nú á þrotum. Hann hugsaði varla um annað en að fá hvíld, að fá að vera í friði. 1 óráðinu fanst honum hann vera kominn aftur í háskól- ann og sjá alt í sem ljótustum myndum. Hon- um fanst hann liggja á fletinu framan við skólann og heyra piltana syngja, eins og þeir gerðu oft á kveldin. Svo komu þeir til hans, afskræmdir og hryllilegir, og einn þeirra, með brodda á hælunum, tók að sparka í lófa hans. Þannig komu myndirnar hver annari ljótari. Stundum fanst lionum sem hann væri í eldi, og ótal púkar væru að pynda sig með alls konar áhöldum. Stundum fanst honum hann sjá Helen við riimið og vin sinn Tom Mere- dith hjá henni. Þetta hlaut að vera missýn- ing, því Helen var komin til útlanda, það mundi hann. Og Tom, þessi granni ungling- ur, var nú orðinn feitur og hálf sköllóttur; þetta hlaut að vera hugarburður. Samt var Helen enn þá falleg, og hann gat ekki varist þeirri hugsun, að gaman væri að mega lifa og sjá aftur þessa sýn. Svo misti hann aíla rænu og fór þá að tala um blaðið. Hann var þess fullviss að nú gæti enginn haldið því við. Hann heimt- aði að fá að sjá síðustu blöðin. Svo varð hann reiður og ætlaði að stökkva á fætur, og þau áttu bágt með að halda honum í rúminu. Næstu nótt vakti Meredith við rúmstokk- inn, svefnlaus og lúinn. Harkless var búinn að liggja í dái lengi; alt í einu reis hann upp við olnboga og sagði liátt og greinilega, og ungi læknirinn Gay, sem beygði sig yfir rúm- ið, mundi orðin alla æfi: “Langt burtu — handan við vötnin,” sagði Harkless, “þar sá eg hana—einu sinni —einn júnídag.” “Hvað ertu að segja, John?” hvíslaði Meredith, “ þér líður betur, er það ekki?” John Harkless brosti alveg eins og hann sæi í gegnum umbúðirnar fyrir augum sér og þekti sinn gamla vin aftur. Sama kveld sendi vinur McCune skeyti frá Rouen. “Hann er að deyja. Blaðið er dautt. Þú býður þig fram við kosningarnar í haust.” 13. KAPITULI. James Fisbee. A mánudagsmorguninn sátu þrír menn á skrifstofu “Heralds.” Þeir sátu á ráð- stefnu, ef hægt er að viðhafa það orð, þar sem Fisbee, Parker og Ron Schofield sátu stein- þegjandi og horfðu hver á annan. Með mestu herkju hafði þessum þremur, með hjálp Bud Tipworthy, tekist að koma blaðinu út vikuna áður, þrátt fyrir fjarveru ritstjór- ans. Mest af lesmálinu var lýsing á atburð- um þeim, sem skýrt hefir verið frá hér að framan og líðan Harkless. Einmitt á þessari stundu voru þessi þrjú blöð í höndum lækn- isins, með bréfi frá Parker, þar sem hann ráð- lagði að sýna Harkless þau ekki, nema þess endilega þyrfti, þar sem slíkt yrði að öllum líkindum til að tefja fyrir batanum. Það hafði kostað meir en litla fyrirhöfn að koma út þessum þremur blöðum, og nú voru þeir að þrotum komnir. Hvað stórar sem auglýsingarnar voru gerðar þá skorti þó mikið á að fjórða blaðið væri tilbúið. Það átti að koma út daginn eftir. Bud Tipworthy hafði verið sendur út af örkinni til að ná í Miss Tibbs, Sem átti jafnan mikið af skáld- skap fyrirliggjandi. Hún liafði ekki verið ánægð með neitt af honum í svipinn, og bjó því til dálitla sónötu í snatri á meðan Bud beið í stofunni. Þetta kom nú reyndar ekki að miklu gagni, en alt hjáli)aði ofurlítið. Bud fór nú ofan stigann, settist á tröppurnar framan við prentsmiðjuna og tók