Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚNl, 1934 Högberg OefiC Ot hvern fimtudag af TBS COLVMBIA PRE88 LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjðrans. BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO S3.00 um drið—Borgist. tyrirlram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Landátjórinn og Toronto Blöðunum hefir orðið um fátt tíðrædd- ara síðustu daga, en framkomu landstjórans, Lord Bessborougih, í Toronto 24. maí s. 1. Torontoborg er nú 100 ára gömul og befir þess atburðar verið minst með hátíðahöldum þar í vor. Landstjóranum hafði verið boðið til Toronto þennan dag, og borgarstjórinn hafði skipað menn til að taka á móti honum við ráðhúsið. Þessi móttökunefnd beið við þær dyr hússins, sem ætlaðar voru til mótt.ökunn- ar. Einhverra hluta vegna kom landstjórinn að öðrum dyrum og voru þá engir þar fviir. Nokkru seinna kom borgarstjórinn í miklum flýti og bað velvirðingar á mistökunum. Landstjórinn varð þá byrstur, að því er sagt er, og gaf í skyn að sér, sem konungsfulltrúá, hefði verið óvirðing svnd, með því að láta sig þurfa að bíða. Einnig er sagt að land- stjórinn hafi hneykslast á því að leikkonunni, Marv Pickford, hafði verið boðið til Toronto, í sambandi við þessi hátíðahöld, og verið tekið með virktum. Framkoma landstjórans hefir mælst mjög illa fyrir í Ontario og hafa margir orðið til þess að ávíta hann fyrir þau orð, sem hann viðhafði við borgarstjórann. Blaðið Border Cities Star lét svo um mælt í ritstjórnargrein, að Bessborough ætti að réttu lagi að biðja afsökunar, opinberlega. Sú afsökun er enn ekki komin og kemur eflaust ekki fyrst um sinn. Það má heita merkilegt að jafn konung- hollir menn og Torontobúar eru, skyldu verða uppi, þó landstjórinn léti í Ijós meiningu sína við þetta tækifæri. Líklega hefir þeim fund- ist það of langt gengið að útlendur valdsmað- ur setti virðulegan borgarstjóra Toronto á kné sér, fyrir brot á kurteisisreglum, sérstak- lega þar sem það brot stafaði einungis af misskilningi. Seinni ár hefir oft komið til tals að heppi- legra væri að skipa canadiskan mann í land- stjóra embætti, svo framarlega sem embættið yrði ekki afnumið. Þótt atvik þetta sé smávægilegt og hafi vakið meira umtal en nauðsynlegt var, eru öll líkindi til þess að Bessborough lávarður verði síðastur enskur landstjóri hér í Canada. Ákjósanlegt er að halda sambandinu við Breta, fyrst um sinn að minsta kosti, og væri það engu að síður mögulegt, þótt konungfe- fulltrúi væri canadiskur þegn, eða þótt það embætti væri algerlega afnumið. Roosevelt og NRA Margt sýnist benda til þess að viðreisn- arráðstafanir Roosevelts forseta sé ekki að gefast eins vel og ætlað var. Ýmsum ákvæð- um viðreisnarlaganna hefir verið breytt, og öðrum slept. Það er til marks um sjálfstæði og einlægni forsetans, að hann hefir ekki hik- að við að nema úr gildi þær reglugerðir, sem illa hafa reynst og tekið flestar aðfinslur til greina, sem sanngjamar hafa verið. Yfirleitt má segja að afskifti stjórnar- innar af iðnaðar- og verzlunar-málum hafi mistekist. 1 því sambandi er fróðlegt að lesa skýrslu þá, sem lögfraiðingurinn Olarence Darrow lagði fram, fyrir hönd nefndar þeirr- ar, sem falið var að rannsaka hvaða áhrif stjórnarafskifti hefðu haft á verzlun landsins. Darrow lét svo um mælt, að ef stjórnin héldi áfram að setja allslags hömlur á verzlunar- viðskifti innanlands, myndu smærri kaup- menn og framleiðendur brátt úr sögunni, en stóru félögin verða ein um hituna. Þetta er auðvitað þvert á móti tilganginum, enda sögðu talsmenn stjórnarinnar að nefndarálit- ið í heild væri ekki á rökum bygt. Allir vita samt að hin svonefndu “oodes,” sem samin voru til að ákveða kauptaxta, vinnutíma og vöruverð í hinum stærri iðnaðargreinum, voru í flestum tilfellum hinum sterkari í hag, og hafa reynst mjög misjafnlega. 1 sumum tilfejllum var ógernjngur að framfylgja þessum lögum, og í vissum iðnað- argreinum á að hætta að fyrirskipa fastaverð. Þetta nær aðallega til þeirra, sem fást við fatahreinsun og litun vefnaðarvöru af ýmsu tæi. Lögin mæltu áður svo fyrir t. d. að enginn mætti “pressa” buxur fyrir minna en 40c; í ríkinu New Jersey urðu í einu ..tilfelli úr þessu málaferli, og maður nokkur var sekt- aður $100 og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að vinna þetta verk fyrir 35c. Þótti flestum hér of langt gengið og ákvæði þessi hlæileg. Með því að slaka svona til álíta sumir að stjórninni sé að skiljast að ekki verði alt gert með því að setja ný lög, ef enginn vill svo fylgja þeim. Það sem hefir þó mest orðið stjórninni til baga er hin megna óánægja meðal verka- manna um alt landið. 1 flestum stærri borg- um eru nú verkföll, sem valdið hafa hinu mesta tjóni og orsakað bardaga og blóðsút- hellingar. Yiðreisnarlöggjöfin átti að tryggja verkafólki rétt til þess að stofna verkamannafélög og semja um kaup og vinnu- kjör sameiginlega. Þessum réttindum hefir l 'það ekki náð, en margir tapað vinnu, sem beittu sér ifyrir stofnun slíkra félaga. Enn er óvíst hvernig þessum deilum lýk- ur en víðast hvar hefir stjórnin orðið að sker- ast í leikinn og þá sýnt talsverða sanngirni í garð verkamanna. Annað stórmál á dagskrá er löggjöfin um eftirlit með sölu verðbréfa í kauphöllum stórfborganna. Þessi löggjöf hefir verið á döfinni í fleiri mánuði, en mun nú hafa fengið þann búning, sem forsetinn er ánægður með. Wall Street mun ekki allskostar ánægt með þessi nýju lög, en miklu eru þau meinlausari en ætlað var í fyrstu. Lög þessi setja ýmsar hömlur á sölu verðbréfa og veita stjórninni heimild til að ráðstafa að miklu leyti kaup- höllunum. Fyrst átti að gefa verzlunarmála- nefndinni (Federal Trade Commission) fult vald yfir kauphöllunum, en því var breytt, og á nú að skipa sérstaka nefnd til að sjá um þau mál. Enn einu sinni hefir mönnum orðið tíð- rætt um stríðsskuldirnar. Eftir að Johnsons Jögin gengu í gildi, varð megn óánægja ineðal EJvrópuþjóðanna, sérstaklega þegar forsetinn lýsti því yfir að hér etftir yrðu smærri niður- borganir en þær, sem samið hef'ði verið um, ekki teknar til greina. Með þessari ráðstöf- un varð England og nokkur önnur lönd að teljast með þeim sem svikist hafa um greiðslu á stríðsskuldunum. Þessu reiddust Bretar og gáfu í skyn að þeir myndu algerlega hætta að borga. Frekar en að svo yrði sögðust Bandaríkin til með að taka þessi mál aftur fyrir, ef ske kynni að samkomulag fengist. Heimssýningin í Chicago í vikunni sem leið var heimssýningin í Chiago opnuð með mikilli viðhöfn. 