til að blístra gamalt lag. Ross Schofield kom á eftir og tók undir með honum. Þeir Fisbee og Parker sátu einir eftir í þungum hugsunum. Þeir sátu sinn hvoru megin við skrifborð Iíarkless. Báðir höfðu óskrifuð blöð fyrir framan sig. Við og við stóðu þeir á fætur og gengu um gólf. Síðan settust þeir niður aftur, skrifuðu í flýti nokkur orð og fleygðu svo blaðinu frá sér, eftir að hafa lmoðað því saman í kúlu. Eftir nokkra stund var gólfið þakið pappírskúlum. Mr. Parker, sem var langur og luralegur í vexti, og með breitt enni og stóra höku, stóð upp enn einu sinni. “Eg sé ekki að þetta sé til nokkurs, Fisbee. E|g er fæddur prentari, og eg get ekki skift um iðn svona alt í einu. Eg er búinn að skrifa alt, sem mér gat dottið í hug. Eg er þurausinn, ef svo mætti að orði komast. Bara þeir sýni ekki Harkless laugar- dagsblaðið, með þriggja dálka greininni þinni, sem við endurprentuðum úr einu febrúar blaðinu. Eg fer nú að skilja hvernig Hark- less liefir liðið þegar eg var að reka á eftir honum með ritstjórnargreinar og annað. Það er annað en gaman að vera ritstjóri.” ‘ ‘ Þú mátt ekki gleyma því, ’ ’ sagði félagi hans, “að svo þurfum við að fara að hugsa um fimtudags'blaðið. ” “1 öllum bænum minstu ekki á það, Fis- bee,” hrópaði Parker. “Eg er ekki eins á- íuegður með ritstjóra-embættið og eg ætti að vera. Eg er líklega ekki fæddur blaðamað- ur.” Fisbee tók aðra örk og fleygði henni frá sér. Hann fylgdi með augunum stórri rifu á veggnum, þaðan leit hann á gamalt og rykugt kort af Carlow-sveitinni. “Það er gallinn,” sagði Parker, sem fylgst hafði með augum Fisbees. “Þessi skrattans rifa. 1 hvert sinn sem eg hefi verið -kominn af stað með að rita, þá hefi eg farið að stara á vegginn, og gleymt svo öllu. Ef eg sný við bakinu, svo eg sjái ekki rifuna, þá verður mér litið á einhverja fluguna. Já svona gengur það. Loks kom Ross Schofield með kvæðið hennar Miss Tibbs. Ross var í góðu skapi, og auðsjáanlega vel ánægður með sína frammistöðu. Hann hélt á kvæðinu í annari liendinni og hafði sett blýant á bak við bæði eyrun, í hinni hendinni hélt hann á fleiri blöð- um. “Eg hefi gert talsvert þarna niður frá,” sagði Ross glaðlega og settist niður við skrif- borðið. “Mér datt ýmislegt í liug, sem hægt var að skrifa niður. Svro er þetta kvæði henn- ar Miss Tibbs, það var mikil hjálp, eg fór að geta ort um leið og eg tók mig til. Þegar eg var byrjaður, þá kom það alt í einu. Eg byrj- aði samt ekki að prenta það,” bætti hann við með alvöru, eins oghann byggi yfir einhverju merkilegu. Eg vildi lofa ykkur að sjá það fyrst.” Hann rétti Parker blöðin. “Lestu það sjálfur Ross,” sagði Parker. “Eg treysti mér tæpast til þess núna. Lestu fréttirnar fyrst. Við getum biðið.” “Eftir hverju?” spurði Ross. “Eftir kvæðinu,” svaraði hinn. Ross fór að raða blöðunum. Það kom vandræðabros á varir hans þegar Parker sagði þetta. Samt var auðséð að hann var vel ánægður með skrif sín. “Það var ýmis- legt sem mér datt í hug, sem eg veit að fólk hefir-gaman af. Eg lýsti öllu nákvæmlega, og notaði eins mörg orð og eg gat. Það gerir það fyrirferðar meira.” “Haltu áfram,” sagði Parker dálítið hranalega. Ross fór að lesa. Hann átti bágt með að stafa sig fram úr sumu af því. “Hér er það