1 fyrra var ákveðið að halda áfram sýningunni annað sumar til, þar sem slæmt árferði í fyrra gerði mörgum ómögulegt að ferðast þangað, sem þó hefðu gjarnan viljað fara. Sagt er að sýningin sé að mörgu leyti enn fullkomnari en áður, enda hefir ýmsu verið bætt við, og margt af Iþví, sem ómerkilegt þótti, verið tekið burt. Allar þær framfarir, sem orðið hafa á verklegu sviði síðastliðin hundrað ár, eru sýndar. Þar eru 'eftirlíkingar af allslags vélum, og í mörgum tilfellum vélarnar sjálf- ar. Eitt af því merkilegasta, sem þarna verð- ur til sýnis er járnbrautarlest Chicago, Burl- ington and Quincy félagsins, Zephyr. Þessi lest er ef til vill sú hraðskreiðasta í heimi. Nýlega fór hún frá Denver til öhicago, 1,015 mílur á 13 klst. og 5 mínútum, eða 77.6 mílur á klukkustund. Hún hefir hraðast farið 112.5 mílur á klukkustund. Lestin er knúin af Diesiel-vél, sem brennir hráolíu, oig kostaði eldsneytið ekki nema $16 fyrir ferðina. Það spm gerir lestinni mögulegt að fara svona hratt er það, að miklu léttari málmar voru notaðjr við byggingu hennar, og einnig það að lögun hennar er þannig að loftið veiti sem minsta mótstöðu. Lestin er í laginu eins og kúla. Nú er sagt að Rússar hafi smíðað járn- brautarlest með svipuðu lagi, og á hún að vera mun fljótari í ferðum. 1 tfyrra lét Henry Ford sig sýninguna engu skifta. Nú hefir hann látið reisa eina stærstu byggínguna þar á staðnum. Hún kostaði um 3 miljónir dollara. Aðalbygging- in er hringmynduð, með fjórum hæðum. Hún sýnist eins og feikna stór tannhjól lögð hvert ofan á annað. Þegar varpað er á hana mis- litum ljósum sýnist hún snúast. Ótal fleira mætti telja af þeim undrum, sem þarna má sjá. Það merkilegasta eru ef til vill hinar ýmsu byggingar, sem bæði sýn- ingarnefndin og stórfélögin létu reisa. Allar eru þær bygK5ar í nýjum stíl, óbrotnum og fallegum; útflúr og ónauðsynlegt skraut sést hvergi. Vleggirnír eru úr stálþynnum, en múrsteinn og cementssteypa notuð minna. Ekki er ólíklegt að íveruhús verði bygð á þennan hátt í framtíðinni. Efnavísindin hafa á síðustu hundrað ár- um gerbreytt lifnaðarháttum allra þeirra, er siðuð lönd byggja. Framtíðin byggist á vél- unum, sem eiga eftir að gera mennina frjálsa þegar mannfélagsfræðin og þjóðmegunar- fræðin kemst á það stig, sem vélfræðin hefir þegar náð. j y Einar Jónsson sextugur Einar Jónsson dvelur fjarri fós- turjörð sinni á sextugsafmælinu. Honum er það líkt að vilja forð- ast veislpfagnað og mannfundi Hann er í ætt við einbúann í At- lantshafi. Honum hefir verið það ljúft að draga sig i hlje og fara einförum, með vaxandi þroska og aldri, til þess að hugsa um manh- lífið og fullnægja lífsþörf sinni í hköpun listaverka. Lífið er hon- um því að eins nokkurs virði, að hann öðlist dýpri skilning á til- verunni og lögmálum hennar, en lífsgleðina veitir honum hin skap- andi listaþörf hans, tþví að gleði skaparans er ofar allri annari gleði. Ungur sveinn elst hann upp á Galtafelli. í klettunum fyrir ofan bæinn, skynjar hann huldar verur og hulin öfl. í íslenskri einveru fær hann næði til að hugsa um íslenskar þjóðsögur og æfintýri o'g sögu þjóðar sinnar og í hinni miklu víðáttu brýst listagáfa hans út, hann hristir af sjer alla hlekki og sigrast á örðugleikunum og hel- dur út í heim — ein og forfeður hans fyrir mörgum hundruðum ára. Ungur og hraustur hyggst hann að nema lönd í ríki listar- innar, hann skapar á fyrstu’ árum listabrautar sinnar eingöngu stór listaverk. í hinu risavaxna sjer hann eðli lífs og lista. Angurblíða og sorg hvíla yfir fyrstu verkum hans, “Útlögum,” “öreiginn,” og “Vökumanninum.” Hann vill víð- frægja land sitt og þjóð í“Ingólfur Árnason,” “Þorfinnur Karlsefni,” “Minnismerki Snorra Stuluson- ar,” “Minnismlerki Hallgríms Pjet- urssonar” o. f 1.). En er tímar líða hverfur hugur hans smámsam- an frá hinu ytra lífi og til hins innra. Hann hættir að skapa ris- avaxin verk og í smámyndum og litlum atvikum sjer hann nú gleg- gra en áður lögmiál lífsins og sín eigin takmörk. Sál hans leitar og leitar. Hin óljósa þrá hans verð- ur eins og hafsveipurinn, er sog- ast upp á við (“Alda aldanna”). Hann tekur á sig konugerfi, því að öll tilfinning, öll þrá, er ná- tengdari konueðlinu. Hann fer að hugsa um hina líð- andi stund. Tíminn sjálfur er vængjuð vera, er heldur hnetti milli lófana yfir höfði sjer, en dagur gengur fyrir og heldur út- rjettum armi á ljóskúlu, er lýsir upp hnöttinn. Hugur Einars hneig- ist æ meir að trúmálum. Hann þráir hreinleika sálarinnar og lýs- ir samviskubiti á átakanlegan hátt. f “Þróun” sér hann þrjú andleg tilverustig dýrið, jötuninn o!g manninn). í “Djeiglunni” stígulr sálin í fagnandi lofgerð til him- ins. Kærleikurinn er ofar öllu í mlannlífinu. í “Jólum” kemur eng- ill með barnið Krist er breiðir faðminn móti öllum heimi. Og í fjölmörgum annara hugmynda málverka og dráttsmynda játar hann kristna lífsskoðun sína. Þroskasalga Einars er merkileg. Listaþrá hans vaknar á barnsaldri í íslenskri einveru1 undir kletta- hömrum. Á manndómsárum sínum heldur hann í víking, fer víða um Iönd og dvelur langvistum í ým- sum menningarlöndum Evrópu1 og kynnist þar öllum helstu listaverk- um samtíðar sinnar og liðinna tíma. En vart má sjá að hann hafi orðið fyrir verulegum áhrifum an- narsstaðar frá. Hið meðfædda eðli hans er svo ríkt, að það ræður flestum listaverkum hans. í hinni löngu leit sinni sjer hann loks í því smáa ímynd hins stóra, ímynd lífslögmála og sanninda. Alt líf hans mótast af þessari hugsun, hin kristna lífsskoðun er sættir hann við lífið. Umburð- arlyndi og kærleikur hafa mótað hann og veitt honum jafnvægi og lífsgleði. í slíku andrúmslofti hefir hann lifað um langt skeið og á því mun engin breyting verða. A. J. —Lesb. Mbl. Kvenfólkið og búðimar Spánverjar hafa langa og sér- stæÖa menningarsögu að baki sér, og gamlar og einkennilegar venjur móta þjóðlíf þeirra. Það sést m. a. í ýmsum greinum viðskiftalífsins. Þegar gestir fara um stórborgir á Spáni veita þeir því fljótt eftir- tekt, að þar er miklu minna af hin- um fjölbreyttu stórbúðum og vöru- húsum, heldur en gerist í öðrum löndum í álfunni. Einkum er það augljóst, að þar vantar að miklu leyti hin miklu vöruhús, sem fyrst og fremst bæta úr hinum marg- breytilegu og sískiftandi kröfum kvenna, sem fylgjast vel með i heimstízkunni. Efnakona i spænskri stórborg hefir fasta saumakonu, sem er í sömu aðstöðu til heimilis hennar, eins og húslæknirinn. Saumakonan fer í búðirnar með skjólstæðing sínum og leggja þær mikla vinnu í að velja saman hin heppilegustu fataefni handa húsfreyju og dætr- um hennar. 