fyrsta: “Hinn stóri ogfallegi, guli, tveggja ára og hálfs árs kálfur herra Fredrich Ribshaw Jones—” Parker tók fram í. “Það verður öllum forvitni á að vita hvað gamall kálfurinn er. En haltu áfram.” “—Fredrich Ribshaw Jones, þessa vel- þekta og velklædda borgara.” “Það er mikið rétt, Jones er alt af vel til fara.” —“Borgara, er stöðugt að rása fram og aftur um hagann hans.” ‘ ‘ Hans, ’ ’ lirópaði Parker. ‘ ‘ Kálfsins eða Jones.” “Nei,” stamaði Ross, “hagann hans Jones.” * “Þetta dugar líklega. Þú gerðir betur að fara héðan frá Plttville, vinur minn, og fá embætti við stórblöðin. Komdu með hitt.” Ross las nokkrar fréttir. “Þetta dugar,” sagði Parker. “Menn verða stórkostlega hrifnir af þessu. Hark- less þurfti nú oft að nota alls konar vitleysu, en svona langt gekk hann aldrei. En við skulum prenta það. Við megum til. Lestu samt ekki meira. Farðu og settu það í stíl- inn.” “Þið ættuð að hlusta á kvæðið fyrst,” sagði Ross. “Mér finst það heldur gott, en svo eru engir færir um að dæma sinn eiginn skáldskap. Á eg að lesa það.” Parkerhorfði á Iiann og sagði ekki orð. “Eg hefi ekki gefið því neitt nafn enn- þá. ” Ó, föðurlaus stóð liann á liáum hól, en kringum hann vindurinn svalur gól. ’ ’ Ross leit sem snöggvast til áheyrend- anna og tók eftir því að augnaráð Parkers varð ekki sem blíðlegast. Schofield hló vandræðalega. “Það rímar nógu vel, en einhvern veginn finst mér það tæpalega eins gott og áðan. ” Bnginn svar- aði, og Ross hélt áfram: “En upp á hólnum var eins og ból.” Skáldið fór að útskýra þetta nánar. Það er ekki svo gott að láta þetta ríma nema maður noti þessi einföldu orð. Svona er hitt: —‘ ‘ Eins og ból, Einmitt á þessum sama hól. ” “Má ekki nota ‘hól’ oftar en einu sinni í sömu vísunni?” Ross las ekki meira þann daginn. Parker fórnaði höndunum til himins, fleygði sér aftur á bak, misti jafnvægið og datt kylliflatur á gólfið. Ross Schofield hljóp á dyr. Parker reyndi ekki að rísa á fætur. Þarna lá hann á gólfinu og góndi upp í loftið. Fis- bee horfði á hann með meðaumkvunarsvip. “Heldurðu .ekki að við ættum að minka blað- ið ? ” “Það myndi drepa hann,” svaraði hinn. “ Við megum til með að fylla skrattans snep- ilinn, einhvernveginn. En eg gefst upp. Hvað maðurinn liefir verið duglegur að skrifa. Það var hreínasta snild. Við getum ekki leikið það eftir. Við erum að eyðileggja blaðið sem liann var svo hreykinn af. Hiefir þér dottið í hug að McCune færi nú að láta á sér bæra. Bf blaðið hættir, hvað er þá því til fyrirstöðu! Ekki veit eg hvar Harkless geymir þessi skjöl, og hvað getum við gjört?” Enginn skildi þetta betur en Fisbee, en enginn var ómögulegri til að koma nokkru í framkvæmd af sjálfsdáðum en einmitt hann. Þriðjudagsblaðið vgr ekki hálfbúið til prent- unar og ýmsir, Martin gamli til dæmis, voru farnir að kvarta yfir því að fréttagreinamar væru fremur bágbomar, síðan Harkless féll frá. Það var engu líkara en að öll von væri úti með blaðið. Þessir fjórir: Parker, Fisbee, Ross og Tipworthy vom eins og skipbrots- menn, strandaðir á ísbreiðum blaðamensk- unnar, vonlausir og ráfandi; en nú virtist sem hjálp væri í aðsigi, úr alveg ávæntri átt. Fisbee fékk langt bréf frá Rouen.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.