1 þeim búðum, þar sem efnakonur kaupa til klæða sinna, eru oft löng sýniborð eftir endilangri búðinni, „og fjöldi stóla báðu megin. Getur þar oft að líta 20—30 konur, sem sitja tímunum saman við þetta borð og athuga bæði tízkublöðin og hin margvíslegu fataefni. Búðar- fólkið ber nýja og nýja stranga fram á borðið og tekur aftur þá, sem ekki falla í geð skiptivinanna. Saumakonan er önnum kafin að finna ný efni og nýtt samræmi við dægurtízkuna. Þær konur, sem mest berast á, láta þannig sauma klæði sín í heima- húsum, eftir að hafa sjálfar fram- kvæmt þennan vandasama undir- búning. Saumakonan er fastur starfsmaður á heimilinu, meðan stendur á verkinu. Auk þess kem- ur saumakonan af og til á heimili sinna föstu viðskiftamanna, alveg eins og húslæknir kemur óbeðinn af og til vegna heilsufars skjólstæð- inga sinna. Þessi heimaiðja um fatagerð til- haldskvenna á Spáni, veldur því að stórbæina vantar hin glæsilegu vöru- hús, sem annarsstaðar skapa til- breytni og líf í borgum auðugra landa. Spænskar borgir verða að þessu leyti fábreytilegri hqldur en við mætti búast. Aftur á móti græðir kvenfólkið á þessari fyrirhyggju sinni, því að það er almanna mál, að spænskar konur séu ennþá betur búnar og eyði ennþá meiru til skraut- legra fata, heldur en stallsystur þeirra í þeim löndum, sem búa við hin auðugu og tilbreytilegu vöruhús. Þannig bætir eitt annars missi. Heimaiðja spænsku kvennanna ger- ir stræti stórborganna nokkuð fá- tæklegri, en sjálfar konurnar eru fullkomnari í fegurð og ágæti tízk- unnar, heldur en ef stóriðjan hefði lagt undir sig kvenbúningana, eins og í flestum öðrum löndupi.—J. J. —Dvöl. í Hull var nýlega haldinn sam- söngur, sem vakti mikla athygli. Það var karlmannaflokkur sem skemti, og yngsti söngvarinn var 65 ára en sá elsti um áttrætt. Karlarn- ir þóttu syngja afbragðs vel, eink- um neðri raddirnar. í Moskva hefir verkfræðingur bú- ið til gjallarhorn, sem heyrist í 50 kílómetra f jarlægð. Það vegur um 1000 kíló og verður sett í flugvél. Amerískur verkfræðingur kom um daginn til London í þeim til- gangi, að sýna Bretum nýjan kaf- arabúning, sem hann hefir gert. Hann bauðst til að láta loka sig inni í stáltunnu, sem loftinu síðan væri dælt út úr svo tunnan væri algerlega lofttóm, og ætlaði svo að liggja í tunnunni í 3 stundir. Bresku yfir- völdunum leist ekki betur á fyrir- tækið en það, að þau bönnuðu þessa tilraun—og aumingja maðurinn er nú farinn áleiðis til Þýskalands í sömu erindum. í Þýskalandi hefir verið búin til vog, sem er svo næm, að unt er að vigta blýantsstryk á pappírsmiða. Pappírinn er vigtaður fyrst og síð- an strykaður dálitlu stryki með blý- ant. —Fálkinn. Fylkisþingið Fylkisþingið kom saman aftur eft- ir þinghlé, á þriðjudaginn 5. júní. Það helsta sem nú liggur fyrir er að veita staðfestingu lögum sam- bandsstjórnarinnar um stofnun sölu- ráðs í Canada. Hvert fylki fyrir sig verður að gefa sitt samþykki, þar semi ýms ákvæði þessara laga ná út yfir starfssvið sambandsstjórn- arinnar. Bracken forsætisráðherra lét þess getið að sambandsstjórnin ætti upp- tökin að löggjöfinni og að fylkis- stjórnin væri aðeins að greiða fyrir framgangi þessara mála. Sanford Evans, leiðtogi íhalds- manna, er lögunum mótfallinn, og fanst óviturlegt að fylkisstjórnin skifti sér nokkuð af þeim. Churchill-höfnin Nú er búið að fullgera höfnina við Churchill, og er hún talin með beztu höfnum í heimi. Þrátt fyrir það hefir gengið illa að útvega næg- an flutning frá Evrópu, til þess að hagkvæmt sé að senda mikið af hveiti þessa leið, þar sem skipin verða að sigla án farms aðra leið. Vátryggingargjöld á skipum, sem sigla til Churchill hafa nú verið lækkuð talsvert og er það ekki leng- ur til fyrirstöðu. Hitt er verra, að burðargjöld með járnbrautinni frá Churchill til Winnipeg eru enn svo há, að kostaðurinn er í sumum til- fellum meiri en að senda vörur frá Montreal, þó vegalengdin sé 400 míl- um styttri frá Churchill. Meðan þetta á sér stað getur Churchill ekki orðið stór hafnarborg, né komið að miklum notum fyrir Vesturlandið. Enska stúlkan Dorothy Sayers virðist ætla að vera arftaki Conan Doyle og Edgars Wállace sem reif- arahöfundur. Síðasta bók hennar hefir selst betur en nokkur önnur bók í Englandi á sama tíma. Hún kvað kunna sögurnar um Sherlock Holmes utan að og kvað það lengi hafa verið draumur hennar að gera sögupersónu, sem væri honum fremri. Karl nokkur, 100 ára gamall, hefir vakið á sér eftirtekt um alt Bretland. Hann á son, sejn er ná- kvæmlega 70 ára, gifti sig fyrir tveim árum ungri stúlku—og á nú barn með henni. Það eru tæp 7° ár milli elsta og yngsta barns karls- ins. Það nýjasta handa Ameríkumönn- um að gorta af er brúin milli San Francisco og Oakland, sem nú er i smíðum og verður lengsta brú í heimi. Það var Herbert Iloover sem ákvað að byggja brúna, en hinsvegar féll það í hlöt Franklin Roosevelts að þrýsta á hnappinn, sem kom af stað fyrstu sprenging- unni, sem gerð var fyrir undirstöð- unum. Brúin á samkvæmt áætlun að kosta 77 miljón dollara og hefir ríkissjóður lánað 72 miljónir dollara af þeirri upphæð. Sagt var að Hoover hefði lofað þessari f járveit- ingu aðeins til þess, að Californíu- búar skyldu fremur greiða honum atkvæði við forsetakosningarnar siðustu. Um 11,000 manns fá at- vinnu við brúarsmíðina, en henni verður ekki lokið fyr en árið 1936 eða '37. Á þessum framfaratímum, sem við nú lifum á, þar sem allar fréttir berast svo að segja samstundis um .allan heim með loftskeytum, símum og útvarpi, má geta þess til saman- burðar, að þegar Napóleon mikli dó, 5. maí 1821, barst ekki fregnin um andlátið til London fyr en í júlí sama ár og til Vínarborgar tveim mánuðum síðar. Tuttugu og sex ungir menn og konur eru nýbyrjuð á að skrifa bókaskrá yfir öll rit, sem til eru í safni British Museum. Þessi skrá er svo stór að hún mun fylla 200 þykk bindi, samtals um 120 miljónir orða. Sem stendur eru samtals um 4 miljónir binda til í safninu, en það eykst ört og er áætlað að það rnuni taka 28 ár að fullgera skrána:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.